29/07/2008

Sumarfríið bráðum búið!
Hjúkkan er að klára fríið sitt undir lok þessarar viku og er nú komin með nettan aðskilnaðarkvíða við fríið. Þetta frí hefur verið langbesta sumarfrí sem hjúkkan hefur átt í ára raðir og það er eiginlega erfitt að finna það sem stelpan hefur ekki lagt sér fyrir hendur. Sæl og freknótt kemur hún til með að rúlla í hlaðið á Hörgartúninu á föstudagsmorgun, með hlaupagallann í bílnum og til í tuskið.
Þessa dagana er verið að slaka á, taka hlaupaæfingar og njóta lífsins. Í dag var einmitt ofurfrænku æfing á hlaupum og leit það ferkar illa út á tímabili. Þar sem sólin skein ansi skært og þvílíki rakinn myndaðist í Fossvogsdalnum, var um lítið annað að ræða en að fækka fötum. Nei dónarnir ykkar þetta varð ekkert "naked run" en úff verð nú að viðurkenna að manni langaði virkilega að henda sér í lækinn á leiðinni upp að Víkinni. En þetta hafðist að lokum....
Þá er bara spurning hvar maður verður um Verslunarmannahelgina??

20/07/2008

Fullkomlega frábær helgi að baki!
Hjúkkan situr nú í Dofranum þreytt en fullkomlega sæl og hamingjusöm eftir frábæra helgi fyrir vestan. Það voru nokkrir sem töldu að nú væri stelpan endanlega búin að tapa sér þegar hún ákvað að keyra á Þingeyri til þess að hlaupa 12 kílómetra eftir illfærum vegi. Jú stelpan skellti sér nefnilega í hlaup sem kallast Vesturgatan og fór fram um helgina. Um var að ræða 24km eða 12 km eftir strandveginum úr Arnarfirði yfir í Dýrafjörð í þvílíkri náttúrufegurð og dramatík. Þessi leið er dramatísk þar sem maður hleypur á vegbrúninni og horfir bara niður í þverhnýpið ef maður stigi of langt til hliðar. Hlaupið var frábært og hjúkkunni leið eins og í draumi mestan hluta leiðarinnar. Það var "brekka dauðans" undir lok hlaupsins sem var bara til þess að gera manni lífið leitt en endaspretturinn niður brekku og stelpan hljóp upp einn keppanda og framúr honum við endamarkið.... bara æðislegt. Staðfestur tími hefur ekki verið gefinn upp en Garmin tíminn er 1:12:50 og svo er bara að sjá hvað formlegur tími segir til um.
Eftir hlaupið fóru hlauparanir að tjöldunum, grilluðu og nutu þess að vera til. Sigur tilfinningin var engri lík og þess valdandi að nú er stelpan búin að ákveða að fara hálft maraþon í ágúst. Elín "Rocky þjálfari" á sannarlega heiður skilið fyrir allt púlið sem hún hefur látið hjúkkuna þrauka og skilaði sannarlega sínu um helgina.
Eftir niðurpökkun á tjaldi og dóti lá leiðin á Meðaldalsvöll þar sem Golfklúbbur Þingeyrar hefur aðsetur og 9 holur spilaðar. Það hefur verið látið uppi að 7. holan á vellinum sé ein sú fallegasta á landinu og það eru engar ýkjur. Hringurinn var góður 58 högg ( tvær holur eyðinlögðu allt...) og hjúkkan kláraði að gera allt sem hún lofaði sér að gera um helgina. Sökum leiðinlegrar veðurspár ákvað hjúkkan að "rúlla" í bæinn í dag frá Þingeyri - eftir 7 og hálfa klukkustund í bíl var hún mjög hamingjusöm þegar hún kom í Dofrann. En þvílíkt sem það er fallegt fyrir vestan. Næsta sumar verður tekið að einhverju leiti þar - það var ákveðið í dag.
Nú er afslöppun næstu daga enda sumarfríið enn í gangi og ekkert stress.
Hamingjuóskirnar fá Bragi og Vaka sem voru að eignast lítinn prins :)

