05/08/2004

Allt of mikið að gera!
Í sumarfríinu er búið að vera allt of mikið að gera. Á tveimur vikum er ég búin að fara í tvær útilegur og drekka allt of mikið af bjór. Ég veit að margir sem lesa þetta halda að ég eigi við vandamál að stríða en mér skilst samt að sumarfrí séu einmitt til þess að fá sér bjór. Var nú róleg í fyrri hluta vikunnar og hélt mig að mestu heima fyrir við ýmis þrif og annan dugnað. Í gær var svo Ölstofuhittingur með strákunum og nokkrum píum til viðbótar. Þetta varð hin mesta skemmtun og auðvitað (þökk sé þessum) snérust umræður að miklum hluta ekki um nýjustu prjónauppskriftirnar. Það komu nokkrir út úr skápnum varðandi ýmis mál en almennt var mikið hlegið og spáð í mönnum í drappleitum jökkum sem sátu við barinn. Smá keppni kom upp milli Kamillu og Héðins um það hvort þeirra gaurinn væri að horfa á - en engin lausn fékkst á því máli.
Tennis makkerinn er í USA þannig að ég horfi bara á tennis á Eurosport í staðinn og reyni að pikka upp nokkur múv hjá stjörnunum. Helgin verður örugglega skemmtileg þar sem laugardagurinn mun sennilega standa upp úr. París á sunnudaginn - þar er spáð 35°C á mánudaginn þannig að best að drífa sig í gufubað til að venja sig við.

02/08/2004

Verslunarmannahelgin!
Ofurhjúkkan ofurkættist á föstudaginn þegar ofurunnustinn kom heim eftir vikudvöl í hinum fræknu Færeyjum. Um leið og búið var að taka upp úr töskunum var sett niður í aðrar og skellt sér á Þingvelli í sumarbústað með fullt af liði. Ofurparið fékk reyndar það orð á sig að vera það fólk sem finnst hvað best að nýta tíma sinn til þess að sofa, en staðreyndin er sú að hér er um mikið áhugafólk um svefn að ræða. Laugardagskvöldið var grillað, sungið og drallað í hinum ýmsu leikjum. Svefninn sótti á þegar líða tók á nóttina enda búið að vera ofurstuð á fólki. Eftir góðan svefn og nokkrar Advil tók sunnudagurinn við með rólegheitum framan af. Kvöldið fór í meira grill, spil, engan söng en áframhaldandi mikla gleði. Í dag var svo enn og aftur pakkað niður í töskur og leiðin lá heim á Kambsveginn þar sem framkvæmdagleði nýju nágrannanna hélt áfram.
Vikan verður að öllum líkindum full af spenningi vegna yfirvofandi Parísarferðar eftir 6 daga!! Kannski maður kíki í tennis í nýja gallanum og taki svo lífinu almennt með ró.

29/07/2004

Grill og frönsk súkkulaðikaka!
Í gær tók ofurhjúkkan sig til og hélt margumbeðið hýrt grillpartý.  Allir helstu hýru vinir ofurhjúkkunnar komu á svæðið og slegið var upp snilldargrillpartý.  Þrátt fyrir slæmt veður lét ofurhjúkkan ekkert stöðva sig og vill þakka nágrönnum sínum fyrir að hafa ekki hringt á slökkviliðið!  Smá reyk insident sem ekkert mál var að bjarga hafði bara góð áhrif á kjötið sem flamberaðist á grillinu.  Eftir dýrindis mat og sallöt voru dregin fram syndsamlega góð frönsk súkkulaðikaka, ferks hindber, jarðaber, bláber og sprautu rjómi.  Það var hlegið eins og fólk ætti lífið að leysa og undirtónar voru einungis á eina vegu.  Svana súper gella og Inga megabeib komu á réttum tíma til þess að njóta eftirréttsins og félagsskaparins.  Ofurhjúkkan lofaði öllu fögru um að vaska ekki upp fyrr en í fyrramálið en sveik það auðvitað um leið og allir voru farnir.  Það er svo leiðinlegt að vakna upp eftir gott kvöld og þurfa að horfast í augu við líkin og leyfarnar.  Að uppvaskinu loknu var One Tree Hill skellt í tækið og loks var skriðið upp í bedda.

28/07/2004

Stelpudagur dauðans!
Geri aðrir betur en ég og megaskutlan hún Inga í gær.  Við byrjuðum daginn á því að fara í World Class.  Þrátt fyrir gífurlegar yfirlýsingar um þann stað, og það hversu kalt yrðir í helvíti áður en ég stigi þar inn fyrir dyr, var þetta bara ágætis upplifun.  Þarna voru auðvitað mætt Classa-tröllin sem virðast ekki hafa neitt annað við tíma sinn að gera en að stunda líkamsrækt - eða alla vega labba um líkamsræktarstöðina í þrönga gallanum sínum.  En eftir nokkuð púl drifum við okkur í sundlaugina og nutum útsýnisins.  Eftir þó nokkra stund í heita pottinum var hungrið farið að segja til sín all svakalega og leiðin lá sem hraðast í sturtu og á Pizzahöllina þar sem ein af snilldum kvöldsins var framreidd.  Auðvitað gripum við með okkur tvær stórar pizzur og brauðstangir og brunuðum heim á Kambsveg.  Þar tók við gífurlegt át á svakalegum hraða sem endaði með afveltu vegna ofáts og auðvitað var hinn kaldi teigaður með.  Kíktum rétt á yfirlit frétta og svo byrjaði skemmtunin.  Xboxið var sett í samband og Halo settur í tækið, þráðurinn var tekin upp þar sem frá var horfið fyrir nokkru og við héldum áfram að bjarga Alheimnum frá áhrifum geimvera af ýmsum toga.   Eftir 4 og hálfan tíma af geimverudrápi vorum við komnar með harðsperrur í augun og skjálfta á hendurnar og ákváðum að kalla það gott, enda margar geimverurnar fallnar og hinir köldu flestir búnir.  Þá skriðum við í háttinn enda búnar að gera heiminum gott heila kvöldstund.
Vaknaði í morgun með harðsperrur í augunum :)

25/07/2004

Sólbrún og sæt í sumarfríi!
Sumarfríið byrjaði með snilldar útilegu um helgina.  Stefnan var í Þjórsárdalinn en sökum rigningar og almenns fúllyndis á svæðinu ákváðum við gellurnar að tjalda í Árnesi.  Þvílíka snilldar tjaldstæðið sem er þar.  Flottur gaur sem var að gera leikfimisæfingar og heitur pottur sem allir hafa aðgang að.  Auðvitað var hent sér í pottinn strax eftir komu og nokkrir kaldir teigaðir með.  Endalausar samræður tóku svo við og loks var farið í háttin við sólarupprás.  Laugardagurinn heilsaði með kæfandi hita inni í tjaldinu og sólskini úr öllum áttum.  Drifum okkur í gönguferð um Gjánna, Hjálparfoss og auðvitað þjóðveldisbæinn Stöng (þar sem Ingó átti að hafa búið).  Að því loknu drifum við okkur í Þjórsárdalslaug sem er snilldin ein og sér.  Grillið var mundað um kvöldið og meiri bjór og rauðvín drukkið.  Í morgun tók svo annar eins sólardagur við og það er ekki frá því að maður sé nokkuð sólbrúnn (ok sólbrunninn á stöku stað) og sætur eftir þessa ferð.  Næstu dagar fara í það að vera grasekkja og njóta þess að vera einn heima í íbúðinni.  Kannski að maður taki sig bara til og gangi um nakinn. Hver veit???

22/07/2004

Það fer alveg að koma!
Ótrúlegt en satt þá fer að koma að sumarfríinu hjá ofurhjúkkunni.  Niðurtalningin byrjaði fyrir 20 dögum og þegar maður er búinn að vinna 19 af s.l. 20 dögum á maður skilið að fara í gott sumarfrí.  Stefnan er tekin sólböð og almenna hamingju í tennis ásamt nokkrum köldum sem verða drukknir.  Verslunarmannahelgin verður tekin í góðra vina hópi í útlegu og svo er það bara París.  En það sem skiptir líka höfuð máli eru auðvitað Ólympíuleikarnir sem verða í Aþenu og maður getur legið yfir dag og nótt. Þangað til er stefnan tekin á chill og einungis einn dag meir í vinnunni.

18/07/2004

Í sól og sumaryl
- er best að vera inni í vinnunni, þá brennur maður ekki og fer sér ekki að voða með þátttöku i sólskyns íþróttum.  Taki maður þátt í slíku athæfi er hætta á því að þurfa einmitt að fara á slysadeildina og bíða eftir öllum hinum sem voru líka að leika sér í góða veðrinu með slæmum afleiðingum.  Það er best að liggja bara heima hjá sér og gera ekki neitt fyrr en í fyrsta lagi eftir kvöldmat.  Þá helst skal fá sér eitthvað gott að drekka sem jafnvel veldur því að maður þarf að skilja bílinn eftir.  Svo skal hrista á sér skankana - gott að fara á Mojito Café því þar virkar ekki loftræstingin og manni líður eins og maður sé í útlöndum.  Koma svo út af staðnum, þurrka af sér svitann og finna sér næstu búllu sem selur eitthvað heitt - sveitt og feitt.  Borða það með bestu lyst og drífa sig svo í leigubílaröðina, þar sem maður getur mögulega eignast nýja vini. Daginn eftir er svo málið að drífa í sig amerískan morgunmat, egg, beikon, pönnukökur, síróp og beyglur og drífa sig svo í vinnuna.  Mælt er svo með því að endurtaka athæfið eins oft og þörf krefur.

12/07/2004

Það er að kvikna í - hvað er að brenna?
Kvöldvaktin í kvöld var alveg einstök, samt einhvern vegin lýsir hún lífi ofurhjúkkunar mjög vel. Jú allt gekk sinn vana gang. Mánudagskvöld og fullt af fólki að bíða þegar vaktin tók við. Þetta fór vel af stað og áður en maður vissi af var komin kvöldmatur. Uppáhaldsmatur ofurhjúkkunar var á boðstólnum - plokkfiskur, rúgbrauð og hindberjasúrmjólk í eftirmat. Þetta er einhver sá besti matur sem maður fær á spítalanum, þannig að ofurhjúkkan lét ekki sitt eftir liggja og borðaði vel - meira að segja auka sneið af rúgbrauðinu. Eftir mat gekk á ýmsu og í miðri meðferð á einni konu heyrist mjög hátt í slökkviliðinu og löggunni. Úff þetta boðar ekki gott hugsaði ofurhjúkkan - hljómar eins og margir séu að koma hingað með reykeitrun eða einhvern fjanda. Ofurhjúkkan bregður sér fram á gang og mætir þar megnri brunalykt!! Bíddu er kviknað í hjá okkur??? Ofurhjúkkan fann annan hjúkrunarfræðing sem var jafn hissa og saman leituðu þeir svara hjá vaktstjóranum. Jú það var víst kviknað í þakinu hjá okkur og slökkviliðsmenn sáust skjótast upp á þak með slöngur. Hvað gerir maður þá?? Best að koma þeim sjúklingum heim sem máttu fara og svo bara chilla - strákarnir í slökkviliðinu eru nú ansi klárir kallar. Sjúklingar voru látnir vita hvað væri að gerast og að mögulega þyrftu þeir að fara út - en allir voða rólegir yfir þessu. Svo slokknaði eldurinn og lífið hélt áfram sinn vana gang. Ofurhjúkkan átti leið fram hjá tölvuborði sem ákvað að fá taugaáfall og detta í sundur og lenda á fætinum á henni - ah þetta var vont! Já það gerist sem sagt ýmislegt á slysadeildinni!
Sumarfílingur og gleði!
Það er ekki hægt að segja annað en að líf mitt hefur batnað til muna eftir að iðnaðarmennirnir luku störfum sínum í næsta húsi. Þvílík gleði og hamingja að geta sofið út á morgnana og vakna ferskur rétt um hádegi. Senn fer að líða að eftirsóknarverðu sumarfríi hjá ofurhjúkkunni þannig að það er bara sumarfílingur framundan. Á reyndar eftir að vinna 10 vaktir á næstu 11 dögum en það gerir fríið bara enn betra. Um síðustu helgi skrapp ég til hýru mannanna og átti góða kvöldstund með snilldar sýnishornum af prúðuleikurunum. Vá hvað ég hló mikið!! Þið munið kannski eftir þessu atriði en það er erfitt að lýsa því. Ég reyndi að lýsa því fyrir Lou um daginn eftir að hafa drukkið tvo kaffibolla á of skömmum tíma og það fór næstum því illa. En þetta eru sem sagt tvær bleikar verur að syngja undirspil og svo kemur Dýri inn á milli með Manamanah. Ég hvet alla sem hafa til þess getu að sjá þetta - þvílík og önnur eins snilld. Á meðal manna í hýrumannaveislunni var ungur maður sem fæddur er 1981. Hann horfði furðulostinn á aðra aðilla í herberginu og velti því fyrir sér hvers konar fáránlega barnaefni við ólumst upp við. Sjáið fyrir ykkur eftir 25 ár þegar liðið sem er að alast upp við Stubbana og Bubba byggir horfa á þá í partýi! En sem sagt ekkert nema svakastuð á ofurhjúkkunni í dag.

06/07/2004

Iðnaðarmenn!
Þessa dagana þykir mér ekkert sérstaklega vænt um iðnaramennina sem eru að vinna í næsta húsi. Það er verið að taka það hús eitthvað í gegn og þessir ágætu menn mæta alltaf stundvíslega kl. 08:30. Fljótlega eftir fyrsta kaffibollann byrja þeir að nota mjög háværar vélar og djöflast á þeim til kl. 10. Nú þegar þeim hefur skilmerkilega tekist að vekja alla í nágrenninu hætta þeir að nota vélina og ró kemst aftur á. Þetta hefur staðið yfir í nokkra daga svona, alltaf eins og mér er lítið skemmt. Eins og margir vita þá er eitt af áhugamálum mínum að fá að sofa út og þetta skerðir að miklu leyti þá möguleika. Ég þakka nú reyndar fyrir það að ég er ekki komin í sumarfrí, því þá væri ég nú svolítið pirruð. En þetta tekur jú allt enda. Mér er þó hugsað til einnar sem hafði syngjandi iðnarmenn hjá sér - hvar ætli maður panti það?

04/07/2004

Karlmennskukvöld!
Í kvöld tókum við Inga vinkona alveg hrikalegt karlmennskukvöld. Þetta byrjaði allt saman með úrslitaleiknum á EM þar sem áhrif mín komu enn og aftur í ljós. Jú eins og fyrr hefur komið fram hér á síðunni hef ég þau neikvæðu áhrif að öll lið sem ég spái sigri tapa! Þetta kom berlega í ljós í kvöld þar sem síðasta vonin voru Portúgalar. Auðvitað töpuðu þeir þar með leiknum og Ronaldo grét fögrum tárum. Í hálfleik var svo mallaður ofurhamborgari með öllu tilheyrandi og ölinn teygaður með. Að leik loknum var kallinn sendur út með viðhaldinu og ráðlagt að halda sig fjarri þar sem seinni hluti kvöldsins var rétt að byrja. Við gellurnar komum okkur vel fyrir í sjónvarpsherberginu með nýjan öl og fórum að leika okkur í nýju Xbox leikjatölvu heimilisins. Við sátum og spiluðum Halo sem er algjör snilldar leikur í rúma 3 tíma og fengum okkur meiri bjór. Í leiknum skutum við og drápum heilan helling af óvinveittum geimverum til þess eins að bjarga alheimnum frá glötun. Það eina sem varpaði skugga á karlmennskuna var að við vorum að drekka Viking Lite (konubjór), en á meðan fitnar maður ekki :)
Stefnan er tekin á góðan tennisleik á morgun með Jóhanni og svo það sama og alltaf í vinnunni. En ég mæli hiklaust með svona kvöldum - ótrúlega endurnærandi að skjóta og berjast í tölvuleik í 3 tíma eina og eina kvöldstund. Líka voða gott til að losna við nokkurs konar pirring og gremju sé eitthvað slíkt til staðar.
Hamingjuóskirnar fær Lovísa fyrir krúttlegu íbúðina sína og gott partý á föstudagskvöld.

02/07/2004

Hvað nú?
Ég á ekki til aukatekið orð! Mér hefur sem sagt tekst að valda því að 5 lið eru dottin úr EM. Sko málið er auðvitað þau fjögur sem ég spáði 1. - 4. sæti eru öll farin og svo spáði ég Tékkum sigri en viti menn - þeir hrundu út á móti Grikkjum. Nú held ég með Portúgal, þannig að ef ég væri að fara að veðja á leikinni myndi ég segja að Grikkir verði meistara (í ljósi gengis liða sem ég held með). Annars hefur lífið verið svo ljúft á meðan þessari yndislegu keppni hefur staðið. Brilljant bolti í sjónvarpinu og allir í stuði.
Tennisnámskeiðið er ekkert smá gaman, og nú má íþróttaheimurinn á Íslandi fara að vara sig! Þvílíku framfarirnar hjá manni eru með ólíkindum. Ok ég var nú nokkuð góð þegar ég byrjaði en vá hvað ég er klár núna! Síðasti tíminn er í næstu viku og svo er það bara að fara að spila. Jóhann er þegar kominn með kort þannig að við eigum eftir að meika það illilega það sem eftir líður sumars. Það eina slæma við þessa íþrótt er að annar handleggurinn á manni verður stærri og massaðri heldur en hinn. Jú maður er bara með spaðann í annarri hendinni, tekur stundum létt í hann með hinni í bakhöndinni. Nú þarf ég sem sagt að finna mér íþrótt fyrir vinstri hendi líka. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir - endilega látið mig vita.

28/06/2004

EM - krísa eða hamingja!
Ég er alveg að verða bit á þessu úrslitum í síðustu leikjum sem hafa verið á EM. Auviðtað var ég manna hamingjusömust þegar mínir menn Hollendingar náðu að berja fram sigur gegn Svíum í vítaspyrnukeppni. Þetta leit ekki vel út þar sem Hollendingar hafa dottið út úr svona mótum 4 sinnum á síðastliðnum 14 árum í vítakeppni. Tölfræðin var ekki með mínum mönnum en auðvitað kom Edvin Van der Sar okkur til bjargar - hann lengi lifi! En nú er málið í þessari keppni að 3 af 4 liðnum sem ég spáði 1. - 4. sæti eru dottin út. Ég spáði hinu óþolandi liði Frakka sigri, því næst Þjóðverjum svo Hollendingum og loks Dönum í 4. sæti. Ef fer sem horfir detta mínir menn út í leiknum gegn Portugal, og það held ég að hjarta mitt þoli ekki að sjá. Annars er komin ný spá miðað við stöðu liða í augnarblikinu og hér með spái ég Tékkum sigri á mótinu, Hollendingum 2. sæti (er þrátt fyrir það stolt af strákunum), Portúgölum 3. sæti og Grikkjum 4.sæti.
Verst heppnaði fyrirslátturinn þessa dagana er að Luis Figo hafi farið beint inn í klefa eftir að hafa verið skipt út af, til þess að biðja fyrir sigri. Var hann líka að biðja þegar liðið var að æfa daginn eftir og hann mætti ekki?

26/06/2004

EM hamingja og almenn gleði!
Það er búið að vera nóg að gera í lífi ofurhjúkkunnar þessa síðustu daga. Partýið var algjör snilld og mikil gleði var á Kambsveginum. Líðanin daginn eftir var eftir atvikum góð og heilsan kom fljótt og örugglega tilbaka hjá helmingi íbúa. Ný vinnuvika hófst og lífið hélt áfram sinn vana gang. Mesta snilldin í þessari viku var þó tennisnámskeiðið sem mun gera mig að næsta meistara í þessari brilljant íþrótt og auðvitað dramatíkin á EM.
Ég þurfti að taka á honum stóra mínum í leik Englands og Portugals - og einnig í leik Frakklands og Grikklands. Í fyrra tilfellinu vildi ég að England ynni og grét sáran þegar Beckham tók nettan Baggio fyrir framan markið. Í seinna tilfellinu vildi ég svo heitt að Frakkarnir myndu ekki ná að jafna - og viti menn sú ósk rættist. Það er mjög áhugavert að sjá að flest þau lið sem spáð var góðu gengi í þessari keppni eru farin heim til sín. Portúgalarnir eru nú að berjast við egóið í Figo sem fór í fýlu eftir að hafa verið skipt út af í síðasta leiknum. Ég tel því að Tékkarnir komi sterkir inn á lokasprettinum en held þó tryggð minni við Hollendingana og Danina.

19/06/2004

Dagurinn í dag!
Dagurinn í dag er tileinkaður unnustanum sem er að útskrifast með Mastersgráðu í Bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Ég er svo montin af honum enda hefur hann staðið sig eins og hetja í þessu öllu saman. Við byrjum í Laugardalshöllinni, sælla minninga frá því fyri 2 árum síðan þegar hann útskrifaðist síðast og ég líka. Þaðan liggur leiðin í kaffiboð ársins á Kambsveginum með nánustu fjölskyldumeðlimum og um kvöldið verður svo partý ársins fyrir vini og vandamenn. Dagskrá sjónvarpsins bíður upp á góðan þreytudag á morgun með frjálsum, formúlu og EM þannig að það er ekkert að óttast. Hlakka til að sjá sem flesta í dag og hef sett mér það markmið að njóta dagsins.

18/06/2004

Útskriftarpartý og Evrópuboltinn!
Það er nóg að gera í landi ofurhjúkkunnar þessa dagana. Evrópumeistaramótið í knattspyrnu á hug manns og hjarta um eftirmiðdaginn og undirbúningur fyrir útskriftarveislu bókmenntafræðingsins á annan tíma dags. Það er svo yndisleg tilfinning þegar maður sér að allir þessir endalausu listar sem búnir hafa verið til eru að skila sér í góðu skipurlagi. Ég vil benda öllum þeim sem hafa gert endalaust grín af mínum listum og mínum listahæfileikum að hafa samband og ég skal sýna fram á betri árangur í skipurlagningu daglegs amsturs. Þar sem ofurhjúkkan er auðvitað félagsmálafíkill hefur hún tekið að sér enn eitt nefndarstarfið. Jú þetta er ákveðið fíkn að var komin í svona mál en nú er stefnan tekin á nýja kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og framtíðarsýn BHM.
Til þess að fylla í tómarúmið sem kemur til með að myndast eftir að útskriftarveislunni lýkur hefur ofurhjúkkan skráð sig á tennisnámskeið og stefnir að glæstum frama í þessari fræknu íþrótt. Hver veit nema maður endi bara á Wimbeldon einn góðan veðurdag? Það verður tíminn að leiða í ljós en þangað til held ég að Svíþjóð fari langt á EM 2004.

14/06/2004

Sumarfrí!
Nú er maður kominn í sumarfrí fram yfir næstu helgi. Fríið byrjaði á snilldar hátt með góðri göngu um Hengilssvæðið í stórkostlega vondu veðri. Líkaminn var orðið gegnsósa vegna rigningar og húðin farin af andlitinu vegna hávaðaroks. En þrátt fyrir óveðrir létu göngumenn (undirrituð, Héðinn, Inga og Svana)ekkert stöðva sig og gengu í tæpa 4 tíma! Lúin og köld skriðum við í bústað við Þingvallavatn og nutum kvöldsins með grillkjöti, hvítlaukssósu dauðans, rauðvíni, spilum og bjór. Sunnudagurinn fór í allra handa slökun með meira af spilum og því sem eftir var af matnum. Í dag skellti ég mér á vakt með Neyðarbílnum sem er sjúkrabíll með lækni innanborðs. Sama sagan endurtók sig og í fyrra og ég fékk nánast ekkert að gera, nema að horfa á snilldarleiki á EM. Er búin að gleyma sorgum gærdagsins yfir fávitaskapnum í leikmönnum Liverpool, sem að mínu mati eiga ekki að vera í enska landsliðinu.
Næstu dagar fara í allsherjar framkvæmdir á líkama og sál fyrir útskriftarveislur á laugardaginn. Stefnt verður að nýju meti í fólksfjölda í íbúðinni og verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt saman. Einnig er stefnan tekin á tennisnámskeið og frama í þeirri gjöfugu íþrótt. Það kemur í ljós hvort það borgi sig að vinna á slysó eftir að æfingar hefjast en einnig er kominn tími á gellubolta sumarsins með tilheyrandi marblettum og harðsperrum.

08/06/2004

Framkvæmdargleði!
Í gær missti ég stjórn á mér í framkvæmdargleði eða léttu maníukasti. Eins og margir vita þarf að slá grasblettinn í kringum húsið svona af og til. Oft þykir gott að byrja á þessu athæfi á vorin og stunda þetta svo endurtekið út sumarið. Grasinu mínu var ekki sagt frá þessu plani og það óx og óx. Alltaf var stefnan tekin á garðinn en einhverra hluta vegna varð grasið út undan. Gaurinn í kjallaranum lofaði öllu fögru um yfirvofandi aðgerðir, sem enduðu auðvitað þannig að ég sló! Það þurfti alveg ofurþýska RACER slátturvél til þess að höndla allt þetta gras sem fyllti 6 svarta plastpoka!!! En það sem sagt daðraði við rigningu allan gærdaginn og á meðan slættinum stóð. Þetta varð til þess að spennan í kringum sláttinn magnaðist og magnaðist. Næ ég að klára helv. blettinn eða þarf ég að játa mig sigraða og horfa illa þunglynd á þann hluta sem verður eftir? Viti menn - ég lét ekki bugast og kláraði verkið með stæl. Gaurinn í kjallaranum er núna með samviskubit dauðans sem er fínt - ég græði bara á því. Eftir sláttinn tók ég mig til og keypti annan sófa. Eftir kvöldmat lá svo leiðin í hitting með bjórliðinu og voru nokkrir teigaðir við gott spjall um allt og ekki neitt. Stefnan er tekin á Hengilinn um helgina í gönguferð og bústað á Þingvöllum!

03/06/2004

Stoltur Íslendingur!
Ég er svakalega stolt af honum Ólafi Ragnari forseta okkar. Ég beið í ofvæni eftir fréttamannafundinum í gær og varð nær orðlaus þegar hann las upp yfirlýsingu sína. Mér fannst hann koma málinu vel frá sér og vera hugrakkur að taka þessa ákvörðun. Auðvitað hlaupa allir sjálfstæðismenn upp til handa og fóta og segja þessi lög um neitunarvaldið og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu vera röng og Davíð ráði í einu og öllu en þeir geta bara átt sig. Ég er mjög stolt af þessu og held eins og margir hafa sagt að þetta hafi bjargað lýðræðinu á Íslandi. Svo er auðvitað mjög skemmtilegt að pæla í því hvað gerist næst. Verður þetta ríkisstjórninni að falli? Hverjir færu í stjórnarsamstarf? Hvert fer Davíð? Já ég er búin að finna svör við öllum þessum spurningum en hef ekki í hyggju að birta þau hér.
Þessir tímar!
Þessa dagana er ýmislegt að gerast í lífi ofurhjúkkunnar. Ég lenti í flensu dauðans en eins og fyrr hefur komið fram lét ég ekki undan og hafði að lokum sigur. Ég skreið á fætur og komst aftur til vinnu ásamt því auðvitað að kaupa nýjan sófa. Nú hef ég sagt skilið við gamla góða IKEA sófann og hann er kominn í hendurnar á Ingu vinkonu sem lofaði að fara vel með hann. Það er líka mjög hughreystandi að vita að sófinn er enn innan sama vinahóps og hann hefur verið s.l. 10 ár.
Dagurinn í gær markaði líka ákeðin tímamót þar sem þá var ár frá ákveðnum atburði. Það er mjög magnað að hugsa til þess hversu hratt þetta ár hefur liðið. Stundum finnst manni tíminn fara eiginlega of hratt fram hjá manni og maður spyr sig hvað maður getur eiginlega gert til að hægja á þessu öllu saman. Ég held að málið með hraðan á tímanum sé tengt því hversu upptekinn maður gerir sjálfan sig til þess að þurfa ekki að hugsa um tímann í kringum sig. Engin smá speki!! En með þessu móti þarf maður ekki að takast á við hlutina undir því yfirskini að maður er bara einfaldlega of busy til þess að mega vera að því. En svo kemur að því að plottið kemur aftan að manni og þá er illt í efni. Hver kannast til dæmis ekki við að nota ingnore it aðferðina á flensuna. Jú jú manni tekst vel til þar til að maður fer í frí úr vinnunni og liggur að lokum lasin í öllu fríinu, sem er auðvitað ömurlegt.

