Allt að bresta á!
Það fer allt að bresta á í lífi hjúkkunnar þessa dagana. Eftir nokkuð upptekna viku er stefnan tekin á enn uppteknari helgi þar sem markmið hjúkkunnar er að sem flestir fái að njóta samvistar með henni. Í kvöld eru það hjúkkurnar, annað kvöld eru það beibin og svo á sunnudagskvöldið er það svo hinn árlegi Superbowl Sunday!! Þess á milli er planið að renna í svona eins og eina tónleika og auðvitað má ekki gleyma tennisæfingunni. Svo eru ekki nema 5 dagar þar til hjúkkan leggur land undir fót og skellir sér til Malawi í Afríku. Flugmiðinn er búinn að skila sér og nú er það bara að fara að gera lista yfir hluti sem maður ætlar að taka með sér. Hjúkkan verður bara þreytt við upptalninguna á því sem eftir er að gera þannig að nú ætlar hún að fá sér blund.
04/02/2005
03/02/2005
Hamingjusamur bíll!
Nú hefur Honduhelvítið tekið gleði sína á ný enda kyngir niður snjónum. Eftir tregafull samtöl við bílinn sá hann hag sinn bestan í því að druslast í gang - ellegar hefði næsta stopp hjá honum verið á einhverri bílasölunni. En það er svo sem best að vera ekki með miklar yfirlýsingar þar sem druslan fór í gang einn dag á þunglyndinu og tók svo engan frekar þátt í þessu öllu.
Kóræfingin í gær sló hjúkkuna svo aldeilis út að hún svaf yfir sig í morgun og mætti allt of seint í vinnuna. Þessir dagar þar sem maður sefur yfir sig er maður alltaf einu eða tveimur skrefum á eftir deginum - úff hlakka til að komast aftur heim í sófann.
Nú hefur Honduhelvítið tekið gleði sína á ný enda kyngir niður snjónum. Eftir tregafull samtöl við bílinn sá hann hag sinn bestan í því að druslast í gang - ellegar hefði næsta stopp hjá honum verið á einhverri bílasölunni. En það er svo sem best að vera ekki með miklar yfirlýsingar þar sem druslan fór í gang einn dag á þunglyndinu og tók svo engan frekar þátt í þessu öllu.
Kóræfingin í gær sló hjúkkuna svo aldeilis út að hún svaf yfir sig í morgun og mætti allt of seint í vinnuna. Þessir dagar þar sem maður sefur yfir sig er maður alltaf einu eða tveimur skrefum á eftir deginum - úff hlakka til að komast aftur heim í sófann.
01/02/2005
Þunglyndur bíll!
Hondukrúttið er að ganga í gegnum erfitt þunglyndi ásamt gífurlegu mislyndi þessa dagana. Tilgátur hafa verið uppi um hvort Hondan haldi að hún sé jeppi og missi sig úr hamingju þegar það snjóar og frystir - en þegar svo leysir leggst litla krúttið í mikla tilvistarkreppu og neitar að fara í gang, nema þegar henni hentar. Svo er mál með vexti þessa dagana og tilfinningar í garð bílsins verða sífelld minni af hálfu hjúkkunnar.
Niðurtalning fyrir Superbowl hittinginn er hafin og fólk farið að mynda sér skoðanir á liðunum sem eru að keppa. Auðvitað heldur hjúkkan með New England Patriots enda mikill föðurlandsvinur. Inga megabeib er með einhverja meinloku og er farin að hvetja Eagles en við sjáum hvað setur á sunnudaginn.
Lítið annað að frétta en áðan sá ég mann labba upp Kambsveginn og á leið sinni týndi hann tómar flöskur og dósir úr runnum nágranna minna. Hvað getur maður sagt annað en að sumir eru bara sérstakir! Vinnan kallar og strætó er raunin þar sem honduhelvítið er í fýlu!
Hondukrúttið er að ganga í gegnum erfitt þunglyndi ásamt gífurlegu mislyndi þessa dagana. Tilgátur hafa verið uppi um hvort Hondan haldi að hún sé jeppi og missi sig úr hamingju þegar það snjóar og frystir - en þegar svo leysir leggst litla krúttið í mikla tilvistarkreppu og neitar að fara í gang, nema þegar henni hentar. Svo er mál með vexti þessa dagana og tilfinningar í garð bílsins verða sífelld minni af hálfu hjúkkunnar.
Niðurtalning fyrir Superbowl hittinginn er hafin og fólk farið að mynda sér skoðanir á liðunum sem eru að keppa. Auðvitað heldur hjúkkan með New England Patriots enda mikill föðurlandsvinur. Inga megabeib er með einhverja meinloku og er farin að hvetja Eagles en við sjáum hvað setur á sunnudaginn.
Lítið annað að frétta en áðan sá ég mann labba upp Kambsveginn og á leið sinni týndi hann tómar flöskur og dósir úr runnum nágranna minna. Hvað getur maður sagt annað en að sumir eru bara sérstakir! Vinnan kallar og strætó er raunin þar sem honduhelvítið er í fýlu!
30/01/2005
Sigur á syndrominu!
Ofurhjúkkan hefur loksins náð að sigrast á hinum illvæga Fríðu-syndromi sem lýsir sér best í alls kyns óhöppun og almennri utangáttun. Þessar síðustu vikur hafa verið einstaklega einkennilegar hjá hjúkkunni og hefur nú varla vitað hvort hún væri að koma eða fara. En nú er öldin önnur og stefnir í prýðilega viku sem endar á atvinnu Superbowl partýi hér á Kambsveginum. Það stefnir í met þátttöku í sturtum-niður-í-hálfleik athöfninni og ekkert nema steming um það að segja. Sunnudagurinn verður mjög magnaður því fyrr um daginn verða tónleikar hjá Kór Langholtskirkju þar sem hjúkkarn brýnir rausn sína að miklu dugnaði. Á dagskránni eru tvö æðisleg verk, þar af annað eftir Hreiðar Inga sem er alveg frábært. Sem sagt allir að mæta á sunnudaginn 6. febrúar í Langholtskirkju!
Tennisæfingin var tekin með trompi í morgun þar sem sjaldséðir íþróttarhæfileikar hjúkkunnar náðu að blómstra. Þjálfarinn bauð upp á lausa velli til æfinga í miðri viku - alltaf laust milli 6 og 10 á morgnana!! Ok í fyrsta lagi þá benti ég honum á að það gengur bara einfaldlega ekki upp í lífi hjúkkunnar söku geðprýði í morgunsárið og í öðru lagi telur hjúkkan það einfaldlega vera brot á mannréttindum að stunda íþróttir fyrir 10 á morgnana.
Ofurhjúkkan hefur loksins náð að sigrast á hinum illvæga Fríðu-syndromi sem lýsir sér best í alls kyns óhöppun og almennri utangáttun. Þessar síðustu vikur hafa verið einstaklega einkennilegar hjá hjúkkunni og hefur nú varla vitað hvort hún væri að koma eða fara. En nú er öldin önnur og stefnir í prýðilega viku sem endar á atvinnu Superbowl partýi hér á Kambsveginum. Það stefnir í met þátttöku í sturtum-niður-í-hálfleik athöfninni og ekkert nema steming um það að segja. Sunnudagurinn verður mjög magnaður því fyrr um daginn verða tónleikar hjá Kór Langholtskirkju þar sem hjúkkarn brýnir rausn sína að miklu dugnaði. Á dagskránni eru tvö æðisleg verk, þar af annað eftir Hreiðar Inga sem er alveg frábært. Sem sagt allir að mæta á sunnudaginn 6. febrúar í Langholtskirkju!
Tennisæfingin var tekin með trompi í morgun þar sem sjaldséðir íþróttarhæfileikar hjúkkunnar náðu að blómstra. Þjálfarinn bauð upp á lausa velli til æfinga í miðri viku - alltaf laust milli 6 og 10 á morgnana!! Ok í fyrsta lagi þá benti ég honum á að það gengur bara einfaldlega ekki upp í lífi hjúkkunnar söku geðprýði í morgunsárið og í öðru lagi telur hjúkkan það einfaldlega vera brot á mannréttindum að stunda íþróttir fyrir 10 á morgnana.
24/01/2005
Ofurklaufinn!
Þessir síðustu dagar hafa einkennt mikinn klaufaskap hjá ofurhjúkkunni. Föstudagskvöldvaktin fer í bækurnar sem "mest-utan-við-sig" vakt áratugarins og mátti hjúkkan bara þakka fyrir að komast heil heim úr því bullinu. En svo hélt þetta áfram alla helgina og dagurinn í dag toppaði snilldina í hjúkkunni. Í dag var hjúkka þriðja hjólið á Neyðarbílnum (sjúkrabíll með lækni) og ætlaði nú að afsanna ljóskutakta föstudagskvöldsins. Með orðsporið að veði mætti hún spræk og frökk á slökkstöðina og fékk líka þennan fína galla til að spóka sig um í það sem eftir leið dags. Fljótlega fóru leikar að hressast og útkall kom á bíllinn. Allir voða kúl, spruttu af stað og komust heilir út í bíl og á áfangastað. Þar gekk allt vel og svo var allur mannskapurinn + sjúklingur að koma sér fyrir í bílnum til að fara á sjúkrahús. NEMA HVAÐ þá tók ofurhjúkka sig til og ætlaði aldeilis að hoppa létt á fæti inn í sjúkrabílinn. Með þessum tilþrifum tókst hjúkkunni að skalla hurðarkarminn all hressilega og er með þessa fínu kúlu á hvirflinum. Kúlið rétt hékk á línunni en þar sem engin einkenni heilahristings komu fram var talið óhætt að láta ekki athuga ástand hjúkkunar frekar. Eftir þennan skell fór nú hjúkkan aðeins varlegra og var ekki með neina sýningar við það að fara inn og út úr sjúkrabílnum. EN svo kom að því að hjúkkan var að drífa sig út úr bílnum og skallaði þá sama hurðarkarm en nú á útleið!!!! Sumir eru bara fæddir klaufar og maður verður að fagna klaufanum í sjálfum sér. Þrátt fyri þetta allt tókst hjúkkunni að klára vaktina án þess að skaða sjálfa sig frekar - og svei mér þá ef kúlið er ekki allt að koma tilbaka.
