27/04/2005

Koffínskortshöfuðverkur og ofneysla sykurs!
Hjúkkan var við vinnu sína allt í einu að farast úr höfuðverk af ókunnum orsökum. Eftir dágóðastund fór hjúkkan að hugsa sinn gang og komst að því að hún hafði ekki fengið NEITT koffín það sem liðið dags og klukkan farin að ganga 3!!!! Hjúkkan brá á það ráð að hella í sig góðum brúsa af Cola Light og svona til að seðja sárasta hungri runnu tvö Bounty með. Eftir þetta var hjúkkan komin með koffín og sykurskjálfta vegna tímabundinnar ofneyslu.
Annars er nú lítið að frétta annað en enn einn metið hefur hjúkkan slegið í unnum tímum á einum mánuði. Það ætti að fara að setja upp keppni í þessu fagi og hjúkkan og reyndar nokkrar hjúkkuvinkonur hennar myndu rústa keppninni.

19/04/2005

Alveg einstök atvik!
Eins og lesendur hafa nú séð í gegnum tíðina virðist sumir hlutir einungis henta hjúkkunar, sbr snjóflóðið inn um þaklúguna um daginn. Í kjölfar þess atburðar létu foreldrar hjúkkunar þau orð falla að hún væri nú einstök. Hver vill ekki vera einstakur - spurði hjúkkan sig bara og hélt áfram sínu lífi. Í morgun var annað eins einstakt atvik í lífi hjúkkunnar. Þannig að var að hún var búin að hafa sig til í ég-er-hörku-samningarnefndar-gella gírinn og full sjálfstraust skundaði hún út í bíl. Á leiðinni yfir bílaplanið vildi svo óheppilega til hjúkkan missti annan hanskan sinn og auðvitað lenti hann í eina pollinum sem var á öllum bílaplaninu - nema hvað! Hjúkkan er nú orðin nokkuð vön þessum atvikum, hrissti hausinn og tók upp hanskann. Undraði sig á því í augnarblik af hverju hanskinn hafði einmitt lent í þessum eina polli. Nema hvað þar sem nokkur bleyta var á hanskanum hóf hjúkkan að hrista vatnið af og gera hanskan tilbúinn til notkunar á nýjan leik. Glöð í bragði sá hún að nú var hanskinn orðinn sem þurr og ekkert mál að skella honum á hendina. Var þá hjúkkunni litið á jakkann sinn nánar tiltekið hægri ermi og hægri hlið jakkans sem allt í einu voru ekkert nema fullt af litlum blautum og tjöruðum blettum!!!! Jæja hugsaði hjúkkan - einmitt það sem ég þurfti núna - búin að hrista alla drulluna úr hanskanum beint á töffara jakkann og sá fram á að þurfa að skipta um jakka eða koma of seint á fund með launanefnd sveitarfélaga. Hjúkka brá á það ráð að setja trefilinn nokkuð töffaralega fyrir drullusletturnar á jakkanum og hélt glöð í bragði á fundinn. En sem sagt þá virðast sumir hlutir bara koma fyrir suma einstaklinga!

18/04/2005

Helgarfléttan!
Helgin var stórbrotin sem fyrr í lífi hjúkkunnar þar sem afmæli, leikhús og Hvalfjarðargöngin komu við sögu ásamt reglubundnum næturvöktum. Á föstudaginn rann upp langþráð stund er hjúkkan fór að sjá Höskuld leika 350 kg konu og prest í sama leikritinu. Eftir þessa stórbrotnu sýningu lá leiðin í afmæli til Arnbjargar og loks heim í ból þar sem 35 slasaðir einstaklingar biðu björgunar hjúkkunnar á laugardaginn. Sprækust stökk hjúkkan fram úr og dreif sig niður á slysadeild og þaðan með löggunni og loks þyrlunni að Hvalfjarðargöngunum. Þar rokkaði hópurinn frá slysó feitt og var ekki lengi að rúlla upp þessari æfingu. Að henni lokinni drapst hjúkkan í bakinu en lét ekkert á sig fá og mætti galvösk á nætuvakt dauðans. Slagsmál og skurðir einkenndu næturvaktina og var hjúkkan alveg búin að fá nóg þegar hún fór heim og hlaut hægt andlát. Hún vaknaði því sem næst ónýt í bakinu og hélt sig til hlés það sem eftir leið helginni. Í dag tók svo almennur hrottaskapur við er hún dreif sig til sjúkraþjálfarans sem hvorki fær sumargjöf né jólakort í ár frá hjúkkunni!

12/04/2005

Engin frammistaða!
Það er engin frammistaða hjá hjúkkunni þessa dagana á þessari blessuðu síðu. Það hefur svo sem ekkert hent hana aldrei þessu vant - þar sem hún hefur haldið sig mestan partinn í vinninnu. Reyndar ætlaði hjúkkan að gera sér glaðan dag s.l. föstudag með gömlum MH vinum sem tókst með miklum ágætum. Haldið var til á ölstofu nokkurri í allt of langan tíma og lá leiðin þaðan í stutt stopp á Thorvaldsen. Höskuldur átti öfund allra karlmanna er gengu niður Laugarveginn þar sem hann stoltur tilkynnti öllum sem mættu honum að hann væri nú með tvær upp á arminn. Annars kom lítið annað í ljós þetta kvöld en að vinir hjúkkunnar telja hana vera í hópi alvarlega veiks vinnualka! Til þess að standa nú undir nafni ætlar hjúkkan að "bjarga" mannslífum í Hvalfjarðargöngunum um næstu helgi við mikinn fögnuð þeirra sem ætla norður á laugardaginn - því þá verða göngin lokuð frá 8 - 15. Jæja en nú er mál að henda sér í sófann og slaka aðeins á.

04/04/2005

Töffari í snjóflóði!
Hjúkkutöffarinn fór tennis á sunnudaginn við mikinn fögnuð viðstaddra og hennar sjálfrar þar sem nokkuð duglega var tekið á brúsanum kvöldið áður. Kór Langholtskirkju flutti Jóhannesarpassíuna í annað sinnið þetta árið og þar með þurfti að slútta því um kvöldið. Eftir mikla gleði og hamingju lá leiðin heim og var ekki frá því að örlaði fyrir hausverk þegar hjúkkan vaknaði til þess að fara í tennis. Hjúkkan dreif sig af stað og fór á ofurtöffara bílnum Mözdunni 6 sem er með þaklúgu. Eftir svona misgóðan árangur í tennistímanum lá leiðin heim og auðvitað var þaklúgan opnuð - maður er nú einu sinni ofurtöffari. Allt gekk ljómandi fínt og töffarastigin hlóðust upp þar til komið var á bílastæðið og bílnum rennt mjúklega niður brekkuna. ÞÁ gerðust ekki mjög töffaralegir hlutir. Jú það hafði snjóað heilmikið aðfaranótt sunnudagsins og var enn töluvert af bráðnum og hálfbráðnum snjó á þaki töffarabílsins þegar hjúkkan renndi sér í stæðið og viti menn - allt í einu sat hún í kaldri og mjög blautri sturtu af klaka, krapi og vatni! Við tók heilmikið hreinsunarverk að þrífa allan sjóninn og krapann úr bílnum og loks komst hjúkkan inn - blaut og köld með frekar fá töffarastig á bakinu.

30/03/2005

Létt-rómantík á dekkjaverkstæðinu!
Hjúkkan ákvað að reynast foreldrum sínum góð dóttir og dreif sig með litla krúttlega Yarisinn í dekkja skiptingu. Leiðin lá á dekkjaverkstæði í nágrenni heimilli foreldranna og hjúkkunni til mikillar gleði var engin bið. Hún renndi bílnum fagmannlega upp á stoðirnar eða hvað þetta nú heitir og steig út úr bílnum á dignarlegan hátt. Glumdi þá í útvarpi dekkjaverkstæðisins þar sem ekkert nema skítugir menn voru við vinnu sína : "þú ert að hlusta á Létt 96,7 og nú erum við að gefa miða á rómantíska gamanmynd." Hjúkkan sá nú ekki undir iljarnar á gaurunum í símann að reyna að vinna sér inn miða á myndina en þetta var frekar kómískt. Ekki skánaði það þegar hjúkkan kom inn á biðstofuna og blasti þar við dagatal með lítið klæddri konu og ýmis tímarit sem ekki sjást á biðstofu slysadeildarinnar. Áfram glumdi í Létt 96,7 og rómantíkin sveif yfir dekkjaverkstæðinu. Bleik í huga og hjarta en sködduð í augum eftir tímaritin hélt hjúkkan glöð í bragði út af verkstæðinu þegar bíll var tilbúinn. Hver segir svo að bifvélavirkjar séu ekki tilfinningarnæmir karlmenn.

29/03/2005

Vinnu- og félagsmálaalki!
Hjúkkan er opinberlega orðinn að vinnualka og tók þá meðvituðu ákvörðun að horfast í augu við vandann. Hún er líka farin að horfast í augu við þá staðreynd að hún er einnig félagsmálaalki sem brýst fram í endalausri þátttöku í kórum og félagsstörfum fyrir fagfélagið. Formaður þess félags kom að máli við hjúkkuna um daginn og spurði hana hvort hún væri ekki til í að gefa kost á sér í stjórn félagsins. Auðvitað brosti hjúkkan og sagði hátt og snjallt "JÁ það væri bara gaman." Sem sagt hafa sumir hlutir ekkert breyst þrátt fyrir miklar breytingar í lífi hjúkkunnar undanfarna daga.
Vinnu- og félagsmálaalki!
Hjúkkan er opinberlega orðinn að vinnualka og tók þá meðvituðu ákvörðun að horfast í augu við vandann. Hún er líka farin að horfast í augu við þá staðreynd að hún er einnig félagsmálaalki sem brýst fram í endalausri þátttöku í kórum og félagsstörfum fyrir fagfélagið. Formaður þess félags kom að máli við hjúkkuna um daginn og spurði hana hvort hún væri ekki til í að gefa kost á sér í stjórn félagsins. Auðvitað brosti hjúkkan og sagði hátt og snjallt "JÁ það væri bara gaman." Sem sagt hafa sumir hlutir ekkert breyst þrátt fyrir miklar breytingar í lífi hjúkkunnar undanfarna daga.

25/03/2005

Sjálfskaðandi hegðun!
Hjúkkan stóð sig að því um daginn að veita sjálfri sér skaða á litlu tá. Þannig var að hún sat uppi í sófa og var að ræða málin er nöglin á litlu tánni fór eitthvað að pirra hana. Hjúkkan fór eitthvað að fikta í fjárans nöglinni sem tókst ekki betur en svo að hún rifnaði af!!!! Hjúkkan óaði og æaði af sársauka og gekk hölt í nokkra daga. Það er eiginlega fáránlegt hvað svona ómerkilegt líffæri eins og nöglin á litlu tánni getur valdið manni svona miklum sársauka. Hjúkkan hugsaði meira að segja um að sækja um örokrulífeyri í kjölfarið á þessu slysi. Nú nokkrum dögum síðar er táin öll að koma til og hjúkkan getur haldið áfram að ganga um óhölt.

18/03/2005

Ríkisborgararéttur og kynlíf!
Það voru tvennar fréttir á hinum ágæta vefmiðli mbl.is sem vöktu athygli mína í dag. Annars vegar er sú fáránlega samhljóða ákvörðun Alherjarnefndar Alþingis að mælast til þess að hinn geðsjúki Bobby Fisher fái íslenskan ríkisborgararétt og hins vegar ummæli Bruce Willis um kynlíf við 50 ára afmælið. Hvað fyrri fréttina varðar finnst mér íslenska ríkisstjórnin vera að gera sig að fífli í öllu þessu bulli varðandi þennan mann sem er ekkert nema mjög sjúkur á geði. Hvað í fjandanum hafa Íslendingar að gera með mann í svona ástandandi þegar þeir geta ekki einu sinni sinnt Íslendingum sem kljást við geðræn vandamál svo sómasamlega mætti teljast. Þetta mál er algjört rugl frá byrjun til enda og þvílík hneisa að mínu mat. Jú jú það er voðalega sniðugt að stofna samtökin " Björgum Bobby " en bara því miður þá kemur þessi maður landinu ekkert við!!!
Hin fréttin var öllu skemmtilegri þar sem ofurhetjan Bruce segir að maður verði fyrst góður í því að stunda kynlíf í kringum 50 ára aldurinn. Hann reyndar kom inn á þá staðreynd að það sé nú svolítið sport að geta enn stundað kynlíf á þessum aldri en nú búi hann yfir áunninni tækni og miklum fróðleik um þarfir kvenna í bólinu. Nú höfum við öll eitthvað til þess að hlakka til!

14/03/2005

Árshátíð og annað rugl!
Helgin fór í árshátíð á slysadeildinni sem tókst með glæsibrag á föstudagskvöldið. Mikil gleði og hamingja ríkti á svæðinu og var almenn ánægja með þetta allt saman. Eins og lög gera ráð fyrir var auðvitað farið í eftirpartý sem stóð langt frameftir morgni. Líðanin á laugardeginum var til fyrirmyndar og lét hjúkkan ekki slen og slappleika koma í veg fyrir að knúsast með litla fullkomna frænda um kvöldið. Sökum slappleika fékk hjúkkan sér frí í tennis á sunnudagsmorgun og dreif sig svo í vinnuna um kvöldið. Það er alltaf sama sagan með þessu hjúkku sem er haldið mikilli vinnufíkn. Í dag er svo morgunvakt og næturvaktin í nótt og allir vinir í skóginum.
Rokkstig og innilegustu hamingjuóskir dagsins fá Vaka og Bragi sem eignuðust litla prinsessu í morgun eftir langa og stranga sótt. Til hamingju með litlu prinsessuna og megi hún dafna vel um aldur og ævi.

10/03/2005

Hor og hálsbólga!
Nú er illa komið fyrir hjúkkunni sem liggur heima í hori og hálsbólgu. Hún gerði sitt besta til þess að reyna að fresta þessum vandræðum en stundum er bara líkamanum misboðið og í þetta sinn þurfti hjúkkan að láta undan. Eintóm tjara og leiðindi þar sem árshátíðin er á morgun. Stefnan í dag er tekin á sófann og flensumyndir og koma sér aftur til vinnu á morgun. Panodil Hot er mikill vinur hjúkkunnar að ógleymdu nefspreyinu góða.

06/03/2005

Engin frammistaða!
Það er engin frammistaða hjá hjúkkunni þessa dagana. Hún þvælist um borg og bí, hjúkrar veikum og slösuðum, sækir fundi um samþykktir kjarasamninga og skipurleggur árshátíð vinnustaðarins. Eftir þetta allt saman er víst frekar naumur tími eftir til það sinna vinum og kunningjum. Hjúkkan var til dæmis á leið í 23ja ára afmæli Dóu sinnar í gærkvöldi með stuttu stoppi hjá samhjúkku til að búa til skemmtiatriði skemmtinefndarinnar. Svo fór að samhjúkkan bauð upp á mikið og gott rauðvín og hjúkkan komst ekki til Dóu þar sem leiðin lá heim í bedda rétt eftir miðnætti. Dóa fær því afsökunarstig mánaðarins...
Að öðru leyti er svo sem ekki mikið að frétta úr lífi hjúkkunnar. Hún reyndar stóð sig sem hetja á námskeiðinu sem var í síðustu viku og rokkaði feitt á prófinu. Á föstudaginn er síðan árshátíð vinnustaðarins með tilheyrandi háreyðingum og litunum í vikunni. Jafnvel að hjúkkan láti sjá sig á snyrtistofu í litun og plokkun - svona af því að maður verður að reyna að líta bærilega út.

27/02/2005

Komin aftur á fullt skrið!
Ofurhjúkkan lætur fátt stöðva sig eftir þessa yndislegu Afríkuferð og er sem sagt aftur komin í hasarinn hér á landi. Eftir mikinn hamagang í kjölfar heimkomunnar tók við leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp sem stóð alla síðastliðna viku. Það undarlega við þetta námskeið var að það var haldið í Keflavík, þannig að heilmikil keyrsla átti sér stað alla daga. Eins og góðum námskeiðum fylgir var drukkið óhemjumikið magn af kaffi daginn út og inn og er hjúkkan nú í meðferð vegna koffíneitrunnar.
Raunveruleikinn tekur við á morgun þar sem hjúkkan kemur aftur til vinnu á slysadeildinni eftir 3ja vikna fjarveru. Það er meira að segja spurning hvort hjúkkan þurfi ekki bara smá aðlögun eftir þennan yndislega tíma.
Óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld og eins og svo oft áður hefur hjúkkan ekki séð neitt af þeim myndum sem eru tilnefndar þannig að þetta verður kannski ekki spurning um að vinna vökukeppnina í ár. En rokkstig dagsins fær hin síunga Dóa vinkona sem fagnar 23ja ára afmæli sínu í dag. Til hamingju með einn eitt 23ja ára afmælið snúllan mín.