30/05/2004

Hvað er málið!
Ein af mínum uppáhalds fréttum er það hvernig gengur að bjarga fjölveiðiskipinu Guðrúnu Gísladóttur af sjávarbotni við Lofoten í Noregi. Þetta skip strandaði á skeri í kringum 16. júní 2002 og rann svo af skerinu og niður á botn. Þessi síðustu tvö ár hefur með reglulegu millibilið komið frétt af björgunaraðgerðum við skipið og hvernig eigi nú að lyfta því af hafsbotni. Einhvern vegin hefur veður alltaf hamlað frekari aðgerðir. Eftir að hafa reynt þetta í tvö ár hafa menn sem sagt komist að því að nú er bara ekkert hægt að bjarga þessu skipi því það er of illa farinn á því skrokkurinn. Sem sagt tveimur árum síðar á að byrja að taka úr því olíu og að ég held einhver skriljón tonn af fiski. Ég á eftir að sakna fréttanna af henni Gunnu sem eru orðnar eins og að fá að vita af gamalli frænku sinni með reglulegu millibili. En hefðu menn ekki átt að átta sig á þessum aðstæðum fyrir 2 árum síðan að skipið var illa farin? Þurfti bara aðeins að tjá mig um þetta mál.
Ég mun sigra!
Með góðri hjálp nokkurra sýklalyfja er ég að ná stjórn á eigin lífi á ný eftir þessi leiðindar veikindi. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta hefur verið leiðinlegur tími þar sem ómælanlegt magn af ógeði virðist hafa komið sér fyrir í mínu litla nefi. En ég mun sigra!
Á föstudaginn fór ég í fyrsta skiptið út frá því á þriðjudaginn og það var mjög ánægjulegt. Var reyndar engan vegin nógu góð en fékk að hoppa inn í nokkrar húsgagnaverslanir. Það varð úr að í gær var svo keyptur þessi fíni sófi inn í sjónvarpsherbergið og gamla IKEA sófanum þakkað fyrir áralanga þjónustu í okkar þágu. Hann leitar nú nýrra eigenda sem get haft samband hvernær sem er. Nýji sófinn spókar sig fullkomlega í nýja herberginu sínu og ég ætlaði varla að tíma að fara út í gærkvöldi. En skrapp í pool með Ingu megabeib þar sem við urðum óþæginlega varar við það hversu mikið leikæfingu okkar hefur hrakað. Maður var kominn heim á mjög svo kristinlegum tíma og farin í háttinn þar sem kvefið er enn með smá yfirhönd í leiknum. Í kvöld er stefnan tekin á afmælis/innflutningspartý hjá Ýr en ég geri nú fastlega ráð fyrir því að vera bara á bíl. Þar sem vinnan kallar á morgun!

27/05/2004

Þegar maður er lasinn!
Það er ekkert skemmtilegt við það að þurfa að vera heima því maður er lasinn. Það lekur úr nefinu á manni og maður á alveg eins von á því að hnerra sig burt af þessari plánetu. Ekki nóg með það þá er manni illt í höfðinu og andlitinu vegna sýkingar í kinn- og ennisholum. Hellur eru fyrir báðum eyrum og maður er með slen. En hvað getur maður gert? Fyrsta daginn byrjar maður á því að horfa á allt sem til er á DVD/VHS/SVHS og öðrum miðlum á heimilinu. Eftir þetta allt saman er manni orðið illt í augunum líka. Blundir koma inn á milli og loks er komin nótt. Daginn eftir vaknar maður enn meira tuskulegri heldur en daginn fyrr. Horið er að ná yfirráðum í nefinu og það er ekkert sem þú getur gert. Í dag nennir maður ekki að horfa aftur á alla þessa miðla sem til eru að heimilinu þannig að best að finna sér eitthvað að gera. Þegar ég var búin að taka til í contact listanum mínum á hotmail heimasvæðinu mínu var ekki um neitt annað að ræða en að raða myndum inn í myndaalbúm. En nú stend ég frammi fyrir erfiðri aðstöðu. Ég er búin með allar myndirnar, engir listar til að gera og mér er enn illt í hálsinum. Þá kemur besta stund dagsins - þú hitar þér vatn og færð þér Panodil hot sem er ekkert nema snilld við svona ástandi. Nú er ég farin í eldhúsið að hita mér vatn. Ég læt horið ekki vinna þessa lotu!

25/05/2004

Sumt fólk!
Síðustu daga hef ég mikið verið að spá í öðru fólki. Hvernig það kemur fyrir og hvernig það kemur fram við fólk sem það þekkir ekki neitt. Hafa ber í huga að ég hef ekki verið að velta því fyrir mér hvernig fólk kemur fram við fólk sem það þekkir! Í minni vinnu hitti ég mikið að fólki sem ég þekki ekki neitt, hef aldrei séð áður og hef enga ástæðu til þess að kannast við. Samt sem áður er eins og mörgum finnist maður eiga að vita allt um viðkomandi, hans heilsufar og nöfn á nánustu ættingjum Auðvitað eru þetta spurningar sem ég spyr fólkið við innskrift en það er allt annað mál. Sumir einstaklingar geta verið svo óforskammaðir og dónalegir gagnvart öðrum að manni sárnar næstum því að eiga samskipti við svona týpur. Ég lenti einmitt í svona týpu í gærdag, hún er alveg óþolandi, og þetta fór alveg með eftirmiðdaginn hjá mér. Þessi samskipti stóðu stutt yfir en skildu eftir sig stórt far. En hvað getum við gert þegar við mætum svona fólki? Málið er að þetta fólk hefur alltaf rétt fyrir sér að eigin mati, best er að vera bara ekkert að eiga samskipti við það. Ef svo óheppilega vill til að þú verður að eiga við þetta fólk samskipti, hafðu þau stutt og ópersónuleg og ekki leyfi því að hafa áhrif á þig.

23/05/2004

Svakalega mikið að gera!
Þessa dagana má maður varla vera að því að sofa! Vikan þaut áfram svo hratt að allt í einu var Eurovision búið og komin aftur helgi. Vinnan tók sinn toll í vikunni og svo lá leiðin á sumarfagnað slysadeildarinnar. Hafist var handa á Draugasetrinu á Stokkseyri þar sem gamlir og góðir draugar hræddu úr manni líftóruna. Þaðan lá leiðin í yndislegt humarát við Fjöruborðið þar sem ekkert var gefið eftir við át á þessum dýrindis mat. Næsta stopp var á sumarmóti slysó í keilu þar sem hæfileikar samstarfsfólks komu skemmtilega á óvart. Auðvitað voru allir að "spila keilu í fyrsta skipti" en við sem viðurkennum nördinn í sjálfum okkar játuðum fyrri reynslu á brautinni. Eftir allta þetta var svo skellt sér á Mojito og dansað þar til ekkert varð eftir. Vinnan kallaði svo strax daginn eftir en nú fer sem betur fer að styttast í sumarfríið. Vaktin í kvöld var ein af þessum sem maður vonar að komi ekki fljótt aftur því það var einfaldlega of mikið að gera fyrir minn smekk. Nú fer ný vika að byrja og stefnan tekin á að halda geðheilsunni.

17/05/2004

Þegar maður er feitur!
Suma daga vaknar maður feitari en aðra daga. Það getur verið um að ræða innan fitu og utan fitu. Stundum er maður bara feitur á sálinni en svo líka á líkamanum. Í dag komst ég að niðurstöðu um hvað maður á að gera þessa virkilega slæmu feitu daga.
1. Ekki fara í leikfimi - þú gætir rekist á einhverja horrenglu sem er í samstæðu leikfimis outfiti og heldur að hún sé að sigra heiminn.
2. Ekki fara í Kringluna - þar hittir þú pottþétt gamla skólasystur sem er búin að missa 15 kíló, en "gerði bara ekki neitt - þau bara fóru".
3. Ekki kaupa þér ný föt - við höldum að við eigum eftir að fíla þau, en í raun eru þau bara komin í skápinn því við komumst ekki í hin fötin okkar.
4. Ekki sleppa súkkulaðinu - rannsóknir sýna að kakó eykur brennsluna í líkamanum og við verðum aftur mjó.
5. Ef þú ákveður að fara út - ekki mála þig mikið, því það er ekkert verra en að vera feitur og of mikið málaður.
6. Síðast en ekki síst - ekki horfa á Oprah því þar er alveg pottþétt svona árangurssaga um einhvern sem hefur skipt um lífstíl og hefur aldrei liðið jafn vel og núna.

Bottom line - njóttu þess að vera feitur að innan sem utan og mundu að þér verður ekki eins kalt og hinum og ert í minni hættu á að fá beinþynningu.
Eurovisionpartyhelgi!
Þessi helgi verður lengi í minnum manna fyrir það hversu svakalega skemmtileg hún var. Jú þrátt fyrir slakt gengi íslenska lagsins í keppninn þá var ekki slegið slöku við á mínum vígstöðvum. Hið árlega Eurovisionparty var haldið hjá Nonna og fór það fram með miklum ágætum. Veðbankinn var á sínum stað og mismikið fagnað við stigagjöfina. Upp kom sú hugmynd að Ísland segði sig úr Evrópu og stofnaði eigin heimsálfu! Mér finnst það svakaleg góð hugmynd :) Annars sáum við mikið eftir því að hafa rekonæsað eystrasaltslöndin sem greinilega eru búin að gleyma okkur og öllu sem við gerðum fyrir þau. Eftir partýið lá leiðin á NASA í eitthvert skemmtilegasta Post-Eurovision Party sem um getur. Þar komu fram gamlar Euro stjörnur og ég dansaði af mér mjaðmirnar. Ég held að ég hafi ekki dansað svona mikið um ævina. Enda var biðin eftir leigubíl svolítið erfið þar sem fæturnir voru eiginlega búnir að fá nóg.
Í gær tók raunveruleikinn aftur við með kvöldvakt sem ætlaði engan endi að taka. Sumar vaktir líða mun hægar en aðra, ég veit ekki alveg af hverju! Í dag er svo frí hjá ofurhjúkkunni sem stefnir á gymmið, að kaupa kjól og svo auðvitað fara í afmæliskaffi með afmælisbarni dagsins Svönusúper sem um þessar mundir heldur upp á sitt 6. 21árs afmæli. Til hamingju með daginn stelpa!

13/05/2004

Hvað meinar fólk!
Ég var að horfa á undankeppni Eurovision í gærkvöldi og get ekki orða bundist yfir smekkleysunni í Evrópubúum. Það að Danir skuli ekki hafi komist áfram á úrslitakvöldið er bara óskiljanlegt. Ég var búin að leggja tvo matarmiða undir að Danmörk myndi sigra aðalkeppnina og Svíþjóð myndi lenda í öðru sæti, but NO ekki í dag elskan. Nú er ég sem sagt opinber styrktaraðili hennar Lenu beib sem Kjáninn samsvarar sér mikið með. Mér til mikillar gleði breyttust vinnuhagir mínir þannig að nú stöðvar mig ekkert - Júró í Jöfrabakkanum á laugardaginn hjá honum Nonna. Þessi partý eru stabíli punkturinn í lífi vinanna og hafa verið það í nokkuð mörg ár.
Að örðu leyti er það bara sama gamla tuggan, alltaf í vinnunni. Það er að koma sumar og það fer að léttast á fólki brúnin. Það er alveg með ólíkindum hvað þetta síðasta ár hefur liðið hratt - mér finnst alveg eins og jólin hafi verið um síðustu helgi. En nú er málið að fagna sumrinu og nýjum nágrönnum, þar sem íbúðin á hæðinni fyrir neðan er til sölu! Bíð spennt eftir að sjá hverir kaupa hana og maður er að mæla út alla sem keyra framhjá húsinu eða sjást ganga inn í það.

09/05/2004

Helgarpósturinn!
Helgin hófst eiginlega á föstudaginn á aðalfundi BHM sem stóð yfir allan daginn. Þetta var hin mesta skemmtun og það kom eiginlega á óvart hversu gaman það var. Reyndar var einn framsögumaður sem var alveg skelfileg, byrjaði framsöguna á því að segja frá því hversu andlega þreytt hún væri!!! Við það eitt urðu allir í salnum andlega þreyttir á henni, ekki gott move. Um kvöldið var svo kvöldverðarboð með tilheyrandi rugli og vitleysu. Skrapp í bæinn með nokkrum hjúkkum eftir matinn og við trölluðum af okkur alla skanka á Thorvaldsen. Á einhverjum tímapunkti vissi ég að nú væri minn tími og kominn og ég skrölti út í leigubíl. Komst heil heim og mín beið illa vonur þynnkudagur!!! Ó já laugardagurinn var framan af ekki góður dagur. Vaknaði og ég hélt að ég hefði sloppið en svo gerðist það - seinþynnka dauðans með heimsókn til Gutavsberg stórvinar míns. Ég hélt að þetta ætlaði engan endi að taka en eftir heimsóknina varð líðanin bærilegri. Fór með Maríu systir í sveittan borgara um kvöldið sem bragðaðist eins og fjós!! Kvartaði í þjóninn og þurfti sem betur fer ekki að borga því ég borðaði ekki neitt af borgaranum. Átti svo góða stund heima um kvöldið fyrir framan imbann með alls konar lokaþætti til þess að horfa á. Í dag er stefnan tekin á kvöldvaktina og nammi át þegar heim verður komið eftir hana. Farið varlega í dag, því það er alltaf löng bið á slysó frá eftirmiðdegi á sunnudögum!

06/05/2004

Það var Sterling dagur í gær!
Já góðir lesendur í gær var grillað í fyrsta skipti á nýja gasgrillinu. Ég verð nú bara að segja að þetta var alveg snilldar matur og grillið sannarlega stóð fyrir sínu! Ég er hér með orðinn stuðningsmaður Sterling gasgrilla! En nóg um grillið í bili. Ég hélt nefnilega að sumarið væri að koma - but NO!! Hvað er málið með norðan gaddinn sem hefur barið á illa vörðum andlitum og líkömum Reykvíkinga upp á síðkastið. Ég er farin að ganga aftur í vetrarúlpunni og þykkum ullarpeysum sem stinga! En gott og gilt því mér skilst að þetta hafi slæm áhrif á verðandi geitunga þannig að ég fagna þessu öllu saman.
Það er heilmikið að gerast þessa dagana og maður má varla vera að því að gera gera nokkurn skapaðan hlut. Í kvöld er síðasti þátturinn af Sex and the City og einnig kveðjustund mðe Roald sem er að fara til síns heittelskaða í Skotlandi. Já og í US er síðasti Friends þátturinn einnig í sjónvarpinu, heppin ég að vera ekki þar. Eftir kveðjustundir við Carrie, vinkonur hennar og Roald er stefnan tekin á að lesa ársskýrslu stjórnar BHM þar sem stefnan er á aðalfund þeirra á morgun (ef einhver vill fá afrit af skýrlsunni og lesa hana með mér þá er ég geim!).
Að lokum vil ég óska Kjánanum til hamingju með daginn þar sem hann endurheimti silent Mo í dag. Ég á nú ekki von á því að heyra frá honum fyrr en Mo er farinn en vonandi eiga þeir góðar stundir hér saman.

03/05/2004

Sterling baby Sterling!
Ég eignaðist flottasta grill í bransanum í dag! Eftir örvæntingafulla leit af þessu grilli um helgina var vonin úti en viti menn - auðvitað var grillið til á bensínstöðinni sem er alveg við heimili mitt! Talandi um að leita langt yfir skammt og það sannaðist að maður á alltaf að leita nálægt sér eftir hlutunum. Úff hvað maður verður spakur þegar grillið er komið í hús. Þetta grill er nefnilega þeim kostum gætt að það er hægt að fella niður hliðarborðin og svo eru tveir brennarar (sem mér er sagt að sé ómissandi). Ég drösslaðist sem sagt út á Shell og brosti blítt til tveggja eldri manna sem þar vinna. "Haldið þið að ég komi því ekki bara í bílinn (blikk, blikk og bros). Þeir héldu það nú og redduðu málinu. Svo tók ofurkonan við og bar grillið ein upp í íbúðina - ekkert smá dugleg! Hamingjusöm tríttlaði ég svo í vinnuna, vitandi að nú er sumrinu bjargað.
Átti annars yndislegan dag í gær, horfði á Touching the Void sem er meiriháttar og gerði Pilates æfingarnar eftir vídeoinu. Skrapp svo í mat til mömmu og pabba þar sem littli frændi sýndi og sannaði eina ferðina enn að hann er fullkominn. Af því loknu lá leiðin í Pönnu-kaffi hjá Héðni þar sem syndsamlega góð eplakaka var á boðstólnum. Þessir hýru vinir mínir mega eiga það að þeir kunna að baka! Þar var samankominn góður hópur hýrra manna og svo nottla krúttið ég! Bíð spennt eftir næsta kaffiboði strákar mínir.

02/05/2004

Yfirvinnubann og tónleikar!
Ég var sett í yfirvinnubann af deildarstjóranum mínum á föstudaginn! Þetta hefur nú ekki komið fyrir mig áður en er svo sem alveg rétt ákvörðun hjá henni. Þegar maður mætir til vinnu og stimplar sig inn tekur á móti manni rödd sem segir "innstimlpun hefur verið skráð, bless og takk fyrir". Ég hef verið að bíða eftir því upp á síðkastið að röddin segi "ertu aldrei heima hjá þér kelling, bless og takk fyrir". Sem sagt er ég að njóta helgarfrís án nokkurrar truflunar frá vinnunni og það er svolítið sérstakt. Maður þarf að læra hvernig á að haga sér í fríi og hvernig á að njóta þess að vera í fríi. Við hjúin reyndum til dæmis í dag að kaupa gasgrill - sem er ekki frásögu færandi! En við erum einfaldlega með of litlar svalir fyrir Sterling grillið sem okkur langar í. Það er samt komin lausn á málinu og ég geri ráð fyri því að grillið verið keypt á morgun. Annars er stefnan tekin á það að slappa af og gera einmitt ekki neitt eins og deildarstjórinn benti pent á.
Til að byrja helgarfríið á afslöppun skrapp ég á sinfóníutónleika á föstudaginn þar sem flutt var 9. sinfónía Beethovens. Þetta var alveg svakalega flottur flutningur hjá sinfó og Óperukórnum, þar sem soppurnar slógu svo sannarlega í gegn. Eftir ótrúlega upplifun lá leiðin á Ítalíu í mat og svo hommahitting á Ölstofunni. Hittingurinn var að vonum yndislegur og á tímabili var ég eina konan í hópi 7 karlmanna, og geri aðrar konur betur! Laugardagurinn var svo rólegur og smá hjúkkuhittingur um kvöldið. Stefnan er tekin á enn rólegri sunnudag með mat hjá foreldrunum.

29/04/2004

Virkilega vondur hárdagur!
Ég tók þá svakalega vondu ákvörðun í dag eftir góða ferð í gymmið varðandi hárið mitt. Ég einfaldlega nennti ekki að blása það og slétta með sléttujárni þannig að ég ákvað að leyfa hárinu að þorna og vera frjálsu. Þetta var sem sagt einhver sú versta ákvörðun sem ég hef tekið í langan tíma. Ég tölti glöð í bragði í vinnuna, ánægð með góða ferð í gymmið og hárið frjálst og flaksandi. He he - já ég hefði átt að segja mér það sjálf að eftir u.þ.b. klst leit ég út eins og meðlimir gömlu góðu þungrokkssveitarinnar Europe! Hvað er málið með krullur og liði dauðans sem ákveða allt í einu að taka höndum saman og valda manni miklum erfiðleikum? Ég hljóp til og sótti hárburstann sem ég hef alltaf í skápnum í vinnunni og reyndi að ná tökum á vandanum. Einfaldlega sagt þá var engin lausn á þessu rugli - þetta var orðinn vondur hárdagur og ég þurfti að horfast í augu við það. Skemmtilegi hlutinn var þó fólginn í því að samstarfsfólk mitt hafði endalaust gaman af því að raula gömul Europelög á við Final Countdown í hver sinn sem ég nálgaðist! Það er alltaf gaman að geta glatt fólk með vondu hári!

25/04/2004

Europopp dauðans!
Hafi einhver séð kynningarþáttinn fyrir Eurovisionlögin sem var á RÚV s.l. laugardagskvöld getur ekki verið annað en sammála mér í þessum máli. Í fyrsta lagi - hvað er málið með þennan þátt, er ekki hægt að sýna bara myndböndin eins og alltaf hefur verið gert? Síðan hvernær varð Eiríkur Hauksson sérskipaður Eurovision sérfræðingur Íslendinga? Öllu gríni sleppt þá held ég að þessi keppni stefni í alversta Europoppmoment sögunnar. Finnarnir voru reyndar með ágætis Eurpopp-tangó en vá - hvað er málið með hin 10 löndin sem voru kynnt. Gríski gaurinn var að missa sig yfir því að stæla Ricky Martin með ofursmellinum Shake it - shake it og svo var einhver hárgreiðslumaður sem söng eitt lag - og sá maður ætti nú bara að halda sig við hárskurðinn. Annars var þessi þáttur áhugaverð skemmtun - því ég held að íslenska lagið hljóti bara að vinna miðað við þau lög sem búið er að kynna. Er annars í penu þunglyndi þar sem ég er á kvöldvakt á slysó á Eurovision kvöldið!! Að öðru leyti er þriðja næturvaktin í nótt og sú síðasta í þessu holli. Þetta hafa nú verið ljúfar vaktir og lítið að gera þannig að við erum bara bjartsýn fyrir nóttina. Magnús ofurlæknanemi var að nemast hjá okkur í nótt og stóð sig eins og hetja - hrós dagsins fer til hans! Pirrgingur dagsins fer til fjarstýringarinnar af afruglaranum sem er búin að vera biluð í nokkra daga - vá hvað maður er háður svona tækjum!

22/04/2004

Dóudjamm!
Fór í kvöld á Dóadjamm sem haldið var til heiðurs henni Dóu sem var loks að hætta að vinna á kaffihúsinu sem hefur hýst vinahópinn í gegnum tíðina. Þetta var alveg einstaklega vel heppnað djamm sem byrjaði á því að við gellurnar hittumst og skáluðum fyrir gömlum tíma á Kofanum. Hitna fór í kolunum þegar líða tók á kvöldið og ýmsir létu sjá sig, þ.á.m gipsaði Kjáninn og FréttaHéðinn sem þurfti að fara snemma því hann er á morgunvakt í dag. Eftir góða skál og nokkra dansa við yndisleg gömul lög frá unglingsárum okkar lá leiðin í stutt stopp á ölstofunni. Þar rakst ég á Sykurpabbann sem átti að fara að koma sér út á flugvöll og uppáhalds læknanemann minn hann Magnús. Þar sem loftræsting er mjög bágborin á báðum stöðum skellti ég mér í góða sturtu eftir að heim var komið svo svefnherbergið myndi ekki lykta eins og verksmiðja! Stefni í háttinn og markið er sett á að sofa frameftir á morgun.

18/04/2004

Þá sjaldan að maður lyftir sér upp!
Síðustu dagar hafa eiginlega verið svolítið einkennilegir í lífi ofurhjúkkunnar. Dreif mig í saumó til Þóru á fimmtudagskvöldið þar sem yngsti og krúttlegast meðlimur saumaklúbbsins, hann Hrafnkell Daði sló í gegn. Eftir saumaklúbbinn lá leiðin á næturvakt sem var alveg einstaklega ljúf og mjög lítið að gera. Eftir góðan svefn ákvað ég að skella mér á fyrirlestradag sem var í boði ákveðins lyfjafyrirtækis. Eftir nokkra mjög góða fyrirlestra og góða skemmtun var boðið upp á léttar veitingar sem fólust í rauðvíni og snittum. Eftir þó nokkrar áfyllingar á rauðvínsglasið lá leiðin á MARU þar sem hluti af hópnum ákvað að fá sér að borða áður en frekara djamm tók við. Við hin drifum okkur á ölstofuna og hittum fullt af fólki þar. Samstarfsfólk mitt var orðið svolítið tipsí þannig að það þynntist alltaf í hópnum. Á Ölstofunni upplifði ég örlítinn reunion fíling þar sem ótrúlegasta fólk frá menntaskóla árunum mínum lét sjá sig. Kjáninn og Fréttapésinn voru báðir á staðnum og ofurkrúttið hann Gulli, en þeir voru þarna í hópi kvenna sem ég veit eiginlega meira um en ég ætti að gera miðað við hversu mikið ég þekki þær. En eftir ótrúlega langt trúnó komst ég heim rétt um kl. 04.
Á laugardaginn var tónleikarennsli hjá kórnum og svo tónleikar um eftirmiðdegið. Planið var að fara með kórnum en svo breyttust plönin og ég þurfti að skjótast til Keflavíkur á afmælisfagnað Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Eftir góða kvöldstund var brunað til Reykjavíkur og farið í einn bjór og svo heim í ból. Fermingarmessan heilsaði mér í morgun og það var ekkert nema stemning. Samt svolítið fyndið að mæta tvo daga í röð hjá kórnum og mismikið tjónuð í hvert skipti. Plan dagsins er að gera ekki neitt og það gengur vel so far. Best að fara að hætta þessu bulli og ganga í verkefni dagsins - hanga í sófanum.

12/04/2004

Páskaflensa!
Páskahretið hefur ekki verið að angra mig þessa páskana, en einhver flensutuðra bankaði upp á í gær. Var ansi meylguð og slöpp þegar kom að fjölskylduboðinu sem maður hentist í. Eftir að hafa átt góða stund í faðmi fjölskyldunnar lá leiðin heim á Kambsvegi og næstum því beint í beddann. Átti jú að mæta á morgunvakt í morgun. Vaknaði í morgun og uppgötvaði að flensutuðran var enn til staðar og ákvað að vera heima. Það er ótrúlegt hvað manni dettur í hug þegar maður þarf að vera heima hjá sér og á sér einkis ills von. Jú í dag varð það vöfflubakstur sem allt í einu var orðinn að veruleika. Skellti í einn skammt og þeytti rjóma með - svona í tilefni páskanna. Þetta var svo borðað með ágætislyst og stefnan er tekin á vinnu á morgun. Af páskaeggjum er það að frétta að auðvitað lumuðu foreldrarnir á einu slíku handa hverri dóttur og það bíður reyndar enn opnunar. Ef það er einhver sem er að deyja úr þörf fyrir páskaegg þá er sá hinn sami velkominn í heimsókn, það eru líka til nokkrar vöfflur og spari rjómi.

11/04/2004

Gleðilega Páska!
Dagurinn í dag hefur nú alltaf verið svolítið skemmtilegur hjá krökkum. Á mínum yngri árum var drifið sig á fætur og hafin dauðaleit af páskaegginum sem foreldrarnir höfðu falið. Oft þurfti að leita uppi margar vísbendingar þangað til að eggið fannst en það var nú samt alltaf niðurstaðan. Eftir að mamma hafði lagt á borð fyrir morgunmatinn sem allir borðuðu saman og drukku ekta heitt súkkulaði var yfirleitt farið sem leið lá upp í Bláfjöll á skíði. Oftar en ekki gleymdist páskaeggið á skrifborðinu í herberginu og það beint í sólinni. Á þeim stundum var páskaeggið orðið að páskaklessu þegar heim var komið af skíðum, en þetta skapaði bara góða stemningu.
Í morgun vaknaði ég - fór ekki að leita eftir vísbendingum né nokkru páskaeggi, ristaði mér brauð, las moggann og fékk mér kaffi. Já það hefur ýmislegt breyst á þessum síðustu árum, en það er kaffi hjá mömmu og pabba í dag og aldrei að vita nema að þar bíði manns páskaegg.

10/04/2004

Páskastemning!
Það er sannkölluð páskastemning í heimi ofurhjúkkunnar þessa dagana. Eftir endalausa vinnutörn er ég loks komin í 2ja daga páskafrí sem ég hef nýtt mjög vel, alla vega að því sem komið er. Föstudagurinn langi var sannarlega ansi langur enda var nóg að gera. Eftir ánægjulega vakt í vinnunni stökk ég heim í örstutt pitstop og brunaði svo niður í Langholtskirkju til að synga á tónleikum. Það var allt gott og blessað og eftir þá brunaði ég heim í annað pitstop og svo brunaði sem leið lá í sumarbústað með Súpergellunni og Ingu megabeib. Þar var borðað eins og við ættum lífið að leysa og lagst á meltinguna eftir yndislegan matmálstíma. Eftir stutta meltingu tók við spilastund sem framan af gekk vel hjá ofurhjúkkunni. Viti menn allt í einu myndaðist alheims samsæri gegn mér og mínum spilahæfileikum. Einhvern veginn gekk ekkert upp og ég var alvarlega orðin þunglynd á þessu enda keppnismanneskja mikil. Eftir langa spilalotu var ég að þrotum komin og hélt í háttinn, enda búin á líkama og sál eftir erfiði dagsins.
Brunaði svo í bæinn í dag og byrjaði á því að fá mér blund í nokkra klukkutíma. Það jafnast ekkert á við að taka eftirmiðdagsblundinn kl. 13 og vakna rétt í þann mund sem eftirmiðdegið er að hefjast! Eldaði svo killerkjúlla í kvöldmat og sit nú með kaffi og smá Baileys (hristan á klaka of course) og nýt stundarinnar. Páskamessa eldsnemma í fyrramálið þannig að stefnan er tekin á rólegheit í kvöld. Svo þarf að safna kröftum fyrir ferðasögu Kjánans og Fréttapésans sem eru að mála bæinn rauðan í London. Kjáninn átti einmitt 21 árs afmæli á föstudaginn langa - Til hamingju með það. Jæja en sófinn kallar og ekki má láta hann bíða lengur. Góðar stundir!

06/04/2004

Dugleg í dag!
Ég er að missa mig í vorhreingerningunni í dag. Vaknaði fersk og ákvað án nokkur skipurlags að hefja vorhreingerningu. Reif allt af rúminu og henti í þvottavélina, dró fram ryksuguna og fór sem stromsveipur um íbúðina. Greip því næst í Ajax Universal og þurrkaði og þreif þá fáum fleti sem eftir voru ósnertir í æðinu. Það er ekkert betra síðan að setjast niður og hugsa um hversu duglegur maður hefur verið og ákveða hvernig sé best að verðlauna sjálfan sig eftir svona dugnað. Ég er enn að íhuga það mál allt saman og er komin með nokkrar hugmyndir. Þar sem ég þarf að fara að vinna á eftir er auðvitað pælinga að kaupa sér eitthvað gott take-away og borða í vinnunni (jafnvel kínverskan) og þar með eru hugmyndirnar komar.
Fór annars í verslun um daginn og keypti baðsölt og bubbles. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um hamingjuna þegar ég skreið ofan í baðið með bæði baðsöltum og bubbles - ég ætlaði hreinlega ekki að koma aftur upp úr. Ég sem sagt mælið með svona spa meðferð á eigin heimili, hún marg borgar sig. Nú er kominn tími á afslöppun og andlega upphafningu á sjálfri mér. Góðar stundir.

04/04/2004

04.04.04
Dagurinn í dag er mjög merkilegur dagur - hann bar síðast upp fyrir einni öld síðan s.s. 04.04.04 dæmið. Hér með er viska dagsins í dag komin. Helgin hefur verið fín - morgunvaktir og tóm gleði og hamingja. Það er eiginlega bara frábært þegar maður klára vinnuskylduna kl. 16 á sunnudegi og er komin í frí þangað til á þriðjudaginn. Kórinn kallar annað kvöld þar sem æfingar með hljómsveit eru að byrja og tónleikar nálgast. Ef það er einhver sem hefur áhuga á að koma á Requiem eftir Mozart sem b.t.w er eitt flottasta verk tónlistarsögunnar þá get ég reddað miða á afslætti - góður díll maður! Stefnan er tekin á kjúlla og hvítt í kvöldmat og kannski maður skelli sér í kaffi með stelpunum seinna í kvöld.
Góðar stundir!
Eftir margra mánaða tusk og vesen í baki og hnjám ákvað ég loks að hlusta á ráð sem mér vorum gefin fyrir 3 árum síðan. Ég sem sagt dreif mig í göngugreiningu hjá Össur. Þar tók á móti mér viðkunnalegur ungur maður sem gerði alls konar kúnstir og lét mig ganga á ýmsa vegu. Þar kom ýmislegt í ljós og allt er basically sigið og skekkt í fótunum. Ég fékk upphækkun í annan skóinn til að fæturnir séu nú jafnir og innlegg til að leiðrétta allt ruglið. Mjög hamingjusöm dreif ég mig í vinnuna á föstudagskvöld í nýjum skóm með hækkun og allt draslið. Viti menn - mér leið eins og ég gæti gengið non-stop fram á næsta ár. Engir verkir í baki og hnén fín eftir vaktina. Mér hugnaðist að fara og knúsa alla starfsmenn Össur en ákvað að bíða með það í nokkra daga. En almenn gleði og hamingja með þeirra aðstoð!

01/04/2004

Fyrsti dagur í vori!!
Þetta voru orð frækins veðurfréttamanns á Stöð 2 fyrir tveimur dögum síðan. Hann hristist nett því honum fannst hann svo sniðugur að finna upp á svona skemmtilegu máltæki. Þessi ágæti maður var ekki búinn að sleppa orðinu er skellur á kafalbilur og allt í einu er kominn meiri snjór heldur en var á jólunum. Fræknir Íslendingar slá sér á lær og tala um páskahretið sem kemur nú á hverju ári og hverjum og einu finnst hann voðalega klár að vita að það getur snjóað fram í maí á Íslandi. Þetta eru auðvitað fylgismenn veðurfréttamannsins, finnst hann æði og er nokk saman hvurn fjandann hann ber fram í veðurfréttum því hann er svo sniðugur. Ég verð nú bara að lýsa yfir vanþóknun minni á veðrinu undanfarna daga. Í gær vaknaði ég og leit út - allt á kafi í snjó. Það þurfti töluverða kænsku til að koma bílnum úr stæðinu þar sem ég er auðvitað ekki á fjallabíl. Leiðin lá í vinnuna og allt í góðu. Í dag er hins vegar búið að rigna - meira að segja hamingjusami fuglinn sem var að gera mér lífið leitt fyrir utan svefnherbergisgluggann er orðinn þunglyndur. Nú er ekkert nema bleyta - pollar og slabb á götum og ekki séns að halda skónum sínum hreinum og þurrum. Vonandi fer þetta nú að batna - ég er enn með sól í hjarta og bíð eftir sumrinu sem er á næsta leiti. Afnemum bara þetta vor sem er hvort sem er ekki svo spes.

30/03/2004

Hvar er Fríða??
Ég brást vinum og sálufélögum mínum s.l. sunnudag með því að vera ekki í vinnunni. Þá sjaldan sem einhver vinur manns heimsækir mann í vinnunni þá er ég bara á leiðinni heim úr Munaðarnesi. Frekar glötuð gellan núna. En ég veitti Héðni sáluhjálp á gær þannig að það hlýtur að teljast sem eitthvað gott. Ég vil bara biðja ykkur næst um að láta mig vita þegar von er á ykkur á slysó og ég skal reyna að sjá til þess að ég verði á staðnum, í hjúkkubúning!!
Dagurinn í dag fór annars í kjaranefndar vinnu þar sem kjarasamningar eru lausir síðar á þessu ári. Þetta er ótrúlega skemmtileg vinna og gaman að pæla í þessu og sjá plottin sem eru notuð í svona viðræðum og samningagerðum. Engin stefna er tekin fyrir kvöldið nema kannksi að klára helv. skattframtalið og senda það inn. Af hverju man maður alltaf í miðri gerð á skattframtalinu að maður ætlaði að kaupa sér endurskoðanda til þess að telja fram??? Nú verður gerður stór POST IT miði til þess að gleyma því ekki á næsta ári. Algjör bögg skýrsla, húsnæðiskaup og námslán - úff maður verður bara að fá sér öl til að komast í gegnum svona hluti. Lifið heil!

28/03/2004

Komin aftur heim!
Enn eina ferðina er ég komin heim eftir helgardvöl fjarri heimkynnum mínu. Þessi helgi var tekin í Munaðarnesi ásamt kórfélögum, í æfingabúðum og á árshátíð. Allt fór þetta spaklega fram fyrir utan nokkra aðila sem héldu að þeir væru að slá í gegn alla helgina. Bústaðurinn sem við gistum í var mjög skemmtilegur, bæði í hönnun og einnig fólkið sem var með í honum. Þeir sem einn góður félagi minn gengur við hækjur vegna sjúkdóms fengum við bústað með aðgengi fyrir fatlaða. Besti kosturinn var að í þessum bústað var hægt að hækka og lækka eldhúsinnréttinguna með fjarstýringu!!! Þessi fítus var uppspretta mikillar gleði alla helgina. Annað sem kom mér á óvart var að í bústaðnum var örbylgjuofn sem staðsettur var OFAN Á bakaraofni sem var í um meters hæð!!!! Ok eitthvað hefur pælingin um aðgengið klikkað í þessari skipurlagningu.
Eftir að heim var komið lá leiðin beint að Felix að horfa á mína menn keppa við aðra menn í knattspyrnu. Draumurinn varð ekki að veruleika og hinir mennirnir eru enn taplausir - leikurinn fór í jafntefli. Það var eitt sem fór svakalega í taugarnar á mér og það var hópur af ungum og þekktum fjölmiðlamönnum og vinum þeirra sem eru þekktir íþróttamenn. Þessi hópur var svo ofboðslega mikið að láta taka eftir sér með háværum commentum og alls konar fíflaskap að mér var eiginlega ekki skemmt. Þeir voru með ósmekklegar athugasemdir um leikmenn míns liðs og þetta fannst mér bara alls ekki fyndið. Ég kem alla vega til með að eyða 70 mín í eitthvað annað en að horfa á sjónvarpið næstu daga!
Var að fatta að sálufélaginn og ofurdrengurinn Gulli var ekki kominn með link hér til hliðar hjá mér og hef ég nú lagað það. Stefnir í góða viku með vinnu og nokkrum öl, svo bara fer snjórinn vonandi!

26/03/2004

Komin og farin!
Það er einfaldlega of mikið að gera í mínu lífi þessa dagana. Ég hitti Kjánann og Hárliðann og Súpergelluna á kaffihúsi á miðvikudag og áttum við góða stund saman. Vorum í ofur samræðum um allt sem snertir það að vera á lífi og búa á Íslandi. Nostalgía yfir gömlum vangadönsum kom einnig upp og stefnan er tekin á að taka aftur upp þessa dásamlegu íþrótt. En þetta var mjög ánægjulegt. Í gær var svo graveyard vaktin þar sem ég fór á morgunvakt og svo á næturvakt sama daginn. Þetta eru aldrei mjög póduktívir dagar þar sem maður kemur heim eftir morgunvaktinar til þess eins að fara að sofa fyrir næturvaktina. En nóttin var nú skapleg - svolítið subbuleg en þetta sleppur. Í dag var svo rokið á fætur rétt eftir hádegi til þess að ganga frá og taka til þar sem stefnan er tekin í Munaðarnes um helgina með kórnum. Þessar árlegu æfingabúðir og árshátíð koma alltaf aftan að manni eins og skellur. Jæja nóg um það. Nú er mál að pakka, vökva blómin og rjúka svo af stað. Stefnan tekin á kaffikvöld eða jafnvel fyrirfram ákveðið videokvöld á Kambaranum í vikunni.

22/03/2004

Komin heim í Laugardalinn!
Nú er maður aftur kominn á klakann í þetta líka fína veður. Það var ekki nema 22°C hiti í Prag á fimmtudag og föstudag þannig að mér líður mjög vel með það að vera komin í 3°C og vind! Ferðin var algjör snilld og ég held að ég muni seint jafna mig á öllum þeim bjór sem drukkinn var þessa fáu daga. Bjórinn þarna úti kostar 120 - 180 ísl. krónur og er ódýrari heldur en vatnið = drukkið þeim mun meira af bjór en vatni. Við flugum með einhveru útlensku flugfélagi sem dældi í mann drykkjum á leiðinni út, á meðan Denzel reyndir að bjarga lífi sonar síns í vondri mynd sem sýnd var um borð. Svekkelsið var reyndar með baðið. ALDREI treysta myndum af hótelherbergjum á netinu. Það var reyndar stórt baðherbergi og bað en ekki nudd/hornbaðkarið sem sýnt var á heimasíðunni. Ég veit til þess að nokkrir hýrir menn hafa öfundað mig alla helgina af nuddbaðkarinu sem var svo bara venjulegt baðkar sem sturtu! En maður getur nú ekki fengið allt í þessu lífi. Annað einkennilegt gerðist í ferðinni - ég fór í skóbúðina frægu sem endaði á því að vera á 6 hæðum!!!! og fann enga skó á mig!!!!! Ég skammast mín nú svolítið verandi með Imeldu complexa. En í staðinn fann ég 3 pör á karlinn þannig að ég verslaði samt skó (veit ekki hvort þeir teljist þar sem þeir eru á karlinn).
Það var endalaust gengið - drukkið og borðað þessa daga en næturlífið í Prag saman stendur af spilavítum og nektarstöðum. Sem er svo sem fínt en kannski dálítið einhæft.
Listarnir fyrir brottför sönnuðu sig eina ferðina enn - allt notað einu sinni nema 1 pils! Svo er málið að verða aftur þunglyndur og henda sér í vinnuna á morgun. Það er kannski ágætt að fara að lifa eðlilegu lífi aftur. En ég mæli eindregið með Prag, þar er mjög fallegt og gott að vera. Manni líður virkilega vel að ganga um göturnar jafnvel í myrkri. Það er ákveðin stemning í loftinu - hallærisleg föt (enda var ekkert shoppað) og verri klippingar og hárgreiðslur.

17/03/2004

Tra la la la la!
Þá er komið að stund sannleikans. Ég er snillingur í því að búa til lista og pakka til ferðalaga - þó svo ég segi sjálf frá. Nú er ég sem sagt búin að koma öllu í töskurnar, lenti reyndar í smá krísu varðandi fjölda af skópörum sem ég ætla að taka með en það er leyst. Leyndardómurinn liggur í skóbúð á þremur hæðum rétt hjá hótelinu okkar! The mothership is calling me home!!!! Íbúðin er orðin hrein og fín og ekki eftir neinu að bíða með að skella sér í ölinn í Leifstöð. Ætla reyndar að fara að sofa fyrst og keyra til Keflavíkur en svo verður öl tekinn. Förum í loftið kl 12 þannig að maður er kannski ekkert að þjóra á barnum snemma morguns, en morgunstund gefur Gull í munn(d). Farið vel með hvort annað og njótið helgarinnar. Sögur af baðferðum og annars lags athöfnum verða sagðar eftir helgi.

16/03/2004

Ég er svo dugleg!
Það er ekki hægt að segja annað en að ég sé mjög dugleg í dag. Eftir ofurþunglynda vakt í gærkvöldi með tilheyrandi meyglu við heimkomu ákvað ég í morgun að þetta gengi ekki - ég má ekki vera að því! Ég skellti mér snemma á fætur (svona um 11:30) og fékk mér ristaða brauðið sem yfirleitt er hluti af mínum föstu venjum. Því næst þvoði ég dökkan þvott og gætti þessa að þvo allt sem þarf að vera hreint fyrir Pragferðina. Því næst var það ofursturta með tilheyrandi hreingerningum og konudóti. Þá var þvottavélin búin og tími til að setja í aðra vél. Nú er sem sagt allt orðið hreint og fínt og bíður pakkningar. Eins og Gulli minn skilur þá er ég núna í ljótu fötunum því fínu fötin á ekki að nota fyrr en á fimmtudaginn. Eftir þetta allt tók ég til í íbúðinni, bjó til vinnuskýrsluna mína og auðvitað LISTA yfir það sem við þurfum að taka með til Prag. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir um að birta listann hér á síðunni hef ég kosið að halda honum leyndum. En ef þið eruð alveg að deyja yfir því hvað er á listanum má alltaf taka upp símann og fá persónulegan upplestur á komandi farangri.
Nú er það bara vinna í kvöld og fyrramálið og svo kóræfing og aðalfundur Kórsins og svo er það Prag. Vá maður verður næstum því þreyttur á því að sjá dugnaðinn í mér. Hrós fyrir Fríðunni!

15/03/2004

Til Hamingju Þorbjörg og Vignir!

Þorbjörg og Vignir eru búin að sjá til þess að gen þeirra komast áfram. Þau eignuðust fullkominn dreng á laugardaginn 13. mars og hefur hann hlotið nafnið Hranfkell Daði. Enn og aftur vil ég óska þeim til hamingju með Litla - Ling og vona það framtíðin verði fjölskyldunni björt og hamingjurík.
Að ferðast með stæl!
Þetta var eitt af umræðuefnum gærkvöldsins á ölstofunni. Ég og hinir fjóru fræknu (Jóhann, Þórir, Héðinn og Gulli) fórum á stuttmynda sýningu á Hinsegin bíódögum en Svana og Inga fóru á næstu mynd á eftir. Af stuttmyndunum hef ég ýmislegt að segja. Það má í fyrsta lagi greinilega kalla allt stuttmynd! Nokkrar myndanna voru mjög góðar en sumar voru aðeins og súrar fyrir minn smekk. Eftir að myndunum lauk var auðvitað farið beinustu leið á Ölstofuna og nokkrir öl teigaðir. Inga og Svana bættust í hópinn og umræður voru af ýmsum toga. Ég er til dæmis búin að hitta ferða-sálufélaga í honum Gulla. Vá ég hélt að ég væri ein í þessum bransa en loksins sá ég ljósið í öðrum einstakling. Nú er einmitt þvottatörnin fyrir Prag ferðina byrjuð þannig að fram að brottför er ekki verið að spranga um í þeim fötum sem ég fer með þangað. Gulli skilur mig þannig að þetta er allt í lagi. Svo var það auðvitað hvernig maður á að versla í Bónus með stæl næsta umræðuefnið. Ég hló svo mikið að ég man varla eftir öðru eins. Já ég veit að ég er svolítið sérkennileg á sumu sviðum en maður verður að fagna sérkennum sínum - sama hversu skrýtin þau kunna að vera. Þetta er mottó dagsins í dag. Sem sagt Prag eftir 3 daga - byrjuð að þvo og gera lista yfir það sem ég þarf að gera þangað til og hvað ég þarf að taka með mér. Ef það eru einhverjar spurningar vinsamlegast skrifið á commentakerfið. Knús í Krús!

12/03/2004

Bíó og Öl!
Fór í bíó í gærkvöldi í hópi frækins fólks. Þarna voru sem sagt 3 samkynhneigðir menn og 3 konur. Jú Þórir (ofur skipurleggjandi Hinsegin Bíódaga), Héðinn fréttapési, Jóhann (sem ég hef nýverið endurheimt frá LUX), Svana Super, Inga og svo nottla ég. Við fórum að sjá Brother - Outsider sem er heimildarmynd um líf Bayard Rustin sem var svartur og samkynhneigður. Já þetta var brilljant hópur og skelltum okkur í öl eftir myndina. Ætluðum á ölstofuna en þar var pakkað af fólki þannig að við skriðum inn í hávaða og bilaða hurð á Cafe Lizt. Við gerðum þar könnun á hegðan fólks þegar það fer út af svona stöðum og meira en helmingur þeirra lokar ekki hurðinni á eftir sér. Þar sátum við á meðan sífellt þynntist í hópnum en ég, Jóhann og Þórir drifum okkur loks heim um kl. 2 (að mig minnir). Í morgun var svo ekki laust við að ég fyndi fyrir þessum ölum sem ég fékk mér og er pínu meygluð. Næsta hópdeit er á sunnudaginn þegar stefnan er tekin á stuttmyndasafn á Hinsegin bíódögum. Núna er aðeins eitt á dagskránni - horfa á Sex and the City sem ég tók upp í gær!

10/03/2004

I need a hero!
Ákvað að leyfa veðrinu ekki lengur að sigra og sit nú við gerð á alveg mögnuðum gelludisk. Allar helstu gelluhljómsveitir eiga lag og svo eru auðvitað ómissandi djamm slagarar settir með sem og "What a feeling", "I need a hero" og "Let´s get loud". Það er svo mikið stuð hér að mig langar eiginlega bara að skella mér í kjól, mála mig og fá mér í glas á meðan - svona eins og maður sé á leiðinni út á djammið. Er þetta ekki bara málið?
Hvað er málið með rokið!!
Mér er nú spurn - Hver pantaði þetta veður og ver hefur húmor fyrir þessum fjanda? Þetta var voða rómó svona fyrstu tvo dagana, kúra undir teppi og hafa það huggulegt en núna er þetta bara orðið þreytt. Það tekur því ekki að greiða sér ef maður er að fara út - því as we all know þá er rok úr öllum áttum!!!! Lægðin er farin að fara í skapið á fólki og við stefnun í alsherjar meyglu og þunglyndi! ÉG VIL FÁ LOGN! Það er ekki eins og ég sé að biðja um sólskin og sumaryl - bara aðeins minna rok! Það hefur verið nóg að gera í vinnunni þar sem fólk annað hvort fýkur til og meiðir sig eða eitthvað annað fýkur á fólkið og meiðir það. HUMF - þetta reddast því ofurhjúkkan ætlar að bregað undir sig betri fætinum og skella sér til útlanda eftir rúma viku. Það heldur í manni lífinu að komast af þessu skeri í augnarblik og ódýran bjór.
Lítið hefur gerst undanfarið - skrapp í afmæli til heiðursmannsins Héðins sem var ljúf stund en þar fyrir utan hef ég hangið í vinnunni eða heima sofandi. Nú er mál að koma sér aftur út í rokið og njóta veðursins, eða bara sleppa því og bíða fram undir helgi þegar á að fara að lægja.
Hún Þorbjörg vinkona á að eignast litla kútinn sinn þessa dagana og ég vil óska henni og Vigni góðs gengis í því öllu saman. Koma svo Þorbjörg rembast!

07/03/2004

Árshátíð og Formúlan!
Mikil spenna var í lífi ofurhjúkkunnar á föstudaginn. Loksins var komið að því að árshátíðin var um kvöldið og gellurnar í árshátíðarnefndinni voru í léttri maníu allan daginn. Við mættum eldsnemma og hófum að skreyta salinn aðkomuna að honum. Þetta tók lungað úr deginu og svo var hlaupið í tilheyrandi klippingar, strýpur og vaxmeðferðir. Allt tókst þetta með eindæmum vel og við hreinlega blómstruðum um kvöldið. Þetta heppnaðist æðislega og leynigestur kvöldsins - Jón "500 kall" Sigurðsson kom, sá og sigraði sem síðasta skemmtiatriðið. Þetta var alveg frábært og maðurinn er algjör perla! Eftir það tók við diskótek og trúnóhorn ofurhjúkkunnar. Allir í góðum fíling og kvöldið endaði í eftirpartý hjá einum samstarfsmanni okkar. Ofurhjúkkan vann meira að segja "Bráðabikarinn" fyrir að vera hrakfallabálkur ársins! Laugardagurinn fór í almenna þreytu og hausverk sem lagaðist nú um eftirmiðdaginn.
Í nótt var svo spennan í hámarki á heimili ofurhjúkkunnar þegar fyrsta keppni ársins í Formúlunni hófst kl. 03. Mínir menn voru ekki að standa sig neitt sérstaklega vel og ég fór í beddan áður en keppni lauk. Hafði alveg engan áhuga á því að sjá rauðklædda þjóðverjann með skakka andlitið vinna keppnina. Sá maður er gjörsamlega óþolandi!
Í kvöld er stefnan tekin í afmælisboð Héðins og einnig er útistandadi spilaboð á vegum Braga og Vöku. Að öðru leyti er málið að vera inni því það er viðbjóðslegt veður úti!

04/03/2004

Ofurkáta ofurhjúkkan!!
Jibbí fyrir bæklunarlækninum sem gaf mér leyfi til þess að fara að stíga í fótinn!! Hann var nú spakur og sagði að þetta væri sem sagt ekki brotið þannig að ég þarf ekki að vera á hækjum í 4 vikur í viðbót - EN það er einhver massa mikil bólga og vesen í ilinni og ég þarf í staðinni að taka bólgueyðandi lyf næstu vikur og má smátt og smátt beyta fætinum meira. Stundum tekur allt að 6 - 9 mánuði að ná svona bólgum niður EN vonandi gerðu vikurnar á hækjunum hælnum gott og hann náði að hvíla sig. Ég þoli ekki þessi EN hjá læknum. Þeir koma til manns og eru með svakalega fínar fréttir sem þeir skemma svo með EN "þú munt aldrei jafna þig fullkomlega" sem dæmi.
Já á morgun er árshátíð hjá ofurhjúkkunni og það verður ofurgaman. Ég er búin að lofa að dansa ekki þannig að ég ætla að vera með opið trúnó horn eftir að borðhaldi líkur. Deildarstjórinn sem heldur að ég sé ofvirk með athyglisbrest telur þetta plott ekki koma til með að ganga upp, en hver veit - ég er mjög góður trúnói þegar nokkur glös hafa tæmst. Ég lenti meira að segja á spontant trúnóum eins og einu um daginn en ég má ekki segja frá því það var trúnó!!!! Hækjudruslan fær nú samt að koma með á morgun og kallinn líka þannig að maður hefur svo sem nóg með sitt. Góða helgi og gangi ykkur vel í leigubílaslagnum sem er yfirvofandi.

29/02/2004

Helgarmeygla á hækjum!
Það hefur nú ekki mikið gerst í mínu lífi um helgina. Á föstudaginn fór ég út að borða með systrum mínum og svo skelltum við okku á kojufyllerí í stofunni heima hjá þeirri elstu. Þetta var mjög gaman, samt eiginlega svolítið skrýtið því við höfum nú ekki verið manna duglegastar að gera svona hluti saman. En planið er að gera þetta aftur eftir stuttan tíma og svo halda áfram að hittast reglulega. Það er allt annað að hittast svona en þegar við hittumst í sunnudassteik heima hjá mömmu og pabba. Fyrir það fyrsta er umræðan allt önnur þegar foreldrarnir eru ekki á svæðinu.
Í gærkvöldið fór ég svo í tvöfalt fertugs afmæli hjá tveimur gellum í kórnum. Það var mjög gaman en úff hvað ég varð þreytt á að standa á öðrum fætinum og stiðja mig við hækjurnar í nokkra klukkutíma. Fólk missir sig þegar það sér pæju á hækjum. Ég meina come on, af hverju á maður helst að ganga um í gúmmítúttum á meðan maður er á hækjum en ekki stígvélum, þó svo að það sé hæll á þeim. ARGH hvað ég var orðin pirruð á athugasemdum í gær um skófatnað sem ég valdi mér fyrir kvöldið. En sem fyrr vona ég heitt og innilega að ég losni við hækjurnar á fimmtudaginn næsta. Ég bið ykkur öll að senda hælnum góðar hugsanir og styrk frá á fimmtudag. Annars bilast ég og lem einhvern með hækjunum. Nei nei ég er ekki þessi ofbeldishneigða týpa en hver veit sín örlög?

26/02/2004

Hækjur - smækjur!
Nú er ég orðin leið á því að þurfa að vera á þessum bévítans hækjum alla daga. Þegar maður þarf ekki að nota þær er ógeðslega gaman að prófa og döflast um stutta stund á þeim. En þegar kemur að því að maður má ekki einu sinni fara á klósettið án þeirra þá verður þetta einfaldlega ekki gaman lengur.
Þar sem ég get ekki verið á ganginum í vinnunni þá fékk ég að vinna við gæðahandbók sem verið er að gefa út á spítalanum. Þetta er fínt og gaman að fá að gera eitthvað á þessum annars frekar leiðinlegu tímum. Góði punkturinn við þetta allt saman er að nú er ég komin með svakalega flotta handleggi og flott skorinn brjóstkassa.
Fór í gærkvöldi og hitti Súpergelluna, fréttapésann og Kjánann á kaffihúsi. Þetta var vinnufundur þar sem við þurftum að leysa komandi vandamál heimsins. Þetta tókst með afbrigðum vel og allir fóru sáttir heim. Stefnan er tekin á að hitta systurnar um helgina og gera eitthvað skemmtilegt með þeim.

22/02/2004

Maður hættir aldrei að vera pæja!
Þetta er mottóið mitt þessa dagana. Það er eins og margir haldi að maður eigi bara að leggjast í ból og húka þar á meðan maður þarf að nota hækjur. Ó nei er sko svarið mitt. Ég fór í tvö barnaafmæli í gær. Helga Björg ofurvinkona mín varð 3ja ára og litli prinsinn hennar systur minnar varð 1 árs í gær. Á heimilinu hafa sprottið upp umræður um 1 árs afmæli yfir höfuð og við höfum komist að því að þetta sé merkilegasta afmælið. Jú hversu oft getur maður sagst hafa meikað fyrsta árið. Eftir þetta afmæli hefur maður bara meika enn eitt árið - en ekki hið fyrsta. Frekar djúpar pælingar í gangi sem sagt.
Í gærkvöldi fór ég svo í pæjuafmæli til Þóru vinkonu sem er ung. Við hittumst 13 stelpur heima hjá henni og fórum svo á Tapas að borða. Þetta var svakalega gaman og mikið var drukkið og slúðrað eins og gellum einum er lagið. Í gærkvöldi fékk ég oft einkennilegt áhorf frá fólki sem greinilega heldur að maður sé andlega fatlaður ef maður er á hækjum. Jú maður hættir aldrei að vera gella!!!! Ég fór nú ekki að dansa eftir matinn en við fórum á Hverfisbarinn og héldum áfram að skemmta okkur. Hoppaði svo heim snemma (rétt um kl 2) og skreið upp í sófa að klápa á DVD. Sofnaði yfir því og kom mér yfir í svefnherbergið. Í dag er maður bara melló á þessum annars ljúfa KONUDEGI (strákar munið eftir konunum) og ekkert er planað fyrir kvöldið.

19/02/2004

Nú er illt í efni!
Ég hef sjaldan verið þekkt fyrir að fara eðlilegar leiðir í slösun á sjálfri mér og það er einnig þannig í þetta skiptið. Eftir að hafa brölt um hölt vegna verkja í fætinum lét ég loks lækninn kíkja aftur á fótinn. Planið okkar var sem sagt ekki að ganga upp. Honum leist ekki vel á blikuna og send mig í myndatöku. Viti menn - nú er ofurhjúkkan komin á hækjur þar sem myndirnar sýndu brot í hælbeininu. Ekki nóg með að vera komin á hækjur þá má ég ekkert stíga í fótinn! Slapp reyndar við gips og get því glöð farið í bað og sturtu á yfirdrifinna vandamála. Ég á svo að hitta bæklunarlækninn eftir 2 vikur og meta fótinn aftur. Það er eins gott að hann verði orðinn góður því árshátíð vinnunnar er daginn eftir. En þetta er alveg dæmigert fyrir mig og mínar slasanir! Stefnan um sem sagt tekin á sófann um helgina, held samt að ég verið spök og kíki í afmæli til Þóru vinkonu og tvö barnaafmæli - án ástigs!! Farið varlega þarna úti - það er aldrei að vita á hverju er hægt að slasa sig!

17/02/2004

Næturbrölt!
Gerði nú ekki mikið um síðastliðna helgi. Fór í léttan öl með stelpunum og endaði á skralli með kallinum og nokkrum félögum. Það var frekar áhugavert þar sem ég fór á skemmtistaði sem ég hef ekki stigið fæti inn á í nær áratug. Til að byrja með vorum við stelpurnar á okkar heimavelli en færðum okkur svo á Hverfisbarinn þar sem nokkrir hýrir menn bættust í hóp okkar. Stelpurnar fóru svo heim og ég fór með hýru og óhýru mönnunum áleiðis á Kaffibarinn. Þangað kom ég síðast fyrir 7 árum síðan! Mér leist lítið á blikuna og við færðum okkur á heimavöll hýru mannanna - Ölstofuna. Þar átti ég nú von á að hitta fleiri hýra menn en það var alveg enginn á staðnum að fólki sem ég þekki. Frekar einkennilegt að koma þangað kl. 02 og það er engin röð og hægt að fá borð. Eftir ölstofuna lá leiðin heim í pizzu og svo bólið. Á laugardaginn gat ég ekki gengið sökum verkja í helv fætinum sem er nú á 8. degi í pirri. Ég lá og las allan laugardaginn og var svo bara heima um kvöldið. Sunnudagurinn var svipaður - fór reyndar í dýrindis fiskisúpu til SúperSvönu og hitti þar margan góðan mann. Fór svo á næturvaktina þá nótt. Nú er stefnan eins og svo oft áður tekin á vinnuna á eftir, en ég held að ég láti einhvern kíkja á helv. fótinn í dag. Þetta gengur bara ekki lengur!

12/02/2004

Kattaskelfir!
Það hlítur að vera erfitt að vera köttur í götunni minni í dag. Fyrst varð ég vitnið að því þegar tvær litlar yngismeyjar í sínum hvorum bleika útigallanum eltu aumingjans köttinn uppi og vildu leika við hann. Kötturinn var nú snjall og sá við þeim - það er ótrúlega gott að geta falið sig undir bíl. Þetta sterka útspil kattarins fór alveg með litlu meyjarnar sem snérust hring eftir hring að spá í það hvert kisinn fór eiginlega. Eftir þessa skelfilegu lífsreynslu kattarins tók ég upp á því að skelfa greyið enn frekar. Jú eftir góða hvíld greip ég í fiðluna og tók í nokkra gamla concerta. Þetta var hin mest skemmtun fyrir mig, en ég held að kettir séu ekki mikið fyrir fagura fiðlutónlist. Alla vega þóttist gamli Bjartur alltaf sofna þegar ég fór að æfa mig sem barn. Skil greyið ósköp vel, en maður er nú vonandi aðeins betri en þá. Hjónin á hæðinni fyrir neðan eru enn á lifi og hafa ekki kvartað formlega vegna hávaðans þannig að ég held að þetta fari að vera reglulegur hlutur. Maður lærði nú í 11 ár á þetta hljóðfæri - eitthvað gott hlítur að koma frá manni. Mér finnst ég allla vega alveg ógeðslega flink og flott.

11/02/2004

Viðtalið og lausnin!
Ég held að ég viti af hverju mér er illt í fótnum. Þannig var í partýinu farið í samkvæmisleiki, þar á meðal limbó og einhvern stóla leik. Jú Ofurhjúkkan er félagsfrík af guðs náð og tók því þátt í báðum leikjunum. Held að fínu uppháu stígvélin með 8 cm hælnum hafi ekki verið að gera góða hluti fyrir fótinn?? En stígvélin eru snilld!
Jú það var ofurhjúkkan sjálf sem birtist í viðtali í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum. Er reyndar ekki nógu ánægð með myndina af mér, því ég lít út fyrir að vera svo feit að það er bara ekki fyndið. Það fyrir utan er svipurinn á manni eitthvað svolítið spes. Fréttapésinn var nú sá eini sem commentaði á þetta í kerfinu en margir hafa nú lagt inn gott orð þegar ég mæti þeim. En svona eru staðreyndir málsins á þessum niðurskurðartímum!
Illt í fótnum!
Já lesendur góðir mér er illt í fótnum. Ég hef ekki hugmynd um hvað kom fyrir fótinn en allt í einu get ég bara varla stigið í hann og vakna með svakalega verki á morgnanna. Af þessum orsökum fór ég ekki í vinnuna í dag, sit heldur við tölvuna með verkjalyf og fótinn uppi á borði. Það er nefnilega ekki gott að vera illt í fótnum! Ég er að fara á námskeið í sérhæfðri endurlifgun í næstu viku þannig að kannski maður nýti daginn í lestur og svoleiðis hluti. Það er svolítið af vinnuferlum sem ég þarf að kunna fyrir þetta námskeið þannig að ekki er seinna vænna.
Helgin var annars fín, skellti mér í partý á laugardaginn sem var mjög skemmtilegt. Eins og einn gesturinn sagði þá var tilfinningin eins og maður væri í brúðkaupi en brúðhjónin vantaði. Þarna var saman komið fólk úr öllum áttum sem þekktist mismikið. Ég skrölti heim (partýið var í götunni fyrir neðan) og átti þetta líka fínan sunnudag. Engin þynnka en ég held að ég hafi borðað á við eitt þorp þennan dag. Ég ætla ekki að fara að telja það hér upp, því fólk mun halda að ég eigi við alvarlegt vandarmál að stríða.
Nú er farin að nálgast næsta helgi og ég er líka í fríi þá. Hver veit nema maður geri eitthvað skemmtilegt - það verður tíminn að leiða í ljós.

05/02/2004

Vorið er komið!
Hægan hægan var einmitt það sem ég hugsaði í morgun þegar ég skreið á fætur. Ég var á kvöldvaktinni í gær og morgunvaktinni í dag þannig að við erum ekki að tala um langan tíma sem náðist í svefn. En á þessum stutta tíma breyttist árstíðin í Reykjavík. Vorið var farið að banka upp á í gærkvöldi þegar ég fór heim. Ljúf angan af rotnandi grasi lá í loftinu og það var ekki laust við smá vorstemningu í manni. Í morgun leit ég út um gluggann og hélt að ég væri enn sofandi. Nú eru allt í einu komin jól!!!! Hægan hægan best að reyna að vakna aðeins betur og meta ástandið. Jú í morgun voru komin jól. Það var æðislega fallegt að sjá úti. Léttur púðursnjór á trjánum og bílar við það að festast í götunum. Ég sá fyrir mér yndislegt eftirmiðdegi í púðursnjónum í Bláfjöllum en þar er víst lokað vegna hvassviðris. Ég held að ég hafi að einhverju leitið séð þetta veður koma því ég var búin að spreyja rakavara á einhvern hluta vélarinnar í bílnum mínum og hann rauk í gang í morgun. En stefnan er þokkalega tekin í fjallið um helgina. Annars liggur vel á mér í dag, helgarfríið nálgast og geri ég ráð fyrir því að sletta aðeins úr klaufunum. Kannksi maður rekist á fallega fortíðardrauga eða bara fallegt fólk almennt, hver veit?

04/02/2004

Helgarfléttan og Superbowl!
Það er nú kominn tími til að maður tjái sig á þessari ágætu síðu. Ég gerði ósköp lítið annað um síðastliðna helgi en að vinna. Þá helst var ég að gifsa krakka sem slösuðu sig á snjóbrettum. Eftir langa helgi og allt of mikið af brettakrökkum var ég alveg orðin meygluð. Skrapp eftir vinnu á sunnudagskvöld og horfði á Superbowl. Það hefur myndast skemmtileg hefð hjá nokkrum í kringum þennan leik og sú hefð var höfð í heiðri þetta árið. Leikurinn var svakalega skemmtilegur og eins góður og svona úrslitaleikir eiga að vera. Mínir menn í Patriots mörðu sigur á ögurstundu eftir svakalegar síðustu 5 mínútur leiksins. Svo var skriðið heim enda orðið snemma morguns þegar leiknum lauk.
Mánudagur og þriðjudagur runnu saman í eitt en þessa daga naut ég þess að vera í fríi frá vinnunni. Skellti mér í box-palla tíma í gymminu og það var frábært. Dagurinn eftir var reyndar ekki eins frábær - þar sem ég uppgötvaði ýmsa vöðva á mínum líkama sem legið hafa í dvala um þó nokkurt skeið. En ég mæli með svona box-pöllum engin smá útrás sem maður fær!
Nú er stefnan enn einu sinni tekin á vinnuna og vonandi fer nú eitthvað spennandi að gerast í mínu lífi. Hver veit nema maður birtist í morgunblaðinu næstu daga, maður veit aldrei!

28/01/2004

Félagsmálafrömuðurinn!
Þessa dagana er ég að missa mig í félagsstarfi, nefndarsetu og fundarsetu. Byrjaði á þriðjudagskvöld með fundi hjá Æskulýðsnefnd Rotary þar sem farið var yfir og tekin viðtöl við verðandi skiptinema. Þetta var snilld - ég hitti mig fyrir 9 árum síðan í nokkrum myndum sem er eiginlega mjög súrealísk upplifun. Þegar maður horfir á einstakling sem var í sama grunnskóla og valdi sama menntaskóla og ég og ætlar líka sem skiptinemi. Þessi einstaklingur svaraði sennilega öllum spurningum í viðtalinu nákvæmlega eins og ég gerði 16 ára ung og saklaus.
Í dag hélt svo áráttan áfram. Skellti mér í vinnuna fyrir allar aldir í morgun (mætti 07:30) og fór á fyrsta fundinn kl. 12. Þetta var kynning fyrir 4. árs hjúkrunarnema og ég átti sem sagt að reyna að selja þeim minn vinnustað. Þetta gekk vel og ég leit greinilega svo ferkslega út að ég fékk boð um vinnu á 4 deildum! Deildarstjórinn hló sig máttlausa þegar ég sagði henni frá þessu öllum saman. Að loknum þessum fundi fór ég beint á fund trúnaðarmanna á LSH og svo þaðan á deildarfund á minni deild. Skreið heim um kl. 19 alveg búin að fá nóg af þessu öllu saman. Úff hvað maður verður þreyttur á svona dögum! En ég lærði nýtt orði í dag : Fráflæði sem má túlkast eins og hver vill.
Skellti mér svo í einn öl með Súpergellunni eftir nýja uppáhaldsþáttinn minn Smack the Pony. Er í fríi á morgun og stefni á fundar- og áhyggjulausan dag. Ætli ég auki ekki fráflæði í óhreina tauinu á heimilinu!

27/01/2004

Lummuleg!
Ég er lummuleg í dag! Þessi staðreynd var augljós þegar ég skreið framúr í morgun og lummaðist í vinnuna. Var svo ekki að meika þennan morgun að það hálfa hefði verið alveg passlegt. Það var kaldast úti og í bílnum mínum var nú ekki heitara, þar sem ég slasaði mistöðina hjá mér um daginn. Þarf að drífa mig í því að laga hana - því annars verður þetta mjög cool bíll og þeir sem í honum sitja einnig! Annars gerðist lítið meira merkilegt um helgina eftir að ælum lauk. Fór í heimsókn til Súpergellunnar og spilaði Gettu Betur. Fórum bara eina umferð því sumir verða sífellt erfiðari í þessu spili og minna ánægjulegri sem mótspilarar. Jæja svo var spjallað og loks lummað sér heim um miðja nótt. Sunnudagurinn var eins lummaður og hinir dagarnir - ég man ekki hvort ég gerði nokkuð spes þann dag. Já lummið er ágætt í hófi enda tel ég því ljúka á morgun. Maður nennir ekki að lummast í marga daga í einu!

24/01/2004

Föstudagsfléttan!
Gærdagurinn var þetta líka skemmtilegur dagur. Eftir að hafa sofið frameftir hádegi sökum næturvaktar þá skellti ég mér á fætur og ætlaði í gymmið. Mér til lítillar gleði fór Hondukrúttið ekki í gang og uppi varð fótur og fit. Reddaði hinum bílnum á skömmum tíma en nennti ekki lengur í gymmið. Fór í Bónus og hitti svo Þóru og Magga í Kringlunni þar sem við keyptum innflutningsgjöf handa Gísla og Hildi. Við Þóra létum ekki deigan síga og fórum í allar skóbúðir í Kringlunni og mátuðum öll stígvél sem til voru í 38. Jú og viti menn við fundum báðar á okkur ný gellu stígvél. Engin smá hamingja á ferð eftir þetta.
Kvöldið hófst á innflutningspartýi hjá Gísla og Hildi þar sem boðið var upp á bláa bollu. Hún var góð! Eftir þó nokkur glös af bollunni dreif ég mig í bjórinn og hann rann ljúflega niður. Skruppum svo á Ölstofuna þar sem við hittum Kjánann(frambjóðanda og módel) og Sykurpabbann(töffara). Þar gerðust skrítnir hlutir sem fólust í því að ég datt og dró með mér saklausann mann í fallinu. Þetta var mjúk lending og Sykurpabbinn var ekki lengi að bjarga Ofurhjúkkunni. Eftir góðan tíma á Ölstofunni var stefnan tekin á Hverfis þar sem engin röð var og við orðnar svolítið hífaðar. Óskar var þar og mér skilst að honum hafi nú ekki litist á blikuna né ástandið á hjúkkunni. En eftir nokkur góð dansspor dreif ég mig heim.

Dagurinn í dag!
Í dag eru ég og Gustavberg salerið mitt búin að eiga náið samstarf! Mér verður alltaf hugsað til Jóu vinkonu þegar ég og Gustav erum svona náin því hún átti einnig gott samstarf með sínum Gustav. Nokkrar misánægjulegar ferðir á salernið og blundur frameftir degi eru ástandið. Loksins komst ég á fætur og gat borðað ristað brauð. Ég er sem sagt komin út úr þynnkugöngunum og er farin að sjá ljósið. Veit ekki hvort maður endurtekur leikinn í kvöld en ég ætla að hafa ráð Súpergellunnar í huga. Ef drykkurinn er blár á litinn þá verður maður þunnur!!! Hafið það í huga.

21/01/2004

Hugleiðngar í miðri viku!
Jæja þá er vikan hálfnuð og styttist í helgina. Hef nú reyndar ekki gert neina stórkostlega hluti frá síðustu færslu annað en að leggjast í smá flensu druslu. Hristi hana af mér á met tíma og dreif mig í vinnuna í morgun - illa sofin en samt falleg. Jú veðrið var að slást við öskutunnurnar mínar í nótt og vaknaði ég við mikinn skell sem endurtók sig í gríð og erg. Ég dreif mig á fætur og gekk um íbúðina í leit að opna glugganum sem ég hélt að bæri ábygrð á þessu hávaða. Mér varð ekkert úr þessum ferðum mínum (tveimur) annað en að geta ekki sofnað aftur fyrr en vekjaraklukkan hringdi og ég þurfti að fara á fætur. Elsku bíllinn minn sem hefur verið með gigt síðustu daga fór í gang í fyrsta og það eitt orsakaði ógurlega hamingju af minni hálfu. Dagurinn í vinnunni leið hratt og áður en ég vissi af var ég farin þaðan á fund. Eftir allt puðið á fundi Kjaranefndar Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga lá leið mín til skósmiðsins sem af mestu snilld lagaði stígvélin sem slösuðust í Kringlunni. Þaðan lá leið mín í Kringluna í smá mátunar- og gluggashopping. Fann nottla ekkert þar nema eitt pils - voða fínt! Í kvöld er stefnan tekin á kóræfingu og ER gláp að henni lokinni. En helgin brosir við manni handan við morgundaginn og ekki annað að gera en að brosa á móti.

18/01/2004

Helgarstemning!
Hér á heimilinu hefur ríkt sannkölluð helgarstemning alla helgina. Fór á pöpp í Árbænum og horfði á Idolið með gellunum yfir nokkrum léttum ölum og ansi fínum mat. Eftir Idolið lá leiðin beint heim enda orðið alveg brjálað veður og biluð færð á hálendinu. Það sama má næstum segja um strandlengjuna hér en verra þó fyrir norðan Miklubrautina. Laugardagurinn kom ljúfur sem ljós og farið var á Fjöruborið á Eyrarbakka og snæddur alveg meiriháttar humar og humarsúpa. Það er svo æðislegt að borða þarna að ég mæli með því við alla sem þetta lesa. Gaman að drífa sig í smá bíltúr út á land og skella sér í góðan mat. Eftir að í bæinn var komið skellti Ofurhjúkkan sér á djammið með Ingu og Svönu vinkonum og lá leiðin á Hverfisbarinn. Þar var fáránlega kalt fram eftir kvöldið - starfsfólkið á barnum var í úlpum!! Ég held að um kl. 01:30 hafi ég loks komist úr úlpunni og á dansgólfið. Á þessum ágæta stað var frekar ungt fólk svona framan af kvöldið og leið manni virkilega eins og konu í annarri umferð! En það reddaðist því þessi börn þurfa jú að koma heim fyrir ákveðinn tíma. Seinni hluta kvölds hækkaði meðalaldurinn nokkuð og áfengismagn í líkama gesta einnig. En eintóm gleði og hamingja var á dansgólfinu. Svo drifum við gellurnar okkur heim eftir vel heppnað gelludjamm.
Í dag tók svo við dæmigerður sunnudagur með ferð í Ikea og Bykó. Það voru settar upp nýjar hillur í stofuna með tilheyrandi borunum í steyptan vegg. Þetta heppnaðist töluvert betur á mínu heimili en á hennar heimili - þar sem hvergi bunaði úr veggnum eftir aðförina. Skellti mér svo í kvöld með Ingu vinkonu á Players í Kóp að horfa á undanúrslitin fyrir Superbowl sem er 1. febrúar. Okkar menn í New England Patriots unnu glæstan sigur á Indianapolis Colts. Nokkrir bjórar runnu vel niður og allir fóru sáttir heim.

15/01/2004

Nú er ég orðlaus!
Þið sem þekkið mig vitið að ég verð sjaldan orðlaus, en slíkur viðburður átti sér stað í kvöld. Ég fór í Kringluna eftir kvöldmat með systur minni og var það framan af hin ánægjulegasta stund. Undir lok ferðarinnar ákváðum við að skjótast í eina búð á efri hæð Kringlunnar og lögðum þar með leið okkar í rúllustigann. Þar gerðist mjög undarlegur atburður! Einhvern veginn festinn hællinn á skónum mínum (hin stígvélin mín) um það bil sem ég fór af stað í stiganum. Viti menn, það heyrðist hávær smellur og ég hrökk til - jú hællinn undir öðru stígvélinu var nú hinn skakkasti og sólinn sat eftir!!!! Þetta uppgötvuðum við þegar við vorum komnar upp og við misstum okkur úr hlátri og geðshræringu. Á s.l. 6 dögum hafa sem sagt bæði uppáhalds stígvélin mín orðið fyrir töluverðum skaða. Það er nú betra í þetta skiptið þar sem ég held að það sé hægt að gera við þessa skemmd. En COME ON!!! Hvað er málið með mig og mitt skótau þessa dagana??? Ég fór sem leið lá tipplandi á öðrum fæti, svo tómahljóðið myndi ekki óma um alla Kringluna inn í Hagkaup og náði með naumindum að festa kaup á skóm sem verða að duga næstu daga! Ég held að það sé eitthvað slæm ára í kringum mig þessa stundina!
Íslensku Tónlistarverðlaunin!
Sá með öðru auganum glitta í þetta á vaktinni í gærkvöldi. Alveg var ég svakalega ánægð með Eivöru Páls og hennar verðlaun, sömuleiðis með verðlaunin sem Ragnheiður Gröndal fékk. Þær eiga báðar þessi verðlaun vel skilið.´
Kuldi og trekkur!
Hvað gerir maður í kulda og trekk? Maður rífur sig á fætur fyrir klukkan 8 og drífur sig út í ískaldan bílinn. Bíllinn er ræstur og er rétt að ná kjörhitastigi þegar maður drepur á honum og er kominn í vinnuna. Það tók því að halda að allt í einu myndi bíllinn fatta að manni væri kalt! Eftir góða tvo tíma er manni farið að hitna í vinnunni og líður bara ágætlega. Svo kemur að því að maður fer að kvíða heimferðinni. Hún er yfirleitt alveg eins og ferðin í vinnuna. Nema hvað að í þetta skiptið nær bíllinn kjörhitastigi um það bil sem maður leggur honum við húsið heima. Nei nei bíllinn fattaði ekki heldur í þetta skiptið að manni sé kalt! Eftir þetta allt skríður maður að útidyrahurðinni smellir lyklunum í skráargatið og snýr. Nú sökum kuldans getur verið erfitt að eiga við læsinguna en það bjargast því nú er maður nokkrum sekúndum frá því sem skiptir máli. Inn er komið og hlýjan tekur völdin! Öll plön um að fara aftur út t.d. í leikfimi eða bara í búð að kaupa það sem vantar eru fokin út í veður og vind. Eftir að hlýjan hefur náð tökum er ekki aftur snúið, sófinn og teppið kalla og manni ber skilda að svara þessu kalli. Á morgun er nýr dagur og tilefni til þess að hefja leikinn að nýju með kannski annarri útkomu - það veit maður ekki fyrr en í fyrramálið. Þangað til er um að láta sér ekki verða kalt!

12/01/2004

Stígvélasorg og Endurvinnsluferð!
Eins og þið vitið sem lásuð um hrakfarir s.l. föstudags þá missti ég nána vini mína þann dag. Jú uppáhalds stígvélin eru sem sagt ónýt og ég fer varla út úr húsi - í hvaða skóm á ég eiginlega að fara??? Af þeim sökum hef ég ákveðið að taka mig saman í andlitinu og leita að nýjum stígvélum sem koma til með að taka við af þeim gömlu. En sú varð ekki reyndin í dag - þrátt fyrir vel skipurlagða áætlun. Svaf auðvitað fram yfir hádegi og drattaðist svo loks á fætur og dreif mig af stað. Heilmikið var á áætlun dagsins, þar á meðal ferð í Endurvinnsluna með lík jólanna. Ég drösslaði öllum pokunum (4) út í bíl og sótti annan eins skammt hjá tengdó. Rann í hlaðið á endurvinnslunni og hóf að afferma bílinn. Enn sem fyrr varð á vegi mínum eldri kona sem var að koma með pokann sinn (1). Ég tók mér stöðu fyrir aftan hana í röðinni og bað hana pent um að líta eftir pokunum mínum (4) þar sem ég þyrfti að skjótast út í bíl og sækja nokkra til viðbótar (4). Konan brosti góðlátlega og kvað þetta ekki vera neitt vandamál - hún skildi líta eftir pokunum. Skömmu seinna kom ég inn aftur með annan eins skammt og ég hafði skilið eftir á gólfinu hjá frúnni. Svipurinn á henni sagði " úff gott að vera fyrir framan hana í röðinni!!". Á leið minni inn mætti ég svo manni á miðjum aldri sem leit á mig og sagði "úff - vá". Ég vona að hann hafi verið að vitna í fegurð mína en ekki magna poka sem ég var að koma með. Jæja ég sló Íslandsmet í hraða á að dæla flöskum í vélina og ég held að annað met hafi verið slegið á mínu heimili - bjórdrykkja. Það er skeflilegt að horfa upp á allar þessar dósir koma upp úr pokanum, vitandi að þetta var drukkið á manns eigin heimili á ekki svo löngum tíma! Stefndi á Vog eftir ferðina í Endurvinnsluna en ákvað að bíða með það - vantar enn nýja skó. En skórnir bíða því IKEA átti hug minn og Bónus átti hjarta mitt það sem eftir leið dags. Hver veit nema skórnir komi í heiminn á morgun!

10/01/2004

Fáránlegur föstudagur!
Gærdagurinn var mjög súr í lífi ofurhjúkkunnar. Ég hafði rétt skroppið á öldurhús kvöldið áður sem endaði svo í aðeins fleiri ölum heldur en upphafslega planið var. Ég fór í fylgd Kjánans og Pésans á kveðjutónleika Ragnheiðar Gröndal. Það littla sem við heyrðum af tónleikunum var frábært, en hljóðkerfið var ekki að gera sig og eftir því sem fleiri komu á staðinn heyrðist minna og minna í hljómsveitinni. Sú ákvörðun var sem sagt tekin að skreppa á Ölstofuna og fá sér einn kaldann. Þeir urðu reyndar tveir eða þrír en það er aukaatriði. Eftir mikinn hlátur og mikla gleði var stefnan tekin heim í ból - föstudagurinn var yfirvofandi.
Ég hundskaðist á fætur um kl. 13 til þess eins að mæta til tannlæknis hálftíma síðar. Var reyndar frekar stolt af því að hafa komist á fætur en gekk í nettu streitukasti inn til tannsa. Það þurfti að laga eina tönn og það gekk bara vel. Þið sem hafið farið til tannsa vitið að maður lítur svolítið einkennilega út eftir heimsóknina. Varir þrútnar og helmingur andlitsins tilfinningalaus af völdum deyfingarinnar. Hvert er svo best að koma sér í svona ástandi - jú einmitt í vinnuna. Jæja andlit mitt náði fyrri fegurð þegar deyfingin var farin og allt í góðu. Við horfðum á Idol þar sem ég varð fyrir miklum vonbrigðum (þoli ekki Akureyringinn) með ákvörðun Íslendinga. Vaktinni lauk á skynsamlegum tíma og allt leit vel út. Á leið minni út í bíl finnst mér eins og ég renni til í hálkunni og lít á stígvélin sem ég var í. Viti menn - haldið þið að annar hællinn hafi ekki RIFNAÐ undan stígvélinu!!!!! Fyrir framan fullt af fólki sem var að sækja sína nánustu í vinnuna. Á mjög smekklegan og óaðfinnanlegan hátt gekk ég að bílnum eins og ekkert hafði í skorist. Komst heil heim en syrgi stígvélin! Megi dagurinn í dag verða giftusamlegri!

06/01/2004

Og þá eru jólin búin!
Ég er búin að taka saman jólin á mínu heimili og setja þau niður í geymslu. Það eru nokkrar smákökur enn eftir en ekkert sem má ekki narta í fram undir miðjan mánuðinn. Nú eru það plön ársins sem taka gildi. Það þekkja allir planið - nú ætla ég að vera dugleg í líkamsræktinni. Já já við skulum bara sjá til með þetta plan. Í augnarblikinu læt ég hvern dag nægja sína þjáningu. Þessi þjáning hefur nú undanfarna daga saman staðið af óhóflegu sjónvarpsglápi og því að sofa langt frameftir deginum. Þetta er nú reyndar líka snilldin við það að vera barnlaus, þá kemur auðvitað engum við hversu lengi maður sefur, né heldur hvenær maður fer yfir höfuð að sofa. Það eina sem maður þarf að muna er að borða og mæta í vinnuna. Sem er nú einmitt næst á dagskrá hjá undirritaðri. Sem sagt lítið að frétta úr lífi ofurhjúkkunar um þessar mundir. Lifið heil og gangi ykkur vel að efna áramótaheitin!

02/01/2004

Gleðilegt Nýtt Ár!
Ég óska vinum og vandamönnum mínum heilla á nýju ári, með hjartanlegri þökk fyrir liðnar stundir á líðandi ári. Megi góðu stundirnar verða enn fleiri á árinu 2004.

Nýársfrí!
Ég er komin í 3ja daga nýársfrí, jibbí! Stefnan er sett á svefn, bjór, skemmtanir og afganginn af kalkúninum. Þetta voru snilldar áramót. Var í fyrsta skiptið með kallinum þegar skotið var upp og nýja árið gekk í garð. Þrátt fyrir mikinn aðskilnaðarkvíða gagnvart foreldrum mínum naut ég stundarinnar í botn. Mér finnst skotgleði Íslendinga algjör snilld og tek virkan þátt í þessu brjálæði. Ég fer nú alltaf að hugsa um flóttamenn frá stríðshrjáðum svæðum sem eru nú búsettir á Íslandi þegar þessi brjálæði heltekur Íslendinga. Eftir uppskotin voru tekin fram spil og ölbaukar og leikum lauk rétt um klukkan hálf sjö í morgun. Vaknaði svo ótrúlega þreytt og meygluð um tvöleytið og skellti mér í vinnuna. Eftir kvöldvaktina
byrjaði ég nýársfríið á frábærri stund með Kjánanum og Fréttapésanum á Ölstofunni þar sem hinn síðarnefndi var að vinna. Ölið rann ljúflega niður og ég fékk nýjustu upplýsingar um allt sem ég hef farið á mis við undanfarnar vikur. Stefni sem sagt á notarleg heit næstu daga.