Þessir síðustu dagar hafa einkennt mikinn klaufaskap hjá ofurhjúkkunni. Föstudagskvöldvaktin fer í bækurnar sem "mest-utan-við-sig" vakt áratugarins og mátti hjúkkan bara þakka fyrir að komast heil heim úr því bullinu. En svo hélt þetta áfram alla helgina og dagurinn í dag toppaði snilldina í hjúkkunni. Í dag var hjúkka þriðja hjólið á Neyðarbílnum (sjúkrabíll með lækni) og ætlaði nú að afsanna ljóskutakta föstudagskvöldsins. Með orðsporið að veði mætti hún spræk og frökk á slökkstöðina og fékk líka þennan fína galla til að spóka sig um í það sem eftir leið dags. Fljótlega fóru leikar að hressast og útkall kom á bíllinn. Allir voða kúl, spruttu af stað og komust heilir út í bíl og á áfangastað. Þar gekk allt vel og svo var allur mannskapurinn + sjúklingur að koma sér fyrir í bílnum til að fara á sjúkrahús. NEMA HVAÐ þá tók ofurhjúkka sig til og ætlaði aldeilis að hoppa létt á fæti inn í sjúkrabílinn. Með þessum tilþrifum tókst hjúkkunni að skalla hurðarkarminn all hressilega og er með þessa fínu kúlu á hvirflinum. Kúlið rétt hékk á línunni en þar sem engin einkenni heilahristings komu fram var talið óhætt að láta ekki athuga ástand hjúkkunar frekar. Eftir þennan skell fór nú hjúkkan aðeins varlegra og var ekki með neina sýningar við það að fara inn og út úr sjúkrabílnum. EN svo kom að því að hjúkkan var að drífa sig út úr bílnum og skallaði þá sama hurðarkarm en nú á útleið!!!! Sumir eru bara fæddir klaufar og maður verður að fagna klaufanum í sjálfum sér. Þrátt fyri þetta allt tókst hjúkkunni að klára vaktina án þess að skaða sjálfa sig frekar - og svei mér þá ef kúlið er ekki allt að koma tilbaka.
19/01/2005
Morgungleði!
Þeir sem einu sinni hafa hitt ofurhjúkkuna snemma morguns og þá sérlega fyrir morgunmat vita flestir að besta leiðin til þess að nálgast hjúkkuna er að fara varlega að henni. Ekki það að maður sé eitthvað morgunfúll en þá fáu daga sem hjúkkan þarf að hefja störf kl. 07:30 ber að nálgast hana með mikilli varúð og varfærni. Morguninn í morgun var einn af þessum dögum og sem vitni (sjá frásögn af hlunkinu) byrjaði dagurinn ekkert sérlega vel. Þrátt fyrir hrakfarir á leið sinni til vinnu var hjúkkan búin að ákveða að láta þetta verða góðan dag með öllu tilheyrandi. Hún bauð öllum blíðlega góðan daginn sem voru komnir til vinnu og óskaði næturvaktinni góðs svefns. Eftir góðan morgunfund lá leið hjúkkunnar inn í eldhús til að fá sér smá morgunverð. Rúnstykkið var smurt af mikilli snilld, annar helmingurinn með osti, smurosti og gúrkum og hinn með lifrarkæfu. Kakómaltið var dregið fram og allt var þetta lagt á borðið beint fyrir framan morgunblaðið sem hjúkkan hafði stillt upp til að lesa með morgunmatnum. Hún rétt brá sér til hliðar að sækja mjólk í kakómaltið og þegar hún var við að setjast kemur aðsvífandi samstarsfkona hennar. Allir vinir og hjúkkunni farið að hlakka til að eiga góða morgunstund. NEMA HVAÐ haldið þið ekki að samstarfskonan hafi ekki bara snarað til sín blaðinu og byrjað að lesa það eins og þetta væri sjálfsagðasti hlutur í heimi!!!!! Aumingjans hjúkkan kunni ekki við að tjá sig um málið heldur luraði og nartaði í rúnstykkið þar til hin konan hafði lokið lestri sínum. Þá var öll stemningin horfin og momentið algjörlega ónýtt. En hjúkkan er hugulsöm og hjartahlý og lét þetta ekki skemma fyrir sér daginn.
Þeir sem einu sinni hafa hitt ofurhjúkkuna snemma morguns og þá sérlega fyrir morgunmat vita flestir að besta leiðin til þess að nálgast hjúkkuna er að fara varlega að henni. Ekki það að maður sé eitthvað morgunfúll en þá fáu daga sem hjúkkan þarf að hefja störf kl. 07:30 ber að nálgast hana með mikilli varúð og varfærni. Morguninn í morgun var einn af þessum dögum og sem vitni (sjá frásögn af hlunkinu) byrjaði dagurinn ekkert sérlega vel. Þrátt fyrir hrakfarir á leið sinni til vinnu var hjúkkan búin að ákveða að láta þetta verða góðan dag með öllu tilheyrandi. Hún bauð öllum blíðlega góðan daginn sem voru komnir til vinnu og óskaði næturvaktinni góðs svefns. Eftir góðan morgunfund lá leið hjúkkunnar inn í eldhús til að fá sér smá morgunverð. Rúnstykkið var smurt af mikilli snilld, annar helmingurinn með osti, smurosti og gúrkum og hinn með lifrarkæfu. Kakómaltið var dregið fram og allt var þetta lagt á borðið beint fyrir framan morgunblaðið sem hjúkkan hafði stillt upp til að lesa með morgunmatnum. Hún rétt brá sér til hliðar að sækja mjólk í kakómaltið og þegar hún var við að setjast kemur aðsvífandi samstarsfkona hennar. Allir vinir og hjúkkunni farið að hlakka til að eiga góða morgunstund. NEMA HVAÐ haldið þið ekki að samstarfskonan hafi ekki bara snarað til sín blaðinu og byrjað að lesa það eins og þetta væri sjálfsagðasti hlutur í heimi!!!!! Aumingjans hjúkkan kunni ekki við að tjá sig um málið heldur luraði og nartaði í rúnstykkið þar til hin konan hafði lokið lestri sínum. Þá var öll stemningin horfin og momentið algjörlega ónýtt. En hjúkkan er hugulsöm og hjartahlý og lét þetta ekki skemma fyrir sér daginn.
Hlunkaðist á rassinn!
Þessi fáu orð lýsa mjög vel þeirri atburðarrás er átti sér stað í strætisvagnaskýlinu í morgun. Jú eins og sannri ofurhjúkkur ber þá lá leiðin í vinnuna með Leið 5 í morgun. Kl. 07:10 skreið hjúkkan út af heimili sínu og dreif sig sem fætur toguðu upp á stoppistöð. Allt lék í lyndi og hjúkkan hafði góðan tíma þar til vagninn átti að koma. Gerðust á svakalegir atburðir - hún steig inn í skýlið og hlunkaðist svo beint á rassinn. Hálkan hafði betur og eftir lá hjúkkan bjargarlaus á svellinu - með illt í mjöðminni, báðum höndum og baki. En það var að duga eða drepast og drífa sig á fætur til að halda kúlinu. Sem betur fer var engin vitni af þessu hlunki og hjúkkan gat stolt stigið upp í Leið 5 og komið sér í vinnuna.
Þessi fáu orð lýsa mjög vel þeirri atburðarrás er átti sér stað í strætisvagnaskýlinu í morgun. Jú eins og sannri ofurhjúkkur ber þá lá leiðin í vinnuna með Leið 5 í morgun. Kl. 07:10 skreið hjúkkan út af heimili sínu og dreif sig sem fætur toguðu upp á stoppistöð. Allt lék í lyndi og hjúkkan hafði góðan tíma þar til vagninn átti að koma. Gerðust á svakalegir atburðir - hún steig inn í skýlið og hlunkaðist svo beint á rassinn. Hálkan hafði betur og eftir lá hjúkkan bjargarlaus á svellinu - með illt í mjöðminni, báðum höndum og baki. En það var að duga eða drepast og drífa sig á fætur til að halda kúlinu. Sem betur fer var engin vitni af þessu hlunki og hjúkkan gat stolt stigið upp í Leið 5 og komið sér í vinnuna.
16/01/2005
Ofboðslega þurr!
Ofurhjúkkan tók á honum stóra sínum í gær og fór í snyrtivöruverslun. Þessar verslanir hræða úr manni líftóruna og afgreiðslukonur í svona búðum geta verið stórhættulegar. Um leið og maður kemur inn í svona verslun byrja þær að sveima í kringum mann og ef maður hefur ekki fullkomlega á hreinu hvað manni vantar getur allt farið í tómt tjón. Eftir að hafa farið yfir það í huga hvaða nauðsynjar vantaði fór ég með fullan huga af kjarki inn í verslunina. Þetta gekk vel ég fann afgreiðslukonu og rúllaði út úr mér hvað það væri sem við vantaði. Hluti af því sem vantaði var andlitskrem. Þetta er eitthvað sem maður kaupir á svona 3ja ára fresti og heldur sig jú yfirleitt við saman sullið. Nei afgreiðslukonan hélt nú ekki - hún leit snökkt framan í mig og horfði um stund. Loks sagði hún "þú ert alveg ofboðslega þurr í húðinni - ertu dugleg að nota krem og aðrar vörur"... Nú kom fát á ofurhjúkkuna sem er einfaldlega ekki sú duglegasta í bransanum í þessum málum. Afgreiðslukonan var búin að missa alla trú á þessum kúnna og gerði sitt besta til að koma að manni alls konar möskum, kremum, hreinsimjólkum og þess háttar bulli. En ofurhjúkkan stóð föst á sínu og komst út með einungis það sem hún ætlaði sér að kaupa. Glöð og ánægð í hjarta gekk hún út úr Kringlunni vitandi að nú þarf ekki að heimsækja snyrtivöruverslun aftur næstu 3 árin.
Ofurhjúkkan tók á honum stóra sínum í gær og fór í snyrtivöruverslun. Þessar verslanir hræða úr manni líftóruna og afgreiðslukonur í svona búðum geta verið stórhættulegar. Um leið og maður kemur inn í svona verslun byrja þær að sveima í kringum mann og ef maður hefur ekki fullkomlega á hreinu hvað manni vantar getur allt farið í tómt tjón. Eftir að hafa farið yfir það í huga hvaða nauðsynjar vantaði fór ég með fullan huga af kjarki inn í verslunina. Þetta gekk vel ég fann afgreiðslukonu og rúllaði út úr mér hvað það væri sem við vantaði. Hluti af því sem vantaði var andlitskrem. Þetta er eitthvað sem maður kaupir á svona 3ja ára fresti og heldur sig jú yfirleitt við saman sullið. Nei afgreiðslukonan hélt nú ekki - hún leit snökkt framan í mig og horfði um stund. Loks sagði hún "þú ert alveg ofboðslega þurr í húðinni - ertu dugleg að nota krem og aðrar vörur"... Nú kom fát á ofurhjúkkuna sem er einfaldlega ekki sú duglegasta í bransanum í þessum málum. Afgreiðslukonan var búin að missa alla trú á þessum kúnna og gerði sitt besta til að koma að manni alls konar möskum, kremum, hreinsimjólkum og þess háttar bulli. En ofurhjúkkan stóð föst á sínu og komst út með einungis það sem hún ætlaði sér að kaupa. Glöð og ánægð í hjarta gekk hún út úr Kringlunni vitandi að nú þarf ekki að heimsækja snyrtivöruverslun aftur næstu 3 árin.
12/01/2005
Ofurhjúkka í lengingu!
Það er margt sem drífur á daga ofurhjúkkunnar og sífellt verður hún sér um nýjar upplifanir. Dagurinn í dag var engin undantekning í þessu máli. Eftir dágóðan sprett á slysadeildinni lá leiðin til sjúkraþjálfarans sem er að rembast við að koma bakinu í samt lag. Ég er reyndar komin á þá skoðun með þann annars ágæta mann að Man Utd aðdáendur eru fólk sem örðum þykir gaman að pína og pinta. En sem sagt eftir mikið hnoð og hamagang ákvað maðurinn að prófa nýjan meðferð á bakdruslunni sem virðist ekki vera að svara hinni meðferðinni nægilega vel. Hjúkkan var látin leggjast á bekk þar sem hún var óluð niður yfir bringu og mjaðmir og svo hófst eitthvað alveg nýtt. Jú bekkurinn fór að færast í sundur þannig að neðri hluti líkamans togaðist frá efri hluta líkamans. Þetta er mjög einkennilegt en auðvitað bað ég manninn um að bæta á mig nokkrum centimetrum - maður vill nú ná 1.70m á hæð ;) Sem sagt eftir nokkrar svona meðferðir verður ofurhjúkkan orðin hávaxin og grönn :)
En hvað knattspyrnuna snertir verð ég að segja að bakið er orðið breytt eftir síðustu helgi og þær baunir sem maður þarf að þola frá samstarfsfólki sínu. Jú jú Man Utd gerði jafntefli við Exeter (lið sem engin veit hvaðan kemur) - en það var bara til að varpa ljósi á það lið. Við neglum þá í næstu umferð.
Það er margt sem drífur á daga ofurhjúkkunnar og sífellt verður hún sér um nýjar upplifanir. Dagurinn í dag var engin undantekning í þessu máli. Eftir dágóðan sprett á slysadeildinni lá leiðin til sjúkraþjálfarans sem er að rembast við að koma bakinu í samt lag. Ég er reyndar komin á þá skoðun með þann annars ágæta mann að Man Utd aðdáendur eru fólk sem örðum þykir gaman að pína og pinta. En sem sagt eftir mikið hnoð og hamagang ákvað maðurinn að prófa nýjan meðferð á bakdruslunni sem virðist ekki vera að svara hinni meðferðinni nægilega vel. Hjúkkan var látin leggjast á bekk þar sem hún var óluð niður yfir bringu og mjaðmir og svo hófst eitthvað alveg nýtt. Jú bekkurinn fór að færast í sundur þannig að neðri hluti líkamans togaðist frá efri hluta líkamans. Þetta er mjög einkennilegt en auðvitað bað ég manninn um að bæta á mig nokkrum centimetrum - maður vill nú ná 1.70m á hæð ;) Sem sagt eftir nokkrar svona meðferðir verður ofurhjúkkan orðin hávaxin og grönn :)
En hvað knattspyrnuna snertir verð ég að segja að bakið er orðið breytt eftir síðustu helgi og þær baunir sem maður þarf að þola frá samstarfsfólki sínu. Jú jú Man Utd gerði jafntefli við Exeter (lið sem engin veit hvaðan kemur) - en það var bara til að varpa ljósi á það lið. Við neglum þá í næstu umferð.
11/01/2005
Ofurhjúkkan á leið til Afríku!
Í gærkvöldi tókst ofurhjúkkunni að vinnabug á ákvörðunartökuóttanum og bóka sér flugmiða til Malawi í Afríku. Lovísa systir sem vinnur við það að bjarga mannslífum í Malawi óskaði þess svo heitt að hjúkkan kæmi í heimsókn að ekki var annað hægt en að láta undan. Flugið verður tekið til London að morgni 9. feb og svo um kvöldið liggur leiðin til Malawi með stuttu stoppi í Addis Ababa. Svo er það bara að chilla, horfa á fílana og hafa það gott þar til 18. feb að stefnan er tekin heim til íslands. Þetta verður ofboðslega gaman og spenningurinn er heilmikill. Bólusetningar gegn útlendum pestum fara fram á fimmtudaginn næsta og þá verður sárt að vera ég. En sem sagt er ferðahugurinn farinn að láta á sér kræla og stefnir í frábæra ferð.
Í gærkvöldi tókst ofurhjúkkunni að vinnabug á ákvörðunartökuóttanum og bóka sér flugmiða til Malawi í Afríku. Lovísa systir sem vinnur við það að bjarga mannslífum í Malawi óskaði þess svo heitt að hjúkkan kæmi í heimsókn að ekki var annað hægt en að láta undan. Flugið verður tekið til London að morgni 9. feb og svo um kvöldið liggur leiðin til Malawi með stuttu stoppi í Addis Ababa. Svo er það bara að chilla, horfa á fílana og hafa það gott þar til 18. feb að stefnan er tekin heim til íslands. Þetta verður ofboðslega gaman og spenningurinn er heilmikill. Bólusetningar gegn útlendum pestum fara fram á fimmtudaginn næsta og þá verður sárt að vera ég. En sem sagt er ferðahugurinn farinn að láta á sér kræla og stefnir í frábæra ferð.
10/01/2005
Koffínvíma!
Þegar þetta er skrifað ef ofurhjúkkan undir áhrifum of mikillar koffínneyslu á allt of skömmum tíma. Málið er að vaktin byrjaði rólega um hálf fjögur leytið í gærkvöldi og allt var bara svona líka ánægjulegt. Pínu þreyta í skrokknum eftir fimmtugs afmæli kvöldið áður en það stöðvar lítið tennis ástundunina þannig að gellan var mætt í tennis kl. 11:30 í morgun. Svo tók við bakaríið og smá blundur fyrir kvöldvaktina. Um miðja vakt kom í ljós skortur á mönnun á næturvaktinni og var hjúkkan svo blinduð af eigin verðleikum að það var auðvitað ekkert mál að vera áfram til morguns. Þetta gekk vel framan af en svo tók þreytan sinn toll og nokkrar ferðir voru gerðar að kaffivélinni á kaffistofunni. Yfirleitt er þar boðið upp á ódrekkanlegan andskota en í þetta skiptið var blandan bara ansi góð. Þetta varð til þess að 4 bollar voru teknir á hálftíma og nú situr hjúkkan og nötrar í koffínvímu. En nú er farið að glitta í lokin á vaktinni og sængin farin að færast manni nær. Svo er bara spurningin hvort maður nái að vinna úr koffíninu áður en beddinn kallar.
Þegar þetta er skrifað ef ofurhjúkkan undir áhrifum of mikillar koffínneyslu á allt of skömmum tíma. Málið er að vaktin byrjaði rólega um hálf fjögur leytið í gærkvöldi og allt var bara svona líka ánægjulegt. Pínu þreyta í skrokknum eftir fimmtugs afmæli kvöldið áður en það stöðvar lítið tennis ástundunina þannig að gellan var mætt í tennis kl. 11:30 í morgun. Svo tók við bakaríið og smá blundur fyrir kvöldvaktina. Um miðja vakt kom í ljós skortur á mönnun á næturvaktinni og var hjúkkan svo blinduð af eigin verðleikum að það var auðvitað ekkert mál að vera áfram til morguns. Þetta gekk vel framan af en svo tók þreytan sinn toll og nokkrar ferðir voru gerðar að kaffivélinni á kaffistofunni. Yfirleitt er þar boðið upp á ódrekkanlegan andskota en í þetta skiptið var blandan bara ansi góð. Þetta varð til þess að 4 bollar voru teknir á hálftíma og nú situr hjúkkan og nötrar í koffínvímu. En nú er farið að glitta í lokin á vaktinni og sængin farin að færast manni nær. Svo er bara spurningin hvort maður nái að vinna úr koffíninu áður en beddinn kallar.
05/01/2005
Boltinn!
Var að horfa á leik minna manna í Man Utd í gærkvöldi þar sem þeir áttust við Tottenham Hotspurs. Þeir sem mig þekkja vita sennilega flestir að ég er nú frekar tapsár manneskja og tek því illa þegar mér finnst hallað á aðra en mitt eigið lið. Í gærkvöldi fór frækinn hópur fólks sem skiptist í tvær fylkingar annars vegar Utd og hins vegar Tottenham að horfa á leikinn. Ég verð nú reyndar að viðurkenna ósigur minna manna í leiknum enda væri annað óíþróttarmannslegt. Ef mínir menn hefðu skorað markið sem var ekki dæmt væri ég ekki svona auðmjúk í dag ;) Sem sagt vil ég óska Tottenham mönnum til hamingju með sigurinn í gær og vona að þeir komi ekki til með að nota þetta gegn okkur í rauðu treyjunum ;)
Var að horfa á leik minna manna í Man Utd í gærkvöldi þar sem þeir áttust við Tottenham Hotspurs. Þeir sem mig þekkja vita sennilega flestir að ég er nú frekar tapsár manneskja og tek því illa þegar mér finnst hallað á aðra en mitt eigið lið. Í gærkvöldi fór frækinn hópur fólks sem skiptist í tvær fylkingar annars vegar Utd og hins vegar Tottenham að horfa á leikinn. Ég verð nú reyndar að viðurkenna ósigur minna manna í leiknum enda væri annað óíþróttarmannslegt. Ef mínir menn hefðu skorað markið sem var ekki dæmt væri ég ekki svona auðmjúk í dag ;) Sem sagt vil ég óska Tottenham mönnum til hamingju með sigurinn í gær og vona að þeir komi ekki til með að nota þetta gegn okkur í rauðu treyjunum ;)
01/01/2005
Annállinn!
Árið 2004 fer í bækurnar sem eitthvert skemmtilegasta ár í lífi ofurhjúkkunnar. Vinir og vandamenn settu sitt mark á árið, þá sérstaklega þeir sem fluttu til eða frá landinu. Elsta systir tók sig til og fór að bjarga mannslífum í Malawi í Afríku um miðbik ársins og verður þar næstu tvö árin. Fljótlega eftir brottflutning hennar fór að bera á söknuði og ákveðinni tómleika tilfinningu en netið bjargar miklu og ekki mikið mál að ná í skottið á henni á msn. Jóhann flugfoli með meiru flutti heim eftir alltof langa dvöl erlendis og tóku við endalausir hittingar á hinum og þessum knæpum bæjarins með góðum hópi af vinum sem varð til úr mörgum áttum. Jóa hjúkku vinkona situr sem fastast í Svíþjóð og er saknað mikið enda var kaffivélin á heimilinu skýrð í höfuðið á þessari yndislegu vinkonu.
Vinnan tók sinn toll á árinu og held ég að fleiri stundum hafi verið eytt á slysadeildinni en á eigin heimili ofurhjúkkunnar - en það er nú bara þannig þegar maður er í fullri vinnu. Samningafundir í húsnæði Ríkissáttarsemjara voru eitt að því nýja sem ofurhjúkkan prófaði á árinu, ásamt reykköfun með tilheyrandi vinstri leit og óhreinindum. Í vinnunni elfdust mikil vináttubönd milli nokkurra vel valdra ofurhjúkka og þau verða seint rofin. Eftir því sem tíminn líður verða sífellt fleiri samstarfsmenn vinir manns og það er ekkert nema yndislegt enda getur maður aldrei átt of mikið af góðum vinum.
Heimilishaldið var með sínu móti og sífelld ferðalög ýmist hjúkkunnar eða hennar nánasta voru áberandi. Nokkrar ferðir voru farnar saman og ber þar að nefna prýðilega ferð til Prag að ógleymdri yndislegri viku í París. Köbenferð hjúkkunnar ásamt öðrum ofurhjúkkum stendur upp úr hvað varðar mestu snilldar hópferð ársins. Astoria hópurinn sló í gegn meðal sjálf síns með endalausum athugasemdum um líkamsstarfssemi æskilega sem og óæskilega.
Stefnan á nýju ári er að gera enn betur og njóta lífsins til hins ítrasta. Auðvitað ætlar maður alltaf að vinna í sjálfum sér til að gera sjálfan sig að betri manneskju og styrkja tengsl við vini og vandamenn. Kannski maður stefni líka að því að vinna ekki alveg jafn mikið og undanfarin - en sem vinnualki er erfitt að gefa svona loforð. Mottó ársins er að lofa sér ekki neinu - því það veldur því bara að maður verður fyrir vonbrigðum með sjálfan sig.
Að lokum vil ég óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegs nýs árs og vona að þetta ár færi ykkur öllum hamingju og vegsemd.
Árið 2004 fer í bækurnar sem eitthvert skemmtilegasta ár í lífi ofurhjúkkunnar. Vinir og vandamenn settu sitt mark á árið, þá sérstaklega þeir sem fluttu til eða frá landinu. Elsta systir tók sig til og fór að bjarga mannslífum í Malawi í Afríku um miðbik ársins og verður þar næstu tvö árin. Fljótlega eftir brottflutning hennar fór að bera á söknuði og ákveðinni tómleika tilfinningu en netið bjargar miklu og ekki mikið mál að ná í skottið á henni á msn. Jóhann flugfoli með meiru flutti heim eftir alltof langa dvöl erlendis og tóku við endalausir hittingar á hinum og þessum knæpum bæjarins með góðum hópi af vinum sem varð til úr mörgum áttum. Jóa hjúkku vinkona situr sem fastast í Svíþjóð og er saknað mikið enda var kaffivélin á heimilinu skýrð í höfuðið á þessari yndislegu vinkonu.
Vinnan tók sinn toll á árinu og held ég að fleiri stundum hafi verið eytt á slysadeildinni en á eigin heimili ofurhjúkkunnar - en það er nú bara þannig þegar maður er í fullri vinnu. Samningafundir í húsnæði Ríkissáttarsemjara voru eitt að því nýja sem ofurhjúkkan prófaði á árinu, ásamt reykköfun með tilheyrandi vinstri leit og óhreinindum. Í vinnunni elfdust mikil vináttubönd milli nokkurra vel valdra ofurhjúkka og þau verða seint rofin. Eftir því sem tíminn líður verða sífellt fleiri samstarfsmenn vinir manns og það er ekkert nema yndislegt enda getur maður aldrei átt of mikið af góðum vinum.
Heimilishaldið var með sínu móti og sífelld ferðalög ýmist hjúkkunnar eða hennar nánasta voru áberandi. Nokkrar ferðir voru farnar saman og ber þar að nefna prýðilega ferð til Prag að ógleymdri yndislegri viku í París. Köbenferð hjúkkunnar ásamt öðrum ofurhjúkkum stendur upp úr hvað varðar mestu snilldar hópferð ársins. Astoria hópurinn sló í gegn meðal sjálf síns með endalausum athugasemdum um líkamsstarfssemi æskilega sem og óæskilega.
Stefnan á nýju ári er að gera enn betur og njóta lífsins til hins ítrasta. Auðvitað ætlar maður alltaf að vinna í sjálfum sér til að gera sjálfan sig að betri manneskju og styrkja tengsl við vini og vandamenn. Kannski maður stefni líka að því að vinna ekki alveg jafn mikið og undanfarin - en sem vinnualki er erfitt að gefa svona loforð. Mottó ársins er að lofa sér ekki neinu - því það veldur því bara að maður verður fyrir vonbrigðum með sjálfan sig.
Að lokum vil ég óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegs nýs árs og vona að þetta ár færi ykkur öllum hamingju og vegsemd.
29/12/2004
Yndisleg kvöldstund!
Þetta er besta lýsingin á líðandi kvöldi hjá ofurhjúkkunni. Þar sem gamlir og góðir vinir hafa verið vanræktir síðastliðin vetur vegna anna var ekki annað hægt að en hitta gamla góða hýrahópinn og hækjurnar. Fórum sem sagt á Sólon þar sem margur sannleikurinn kom í ljós. Meðal annars var það hversu mikið er hægt að hlægja af takmarkaðri getu annars fólks þegar kemur að þjónustuhæfileikum. Einnig kom upp mjög víðáttu mikil og margslungin umræða um líkamsstöðu samkynhneigðra karlmanna við göngu að ógleymdum endurskipurlagningum Gulla í versluninni. Gulli fær rokkstig dagsins fyrir einstaka skipurlagningar hæfileika sem fengu sín greinilega notið í verslun Guðsteins í dag. Það er eiginlega þess virði að kíkja við í búðina á morgun og líta dýrðina augum. Mikið var flissað, blikkað og svo auðvitað knúsað í tilefni af því að árið er senn að líða undir lok. Merkilegasta orð kvöldsins átti Héðinn fv. fréttamaður - orð dagsins er orðsifjar!
Þetta er besta lýsingin á líðandi kvöldi hjá ofurhjúkkunni. Þar sem gamlir og góðir vinir hafa verið vanræktir síðastliðin vetur vegna anna var ekki annað hægt að en hitta gamla góða hýrahópinn og hækjurnar. Fórum sem sagt á Sólon þar sem margur sannleikurinn kom í ljós. Meðal annars var það hversu mikið er hægt að hlægja af takmarkaðri getu annars fólks þegar kemur að þjónustuhæfileikum. Einnig kom upp mjög víðáttu mikil og margslungin umræða um líkamsstöðu samkynhneigðra karlmanna við göngu að ógleymdum endurskipurlagningum Gulla í versluninni. Gulli fær rokkstig dagsins fyrir einstaka skipurlagningar hæfileika sem fengu sín greinilega notið í verslun Guðsteins í dag. Það er eiginlega þess virði að kíkja við í búðina á morgun og líta dýrðina augum. Mikið var flissað, blikkað og svo auðvitað knúsað í tilefni af því að árið er senn að líða undir lok. Merkilegasta orð kvöldsins átti Héðinn fv. fréttamaður - orð dagsins er orðsifjar!
28/12/2004
We have a breather!
Ofurhjúkkan ákvað að láta ekki þessi leiðindarveikindi ná tökum á jólahátíðinni og skellti sér því í bíó í gærkvöldið ásamt annarri ofurhjúkku og einni hetju. Allt leit vel út fyrir utan mannþröngina sem var í anddyri kvikmyndahússins sem leistist upp um leið og hungraðir bíóáhugamenn komust leiðar sinnar í salinn. Ofurhjúkkurnar tvær fengu sér sæti með laust sínum hvorum megin við sig - you need your space. Nema hvað þá fyllist fljótlega salurinn og lítið er um laus sæti þannig að ung stúlka sest í sætið við hliðina á undirritaðri. Ég gleymdi reyndar að taka það fram að myndin sem njóta átti var engin önnur en Ocean´s Twelve með ofurhönkunum Pitt og Clooney!!!! Aníhú var þetta einhver mesta snilld þessi mynd en ég mæli með henni fyrir alla sem vilja njóta aulahúmors og góðs útsýnis ;) En snúum okkur aftur að gellunni sem sat við hliðina á ofurhjúkkunni. Samskipti milli manna í kvikmyndahúsum erum í lágmarki en þessi ágæta stúlka andvarpaði eins og hún væri að erfiða í gegnum alla myndina. Ég veit að Pitt og Clooney eru alveg hrikalega flottir í myndinni en - VÁ það voru engin smá andvörp! Hvað er líka málið að vera einn í bíó og andvarpa eins og gömul kona? Þetta er allt annað mál ef hún hefði nú kannski verið með einhverjum öðrum í bíó og andvörpin af öðrum toga ;) Farið varlega í hálkunni, gætið ykkar á flugeldum og borðið varlega af salta kjötinu.
Ofurhjúkkan ákvað að láta ekki þessi leiðindarveikindi ná tökum á jólahátíðinni og skellti sér því í bíó í gærkvöldið ásamt annarri ofurhjúkku og einni hetju. Allt leit vel út fyrir utan mannþröngina sem var í anddyri kvikmyndahússins sem leistist upp um leið og hungraðir bíóáhugamenn komust leiðar sinnar í salinn. Ofurhjúkkurnar tvær fengu sér sæti með laust sínum hvorum megin við sig - you need your space. Nema hvað þá fyllist fljótlega salurinn og lítið er um laus sæti þannig að ung stúlka sest í sætið við hliðina á undirritaðri. Ég gleymdi reyndar að taka það fram að myndin sem njóta átti var engin önnur en Ocean´s Twelve með ofurhönkunum Pitt og Clooney!!!! Aníhú var þetta einhver mesta snilld þessi mynd en ég mæli með henni fyrir alla sem vilja njóta aulahúmors og góðs útsýnis ;) En snúum okkur aftur að gellunni sem sat við hliðina á ofurhjúkkunni. Samskipti milli manna í kvikmyndahúsum erum í lágmarki en þessi ágæta stúlka andvarpaði eins og hún væri að erfiða í gegnum alla myndina. Ég veit að Pitt og Clooney eru alveg hrikalega flottir í myndinni en - VÁ það voru engin smá andvörp! Hvað er líka málið að vera einn í bíó og andvarpa eins og gömul kona? Þetta er allt annað mál ef hún hefði nú kannski verið með einhverjum öðrum í bíó og andvörpin af öðrum toga ;) Farið varlega í hálkunni, gætið ykkar á flugeldum og borðið varlega af salta kjötinu.
27/12/2004
Jólin í ár!
Þessi jól verða í minningunni tengd nokkrum hlutum þ.á.m. kvefið dauðans, bólu sem hefur sér póstnúmer, mikið af spilum, mikið af mat og enn meira af ostum. Já það er ekki hægt að segja annað en að það hafi farið nokkuð vel um mann þessa síðustu daga. Vaknaði á Jóladagsmorgun í tómum leiðindum með barkabólgu eins og litlu börnin. Sökum þess hafa jólin eiginlega einungis farið fram á sófanum, ýmist hér eða hjá foreldrunum. Mesta skúffelsið var þó að komast ekki á jólaball Milljónamæringanna sem var á Sögu í gær - alveg er ég viss um að í ár hafi ballið ekki verið jafn skemmtilegt og áður.
Ætli framkvæmd dagsins miði ekki að því að koma sér út í apótek og kaupa sér eitthvað stíflulosandi og verkjaminnkandi. Annars bið ég ykkur þessa vikuna um að halda áfram að fara varlega í salta kjötið en líka passa ykkur á flugeldunum.
Þessi jól verða í minningunni tengd nokkrum hlutum þ.á.m. kvefið dauðans, bólu sem hefur sér póstnúmer, mikið af spilum, mikið af mat og enn meira af ostum. Já það er ekki hægt að segja annað en að það hafi farið nokkuð vel um mann þessa síðustu daga. Vaknaði á Jóladagsmorgun í tómum leiðindum með barkabólgu eins og litlu börnin. Sökum þess hafa jólin eiginlega einungis farið fram á sófanum, ýmist hér eða hjá foreldrunum. Mesta skúffelsið var þó að komast ekki á jólaball Milljónamæringanna sem var á Sögu í gær - alveg er ég viss um að í ár hafi ballið ekki verið jafn skemmtilegt og áður.
Ætli framkvæmd dagsins miði ekki að því að koma sér út í apótek og kaupa sér eitthvað stíflulosandi og verkjaminnkandi. Annars bið ég ykkur þessa vikuna um að halda áfram að fara varlega í salta kjötið en líka passa ykkur á flugeldunum.
25/12/2004
Aftansöngur á slysadeildinni!
Sökum þess að ofurhjúkkan var á kvöldvaktinni í kvöld var aftansöngurinn sunginn inni á kaffistofu og á gangi milli sjúklinga. Sú hefð hefur verið föst í lífi ofurhjúkkunnar s.l. 12 ár að syngja í messu kl 18 á aðfangadag og því tók hún lagið með útvarpinu. Ekki var laust við læviblandnar tilfinningar þegar RUV hringdi jólin inn og bauð landsmönnum öllum Gleðileg jól. Mikið annríki var á deildinni enda eins fáir að vinna og komist er af með en jólaskapið var alltaf skammt undan. Vaktinni lauk og eftir stutt stop í Dalalandinu lá leiðin heim á Kambsveginn í pakka og annan glaðning. Nú er svo komið að allir pakkar hafa verið opnaðir, kveikt er á kertum og stefnan tekin á sófann. Því miður var engin bók í jólapakkanum í ár þannig að maður kannski drífur sig í að klára eitthvað af jólabókum fyrri ára.
Að lokum vil ég óska vinum og vandamönnum nær sem fjær Gleðilegra jóla. Hafið það sem allra best yfir jólahátíðina en passið ykkur á salta matnum ;)
Sökum þess að ofurhjúkkan var á kvöldvaktinni í kvöld var aftansöngurinn sunginn inni á kaffistofu og á gangi milli sjúklinga. Sú hefð hefur verið föst í lífi ofurhjúkkunnar s.l. 12 ár að syngja í messu kl 18 á aðfangadag og því tók hún lagið með útvarpinu. Ekki var laust við læviblandnar tilfinningar þegar RUV hringdi jólin inn og bauð landsmönnum öllum Gleðileg jól. Mikið annríki var á deildinni enda eins fáir að vinna og komist er af með en jólaskapið var alltaf skammt undan. Vaktinni lauk og eftir stutt stop í Dalalandinu lá leiðin heim á Kambsveginn í pakka og annan glaðning. Nú er svo komið að allir pakkar hafa verið opnaðir, kveikt er á kertum og stefnan tekin á sófann. Því miður var engin bók í jólapakkanum í ár þannig að maður kannski drífur sig í að klára eitthvað af jólabókum fyrri ára.
Að lokum vil ég óska vinum og vandamönnum nær sem fjær Gleðilegra jóla. Hafið það sem allra best yfir jólahátíðina en passið ykkur á salta matnum ;)
20/12/2004
Andleysi!
Andleysi er það sem hrjáir hjúkkunar í augnarblikinu. Hún nennir ekki neinu en nennir samt ekki að gera ekki neitt! Jólaundirbúningurinn er langt á veg kominn og í raun og veru á bara eftir að strauja jólarúmfötin og pakka inn gjöfunum. Það er kannski ágætt að eiga ekki meira eftir þar sem bakið fór í bakkgír á fimmtudaginn og hefur eiginlega bara verið til leiðinda eftir það. En lítill jólasveinn kom færandi hendi með þetta líka fína bakbelti og þá varð kátt í höllinni. Dagarnir fram að jólum fara í vinnu enda á maður alla vikuna og aðfangadagskvöld líka. En málið er bara að halda góða jólaskapinu og borða eitthvað af þessum jólasmákökum sem maður hefur verið að bakstra við að baka.
En hvað sem líður og bíður er spáð hvítum jólum og vonandi helst sú spá. Nú hugsa bara allir saman um snjóinn!
