Gleðilegt nýtt ár!
Já það er von að lesendur reku upp stór augu þegar þeir sjá þessa fyrirsögn en eftir nokkuð djúpar pælingar hefur hjúkkan komist að því að nú er að renna upp seinni hlutinn á árinu 2006. Í upphafi árs ákvað hjúkkan að þetta ár yrði nú svo aldeilis betra en hið síðasta. Árið byrjaði ekki vel og hélt áfram að berja á hjúkkunni. Svona leið vorið og byrjunin á sumrinu og loks ákvað hjúkkan að "nýtt" ár myndi byrja í kringum mánaðarmótin júní-júlí. Viti menn, strax er þetta nýja ár orðið mjög gott hjá hjúkkunni. Hún er búin að fara í smá frí og er að fara að gera þó nokkuð dramatískar breytingar á starfsumhverfi sínu með haustinu. Svo er bara að sjá hvort það banki ekki einhver upp á sem bíður hjúkkunni bjarta framtíð!
Hjúkkan er annars búin að hafa nóg að gera eftir að hún kom heim úr fríinu til Svíþjóðar. Hún byrjaði að vinna á mánudaginn og strax á þriðjudag varð vinnudagurinn mun lengri en hún átti nú von á þegar hún var vakin með símtali eldsnemma morguns. Rétt um hádegisbilið var hjúkkunni farið að dreyma um golfhringinn sem átti að taka með stæl að lokinni vaktinni og afslöpunnina sem framundan var. Nei svo breyttist allt snögglega og áður en hjúkkan vissi af var hún á leiðinni til Egilsstaða með flugvél til að flytja sjúklinga í bæinn eftir mengunarslysið. Já hlutirnir gerast hratt í vinnunni og maður veit aldrei. Vaktinni lauk um kl. 21 í stað 16 og aurþreytt hjúkkan lagðist upp í sófann þar sem hún rankaði við sér um kl. 4 að nóttu, enn í öllum fötunum, með kveikt á sjónvarpinu og verulega mygluð!!!
Golfið var tekið í gær í staðinn og stóð hjúkkan sig ágætlega miðað við aldur og fyrri störf. Í dag var svo aftur vinna og frí á morgun!!! Helgin fer í vinnu og aftur vinnu þannig að hjúkkan er lítið að fara að spóka sig á meðal fólks!
29/06/2006
26/06/2006
Breyttir tímar, breyttar spurningar!
Hjúkkan var að velta því fyrir sér hvað tímarnir breytast eftir því sem maður verður eldri. Þetta kemur glögglega í ljós þegar verið er að tala um fólk sem maður kynnist á fullorðinsaldri. Ef maður varð "skotin í" einhverjum á menntaskólaárunum var yfirleitt fyrsta spurningin í hvaða skóla viðkomandi væri. Þegar árin liðu og háskólatíminn tók við breyttist fyrsta spurningin í það hvað viðkomandi gerði, er hann í skóla eða vinnur hann? Þegar háskólaárin eru liðin og farið að glitta í 30 árin breytist spurningin enn. Í þetta sinn "kynnist" maður einhverjum, verður ekki skotin í neinum strax eða hvað þá heldur ástfanginn. Spurningin sem fylgir þessum árum snýst um það hvort viðkomandi sé fráskilinnn, eigi einhvern börn og svo að lokum hvað viðkomandi einstaklingur vinnur við. Já svo kemur það í ljós með árunum hvernig þessi blessaða spurning breytist þegar aldurinn hækkar enn frekar!
Hjúkkan var að velta því fyrir sér hvað tímarnir breytast eftir því sem maður verður eldri. Þetta kemur glögglega í ljós þegar verið er að tala um fólk sem maður kynnist á fullorðinsaldri. Ef maður varð "skotin í" einhverjum á menntaskólaárunum var yfirleitt fyrsta spurningin í hvaða skóla viðkomandi væri. Þegar árin liðu og háskólatíminn tók við breyttist fyrsta spurningin í það hvað viðkomandi gerði, er hann í skóla eða vinnur hann? Þegar háskólaárin eru liðin og farið að glitta í 30 árin breytist spurningin enn. Í þetta sinn "kynnist" maður einhverjum, verður ekki skotin í neinum strax eða hvað þá heldur ástfanginn. Spurningin sem fylgir þessum árum snýst um það hvort viðkomandi sé fráskilinnn, eigi einhvern börn og svo að lokum hvað viðkomandi einstaklingur vinnur við. Já svo kemur það í ljós með árunum hvernig þessi blessaða spurning breytist þegar aldurinn hækkar enn frekar!
25/06/2006
Komin heim í Dofrann!
Hjúkkan er komin nokkuð heil heim eftir yndislegt frí hjá prinsunum og prinsessunni á Herrhagsveg í Uppsala. Fríið var alveg dásamlegt og telst nokkuð árangursríkt. Hjúkkan verslaði eins og vindurinn (samt bara væg gola), drakk nokkra kalda, horfði á HM í fótbolta, lék við litlu prinsana, frétti af 3CPO og naut lífsins í botn. Hjúkkan tók smá hliðarspor á föstudaginn og skrapp yfir til Köben á einn fund. Eins og vön atvinnumanneskja droppaði hjúkkan við á Strikinu og náði að hitta Hennes og Mauritz vini sína. Það tók heilmikið við eftir heimkomu til Íslands. Fyrst lá leiðin í úrskriftar og skírnarveislu á Suðurgötuna og eftir það var trallað örlítið með dreifbýlingunum úr Hafnarfirði. Þetta varð hin besta skemmtun og hitti hjúkkan fullt af skemmtilegu fólki. Í dag var almenn afslöppun og nokkrar heimsóknir farnar til vina og vandamanna. Vinnan byrjar aftur á morgun með tilheyrandi fundarhöldum og félagsmálafíkn en svona er bara stelpan, getur lítið að því gert.
Hjúkkan er komin nokkuð heil heim eftir yndislegt frí hjá prinsunum og prinsessunni á Herrhagsveg í Uppsala. Fríið var alveg dásamlegt og telst nokkuð árangursríkt. Hjúkkan verslaði eins og vindurinn (samt bara væg gola), drakk nokkra kalda, horfði á HM í fótbolta, lék við litlu prinsana, frétti af 3CPO og naut lífsins í botn. Hjúkkan tók smá hliðarspor á föstudaginn og skrapp yfir til Köben á einn fund. Eins og vön atvinnumanneskja droppaði hjúkkan við á Strikinu og náði að hitta Hennes og Mauritz vini sína. Það tók heilmikið við eftir heimkomu til Íslands. Fyrst lá leiðin í úrskriftar og skírnarveislu á Suðurgötuna og eftir það var trallað örlítið með dreifbýlingunum úr Hafnarfirði. Þetta varð hin besta skemmtun og hitti hjúkkan fullt af skemmtilegu fólki. Í dag var almenn afslöppun og nokkrar heimsóknir farnar til vina og vandamanna. Vinnan byrjar aftur á morgun með tilheyrandi fundarhöldum og félagsmálafíkn en svona er bara stelpan, getur lítið að því gert.
20/06/2006
Sólbrún, freknótt og útbitin á fótum!
Hér í Uppsala er lífið aldeilis búið að vera dásamlegt. Sólin hefur skinið skært enda hefur fjöldi frekna á hjúkkunni aukist töluvert og það er farið að glitta í smá brúnku undir öllum freknunum. Kannski eru þetta bara freknuklasar sem mynda þennan brúna lit en maður túlkar bara hlutina eins og maður vill.
Strax eftir komuna hingað var haldið í 17. júní grillveislu með Íslendingafélaginu sem haldin var í parki hér rétt í Uppsala. Að sænskum sið var auðvitað boðið upp á grillaðar pylsur og gos og allir léku sér í ýmsum leikjum í steikjandi hita. Moskítóflugurnar voru yfir sig ánægðar að fá nýtt blóð og héldu sig við fætur hjúkkunnar þar sem tugur bita var skilinn eftir. Hjúkkan ætlaði nú að gera lítið úr þessu - hana klæjaði ekki einu sinni í bitin! En hún hrósaði happi of snemma því daginn eftir voru þau flest orðin upphleypt, rauð og fæturnir ekki sérlega frínilegir áhorfs. Önnur nóttin hér fór í klórun og bölvun á þessum fjárans bitum og daginn eftir lá leiðin beint í apotek til að kaupa deyfi smyrsli sem virkar dásamlega. Viti menn kláðinn minnkaði og fæturnir eru að ná fyrri fegurð.
Annars hefur hjúkkan farið varlega hér og tekist nokkurn vegin að komast hjá sjálfskaða og óhöppum. Hún tók reyndar nett móment eftir sturtu um daginn þar sem hún fálmaði eftir gleraugunum sínum er lágu á vaskinum. Ekki vildi betur til en svo að í brussugangi sínum sló hún óvart gleraugun af vaskinum og lentu þau á gólfinu. Ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist hugsaði hjúkkan og teygði sig eftir þeim. Viti menn - auðvitað kom sprunga í annað glerið við þetta óhapp og nú blasir við fjárfesting í nýjum gleraugum eftir heimkomu á klakann!!! Af hverju eru sumir svona óheppnir????
Í dag er mikilvægur dagur í Svíþjóð og eru Svíarnir rétt við það að missa sig yfir leiknum í kvöld. Í öllum blöðum er vellt upp myndum af Zlatan og Olof Mellberg annars vegar og Svennis (eins og þeir kalla Ericson) hins vegar. Í gærdag var byrjað að telja niður fyrir leikinn og þá voru 27 klst. til leiks!!! Svo er verið að tala um að Íslendingar setji pressu á sitt landsliðsfólk! Það verður heilmikil grillstemning hér í Uppsala og drengirnir klæddir í sænska gallan sem þeir eiga. Hjúkkan var að spá í að kaupa sér treyju en eftir samtal við góðkunningja ákvað hún að sleppa því. Það er mjög góður punktur að kaupa sér ekki treyjuna bara til að vera í henni einn dag. En hjúkkan er enn áttavilt í því hvaða liði hún heldur með á HM. Hún hefur löngum verið fylgjandi Hollendingum og eftir síðasta leik Argentínumanna á hún erfitt með að trúa því að þeir geri ekki góða hluti! Jæja - best að drífa sig út í góða veðrið!!!
Hér í Uppsala er lífið aldeilis búið að vera dásamlegt. Sólin hefur skinið skært enda hefur fjöldi frekna á hjúkkunni aukist töluvert og það er farið að glitta í smá brúnku undir öllum freknunum. Kannski eru þetta bara freknuklasar sem mynda þennan brúna lit en maður túlkar bara hlutina eins og maður vill.
Strax eftir komuna hingað var haldið í 17. júní grillveislu með Íslendingafélaginu sem haldin var í parki hér rétt í Uppsala. Að sænskum sið var auðvitað boðið upp á grillaðar pylsur og gos og allir léku sér í ýmsum leikjum í steikjandi hita. Moskítóflugurnar voru yfir sig ánægðar að fá nýtt blóð og héldu sig við fætur hjúkkunnar þar sem tugur bita var skilinn eftir. Hjúkkan ætlaði nú að gera lítið úr þessu - hana klæjaði ekki einu sinni í bitin! En hún hrósaði happi of snemma því daginn eftir voru þau flest orðin upphleypt, rauð og fæturnir ekki sérlega frínilegir áhorfs. Önnur nóttin hér fór í klórun og bölvun á þessum fjárans bitum og daginn eftir lá leiðin beint í apotek til að kaupa deyfi smyrsli sem virkar dásamlega. Viti menn kláðinn minnkaði og fæturnir eru að ná fyrri fegurð.
Annars hefur hjúkkan farið varlega hér og tekist nokkurn vegin að komast hjá sjálfskaða og óhöppum. Hún tók reyndar nett móment eftir sturtu um daginn þar sem hún fálmaði eftir gleraugunum sínum er lágu á vaskinum. Ekki vildi betur til en svo að í brussugangi sínum sló hún óvart gleraugun af vaskinum og lentu þau á gólfinu. Ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist hugsaði hjúkkan og teygði sig eftir þeim. Viti menn - auðvitað kom sprunga í annað glerið við þetta óhapp og nú blasir við fjárfesting í nýjum gleraugum eftir heimkomu á klakann!!! Af hverju eru sumir svona óheppnir????
Í dag er mikilvægur dagur í Svíþjóð og eru Svíarnir rétt við það að missa sig yfir leiknum í kvöld. Í öllum blöðum er vellt upp myndum af Zlatan og Olof Mellberg annars vegar og Svennis (eins og þeir kalla Ericson) hins vegar. Í gærdag var byrjað að telja niður fyrir leikinn og þá voru 27 klst. til leiks!!! Svo er verið að tala um að Íslendingar setji pressu á sitt landsliðsfólk! Það verður heilmikil grillstemning hér í Uppsala og drengirnir klæddir í sænska gallan sem þeir eiga. Hjúkkan var að spá í að kaupa sér treyju en eftir samtal við góðkunningja ákvað hún að sleppa því. Það er mjög góður punktur að kaupa sér ekki treyjuna bara til að vera í henni einn dag. En hjúkkan er enn áttavilt í því hvaða liði hún heldur með á HM. Hún hefur löngum verið fylgjandi Hollendingum og eftir síðasta leik Argentínumanna á hún erfitt með að trúa því að þeir geri ekki góða hluti! Jæja - best að drífa sig út í góða veðrið!!!
18/06/2006
Í sól og sumaryl!
Hjúkkan er alveg að meika lífi hér í Svíþjóð enda er 30°stiga hiti og blíða. Eftir að hafa hlaupið eins og hundur síðustu vikurnar heima á klakanum í rigningu og roki er ekkert nema yndislegt að komast í frí og afslöppun. Það gekk á ýmsu í lífi hjúkkunnar síðustu dagana fyrir brottför í fríi og reyndi hún að blogga um það en bloggerinn vildi aldrei pósta færslurnar - honum hefur örugglega leiðst þær svo mikið! En í stuttu máli þá hélt hjúkkan uppteknum hætti á að slasa sjálfa sig án hjálpar annarra, gekk á sjúkrabíl og á akutbekk í vinnunni og hlaut stóra marbletti, lét Þormóð skipta um peru í bílnum sínum og blótaði niðurfallinu undir vaskaskápnum á baðinu. Niðurfallið er í einhverjum ham og virðist misskilja það að vatn á að fara niður en ekki koma upp út því. Hjúkkan er búin að leita sér ráðgjafar um málið og reyna sjálf að gera þetta voðalega einfalda verk sem lausnin átti að felast í og ekkert gekk. Því hefur hún lýst andúð sinni á niðurfallinu og ætlar að fela öðrum að leysa þetta vandamál!
Hjúkkan sá hluta af landsleiknum í handbolta í gær og var nú alveg rétt svo að meika það enda stóð tæpt um tíma. En þegar þjóðsöngurinn var spilaður og maður sá stemninguna í höllinni var gæsahúðin alls ráðandi hjá hjúkkunni. Svíarnir gera lítið úr þessu í blöðunum í dag og vilja lítið tjá sig um málið enda algjör skandall að Svíar komist ekki áfram í úrslitakeppnina. Geri ráð fyrir mikilli stemningu þegar Svíþjóð - England leikurinn verður á þriðjudaginn og ætlar hjúkkan að bjóða upp á Fríðu-borgara fyrir heimilisfólkið! Áfram Svíþjóð!!!
Núna er tími á að halda áfram í sólbaðinu og gerir hjúkkan ráð fyrir nokkurri aukningu í freknur eftir þessa ferð. Ætli hún komi ekki bara heim ljóshærð, kaffibrún með þykkt og hrokkið hár!
Knúsin og kossarnir fara til Bryndísar og Jörgens sem létu pússa sig saman á þjóðhátíðardaginn en hjúkkan stakk þau af og vonar að dagurinn hafi verið yndislegur!
Hjúkkan er alveg að meika lífi hér í Svíþjóð enda er 30°stiga hiti og blíða. Eftir að hafa hlaupið eins og hundur síðustu vikurnar heima á klakanum í rigningu og roki er ekkert nema yndislegt að komast í frí og afslöppun. Það gekk á ýmsu í lífi hjúkkunnar síðustu dagana fyrir brottför í fríi og reyndi hún að blogga um það en bloggerinn vildi aldrei pósta færslurnar - honum hefur örugglega leiðst þær svo mikið! En í stuttu máli þá hélt hjúkkan uppteknum hætti á að slasa sjálfa sig án hjálpar annarra, gekk á sjúkrabíl og á akutbekk í vinnunni og hlaut stóra marbletti, lét Þormóð skipta um peru í bílnum sínum og blótaði niðurfallinu undir vaskaskápnum á baðinu. Niðurfallið er í einhverjum ham og virðist misskilja það að vatn á að fara niður en ekki koma upp út því. Hjúkkan er búin að leita sér ráðgjafar um málið og reyna sjálf að gera þetta voðalega einfalda verk sem lausnin átti að felast í og ekkert gekk. Því hefur hún lýst andúð sinni á niðurfallinu og ætlar að fela öðrum að leysa þetta vandamál!