20/02/2005

Komin aftur í raunveruleikann!
Þá er hjúkkan komin aftur heim í raunveruleikann sem tók á móti henni með köldum blæstri og rigningu í Keflavík. Vélin lenti kl. 16:15 og mikið lá á að koma hjúkkunni heim enda þurfti hún að mæta í afmæli/brúðkaup sem hófst kl. 18. Allt tókst þetta á undraverðan hátt meira að segja með stuttu stoppi í tollinum. Jú jú ofurhjúkkan var aðeins utan við sig í fríhöfninni og keypti of mikið af tollskyldum varningi - en ljúfur starfsmaður tollsins skyldi þetta allt enda útskýrði hjúkkan fyrir honum að þetta var fyrir algjöran misskilning. Hún borgaði glöð tollinn af aukaflöskunni og hélt sem leið lá til Reykjavíkur. Þar sem ofurhjúkkan ber nafn með rentu var hún auðvitað búin að opna töskurnar, hlaða úr myndavélinni, klæða sig og sjæna fyrir veisluna á mettíma.
Veisluhöldin héldu svo áfram í dag þar sem litli fullkomni frændi hjúkkunnar hélt upp á 2ja ára afmælið sitt. Auðvitað koma hjúkkan með stóran og flottan pakka handa litla kútnum sem var hinn kátasti með gjöfina. Kvöldið er svo tekið í afslöppun og undirbúning fyrir námskeið sem hjúkkan situr alla næstu viku. Gleði fréttir helgarinnar eru auðvitað þær að Chelsea er dottið úr bikarnum og Arsenal gerði jafntefli - en mínir menn sigruðu með glæsibrag. Það er bara eitt að lokum Áfram Man Utd!!

18/02/2005

A heimleid!
Nu er ofurhjukkan stodd a Ramada Heathrow hotelinu og er loksins lent eftir svakalegan flugdag. Gaerdagurinn for i ferdalagid til Lilongwe og thad var svo farid a faetur fyrir allar aldir i morgun enda for flugid for Lilongwe til Addis kl. 6 - sem er kl 4 heima a Islandi. Eftir 3 tima flug til Addis tok vid klukkustundarbid a vellinum thar til flugid til London lagdi af stad. Thetta flug millilent svo i Rom a leidinni til London og tok ferdalagid allt fra Addis um 9 og halfa klukkustund. Thad er vodalega gaman i flugvelum en thetta var alveg i thad mesta sem haegt er ad thola an thess ad snappa a aumingjans flugfreyjurnar. En allt gekk thetta mjog vel og lenti hjukkan algjorlega urvinda i London og dreif sig hid fyrsta a hotelid.
A morgun er svo dagurinn sem allir hafa bedid eftir - ju einmitt heimkoma hjukkunnar. Hun er audvitad kaffibrun og mjo eftir afrikupestina en kemur heim uthvild og glod. Svo er thad bara myndakvold vid gott taekifaeri. Bestu kvedjur fra London - er farin a hotelbarinn...

16/02/2005

Strönduð eyja!
Dagurinn í gær fór í algjöra afslöppun enda voru ofurhjúkkan og ofurlæknirinn eitthvað slappar. Hjúkkan hafði ná sér í smá Malawi express og eyddi því talsverðum tíma á salerninu. En allt er gott sem endar vel og þessi hraðlest virðist vera farin framhjá. Systurnar fengu sér góðan göngutúr eftir strandlengjunni hér og létum þar við sitja hvað hreyfingu varðaði þann daginn. Fórum loks í kvöldmat til hjóna sem eru frá Zimbabve en búa hér í Monkey Bay. Í morgun blasti svo við nokkuð sérstök sjón við strandlengjuna. Nokkrum húsum fyrir neðan okkur strandaði eyja!!!! Já þetta er svona ísjaka vandamál í Afríku - þar sem stór hluti af eyju mest megnis gras og votlendi rifnar burt og strandar svo loks á nýjum stað. En þessar eyjur eru ekki vinsælar því þær taka landfestu á þessum nýja stað og valda leiðindum. Í dag á sem sagt að reyna að draga eyjuna aftur á flot og koma henni fyrir á öðrum stað. Veit ekki hvort við náum að sjá þetta gerast en ég vonast til þess.
Annars er stefnan tekin til Lilongwe á morgun þar sem bráðum líður að heimkomu hjúkkunnar. Í kvöld verður þjóðlegur Malawiskur matur á boðstólnum með tilheyrandi maísbúðingi og meðlæti. Þetta er mjög sérstakt allt saman.

14/02/2005

Liwonde og Zomba!
Helgin fór í alveg hreint frábæra ferð til Liwonde þjóðgarðinn og enduðum svo á luxus hóteli í Ku Chawve sem er í Zomba. Í Liwonde var gist í skálum við vatn þar sem flóðhestarnir busluðu eins og þeir ættu lífið að leysa. Farið var í tvenns konar safari - annars vegar Game Drive sem var ökuferð um þjóðgarðinn í opnum jeppa og svo var farið á bát eftir ánni Shire og flóðhestarnir skoðaðir í ræmur. Lentum meira að segja í smá umferðaróhappi þegar við sigldum á einn flóðhestinn sem var að lura í kafi - hann var illa fúll og gaf skít í þessa ömurlegu túrista sem voru að trufla hann. Eftir að horfa á endalaust magn af dýrum vorum við orðnar þreyttar og skítugar og drifum okkur á luxus hótelið Le Meridien í Ku Chawe sem er í Zomba. Þar létum við þreytuna líða úr okkur á meðan við horfðum á Man City vs. Man Utd sem var í sjónvarpinu og teiguðum kalda drykki. Svo keyrðum við heim í dag með viðkomu á nokkrum mörkuðum og á sjúkrahúsinu í Mangoche (held að það sé skrifað svona). Fólk sem kvartar undan biðstofu og biðtíma á Íslandi ættu að sjá aðstæðurnar á þessum stað.
Eftir heimkomuna tókum við netta klukkustund í kraftgöngu um Monkey Bay þorpið og erum orðnar voða fitt og flottar. Á morgun er stefnan tekin á siglingu á Lake Malawi og meiri afslöppun. Enn sem komið er hjúkkan orðin afslöppuð og líður alveg frábærlega hér í Afríkunni.

11/02/2005

Monkey Bay Malawi!
Jæja þá er hjúkkan komin með fast land undir fót eftir svakalegustu flugtíma sem hjúkkan hefur náð í gegnum tíðina. Allt flugið gekk vel fyrir utan einn sem varð svolítið fullur og æstur á leiðinni til Addis Ababa og ætlaði út úr flugvélinni. Hjúkkan hugsaði augnarblik um endalok lífs síns en svo náði Imovane víman yfirtökum og hún hélt áfram að sofa. Hjúkkan getur nú sagt stolt að hafa hjúkrað í háloftum. Einn farþegi veiktist um borð í vélinni og var því kallað eftir aðstoð hjúkrunarfræðings eða læknis ef einhverjir slíkir væru um borð. Hjúkkan var sú eina sem gaf sig fram og sjúklingurinn var nú ekki neitt alvarlega veikur - bara með flensu. Að hjúkruninni lokinni lagðist hjúkkan til svefns og svaf til Afríku.
Lovísa systir mætti svo galvösk á flugvöllinn í Lilongwe og tók á móti litlu systur. Kvöldið fór í öldrykkju og afslöppun og í dag fórum við svo til Cape Maclear í sólbað og skoðuðum markaðinn. Það vekur mikla athygli hér í Malawi þegar tvær hvítar konur birtast á bíl sem merktur er Iceida sem er merki Þróunarsamvinnustofnunar. Hvar vetna viknar fólk okkur og á markaðunum ætluðu innfættir næstum að éta okkur lifandi. En eftir smá shopping drifum við okkur heim og verðum með grillveislu í kvöld fyrir hina íslensku fjölskylduna hér í Monkey Bay. Helgin fer í ferð til Liwonde sem er þjóðgarður hér í Malawi og svo ætlum við til Zomba sem er líka í Malawi. Frekar fréttir af ferðlögum eftir helgi.

09/02/2005

Angan gamalla ilmvatna!
Gleymdi ad tja mig um mjog ahugaverda upplifun sem atti ser stad i morgun. Thannig var ad um svipad leyti og hjukkan for i loftid til London foru tvaer velar til Las Palmas a Kanarieyjum. Hjukkan var nu med theim yngri er attu leid um flugvstodina a thessum tima, enda vildi svo skemmtilega til ad hun rakst einmitt a afa og ommur Super Svonu. En thau voru sem sagt ad leggja i ferd til Kanary. Thad "besta" vid thennan morgun var samt orugglega anganinn af uldnu og gomlu ilmvatni sem sveif yfir flugstodvarbyggingunni. Hjukkan settist nidur i fyrsta kaffibolla dagsins og fljotlega komu einmitt tvaer vinkonur og settust hja henni. "Ert thu ad fara til Kanary" spurdi onnur theirra fallega. "Nei" sagdi hjukkan "bara til Afriku". Thad tharf ekki ad fara fleiri ordum um thessa stund en tharna var hjukkan buin ad eignast vinkonur sem voru a leid i vetrarfri med felagi eldri borgara ur Keflavik. Hjukkan losnadi undan samt0lum vid vinkonurnar thegar hun reis a faetur og thurfi naudsynlega ad koma ser ut i flugvel. Af hverju getur thessi hjukka aldrei bara thagad...