Andleysi er það sem hrjáir hjúkkunar í augnarblikinu. Hún nennir ekki neinu en nennir samt ekki að gera ekki neitt! Jólaundirbúningurinn er langt á veg kominn og í raun og veru á bara eftir að strauja jólarúmfötin og pakka inn gjöfunum. Það er kannski ágætt að eiga ekki meira eftir þar sem bakið fór í bakkgír á fimmtudaginn og hefur eiginlega bara verið til leiðinda eftir það. En lítill jólasveinn kom færandi hendi með þetta líka fína bakbelti og þá varð kátt í höllinni. Dagarnir fram að jólum fara í vinnu enda á maður alla vikuna og aðfangadagskvöld líka. En málið er bara að halda góða jólaskapinu og borða eitthvað af þessum jólasmákökum sem maður hefur verið að bakstra við að baka.
En hvað sem líður og bíður er spáð hvítum jólum og vonandi helst sú spá. Nú hugsa bara allir saman um snjóinn!
18/12/2004
Viðreynsluaðferðir dauðans!
Eftir erfiðan dag en góða tónleika dreif hjúkkan sig á Ölstofuna að spjalla við aðra hjúkku. Við fundum okkur sæti á góðum stað og töldum okkur vera öruggar frá almennri ölvun og einmannaleika sem virtist hrjá flesta er inni á staðnum voru. Fljótlega fór að bera á því að verið væri að gefa okkur auga en við létum það ekki trufla okkur heldur héldum áfram að tala saman. Svo bar að fyrsti viðreynari kvöldsins hafði sig upp í að hlamma sér aðeins of nálægt hinni hjúkkunni og vildi endilega vita hvað við værum að tala um. Honum var pent bent á að það kæmi honum ekki við - honum væri velkomið að sitja þarna ef hann ætlaðist ekki til þess að við töluðum við hann. Leið svo og beið og spjallið hélt áfram og viðreynaranum ekki veitt nein athygli. Að lokum sofnar hann þannig að við vorum nú nokkuð ánægðar þar sem hann var alla vega til friðs í þessu ástandi. Kemur þá aðsvífandi viðreynari #2 sem var nú öllu fjörugri en sá fyrri og hélt að hann kæmist langt á feimninni. Var með alls konar afsakanir um það hvernig hann kynni ekki að reyna við konur og fleira - þar sem pirringurinn vegna viðreynara 1 var enn mikill fékk #2 litla samúð hjá hjúkkunum. Í því kemur aðsvífandi vinur viðreynara #2 sem virðist einmitt vera enn leiðinlegri heldur en hann. Viðreynandi #2 ætlar að gera sig stóran og nær að hella úr fullu glasi af einhverju sulli í kók og það beint á buxurnar hjá ofurhjúkkunni. Sem sagt nú er maður orðinn aðeins meira en nettpirraður og það að auki með blauta skálm á buxunum. Viðreynandi #2 og vinur hans voru hér með snarlega sendir á brott. Augnarbliki síðar birtist viðreynandi #3 og viðreynandi#1 fer að rumska. #3 er bent á að þetta sé einfaldlega ekki rétta krádið að reyna við og einn sé nú þegar búinn að hella yfir okkur drykknum sínum og annar sofna (bent á #1). Í því vaknar #1 og ælir á gólfið við hliðina á okkur!!!!!!!! #3 heldur nú að hann eigi allan sjénsins þar sem hann hvorki ældi né hellti á okkur - en hann er svo illa aumkunarverður að ekki var talin ástæða til að ræða frekar við hann. Eftir allt þetta var nú klukkan orðin margt og dauðþreyttu og út viðreyndu hjúkkurnar drifu sig heim.
Eftir erfiðan dag en góða tónleika dreif hjúkkan sig á Ölstofuna að spjalla við aðra hjúkku. Við fundum okkur sæti á góðum stað og töldum okkur vera öruggar frá almennri ölvun og einmannaleika sem virtist hrjá flesta er inni á staðnum voru. Fljótlega fór að bera á því að verið væri að gefa okkur auga en við létum það ekki trufla okkur heldur héldum áfram að tala saman. Svo bar að fyrsti viðreynari kvöldsins hafði sig upp í að hlamma sér aðeins of nálægt hinni hjúkkunni og vildi endilega vita hvað við værum að tala um. Honum var pent bent á að það kæmi honum ekki við - honum væri velkomið að sitja þarna ef hann ætlaðist ekki til þess að við töluðum við hann. Leið svo og beið og spjallið hélt áfram og viðreynaranum ekki veitt nein athygli. Að lokum sofnar hann þannig að við vorum nú nokkuð ánægðar þar sem hann var alla vega til friðs í þessu ástandi. Kemur þá aðsvífandi viðreynari #2 sem var nú öllu fjörugri en sá fyrri og hélt að hann kæmist langt á feimninni. Var með alls konar afsakanir um það hvernig hann kynni ekki að reyna við konur og fleira - þar sem pirringurinn vegna viðreynara 1 var enn mikill fékk #2 litla samúð hjá hjúkkunum. Í því kemur aðsvífandi vinur viðreynara #2 sem virðist einmitt vera enn leiðinlegri heldur en hann. Viðreynandi #2 ætlar að gera sig stóran og nær að hella úr fullu glasi af einhverju sulli í kók og það beint á buxurnar hjá ofurhjúkkunni. Sem sagt nú er maður orðinn aðeins meira en nettpirraður og það að auki með blauta skálm á buxunum. Viðreynandi #2 og vinur hans voru hér með snarlega sendir á brott. Augnarbliki síðar birtist viðreynandi #3 og viðreynandi#1 fer að rumska. #3 er bent á að þetta sé einfaldlega ekki rétta krádið að reyna við og einn sé nú þegar búinn að hella yfir okkur drykknum sínum og annar sofna (bent á #1). Í því vaknar #1 og ælir á gólfið við hliðina á okkur!!!!!!!! #3 heldur nú að hann eigi allan sjénsins þar sem hann hvorki ældi né hellti á okkur - en hann er svo illa aumkunarverður að ekki var talin ástæða til að ræða frekar við hann. Eftir allt þetta var nú klukkan orðin margt og dauðþreyttu og út viðreyndu hjúkkurnar drifu sig heim.
15/12/2004
Gamlar minningar!
Þar sem ég sat í strætó í morgun á leið minni til vinnu vöknuðu gamlar og misgóðar minningar frá menntaskólaárunum. Fyrir framan mig sátu tvö ungmenni sem voru að renna yfir glósur og bera saman bækur sínar fyrir próf í þýsku. Ég gat ekki annað en fallið í nostalgíukastið yfir þessari sýn þar sem manni finnst það hafa verið í gær sem menntaskólaárin voru í hámarki. Tal ungmennanna leiddist að afturbeygðum sögnum og öllu því sem þýsk málfræði hefur upp á að bjóða og þá kom önnur hugsun fram í samt frekar þreyttum hjúkkuhuga. Ég gæti ekki fyrir mitt litla líf bjargað mér í dag með því að telja upp afturbeygðu sagnirnar í þýsku og þó er ég með stúdentspróf í þýsku! Þetta er auðvitað ekkert nema hrein synd og skömm að því að viðurkenna hversu lítið situr eftir af námsefni menntaskólans. En fljótlega varð ég glöð aftur þar sem ég áttaði mig á því að ég hef meiri not fyrir þar sem ég lærði í hjúkrunarfræðinni og hver veit nema eitthvað að menntaskólaviskunni hafi gagnast manni í gegnum tíðina ómeðvitað. Glöð í bragði fór ég því á vaktina og rúllaði upp allri minni helstu kunnáttu á sviði hjúkrunar og gerði það auðvitað með stæl eins og ofurhjúkku einni er lagið.
Þar sem ég sat í strætó í morgun á leið minni til vinnu vöknuðu gamlar og misgóðar minningar frá menntaskólaárunum. Fyrir framan mig sátu tvö ungmenni sem voru að renna yfir glósur og bera saman bækur sínar fyrir próf í þýsku. Ég gat ekki annað en fallið í nostalgíukastið yfir þessari sýn þar sem manni finnst það hafa verið í gær sem menntaskólaárin voru í hámarki. Tal ungmennanna leiddist að afturbeygðum sögnum og öllu því sem þýsk málfræði hefur upp á að bjóða og þá kom önnur hugsun fram í samt frekar þreyttum hjúkkuhuga. Ég gæti ekki fyrir mitt litla líf bjargað mér í dag með því að telja upp afturbeygðu sagnirnar í þýsku og þó er ég með stúdentspróf í þýsku! Þetta er auðvitað ekkert nema hrein synd og skömm að því að viðurkenna hversu lítið situr eftir af námsefni menntaskólans. En fljótlega varð ég glöð aftur þar sem ég áttaði mig á því að ég hef meiri not fyrir þar sem ég lærði í hjúkrunarfræðinni og hver veit nema eitthvað að menntaskólaviskunni hafi gagnast manni í gegnum tíðina ómeðvitað. Glöð í bragði fór ég því á vaktina og rúllaði upp allri minni helstu kunnáttu á sviði hjúkrunar og gerði það auðvitað með stæl eins og ofurhjúkku einni er lagið.
13/12/2004
Í góðum gír eftir helgina!
Já ofurhjúkkan er í mjög fínum gír eftir þessa annars fínu helgi. Þar sem í ljós kom snemma í vikunni að hjúkkan yrði skilin eftir á klakanum yfir helgina var ekkert annað að gera en að njóta hennar í botn. Vinnan tók reyndar drjúgan hluta af helginni en það kom ekki í veg fyrir smá jólaskrall ásamt vinnufélögum enda um árlegt skrall að ræða. Kvöldið var fínt - allir vinir á Rex og svo var farið að dansa á 22. Þar lenti ofurhjúkkan í því að halda að einhver væri búinn að stela töskunni þannig að eftir mikla fagnaðarfundi við töskuna þegar hún fannst ákvað hjúkkan bara að koma sér heim í ból - enda öll stemning löngu týnd við leitun að töskunni.
Laugardagurinn kallaði á ekta danskar æpleskiver hjá Ola og Helene í Kópavoginum. Þetta er enn einn yndislegi siðurinn sem danir hafa komið með til landsins - algjört lostæti og við Svana vorum sammála um það að við yrðum aldrei aftur mjóar. Svo var það kvöldvaktin þar sem einhver mesta snilld kvikmyndasögunnar var litin augum. Jú þetta er auðvitað stórmyndin Baywatch - Hawaiian wedding. Þarna komu aftur fram í dagsljósið stjörnurnar úr þessari snilldar þáttarröð, Pamela og Carmen voru auðvitað á staðnum að ógleymdri hetjunni sjálfri David Hazzelhoff (aka Mitch Bucannon). Algjör snilldar mynd og virkilegt lostæti fyrir augað! Sunnudagurinn fór svo í enn meiri vinnu og loks snilldar aflsöppun að henni lokinni. Varð reyndar smá reið yfir leiknum en það rann af um síðari hlutar seinni hálfleiks.
Já ofurhjúkkan er í mjög fínum gír eftir þessa annars fínu helgi. Þar sem í ljós kom snemma í vikunni að hjúkkan yrði skilin eftir á klakanum yfir helgina var ekkert annað að gera en að njóta hennar í botn. Vinnan tók reyndar drjúgan hluta af helginni en það kom ekki í veg fyrir smá jólaskrall ásamt vinnufélögum enda um árlegt skrall að ræða. Kvöldið var fínt - allir vinir á Rex og svo var farið að dansa á 22. Þar lenti ofurhjúkkan í því að halda að einhver væri búinn að stela töskunni þannig að eftir mikla fagnaðarfundi við töskuna þegar hún fannst ákvað hjúkkan bara að koma sér heim í ból - enda öll stemning löngu týnd við leitun að töskunni.
Laugardagurinn kallaði á ekta danskar æpleskiver hjá Ola og Helene í Kópavoginum. Þetta er enn einn yndislegi siðurinn sem danir hafa komið með til landsins - algjört lostæti og við Svana vorum sammála um það að við yrðum aldrei aftur mjóar. Svo var það kvöldvaktin þar sem einhver mesta snilld kvikmyndasögunnar var litin augum. Jú þetta er auðvitað stórmyndin Baywatch - Hawaiian wedding. Þarna komu aftur fram í dagsljósið stjörnurnar úr þessari snilldar þáttarröð, Pamela og Carmen voru auðvitað á staðnum að ógleymdri hetjunni sjálfri David Hazzelhoff (aka Mitch Bucannon). Algjör snilldar mynd og virkilegt lostæti fyrir augað! Sunnudagurinn fór svo í enn meiri vinnu og loks snilldar aflsöppun að henni lokinni. Varð reyndar smá reið yfir leiknum en það rann af um síðari hlutar seinni hálfleiks.
09/12/2004
Hjúkrunarfræðingar eru bestu skinn!
Samkvæmt hinum virta fréttamiðli visir.is eru hjúkrunarfræðingar ein sú heiðarlegasta stétt sem fólk þarf að hafa samskipti við. Þetta kemur fram í þessari fréttaskýringu og tek ég undir það með stolti. Hjúkrunarfræðingar eru lykillinn að velferð mannkynsins þó svo að við þrífumst á veikleikum annarra þá viljum við alltaf reyna að leysa málin á sem farsælastan hátt. Svo erum við líka almennt brosmildar og glaðværar upp til hópa.
Samkvæmt hinum virta fréttamiðli visir.is eru hjúkrunarfræðingar ein sú heiðarlegasta stétt sem fólk þarf að hafa samskipti við. Þetta kemur fram í þessari fréttaskýringu og tek ég undir það með stolti. Hjúkrunarfræðingar eru lykillinn að velferð mannkynsins þó svo að við þrífumst á veikleikum annarra þá viljum við alltaf reyna að leysa málin á sem farsælastan hátt. Svo erum við líka almennt brosmildar og glaðværar upp til hópa.
05/12/2004
Hvert fór jólaveðrið?
Nú er ég alveg bit!! Rankaði við mér um kl. 11 í morgun til þess að fara í tennis, sem er ekki frásögum færandi, nema hvað að það var eiginlega bara enn dimmt úti! Rignigin barði á fersku og nývöknuðu andlitinu er ég hljóp út í bíl og brunaði sem leið lá í Kópavoginn. Að tennisæfingunni lokinni tók við enn verra veður þannig að ég fór í loftköstum aftur út í bíl og heim. Sökum veðurs er stefnan tekin á sófann í dag, er reyndar illa svekkt út í stöð2 því þeir eru búnir að loka fyrir aðganginn sem ég hafði án þess að vera áskrifandi. Þetta er mjög illt plott hjá þeim - maður fékk nýjan afruglara og allir ánægðir. Ekki versnaði ástandi þegar upp kom að stöð2 og sýn voru ótrufluð og kárnaði nú gleðin hjá hjúkkunni. Nú er sem sagt búin að koma manni á bragðið að horfa á ofurþætti s.s. nágranna og annað eðalefni og þá loka þeir fyrir aðganginn!!! Eftir sit ég með fulla skál af jólasmákökum og læt mér nægja að horfa á gamlan Bond á Skjá einum.
Nú er ég alveg bit!! Rankaði við mér um kl. 11 í morgun til þess að fara í tennis, sem er ekki frásögum færandi, nema hvað að það var eiginlega bara enn dimmt úti! Rignigin barði á fersku og nývöknuðu andlitinu er ég hljóp út í bíl og brunaði sem leið lá í Kópavoginn. Að tennisæfingunni lokinni tók við enn verra veður þannig að ég fór í loftköstum aftur út í bíl og heim. Sökum veðurs er stefnan tekin á sófann í dag, er reyndar illa svekkt út í stöð2 því þeir eru búnir að loka fyrir aðganginn sem ég hafði án þess að vera áskrifandi. Þetta er mjög illt plott hjá þeim - maður fékk nýjan afruglara og allir ánægðir. Ekki versnaði ástandi þegar upp kom að stöð2 og sýn voru ótrufluð og kárnaði nú gleðin hjá hjúkkunni. Nú er sem sagt búin að koma manni á bragðið að horfa á ofurþætti s.s. nágranna og annað eðalefni og þá loka þeir fyrir aðganginn!!! Eftir sit ég með fulla skál af jólasmákökum og læt mér nægja að horfa á gamlan Bond á Skjá einum.
04/12/2004
Vondi strætóbílstjórinn!
Þar sem ofurhjúkkan var á leið sinni heim í góðum fíling að syngja jólalög varð á vegi hennar mjög viðskotaillur strætóbílstjóri. Sem góður bílstjóri á maður að halda sig til hægri og til að víkja fyrir hraðskreiðari bíl setti ég stefnuljósið á, kíkti til hliðar og renndi svo Hondukrúttinu mjúklega yfir á næstu akrein. Allt í einu er kominn strætisvagn í skottið á krúttinu og það með látum og blikkandi háu ljósunum. Jú ég hafði sem sagt orðið á vegi þessa viðskotailla vagnstjóra sem ákvað að taka pirring sinn á lífi sínu út á mér. Ekki nóg með það þá skipti síðan strætóinn yfir á fráreyn og gaf í - til þess eins að reyna að hitta á poll og ausa yfir mig vatni. Nú fauk svolítið í mitt annars friðsæla hjarta og ég jók hraðan þannig að skvettið fór ekki yfir krúttið. Ég þakkaði þessum asna pent fyrir mig með léttu flauti og gott ef ákveðinn handarmerki voru ekki gefin líka. Ég veit ekki hvað þessi fúli strætóbílstjóri heldur að hann sé en við erum ekki vinir - svo mikið er víst.
Þar sem ofurhjúkkan var á leið sinni heim í góðum fíling að syngja jólalög varð á vegi hennar mjög viðskotaillur strætóbílstjóri. Sem góður bílstjóri á maður að halda sig til hægri og til að víkja fyrir hraðskreiðari bíl setti ég stefnuljósið á, kíkti til hliðar og renndi svo Hondukrúttinu mjúklega yfir á næstu akrein. Allt í einu er kominn strætisvagn í skottið á krúttinu og það með látum og blikkandi háu ljósunum. Jú ég hafði sem sagt orðið á vegi þessa viðskotailla vagnstjóra sem ákvað að taka pirring sinn á lífi sínu út á mér. Ekki nóg með það þá skipti síðan strætóinn yfir á fráreyn og gaf í - til þess eins að reyna að hitta á poll og ausa yfir mig vatni. Nú fauk svolítið í mitt annars friðsæla hjarta og ég jók hraðan þannig að skvettið fór ekki yfir krúttið. Ég þakkaði þessum asna pent fyrir mig með léttu flauti og gott ef ákveðinn handarmerki voru ekki gefin líka. Ég veit ekki hvað þessi fúli strætóbílstjóri heldur að hann sé en við erum ekki vinir - svo mikið er víst.
Ofurþreytt ofurhjúkka!
Þessi síðasta vika fer í bækurnar sem einhver sú klikkaðasta á mínum vinnustað. Þökk sé hálkunni og samstarfsfólki mínu verður helmingur af Reykvíkingum í gipsi á jólunum. Það var farið að sjá á fegurð ofurhjúkkunnar þegar líða tók á vikuna en þetta er allt að komast aftur í lag. Svona vikur kenna manni að njóta helgarinnar og þess að vera í fríi. Föstudagskvöldið var mjög huggulegt, byrjaði á kvöldverði á Vegamótum (sem átti eftir að draga heilmikla meltingu á eftir sér), tónleika hjá mótettukórnum og loks nokkrir kaldir á Ölstofunni ásamt nokkrum ofurhjúkkum. Heilmörg sms voru send í þágu annarra og mikið var helgið.
