03/07/2005

Duran, bjór og sumarfrí!
Það hefur gengið á ýmsu í lífi hjúkkunnar undanfarna viku. Eftir að heim var komið frá London dreif hjúkkan sig í vinnuna og hefur falið sig þar. Hún gerði sér nú glaðan dag á fimmtudaginn og fór á snilldartónleikana sem voru í Egilshöllinni. Mikið óskaplega voru Duran Duran með flottir og góðir á sviði. Það var meira að segja að manni fannst þeir eiginlega of góðir - miðað við sýningar af tónleikum þeirra dagana fyrir og eftir. Ekki það að þeir hafi verið með neitt Milli-Vanilli skam en hvað veit maður. Fyrir og eftir tónleikana lá leiðin til Eddu og Sigga þar sem nokkrir kaldir kældu mannskapinn. Vinnan kallaði aftur á föstudagskvöldinu og rúllaði hjúkkan vaktinni þar með glæsibrag. Eftir vaktina lá leið á knæpu eina í bænum þar sem samstarfsfólkið ákvað að gera sér glaðan dag - og tókst með ágætum. Laugardagurinn fór að mestu í leti og almennt haug þar til næturvaktin tók við. En sem sagt frá og með kl. 08 í morgun byrjaði hjúkkan í sumarfríi. Fríið stendur til Verslunarmannahelgarinnar þannig að þið getið átt von á því að það rigni það sem eftir er júlí mánaðar. Fólk man kannski eftir ástandinu þegar hjúkkan fór í frí í fyrra - það ringdi stanslaust fyrstu tvær vikurnar og kom svo hitabylgja meðan hjúkkan var í útlöndum. Því bið ég ykkur kæru vinir og vandamenn - bara leggja smá monní á reikninginn minn og ég get lofað ykkur sól og sumaryl.
En þá er það krísu spurningin sem verður til þegar maður á ekkert líf utan vinnu. Hvað gerir maður í fríi???

Engin ummæli: