Botninn á sjónvarpsmenningunni!
Hjúkkan er nú alveg á því að botninum hafi verið náð í lélegu sjónvarpsefni. Jább "raunveruleikaþátturinn" High School Reunion fær verðlaunin sem versta hugmynd sögunnar! Manni verður eiginlega illt við það að horfa á alla þessa einstaklinga slefandi upp í og utan í hvert annað og svo tengjast allir aftur æskuástinni sinni - já ég væri til í að gubba ef ég kæmist hratt á salernið ( er að máta nýju skíðaskónna og fer ekki hratt yfir á parketinu). Má ég þá frekar biðja um góða dramatík í Americas Next top Model eða Canadas next serial killer...
26/02/2008
Hamingjusöm á nýju skíðaskónum!
Hjúkkan blómstrar af hamingju í dag þar sem hún festi kaup á nýjum skíðaskóm. Þar sem gömlu góðu hlunkarnir sungu sitt síðasta í Bláfjöllum á sunnudag var ekki um annað að ræða en að smella sér á Nordica GTS 6 (gat nú verið að týpa væri númer 6 )... Til þess að venjast skónum er hjúkkan búin að spóka sig um á heimili sínu í kvöld, íklædd microfleece gammósíunum, skíðasokkunum og nýju fínu skíðaskónum. Já þetta er sérlega smart!!!
Það hefur svo margt gerst undanfarna daga að hjúkkan man einfaldlega ekki hvar hún ætlaði að byrja með þessa færslu. Hápunktarnir voru auðvitað kjánahrollur og pína yfir lokakvöldi Eurovision. Það er alveg magnað hvað "tæknilegir örðugleikar" gátu skyggt mikið á þessa líka hæfileikaríku söngkonu Mercedes Club... og eigum við að fara út í dáleiðslu umræðuna???
Hjúkkan er þó sammála hinum ný-útlítandi karaokedrottningum um að það er farið að vanta almennilegt Eurovision partý. Það er orðið svolítið brjóstumkennanlegt þegar "Eurovision partý Páls Óskars" eru haldin á lokakvöldi undankeppninnar á RÚV en ekki á Eurovision daginn sjálfan.
Ford krúttið hefur svo verið að plaga stelpuna sem óvæntum uppákomum og ítrekuðum ferðum á verkstæðið. Fyrir nokkrum ákvað Fordinn að opna skottið í tíma og ótíma, hvort sem það hentaði hjúkkunni eða ekki. Þið getið rétt ýmindað ykkur gleðina að þurfa að hlaupa út úr bílnum á rauða ljósi til að loka þessu sjálfopnandi skotti. Eftir þá viðgerð fékk bíllinn aðra hugmynd og sú var að halda því fram að framhurðin væri opin. Til að bögga hjúkkuna enn meira en með skottopnuninni þá vældi bílli á 2 sek fresti vegna nýja vandans. Hjúkkan strauk bílnum og talaði við hann og reyndi allt sem hún gat þar til að hún gafst upp og sendi bílinn til læknis þar sem hann er núna. Á meðan spókar stelpan sig á þessum líka gellulega bíl sem hefur unnið hug og hjarta hjúkkunnar. Ætli fákurinn verið ekki tekinn upp í Bláfjöll á morgun undir fallegu skíðaskóna og fríðu hjúkkuna :)
Hjúkkan blómstrar af hamingju í dag þar sem hún festi kaup á nýjum skíðaskóm. Þar sem gömlu góðu hlunkarnir sungu sitt síðasta í Bláfjöllum á sunnudag var ekki um annað að ræða en að smella sér á Nordica GTS 6 (gat nú verið að týpa væri númer 6 )... Til þess að venjast skónum er hjúkkan búin að spóka sig um á heimili sínu í kvöld, íklædd microfleece gammósíunum, skíðasokkunum og nýju fínu skíðaskónum. Já þetta er sérlega smart!!!
Það hefur svo margt gerst undanfarna daga að hjúkkan man einfaldlega ekki hvar hún ætlaði að byrja með þessa færslu. Hápunktarnir voru auðvitað kjánahrollur og pína yfir lokakvöldi Eurovision. Það er alveg magnað hvað "tæknilegir örðugleikar" gátu skyggt mikið á þessa líka hæfileikaríku söngkonu Mercedes Club... og eigum við að fara út í dáleiðslu umræðuna???
Hjúkkan er þó sammála hinum ný-útlítandi karaokedrottningum um að það er farið að vanta almennilegt Eurovision partý. Það er orðið svolítið brjóstumkennanlegt þegar "Eurovision partý Páls Óskars" eru haldin á lokakvöldi undankeppninnar á RÚV en ekki á Eurovision daginn sjálfan.
Ford krúttið hefur svo verið að plaga stelpuna sem óvæntum uppákomum og ítrekuðum ferðum á verkstæðið. Fyrir nokkrum ákvað Fordinn að opna skottið í tíma og ótíma, hvort sem það hentaði hjúkkunni eða ekki. Þið getið rétt ýmindað ykkur gleðina að þurfa að hlaupa út úr bílnum á rauða ljósi til að loka þessu sjálfopnandi skotti. Eftir þá viðgerð fékk bíllinn aðra hugmynd og sú var að halda því fram að framhurðin væri opin. Til að bögga hjúkkuna enn meira en með skottopnuninni þá vældi bílli á 2 sek fresti vegna nýja vandans. Hjúkkan strauk bílnum og talaði við hann og reyndi allt sem hún gat þar til að hún gafst upp og sendi bílinn til læknis þar sem hann er núna. Á meðan spókar stelpan sig á þessum líka gellulega bíl sem hefur unnið hug og hjarta hjúkkunnar. Ætli fákurinn verið ekki tekinn upp í Bláfjöll á morgun undir fallegu skíðaskóna og fríðu hjúkkuna :)
10/02/2008
Þoturass og þvottasnúru pælingar!
Hjúkkan lagði malbik undir bíl um helgina og skellti sér austur í Hagavíkina með góðra vina hópi. Svana og Binni voru að vana höfðingjar heim að sækja ásamt litlu prinsessunni sem teiknaði þessa líka fínu mynd handa hjúkkunni. Það verður nú að taka fram að Inga og Fribbi voru hjúkkunni erfið í spilunum á meðan Gulla sýndi hjúkkunni stuðning. Dagurinn í dag byrjaði á morgunverði meistaranna (Hjúkkunnar og Svönu) sem saman stóð af nettum Atkinskúr. Eftir létta meltu lá leiðin út í snjóinn og voru þoturass og plastpokar notaðir í snilldar brekku við húsið. Nokkrar góðar ferðir voru teknar og loks skellt sér í pottinn eftir góðan sprett í brekkunni. Heimferðin gekk vonum framar og fékk Focus jeppinn að njóta sín :)
Í kvöld var tekið til hendinni á heimilinu og þar á meðal sett í þvottavél. Þegar hjúkkan var að taka úr vélinni fór hún að velta því fyrir sér hvort maður hengi þvottinn á snúruna eftir fyrirfram ákveðnu kerfi. Þar sem hjúkkan er með sameiginlegt þvottahús eiga nokkrir leið framhjá snúrunni hennar. Eftir hið óupplýsta stóra g-strengs mál hafa þessar pælingar oft leitað á hjúkkuna við þvottinn, en er maður að setja fram statement með því hvernig maður raðar á snúruna? Ef maður vill að nágrannarnir haldi að maður sé voðalegur íþróttamaður setur maður auðvitað íþróttafötin fremst á snúruna - svo allir sjái hvað maður er duglegur í gymminu. Hvar enda þá nærfötin, og hvaða nærföt setur maður á snúruna? Bara flottu Victoríu fötin eða líka HM dulurnar sem voru margfalt ódýrari? Já þessar hugsanir hræddu líka hjúkkuna, því hver veltir því fyrir sér hvernig hann setur þvottinn á snúruna??
Hjúkkan lagði malbik undir bíl um helgina og skellti sér austur í Hagavíkina með góðra vina hópi. Svana og Binni voru að vana höfðingjar heim að sækja ásamt litlu prinsessunni sem teiknaði þessa líka fínu mynd handa hjúkkunni. Það verður nú að taka fram að Inga og Fribbi voru hjúkkunni erfið í spilunum á meðan Gulla sýndi hjúkkunni stuðning. Dagurinn í dag byrjaði á morgunverði meistaranna (Hjúkkunnar og Svönu) sem saman stóð af nettum Atkinskúr. Eftir létta meltu lá leiðin út í snjóinn og voru þoturass og plastpokar notaðir í snilldar brekku við húsið. Nokkrar góðar ferðir voru teknar og loks skellt sér í pottinn eftir góðan sprett í brekkunni. Heimferðin gekk vonum framar og fékk Focus jeppinn að njóta sín :)
Í kvöld var tekið til hendinni á heimilinu og þar á meðal sett í þvottavél. Þegar hjúkkan var að taka úr vélinni fór hún að velta því fyrir sér hvort maður hengi þvottinn á snúruna eftir fyrirfram ákveðnu kerfi. Þar sem hjúkkan er með sameiginlegt þvottahús eiga nokkrir leið framhjá snúrunni hennar. Eftir hið óupplýsta stóra g-strengs mál hafa þessar pælingar oft leitað á hjúkkuna við þvottinn, en er maður að setja fram statement með því hvernig maður raðar á snúruna? Ef maður vill að nágrannarnir haldi að maður sé voðalegur íþróttamaður setur maður auðvitað íþróttafötin fremst á snúruna - svo allir sjái hvað maður er duglegur í gymminu. Hvar enda þá nærfötin, og hvaða nærföt setur maður á snúruna? Bara flottu Victoríu fötin eða líka HM dulurnar sem voru margfalt ódýrari? Já þessar hugsanir hræddu líka hjúkkuna, því hver veltir því fyrir sér hvernig hann setur þvottinn á snúruna??
06/02/2008
Hvar byrjar maður??
Það hefur aldeilis ýmislegt drifið á daga hjúkkunnar frá því að hún lét síðast í sér heyra. Til að mynda skrapp hún til Prag yfir helgi, keypti sér síma sem talar (jább frekar fríkað), helgið svo mikið að tárin runnu niður kinnarnar og maginn herpist af krömpum og síðast en ekki síst meikað það feitt að eigin mati á fundi. Það er alveg hreint magnað hvað hjúkkan getur alltaf meikað það feitt að eigin mati - en maður verður jú að hafa trú á því sem maður er að gera.
Hjúkkan skráði sig í heilsuátak í vinnunni og vinnur að því hörðum höndum að fara í ræktina þessa dagana. Meira að segja hefur hjúkkan sést fyrir vinnu á brettinu í WC!!!!
Prag var alveg hreint ótrúleg... Hjúkkan sat góða fyrirlestra, hitti Leif frænda og konu hans og fór á svakalegt Galakvöld í skautahöllinni í Prag. Eftir nettan íslenskan móral yfir því hversu hallærislegt þetta yrði örugglega þá sannaðist aldeilis fyrir hópnum að Íslendingar geta stundum verið sjálfum sér verstir. Hjúkkuna rak á gamlar slóðir í Prag á Hótel Adria þar sem gist var fyrir þó nokkrum árum síðan. Svo virðist sem "vinnukona" hótelsins sé lögst í helgan stein eða búin að setja kjólinn á hilluna, en hvorki tangur né tetur sást af gellunni góðu.
Það hefur aldeilis ýmislegt drifið á daga hjúkkunnar frá því að hún lét síðast í sér heyra. Til að mynda skrapp hún til Prag yfir helgi, keypti sér síma sem talar (jább frekar fríkað), helgið svo mikið að tárin runnu niður kinnarnar og maginn herpist af krömpum og síðast en ekki síst meikað það feitt að eigin mati á fundi. Það er alveg hreint magnað hvað hjúkkan getur alltaf meikað það feitt að eigin mati - en maður verður jú að hafa trú á því sem maður er að gera.
Hjúkkan skráði sig í heilsuátak í vinnunni og vinnur að því hörðum höndum að fara í ræktina þessa dagana. Meira að segja hefur hjúkkan sést fyrir vinnu á brettinu í WC!!!!
Prag var alveg hreint ótrúleg... Hjúkkan sat góða fyrirlestra, hitti Leif frænda og konu hans og fór á svakalegt Galakvöld í skautahöllinni í Prag. Eftir nettan íslenskan móral yfir því hversu hallærislegt þetta yrði örugglega þá sannaðist aldeilis fyrir hópnum að Íslendingar geta stundum verið sjálfum sér verstir. Hjúkkuna rak á gamlar slóðir í Prag á Hótel Adria þar sem gist var fyrir þó nokkrum árum síðan. Svo virðist sem "vinnukona" hótelsins sé lögst í helgan stein eða búin að setja kjólinn á hilluna, en hvorki tangur né tetur sást af gellunni góðu.
22/01/2008
Hvort er sorglegra?
Hjúkkan á erfitt með að ákveða hvort sé sorglegra, gengi Íslands á EM eða hegðun borgarstjórnarflokkanna. Það er ekkert grín að horfa á leik okkar manna þessa dagana og orðið frekar ömurlegt að þurfa sífellt að heyra þulina segja - óheppinn, náði ekki að skora! Hversu oft er maður óheppinn á kostnað þess að klúðra? Hjúkkan er nú samt stolt af strákunum, því það er nú örugglega ekkert grín heldur að vera Íslendingur á stórmóti þar sem við ætlum alltaf að vinna. Það er ótrúlegur Eurovision komplex í kringum stórmót í handbolta og spurning um að fara bara að sætta sig við 16. sætið...
Hitt sorglega málið er samt eiginlega sorglegra, að horfa upp á fullorðið fólk í sandkassaleik þar sem hver og einn á nýjan besta vin á hverjum degi. Það var svo brjóstumkennanlegt að horfa upp á og heyra í Sjálfstæðismönnum þegar fyrsta borgarstjórnin fór forgörðum - þau voru nú ekki mjög fullorðin í sínum ummælum í garð ákveðins framsóknarmanns og svo bara finna þau næsta mann sem er til sölu og gera honum tilboð. Þetta er svo aumkunarvert orðið að hjúkkan er himinlifandi að búa ekki lengur í Reykjavík. Svona vitleysa er sko ekki í fallega Firðinum :)
Nú er bara að halda í vonina að strákunum fari að ganga betur og að einhver loki bara sandkassanum í Reykjavík.
Hjúkkan á erfitt með að ákveða hvort sé sorglegra, gengi Íslands á EM eða hegðun borgarstjórnarflokkanna. Það er ekkert grín að horfa á leik okkar manna þessa dagana og orðið frekar ömurlegt að þurfa sífellt að heyra þulina segja - óheppinn, náði ekki að skora! Hversu oft er maður óheppinn á kostnað þess að klúðra? Hjúkkan er nú samt stolt af strákunum, því það er nú örugglega ekkert grín heldur að vera Íslendingur á stórmóti þar sem við ætlum alltaf að vinna. Það er ótrúlegur Eurovision komplex í kringum stórmót í handbolta og spurning um að fara bara að sætta sig við 16. sætið...
Hitt sorglega málið er samt eiginlega sorglegra, að horfa upp á fullorðið fólk í sandkassaleik þar sem hver og einn á nýjan besta vin á hverjum degi. Það var svo brjóstumkennanlegt að horfa upp á og heyra í Sjálfstæðismönnum þegar fyrsta borgarstjórnin fór forgörðum - þau voru nú ekki mjög fullorðin í sínum ummælum í garð ákveðins framsóknarmanns og svo bara finna þau næsta mann sem er til sölu og gera honum tilboð. Þetta er svo aumkunarvert orðið að hjúkkan er himinlifandi að búa ekki lengur í Reykjavík. Svona vitleysa er sko ekki í fallega Firðinum :)
Nú er bara að halda í vonina að strákunum fari að ganga betur og að einhver loki bara sandkassanum í Reykjavík.
20/01/2008
Endalaust svekkelsi!
Enn einn daginn æsir maður sig yfir sjónvarpinu, hrópar hvatningarorð og fúkyrði á víxl yfir handboltaleik. Þetta er samt alltaf jafn gaman en það vantar samt smá spennu í dæmið. Ekki að hafa leikina algjörlega lost eða á hinn bóginn. Það er alltaf svolítið gaman af því hversu svekktur maður getur orðið á því að Logi skaut "bara" á 100 km hraða í gær þegar gaurinn í franska liðinu í dag náði 106 km hraða í einu skoti. Þetta hefur valdið ýmsum vangaveltum í EM hóp hjúkunnar og meðal annars af hverju menn velja að standa í marki í handbolta. Af hverju gera menn sér þetta - þeir vita að tilgangurinn með markmanninum er að fá boltann í sig og ef hann er heppinn fær hann einhvern leikmannanna líka í fangið! Já er þá ekki bara betra að komast á stórmót sem vatnsberi landsliðsins eða umsjónarmaður handklæða? Þar gæti maður meira að segja unnið sig upp og orðið framkvæmdarstjóri útbúnaðarsviðs landsliðsins!!! Ekki slæmur titill þar á ferð :)
Já en helgin var að öðru leyti hin besta með góðu tjútti í innflutningspartýi á föstudag, gráti yfir lélegri bíómynd og svekkelsi yfir nokkrum handboltaleikjum. Vikan framundan verður ansi þétt vegna Læknadaga og meira að segja spurning hvort maður komist í gymmið!! En fyrirséð er að hjúkkan missir af leikjunum við Ungverja og Spánverja.. nema maður komi upp EM horni á sýningarsvæðinu á Læknadögum??
Enn einn daginn æsir maður sig yfir sjónvarpinu, hrópar hvatningarorð og fúkyrði á víxl yfir handboltaleik. Þetta er samt alltaf jafn gaman en það vantar samt smá spennu í dæmið. Ekki að hafa leikina algjörlega lost eða á hinn bóginn. Það er alltaf svolítið gaman af því hversu svekktur maður getur orðið á því að Logi skaut "bara" á 100 km hraða í gær þegar gaurinn í franska liðinu í dag náði 106 km hraða í einu skoti. Þetta hefur valdið ýmsum vangaveltum í EM hóp hjúkunnar og meðal annars af hverju menn velja að standa í marki í handbolta. Af hverju gera menn sér þetta - þeir vita að tilgangurinn með markmanninum er að fá boltann í sig og ef hann er heppinn fær hann einhvern leikmannanna líka í fangið! Já er þá ekki bara betra að komast á stórmót sem vatnsberi landsliðsins eða umsjónarmaður handklæða? Þar gæti maður meira að segja unnið sig upp og orðið framkvæmdarstjóri útbúnaðarsviðs landsliðsins!!! Ekki slæmur titill þar á ferð :)
Já en helgin var að öðru leyti hin besta með góðu tjútti í innflutningspartýi á föstudag, gráti yfir lélegri bíómynd og svekkelsi yfir nokkrum handboltaleikjum. Vikan framundan verður ansi þétt vegna Læknadaga og meira að segja spurning hvort maður komist í gymmið!! En fyrirséð er að hjúkkan missir af leikjunum við Ungverja og Spánverja.. nema maður komi upp EM horni á sýningarsvæðinu á Læknadögum??
12/01/2008
Íslendingar - bestir í heimi?
Nú þegar hjúkkan er búin að fara til Danmerkur með vonda veðrið og koma því í góðan sess þar var kominn tími til þess að koma sér aftur heim. Ferðin byrjaði og endaði á vinaheimsóknum en sökum kvartana sem höfðu borist frá Danmörku um heimsóknarleysi hjúkkunnar varð hún að gera eitthvað í málinu. Áður en vinna hófst var tekið gott stelpukvöld í Århus með Lindu og Svönu og smá McDreamy. Það er nú eitthvað farið að halla undan fæti hjá honum og eiginlega komnir aðrir draumalæknar í líf stúlknanna en ekki meira um það hér. Vinnan hófst á mánudag og sem fyrr var setið allan daginn og velt fyrir sér gangi mála í bransanum. Kvöldin einkenndust af kvöldvökum á danska vísu og það var eiginlega svona kjánalega gaman.....
Á leiðinni heim var ein nótt tekin í Köben hjá Þóri og Jacob og Héðinni átti leið um í smá súpu og knús. Bara yndislegt að hitta strákana sína í Köben og lofaði hjúkkan að koma aftur fljótlega.
Þegar hjúkkan var nú komin út í vél (NB kl. 13:20) sá hún sér til lítillar hamingju að ferðafélagar hennar í fluginu (þ.e. þeir sem voru í sömu sætaröð) voru tveir súr-illa-lyktandi fullir miðaldra íslenskir karlmenn. Þeir byrjuðu á því að spyrja með nettu frussi ,, ertu íslensk"? Jú hjúkkan gat ekki annað en viðurkennt það þar sem hún var að lesa Morgunblaðið. Þessir ferðafélagar gáfu sér svo leyfi til þess að reyna að spyrja hjúkkuna um fjölskylduhagi hennar. Hjúkkunni til lífs sá hún að það voru laus sæti við neyðarútgang svo hún spratt á fætur og fangaði eina flugfreyjuna, lýsti ástandinu og var ótrúlega glöð þegar hún flutti sig í annað sæti í vélinni. Alla vega þrisvar sinnum í fluginu sá hjúkkan svo fyrrum sætaraðarfélagana hlaupa á klósettið til þess að sækja þurrkur þar sem eitthvað hafði helst niður hjá þessum mönnum. Sannarlega þjóðinni til sóma!!!
Nú þegar hjúkkan er búin að fara til Danmerkur með vonda veðrið og koma því í góðan sess þar var kominn tími til þess að koma sér aftur heim. Ferðin byrjaði og endaði á vinaheimsóknum en sökum kvartana sem höfðu borist frá Danmörku um heimsóknarleysi hjúkkunnar varð hún að gera eitthvað í málinu. Áður en vinna hófst var tekið gott stelpukvöld í Århus með Lindu og Svönu og smá McDreamy. Það er nú eitthvað farið að halla undan fæti hjá honum og eiginlega komnir aðrir draumalæknar í líf stúlknanna en ekki meira um það hér. Vinnan hófst á mánudag og sem fyrr var setið allan daginn og velt fyrir sér gangi mála í bransanum. Kvöldin einkenndust af kvöldvökum á danska vísu og það var eiginlega svona kjánalega gaman.....
Á leiðinni heim var ein nótt tekin í Köben hjá Þóri og Jacob og Héðinni átti leið um í smá súpu og knús. Bara yndislegt að hitta strákana sína í Köben og lofaði hjúkkan að koma aftur fljótlega.
Þegar hjúkkan var nú komin út í vél (NB kl. 13:20) sá hún sér til lítillar hamingju að ferðafélagar hennar í fluginu (þ.e. þeir sem voru í sömu sætaröð) voru tveir súr-illa-lyktandi fullir miðaldra íslenskir karlmenn. Þeir byrjuðu á því að spyrja með nettu frussi ,, ertu íslensk"? Jú hjúkkan gat ekki annað en viðurkennt það þar sem hún var að lesa Morgunblaðið. Þessir ferðafélagar gáfu sér svo leyfi til þess að reyna að spyrja hjúkkuna um fjölskylduhagi hennar. Hjúkkunni til lífs sá hún að það voru laus sæti við neyðarútgang svo hún spratt á fætur og fangaði eina flugfreyjuna, lýsti ástandinu og var ótrúlega glöð þegar hún flutti sig í annað sæti í vélinni. Alla vega þrisvar sinnum í fluginu sá hjúkkan svo fyrrum sætaraðarfélagana hlaupa á klósettið til þess að sækja þurrkur þar sem eitthvað hafði helst niður hjá þessum mönnum. Sannarlega þjóðinni til sóma!!!
30/12/2007
Í tilefni áramóta!
Já nú er enn eitt árið að renna sitt skeið og tíminn flíygur áfram. Undanfarin ár hefur hjúkkan verið í áramótablús og yfirleitt farið á bömmer þegar farið var yfir liðið ár. En svo er nú aldeilis ekki í ár. Hjúkkan tók ákvörðun í desember að gera jólin og áramótin að eins streitulausum tíma og mögulegt væri og það hefur skilað sér í hamingju og vellíðan yfir hátíðirnar. Það eru líka mörg ár síðan hjúkkan borðaði eins mikið og hún hefur gert undanfarna daga og verður því hraustlega tekið á því í gymminu strax á nýju ári.
Það dreif ýmislegt á daga stelpunnar á árinu 2007 og hér koma nokkrir punktar:
- ferðir erlendis urðu 12 á árinu ýmist til Evrópu eða USA. Í einni ferðinni seinkaði flugi því klósettið í vélinni lak!
- skiptinemafjölskyldurnar voru heimsóttar við mikinn fögnuð
- bílgreyið fékk að finna fyrir því og endaði hann á verkstæði 3 sinnum á árinu
- pumpan lét illum látum og endaði á lyfjum
- elsta systir giftist með glæsibrag í undurfallegum kjól
- 10 kílómetrar voru hlaupnir á um klukkutíma í Reykjavíkurmaraþoni
- sagan endalausa heldur réttu nafni og virðist nú vera á réttri leið..hehe
- grillið fauk þrisvar sinnum!!! óvíst um framtíð þess í augnarblikinu
- hjúkkan hóf þátttöku með hljómsveitinni "Þrír með dívum"
- svolítið mörg pör af skóm voru keypt... ef þið giskið á rétt svar fáið þið verðlaun...
- hjúkkan varð þrítug!!!!!... óvíst með framtíð þess í augnarblikinu ....
Já þetta er brot af eftirminnilegum atburðum ársins og þeir voru nú margt fleiri en sumt er betur geymt ósagt :) Nú er mál að ganga inn í nýja árið með glæsibrag og markmiðið er að njóta þess fram í fingurgóma. Farið varlega með flugeldana elskurnar, ég verð ekki á slysó til að taka á móti ykkur....
Já nú er enn eitt árið að renna sitt skeið og tíminn flíygur áfram. Undanfarin ár hefur hjúkkan verið í áramótablús og yfirleitt farið á bömmer þegar farið var yfir liðið ár. En svo er nú aldeilis ekki í ár. Hjúkkan tók ákvörðun í desember að gera jólin og áramótin að eins streitulausum tíma og mögulegt væri og það hefur skilað sér í hamingju og vellíðan yfir hátíðirnar. Það eru líka mörg ár síðan hjúkkan borðaði eins mikið og hún hefur gert undanfarna daga og verður því hraustlega tekið á því í gymminu strax á nýju ári.
Það dreif ýmislegt á daga stelpunnar á árinu 2007 og hér koma nokkrir punktar:
- ferðir erlendis urðu 12 á árinu ýmist til Evrópu eða USA. Í einni ferðinni seinkaði flugi því klósettið í vélinni lak!
- skiptinemafjölskyldurnar voru heimsóttar við mikinn fögnuð
- bílgreyið fékk að finna fyrir því og endaði hann á verkstæði 3 sinnum á árinu
- pumpan lét illum látum og endaði á lyfjum
- elsta systir giftist með glæsibrag í undurfallegum kjól
- 10 kílómetrar voru hlaupnir á um klukkutíma í Reykjavíkurmaraþoni
- sagan endalausa heldur réttu nafni og virðist nú vera á réttri leið..hehe
- grillið fauk þrisvar sinnum!!! óvíst um framtíð þess í augnarblikinu
- hjúkkan hóf þátttöku með hljómsveitinni "Þrír með dívum"
- svolítið mörg pör af skóm voru keypt... ef þið giskið á rétt svar fáið þið verðlaun...
- hjúkkan varð þrítug!!!!!... óvíst með framtíð þess í augnarblikinu ....
Já þetta er brot af eftirminnilegum atburðum ársins og þeir voru nú margt fleiri en sumt er betur geymt ósagt :) Nú er mál að ganga inn í nýja árið með glæsibrag og markmiðið er að njóta þess fram í fingurgóma. Farið varlega með flugeldana elskurnar, ég verð ekki á slysó til að taka á móti ykkur....
24/12/2007
18/12/2007
Sjálflímandi frímerki!
Pósturinn fær mikið hrós frá hjúkkunni í ár fyrir að bjóða upp á sjálflímandi jólafrímerki. Eftir að hafa sleikt öll umslögin var tungan orðin ansi loðin og komið ferlegt bragð í munninn, að ógleymdi andremmunni sem þessu fylgir... Já smekklegar lýsingar en eitthvað sem allir kannast við í kringum jólakortabransann. Hjúkkunni var nú farið að kvíða nokkuð að þurfa að sleikja öll frímerkin líka og klígjaði eiginlega niður í tær við tilhugsunina. Þá kom ljósgeislinn í líf hjúkkunnar... jú jólafrímerki póstsins eru sjálflímandi :) :) :)
Það þarf greinilega ekki mikið til þess að gleðja hjúkkuna sem með bros á vör gekk frá öllum kortunum til sendingar og þá er þessu verkefni lokið í bili. Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem hjúkkan sest niður og skrifar jólakort og var eiginlega búin að gleyma því hversu yndæl sú stund getur verið hjá manni. Kveikt er á kertunum á aðventukransinum og bara nokkuð góð jólastemning komin í stelpuna.
Nú er bara að klára að kaupa jólagjafirnar og redda nokkrum fundum í vikunni og fara svo og halda jólin.
Pósturinn fær mikið hrós frá hjúkkunni í ár fyrir að bjóða upp á sjálflímandi jólafrímerki. Eftir að hafa sleikt öll umslögin var tungan orðin ansi loðin og komið ferlegt bragð í munninn, að ógleymdi andremmunni sem þessu fylgir... Já smekklegar lýsingar en eitthvað sem allir kannast við í kringum jólakortabransann. Hjúkkunni var nú farið að kvíða nokkuð að þurfa að sleikja öll frímerkin líka og klígjaði eiginlega niður í tær við tilhugsunina. Þá kom ljósgeislinn í líf hjúkkunnar... jú jólafrímerki póstsins eru sjálflímandi :) :) :)
Það þarf greinilega ekki mikið til þess að gleðja hjúkkuna sem með bros á vör gekk frá öllum kortunum til sendingar og þá er þessu verkefni lokið í bili. Þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem hjúkkan sest niður og skrifar jólakort og var eiginlega búin að gleyma því hversu yndæl sú stund getur verið hjá manni. Kveikt er á kertunum á aðventukransinum og bara nokkuð góð jólastemning komin í stelpuna.
Nú er bara að klára að kaupa jólagjafirnar og redda nokkrum fundum í vikunni og fara svo og halda jólin.
10/12/2007
Brjálað veður!!!!
Það er ekki of sögum sagt þegar maður talar um brjálað veður í augnarblikinu. Fjörðurinn fallegi er gjörsamlega ófær vegna brjálaðs veðurs og hjúkkunni er ekkert sérstaklega vel við þetta allt. Hún skrapp á kóræfingu og á meðan fauk grillið um koll á svölunum og bara heppni að það fór ekki inn um gluggann! Nú er búið að binda allt lauslegt niður, koma öðrum hlutum inn í hús og vona það besta. Eitt sem vekur samt undrun og gleði hjá hjúkkunni og það er sú staðreynd að jólaseríurnar á svölunum hafa ekki haggast! Stelpan fór út í 6 stiga frosti um daginn og ákveð að setja þær tryggilega á svalirnar og það hefur aldeilis sannað sig þessa síðustu klukkutíma.
Nú er mál að reyna að snúa sólarhringnum aftur á rétt ról enda heimkoma frá New York í morgun með tilheyrandi tímarugli. Hjúkkan ætlaði rétt að blunda í 2 tíma en svaf af sér stjórnarfund og næstum því kóræfinguna líka.
Vonandi fer þetta veður að ganga yfir svo hjúkkan nái að sofa eitthvað í nótt, en það er lítill friður þegar veðrið stendur á svefnherbergis gluggann með miklum ofsa.
Það er ekki of sögum sagt þegar maður talar um brjálað veður í augnarblikinu. Fjörðurinn fallegi er gjörsamlega ófær vegna brjálaðs veðurs og hjúkkunni er ekkert sérstaklega vel við þetta allt. Hún skrapp á kóræfingu og á meðan fauk grillið um koll á svölunum og bara heppni að það fór ekki inn um gluggann! Nú er búið að binda allt lauslegt niður, koma öðrum hlutum inn í hús og vona það besta. Eitt sem vekur samt undrun og gleði hjá hjúkkunni og það er sú staðreynd að jólaseríurnar á svölunum hafa ekki haggast! Stelpan fór út í 6 stiga frosti um daginn og ákveð að setja þær tryggilega á svalirnar og það hefur aldeilis sannað sig þessa síðustu klukkutíma.
Nú er mál að reyna að snúa sólarhringnum aftur á rétt ról enda heimkoma frá New York í morgun með tilheyrandi tímarugli. Hjúkkan ætlaði rétt að blunda í 2 tíma en svaf af sér stjórnarfund og næstum því kóræfinguna líka.
Vonandi fer þetta veður að ganga yfir svo hjúkkan nái að sofa eitthvað í nótt, en það er lítill friður þegar veðrið stendur á svefnherbergis gluggann með miklum ofsa.
09/12/2007
Hi, how are you?!
Hjúkkan er þegar þetta er skrifað búin að pakka niður í ferðatöskuna (sem var hálftóm við komu) og undirbúa heimferðina á morgun. Já Stóra Eplið hefur fengið að njóta samvista við stelpuna í nokkra daga og hefur ekki farið illa um hana. Eitthvað fór verslunin hægt af stað enda svo sem lítið stress í gangi hjá stelpunni á þessu sviði. Ferðin út gekk vel og það var pínu þreyttur hópur sem loksins lenti í New York eftir 6 klst flug! Leiðin lá á hótelið í smá snarl og svo háttartíma. Í lyftunni á leiðinni upp á 29. hæð ræddu hjúkkan og íslenskur ferðafélagi málin (sem betur fer voða almennt) því auðvitað var gaurinn sem kom hlaupandi inn í lyftuna og leit út fyrir að vera Þjóðverji Íslendingur. Hann hlustaði gaumgæfilega og bauð svo laumulega góða nótt þegar hann steig út út lyftunni með ótrúlegt glott á smettinu. Voðalega fannst honum hann vera sniðugur!!!
Það var nú smá ástand í kringum hjúkkuna hér á hótelinu, þar sem lyftan stoppaði rétt við 17. hæð og neitaði að fara lengra. Eftir að hafa haldið ró sinni í nokkurn tíma tókst loksins að opna draslið og hjúkkan og lyftufélagar voru ekki lengi að koma sér út - svo var fundinn stigagangur og afgangurinn af ferðinni upp á herbergi tekinn í tröppunum.
Annars er New York alltaf jafn svakalega svona rétt fyrir jólin, fólk alls staðar, hávaði alls staðar og ekki farandi inn í lyftu nema að einhver þurfi að tala við þig! Alveg hreint merkilegur ávani hjá þessari ofvöxnu þjóð. Auðvitað ætti maður að taka prufu og svara einhvern tímann að allt sé í rugli og loksins sé einhver sem sýnir manni áhuga.... hehe spurning hvort viðkomandi hætti ekki að bera fram þessa spurningu við fólk sem hann þekkir ekki?
Hjúkkan er þegar þetta er skrifað búin að pakka niður í ferðatöskuna (sem var hálftóm við komu) og undirbúa heimferðina á morgun. Já Stóra Eplið hefur fengið að njóta samvista við stelpuna í nokkra daga og hefur ekki farið illa um hana. Eitthvað fór verslunin hægt af stað enda svo sem lítið stress í gangi hjá stelpunni á þessu sviði. Ferðin út gekk vel og það var pínu þreyttur hópur sem loksins lenti í New York eftir 6 klst flug! Leiðin lá á hótelið í smá snarl og svo háttartíma. Í lyftunni á leiðinni upp á 29. hæð ræddu hjúkkan og íslenskur ferðafélagi málin (sem betur fer voða almennt) því auðvitað var gaurinn sem kom hlaupandi inn í lyftuna og leit út fyrir að vera Þjóðverji Íslendingur. Hann hlustaði gaumgæfilega og bauð svo laumulega góða nótt þegar hann steig út út lyftunni með ótrúlegt glott á smettinu. Voðalega fannst honum hann vera sniðugur!!!
Það var nú smá ástand í kringum hjúkkuna hér á hótelinu, þar sem lyftan stoppaði rétt við 17. hæð og neitaði að fara lengra. Eftir að hafa haldið ró sinni í nokkurn tíma tókst loksins að opna draslið og hjúkkan og lyftufélagar voru ekki lengi að koma sér út - svo var fundinn stigagangur og afgangurinn af ferðinni upp á herbergi tekinn í tröppunum.
Annars er New York alltaf jafn svakalega svona rétt fyrir jólin, fólk alls staðar, hávaði alls staðar og ekki farandi inn í lyftu nema að einhver þurfi að tala við þig! Alveg hreint merkilegur ávani hjá þessari ofvöxnu þjóð. Auðvitað ætti maður að taka prufu og svara einhvern tímann að allt sé í rugli og loksins sé einhver sem sýnir manni áhuga.... hehe spurning hvort viðkomandi hætti ekki að bera fram þessa spurningu við fólk sem hann þekkir ekki?
28/11/2007
Aflýst!
Hjúkkan er svolítið að leita í spennuna þessa dagana með því að reyna að fljúga á krefjandi staði á Íslandi. Fyrir nokkru voru það Vestmannaeyjar og svo fór eins og þekkt er að Herjólfur fékk að ferja hjúkkuna heim. Í dag átti að gera tilraun til að komast til Ísafjarðar og allt leit vel út. Hjúkkan komin tímanlega út á Reykjavíkurflugvöll og sat hin spakasta og fylgdist með þreyttum ferðalöngum koma og fara. Sumir virkuðu voðalega taugaveiklaðir og eftir að hafa horft á þó nokkra koma, tala við einhver á þjónustuborðinu og fara svo aftur var hjúkkunni farið að lengja eftir að byrjað yrði á tékk inn í flugið. Viti menn loksins þegar hjúkkan reis á fætur og ætlaði að athuga málið kom voðalega huggulegt sms. "Góðan dag, því miður hefur flugi til Ísafjarðar verið aflýst vegna veðurs". Já svo fór með þá ferð að sinni alla vega. Hjúkkan var reyndar búin að sjá í nokkrum sjarma rólegt kvöld á Hótel Ísafirði en í staðinn eru bara huggulegheit í Dofranum.
Það gengur ágætlega að versla fyrirfram fyrir New York enda má maður engan tíma missa í svona basic shopping :) Svo er bara að vona að ekki verið 14 stiga frost eins og í fyrra!!!
Hjúkkan er svolítið að leita í spennuna þessa dagana með því að reyna að fljúga á krefjandi staði á Íslandi. Fyrir nokkru voru það Vestmannaeyjar og svo fór eins og þekkt er að Herjólfur fékk að ferja hjúkkuna heim. Í dag átti að gera tilraun til að komast til Ísafjarðar og allt leit vel út. Hjúkkan komin tímanlega út á Reykjavíkurflugvöll og sat hin spakasta og fylgdist með þreyttum ferðalöngum koma og fara. Sumir virkuðu voðalega taugaveiklaðir og eftir að hafa horft á þó nokkra koma, tala við einhver á þjónustuborðinu og fara svo aftur var hjúkkunni farið að lengja eftir að byrjað yrði á tékk inn í flugið. Viti menn loksins þegar hjúkkan reis á fætur og ætlaði að athuga málið kom voðalega huggulegt sms. "Góðan dag, því miður hefur flugi til Ísafjarðar verið aflýst vegna veðurs". Já svo fór með þá ferð að sinni alla vega. Hjúkkan var reyndar búin að sjá í nokkrum sjarma rólegt kvöld á Hótel Ísafirði en í staðinn eru bara huggulegheit í Dofranum.
Það gengur ágætlega að versla fyrirfram fyrir New York enda má maður engan tíma missa í svona basic shopping :) Svo er bara að vona að ekki verið 14 stiga frost eins og í fyrra!!!
20/11/2007
Rokkhljómarsveitarhjúkka!
Hjúkkan sýndi á sér nýjar hliðar á dögunum þegar hún tróð upp með hinni ógleymanlegu Vistor hljómsveit "Þrír með dívum". Hjúkkan lét plata sig í að syngja bakrödd og rúllaði bandið árshátíðinni upp með glæsibrag. Vinnufélagarnir sýndu ótrúleg múv á dansgólfinu undir dúndrandi stuði hljómsveitarinnar. Kvöldið leið hratt og þó svo að það hafi nú ekki endað eins og planið var þá var fjörið hið mesta. Vikan leið og þá lá leið hjúkkunnar til Vestmannaeyja þar sem heimamönnum var kennt hvað væri það besta við of háum blóðþrýstingi. Flugið um morguninn var tæpt og enn tæpara þegar átti að snúa heim og eftir nokkuð kröftugan valkvíða ákvað hjúkkan að prófa að upplifa ferð með Herjólfi. Já dallurinn stóð fyrir sínu og á tímabili þurfti mikla einbeitingu til þess að missa ekki innyflin í boxið, en með mikilli elju tókst hjúkkunni að sofa góðan hluta ferðarinnar. Það er eitt sem hjúkkan skilur þó ekki og það er þörf fólks til þess að vera að troða í sig mat alla leiðina í leiðindar sjógangi og veltingi! Það var alveg orsök nettrar innyflaörvunar!
Nú er hjúkkan byrjuð að kyrja jólasöngvana og raular jó-hólin jó-hólin ah- hallstaðar meira og minna allan daginn. Hjún er búin að taka þá ákvörðun að gefa jólastemningunni sjéns þetta árið og blómstra í undirbúningnum - engin námskeið þó!!! Svo er bara að undirbúa brúðkaup milli jóla og nýárs - þó ekki hennar eigið...
Hjúkkan sýndi á sér nýjar hliðar á dögunum þegar hún tróð upp með hinni ógleymanlegu Vistor hljómsveit "Þrír með dívum". Hjúkkan lét plata sig í að syngja bakrödd og rúllaði bandið árshátíðinni upp með glæsibrag. Vinnufélagarnir sýndu ótrúleg múv á dansgólfinu undir dúndrandi stuði hljómsveitarinnar. Kvöldið leið hratt og þó svo að það hafi nú ekki endað eins og planið var þá var fjörið hið mesta. Vikan leið og þá lá leið hjúkkunnar til Vestmannaeyja þar sem heimamönnum var kennt hvað væri það besta við of háum blóðþrýstingi. Flugið um morguninn var tæpt og enn tæpara þegar átti að snúa heim og eftir nokkuð kröftugan valkvíða ákvað hjúkkan að prófa að upplifa ferð með Herjólfi. Já dallurinn stóð fyrir sínu og á tímabili þurfti mikla einbeitingu til þess að missa ekki innyflin í boxið, en með mikilli elju tókst hjúkkunni að sofa góðan hluta ferðarinnar. Það er eitt sem hjúkkan skilur þó ekki og það er þörf fólks til þess að vera að troða í sig mat alla leiðina í leiðindar sjógangi og veltingi! Það var alveg orsök nettrar innyflaörvunar!
Nú er hjúkkan byrjuð að kyrja jólasöngvana og raular jó-hólin jó-hólin ah- hallstaðar meira og minna allan daginn. Hjún er búin að taka þá ákvörðun að gefa jólastemningunni sjéns þetta árið og blómstra í undirbúningnum - engin námskeið þó!!! Svo er bara að undirbúa brúðkaup milli jóla og nýárs - þó ekki hennar eigið...
06/11/2007
Stelpan orðin stór!
Já þá er hjúkkan loksins orðin 30 ára og komin í tölu fullorðinna. Eftir að hafa tekið nokkur kvíðaköst vegna þá yfirvofandi afmælis var hjúkkan ekkert nema afslöppuð og flottust að eigin mati á afmælisdaginn. Afmælis- og innflutningspartý Dofrans var haldið á laugardaginn og það var bara frábært. - Hjartans þakkir fyrir mig - Mjög skemmtilega ólíkir hópar af fólki saman komin í kotinu og kátt á hjalla. Svo er fyritækið sem hjúkkan vinnur hjá svo almennilegt að halda afmælisveislu (árshátíð) fyrir stelpuna n.k. laugardag og öllu verður til tjaldað :)
Nú lítur allt út fyrir að hjúkkan verði á Íslandi allan nóvember sem er bara kostur og eintóm hamingja yfir. Í desember er svo stutt ferð til New York enda þá kominn tími til að kíkja á jólagjafirnar. Þá er bara spurning hvort eitthvað af þessum fluffum sem maður þekkir verði um borð og fái að gera manni lífið ljúft á leiðinni yfir hafið.
Já þá er hjúkkan loksins orðin 30 ára og komin í tölu fullorðinna. Eftir að hafa tekið nokkur kvíðaköst vegna þá yfirvofandi afmælis var hjúkkan ekkert nema afslöppuð og flottust að eigin mati á afmælisdaginn. Afmælis- og innflutningspartý Dofrans var haldið á laugardaginn og það var bara frábært. - Hjartans þakkir fyrir mig - Mjög skemmtilega ólíkir hópar af fólki saman komin í kotinu og kátt á hjalla. Svo er fyritækið sem hjúkkan vinnur hjá svo almennilegt að halda afmælisveislu (árshátíð) fyrir stelpuna n.k. laugardag og öllu verður til tjaldað :)
Nú lítur allt út fyrir að hjúkkan verði á Íslandi allan nóvember sem er bara kostur og eintóm hamingja yfir. Í desember er svo stutt ferð til New York enda þá kominn tími til að kíkja á jólagjafirnar. Þá er bara spurning hvort eitthvað af þessum fluffum sem maður þekkir verði um borð og fái að gera manni lífið ljúft á leiðinni yfir hafið.
29/10/2007
Yndislegir dagar í Köben!
Hjúkkan er aldeilis búin að hafa það huggulegt hér í kóngsins Köben yfir helgina. Á föstudaginn lagði hjúkkan land undir fót ásamt Maríu systir og þær lögð á vit verslananna og vitleysunnar í Kaupmannahöfn. Í upphafi var gist á Hótel 27 sem er tiltölulega nýuppgert hótel rétt við Ráðhústorgið. Innifalið í verðinu var "létt" hlaðborð sem systurnar ákváðu að gæða sér á á föstudagskvöldinu. Þær löguðu flugvéla andlitin og skelltu sér niður á veitingastaðinn, pínu svangar og fullar tilhlökkunar í boði Topash (Tópasar vinar síns). Létta hlaðborðið gaf þessu hugtaki algjörlega nýja merkingu. Fyrst um sinn þurfti eiginlega að leita að hlaðborðinu því það var svo rosalega létt. Eftir smá vangaveltur og fliss sáu systurnar að hér var virkilega um "létt" hlaðborð að ræða. Í boði var tómatsúpa í staupglasi, síldarbiti sem ekki reyndist vera síld, salat skál sem var reyndar vel útilátin miðað við allt annað ostur. Systurnar voru nú ekki alveg á því að þetta væri matur og sáu bita af hamborgarhrygg til hliðar við hlaðborðið - einhvers staðar var kjöt í boði, en hvar??? Að lokum fundu systurnar litla svarta potta sem innihéldu hamborgarhrygg (tvo munnbita) smá slettu af kartöflumús og 2 aspasbita. Já flissið varð enn meira og ákveðið var að fara bara nokkrar ferðir í litlu svörtu skálarnar :) Kvöldmatur var ekki aftur tekin á hótelinu!
