26/10/2005

Góðar stundir!
Hjúkkan komst að því um daginn að það er nú hægt að gera eitthvað annað en að vera alltaf að vinna. Hún átti frí bæði sunnudag og mánudag og nýtti þá daga til hins ýtrasta. Sunnudagurinn fór í almenna íþróttariðkunn með tennisæfingu um daginn og knattspyrnuæfingu um kvöldið. Þar var heilmikið hlaupið hlegið og skorað. Mánudagurinn fór í hlaup til að redda greiðslumatinu áður en bankinn lokaði og kröfugangan byrjaði. Hjúkkan er auðvitað mikil baráttukona og dreif sig niður á Skólavörðuholt og skundaði í bæðinn ásamt öllum hinum. Kvöldið fór í yndislegan hitting með syninum sem kom í heimsókn eins og í gamla daga. Pizza og sjónvarpsgláp og aulabrandarar með tilheyrandi hrotuhlátri áttu kvöldið. Loks var eyddi hjúkkan fyrri hluta gærdagsins með litla fullkomna frænda í sundi og skralli. Litli kúturinn sýndi alla sína bestu takta og sjarmeraði sundkennara upp úr lauginni.
Hjúkkan bíður nú spennt eftir undirritun á kaupsamningnum og afhendingu á íbúðinni og allt að gerast. Hún hitti Þormóð í vinnunni í dag og vildi einmitt minna hlutaðeigandi aðilla að það fer að koma tími á næstu mynd :) 10 ára afmæli fyrstu myndarinnar er að renna í hlað og kominn tími á endurnýjun. Myndirnar verða svo hengdar upp á vegg í Dofraberginu :)

Engin ummæli: