19/11/2008

Komin á fertugsaldur!
Já hjúkkan er opinberlega komin á fertugsaldurinn eftir afmælisvikuna 3 - 11. nóv s.l. Hjúkkan átti afmæli í miðri vikunni en ákvað að hafa heila viku til að fagna með sjálfri sér og leyfa öðrum að fagna líka :) Þetta tókst með eindæmum vel og áratugir frá því hjúkkan naut sín jafnvel á afmælisdeginum sínum og í ár.
Nú þegar maður er orðinn þetta gamall eru vissir hlutir sem maður þarf að hafa í huga og kannski helst að maður fari nú að haga sér og bera sig eftir aldrei. But NO - það er bara leiðinlegt þannig að hjúkkan ætlar að halda í barnslegan sjarma sinn..... hehe og halda áfram að hlægja eins og vitleysingur af Wishkas auglýsingunni þar sem músin er í teygjustökki ofan í vatnsskálina hjá kettinum - þar til kötturinn færir skálina hahahaha.....
Það hefur svo sem gengið á ýmsu undanfarið og kannski ber hæst að nefna mjög einkennilegt rúðubrot í stofunni þar sem gatið á glugganum er alveg eins og leðurblaka í laginu???? Meira að segja gaurinn frá tryggingarfélaginu sem kom hafði orð á því - sem sagt hjúkkan ekki farin að ýminda sér hluti!! Svo er bara að njóta vina og vandamanna... það kostar ekki neitt :)

Engin ummæli: