20/05/2005

Júróvision trash!!
Hjúkkan varð nú fyrir nokkrum vonbrigðum í gærkvöldi þegar í ljós kom að við myndum ekki vinna aðalkeppnina n.k. laugardag. Jú málið var eins og allir vita að austantjaldslöndin rúlluðu þessu upp og skildu okkur hin eftir. En hvað er málið þessi austan-tjalds-lönd, come on eru allir búnir að gleyma því að við bárum kennsl fyrst allra á Eystrasaltslöndin??? We recognized them!!
En bara til að fara yfir hápunktana frá undankeppninni þá eru hér skoðanir á nokkrum lögum:

Portúgal - þetta land náði sögulegu hámarki í algjöru klúðri!! Gellan gat hvorki dansað né sungið og virtist ekki einu sinni kunna lagið sem hún átti að vera að syngja!
Andorra - ok manni er lofað að dansararnir færu úr buxunum og væru einungis með létta skýlu um lendar sér - But NO það gerðist ekki og þeir voru allan tímann í buxunum. Tók lítið eftir laginu þar sem ég var alltaf að bíða eftir því að dansararnir færu úr buxunum!
Danmörk - er eiginlega sammála Gísla Marteini hvað varðar líkinguna á framsetningu lagsins sem Dressman auglýsingu. 5 karlmenn í jakkafötum að dilla sér við dillanlegan takt. Held samt að þeir vinni ekki á laugardag.
Eistland - mér fannst hinar Eistnesku Girl´s Aloud píur nokkuð sannfærandi. "I´m hot like an indian spice" Klikkar seint!!
Finnland - hinn norski Geir stóð sig vel og ég hélt að þau myndu meika það.
Holland - Vá fékk einhver annar á tilfinninguna að hér væri Whitney komin aftur að syngja One moment in time og svo myndu Ólympíuleikarnir í Barcelona vera settir!
Írland - Írar ætla greinilega aldrei aftur að reyna einu sinni að vinna keppnina. Nú er kominn ólympíuandinn - ekki aðalmálið að vinna heldur vera með!
Ísrael - komst áfram á þessum industrial size barmi sem er örugglega ekki alveg af náttúrunnar hendi!
Lettland - Þeir komust áfram á grenju-væmnis lagi og einhverju táknmáls bulli! Ömurlegt lag!!
Moldovía - Hver getur sagt mér hvar þetta land er í Evrópu? Amman var reyndar krúttlegasta í keppninni!
Noregur - Maður fékk á tilfinninguna á White Snake eða Europe væru komnir aftur. Flottir og gott lag!
Pólland - Þarf eitthvað að tjá sig frekar um þennan söngvara sem heldur að hann sé svar Evrópu við Ricky Martin??
Sviss - enn ein flóttamanna hljómsveitin sem reyndi að komast í keppnina í heimalandi sínu en enduðu annars staðar. Þær voru ekki eins flottar og Eistnesku Girls Aloud píurnar.

Já sem sagt þetta er í fáum orðum skoðun hjúkkunnar á nokkrum af þeim atriðum sem voru í keppninni í gær. Hjúkkan heldur tryggð sinni við ofurbandið FEMINEM frá Bosníu / Herzegovniu sem hún telur að vinni keppnina. Sjáumst í Júró í Jöfra á laugardaginn!!

Engin ummæli: