Erfiðir tímar!
Já það er komið að því... maðurinn sem hjúkkan ætlar að giftast þ.e. fyrir utan Ryan Giggs og nokkra aðra er hættur í boltanum vegna meiðsla. Ole Gunnar Solskjær er hættur og maður kemur ekki til með að sjá hann spila oftar með Man Utd!
http://www.mbl.is/mm/enski/frett.html?nid=1287878
Læt hér fylgja með vísu um Solskjær sem sungin er á Old Trafford honum til heiðurs:
You are my Solskjaer,
My Ole Solskjaer,
You make me happy,
When skies are grey,
And Alan Shearer,
Was fucking dearer,
So Please don't take,
My Solskjaer, Away....
28/08/2007
26/08/2007
Blússandi sjálfstraust og stingandi augnarráð!
Helgin hefur nú aldeilis verið frábær hjá hjúkkunni. Hún er búin að fara á stelpukvöld, kíkja í búðir með Maríu systir og litlu prinsessunni, fara í tvöfalt þrítugsafmæli og slá í gegn að eigin mati. Tvöfalda þrítugsafmælið var eins og nostalískt MH reunion og þar var bara frábær stemning. Ótrúlega gaman að hitta fólk sem maður hefur ekki séð í mörg ár og það var mikið hlegið. Sjálfstraust hjúkkunnar jókst til muna og einn gamall kunningi komst að því að hann er sennilega síðastur að fá fréttir. Eftir afmælið lá leiðin á ölstofuna þar sem hópurinn var áfram í mikilli stemningu og ýmis misgáfuleg komment voru látin út úr sér.
Dagurinn í dag hefur farið í aflsöppun, bakvakt sem endaði með útkalli, þrif á heimilinu og brostnar vonir í kjölfar atburða í Landsbankadeildinni. En hjúkkan á í köldu stríði við stærðarinnar könguló sem hefur gert sig heimakæra utan á hús hjúkkunnar. Þetta er flennifeit hlussa sem hvæsir á mann ef maður kemur of nálægt. Nema hvað að hjúkkan var að viðra sængurnar sínar og þurfti því að fjarlægja vef köngulóarinnar og hana sjálfa því ekki vill maður fá svona kvikindi í sængina sína. Köngulóin var ekki hin hressasta þegar hjúkkan tók kústskaft, eyðinlagði vef hennar og skaut henni niður á grasflöt. Hjúkkan gekk inn og sótti sængurnar og var komin aftur út á svalir nokkrum mínútum síðar. Viti menn, henni mætti stingandi kalt augnarráð köngulóarinnar sem hvæsti á hjúkkuna. Jú kvikindið hafði skriðið á methraða upp húsvegginn og var tilbúin í slag. Hjúkkan sótti aftur kústskaftið góða og sá til þess að köngulóin myndi ekki spinna frekari vef á ævinni. Blessuð sé minning hennar!
Helgin hefur nú aldeilis verið frábær hjá hjúkkunni. Hún er búin að fara á stelpukvöld, kíkja í búðir með Maríu systir og litlu prinsessunni, fara í tvöfalt þrítugsafmæli og slá í gegn að eigin mati. Tvöfalda þrítugsafmælið var eins og nostalískt MH reunion og þar var bara frábær stemning. Ótrúlega gaman að hitta fólk sem maður hefur ekki séð í mörg ár og það var mikið hlegið. Sjálfstraust hjúkkunnar jókst til muna og einn gamall kunningi komst að því að hann er sennilega síðastur að fá fréttir. Eftir afmælið lá leiðin á ölstofuna þar sem hópurinn var áfram í mikilli stemningu og ýmis misgáfuleg komment voru látin út úr sér.
Dagurinn í dag hefur farið í aflsöppun, bakvakt sem endaði með útkalli, þrif á heimilinu og brostnar vonir í kjölfar atburða í Landsbankadeildinni. En hjúkkan á í köldu stríði við stærðarinnar könguló sem hefur gert sig heimakæra utan á hús hjúkkunnar. Þetta er flennifeit hlussa sem hvæsir á mann ef maður kemur of nálægt. Nema hvað að hjúkkan var að viðra sængurnar sínar og þurfti því að fjarlægja vef köngulóarinnar og hana sjálfa því ekki vill maður fá svona kvikindi í sængina sína. Köngulóin var ekki hin hressasta þegar hjúkkan tók kústskaft, eyðinlagði vef hennar og skaut henni niður á grasflöt. Hjúkkan gekk inn og sótti sængurnar og var komin aftur út á svalir nokkrum mínútum síðar. Viti menn, henni mætti stingandi kalt augnarráð köngulóarinnar sem hvæsti á hjúkkuna. Jú kvikindið hafði skriðið á methraða upp húsvegginn og var tilbúin í slag. Hjúkkan sótti aftur kústskaftið góða og sá til þess að köngulóin myndi ekki spinna frekari vef á ævinni. Blessuð sé minning hennar!
20/08/2007
Markmiðum náð!
Hjúkkan stóð sig eins og hetja um helgina þegar hún náði settum markmiðum í 10km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoninu. Það er alltaf hægt að berja sig eftirá og hugsa af hverju maður sprengdi sig ekki á endasprettinum í stað þess að hlaupa bara í góðum gír en þess vegna veit maður betur næst. Flögutíminn ( frá því maður stígur á mottuna úr rásmarki og í endamarki ) hjá stelpunni er 1.01.42 en stelpar horfir til klukkunar sem hún hljóp með á hendinni sem sýndi 59.45 og er bara hæst ánægð með árangurinn :) Það er bara frábær tilfinning þegar maður sér að markmiðinu er náð á ekki lengri undirbúningstíma en raun bar vitni um ( ca. 3 vikur). Nú er stefnan að halda áfram og hlaupa í vetur og sjá svo hvaða vitleysu maður tekur upp á á næsta ári. Það var stór hópur sem hljóp úr vinnunni og þar af tveir afreksmenn - yfirmaður hjúkkunnar sem varð Íslandsmeistari kvenna í heilu maraþoni og svo auðvitað Siggi og Gunna. En Siggi hljóp heilt maraþon einn með Gunnu sína í hjólastólnum - þvílíkt afrek þar á bæ.
Í vinnunni í dag náði hjúkkan loks öðru markmiði þegar hún kláraði verkefni sem hún hefur ekki viljað horfast í augu við í alltof langan tíma. En í dag var þetta eitt á dagskrá að klára dæmið og koma því frá sér (það voru ekki tímamörk á þessu verkefni).
"Góður" samstarfsmaður hjúkkunnar sendi svo stelpunni link á stórskemmtilegt KR lag sem samið er um árangur Teits með liðinu. Þetta er reyndar algjör snilld og hvetur hjúkkan alla til að hlusta vel á textann. Lagið er að finna hér http://pdf.sport.is/mp3/tate_kelly.mp3
Á meðan við erum á KR nótunum vill hjúkkan beina athygli lesenda að því að KR er ekki í neðsta sæti deildarinnar :)
Hjúkkan stóð sig eins og hetja um helgina þegar hún náði settum markmiðum í 10km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoninu. Það er alltaf hægt að berja sig eftirá og hugsa af hverju maður sprengdi sig ekki á endasprettinum í stað þess að hlaupa bara í góðum gír en þess vegna veit maður betur næst. Flögutíminn ( frá því maður stígur á mottuna úr rásmarki og í endamarki ) hjá stelpunni er 1.01.42 en stelpar horfir til klukkunar sem hún hljóp með á hendinni sem sýndi 59.45 og er bara hæst ánægð með árangurinn :) Það er bara frábær tilfinning þegar maður sér að markmiðinu er náð á ekki lengri undirbúningstíma en raun bar vitni um ( ca. 3 vikur). Nú er stefnan að halda áfram og hlaupa í vetur og sjá svo hvaða vitleysu maður tekur upp á á næsta ári. Það var stór hópur sem hljóp úr vinnunni og þar af tveir afreksmenn - yfirmaður hjúkkunnar sem varð Íslandsmeistari kvenna í heilu maraþoni og svo auðvitað Siggi og Gunna. En Siggi hljóp heilt maraþon einn með Gunnu sína í hjólastólnum - þvílíkt afrek þar á bæ.
Í vinnunni í dag náði hjúkkan loks öðru markmiði þegar hún kláraði verkefni sem hún hefur ekki viljað horfast í augu við í alltof langan tíma. En í dag var þetta eitt á dagskrá að klára dæmið og koma því frá sér (það voru ekki tímamörk á þessu verkefni).
"Góður" samstarfsmaður hjúkkunnar sendi svo stelpunni link á stórskemmtilegt KR lag sem samið er um árangur Teits með liðinu. Þetta er reyndar algjör snilld og hvetur hjúkkan alla til að hlusta vel á textann. Lagið er að finna hér http://pdf.sport.is/mp3/tate_kelly.mp3
Á meðan við erum á KR nótunum vill hjúkkan beina athygli lesenda að því að KR er ekki í neðsta sæti deildarinnar :)
15/08/2007
Heitum á hjúkkuna!
Nú er allt að gerast hjá hjúkkunni. Skápurinn er kominn inn í íbúðina í fjölmörgum pörtum og smiðurinn er væntanlegur á morgun. Hjúkkan tekur smá forskot á sæluna og byrjar að setja saman innvolsið enda hefur hún margsannað iðnaðarmanna hæfileika sína :)
Hlaupin ganga samkvæmt áætlun og nú er farið að styttast í laugardaginn og hjúkkan til í tuskið. Nú er það bara fyrir ykkur sem ætla ekki að hlaupa að styrkja gott málefni og heita á stelpuna. Hægt er að framkvæma það á www.glitnir.is og smella á áheit á hlaupara. Hjúkkan fylgir einum samstarfsmanni sínum og hleypur til styrktar Heilaheill sem er lítið félag einstaklinga sem fengið hafa heilablóðfall og aðstandenda þeirra. Hjúkkan er nú ekki að fara langt og því getið þið alveg borga smá fyrir að sitja á bossanum á meðan hjúkkan hleypur (ásamt hinum 5000 manns).
Nú er allt að gerast hjá hjúkkunni. Skápurinn er kominn inn í íbúðina í fjölmörgum pörtum og smiðurinn er væntanlegur á morgun. Hjúkkan tekur smá forskot á sæluna og byrjar að setja saman innvolsið enda hefur hún margsannað iðnaðarmanna hæfileika sína :)
Hlaupin ganga samkvæmt áætlun og nú er farið að styttast í laugardaginn og hjúkkan til í tuskið. Nú er það bara fyrir ykkur sem ætla ekki að hlaupa að styrkja gott málefni og heita á stelpuna. Hægt er að framkvæma það á www.glitnir.is og smella á áheit á hlaupara. Hjúkkan fylgir einum samstarfsmanni sínum og hleypur til styrktar Heilaheill sem er lítið félag einstaklinga sem fengið hafa heilablóðfall og aðstandenda þeirra. Hjúkkan er nú ekki að fara langt og því getið þið alveg borga smá fyrir að sitja á bossanum á meðan hjúkkan hleypur (ásamt hinum 5000 manns).
11/08/2007
Dönsk sundferð!
Seinni hluti ferðarinnar hjá hjúkkunni var nú vinnutengdur. Sem sagt fundir, þjálfun og svo ógleymanlegur sumarsölufundur. Já það er alveg magnað hvað danir geta talað og endalaust spurt sömu spurninganna aftur og aftur, bara með mismunandi orðalagi. Hjúkkan var nú orðin pínu uppgefin á dönskunni undir loks hvers dags, nema hvað að á var alltaf eitthvað "fælles" dæmi um kvöldið. Ratleikur fyrsta kvöldið og svo grill á ströndinni seinna kvöldið. Það kvöld var reyndar með eindæmum skemmtilegt og endaði í "dönsku" sundi í sjónum seint um kvöld. Já danir mega eiga það að þeir kunna að hafa það huggulegt og það var sko engin spurning um annað hér. Stjörnubjart, einhverjir glitrandi blettir í sjónum og fínn hiti á vatni og lofti. Hjúkkan benti reyndar á að hafi danir hug á því að gera slíkt hið sama á Íslandi þá annað hvort drepist þeir úr kulda í sjónum eða löggan komi og fiski þá upp vegna gruns um sjálfsvígshættu! Strandgrillið gengi heldur ekki upp - en möguleiki væri á jökulgrilli :)
Hjúkkan er að standa sig eins og hetja að eigin mati í hlaupaþjálfuninni. Hún tók nokkrum sinnum fram skóna í fríinu og hljóp bæði í Svíþjóð og Danmörku! Eitthvað er hegðun hjúkkunar að breytast því nú er hún farin í bólið fyrr á kvöldin og vaknar fersk - fyrir hádegi og skellir sér út að hlaupa. Já áður en maður veit af verður hún farin að fara í gymmið fyrir vinnu!!!
Seinni hluti ferðarinnar hjá hjúkkunni var nú vinnutengdur. Sem sagt fundir, þjálfun og svo ógleymanlegur sumarsölufundur. Já það er alveg magnað hvað danir geta talað og endalaust spurt sömu spurninganna aftur og aftur, bara með mismunandi orðalagi. Hjúkkan var nú orðin pínu uppgefin á dönskunni undir loks hvers dags, nema hvað að á var alltaf eitthvað "fælles" dæmi um kvöldið. Ratleikur fyrsta kvöldið og svo grill á ströndinni seinna kvöldið. Það kvöld var reyndar með eindæmum skemmtilegt og endaði í "dönsku" sundi í sjónum seint um kvöld. Já danir mega eiga það að þeir kunna að hafa það huggulegt og það var sko engin spurning um annað hér. Stjörnubjart, einhverjir glitrandi blettir í sjónum og fínn hiti á vatni og lofti. Hjúkkan benti reyndar á að hafi danir hug á því að gera slíkt hið sama á Íslandi þá annað hvort drepist þeir úr kulda í sjónum eða löggan komi og fiski þá upp vegna gruns um sjálfsvígshættu! Strandgrillið gengi heldur ekki upp - en möguleiki væri á jökulgrilli :)
Hjúkkan er að standa sig eins og hetja að eigin mati í hlaupaþjálfuninni. Hún tók nokkrum sinnum fram skóna í fríinu og hljóp bæði í Svíþjóð og Danmörku! Eitthvað er hegðun hjúkkunar að breytast því nú er hún farin í bólið fyrr á kvöldin og vaknar fersk - fyrir hádegi og skellir sér út að hlaupa. Já áður en maður veit af verður hún farin að fara í gymmið fyrir vinnu!!!
07/08/2007
Á farandsfæti enn á ný!
Hjúkkan er komin í sitt vanabundna form að vera lítið sem ekkert heima hjá sér. Hún skrapp á fund í Köben á mánudag í síðustu viku og kom heim daginn eftir. Eftir nokkra daga heima var henni farið að leiðast þófið og skellti sér aftur út á laugardag í fjölskylduferð til Svíþjóðar. Í fyrsta sinn í mörg ár var öll fjölskyldan saman komin og farið var í Tívolí og dýragarð meðal annars. Hjúkkan skemmti sér ekkert minna en litli 4 ára frændi í dýragarðinu og var hún alveg heilluð af rauð-rassa-öpum sem fórum mikin á svæðinu sínu. Eftir góða afslöppun í sól og blíðu í Svíþjóð lá leiðin enn á ný til Köben þar sem hjúkkan dvelur í nótt og fer svo áleiðis til Korsör á morgun á fund í nokkra daga. Í Köben er lífið ljúft - hjúkkan er á sama herbergi og hún hefur gist á s.l. 3 skipti í Köben og er því farin að kunna ansi vel við sig.
Kvöldmaturinn var pizza sem tekin var upp á herbergi og borðuðu við mjög svo afslappaðar aðstæður og það eina sem vantar er félagsskapurinn.
Hjúkkan kemur tilbaka á föstudag, gullbrún og freknótt eftir sól og blíðu s.l. daga og í dúndurformi enda í æfingu fyrir 10 kílómetrahlaup í Reykjavíkurmaraþoni. Hún tók meira að segja smá skokk í Svíþjóð í fríinu. Hjúkkan er að koma sjálfri sér skemmtilega á óvart í þessu dæmi öllu og ætlar auðvitað að verða flottust á brautinni 18. ágúst n.k.
Hjúkkan er komin í sitt vanabundna form að vera lítið sem ekkert heima hjá sér. Hún skrapp á fund í Köben á mánudag í síðustu viku og kom heim daginn eftir. Eftir nokkra daga heima var henni farið að leiðast þófið og skellti sér aftur út á laugardag í fjölskylduferð til Svíþjóðar. Í fyrsta sinn í mörg ár var öll fjölskyldan saman komin og farið var í Tívolí og dýragarð meðal annars. Hjúkkan skemmti sér ekkert minna en litli 4 ára frændi í dýragarðinu og var hún alveg heilluð af rauð-rassa-öpum sem fórum mikin á svæðinu sínu. Eftir góða afslöppun í sól og blíðu í Svíþjóð lá leiðin enn á ný til Köben þar sem hjúkkan dvelur í nótt og fer svo áleiðis til Korsör á morgun á fund í nokkra daga. Í Köben er lífið ljúft - hjúkkan er á sama herbergi og hún hefur gist á s.l. 3 skipti í Köben og er því farin að kunna ansi vel við sig.
Kvöldmaturinn var pizza sem tekin var upp á herbergi og borðuðu við mjög svo afslappaðar aðstæður og það eina sem vantar er félagsskapurinn.
Hjúkkan kemur tilbaka á föstudag, gullbrún og freknótt eftir sól og blíðu s.l. daga og í dúndurformi enda í æfingu fyrir 10 kílómetrahlaup í Reykjavíkurmaraþoni. Hún tók meira að segja smá skokk í Svíþjóð í fríinu. Hjúkkan er að koma sjálfri sér skemmtilega á óvart í þessu dæmi öllu og ætlar auðvitað að verða flottust á brautinni 18. ágúst n.k.
29/07/2007
Útilegu drottning!
Hjúkkan er orðin að opinberri útilegu drottningu í kjölfar þess að hafa massað gírinn um daginn. Já til hvers að bíða eftir búnaði sem til er en alltaf eitthvað sem kemur til með að koma í veg fyrir notkun hans. Hjúkkan smellti í tjald, dýnu, pumpu og kælibox sem hægt er að tengja í rafmagn á bílnum og því helst allt kalt og fínt :)
Fyrsta útilegan var nú stutt - bara eina nótt enda var veðrið eftir spánni. Það passaði að rigningin byrjaði um leið og gírinn var kominn í bílinn daginn eftir. Kvöldið fór í grill, nokkra kalda eins og lög gera ráð fyrir, spil og spjall. Alveg yndisleg kvöldstund og verður vonandi fljótlega endurtekin.
Að öðru leyti er hjúkkan sem sagt skriðin upp úr veikindunum sem kostuðu 6 daga af sumarfríi í vanlíðan og verkjalyf. Nú er málið að koma sér í form og hlaupa smá í Reykjavíkurmaraþoninu. Hjúkkan er nú ekki haldin svo mikilli bilun að halda að hún fari mjög langt í hlaupinu er 10 kílómetrar er nú ágætis vegalengd fyrir byrjendur.
Á morgun byrja svo haust ferðalög vinnunnar, reyndar bara stutt stopp í Köben í þetta sinn og svo aftur í næstu viku. Hver veit nema það sé kominn nýr in-flight-shopping bæklingur :)
Hjúkkan er orðin að opinberri útilegu drottningu í kjölfar þess að hafa massað gírinn um daginn. Já til hvers að bíða eftir búnaði sem til er en alltaf eitthvað sem kemur til með að koma í veg fyrir notkun hans. Hjúkkan smellti í tjald, dýnu, pumpu og kælibox sem hægt er að tengja í rafmagn á bílnum og því helst allt kalt og fínt :)
Fyrsta útilegan var nú stutt - bara eina nótt enda var veðrið eftir spánni. Það passaði að rigningin byrjaði um leið og gírinn var kominn í bílinn daginn eftir. Kvöldið fór í grill, nokkra kalda eins og lög gera ráð fyrir, spil og spjall. Alveg yndisleg kvöldstund og verður vonandi fljótlega endurtekin.
Að öðru leyti er hjúkkan sem sagt skriðin upp úr veikindunum sem kostuðu 6 daga af sumarfríi í vanlíðan og verkjalyf. Nú er málið að koma sér í form og hlaupa smá í Reykjavíkurmaraþoninu. Hjúkkan er nú ekki haldin svo mikilli bilun að halda að hún fari mjög langt í hlaupinu er 10 kílómetrar er nú ágætis vegalengd fyrir byrjendur.
Á morgun byrja svo haust ferðalög vinnunnar, reyndar bara stutt stopp í Köben í þetta sinn og svo aftur í næstu viku. Hver veit nema það sé kominn nýr in-flight-shopping bæklingur :)
23/07/2007
Framkvæmdargleði í veikindum!
Sumarfríið er orðið mjög dæmigert hjá hjúkkunni - komin rigning og hjúkkan lögst í hálsbólgu og hita!! En hjúkkan lætur ekkert smá hita og verki í öllum líkamanum stoppa sig. Þar sem hjúkkan hefur nú smá vit á lyfjum er hún búin að vera að notast við íbúfen og panodil með góðum árangri. Þegar blandan er í fullri virkni er hjúkkan ekkert nema fersk og til í tuskið. Af þeim völdum tók hún sig til og reif skápinn úr holinu í forstofunni, ein og óstudd og ekkert smá stolt af sjálfri sér... Mágmaðurinn kom á laugardaginn og henti upp ljósunum í loftið og hjúkkan lá í nettu lyfjamógi á meðan. Til að kóróna allt saman tók hjúkkan sig til og endurskipurlagði skápinn á baðinu, í svefnherberginu og bar olíu á húsgögnin á svölunum.
Eftir alla þessar framkvæmdir var ekki um annað að ræða en að koma sér til læknis og fá eitthvað almennilegt við þessum veikindum því hjúkkan er búin að framkvæma öll þau verk sem henni dettur í hug á heimilinu í augnarblikinu. Hjúkkan hafði mestar áhyggjur af því að hún yrði farin að banka uppá í öðrum íbúðum í húsinum og bjóðast til þess að þrífa!!!!!
Nú er hjúkkan komin með sýklalyf og getur því farið að sigrast á þessum fjanda og halda hlaupaæfingum sínum áfram. Stefnan er tekin á 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og nú er bara að duga eða drepast!!!
Sumarfríið er orðið mjög dæmigert hjá hjúkkunni - komin rigning og hjúkkan lögst í hálsbólgu og hita!! En hjúkkan lætur ekkert smá hita og verki í öllum líkamanum stoppa sig. Þar sem hjúkkan hefur nú smá vit á lyfjum er hún búin að vera að notast við íbúfen og panodil með góðum árangri. Þegar blandan er í fullri virkni er hjúkkan ekkert nema fersk og til í tuskið. Af þeim völdum tók hún sig til og reif skápinn úr holinu í forstofunni, ein og óstudd og ekkert smá stolt af sjálfri sér... Mágmaðurinn kom á laugardaginn og henti upp ljósunum í loftið og hjúkkan lá í nettu lyfjamógi á meðan. Til að kóróna allt saman tók hjúkkan sig til og endurskipurlagði skápinn á baðinu, í svefnherberginu og bar olíu á húsgögnin á svölunum.
Eftir alla þessar framkvæmdir var ekki um annað að ræða en að koma sér til læknis og fá eitthvað almennilegt við þessum veikindum því hjúkkan er búin að framkvæma öll þau verk sem henni dettur í hug á heimilinu í augnarblikinu. Hjúkkan hafði mestar áhyggjur af því að hún yrði farin að banka uppá í öðrum íbúðum í húsinum og bjóðast til þess að þrífa!!!!!
Nú er hjúkkan komin með sýklalyf og getur því farið að sigrast á þessum fjanda og halda hlaupaæfingum sínum áfram. Stefnan er tekin á 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu og nú er bara að duga eða drepast!!!
19/07/2007
Hjúkkan og iðnaðarmaðurinn!
Fyrirsögnin hljómar eins og góð kjaftasaga sem maður flytur í Fjarðarkaupum en svo krassandi verður þessi færsla nú ekki :)
Þessa dagana er hjúkkan að vinna að "rigningar-dags-verkefnunum" sínum sem eru komin til framkvæmdar á meðan sumarfríinu stendur. Eins og þeir sem hjúkkuna þekkja vita þeir að rigning fylgir yfirleitt sumarfríi hennar og hjúkkan hætt að velta því fyrir sér af hverju enginn vill vera í fríi á sama tíma og hún!!! Nema hvað að nú er hjúkkan á fullu að mæla skápa, skúffur og sökkla í þeirri veiku von um að geta loksins farið í seinni hluta framkvæmda í Dofranum. Þar sem hjúkkan er búin að búa þar í 1 og hálft ár er kominn tími á að halda áfram hreiðurgerðinni sinni. Nú skal taka í gegn skápana á ganginum, í svefnherberginu og vonandi poppa upp eldhúsinnréttinguna. Af þessum völdum gengur hjúkkan stolt um með tommustokkinn sinn og málbandið. Það er alveg magnað hvað maður getur orðið mikill iðnaðarmaður þegar maður metur eigin getu til hins ýtrasta :) Það er alveg að borga sig að vera sporðdreki og verkfræðingsdóttir enda allt teiknað upp með mismunandi vinklum og pælingum. Nú vantar hjúkkunar bara svona vinnuvesti og buxur með svona hnéhlífum og þá er hún bara geim í framkvæmdir :) Það er kannski öllum og öllu fyrir bestu að sólin fari að skína að nýju því aldrei að vita hvar þessi framkvæmdargleði endar...
Fyrirsögnin hljómar eins og góð kjaftasaga sem maður flytur í Fjarðarkaupum en svo krassandi verður þessi færsla nú ekki :)
Þessa dagana er hjúkkan að vinna að "rigningar-dags-verkefnunum" sínum sem eru komin til framkvæmdar á meðan sumarfríinu stendur. Eins og þeir sem hjúkkuna þekkja vita þeir að rigning fylgir yfirleitt sumarfríi hennar og hjúkkan hætt að velta því fyrir sér af hverju enginn vill vera í fríi á sama tíma og hún!!! Nema hvað að nú er hjúkkan á fullu að mæla skápa, skúffur og sökkla í þeirri veiku von um að geta loksins farið í seinni hluta framkvæmda í Dofranum. Þar sem hjúkkan er búin að búa þar í 1 og hálft ár er kominn tími á að halda áfram hreiðurgerðinni sinni. Nú skal taka í gegn skápana á ganginum, í svefnherberginu og vonandi poppa upp eldhúsinnréttinguna. Af þessum völdum gengur hjúkkan stolt um með tommustokkinn sinn og málbandið. Það er alveg magnað hvað maður getur orðið mikill iðnaðarmaður þegar maður metur eigin getu til hins ýtrasta :) Það er alveg að borga sig að vera sporðdreki og verkfræðingsdóttir enda allt teiknað upp með mismunandi vinklum og pælingum. Nú vantar hjúkkunar bara svona vinnuvesti og buxur með svona hnéhlífum og þá er hún bara geim í framkvæmdir :) Það er kannski öllum og öllu fyrir bestu að sólin fari að skína að nýju því aldrei að vita hvar þessi framkvæmdargleði endar...
16/07/2007
Góðir menn eru til!
Trú hjúkkunnar á góðmennsku fékk endurræsingu í gær þegar hún var í öngum sínum við Reykjanesbrautina. Þannig var að hjúkkan var á leið heim úr grilli hjá gamla settinu þegar fóru að berast einkennileg hljóð aftan úr bílnum hennar. Hún ákvað að keyra aðeins lengra í þeirri veiku von um að hljóðið hætti - en svo fór ekki. Því keyrði hjúkkan út í kant við Reykjanesbrautina og fór að athuga með bílinn. Jú viti menn - alveg gjörsamlega sprungið á öðru afturhjólinu!! Nú voru góð ráð dýr - hjúkkan hafði einhvern tímann séð varadekkið undir dæminu í skottinu en hvar tjakkurinn var og svoleiðis dót var önnur spurning. Eftir góða leit fannst tjakkurinn og dótið undir dekkinu - kirfilega skrúfað niður svo enginn gæti mögulega losað hann og stolið!! Eftir stutta stund var hjúkkunni ljóst að hún gæti ekki losað tjakkinn og þarf af leiðandi ekki reddað sér. Hún hringdi nokkur símtöl en allir voru að horfa á úrslitin í Copa America eða að redda málum og enginn gat komið að hjálpa stelpunni.
Hún bograði eina ferðina enn inn í skottið og reyndi að losa draslið ( auðvitað í stutta gallapilsinu sínu..) og bar þá að þennan góða mann. Hann vatt sér upp að bílnum og bauð fram aðstoð sína. Hjúkkan þakkaði Guði fyrir þessa sendingu og gaurinn enga stund að redda þessu. Kom síðar í ljós að hann vinnur hjá Brimborg og kann því vel á svona bíla. Hjúkkan þakkaði honum af öllum hug og keyrði heim hin glaðasta með nýja trú á karlmönnum - þessir góðu eru til!!!
Í dag fór hjúkkan með dekkið í viðgerð þar sem það var úrskurðað látið - jamm stærðarinnar skrúfa var lengst inni í því og dekkið ónýtt að innan sem utan. Kosturinn við fyrirtækjabíla er að láta svo bara senda reikinginn á fyrirtækið og ganga brosandi burtu :)
Annars var fyrsti dagurinn í sumarfríi í dag og komst hjúkkan í gegnum hann án þess að skoða tölvupóstinn sinn. Hún skottaðist með Maríu systir og gullmolunum og gekk frá dekkjamálinu. Í kvöld brá nú hjúkkunni aldeilis við fréttirnar af TF- Sif sem lenti í sjónum. Sem betur fer sakaði engan og sá sem átti að vera á þyrlunni á þurru landi.
Trú hjúkkunnar á góðmennsku fékk endurræsingu í gær þegar hún var í öngum sínum við Reykjanesbrautina. Þannig var að hjúkkan var á leið heim úr grilli hjá gamla settinu þegar fóru að berast einkennileg hljóð aftan úr bílnum hennar. Hún ákvað að keyra aðeins lengra í þeirri veiku von um að hljóðið hætti - en svo fór ekki. Því keyrði hjúkkan út í kant við Reykjanesbrautina og fór að athuga með bílinn. Jú viti menn - alveg gjörsamlega sprungið á öðru afturhjólinu!! Nú voru góð ráð dýr - hjúkkan hafði einhvern tímann séð varadekkið undir dæminu í skottinu en hvar tjakkurinn var og svoleiðis dót var önnur spurning. Eftir góða leit fannst tjakkurinn og dótið undir dekkinu - kirfilega skrúfað niður svo enginn gæti mögulega losað hann og stolið!! Eftir stutta stund var hjúkkunni ljóst að hún gæti ekki losað tjakkinn og þarf af leiðandi ekki reddað sér. Hún hringdi nokkur símtöl en allir voru að horfa á úrslitin í Copa America eða að redda málum og enginn gat komið að hjálpa stelpunni.
Hún bograði eina ferðina enn inn í skottið og reyndi að losa draslið ( auðvitað í stutta gallapilsinu sínu..) og bar þá að þennan góða mann. Hann vatt sér upp að bílnum og bauð fram aðstoð sína. Hjúkkan þakkaði Guði fyrir þessa sendingu og gaurinn enga stund að redda þessu. Kom síðar í ljós að hann vinnur hjá Brimborg og kann því vel á svona bíla. Hjúkkan þakkaði honum af öllum hug og keyrði heim hin glaðasta með nýja trú á karlmönnum - þessir góðu eru til!!!
Í dag fór hjúkkan með dekkið í viðgerð þar sem það var úrskurðað látið - jamm stærðarinnar skrúfa var lengst inni í því og dekkið ónýtt að innan sem utan. Kosturinn við fyrirtækjabíla er að láta svo bara senda reikinginn á fyrirtækið og ganga brosandi burtu :)
Annars var fyrsti dagurinn í sumarfríi í dag og komst hjúkkan í gegnum hann án þess að skoða tölvupóstinn sinn. Hún skottaðist með Maríu systir og gullmolunum og gekk frá dekkjamálinu. Í kvöld brá nú hjúkkunni aldeilis við fréttirnar af TF- Sif sem lenti í sjónum. Sem betur fer sakaði engan og sá sem átti að vera á þyrlunni á þurru landi.
15/07/2007
Sumarfrí!
Þá er hjúkkan loksins komin í sumarfrí eftir tveggja ára vinnutörn. Þar sem hjúkkan skipti um vinnu síðasta sumar tók hún sér ekkert frí og var því orðin ansi langþreytt eftir þessu fríi. Fríið byrjaði á smá vinnu í Þórsmörk fyrir íþróttabandalag reykjavíkur í tengslum við Laugarvegs maraþonið og var það bara yndislegt. Það er alltaf gaman að koma inn í Þórsmörk þó svo að það hafi nú verið svolítið napurt og blautt þar í gær. Dagurinn leið hratt og áður en maður vissi af voru allir hlaupararnir komnir niður og lítið að gera hjá landsliðinu í mótttöku slasaðra s.s. hjúkkunni og Bjarna lækni.
Eitthvað virðast örlogin vera að gera grín að hjúkkunni þessa dagana með tilheyrandi dramatík og fólki sem hjúkkan vill sem minnst rekast á. En eins og hjúkkunni einni er lagið er bara mál að láta sér líða vel og gera hluti sem henni finnst skemmtilegir.
Dagurinn í dag er búinn að fara í sólabað á svölunum með kaffibolla og nokkur eintök af Cosmopolitan. Þannig er að hjúkkan kaupir alltaf Cosmo fyrir flug og sofnar svo fljótlega eftir að lesturinn er hafinn. Því á hún mikið magn af hálflesnum Cosmo og við stelpurnar kunnum regluna - maður hendir aldrei hálflesnu COSMO!!!!
Hjúkkan fór inn á síðu sem Kjáninn mætli með til að sjá hvaða lag var á toppi Billboard listans daginn sem hún fæddist og það þarf auðvitað ekki að koma á óvart hvaða titil lagið ber sem trónaði á toppnum 5. nóvember 1977... "You light up my life" með Bonnie Doone sem hjúkkunni finnst einstaklega vel viðeigandi á hennar degi :) Jæja nú er málið að fara að "light up" lífi þeirra sem í kringum hana eru. Góðar sumarstundir :)
Þá er hjúkkan loksins komin í sumarfrí eftir tveggja ára vinnutörn. Þar sem hjúkkan skipti um vinnu síðasta sumar tók hún sér ekkert frí og var því orðin ansi langþreytt eftir þessu fríi. Fríið byrjaði á smá vinnu í Þórsmörk fyrir íþróttabandalag reykjavíkur í tengslum við Laugarvegs maraþonið og var það bara yndislegt. Það er alltaf gaman að koma inn í Þórsmörk þó svo að það hafi nú verið svolítið napurt og blautt þar í gær. Dagurinn leið hratt og áður en maður vissi af voru allir hlaupararnir komnir niður og lítið að gera hjá landsliðinu í mótttöku slasaðra s.s. hjúkkunni og Bjarna lækni.
Eitthvað virðast örlogin vera að gera grín að hjúkkunni þessa dagana með tilheyrandi dramatík og fólki sem hjúkkan vill sem minnst rekast á. En eins og hjúkkunni einni er lagið er bara mál að láta sér líða vel og gera hluti sem henni finnst skemmtilegir.
Dagurinn í dag er búinn að fara í sólabað á svölunum með kaffibolla og nokkur eintök af Cosmopolitan. Þannig er að hjúkkan kaupir alltaf Cosmo fyrir flug og sofnar svo fljótlega eftir að lesturinn er hafinn. Því á hún mikið magn af hálflesnum Cosmo og við stelpurnar kunnum regluna - maður hendir aldrei hálflesnu COSMO!!!!
Hjúkkan fór inn á síðu sem Kjáninn mætli með til að sjá hvaða lag var á toppi Billboard listans daginn sem hún fæddist og það þarf auðvitað ekki að koma á óvart hvaða titil lagið ber sem trónaði á toppnum 5. nóvember 1977... "You light up my life" með Bonnie Doone sem hjúkkunni finnst einstaklega vel viðeigandi á hennar degi :) Jæja nú er málið að fara að "light up" lífi þeirra sem í kringum hana eru. Góðar sumarstundir :)
11/07/2007
Ein sápan tekur við af annarri!
Þar sem hjúkkan er búin að taka tvær umferðir á Grey´s seríurnar tvær og bíður spennt eftir þeirri þriðju er ekki um annað að ræða en finna sér nýja sápu til að horfa á þangað til. Hjúkkan er nú ekkert að farast úr frumleika í þessu máli, heldur ákveð að skella sér í gegnum Friends seríurnar, eins brjóstumkennanlegt og það hljómar. En það er einhvern veginn svo þæginlegt að liggja bara uppi í sófa og horfa á eitthvað sem krefst ekki mikillar einbeitingar.
Hjúkkan þarf á allri einbeitingu að halda þessa dagana þar sem sumarfríið byrjar eftir 2 daga. Frekar stórt verkefni datt inn í gær og er hjúkkan að dunda sér við lestur þessa dagana. Hún þarf nefnilega að klára um 1000 blaðsíður fyrir þjálfun sem hún fer í að sumarfríi loknu.
Já Köben verður tekin með trompi tvisvar sinnum á 10 dögum í lok júlí og byrjun ágúst. Sumarfríið hefur ekki verið skipurlagt að neinu nema svefni og afslöppun. Hver veit nema hjúkkan fari í hreiðurgerð á eigin heimili eða bara missi þetta upp í kæruleysi og skelli sér eitthvað til útlanda. Draumurinn er auðvitað að elta bara sólina um Ísland, en það er nú frekar dauf stemning í því að rúnta um landið einn! En hjúkkan ætlar ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu og reyna bara að njóta lífsins enda fyrsta sumarfrí í tvö ár.
Þar sem hjúkkan er búin að taka tvær umferðir á Grey´s seríurnar tvær og bíður spennt eftir þeirri þriðju er ekki um annað að ræða en finna sér nýja sápu til að horfa á þangað til. Hjúkkan er nú ekkert að farast úr frumleika í þessu máli, heldur ákveð að skella sér í gegnum Friends seríurnar, eins brjóstumkennanlegt og það hljómar. En það er einhvern veginn svo þæginlegt að liggja bara uppi í sófa og horfa á eitthvað sem krefst ekki mikillar einbeitingar.
Hjúkkan þarf á allri einbeitingu að halda þessa dagana þar sem sumarfríið byrjar eftir 2 daga. Frekar stórt verkefni datt inn í gær og er hjúkkan að dunda sér við lestur þessa dagana. Hún þarf nefnilega að klára um 1000 blaðsíður fyrir þjálfun sem hún fer í að sumarfríi loknu.
Já Köben verður tekin með trompi tvisvar sinnum á 10 dögum í lok júlí og byrjun ágúst. Sumarfríið hefur ekki verið skipurlagt að neinu nema svefni og afslöppun. Hver veit nema hjúkkan fari í hreiðurgerð á eigin heimili eða bara missi þetta upp í kæruleysi og skelli sér eitthvað til útlanda. Draumurinn er auðvitað að elta bara sólina um Ísland, en það er nú frekar dauf stemning í því að rúnta um landið einn! En hjúkkan ætlar ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu og reyna bara að njóta lífsins enda fyrsta sumarfrí í tvö ár.
30/06/2007
Frekknótt og fersk!
Hjúkkan er að verða að einni frekknu eftir útilegu helgarinnar. Leiðin lá í Húsafell með góðra vina hópi og var þetta algjör snilldar útilega. Við strákarnir (hjúkkan, Maggi og Haffi) fórum í golf eftir tjöldun og stelpurnar (Höski, Þóra og Eyrún) fóru í göngutúr og höfðu til matinn á meðan. Eftir dásamlega grillveislu átti Nonninn komu ársins í útileguna - hversu margir koma bara á flugvélinni í Húsafell?
Börnin voru dásamleg og sannaðist það að það er nú lítið mál að skella sér í fjölskyldustemninguna í útilegu. Það voru helst börn annarra sem fóru í taugarnar á hópnum enda voru svona milljón fjölskyldur í Húsafelli þessa helgina.
Dagurinn byrjaði með nettu andláti úr hita inni í tjaldinu og svo tók við smá sólbað og sund. Skömmu eftir að sólbaðið hófst var hjúkkan brunnin og komin með sólarexem - ótrúlega sjarmerandi. Í staðinn var bakinu stýrt í sólina í sundinu sem þýðir að nú er hjúkkan að rembast við að koma after sun kreminu á bakið - ekki alveg það auðveldasta sem hjúkkan veit um. Hvar er hjálpin þegar svona stendur á??
Kvöldið fór í after-sun áburð og sófa með góðu teppi. Gert er ráð fyrir því að morgundagurinn fari líka í after-sun meðferð og afslöppun. Sem sagt yndisleg helgi og strax komin plön um næstu útlegu eftir viku. Maður þarf nú að viðhalda frekknunum og brúnkunni :)
Hjúkkan er að verða að einni frekknu eftir útilegu helgarinnar. Leiðin lá í Húsafell með góðra vina hópi og var þetta algjör snilldar útilega. Við strákarnir (hjúkkan, Maggi og Haffi) fórum í golf eftir tjöldun og stelpurnar (Höski, Þóra og Eyrún) fóru í göngutúr og höfðu til matinn á meðan. Eftir dásamlega grillveislu átti Nonninn komu ársins í útileguna - hversu margir koma bara á flugvélinni í Húsafell?
Börnin voru dásamleg og sannaðist það að það er nú lítið mál að skella sér í fjölskyldustemninguna í útilegu. Það voru helst börn annarra sem fóru í taugarnar á hópnum enda voru svona milljón fjölskyldur í Húsafelli þessa helgina.
Dagurinn byrjaði með nettu andláti úr hita inni í tjaldinu og svo tók við smá sólbað og sund. Skömmu eftir að sólbaðið hófst var hjúkkan brunnin og komin með sólarexem - ótrúlega sjarmerandi. Í staðinn var bakinu stýrt í sólina í sundinu sem þýðir að nú er hjúkkan að rembast við að koma after sun kreminu á bakið - ekki alveg það auðveldasta sem hjúkkan veit um. Hvar er hjálpin þegar svona stendur á??
Kvöldið fór í after-sun áburð og sófa með góðu teppi. Gert er ráð fyrir því að morgundagurinn fari líka í after-sun meðferð og afslöppun. Sem sagt yndisleg helgi og strax komin plön um næstu útlegu eftir viku. Maður þarf nú að viðhalda frekknunum og brúnkunni :)
20/06/2007
Erfiðir tímar!
Það eru ekki allir sem ganga um í dag og lýsa því yfir að vera stoltir KR-ingar. Hjúkkan er í hópi þeirra sem enn viðurkenna stuðning sinn við klúbbinn og finnst þetta orðið frekar grátbroslegt hvernig komið er fyrir liðinu í deildinni. Hjúkkan átti stuðningsviðtal við annan KR-ing um daginn þar sem rætt var meðal annars um möguleika á að styðja annan klúbb. Það er bara ekkert svo auðvelt! Maður slítur nú ekki strenginn við Frostaskjólið en það er allt í lagi að hafa "auka" uppáhalds lið sem maður getur alla vega glaðst yfir sigrum. En það er það pælingin hverja má maður styðja?
Gamla línan "Frekar dauður en rauður" lýsir vel hug manns til Vals, ekki er heldur inni í myndinni að fylgja Fram og hvað þá heldur Fylki. Þá er nú svo sem einn Reykjavíkurklúbbur eftir Víkingur sem er nú innan leyfilegra marka. Hjúkkan átti nú eitt tímabil sem vinstri bakvörður í 2. flokki hjá Víking og á enn keppnistreyjuna sína sem gerir það að verkum að Víkingur kemur sterkt inn. Hjúkkan er þó sífellt undir mikilli pressu á að fara bara að styðja hverfisliðið sitt - en það er einnig á bannlistanum, þó það sé í sömu litum og KR!!!!
HK og Breiðablik eiga jafnan sjéns og þá heldur HK þar sem það er alltaf gaman að fylgjast með nýliðum í deildinni.
Eins og staðan er núna er það bara Áfram Ísland fyrir leikinn á morgun og hitt verður að koma í ljós.
Það eru ekki allir sem ganga um í dag og lýsa því yfir að vera stoltir KR-ingar. Hjúkkan er í hópi þeirra sem enn viðurkenna stuðning sinn við klúbbinn og finnst þetta orðið frekar grátbroslegt hvernig komið er fyrir liðinu í deildinni. Hjúkkan átti stuðningsviðtal við annan KR-ing um daginn þar sem rætt var meðal annars um möguleika á að styðja annan klúbb. Það er bara ekkert svo auðvelt! Maður slítur nú ekki strenginn við Frostaskjólið en það er allt í lagi að hafa "auka" uppáhalds lið sem maður getur alla vega glaðst yfir sigrum. En það er það pælingin hverja má maður styðja?
Gamla línan "Frekar dauður en rauður" lýsir vel hug manns til Vals, ekki er heldur inni í myndinni að fylgja Fram og hvað þá heldur Fylki. Þá er nú svo sem einn Reykjavíkurklúbbur eftir Víkingur sem er nú innan leyfilegra marka. Hjúkkan átti nú eitt tímabil sem vinstri bakvörður í 2. flokki hjá Víking og á enn keppnistreyjuna sína sem gerir það að verkum að Víkingur kemur sterkt inn. Hjúkkan er þó sífellt undir mikilli pressu á að fara bara að styðja hverfisliðið sitt - en það er einnig á bannlistanum, þó það sé í sömu litum og KR!!!!
HK og Breiðablik eiga jafnan sjéns og þá heldur HK þar sem það er alltaf gaman að fylgjast með nýliðum í deildinni.
Eins og staðan er núna er það bara Áfram Ísland fyrir leikinn á morgun og hitt verður að koma í ljós.
19/06/2007
Áfram stelpur!
Góðu konur - til hamingju með daginn! Hjúkkan var nú samt ekki alveg að fatta þetta í morgun og fór ekki í bleiku í vinnuna, en er í staðinn bara bleik í hjarta.
Hjúkkan er að missa sig þessa dagana yfir landsleikjum í hinum ýmsustu íþróttagreinum. Hún skellti sér með Hrönnslunni á landsleikinn í handbolta á 17. júní. Stemningin í Höllinn var ótrúlega góð og stelpan söng þjóðsönginn af miklum mæti. Reyndar gerði gaurinn sem sat við hlið hennar það líka og ekki vantaði innlifunina - en hann ætti allaveg ekki að hætta í dagvinnunni til að verða söngvari.
Þar sem kvennalandsliðið í fótbolta lagði Frakkana á laugardaginn er hjúkkan meira að segja að hugsa um að skella sér á leikinn þeirra á fimmtudaginn. Þær eiga svo aldeilis allt gott skilið enda eru þær að standa sig massa vel. Kannski að hjúkkan láti aðeins bíða með að skella sér á leik hjá KR - sem hjúkkan hefur nú fulla trú á fyrir leikinn á morgun á móti HK.
Jæja nú er mál að stelpast aðeins meira - allt að vera tilbúið fyrir brúðkaupið á laugardag og vonandi að það komi ekki upp fleiri óvænt atvik. Hjúkkan á bara eftir að redda sér hárgreiðslu!!!
Góðu konur - til hamingju með daginn! Hjúkkan var nú samt ekki alveg að fatta þetta í morgun og fór ekki í bleiku í vinnuna, en er í staðinn bara bleik í hjarta.
Hjúkkan er að missa sig þessa dagana yfir landsleikjum í hinum ýmsustu íþróttagreinum. Hún skellti sér með Hrönnslunni á landsleikinn í handbolta á 17. júní. Stemningin í Höllinn var ótrúlega góð og stelpan söng þjóðsönginn af miklum mæti. Reyndar gerði gaurinn sem sat við hlið hennar það líka og ekki vantaði innlifunina - en hann ætti allaveg ekki að hætta í dagvinnunni til að verða söngvari.
Þar sem kvennalandsliðið í fótbolta lagði Frakkana á laugardaginn er hjúkkan meira að segja að hugsa um að skella sér á leikinn þeirra á fimmtudaginn. Þær eiga svo aldeilis allt gott skilið enda eru þær að standa sig massa vel. Kannski að hjúkkan láti aðeins bíða með að skella sér á leik hjá KR - sem hjúkkan hefur nú fulla trú á fyrir leikinn á morgun á móti HK.
Jæja nú er mál að stelpast aðeins meira - allt að vera tilbúið fyrir brúðkaupið á laugardag og vonandi að það komi ekki upp fleiri óvænt atvik. Hjúkkan á bara eftir að redda sér hárgreiðslu!!!
16/06/2007
Varnarveggur!
Hjúkkan er þessa dagana að berjast við varnarvegginn sinn sem virðist hafa þést töluvert undanfarna daga. Hluti af veggnum virkar þannig að maður leyfir sér ekki að sína sitt rétt andlit og gefa þar með fólki kost á því að sjá hvernig manni í raun og veru líður. Það er sko ekki málið að stelpan sé skriðin í eitthvað þunglyndiskast - síður en svo, en veggurinn veldur því nefnilega líka að maður getur ekki sýnt góðu tilfinningarnar sínar heldur. Veggurinn í kemur í veg fyrir það að maður geti sagt fólki hversu vænt manni þykir um það og líka hvað það er sem hræðir mann. Já þetta er margslungið vandamál en stelpan er að reyna að höggva í vegginn og vonast til að komast í gegnum hann fljótlega. Allt hefur sinn tíma ekki satt?
Á meðan er nú hjúkkan ekkert lögst undir sæng enda komið sumar og sól (alla vega stundum sól). Hún dreif sig í golf á fimmtudaginn og getur næsti hringur ekki orðið annað er betri miðað við þennan. Jább 5 boltar týndir á 9 holum er nú ekkert sérlega glæsilegt, en þetta var nú fyrsti hringur sumarsins og því má ekki kvarta.
Vikan fer í vinnu, brúnkukrem (svo maður verði flottur í brúðkaupinu um næstu helgi), afslöppun og vonandi einn golf hring. Á morgun er kjóladagur á slysó enda stórhátíðardagur - stelpan verður á vaktinni í voðalega fína hjúkrunarkonu kjólnum sínum. Það er alltaf svolítið skemmtileg stemning þegar kjóladagarnir eru, allir voðalega fínir og hátíðlegir. Jæja nóg af bulli í bili - en ef einhver veit um stuðninsmannaklúbb í knattspyrnu sem vantar vanan stuðningsmann, bara senda stelpunni línu :)
Hjúkkan er þessa dagana að berjast við varnarvegginn sinn sem virðist hafa þést töluvert undanfarna daga. Hluti af veggnum virkar þannig að maður leyfir sér ekki að sína sitt rétt andlit og gefa þar með fólki kost á því að sjá hvernig manni í raun og veru líður. Það er sko ekki málið að stelpan sé skriðin í eitthvað þunglyndiskast - síður en svo, en veggurinn veldur því nefnilega líka að maður getur ekki sýnt góðu tilfinningarnar sínar heldur. Veggurinn í kemur í veg fyrir það að maður geti sagt fólki hversu vænt manni þykir um það og líka hvað það er sem hræðir mann. Já þetta er margslungið vandamál en stelpan er að reyna að höggva í vegginn og vonast til að komast í gegnum hann fljótlega. Allt hefur sinn tíma ekki satt?
Á meðan er nú hjúkkan ekkert lögst undir sæng enda komið sumar og sól (alla vega stundum sól). Hún dreif sig í golf á fimmtudaginn og getur næsti hringur ekki orðið annað er betri miðað við þennan. Jább 5 boltar týndir á 9 holum er nú ekkert sérlega glæsilegt, en þetta var nú fyrsti hringur sumarsins og því má ekki kvarta.
Vikan fer í vinnu, brúnkukrem (svo maður verði flottur í brúðkaupinu um næstu helgi), afslöppun og vonandi einn golf hring. Á morgun er kjóladagur á slysó enda stórhátíðardagur - stelpan verður á vaktinni í voðalega fína hjúkrunarkonu kjólnum sínum. Það er alltaf svolítið skemmtileg stemning þegar kjóladagarnir eru, allir voðalega fínir og hátíðlegir. Jæja nóg af bulli í bili - en ef einhver veit um stuðninsmannaklúbb í knattspyrnu sem vantar vanan stuðningsmann, bara senda stelpunni línu :)
12/06/2007
Óvinurinn sigraður!
Hjúkkan er nú alveg á því að sumarið sé komið. Í morgun skellti hún meira sér í pils, setti í sig linsur og hlammaði framan á sig sólgleraugum enda er hún að slá í gegn þessa dagana. Sem fyrr er það auðvitað eigin mat sem segir henni að hún sé að slá í gegneftir að hafa slegist við sláttuvélina, hirt um garðinn og horfst í augu við óvininn án þess að blikka.
Málið með óvininn er að í gærkvöldi var hjúkkan að gera sig klára fyrir bólið og var að bursta tennurnar. Hún var búin að hátta sig og gekk inn í svefnherbergi til að ná í vatnsglasið sitt. Þegar hjúkkan hafði tekið eitt skref inn í herbergið sá hún óvininn sem blákalt var að dunda sér við að vefa rétt við rúmstokkinn, á samt mjög fáránlegan hátt beint niður úr loftinu. Já góða fólk þetta var sem sagt feit og ljót könguló!!! Nettur hrollur fór um hjúkkuna en hún var nú ekki kát við að horfast í augu við þetta kvikindi og ákvað að nú hefði köngulóin gengið of langt!! Ef hún hefði bara ákveðið að gera þennan vef sinn annars staðar - væri hún enn á lífi í dag.... Jább hjúkkan er nefnilega orðin mjög góð í að farga köngulóm og líf þessarar hlaut skjótan endi. Þetta verður vonandi til þess að óvelkomin skriðkvikindi hugsi sig tvisvar um áður en þau ákveða að koma sér of vel fyrir á stöðum sem eru ekki til þess fallnir.
Ætli vinir köngulóarinnar séu núna að spá í hvar hún sé? Það gæti verið að þeir hafi allir ætlað að hittast í hádegismat og svo bara vantar einn í hópinn...
Hjúkkan er nú alveg á því að sumarið sé komið. Í morgun skellti hún meira sér í pils, setti í sig linsur og hlammaði framan á sig sólgleraugum enda er hún að slá í gegn þessa dagana. Sem fyrr er það auðvitað eigin mat sem segir henni að hún sé að slá í gegneftir að hafa slegist við sláttuvélina, hirt um garðinn og horfst í augu við óvininn án þess að blikka.
Málið með óvininn er að í gærkvöldi var hjúkkan að gera sig klára fyrir bólið og var að bursta tennurnar. Hún var búin að hátta sig og gekk inn í svefnherbergi til að ná í vatnsglasið sitt. Þegar hjúkkan hafði tekið eitt skref inn í herbergið sá hún óvininn sem blákalt var að dunda sér við að vefa rétt við rúmstokkinn, á samt mjög fáránlegan hátt beint niður úr loftinu. Já góða fólk þetta var sem sagt feit og ljót könguló!!! Nettur hrollur fór um hjúkkuna en hún var nú ekki kát við að horfast í augu við þetta kvikindi og ákvað að nú hefði köngulóin gengið of langt!! Ef hún hefði bara ákveðið að gera þennan vef sinn annars staðar - væri hún enn á lífi í dag.... Jább hjúkkan er nefnilega orðin mjög góð í að farga köngulóm og líf þessarar hlaut skjótan endi. Þetta verður vonandi til þess að óvelkomin skriðkvikindi hugsi sig tvisvar um áður en þau ákveða að koma sér of vel fyrir á stöðum sem eru ekki til þess fallnir.
Ætli vinir köngulóarinnar séu núna að spá í hvar hún sé? Það gæti verið að þeir hafi allir ætlað að hittast í hádegismat og svo bara vantar einn í hópinn...
04/06/2007
Ótrúlega flott lag!
Hjúkkan var að hanga á netinu í kvöld og rakst á þetta líka flotta lag með hljómsveitinni Muse. Lagið er svolítið melankólískt og textinn eins og gerist bestur í rólegum og melankólískum fíling. Hjúkkan er svolítið aftanlega á merinni stundum hvað tónlist varðar og sennilega í þessu máli líka og þykir líklegast að þetta hafi verið mjög vinsælt fyrir nokkrum árum síðan.
Lagið heitir "Unintented" og er hægt að nálgast hér
http://youtube.com/watch?v=92wD8dQ_B54
Textinn er eins og í góðri dramatískri mynd
You could be my unintended
Choice to live my life extended
You could be the one I'll always love
You could be the one who listens to my deepest inquisitions
You could be the one I'll always love
I'll be there as soon as I can
But I'm busy mending broken pieces of the life I had before
First there was the one who challenged
All my dreams and all my balance
She could never be as good as you
You could be my unintended
Choice to live my life extended
You should be the one I'll always love
I'll be there as soon as I can
But I'm busy mending broken pieces of the life I had before
I'll be there as soon as I can
But I'm busy mending broken pieces of the life I had before
Before you
Hjúkkan var að hanga á netinu í kvöld og rakst á þetta líka flotta lag með hljómsveitinni Muse. Lagið er svolítið melankólískt og textinn eins og gerist bestur í rólegum og melankólískum fíling. Hjúkkan er svolítið aftanlega á merinni stundum hvað tónlist varðar og sennilega í þessu máli líka og þykir líklegast að þetta hafi verið mjög vinsælt fyrir nokkrum árum síðan.
Lagið heitir "Unintented" og er hægt að nálgast hér
http://youtube.com/watch?v=92wD8dQ_B54
Textinn er eins og í góðri dramatískri mynd
You could be my unintended
Choice to live my life extended
You could be the one I'll always love
You could be the one who listens to my deepest inquisitions
You could be the one I'll always love
I'll be there as soon as I can
But I'm busy mending broken pieces of the life I had before
First there was the one who challenged
All my dreams and all my balance
She could never be as good as you
You could be my unintended
Choice to live my life extended
You should be the one I'll always love
I'll be there as soon as I can
But I'm busy mending broken pieces of the life I had before
I'll be there as soon as I can
But I'm busy mending broken pieces of the life I had before
Before you
02/06/2007
Flenigen....
Hjúkkan er eiginlega smá flenigen í kvöld. Þetta er lýsingarorð sem lýsir svolítið einkennilegu ástandi. Maður veit eiginlega ekki hvernig maður á að vera, gera eða hugsa og gerir ekkert annað en að velta því fyrir sér. Svona ástand getur staðið yfir í stuttan tíma ef maður finnur sér eitthvað annað að gera en að velta því fyrir sér af hverju maður hafi ekkert að gera. Og viti menn - hér kemur krosssaumurinn að góðum notum. Jú maður er nú kannski pínu over-the-hill þegar laugardagskvöld fara í að sauma út en svona er nú bara lífið stundum.
Dagurinn í dag markaði 4 ára tímamót höfðu mikil áhrif á hjúkkuna. Þennan dag fyrir 4 árum síðan kvaddi hjúkkan einstakling sem snart líf hennar á ótrúlega marga vegu og var henni mjög mikilvægur. Það hefur margt gerst á þessum 4 árum og ótrúlegt eiginlega hvað tíminn hefur liðið hratt og margt breyst. Planið hefur breyst nokkrum sinnum og óvæntar beygjur hafa orðið á leiðinni. En hjúkkan er ákveðin í því að gera það besta úr aðstæðum hverju sinni og nýta hvert tækifæri til þess að þroskast og dafna :) Já eitt til að bæta við skýringar á flenigen - þegar maður er með flenigen þá verður maður stundum voðalega heimspekilegur og djúpt hugsi :)
Hjúkkan er eiginlega smá flenigen í kvöld. Þetta er lýsingarorð sem lýsir svolítið einkennilegu ástandi. Maður veit eiginlega ekki hvernig maður á að vera, gera eða hugsa og gerir ekkert annað en að velta því fyrir sér. Svona ástand getur staðið yfir í stuttan tíma ef maður finnur sér eitthvað annað að gera en að velta því fyrir sér af hverju maður hafi ekkert að gera. Og viti menn - hér kemur krosssaumurinn að góðum notum. Jú maður er nú kannski pínu over-the-hill þegar laugardagskvöld fara í að sauma út en svona er nú bara lífið stundum.
Dagurinn í dag markaði 4 ára tímamót höfðu mikil áhrif á hjúkkuna. Þennan dag fyrir 4 árum síðan kvaddi hjúkkan einstakling sem snart líf hennar á ótrúlega marga vegu og var henni mjög mikilvægur. Það hefur margt gerst á þessum 4 árum og ótrúlegt eiginlega hvað tíminn hefur liðið hratt og margt breyst. Planið hefur breyst nokkrum sinnum og óvæntar beygjur hafa orðið á leiðinni. En hjúkkan er ákveðin í því að gera það besta úr aðstæðum hverju sinni og nýta hvert tækifæri til þess að þroskast og dafna :) Já eitt til að bæta við skýringar á flenigen - þegar maður er með flenigen þá verður maður stundum voðalega heimspekilegur og djúpt hugsi :)
01/06/2007
Flensuð!
Hjúkkan er eitthvað flensuð í dag og er við það að gefast upp á fótum sínum sökum beinverkja. Þetta er dagur 2 í þessum leiðindum og stemningin í Dofranum því ekki mjög mikil. Kvöldið fór í sófann enda lítið annað hægt að gera þegar maður er í svona ástandi. Nema hvað að hjúkkan var eiginlega búin að gleyma því hversu slæm sjónvarpskvöld föstudagskvöld eru. Maður á greinilega ekki að hafa gaman af því að njóta stundarinnar heima við sjónvarpið á föstudögum. Eftir góðan blund um eftirmiðdaginn þar sem hjúkkan var nú öll að koma til að eigin mati hófst áhorfið. Tveir þættir ef unglingaseríunni One Tree Hill sem einu sinni voru eðilegir þættir - en núna eru allir að lenda í fáránlegum lífsháska og mjög absúrd aðstæðum. Eftir tvo klukkutíma af unglingavandamálum hófst hinn ótrúlega kjánalegi Bachelor þáttur. Í þetta sinn er einhver gaur sem er með voðalega flott eftirnafn og á ógeðslega mikið af peningum að reyna að hössla kellingar. Í ofanálag er gaurinn víst með nafnbótina prins. Jú gellurnar voru alveg að missa sig yfir því að draumaprinsinn væri alvöru prins!!! Þetta fór fljótlega versnandi og kjánahrollurinn jókst samafara því. Þegar ein gellan hóf svo að syngja óperu af svölunum til að ná athygli gaursins varð kjánahrollurinn að aumingjahroll og hjúkkan óskaði þess heitast að þessi þáttur færi að taka enda. Maður getur svo sem sjálfum sér um kennt þegar maður situr sjálfviljugur fyrir framan tækið og gæti alveg slökkt á því eða teigt sig í fjarstýringuna.
Nú eru fæturinir alveg búnir að fá nóg og hjúkkan sér þann kost bestan að koma sér bara í háttinn.
Hjúkkan er eitthvað flensuð í dag og er við það að gefast upp á fótum sínum sökum beinverkja. Þetta er dagur 2 í þessum leiðindum og stemningin í Dofranum því ekki mjög mikil. Kvöldið fór í sófann enda lítið annað hægt að gera þegar maður er í svona ástandi. Nema hvað að hjúkkan var eiginlega búin að gleyma því hversu slæm sjónvarpskvöld föstudagskvöld eru. Maður á greinilega ekki að hafa gaman af því að njóta stundarinnar heima við sjónvarpið á föstudögum. Eftir góðan blund um eftirmiðdaginn þar sem hjúkkan var nú öll að koma til að eigin mati hófst áhorfið. Tveir þættir ef unglingaseríunni One Tree Hill sem einu sinni voru eðilegir þættir - en núna eru allir að lenda í fáránlegum lífsháska og mjög absúrd aðstæðum. Eftir tvo klukkutíma af unglingavandamálum hófst hinn ótrúlega kjánalegi Bachelor þáttur. Í þetta sinn er einhver gaur sem er með voðalega flott eftirnafn og á ógeðslega mikið af peningum að reyna að hössla kellingar. Í ofanálag er gaurinn víst með nafnbótina prins. Jú gellurnar voru alveg að missa sig yfir því að draumaprinsinn væri alvöru prins!!! Þetta fór fljótlega versnandi og kjánahrollurinn jókst samafara því. Þegar ein gellan hóf svo að syngja óperu af svölunum til að ná athygli gaursins varð kjánahrollurinn að aumingjahroll og hjúkkan óskaði þess heitast að þessi þáttur færi að taka enda. Maður getur svo sem sjálfum sér um kennt þegar maður situr sjálfviljugur fyrir framan tækið og gæti alveg slökkt á því eða teigt sig í fjarstýringuna.
Nú eru fæturinir alveg búnir að fá nóg og hjúkkan sér þann kost bestan að koma sér bara í háttinn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)