Hjúkkan sá hluta af landsleiknum í handbolta í gær og var nú alveg rétt svo að meika það enda stóð tæpt um tíma. En þegar þjóðsöngurinn var spilaður og maður sá stemninguna í höllinni var gæsahúðin alls ráðandi hjá hjúkkunni. Svíarnir gera lítið úr þessu í blöðunum í dag og vilja lítið tjá sig um málið enda algjör skandall að Svíar komist ekki áfram í úrslitakeppnina. Geri ráð fyrir mikilli stemningu þegar Svíþjóð - England leikurinn verður á þriðjudaginn og ætlar hjúkkan að bjóða upp á Fríðu-borgara fyrir heimilisfólkið! Áfram Svíþjóð!!!
Núna er tími á að halda áfram í sólbaðinu og gerir hjúkkan ráð fyrir nokkurri aukningu í freknur eftir þessa ferð. Ætli hún komi ekki bara heim ljóshærð, kaffibrún með þykkt og hrokkið hár!
Knúsin og kossarnir fara til Bryndísar og Jörgens sem létu pússa sig saman á þjóðhátíðardaginn en hjúkkan stakk þau af og vonar að dagurinn hafi verið yndislegur!
10/06/2006
Jamm og jæja!
Þessi helgi er nú ekki sú mest spennandi hjá hjúkkunni. Kvöldin hafa farið í vaktir á slysó og morgnarnir í svefn. Stefnan var nú í morgun að fara í Stangarholtið og horfa á England spila en þar sem hjúkkan var enn undir sæng þegar leikurinn byrjaði þá nennti hún ekki að hendast á fætur og bruna út, því drattaðist hún fram á sófann og lá þar fram að vaktinni. Leikir dagsins voru nú áhugaverðir, englendingar spiluðu eins og fimmti flokkur kvenna og ekki voru Svíarnir neitt að meika það feitt heldur. Þetta verður áhugaverður riðill og hjúkkan heldur að hún verið einmitt í Svíaveldi þegar leikur Svía og Englendinga er á dagskrá - sem verður bara stemning. Það er eitt sem hjúkkan er að velta fyrir sér varðandi HM og útspil Skjás eins með "stelpudeildina". Vita þeir á S1 ekki að leikirnir eru yfir daginn og því eru þeir sem horfa á leikina lausir á kvöldin til að eyða stund fyrir framan sjónvarpið eða að sinna sínum nánustu? Þessir tímar eru bara snilld fyrir hjúkkuna, fótbolti á daginn og kellingaþættir á kvöldin. Í augnarblikinu er hjúkkan einmitt að upplifa mikinn aumingjahroll yfir þættinum um Piparjónkuna. Gaurarnir eru allir svo illa á þörfinni og örvæntingafullir að það hálfa væri meira en nóg. En svona er nú lífið þegar maður ákveður að reyna að finna hinn eina sanna í sjónvarpsþætti. Daginn sem hjúkkan skráir sig til þátttöku í svona þætti þarf einhver að stíga inn í og ræða alvarlega við hjúkkuna!
Þessi helgi er nú ekki sú mest spennandi hjá hjúkkunni. Kvöldin hafa farið í vaktir á slysó og morgnarnir í svefn. Stefnan var nú í morgun að fara í Stangarholtið og horfa á England spila en þar sem hjúkkan var enn undir sæng þegar leikurinn byrjaði þá nennti hún ekki að hendast á fætur og bruna út, því drattaðist hún fram á sófann og lá þar fram að vaktinni. Leikir dagsins voru nú áhugaverðir, englendingar spiluðu eins og fimmti flokkur kvenna og ekki voru Svíarnir neitt að meika það feitt heldur. Þetta verður áhugaverður riðill og hjúkkan heldur að hún verið einmitt í Svíaveldi þegar leikur Svía og Englendinga er á dagskrá - sem verður bara stemning. Það er eitt sem hjúkkan er að velta fyrir sér varðandi HM og útspil Skjás eins með "stelpudeildina". Vita þeir á S1 ekki að leikirnir eru yfir daginn og því eru þeir sem horfa á leikina lausir á kvöldin til að eyða stund fyrir framan sjónvarpið eða að sinna sínum nánustu? Þessir tímar eru bara snilld fyrir hjúkkuna, fótbolti á daginn og kellingaþættir á kvöldin. Í augnarblikinu er hjúkkan einmitt að upplifa mikinn aumingjahroll yfir þættinum um Piparjónkuna. Gaurarnir eru allir svo illa á þörfinni og örvæntingafullir að það hálfa væri meira en nóg. En svona er nú lífið þegar maður ákveður að reyna að finna hinn eina sanna í sjónvarpsþætti. Daginn sem hjúkkan skráir sig til þátttöku í svona þætti þarf einhver að stíga inn í og ræða alvarlega við hjúkkuna!
07/06/2006
Fann dömuna í sjálfri sér!
Hjúkkan varð fyrir dömumómenti í dag í Kringlunni. Þar sem hjúkkan er nú kannski þekktari fyrir óslípaða framkomu og almennan klaufaskap varð hún mjög glöð þegar þetta dömumóment bar á góma. Eftir að hafa tekist að hella kaffi yfir sjálfa sig fyrir nokkru, þar sem hún var að demonstrera ákveðið tennismúv án þess að veita því athygli að enn var kaffi í bollanum, var hjúkkan nú farin að leita ansi djúpt eftir dömunni í sér. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun að fá sér sýn fyrir sumarið og næsta vetur lá leið hjúkkunnar í mikilli rigningu upp í Kringlu í OgVodafone. Henni til mikillar gleði og undrunar er Friis & Company búin að opna verslun í Kinglunni og átti hjúkkan leið fram hjá þeirri verslun. Á vegi hjúkkunnar urður ofboðslega fallegir bronsaðir skór sem meira að segja eru ekki svo dýrir - en þar sem hjúkkan var nú búin að ákveða að fjárfesta í fótboltanum hætti hún við að kaupa skóna. Hún skellti sér í Vodafone og ætlaði að smella sér á einn afruglara. Þá kom í ljós að gaurinn sem hafði gefið henni upplýsingar í símann fór með rangt mál og það myndi kosta gelluna þó nokkuð á mánuði að fá sér sýn. Hjúkkan ákvað að hugsa málið aðeins betur og kvaddi. Á leiðinni í bílinn labbaði hún aftur framhjá fallegu skónum og fór að hugsa um alla þá fallegu skó sem hún gæti keypt sér ef hún sleppti því að fá sér sýn. Og viti menn - Daman í hjúkkunni tók yfirhöndina!!!!!! Hjúkkan tók þá ákvörðun að sleppa sýn og kaupa sér fullt af fallegum skóm í staðinn! Já viti menn það er smá dama til í hjúkkunni eftir allt saman!
Hjúkkan varð fyrir dömumómenti í dag í Kringlunni. Þar sem hjúkkan er nú kannski þekktari fyrir óslípaða framkomu og almennan klaufaskap varð hún mjög glöð þegar þetta dömumóment bar á góma. Eftir að hafa tekist að hella kaffi yfir sjálfa sig fyrir nokkru, þar sem hún var að demonstrera ákveðið tennismúv án þess að veita því athygli að enn var kaffi í bollanum, var hjúkkan nú farin að leita ansi djúpt eftir dömunni í sér. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun að fá sér sýn fyrir sumarið og næsta vetur lá leið hjúkkunnar í mikilli rigningu upp í Kringlu í OgVodafone. Henni til mikillar gleði og undrunar er Friis & Company búin að opna verslun í Kinglunni og átti hjúkkan leið fram hjá þeirri verslun. Á vegi hjúkkunnar urður ofboðslega fallegir bronsaðir skór sem meira að segja eru ekki svo dýrir - en þar sem hjúkkan var nú búin að ákveða að fjárfesta í fótboltanum hætti hún við að kaupa skóna. Hún skellti sér í Vodafone og ætlaði að smella sér á einn afruglara. Þá kom í ljós að gaurinn sem hafði gefið henni upplýsingar í símann fór með rangt mál og það myndi kosta gelluna þó nokkuð á mánuði að fá sér sýn. Hjúkkan ákvað að hugsa málið aðeins betur og kvaddi. Á leiðinni í bílinn labbaði hún aftur framhjá fallegu skónum og fór að hugsa um alla þá fallegu skó sem hún gæti keypt sér ef hún sleppti því að fá sér sýn. Og viti menn - Daman í hjúkkunni tók yfirhöndina!!!!!! Hjúkkan tók þá ákvörðun að sleppa sýn og kaupa sér fullt af fallegum skóm í staðinn! Já viti menn það er smá dama til í hjúkkunni eftir allt saman!
04/06/2006
Sýn eða ekki sýn?
Hjúkkan er búin að vera að velta því fyrir sér hvort hún eigi nú að fjárfesta í sýn fyrir HM í fótbolta. Auðvitað myndi hún halda áfram með sýn í vetur enda gæti þá hjúkkan legið yfir meistaradeildinni og golfinu þegar stemningin er þannig. En svo fór hún nú að hugsa aðeins meira og velta þessu fyrir sér og ýmsar spurningar vöknuðu hjá henni. Svo vill til að Sonurinn er auðvitað með sýn og alltaf opið boð fyrir hjúkkuna að haugast þangað í áhorf á HM og sömu sögu er að segja um Höskmanninn. En auðvitað vill maður líka stundum geta bara skriðið fram í sófa og legið heima hjá sér í joggingallanum yfir leikjum. Þar að auki velti einn vinur hjúkkunnar upp því "vandamáli" sem gæti komið upp. Pælingin var sú að fari nú hjúkkan að slá sér upp með einhverjum fýr, gæti þeim manni fundist þetta svolítið ógnvekjandi að hjúkkan væri bæði með enska boltann og sýn! Í augnarblikinu er hjúkkan enn að hugsa málið og ætlar að sjá til hvað verður.
Að öðru leyti hefur hvítasunnuhelgin verið róleg og fín hjá gellunni. Ótakmarkaður tími hefur farið í afslöppun og góðan mat og í kvöld er svo hittingur með Hafnfirðingunum enda hjúkkan komin vel á veg með að verða ein af þeim aðfluttu sem aldrei fara úr Firðinum. Hvað er annað hægt að segja en það er gott að vera í Hafnarfirði!
Hjúkkan er búin að vera að velta því fyrir sér hvort hún eigi nú að fjárfesta í sýn fyrir HM í fótbolta. Auðvitað myndi hún halda áfram með sýn í vetur enda gæti þá hjúkkan legið yfir meistaradeildinni og golfinu þegar stemningin er þannig. En svo fór hún nú að hugsa aðeins meira og velta þessu fyrir sér og ýmsar spurningar vöknuðu hjá henni. Svo vill til að Sonurinn er auðvitað með sýn og alltaf opið boð fyrir hjúkkuna að haugast þangað í áhorf á HM og sömu sögu er að segja um Höskmanninn. En auðvitað vill maður líka stundum geta bara skriðið fram í sófa og legið heima hjá sér í joggingallanum yfir leikjum. Þar að auki velti einn vinur hjúkkunnar upp því "vandamáli" sem gæti komið upp. Pælingin var sú að fari nú hjúkkan að slá sér upp með einhverjum fýr, gæti þeim manni fundist þetta svolítið ógnvekjandi að hjúkkan væri bæði með enska boltann og sýn! Í augnarblikinu er hjúkkan enn að hugsa málið og ætlar að sjá til hvað verður.
Að öðru leyti hefur hvítasunnuhelgin verið róleg og fín hjá gellunni. Ótakmarkaður tími hefur farið í afslöppun og góðan mat og í kvöld er svo hittingur með Hafnfirðingunum enda hjúkkan komin vel á veg með að verða ein af þeim aðfluttu sem aldrei fara úr Firðinum. Hvað er annað hægt að segja en það er gott að vera í Hafnarfirði!
02/06/2006
Tímamót og auglýsingar!
Fyrir 3 árum síðan urðu mikil tímamót í lífi hjúkkunnar og þegar þessi dagur kemur upp fer hún yfirleitt að hugsa um gang síðastliðinna ára. Það hefur nú gengið á ýmsu og úr miklu að moða enda ætlar hjúkkan nú að fara að taka svolítið til hjá sjálfri sér. Það er svo magnað hvað maður getur gefið öðrum ráð án þess að fara eftir þeim sjálfur, því jú það eru alltaf allir hinir sem eru að kljást við eitthvað en ekki maður sjálfur!! Nú er sem sagt kominn tími á hreingerningu og er hjúkkan ágætlega stemmd í það verk sem framundan er.
Það er þó eitt sem hjúkkan skilur ekki þessa dagana og það er þessi fáránlega auglýsing frá Orkuveitu Reykjavíkur. Hvað er málið með þetta lag, textann og þennan mann sem er syngjandi hamingjusamur yfir allir orkunni sem orkuveitan færir inn á heimili hans? Þessi auglýsing hefur nú örugglega kostað sitt og veltir maður því fyrir sér tilgangi auglýsingarinnar. Er orkuveitan í einhverri brjálaðri samkeppni eða er bara einhver markaðsmálafulltrúi að missa sig í hamingjunni yfir því að vera með vinnu hjá orkuveitunni??
Fyrir 3 árum síðan urðu mikil tímamót í lífi hjúkkunnar og þegar þessi dagur kemur upp fer hún yfirleitt að hugsa um gang síðastliðinna ára. Það hefur nú gengið á ýmsu og úr miklu að moða enda ætlar hjúkkan nú að fara að taka svolítið til hjá sjálfri sér. Það er svo magnað hvað maður getur gefið öðrum ráð án þess að fara eftir þeim sjálfur, því jú það eru alltaf allir hinir sem eru að kljást við eitthvað en ekki maður sjálfur!! Nú er sem sagt kominn tími á hreingerningu og er hjúkkan ágætlega stemmd í það verk sem framundan er.
Það er þó eitt sem hjúkkan skilur ekki þessa dagana og það er þessi fáránlega auglýsing frá Orkuveitu Reykjavíkur. Hvað er málið með þetta lag, textann og þennan mann sem er syngjandi hamingjusamur yfir allir orkunni sem orkuveitan færir inn á heimili hans? Þessi auglýsing hefur nú örugglega kostað sitt og veltir maður því fyrir sér tilgangi auglýsingarinnar. Er orkuveitan í einhverri brjálaðri samkeppni eða er bara einhver markaðsmálafulltrúi að missa sig í hamingjunni yfir því að vera með vinnu hjá orkuveitunni??
01/06/2006
Sumar á Íslandi!
Það er sannarlega komið sumar á Íslandi. Dúnúlpan er enn í fullri notkun, trefillinn líka og teppin tvö á sófanum eru bestu vinir hjúkkunnar. Í gær stóð á hitamæli sem hjúkkan keyrði framhjá að úti væri 12° hiti - sem hjúkkan á erfitt með að trúa. Það var napurt, rakt, rok og kalt og engan vegin 12 stiga hiti. Ýmsar samsæriskenningar komu í huga hjúkkunnar og þar á meðal samsærikenning um að það sé fólk í leynivinnu við það að breyta hitamælum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virkar sem sálfræðilegur hernaður á einstaklinga sem keyra framhjá mælinum og sjá þar stóra og flotta tölu - og hugsar með sér AH loksins komið sumar og bara hlýtt úti. Þessu sama fólki bregður í brún þegar það stígur út úr bílnum og mætir köldum og rökum vindinum. Já sumarið á Íslandi er einstakt!
Það er sannarlega komið sumar á Íslandi. Dúnúlpan er enn í fullri notkun, trefillinn líka og teppin tvö á sófanum eru bestu vinir hjúkkunnar. Í gær stóð á hitamæli sem hjúkkan keyrði framhjá að úti væri 12° hiti - sem hjúkkan á erfitt með að trúa. Það var napurt, rakt, rok og kalt og engan vegin 12 stiga hiti. Ýmsar samsæriskenningar komu í huga hjúkkunnar og þar á meðal samsærikenning um að það sé fólk í leynivinnu við það að breyta hitamælum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virkar sem sálfræðilegur hernaður á einstaklinga sem keyra framhjá mælinum og sjá þar stóra og flotta tölu - og hugsar með sér AH loksins komið sumar og bara hlýtt úti. Þessu sama fólki bregður í brún þegar það stígur út úr bílnum og mætir köldum og rökum vindinum. Já sumarið á Íslandi er einstakt!
30/05/2006
Valtað yfir hjúkkuna!
Svo virðist sem alþjóðlegi "völtum - yfir - hjúkkuna" dagur hafi verið haldinn hátíðlegur í gær. Hvert sem hjúkkan fór eða hvað sem hjúkkan gerðist, virtist alltaf einhver vera með í þessum hátíðarhöldum. Ef það hefði ekki verið fyrir nokkur stuðningssímtöl frá vini hefði dagurinn endanlega farið í súginn. Það er alveg magnað hvað sumir dagar geta verið ömurlegir og þá er bara eins gott að reyna að muna að það kemur nýr dagur eftir þennan dag - og litlar líkur á því að hann verði eins ömurlegur. Jú sú varð reyndin að hálfuleyti alla vega með daginn í dag. Aðeins betri en gærdagurinn en samt nokkrir hlutir sem komu hjúkkunni einstaklega á óvart. Ef maður mætir þreyttur og ekki uppstrílaður í vinnuna finnst fólkið það hafa ótakmarkað leyfi til þess að tjá sig við mann um ástandið. Hjúkkan mætti til vinnu kl. 10 og um klukkan 10.30 voru sennilega flestir á vaktinni búnir að spyrja hjúkkuna hvort hún væri lasin, því jú hún liti svo illa út!!! Af því að það líta alltaf allir vel út????? Já þetta finnst hjúkkunni stórmerkileg hegðun hjá fólki og illskiljanleg að mati hennar.
Svo virðist sem alþjóðlegi "völtum - yfir - hjúkkuna" dagur hafi verið haldinn hátíðlegur í gær. Hvert sem hjúkkan fór eða hvað sem hjúkkan gerðist, virtist alltaf einhver vera með í þessum hátíðarhöldum. Ef það hefði ekki verið fyrir nokkur stuðningssímtöl frá vini hefði dagurinn endanlega farið í súginn. Það er alveg magnað hvað sumir dagar geta verið ömurlegir og þá er bara eins gott að reyna að muna að það kemur nýr dagur eftir þennan dag - og litlar líkur á því að hann verði eins ömurlegur. Jú sú varð reyndin að hálfuleyti alla vega með daginn í dag. Aðeins betri en gærdagurinn en samt nokkrir hlutir sem komu hjúkkunni einstaklega á óvart. Ef maður mætir þreyttur og ekki uppstrílaður í vinnuna finnst fólkið það hafa ótakmarkað leyfi til þess að tjá sig við mann um ástandið. Hjúkkan mætti til vinnu kl. 10 og um klukkan 10.30 voru sennilega flestir á vaktinni búnir að spyrja hjúkkuna hvort hún væri lasin, því jú hún liti svo illa út!!! Af því að það líta alltaf allir vel út????? Já þetta finnst hjúkkunni stórmerkileg hegðun hjá fólki og illskiljanleg að mati hennar.
27/05/2006
Kosningatækni!
Hjúkkan fór í afmæli í gær hjá syninum og skemmti sér mjög vel. Eftir afmælið lá leiðin á Oliver og þar fékk hjúkkan einhverja þá einkennilegustu viðreynslu spurningu sem hún hefur á ævi sinni heyrt. Þessi spurning var svo óeðlileg að hjúkkan getur ekki einu sinni sett hana fram á þessari síðu. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um árangur þessa manns gagnvart hjúkkunni sem setti upp mjög ákveðinn svip! Hjúkkan ætlaði að labba heim enda var veður gott - þar til hún uppgötvaði að hún býr í Hafnarfirði og það væri nú nokkuð góður spölur að ganga á 7cm háum hælum. Því fann hún sér leigubíl og skilaði sér heil heim í sófa og mörgæsir.
Í dag dreif hjúkkan sig á kjörstað og gerði tilraun til að kjósa í fyrsta sinn í Hafnarfirði. Í síðustu tveimur kosningum hefur hjúkkan kosið utan kjörfundar og því bara fengið stimpil með flokks-bókstafnum og málið leyst. En í dag var henni réttur bleikur kjörseðill með fullt af kössum og nöfnum fólks á. En spurningin sem brann á vörum hjúkkunar var einfaldlega krísan milli þess hvort átti að setja x við listabókstafinn eða gera hring utan um hann!!! Já einfaldir hlutir geta flækst ótrúlega fyrir hjúkkunni. Hún stakk því nefi sínu út úr kjörklefanum, brosti ljóshært og spurði góða fólkið við kjörborðið hvernig hún ætti að bera sig að. Þau brostu góðlátlega á móti og sögðu hjúkkunni að gera x við listabókstafinn. Ætli þau hafi ekki líka hugsað sér hversu ótrúlega vitlaus þessa gella væri - kann ekki einu sinni að kjósa!!!! En atkvæðið er komið og nú er í gangi sumarhreingerning Dofrans. Í henni fellst að taka til í eldhúsinu, moppa gólfin og horfa svo aðeins meira á sjónvarpið.
Hjúkkan fór í afmæli í gær hjá syninum og skemmti sér mjög vel. Eftir afmælið lá leiðin á Oliver og þar fékk hjúkkan einhverja þá einkennilegustu viðreynslu spurningu sem hún hefur á ævi sinni heyrt. Þessi spurning var svo óeðlileg að hjúkkan getur ekki einu sinni sett hana fram á þessari síðu. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um árangur þessa manns gagnvart hjúkkunni sem setti upp mjög ákveðinn svip! Hjúkkan ætlaði að labba heim enda var veður gott - þar til hún uppgötvaði að hún býr í Hafnarfirði og það væri nú nokkuð góður spölur að ganga á 7cm háum hælum. Því fann hún sér leigubíl og skilaði sér heil heim í sófa og mörgæsir.
Í dag dreif hjúkkan sig á kjörstað og gerði tilraun til að kjósa í fyrsta sinn í Hafnarfirði. Í síðustu tveimur kosningum hefur hjúkkan kosið utan kjörfundar og því bara fengið stimpil með flokks-bókstafnum og málið leyst. En í dag var henni réttur bleikur kjörseðill með fullt af kössum og nöfnum fólks á. En spurningin sem brann á vörum hjúkkunar var einfaldlega krísan milli þess hvort átti að setja x við listabókstafinn eða gera hring utan um hann!!! Já einfaldir hlutir geta flækst ótrúlega fyrir hjúkkunni. Hún stakk því nefi sínu út úr kjörklefanum, brosti ljóshært og spurði góða fólkið við kjörborðið hvernig hún ætti að bera sig að. Þau brostu góðlátlega á móti og sögðu hjúkkunni að gera x við listabókstafinn. Ætli þau hafi ekki líka hugsað sér hversu ótrúlega vitlaus þessa gella væri - kann ekki einu sinni að kjósa!!!! En atkvæðið er komið og nú er í gangi sumarhreingerning Dofrans. Í henni fellst að taka til í eldhúsinu, moppa gólfin og horfa svo aðeins meira á sjónvarpið.
24/05/2006
Það er nefnilega það!
Já þessa dagana er allt á fullu hjá hjúkkunni og hún eiginlega farin að vera ánægð með að þurfa ekki að hafa einhvern karlfausk á arminum til að sinna líka. Hún verður nú að viðurkenna það að það væri svo sem ágætt að hafa einhvern sem gæti eldað fyrir mann og tekið til í íbúðinni á meðan hjúkkan situr fundi hér og þar um alla borg vegna ástands í tengslum við kjaramál á LSH. Sá sami gæti einnig sinnt fótanuddi og nettu dekri þegar hjúkkan kemur þreytt og reið heim eftir þessa fundi og þarf að fá að slaka á í friði og ró. En svona er bara málið, hjúkkan nýkomin heim, búin að henda instant tikka masala kjúklinga réttmeti í örbann og bíður þess að dýrindis máltíð verði úr. Pumpan hefur verið til friðs síðan á sunnudag og því hægt að segja með sanni að þessi aukaslög hafi ekki verið álagstengd því síðustu dagar hafa verið ansi stífir. Helgin er framundan og ætlar hjúkkan að vera í fríi, leika við litla frænda og hafa það náðugt með stóru systur sem er að koma í heimsókn frá Malawi. Svo er það bara að muna að kjósa á laugardaginn en hjúkkan hefur enn ekki fengið staðfestingu á því hvar í ósköpunum hún á að kjósa. Er farið eftir þjóðskrá 1. des 2005 eða 1. maí 2006??? Hjúkkan bjó nefnilega enn í Reykjavík 1. des 2005!!!!