09/07/2008

Icelands next top negotiator!
Hjúkkan er nú að huga að nýjum starfsferli - þar sem hún er orðin svo vön sjónvarpsmyndavélum er bara spurning um það hvernær fyrirsætu ferillinn hefst :) Það rigndi inn hamingjuóskum með gott lúkk í 10 fréttum sem er sennilega það næst sem hjúkkan kemst 15 mínútna frægð sinni .... Reyndar kom frekar fyndið fréttaskot á stöð 2 í kvöld þar sem sýndar voru myndir af fundunum og á meðan hjúkkan var á skjánum segir fréttagaurinn að "töluvert eggjahljóð" væri í samninganefndinni. Já það var hlegið af þessu og ýmsar spurningar vöknuðu um einhleypu og barnlausu konuna í nefndinni...
Gleðin er auðvitað mjög mikil hjá hjúkkunni núna þar sem hún er búin að eyða síðustu 3 dögum innan dyra hjá Ríkissáttasemjara í viðræðum við samninganefnd ríkisins. Öllum til mikillar hamingju náðust samningar í kvöld og því þarf hjúkkan að finna sér eitthvað annað að gera á morgun en að mæta í Borgartúnið. Einhvern veginn verður það sennilega lítið mál - enda búin að skipurleggja hlaup klukkan 11:45 og svo þarf að reyna að massa aftur brúnkuna :)

07/07/2008

Nýtur lífsins í fríinu!
Hjúkkan er aldeilis að njóta lífsins í sumarfríinu. Gamla mítan sem fylgdi hjúkkunni í mjög mörg ár sem fólst í því að veður var almennt vont þegar hún var á Íslandi í sumarfríi er gjörsamlega farin og hjúkkan auðvitað ferknóttari með hverjum deginum.
Helginni var eytt í góðum félagsskap í Munaðarnesi þar sem hjúkkan ákvað nú að massa tanið - enda blíðan til þess. Eitthvað voru nú fæturnir á stúlkunni næpuhvítir með nettum bláma enda hafa þeir ekki séð sólarbirtu í langan tíma. Sólarvörn var auðvitað notuð í brúnkumeðferðinni en þar sem fæturinn "verða ekki brúnir" þá var auðvitað ekki ástæða til þess að setja nokkuð á þessa fallegu leggi... Nema hvað þegar að kvöldi var komið fór að kræla á þó nokkurri hitatilfinningu sem kom frá sköflunum stúlkunnar. Henni til ómældrar hamingju virðist sem að fæturnir verði jú líka fyrir sólargeislum þegar maður massar brúnkuna og var ekki komist hjá því að viðurkenna sólbruna á sköflungum. Einhverjum til nokkurrar gleði þá hafa freknurnar á hnjánum aukist við þessi tilþrif!
Dagurinn í dag fór nú ekki í brúnkumeðferð enda var deginum eytt hjá Ríkissáttasemjara ásamt samninganefnd hjúkrunarfræðinga. Það var nú samt ótrúlegt hvað dagurinn leið hratt og á morgun verður næsti fundur. Hjúkkan var búin að leggja alla drauma um golfhring á hilluna þegar hún fékk svo gylliboð um einn hring eftir kvöldmat og auðvitað var heimavöllurinn heimsóttur. Setbergsvöllurinn hefur sjaldan eða aldrei hirt jafnmarga bolta af hjúkkunni sem þó var að spila sómasamlega - There always room for improvement!!!!
Jæja best að henda sér í ból enda nóg að hugsa um á morgun.
Afmælisbarn dagsins 07/07 er of course Karaoke drottningin og íþróttafréttaritarinn Lovísa - Til hamingju með afmælið :)

01/07/2008

Fjallageitin Fríða komin til byggða!
Hjúkkan hefur skilað sér til byggða eftir frábæra 5 daga í Kerlingafjöllum. Á föstudaginn var nú bara skutlast upp eftir og skálinn mátaður.
Á laugardaginn var Blágnípa (1076m) sigruð ásamt eiini jökulá sem var vaðin og melar dauðans sem voru arkaðir. Hjúkkan tapaði gleðinni á leiðinni tilbaka og voru síðustu 3 km af 24 sem farnir voru þanna daginn bara farnir á hnefanum og tuði við sjálfa sig. Hjúkkan bauð ekki öðrum uppá að þurfa að hlusta á sig á þessum hluta leiðarinnar. Gleði fannst að nýju þegar bjórinn var opnaður eftir gönguna :) Það snjóaði á laugardagskvöldinu!!!
Sunnudagurinn var rólegur, bara 3 klst ganga um hverasvæðið enda skyggni slæmt, rok og rigning og frekar fúlt að hanga utan á fjalli. Aftur tekinn bjór um kvöldið...
Mánudagurinn var dagur sigurvegaranna!!! Þessi dagur byrjaði með sólskini og rjómablíðu, því var ákveðið að fara fjallahringinn góða sem átti að vera á dagskrá deginum áður. Dagurinn byrjaði á Fannborg (1448m) sem var yndislegt. Útsýnið fallegt og stemningin góð. Baráttan hélt áfram og næsti toppur var Snækollur (1503m skv gps tæki á staðnum) og þar var logn og brilljant útsýni yfir allt landið. Þvílíkt fallegt að horfa yfir svæðið og horfa á næsta tind sem átti að sigra, sjálfur Loðmundur (1426m). Loðmundur reyndist persónulegt markmið og var þetta ekki fyrir alla. Þrehnípt klifur efst í fjallinu og fjallið hulið lausu og oddhvössu grjóti. Á þessu fjalli sigraðist hjúkkan á sjálfri sér og komst að því að hún er í fanta formi og kallar ekki allt ömmu sína. Hjúkkan kom ekki bara sjálfri sér á óvart heldur einnig Fribbanum sem hafði greinilega ekki átt von á þessari massívu frammistöðu hjá stelpunni - bara gaman! Það er ekki spurning um hvort heldur hversu margar freknur bættust við í andlit stelpunnar. Ef það er einhvern sem finnur hjá sér þörf til þess að koma og telja þær þá er það þess vandamál :)
Nú er heim komið og hjúkkan finnur enga sérstaka þörf hjá sér til þess að fá sér flatkökur með hangikjöti eða smurkæfu og hvað þá heldur að renna niður einni Kókómjólk!
Nú er málið að massa sumarfríið - nú á golfið næstu daga og svo er það auðvitað Vesturgatan sem þarf að hlaupast í gang. Góðar stundir :)

26/06/2008

Sumarfrí!!!!
Í dag kvaddi hjúkkan móttökudömuna með þessum orðum " ég er farin, sjáumst eftir Verslunarmannahelgina" og svo brosti hún út að eyrum, skottaðist brosandi út í bílinn sinn og brosti með öllum líkamanum. Þetta er í fyrsta sinn í sögu hjúkkunnar sem hún tekur sér svona langt frí í einum rikk. Í fyrra átti hún bara hálft frí þar sem hún var frekar nýbyrjuð í vinnunni og þar áður hætti hún á slysó og byrjaði í næstu vinnu 2 dögum síðar.
Nú er sem sagt ekkert nema hamingjan í gangi yfir fríinu og frjálst að gera það sem hún vill. Fyrstu dagarnir fara í gönguferð í Kerlingafjöll og svo er það bara það sem hugann girnist að gera :) Alveg yndislegt!!! Þórsmörk og off road hlaup á Vestfjörðum eru meðal þess sem eru á dagskrá og svo auðvitað að massa golfið!
Hjúkkan er búin að secreta sólina og panta hana út júlí þannig að þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur af því að veðrið fari að versna. Njótið sumarsins og sólarinnar... og svo má alls ekki gleyma "stelpunum okkar". Þvílíkt flott landslið sem við eigum þar á bæ. Þessar stelpur eru gjörsamlega búnar að taka karlalandsliðið og sturta því niður klósettið! Go Girls!!

23/06/2008

Ferðafélagið Fnykur!
Hjúkkan hóf ferðasumarið með frábærra göngu yfir Fimmvörðuhálsinn aðfaranótt laugardags. Þetta er svokölluð Jónsmessuferð Útivistar og því er gengið alla nóttina. Ferðin var algjörlega frábær í alla staði, veðrið brilljant og félagsskapurinn illa flippaður enda meirihlutinn samstarfsfólk hjúkkunnar. Það var ótrúlega góð tilfinning að koma niður í Bása kl. 8 að morgni, fá sér einn kaldan með teygjunum, tjalda og fá sér blund. Laugardagurinn var tekinn í afslöppun og grillveislu og varðeld um kvöldið að ógleymdri hressilegri koju við tjaldbúðirnar hjá hópnum. Einhvern tímann á laugardeginum var Ferðafélagið Fnykur stofnað með vísan í aftansöng eins ferðafélagans... Það var auðvitað hlegið svo mikið að tárin láku niður kinnarnar og sungnir vöggusöngvar fyrir frænkurnar í krútttjaldinu.
Næstu helgi er svo næsta gönguferð - nú með Ingu og Fribba í Kellingafjöll og það í 4 daga. Ekki slæm upphitun að hafa skellt sér yfir Fimmuna og í dag hjólaði hjúkkan úr Dofranum í Brekkuselið í mat til gömlu. Já það verðar sko bara buns of steal eftir sumar hjá stelpunni :)

13/06/2008

Retail therapy!
Já retail therapian hefur aldrei brugðist stelpunni þegar á móti blæs og það er að sannast enn eina ferðina þessa dagana. Þar sem hjúkkan hyggur á miklar gönguferðir í sumar var mikil þörf á að koma sér upp réttum búnaði og auðvitað rétta lúkkinu (sögur herma að lúkkið sé mjög mikilvægt). Því hefur stúlkan krúsað um helstu útivistarvöruverslanir höfuðborgarsvæðisins þessa dagana og yfirleitt náð að finna sér eitthvað ómissandi. Það er nú samt ekki eins og hjúkkan sé búin að eyða öllu sínu sparifé í retail therapiuna, þar sem hjúkkan lítur meira á þetta sem fjárfestingar. Það kostar nýra að fá sér til dæmis góðar göngubuxur og jakka, svo kostar það hitt nýrað að fá sér stafi og minni hluti sem virkilega safnast þegar saman kemur. Það er nú aldeilis gott að krútttjaldið var keypt í fyrra annars þyrfti örugglega að selja lifrina líka!!!
Nú er bara að klára næstu vinnuviku og krúsa svo í fjöllin og njóta lífsins með nokkrum rugludöllum úr vinnunni.

09/06/2008

Kominn tími til!
Það er nú aldeilis kominn tími til að tjá sig aðeins um málefni líðandi stundar. Hjúkkan lifði af jarðskjálftana á Suðurlandi með því að vera stödd á Akureyri eins og frægt er. Eftir að hafa heyrt fréttirnar í útvarpinu og fengið nokkur góð hughreystandi símtöl að sunnan ákvað hjúkkan að það væri nú óhætt að fljúga tilbaka. Hjúkkan á frekar erfitt með jarðskjálfta og eins og Svana vinkona hefur stundum sagt þá er um að ræða jarðskjálfta hræddustu konu norðan Alpafjalla! Hjúkkan tók nett panic á Akureyri áður en hún fór í loftið og besta mómentið var eiginlega þegar hún ákvað að það væri örugglega ekki flogið innanlands þar sem flugbrautin í Reykjavík væri á sífelldri hreyfingu sökum skjálftanna - já maður er ekki alltaf með skýrustu hugsunina þegar kemur að svona hlutum. En sem betur fer fór þetta allt vel (þá meina ég á Suðurlandi).
Nú er hjúkkan hins vegar búin að breyta um lúkk og er nú orðin stutthærð en samt rauðhærð og með þykkt og hrokkið hár!!! Enda nýjir tímar og sumarið framundan með góðum gönguferðum, tjaldi, golfsettinu og kæliboxinu í skottinu :)
EM hátíðin er hafin og ætlar hjúkkan að fylgja Hollendingum í ár - enda var hún voðalega skotin í Marco van Basten hér í gamla daga (hver man ekki eftir honum...) Ef það er einhver sem les þessa vitleysu og finnur sig knúinn til þess að kaupa EM límmiða þá á einmitt hjúkkan "official sticker book fo EM 2008". Já stelpan sá voðalega eigulega EM upplýsingabók í flugvélinni á leið til Basel um daginn og ákvað að rýna í þetta á hótelinu. Nema hvað þegar þangað var komið kom í ljós að um var að ræða þessa margfrægu límmiðabók!!! Já kannski að lesa betur utan á hluti áður en maður ákveður að stela þeim úr flugvél...

28/05/2008

Akureyri calling!
Hjúkkan lagði land undir fót og skellti sér norður í land. Reyndar um vinnuferð að ræða en samt sem áður alltaf gott að komast aðeins í burtu frá slúðrinu og streitunni á Stór Hafnarfjarðarsvæðinu. Hér er blíða (mér skilst reyndar að það sé ekkert verra veður fyrir sunnan) og stelpan búin að spóka sig um bæinn milli funda og keyrslu. Hjúkkan hefur einstakan hæfileika til verslunar sama í hvaða bæjarfélag hún stígur fæti í. Auðvitað var þessi hæfileiki nýttur á mjög hagstæðan hátt í dag í ofurkúl versluninni Perfect. Hey maður verður nú að versla í búð með svona nafni ekki satt - en andið rólega hjúkkan keypti ekki skó!
Hjúkkan rak nefið inn í bókabúð hér á horninu og varð vitni að ótrúlega fyndni bókabúðarhegðun. Jú þarna var einstaklingur sem leit voðalega einbeittur út (var geðveikt mikið að rembast við að lesa aftan á einhverja kiljuna). Hjúkkan átti leið framhjá þessum einstaklingi og komst að því hvað var bakvið einbeitinguna. Jú félaginn var greinilega að rembast við að losa sig við óþarfa gasmyndun í þörmum án þess að nokkuð hljóð myndi heyrast. Eftir drjúga stund gaus upp þessi líka dauða fnykur og viti menn einstaklingurinn varð allt í einu ekkert nema afslöppunin í framan, lagði niður kiljuna og gekk ákveðnum skrefum að blaðarekkanum. Hjúkkan vissi ekki hvort hún myndi fyrr deyja úr fnyki eða innan hlátri en náði þó að halda andliti, finna sér bók, borga og koma sér frá þessari efnamengun.
Já það er greinilega ýmsilegt sem gerist í bókabúðum!

24/05/2008

Hátíðarvika!
Hjúkkan tók sannarlega þjóðhátíðar rennsli í vikunni sem er að líða. Jú hvert tækifæri rak annað og lítið annað að gera en að gera sér glaðan dag. Eins og allir vita byrjuðu lætin með 1. í júró á þriðjudaginn. Sú keppni var svo arfaslök að enginn hefur komist óskaddaður frá þeim hrillingi. Á miðvikudaginn var einn stærsti dagur árins þegar okkar menn komu, sáu og sigruðu í vítaspyrnukeppninni :) Dofrinn var fullur af mis hugrökkum einstaklingum sem lágu yfir leiknum. Einhverjum leið svo illa að þeir þurftu að fara yfir í önnur herbergi á meðan vítaspyrnukeppnin stóð yfir en allt tók það að lokum enda með mikilli gleði. Við United menn erum auðvitað ofboðslega fyrirferðamikil þessa dagana - en við höfum nú alveg efni á því!!!
Fimmtudagurinn fór svo í maraþon aðalfund Fíh og 2. í júró sem var nú mun betri en fyrra kvöldið. Loks kom að föstudeginum sem fór að hluta til í hópeflisferð starfsmannafélagsins með tilheyrandi tjútti. Eftir að hafa hjólað upp í vinnu í dag til að sækja bílinn komu fullorðinsstigin. Þegar maður er á bíl sem tekur reiðhjól, golfsett og golfkerru án nokkurra vandræða (jú verandi station hjálpar) þá fær maður fullorðinsstig. Það er voðalega fullorðið að vera station keyrandi einstaklingur sérstaklega þegar maður á hvorki börn né gæludýr!!!

11/05/2008

Meistarar á mörgum sviðum!
Hjúkkan er einstaklega kát eftir daginn í dag þar sem hennar menn í Man Utd kláruðu ensku deildina með meistaratitli. Auðvitað var það verðandi eiginmaður hjúkkunnar Ryan Giggs sem sett inn síðasta markið og hjúkkan brosti sínu blíðasta. Þarna þekkjum við sykurpúðann, pollrólegur og öruggur í teignum. Dofrinn var þétt setinn af fólki sem átti ýmis erindi til hjúkkunnar þ.m.t að mæla hallann á gardínustönginni, ræða komandi gönguferðir í sumar og svo auðvitað besta afsökunin var að langa svo mikið í kaffið í Dofranum og lofa að koma með croissant... Eitthvað fór nú lítið fyrir mælingum, umræðum og croissant en leikurinn var góður, treyjurnar litu vel út og teppið sómaði sér vel á sófanum. Þessi hópur verður að öllum líkindum kallaður aftur saman 21. maí n.k. ef hjúkkunni tekst að breyta smá fælles sem hafði verið planað í deildinni.
Hjúkkan sem sagt snéri aftur á laugardag úr brakandi blíðu og glimrandi sól, í rokið og rigninguna. Það er nú alltaf svolítið sjarmerandi þegar það rignir hvoru tveggja uppá við og einnig lárétt. Svolítið svona one country only stemmari í því. Annars var nú greinilegur stemmari hjá nágrönnum hjúkkunnar í morgun milli 7 og 10.30 þar sem greinilega vel heppnað eftirpartý var á ferð. Hjúkkan hefur nú alveg getað misst sig í fíling yfir "Þó líði ár og öld" með BÓ en eftir að hafa heyrt það sungið um 20 sinnum á þessum tíma þá er BÓ bara gó. Nágranninn kom þó með skottið á milli lappanna um eftirmiðdaginn og baðst afsökunar á látunum. Greyið fær nú stig fyrir það. En svona til að gera nágrannanum lífið leitt tilbaka tók hjúkkan góða æfingu á fiðluna rétt fyrir hádegi enda tónleikar hjá stelpunni um næstu helgi.

06/05/2008

Hygge sig!
Já Danir hafa nú fengið að njóta samvista með hjúkkunni frá því á sunnudaginn og kunna því greinilega vel. Allavega ef marka má veðrið sem búið er að vera, en hér hefur verið sól og brakandi blíða alla dagana. Hjúkkan situr nú inni stóran hluta dags en í öllum kaffipásum er næstum því hlaupið út í þeirri veiku von að ná í alla vega eina freknu.
Hjúkkan var nú svo fersk eftir daginn í gær að hún skellti sér á skokkið í kringum Söerne. Jú alveg hreint ofboðslega hyggeligt og gaman að hlaupa þessa leið. Hjúkkan var enn í sólargræðgi og var búin að meta hvora áttina hún skildi hlaupa í til þess að ná sem mestri sól. Viti menn allir danirnir hlupu í hina áttina og helst undir trjánum í skugganum. Hjúkkan var nú á því þetta væru bara áhugamenn um hreyfingu og gaf lítið fyrir þessa dönsku hegðun. Þegar um 5km voru búnir í glampandi sólskini og 20° stiga hita lá þá ljóst fyrir hjúkkunni hvers vegna danirnir hlupu allir í hina áttina og í skugganum - hjúkkan var að andláti komin úr hita.....
Hún náði þó að klára sína 6.3 km og druslast aftur á hótelið - rjóð í kinnum eins og ekki laust við að nokkrar freknur hafi bæst við í safnið. Höfuðverkurinn sem fylgdi í kjölfar sólar- og hitamengunarinnar gáfu hjúkkunni til kynna að þetta sólarhlaup hafi kannski ekki alveg verið rétt útpælt. Þess ber að geta að lífeðlisfræðileg kunnátta hjúkkunnar var skilin eftir uppi á herbergi áður en hlaupið hófst.
Í dag var svo annar dagur í kennslu og að honum loknum lá leiðin í hyggelighed með Nonna sínum og Þóri sínum. Hjúkkan var nú svo heppin að slá þriðju fluguna í sama högginu þar sem Haffi fékk smá sýnishorn af stelpunni en hann var að vinna og komst því ekki með. Á leiðinni til strákanna vildi nú ekki betur til en svo að hjúkkan villtist af leið. Það er greinilega ekki málið að hafa verið nokkrum sinnum í Köben. En að lokum fann hjúkkan leið sem lá í rétta átt, ekki vildi verr til en svo að hjúkkan gekk beint inn á mótmæla / kröfufund danskra hjúkrunarfræðinga á NyTorv. Torgið fullt af hjúkrunarfræðingum í stuttermabolum með skilti og allir vinir. Þetta var alveg frábær sjón og verklýðsbaráttutröllið kom upp í hjúkkunni. Ef hún hefði ekki verið á leiðinni að hygge sig með strákunum þá hefði nú örugglega fengið lánað spjald hjá collega sínum og skellt sér á útifundinn. Go sisters Go!!!

24/04/2008

Söngvarar ársins!
Ofurgellurnar í Novartis unnu til verðlauna á vetrarhátið samstæðunnar í gær - jú hin eftirsóttu verðlaun "Framúrskarandi söngvarar". Það var mikil gleði og ótrúlega gaman á skemmtuninni og húsbandið fræga hélt uppi fjörinu á ballinu um kvöldið. Eftir ballið lá leiðin heim enda hjúkkan gjörsamlega úrvinda af þreytu. Það virðist sem eitthvað óstabílt fylgi þessari vetrarhátið samstæðunnar þar sem síðustu tvö ár hefur eitthvað svakalegt verið í gangi á sama tíma. Í fyrra brann í miðbænum og í ár voru óeirðir í Norðingaholti. Hjúkkan hefur nú sínar skoðanir á þessu öllu og ætlar ekki að láta þær frekar uppi hér. Það verður spennandi á næsta ári að sjá hvað gerist....
Í dag hefur hjúkkan verið mest megnis í leti enda þannig veður úti. En nú er sumarið komið, tími sem verður bara skemmtilegur með fullt af ferðalögum og útivist. Hjúkkan ætlar að massa golfið í sumar og hafa það voðalega huggulegt. Eftir viku er fyrsta ferðin, þá liggur leiðin til Danmerkur og Sviss með lokakvöldi hjá Kjánanum elskulega í Kaupmannahöfn.

15/04/2008

Tæp á því þessa dagana!
Hjúkkan dansar aldeilis á línu lukkunar þessa dagana. Það er eiginlega eins og eitthvað óhapp hangi í loftinu og fer eiginlega að verða spurning um að halda sér í rúminu! Vikan byrjaði nokkuð vel, stelpan afslöppuð og fín enda búin að vera voðalega framkvæmda dugleg í kotinu um helgina. Jú ótrúlegt en satt þá hefur síðasti glugginn verið málaður!!!! Það tók ekki nema tæp 2 og hálft ár að klára málningavinnuna eftir innflutning en það er sem sagt í góðum farvegi. Gardínustöng og þar af leiðandi gardínur voru hengdar upp innan rimlanna í svefnherberginu og því getur hjúkkan sofið á sínu sæta eyra fram eftir morgni, án þess að fá sólina beint í andlitið.
Eftir vinnu á mánudag fannst hjúkkunni þó eins og hún ætti að muna eitthvað. Var við það að skella sér í Bláfjöll þegar hún mundi eftir fræðslufundinum sem hún átti að halda í hádeginu í dag - og ekki var hjúkkan búin að undirbúa neitt. Gærkvöldið fór sem sagt að hluta til í það. Nú hélt hjúkkan að hún væri komin aftur á rétta braut nema hvað að í vinnunni í dag lokaðist á hana rennihurð!!!! Já hjúkkan var að rembast við að koma trillu hlaðna kössum út en festist í mottunni og svo lokaðist bara rennihurðin á stelpuna, sem slapp með minniháttar meiðsli. Og þetta hélt áfram, þegar hjúkkan kom á æfingu hjá sinfóníu hljómsveit áhugamanna í kvöld og opnaði fiðlukassann hafði einn strengurinn slitnað!!!
Nú er sem sagt ráð að gera sem minnst og fara bara beint í háttinn, þar eru litlar líkur á meiðslum.... Farið varlega elskurnar :)

06/04/2008

Varð fyrir freknum!!
Hjúkkan varð fyrir freknum í dag ásamt þó nokkrum sólargeislum þegar hún renndi sér á þokkafullan hátt niður hlíðar Bláfjalla í sól og smá roki. Þrátt fyrir að hafa borið á sig krem fyrir ferðina þá uppskar hjúkkan svona um það bil 2000 freknur og þó nokkurn roða í kinnum og á höku. Þar sem hjúkkan hefur ráð undir rifi hverju þá fann hún eitthvað after-sun krem/sprey í baðskápnum í Dofranum. Nú situr því hjúkkan glansandi rjóð í kinnum, þar sem í kreminu er eitthvað simmer dótarí :) Maður ætti nú bara að skella sér á djammið með þetta lúkk!
Föstudagurinn var ansi fjörugur á aðalfundi BHM. Jú það getur verið gaman á slikum fundum. Að fundinum loknum var boðið til kvöldverðar í Rúgbrauðsgerðinni. Þar hélt fjörið áfram með ýmsum óvæntum og mis viðeigandi samræðum. Að lokum skellti hjúkkan sér á ball með Sálinni á Sögu og þar var tekið á því með dansi og söng. Að gefnu tilefni fór laugardagurinn í ryðgun :)
Nú er málið að massa fjölskyldustemninguna eða undirbúa sig andlega fyrir vinnuvikuna sem framundan er :)

30/03/2008

Stórt og smátt á sunnudegi!
Hjúkkan er nú búin að vera á hlaupum og í hlaupum undanfarið og kominn tími til þess að henda niður nokkrum línum. Þar sem heilsuátaki vinnunnar líkur á mánudag ákvað stúlkan á miðvikudag að taka nú síðustu dagana með trompi. Jú það var tekið hraustlega á því nokkra daga í röð og uppskar hjúkkan harðsperrur á nýjum stað. Jú undir iljunum!!!! Hver fær harðsperrur í iljarnar?? En það bjargaðist nú með enn einum góðum salsa tíma þar sem dans hæfileikar hjúkkunnar komu berlega í ljós.....
Í dag var sprottið á fætur fyrir allar aldir miðað við sunnudag og leiðin lá í Bláfjöll. Á símsvaranum var tekið fram að þar væri 8 stiga frost og nánast logn. Það er greinilega mismunandi hvernig fólk skilgreinir "logn" en á vissum stöðum í brekkunum þurfti maður að hafa sig allan við til þess að komast áfram niður brekkuna en fjúka ekki aftur upp á topp. Maður hefur kannski tekið of vel á því í gymminu og orðin léttur sem fiður, eða ekki - erfitt að segja.
Vikan framundan verður ansi þétt og því spurning um að leyfa sér smá leti í kvöld, en nennan fyrir því er eitthvað lítil. Þetta er svona dæmigert sunnudagskvöld þar sem við einhleypu og barnlausu höfum stundum eiginlega ekkert að gera. Margir að massa fjölskyldustemninguna eða á stefnúmóti með nýjasta hösslinu. Þetta hljómar voðalega aumkunarvert en stundum bara leiðist manni sunnudagskvöldin. Nú er mál að druslast af sófanum og finna sér eitthvað að gera - Góðar stundir :)

21/03/2008

Páskafrí!
Lífið er ljúft í páskafríinu hjá stelpunni. Óvænt heimsókn að utan hefur breytt svolítið plönum helginarinnar sem áttu að snúast um að gera sem minnst. En þar sem stóra systir ákvað að skella sér heim er nú ekki annað hægt en að krúsa aðeins með sys. Í dag var tekinn yndislegur göngutúr í Heiðmörkinni og svo dinner þar sem allar þrjár voru samankomnar í fyrsta skipti í langan tíma. Bara huggulegt hjá systrunum sem sagt. Á morgun á að skella sér í fjallið og sennilega eitthvað í búðir ef ég þekki okkur rétt.
Á Páskadag verður hjúkkan svo með sitt nánasta í páskalambi og það var sett í marineringu í dag. Yndislegar ferskar kryddjurtir settir í matvinnsluvélina góðu og svo allt gumsið nuddað á lambið sem fær að liggja í dásemdinni í tvo daga - bara gott :) Það er eins gott að maður verði duglegur í gymminu eftir helgina enda búið að láta vel að sér þessa dagana...

18/03/2008

Vorið á næsta leyti!
Já hjúkkan er alveg á því að nú sé vorið að koma. Léttur ilmur af hæg rotnandi grasi sem legið hefur undir snjó í nokkra mánuði er farin að læðast um og það er orðið bjart þegar maður vaknar á morgnana. Eins virðist sem pumpugreyinu sé eitthvað illa við vorið því eins og í fyrra byrja stælarnir í henni á þessum tíma. Þessi uppsteit verður nú slegin niður með góðum lausnum og vandamálinu frestað :)
Hjúkkan átti hreint og beint frábæra helgi. Hún var í keilumeistaraliði Veritas Capital, fór á skíði í unaðslegu veðri, hitti frænkurnar og kúrði hjá uppáhalds litla frænda. Laugardagurinn var einhver sá besti í fjallinu í manna minnum og bættust ófáar freknur við andlit hjúkkunnar.
Nú er málið að halda páskamatinn í Dofraberginu, fara í skírn á Skírdag (auðvitað) og hafa það almennt ofboðslega gott í páskafríinu langþráða.

13/03/2008

Dagur aflýstu fundanna!
Dagurinn í dag hefur aldeilis tekið breytingum frá því sem skipurlagt var. Hjúkkan fór í sitt fínasta vinnupúss í dag enda átti hún von á að funda með nokkrum læknum og einnig ráðherra. Nema hvað að fljótlega eftir komu á skrifstofuna fóru að berast tilkynningar um frestanir á fundum. Til að byrja með var þetta í lagi, meiri tími milli funda og hjúkkan bara nokkuð sátt. Svo hélt dæmið áfram og eins og staðan er núna hefur öllum fundum dagsins verðir aflýst og nýr fundartími settur. Í ofanálag er komið gat á nælonsokkinn hjá stelpunni!!! Já þetta hefur kannski verið yfirvofandi, þ.e. gatið og þess vegna hafa örlögin gripið inn í og frestað fundunum.
Ætli maður geti ekki bara frestað deginum? Nú er sem sagt tími til að fara í önnur verkefni og ekkert meira um það að segja í bili.