Laugardagurinn fór í rölt um Strikið og áframhaldandi huggulegheit um kvöldið með ítalska þjóna sem virtust hafa þann eina áhuga að gefa eigin símanúmer. Á sunnudeginum var pakkað niður, túristast með rauðum túristabúss og skipt um hótel. Hjúkkan er sem sagt byrjuð að vinna og því var skipt um hótel. Nema hvað að vetratími tók gildi aðfaranótt sunnudags og því varð klukkan tvisvar sinnum 01! Þetta olli smá ruglingi hjá yngri systurinni sem stillti vekjarann vitlaust í morgun og systurnar sváfu næstum því yfir sig. María systir hélt út á flugvöll og hjúkkan fór á námskeið. Í kvöld kíkti hjúkkan svo í heimsókn til ofurparsins Nonna og Sofie á Lombardigade sem er hið huggulegasta, hélt fyrstu afmælisveisluna fyrir þau þar sem þau komast ekki næsta laugardag. Þetta er bara stemning að fara til mismunandi landa og halda upp á afmælið sitt :)
Hjúkkan er aldeilis búin að hafa það huggulegt hér í kóngsins Köben yfir helgina. Á föstudaginn lagði hjúkkan land undir fót ásamt Maríu systir og þær lögð á vit verslananna og vitleysunnar í Kaupmannahöfn. Í upphafi var gist á Hótel 27 sem er tiltölulega nýuppgert hótel rétt við Ráðhústorgið. Innifalið í verðinu var "létt" hlaðborð sem systurnar ákváðu að gæða sér á á föstudagskvöldinu. Þær löguðu flugvéla andlitin og skelltu sér niður á veitingastaðinn, pínu svangar og fullar tilhlökkunar í boði Topash (Tópasar vinar síns). Létta hlaðborðið gaf þessu hugtaki algjörlega nýja merkingu. Fyrst um sinn þurfti eiginlega að leita að hlaðborðinu því það var svo rosalega létt. Eftir smá vangaveltur og fliss sáu systurnar að hér var virkilega um "létt" hlaðborð að ræða. Í boði var tómatsúpa í staupglasi, síldarbiti sem ekki reyndist vera síld, salat skál sem var reyndar vel útilátin miðað við allt annað ostur. Systurnar voru nú ekki alveg á því að þetta væri matur og sáu bita af hamborgarhrygg til hliðar við hlaðborðið - einhvers staðar var kjöt í boði, en hvar??? Að lokum fundu systurnar litla svarta potta sem innihéldu hamborgarhrygg (tvo munnbita) smá slettu af kartöflumús og 2 aspasbita. Já flissið varð enn meira og ákveðið var að fara bara nokkrar ferðir í litlu svörtu skálarnar :) Kvöldmatur var ekki aftur tekin á hótelinu!
Laugardagurinn fór í rölt um Strikið og áframhaldandi huggulegheit um kvöldið með ítalska þjóna sem virtust hafa þann eina áhuga að gefa eigin símanúmer. Á sunnudeginum var pakkað niður, túristast með rauðum túristabúss og skipt um hótel. Hjúkkan er sem sagt byrjuð að vinna og því var skipt um hótel. Nema hvað að vetratími tók gildi aðfaranótt sunnudags og því varð klukkan tvisvar sinnum 01! Þetta olli smá ruglingi hjá yngri systurinni sem stillti vekjarann vitlaust í morgun og systurnar sváfu næstum því yfir sig. María systir hélt út á flugvöll og hjúkkan fór á námskeið. Í kvöld kíkti hjúkkan svo í heimsókn til ofurparsins Nonna og Sofie á Lombardigade sem er hið huggulegasta, hélt fyrstu afmælisveisluna fyrir þau þar sem þau komast ekki næsta laugardag. Þetta er bara stemning að fara til mismunandi landa og halda upp á afmælið sitt :)
20/10/2007
Alveg óvart!!!
Hjúkkan gerði nú aldeilis góða ferð í verlsunarmiðstöð í dag. Hún fór upprunalega í miðstöðina til þess að skoða lampa sem hún hafði augastað á en leist ekki nægilega vel á gripinn og fannst eilítið of dýr fyrir ekki meira en hann var. Á leiðinni út í bíl vandaði hjúkkan sig á því að ganga framhjá skóbúðum enda ætlaði hún aldeilis ekki að kaupa skó í dag. Í staðinn af einhverjum óskýranlegum orsökum lá leið hennar inn í sjónvarpstækjaverslun. Jú það væri nú svo sem allt í lagi að skoða hvað væri til. Áður en hjúkkan vissi af var hún búin að festa kaup á sjónvarpi og heimabíói (ákvað að gefa sjálfri sér þetta í afmælisgjöf). Hringt var í aukaeiginmanninn og hann fenginn til aðstoðar í Dofranum við uppsetningu sem var ekkert nema eintóm hamingja. Nú situr hjúkkan sæl og kát fyrir framan nýja gripinn með alls konar hljóð úr öllum áttum.
Hjúkkan gerði nú aldeilis góða ferð í verlsunarmiðstöð í dag. Hún fór upprunalega í miðstöðina til þess að skoða lampa sem hún hafði augastað á en leist ekki nægilega vel á gripinn og fannst eilítið of dýr fyrir ekki meira en hann var. Á leiðinni út í bíl vandaði hjúkkan sig á því að ganga framhjá skóbúðum enda ætlaði hún aldeilis ekki að kaupa skó í dag. Í staðinn af einhverjum óskýranlegum orsökum lá leið hennar inn í sjónvarpstækjaverslun. Jú það væri nú svo sem allt í lagi að skoða hvað væri til. Áður en hjúkkan vissi af var hún búin að festa kaup á sjónvarpi og heimabíói (ákvað að gefa sjálfri sér þetta í afmælisgjöf). Hringt var í aukaeiginmanninn og hann fenginn til aðstoðar í Dofranum við uppsetningu sem var ekkert nema eintóm hamingja. Nú situr hjúkkan sæl og kát fyrir framan nýja gripinn með alls konar hljóð úr öllum áttum.
13/10/2007
Dofrinn - lang bestur :)
Nú er hjúkkan búin að fara í 2 af þremur utanlandsferðum í október og orðin vel skóuð eftir árangursríkar heimsóknir í skóbúðir og á skrifstofuna. Það er að verða til nýtt vandamál í Dofarnum og það er plássleysi sökum fjölda skóa - því er stefnan tekin á það í dag og finna lausn á því vandamáli.
Hjúkkan er sem sagt búin að skreppa til Köben tvær vikur í röð með helgarfríi heima í Dofranum og ástandið er orðið þannig að hennar nánasta fjölskylda sendir bara email til að sjá hvort það komi out-of-office reply sem gefur til kynna hvar í heimnum stelpan er það skiptið. En sem sagt verður hjúkkan heim til 27. okt. Hjúkkan ætlaði að eyða október í sjálfsvorkun vegna yfirvofandi þrítugsafmælis en hefur bara ekkert mátt vera að því og notar bara retail therapy í staðinn (sbr. aukin skókaup). Þess á milli hefur hún komið heim og dundað sér við að færa til húsgögnin sín um hverja helgi - nú er komin endanleg mynd á dæmið og allt voða huggulegt.
Plönin halda og hjúkkar hefur ákveðið að halda upp á afmælið sitt 3. nóvember og skjóta inn í innflutningspartýinu á sama tíma (ekki seinna vænna þar sem maður er búin að búa hér í tæp 2 ár). Boðskort og almennar upplýsingar verða sendar út fljótlega :)
Nú er hjúkkan búin að fara í 2 af þremur utanlandsferðum í október og orðin vel skóuð eftir árangursríkar heimsóknir í skóbúðir og á skrifstofuna. Það er að verða til nýtt vandamál í Dofarnum og það er plássleysi sökum fjölda skóa - því er stefnan tekin á það í dag og finna lausn á því vandamáli.
Hjúkkan er sem sagt búin að skreppa til Köben tvær vikur í röð með helgarfríi heima í Dofranum og ástandið er orðið þannig að hennar nánasta fjölskylda sendir bara email til að sjá hvort það komi out-of-office reply sem gefur til kynna hvar í heimnum stelpan er það skiptið. En sem sagt verður hjúkkan heim til 27. okt. Hjúkkan ætlaði að eyða október í sjálfsvorkun vegna yfirvofandi þrítugsafmælis en hefur bara ekkert mátt vera að því og notar bara retail therapy í staðinn (sbr. aukin skókaup). Þess á milli hefur hún komið heim og dundað sér við að færa til húsgögnin sín um hverja helgi - nú er komin endanleg mynd á dæmið og allt voða huggulegt.
Plönin halda og hjúkkar hefur ákveðið að halda upp á afmælið sitt 3. nóvember og skjóta inn í innflutningspartýinu á sama tíma (ekki seinna vænna þar sem maður er búin að búa hér í tæp 2 ár). Boðskort og almennar upplýsingar verða sendar út fljótlega :)
30/09/2007
Ekki eru allar hugmyndir góðar!
Hjúkkan er búin að vera í "skilyrðinga" krísu um sjálfa sig í kjölfar dómsins frá bæklaranum um að leggja hlaupaskóna á hilluna. Já það verður víst að hafa það eins fúlt og það er, en þá verður hjúkkan bara að finna nýja skilgreiningu á sjálfri sér þar sem "hlaupari" er dottið út af borðinu. Þessi helgi fór í áætlanagerðir og nokkra vinnu heimafyrir í því skini. Í morgun sat hún og skoðaði fasteignaauglýsingar án þess þó að vita af hverju hún væri að leita. Loks eftir dágóða stund í áætlanagerðinni lá leiðin í sófann í einn þátt af Grey´s. Þá fékk hún þessa líka góðu hugmynd sem að mati hjúkkunnar leysti öll vandamálin! Jú nú var mál að breyta allri uppsetningu á íbúðinni. Það hafa staðið yfir nokkrar pælingar um málið og loks ákvað hjúkkan að redda þessu. Í upphafi hafði nú nokkrar áhyggjur af þungum húsgögnum sem hún ætti erfitt með að færa ein - en smiðurinn átti svarið, setja bara filt tappa undir dæmið og renna því mjúklega eftir gólfinu. Við skulum hafa það alveg á hreinu að þetta voru ráð í gegnum símann og hetjan var ekki einu sinni á staðnum :) Hjúkkan dreif sig af stað og smellti töppum undir það sem þurfti og mjúklega dröslaði húsgögnunum um alla íbúð. Loksins komst endanleg staðsetning á dæmið og hjúkkan er bara ánægðust með árangurinn. Það var nú líka plús í ég-er-svo-sjálfstæð dæmið að gera þetta án aðstoðar. Svo auðvitað hringdi hún í hetjuna og lýsti yfir árangri sínum, hetjan hló pínu og benti hjúkkunni á að fara nú og hvíla bakið sitt góða.
Nema hvað - nú liggur hún í sófanum á nýja staðnum í íbúðinni og getur eiginlega varla hreyft sig sökum verkja í bakinu en hugurinn er stór. Hjúkkan ákvað reyndar annað líka eftir allar breytingarnar og verkina í bakinu, að ekki eru allar hugmyndir góðar hugmyndir og stundum er allt í lagi að fá aðstoð við hlutina :)
Hjúkkan er búin að vera í "skilyrðinga" krísu um sjálfa sig í kjölfar dómsins frá bæklaranum um að leggja hlaupaskóna á hilluna. Já það verður víst að hafa það eins fúlt og það er, en þá verður hjúkkan bara að finna nýja skilgreiningu á sjálfri sér þar sem "hlaupari" er dottið út af borðinu. Þessi helgi fór í áætlanagerðir og nokkra vinnu heimafyrir í því skini. Í morgun sat hún og skoðaði fasteignaauglýsingar án þess þó að vita af hverju hún væri að leita. Loks eftir dágóða stund í áætlanagerðinni lá leiðin í sófann í einn þátt af Grey´s. Þá fékk hún þessa líka góðu hugmynd sem að mati hjúkkunnar leysti öll vandamálin! Jú nú var mál að breyta allri uppsetningu á íbúðinni. Það hafa staðið yfir nokkrar pælingar um málið og loks ákvað hjúkkan að redda þessu. Í upphafi hafði nú nokkrar áhyggjur af þungum húsgögnum sem hún ætti erfitt með að færa ein - en smiðurinn átti svarið, setja bara filt tappa undir dæmið og renna því mjúklega eftir gólfinu. Við skulum hafa það alveg á hreinu að þetta voru ráð í gegnum símann og hetjan var ekki einu sinni á staðnum :) Hjúkkan dreif sig af stað og smellti töppum undir það sem þurfti og mjúklega dröslaði húsgögnunum um alla íbúð. Loksins komst endanleg staðsetning á dæmið og hjúkkan er bara ánægðust með árangurinn. Það var nú líka plús í ég-er-svo-sjálfstæð dæmið að gera þetta án aðstoðar. Svo auðvitað hringdi hún í hetjuna og lýsti yfir árangri sínum, hetjan hló pínu og benti hjúkkunni á að fara nú og hvíla bakið sitt góða.
Nema hvað - nú liggur hún í sófanum á nýja staðnum í íbúðinni og getur eiginlega varla hreyft sig sökum verkja í bakinu en hugurinn er stór. Hjúkkan ákvað reyndar annað líka eftir allar breytingarnar og verkina í bakinu, að ekki eru allar hugmyndir góðar hugmyndir og stundum er allt í lagi að fá aðstoð við hlutina :)
24/09/2007
Hann er kominn aftur í líf hjúkkunnar!
Loksins kom að þessum degi í lífi hjúkkunnar. Eftir allt of margar vikur og einmannalegar kvöldstundir lyftist brúnin á stelpunni í dag. Hann birtist með dökka, hrokkna hárið og glettingslegt augnarráðið sitt og stelpan andvarpaði. McDreamy hefur ekkert breyst nema bara til hins betra þessar síðustu vikur og nú tekur við maraþon sófi hjá stelpunni og ákaflega mörg símtöl í ráðgjafann í Ásgarðinum :) Haustið verður betra en á horfðist og nú er það bara að njóta.
Tjúttið var tekið með trompi um helgina á haustfagnaði fyrirtæksins eins og von er. Pílukastkeppnin var á sínum stað og hjúkkan stóð sig eins og hún átti von á. Það fóru alla vega 3 af 6 pílum á spjaldið og það er bara flott að eigin mati stelpunnar. Laugardagurinn fór í hjartsláttatruflanir og almenna leti enda var tekið á því á sunnudag í staðinn. Íbúðin þrifin hátt og lágt og ekki eftir neinu að bíða með áhorf á 3. seríuna á Grey´s :)
Loksins kom að þessum degi í lífi hjúkkunnar. Eftir allt of margar vikur og einmannalegar kvöldstundir lyftist brúnin á stelpunni í dag. Hann birtist með dökka, hrokkna hárið og glettingslegt augnarráðið sitt og stelpan andvarpaði. McDreamy hefur ekkert breyst nema bara til hins betra þessar síðustu vikur og nú tekur við maraþon sófi hjá stelpunni og ákaflega mörg símtöl í ráðgjafann í Ásgarðinum :) Haustið verður betra en á horfðist og nú er það bara að njóta.
Tjúttið var tekið með trompi um helgina á haustfagnaði fyrirtæksins eins og von er. Pílukastkeppnin var á sínum stað og hjúkkan stóð sig eins og hún átti von á. Það fóru alla vega 3 af 6 pílum á spjaldið og það er bara flott að eigin mati stelpunnar. Laugardagurinn fór í hjartsláttatruflanir og almenna leti enda var tekið á því á sunnudag í staðinn. Íbúðin þrifin hátt og lágt og ekki eftir neinu að bíða með áhorf á 3. seríuna á Grey´s :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)