Já þessa dagana er allt á fullu hjá hjúkkunni og hún eiginlega farin að vera ánægð með að þurfa ekki að hafa einhvern karlfausk á arminum til að sinna líka. Hún verður nú að viðurkenna það að það væri svo sem ágætt að hafa einhvern sem gæti eldað fyrir mann og tekið til í íbúðinni á meðan hjúkkan situr fundi hér og þar um alla borg vegna ástands í tengslum við kjaramál á LSH. Sá sami gæti einnig sinnt fótanuddi og nettu dekri þegar hjúkkan kemur þreytt og reið heim eftir þessa fundi og þarf að fá að slaka á í friði og ró. En svona er bara málið, hjúkkan nýkomin heim, búin að henda instant tikka masala kjúklinga réttmeti í örbann og bíður þess að dýrindis máltíð verði úr. Pumpan hefur verið til friðs síðan á sunnudag og því hægt að segja með sanni að þessi aukaslög hafi ekki verið álagstengd því síðustu dagar hafa verið ansi stífir. Helgin er framundan og ætlar hjúkkan að vera í fríi, leika við litla frænda og hafa það náðugt með stóru systur sem er að koma í heimsókn frá Malawi. Svo er það bara að muna að kjósa á laugardaginn en hjúkkan hefur enn ekki fengið staðfestingu á því hvar í ósköpunum hún á að kjósa. Er farið eftir þjóðskrá 1. des 2005 eða 1. maí 2006??? Hjúkkan bjó nefnilega enn í Reykjavík 1. des 2005!!!!
22/05/2006
Víruð hjúkka!
Hjúkkan er orðin víruð og verður þannig næsta sólarhringinn þar sem hún er tengd við hjartalínuritstæki í einn dag. Annars hefur ýmislegt drifið á daga gellunnar þessa síðustu daga og hefur hún upplifað ýmislegt í fyrsta sinn. Hún lenti meðal annars í því á föstudaginn að Ravkrúttið varð bensínlaus!!! Jú einmitt klukkan 17 í föstudagsumferðinni á miðri Háaleitisbraut ákvað jepplingskrúttið að fara í setuverkfall. Hjúkkan grátbað dúlluna um að skríða nokkra metra tilviðbótar svo hún kæmist inn á bensínstöðina sem var nú skammt frá. Allt kom fyrir ekki og bíllinn var hættur - nú voru góð ráð dýr og átti hjúkkan engan annan kost en að rölta á bensínstöðina og kaupa bensín á brúsa. Bíldælingur á bensínstöðinni fann sig knúinn til að tjá hjúkkunni það að það væri alltaf gott að eiga svona brúsa í skottinu svo maður lendi ekki í svona aðstæðum. Hjúkkan brosti góðlátlega til bíldælingsins en hugsaði nokkrar ljótar hugsanir og hvarf á brott enda kominn tími til að druslast í vinnuna.
Laugardagurinn var ágætur enda júróvision dagurinn runninn upp. Hjúkkan tók morgunvaktina á slysó og dreif sig svo í júróvision partý um kvöldið hjá Ingu og Friðbirni sem tókst í alla staði mjög vel. Hjúkkan var sú eina sem þorði að spá rétt fyrir úrslitunum vann hún því pottinn við mikinn fögnuð viðstaddra. Afgangurinn af helginni var nokkuð nettur, tennis á sunnudaginn og kvöldvakt í kjölfarið og svo bara nettur sófi.
Að örðu leyti fer nú að hitna í kolunum í vinnunni vegna einkennilegra ákvarðanna sem yfirstjórn spítalans hefur tekið í málinu með dönsku hjúkrunarfræðingana. Nú reynir á að hjúkrunarfræðingar standi saman og láti ekki valta yfir sig með þessari framkomu.
Hjúkkan er orðin víruð og verður þannig næsta sólarhringinn þar sem hún er tengd við hjartalínuritstæki í einn dag. Annars hefur ýmislegt drifið á daga gellunnar þessa síðustu daga og hefur hún upplifað ýmislegt í fyrsta sinn. Hún lenti meðal annars í því á föstudaginn að Ravkrúttið varð bensínlaus!!! Jú einmitt klukkan 17 í föstudagsumferðinni á miðri Háaleitisbraut ákvað jepplingskrúttið að fara í setuverkfall. Hjúkkan grátbað dúlluna um að skríða nokkra metra tilviðbótar svo hún kæmist inn á bensínstöðina sem var nú skammt frá. Allt kom fyrir ekki og bíllinn var hættur - nú voru góð ráð dýr og átti hjúkkan engan annan kost en að rölta á bensínstöðina og kaupa bensín á brúsa. Bíldælingur á bensínstöðinni fann sig knúinn til að tjá hjúkkunni það að það væri alltaf gott að eiga svona brúsa í skottinu svo maður lendi ekki í svona aðstæðum. Hjúkkan brosti góðlátlega til bíldælingsins en hugsaði nokkrar ljótar hugsanir og hvarf á brott enda kominn tími til að druslast í vinnuna.
Laugardagurinn var ágætur enda júróvision dagurinn runninn upp. Hjúkkan tók morgunvaktina á slysó og dreif sig svo í júróvision partý um kvöldið hjá Ingu og Friðbirni sem tókst í alla staði mjög vel. Hjúkkan var sú eina sem þorði að spá rétt fyrir úrslitunum vann hún því pottinn við mikinn fögnuð viðstaddra. Afgangurinn af helginni var nokkuð nettur, tennis á sunnudaginn og kvöldvakt í kjölfarið og svo bara nettur sófi.
Að örðu leyti fer nú að hitna í kolunum í vinnunni vegna einkennilegra ákvarðanna sem yfirstjórn spítalans hefur tekið í málinu með dönsku hjúkrunarfræðingana. Nú reynir á að hjúkrunarfræðingar standi saman og láti ekki valta yfir sig með þessari framkomu.
17/05/2006
Stóri ómunardagurinn!
Það má segja að stóri ómunar dagurinn sé hjá hjúkkunni á morgun. Hún byrjar daginn snemma í venjulegri pumpuómun fyrir hádegi. Eftir hádegi er svo segulómun af pumpunni á dagskrá og ætli hjúkkan finni sér svo ekki eina tegund af ómun enn svona til að fullkomna þrennuna þann daginn. Vonandi skýrist eitthvað af þessu pumpuvandamáli hennar með þessum rannsóknum, annars er hjúkkan farin að íhuga uppsögn á pumpunni.
Annars fór hjúkkan til vinnu í dag og var meira að segja mætt klukkan 07:30!! Þeir sem þekkja hjúkkuna vita að það er henni alls ekki auðvelt að mæta svona snemma til vinnu enda eru morgnar einungis nothæfir í meiri svefn og kúr en ekki hluti eins og vinnu eða þess þá heldur líkamsrækt. Í vinnunni í dag myndaðist ansi skemmtilegur umræðuhópur meðal samstarfsfólksins sem var á öllum aldri. Rætt var um allt milli himins og jarðar og varð hjúkkunni ljóst að hún hefur í grunninn almennt misskilið karlmenn og þeirra viðreynslu taktík! Já þetta kom hjúkkunni nú ekki mikið á óvart enda var hún nú farin að viðurkenna að hún skildi ekki þennan kynstofn né tilgang hans. En eftir góðar ábendingar frá góðu fólki lítur málið allt öðruvísi út en hjúkkan er samt engu nær um skiling á karlmönnum! Stundum þarf maður bara að horfast í augu við það að maður getur ekki skilið allt!
Hjúkkan rakst loks á þetta myndband sem sýnir hlutir sem hægt er að dunda sér við ef manni leiðist og vill vera nokkuð fyndinn við sófafélagann. Hjúkkan er nú þekkt fyrir þroskaðan húmor fyrir svona aftanvinds bröndurum og þessi veldur líka mikill kátínu hjá henni. Hafið í huga að þið framkvæmið þetta á eigin ábyrgð!
Það má segja að stóri ómunar dagurinn sé hjá hjúkkunni á morgun. Hún byrjar daginn snemma í venjulegri pumpuómun fyrir hádegi. Eftir hádegi er svo segulómun af pumpunni á dagskrá og ætli hjúkkan finni sér svo ekki eina tegund af ómun enn svona til að fullkomna þrennuna þann daginn. Vonandi skýrist eitthvað af þessu pumpuvandamáli hennar með þessum rannsóknum, annars er hjúkkan farin að íhuga uppsögn á pumpunni.
Annars fór hjúkkan til vinnu í dag og var meira að segja mætt klukkan 07:30!! Þeir sem þekkja hjúkkuna vita að það er henni alls ekki auðvelt að mæta svona snemma til vinnu enda eru morgnar einungis nothæfir í meiri svefn og kúr en ekki hluti eins og vinnu eða þess þá heldur líkamsrækt. Í vinnunni í dag myndaðist ansi skemmtilegur umræðuhópur meðal samstarfsfólksins sem var á öllum aldri. Rætt var um allt milli himins og jarðar og varð hjúkkunni ljóst að hún hefur í grunninn almennt misskilið karlmenn og þeirra viðreynslu taktík! Já þetta kom hjúkkunni nú ekki mikið á óvart enda var hún nú farin að viðurkenna að hún skildi ekki þennan kynstofn né tilgang hans. En eftir góðar ábendingar frá góðu fólki lítur málið allt öðruvísi út en hjúkkan er samt engu nær um skiling á karlmönnum! Stundum þarf maður bara að horfast í augu við það að maður getur ekki skilið allt!
Hjúkkan rakst loks á þetta myndband sem sýnir hlutir sem hægt er að dunda sér við ef manni leiðist og vill vera nokkuð fyndinn við sófafélagann. Hjúkkan er nú þekkt fyrir þroskaðan húmor fyrir svona aftanvinds bröndurum og þessi veldur líka mikill kátínu hjá henni. Hafið í huga að þið framkvæmið þetta á eigin ábyrgð!
15/05/2006
Á einmannalegum kvöldstundum!
Á einmannalegum kvöldstundum má alltaf finna sér eitthvað sem gleður mann. Hjúkkan hefur sérstakt dálæti á þessu yndislega myndskeiði úr prúðuleikurunum. Stundum þarf einfaldlega ekki mikið til að gleðja mann!
Á einmannalegum kvöldstundum má alltaf finna sér eitthvað sem gleður mann. Hjúkkan hefur sérstakt dálæti á þessu yndislega myndskeiði úr prúðuleikurunum. Stundum þarf einfaldlega ekki mikið til að gleðja mann!
Hún getur þetta stelpan!
Hjúkkan tókn helgina frekar rólega enda búið að benda henni ítrekað á að þetta gengur ekki lengur með pumpuna svona. Hún eyddi föstudagskvöldinu í rólegheitum með Súperkvendinu og laugardagurinn fór í tiltektardag íbúðaeigenda í Dofranum. Eftir netta tiltekt í garðinu lyfti hjúkkan aðeins fingri við flutning hjá Bergi og Maríu enda stutt í að þau flytji eins langt frá Íslandi og mögulegt er. Laugardagskvöldið var með eindæmum rólegt og hjúkkan tók góðan sófa og fór snemma að sofa. Á sunnudaginn var planið að fara á völlinn og sjá sína menn spila á móti hverfisliðinu hér í Firðinum en plönin breyttust snögglega og hjúkkan fór í stað þess í leikhús með fótboltafélaganum Höskuldi. Sýningin hét Hungur og að mati hjúkkunnar mjög flott skrifuð. Auðvitað mátti ýmislegt betur fara á sýningunni en í heildina var þetta frábær og róleg skemmtun. Það var augljóst að liði hjúkkunnar gekk ekki sem skyldi á vellinum, þar sem nokkur skilaboð voru komin í símann eftir sýninguna. Já það voru kannski bara örlögin sem gripu fram fyrir hendurnar á hjúkkunni og komu henni hjá því að þurfa að horfa upp á leik sinna manna. Hjúkkan er undir þó nokkurri pressu að fara nú að halda með "réttu" liði en maður yfirgefur ekki klúbbinn sem maður hefur haldið með s.l. 20 ár svo auðveldlega - þó þeir séu spilandi pulsur!!
Pumpan lét illa og fór hjúkkan til vina sinna á Hringbrautinni aftur enda búin að fá nóg af þessu öllu saman. Nú eru fyrirhugaðar nokkrar rannsóknir til viðbótar og ekkert að gera nema að bíða eftir þeim og hlusta á skrokkinn sem er kominn í forgang hjá hjúkkunni.
Hjúkkan tókn helgina frekar rólega enda búið að benda henni ítrekað á að þetta gengur ekki lengur með pumpuna svona. Hún eyddi föstudagskvöldinu í rólegheitum með Súperkvendinu og laugardagurinn fór í tiltektardag íbúðaeigenda í Dofranum. Eftir netta tiltekt í garðinu lyfti hjúkkan aðeins fingri við flutning hjá Bergi og Maríu enda stutt í að þau flytji eins langt frá Íslandi og mögulegt er. Laugardagskvöldið var með eindæmum rólegt og hjúkkan tók góðan sófa og fór snemma að sofa. Á sunnudaginn var planið að fara á völlinn og sjá sína menn spila á móti hverfisliðinu hér í Firðinum en plönin breyttust snögglega og hjúkkan fór í stað þess í leikhús með fótboltafélaganum Höskuldi. Sýningin hét Hungur og að mati hjúkkunnar mjög flott skrifuð. Auðvitað mátti ýmislegt betur fara á sýningunni en í heildina var þetta frábær og róleg skemmtun. Það var augljóst að liði hjúkkunnar gekk ekki sem skyldi á vellinum, þar sem nokkur skilaboð voru komin í símann eftir sýninguna. Já það voru kannski bara örlögin sem gripu fram fyrir hendurnar á hjúkkunni og komu henni hjá því að þurfa að horfa upp á leik sinna manna. Hjúkkan er undir þó nokkurri pressu að fara nú að halda með "réttu" liði en maður yfirgefur ekki klúbbinn sem maður hefur haldið með s.l. 20 ár svo auðveldlega - þó þeir séu spilandi pulsur!!
Pumpan lét illa og fór hjúkkan til vina sinna á Hringbrautinni aftur enda búin að fá nóg af þessu öllu saman. Nú eru fyrirhugaðar nokkrar rannsóknir til viðbótar og ekkert að gera nema að bíða eftir þeim og hlusta á skrokkinn sem er kominn í forgang hjá hjúkkunni.
11/05/2006
Brúpkaupið, vinna og hjartsláttaróregla!
Helgin var alveg með eindæmum skemmtileg hjá hjúkkunni. Föstudagkvöldið fór í að skreyta salinn með verðandi brúðhjónum og svo lá leiðin heim í sófa til Faustino sem reyndist hjúkkunni góður félagsskapur. Faustino aðstoðaði hjúkkuna við að setja á sig gervineglur til að hún myndi nú sóma sér vel í brúðakaupinu daginn eftir og lagði drög að því að lakka á sér táneglurnar einnig. Hjúkkan svaf á sínu fagra eyra frameftir morgni á laugadeginum og dreif sig svo í nokkrar útréttingar fyrir brúðkaupið. Því næst voru það sturtan og snurfuss enda farið að styttast í brúðkaup ársins. Þar sem hjúkkan sat í sófanum sínum, lakkaði á sér táneglurnar og horfði á endursýningu á enska boltanum fór hún að hugsa hvort hún þekkti aðrar konur sem almennt væru í þessum aðstæðum. Hún bar þetta undir slysófélagana í brúðkaupinu um það hvort þeir vissum af fleiri konum sem lakka á sér táneglurnar yfir endursýningu á enska boltanum. Svörin sem hún fékk frá þessum elskum voru þau að hjúkkan væri nú einstök!!!
Brúðkaupið var jafn fallegt og skemmtilegt og þau eiga vera og var heilmikið djútt á hópnum frameftir morgni. Slysóhópurinn endaði í partýi hjá slökkvurunum sem áttu sér einskis ills von, en svo birtust 3 læknar, 2 hjúkrunarfræðingar og einn lögfræðingur sem fannst þau sjálf einstaklega skemmtileg.
Sunnudagurinn var með rólegra móti enda gamla pumpan hundfúl út í hjúkkuna eftir þetta útstáelsi á laugardeginu. Pumpan er meira að segja enn í fýlu og hjúkkan er nú orðin þreytt á ástandinu. Það er ekki að hún haldi að hún sé að fara að geispa golunni, heldur er þetta bara nett óþæginlegt. Vonandi fer nú pumpan að hætta þessu rugli!
Helgin var alveg með eindæmum skemmtileg hjá hjúkkunni. Föstudagkvöldið fór í að skreyta salinn með verðandi brúðhjónum og svo lá leiðin heim í sófa til Faustino sem reyndist hjúkkunni góður félagsskapur. Faustino aðstoðaði hjúkkuna við að setja á sig gervineglur til að hún myndi nú sóma sér vel í brúðakaupinu daginn eftir og lagði drög að því að lakka á sér táneglurnar einnig. Hjúkkan svaf á sínu fagra eyra frameftir morgni á laugadeginum og dreif sig svo í nokkrar útréttingar fyrir brúðkaupið. Því næst voru það sturtan og snurfuss enda farið að styttast í brúðkaup ársins. Þar sem hjúkkan sat í sófanum sínum, lakkaði á sér táneglurnar og horfði á endursýningu á enska boltanum fór hún að hugsa hvort hún þekkti aðrar konur sem almennt væru í þessum aðstæðum. Hún bar þetta undir slysófélagana í brúðkaupinu um það hvort þeir vissum af fleiri konum sem lakka á sér táneglurnar yfir endursýningu á enska boltanum. Svörin sem hún fékk frá þessum elskum voru þau að hjúkkan væri nú einstök!!!
Brúðkaupið var jafn fallegt og skemmtilegt og þau eiga vera og var heilmikið djútt á hópnum frameftir morgni. Slysóhópurinn endaði í partýi hjá slökkvurunum sem áttu sér einskis ills von, en svo birtust 3 læknar, 2 hjúkrunarfræðingar og einn lögfræðingur sem fannst þau sjálf einstaklega skemmtileg.
Sunnudagurinn var með rólegra móti enda gamla pumpan hundfúl út í hjúkkuna eftir þetta útstáelsi á laugardeginu. Pumpan er meira að segja enn í fýlu og hjúkkan er nú orðin þreytt á ástandinu. Það er ekki að hún haldi að hún sé að fara að geispa golunni, heldur er þetta bara nett óþæginlegt. Vonandi fer nú pumpan að hætta þessu rugli!
03/05/2006
Ofurhjúkkan að meika það í eigin heimi!
Já ofurhjúkkan er svo aldeilis að meika það í eigin heimi að eigin mati. Það er alltaf kostur þegar maður sjálfur hefur alla vega nógu mikið álit á sjálfum sér að geta sagst vera að meika það í eigin heimi! Henni finnst svo ofboðslega gaman að vera til í augnarblikinu og stefnir á að meika það enn meira í sumar. Hluti af gleði hjúkkunnar þessa dagana veltur á nýjum kjól sem er bara flottur, gullskóm sem eru svo pretty og auðvitað klippingunni sem farið verður í á morgun. Jább svo er það bara að mála bæinn rauðan eftir brúðkaupið á laugardaginn og sjá hvað gerist á sunnudaginn.
Annað sem hjúkkan skemmti sér við að pæla í í dag eru skemmtilegar talnarunur (já hjúkkan er dóttir verkfræðings). Eins og kom fram í fréttum koma skemmtilegar talnarunur fram í nótt. Þegar klukkan er 01.02.03 þann 04.05.06 eins og fréttir sögðu frá. Hjúkkan hugsaði málið aðeins lengra sér til skemmtunar að komst að því að meira skemmtilegt er að kl. 04.05.06 kemur talnarunan fram tvisvar í röð. SVO klukkan 06.05.04 speglast talnarunan. Hjúkkan reyndi að vekja áhuga samstarfsfólks síns á málinu en fékk litlar undirtektir!!!
Hjúkkan skrapp til pumpulæknisins í dag sem var ekki alveg nógu ánægður með ritið að þessu sinni og ætlar að senda gelluna í enn eina hjartaómunina. Planið er að ef ekki kemur neitt úr þessari ómun þá fer hjúkkan í aðra tegund af hjartaómun sem hljómar ekki eins huggulega og hinar fyrri. Hjúkkan er hin rólegasta yfir þessu öllu saman og hefur ákveðið að vera ekkert að æsa sig yfir þessum rannsóknum enda er hún svo upptekin af því að meika það þessa dagana að lítið annað kemst að.
Nú er málið að finna sumarhvolpinn og njóta þess að nú er að koma sumar með tilheyrandi golfspilun, tennis og sólbaði í sundi.
Já ofurhjúkkan er svo aldeilis að meika það í eigin heimi að eigin mati. Það er alltaf kostur þegar maður sjálfur hefur alla vega nógu mikið álit á sjálfum sér að geta sagst vera að meika það í eigin heimi! Henni finnst svo ofboðslega gaman að vera til í augnarblikinu og stefnir á að meika það enn meira í sumar. Hluti af gleði hjúkkunnar þessa dagana veltur á nýjum kjól sem er bara flottur, gullskóm sem eru svo pretty og auðvitað klippingunni sem farið verður í á morgun. Jább svo er það bara að mála bæinn rauðan eftir brúðkaupið á laugardaginn og sjá hvað gerist á sunnudaginn.
Annað sem hjúkkan skemmti sér við að pæla í í dag eru skemmtilegar talnarunur (já hjúkkan er dóttir verkfræðings). Eins og kom fram í fréttum koma skemmtilegar talnarunur fram í nótt. Þegar klukkan er 01.02.03 þann 04.05.06 eins og fréttir sögðu frá. Hjúkkan hugsaði málið aðeins lengra sér til skemmtunar að komst að því að meira skemmtilegt er að kl. 04.05.06 kemur talnarunan fram tvisvar í röð. SVO klukkan 06.05.04 speglast talnarunan. Hjúkkan reyndi að vekja áhuga samstarfsfólks síns á málinu en fékk litlar undirtektir!!!
Hjúkkan skrapp til pumpulæknisins í dag sem var ekki alveg nógu ánægður með ritið að þessu sinni og ætlar að senda gelluna í enn eina hjartaómunina. Planið er að ef ekki kemur neitt úr þessari ómun þá fer hjúkkan í aðra tegund af hjartaómun sem hljómar ekki eins huggulega og hinar fyrri. Hjúkkan er hin rólegasta yfir þessu öllu saman og hefur ákveðið að vera ekkert að æsa sig yfir þessum rannsóknum enda er hún svo upptekin af því að meika það þessa dagana að lítið annað kemst að.
Nú er málið að finna sumarhvolpinn og njóta þess að nú er að koma sumar með tilheyrandi golfspilun, tennis og sólbaði í sundi.
01/05/2006
Næturdrottningin og eldspúandi drekinn!
Þá eru þessar 3 næturvaktin búnar og voru þær misjafnar eins og þær voru margar. Ein þeirra fer í bækurnar sem þessi leiðinlega og síðasta fer í bækurnar sem sú langa þar sem tíminn ætlaði aldrei að líða. En þreytt og sæl skreið hjúkkan heim í morgun á frídegi verkalýðsins, í sól og blíðu og hugsaði sér gott til glóðarinnar - eftir svefninn yrði nú golfsettið tekið fram og farið að slá. Hjúkkan reis úr rekkjum um kl. 15 eftir að tímamismunur milli Hafnafjarðar og Reykjavíkur var staðfestur 1 og hálfur tími og leit út um gluggann. Enn var sól og blíða og golfsettið kallaði til hjúkkunnar. Hún var pínu þreytt þar sem illa gekk að sofna í morgun vegna eldspúandi flugu á stærð við meðal dreka var að berjast hinum megin við gardínuna. Hjúkkan ákvað að láta drekann kljást við eigin örlög og þorði einfaldlega ekki að horfast í augu við þessa ógnvekjandi skeppnu. Í ljós kom eftir svefinn að um var að ræða ósköp venjulega húsflugu sem greinilega fór mikinn!
Nema hvað eftir sígildan hjúkkumorgunmat ætlaði hjúkkan að drífa sig í gallann og út á golfvöll - og viti menn í því fór sólin og snögglega dimmdi yfir með þungu haglél og rigningu í kjölfarið. Þetta tók hjúkkan sem nett diss af hálfu almættisins og hefur ákveðið að bíða aðeins með ferðina á golfvöllinn!
Þá eru þessar 3 næturvaktin búnar og voru þær misjafnar eins og þær voru margar. Ein þeirra fer í bækurnar sem þessi leiðinlega og síðasta fer í bækurnar sem sú langa þar sem tíminn ætlaði aldrei að líða. En þreytt og sæl skreið hjúkkan heim í morgun á frídegi verkalýðsins, í sól og blíðu og hugsaði sér gott til glóðarinnar - eftir svefninn yrði nú golfsettið tekið fram og farið að slá. Hjúkkan reis úr rekkjum um kl. 15 eftir að tímamismunur milli Hafnafjarðar og Reykjavíkur var staðfestur 1 og hálfur tími og leit út um gluggann. Enn var sól og blíða og golfsettið kallaði til hjúkkunnar. Hún var pínu þreytt þar sem illa gekk að sofna í morgun vegna eldspúandi flugu á stærð við meðal dreka var að berjast hinum megin við gardínuna. Hjúkkan ákvað að láta drekann kljást við eigin örlög og þorði einfaldlega ekki að horfast í augu við þessa ógnvekjandi skeppnu. Í ljós kom eftir svefinn að um var að ræða ósköp venjulega húsflugu sem greinilega fór mikinn!
Nema hvað eftir sígildan hjúkkumorgunmat ætlaði hjúkkan að drífa sig í gallann og út á golfvöll - og viti menn í því fór sólin og snögglega dimmdi yfir með þungu haglél og rigningu í kjölfarið. Þetta tók hjúkkan sem nett diss af hálfu almættisins og hefur ákveðið að bíða aðeins með ferðina á golfvöllinn!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)