Jólaundirbúningurinn var í hávegi hafður í dag þar sem 3 sortir af smákökum eru komnar í bauka. Nú á bara eftir að henda saman í nokkrar tegundir í viðbót og þá er allt klárt fyrir heimsóknir. Kvöldið snýst um afslöppun, sófann og smá kúristund enda verður maður að vera ferskur í tennisinn á morgun.
Þessi síðasta vika fer í bækurnar sem einhver sú klikkaðasta á mínum vinnustað. Þökk sé hálkunni og samstarfsfólki mínu verður helmingur af Reykvíkingum í gipsi á jólunum. Það var farið að sjá á fegurð ofurhjúkkunnar þegar líða tók á vikuna en þetta er allt að komast aftur í lag. Svona vikur kenna manni að njóta helgarinnar og þess að vera í fríi. Föstudagskvöldið var mjög huggulegt, byrjaði á kvöldverði á Vegamótum (sem átti eftir að draga heilmikla meltingu á eftir sér), tónleika hjá mótettukórnum og loks nokkrir kaldir á Ölstofunni ásamt nokkrum ofurhjúkkum. Heilmörg sms voru send í þágu annarra og mikið var helgið.
Jólaundirbúningurinn var í hávegi hafður í dag þar sem 3 sortir af smákökum eru komnar í bauka. Nú á bara eftir að henda saman í nokkrar tegundir í viðbót og þá er allt klárt fyrir heimsóknir. Kvöldið snýst um afslöppun, sófann og smá kúristund enda verður maður að vera ferskur í tennisinn á morgun.
30/11/2004
Háir hælar í hálku!
Ofurhjúkkan hefur komist að því að það þýðir ekkert að hætta að vera gella þó svo að smá hálka hrjái borgarbúa. Síðustu tvo daga hefur verið alveg hrikalega mikið annríki á vinnustaðnum vegna hálkunnar ógurlegu sem virðist hafi komið öllum á óvart. Ofurhjúkkan er svoddan ofurgella að hún skellti sér af stað á háu (samt bara 5 cm) hælunum. Þetta gekk allt eins og í sóma og hún þurfti ekki að leita sér aðstoðar á slysadeildinni. Það er kannski bara málið í svona færð að vera á hælum því þá dettur maður greinilega ekki!
Skrallið var auðvitað tekið um helgina þar sem hún byrjaði í Hveragerði á Hótel Örk. Þar var snæddur ágætis matur á jólahlaðborði ákveðins vinnustaðar og að borðhaldi loknu tóku við hin mestu snilldar skemmtiatriði. Lítið bar á stjórnsýslu bröndurum enda eru þeir alls kosta ekki fyndnir. Laugardagskvöldið fór í hjúkkuhitting og meira skrall þar sem helstu staðir Reykjavíkur voru heiðraðir með nærveru þessa fríða hóps. Ekki klikkaði svo tennisæfingin á sunnudagsmorgni þar sem snilldarhæfileikar hjúkkunnar fengu að blómstra.
Vika hefur svo farið í vinnu það sem af er og verður áfram næstu daga. Jólalögin eru enn á fullu blasti í bílnum og skreytingar farnar að líta dagsins ljós á heimilinu.
Farið varlega í hálkunni, munið bara að háu hælarnir gera sitt gagn á svona stundum.
Ofurhjúkkan hefur komist að því að það þýðir ekkert að hætta að vera gella þó svo að smá hálka hrjái borgarbúa. Síðustu tvo daga hefur verið alveg hrikalega mikið annríki á vinnustaðnum vegna hálkunnar ógurlegu sem virðist hafi komið öllum á óvart. Ofurhjúkkan er svoddan ofurgella að hún skellti sér af stað á háu (samt bara 5 cm) hælunum. Þetta gekk allt eins og í sóma og hún þurfti ekki að leita sér aðstoðar á slysadeildinni. Það er kannski bara málið í svona færð að vera á hælum því þá dettur maður greinilega ekki!
Skrallið var auðvitað tekið um helgina þar sem hún byrjaði í Hveragerði á Hótel Örk. Þar var snæddur ágætis matur á jólahlaðborði ákveðins vinnustaðar og að borðhaldi loknu tóku við hin mestu snilldar skemmtiatriði. Lítið bar á stjórnsýslu bröndurum enda eru þeir alls kosta ekki fyndnir. Laugardagskvöldið fór í hjúkkuhitting og meira skrall þar sem helstu staðir Reykjavíkur voru heiðraðir með nærveru þessa fríða hóps. Ekki klikkaði svo tennisæfingin á sunnudagsmorgni þar sem snilldarhæfileikar hjúkkunnar fengu að blómstra.
Vika hefur svo farið í vinnu það sem af er og verður áfram næstu daga. Jólalögin eru enn á fullu blasti í bílnum og skreytingar farnar að líta dagsins ljós á heimilinu.
Farið varlega í hálkunni, munið bara að háu hælarnir gera sitt gagn á svona stundum.
26/11/2004
Illa súr hjúkkuhúmor!
Fékk algjöran snilldar tölvupóst um daginn þar sem nokkur atriðið eru talin upp sem skilgreina ofurhjúkkur á bráðamóttökum. Margt á þessum lista vakti heilmikla kátinu meðal annarra ofurhjúkka og til að gefa öðrum kost á að kynnast lífi ofurhjúkka betur hef ég ákveðið að birta hér nokkur vel valin atriði.
YOU MIGHT BE AN E.R. NURSE IF . . . * by Michael Seaver, RN, EMT-D EMSCON *
* Discussing dismemberment over a gourmet meal seems perfectly normal to you..
* You believe a good tape job will fix anything...
* You have the bladder capacity of five people...
* You disbelieve 90% of what you are told and 75% of what you see...
* You have your weekends off planned for a year in advance...
* You believe that "ask-a-nurse" is an evil plot thought up by Satan...
* You believe that unspeakable evils will befall you if the phrase "wow, it's really quiet" is uttered...
* You believe chocolate is a food group...
* You take it as a compliment when someone calls you a dirty name...
* You say to yourself "great veins" when looking at complete strangers ...
* You have ever answered a "lost condom" phone call...
* You have ever wanted to hold a seminar entitled "Suicide...Doing It Right!"..
* You believe that "too stupid to live" should be a diagnosis...
* You have ever had to leave a patient's room before you begin to laugh uncontrollably...
* You have ever restrained someone and it was not a sexual experience...
* Your nursing shoes have been seized and quarantined by either the Centers for Disease Control in Atlanta or the Nuclear Regulatory Commission...
* YOU FIND HUMOR IN ANY OF THIS!!!
Að öðru leyti erum við eins og fólk er flest.
Fékk algjöran snilldar tölvupóst um daginn þar sem nokkur atriðið eru talin upp sem skilgreina ofurhjúkkur á bráðamóttökum. Margt á þessum lista vakti heilmikla kátinu meðal annarra ofurhjúkka og til að gefa öðrum kost á að kynnast lífi ofurhjúkka betur hef ég ákveðið að birta hér nokkur vel valin atriði.
YOU MIGHT BE AN E.R. NURSE IF . . . * by Michael Seaver, RN, EMT-D EMSCON *
* Discussing dismemberment over a gourmet meal seems perfectly normal to you..
* You believe a good tape job will fix anything...
* You have the bladder capacity of five people...
* You disbelieve 90% of what you are told and 75% of what you see...
* You have your weekends off planned for a year in advance...
* You believe that "ask-a-nurse" is an evil plot thought up by Satan...
* You believe that unspeakable evils will befall you if the phrase "wow, it's really quiet" is uttered...
* You believe chocolate is a food group...
* You take it as a compliment when someone calls you a dirty name...
* You say to yourself "great veins" when looking at complete strangers ...
* You have ever answered a "lost condom" phone call...
* You have ever wanted to hold a seminar entitled "Suicide...Doing It Right!"..
* You believe that "too stupid to live" should be a diagnosis...
* You have ever had to leave a patient's room before you begin to laugh uncontrollably...
* You have ever restrained someone and it was not a sexual experience...
* Your nursing shoes have been seized and quarantined by either the Centers for Disease Control in Atlanta or the Nuclear Regulatory Commission...
* YOU FIND HUMOR IN ANY OF THIS!!!
Að öðru leyti erum við eins og fólk er flest.
22/11/2004
Allt svart!
Það varð skyndilega allt svart í lífi ofurhjúkkunnar er hún keyrði eftir Sæbrautinni nálægt heimili sínu áðan. Í jólalegu sakleysi sínu var hjúkkan nýkomin af kóræfingu, þar sem jólalögin voru sungin, á leiðinni í einn kaffibolla þegar hún sér þykkan svartan reyk leggja yfir götuna og stefna í átt að heimili sínu. Síminn var hið snarasta tekinn upp og upp komst að það logaði eldur í Sundahöfninni. Hélt þar sem að Kjáninn þyrfti ekki að mæta í vinnuna á morgun og ákvað að slá á hann - en ekki hans vinnustaður sem var sem sagt að brenna til grunna. Annað símtal og það heim á Kambsveginn þar sem sambýlingnum var bent á að loka gluggunum ef vindátt breytist og heimilið verður eins og drullupollur. Að þessu loknu fór hjúkkan og fékk sér kaffi með annarri ofurhjúkku eins og ekkert hafði í skorist. Varð reyndar hugsað til aumingjans slökkviliðsmannanna sem hýrast úti í roki og snjókomu, gegnsósa af vatni og drullu. Þeir fá hér með rokkstig dagsins.
Það varð skyndilega allt svart í lífi ofurhjúkkunnar er hún keyrði eftir Sæbrautinni nálægt heimili sínu áðan. Í jólalegu sakleysi sínu var hjúkkan nýkomin af kóræfingu, þar sem jólalögin voru sungin, á leiðinni í einn kaffibolla þegar hún sér þykkan svartan reyk leggja yfir götuna og stefna í átt að heimili sínu. Síminn var hið snarasta tekinn upp og upp komst að það logaði eldur í Sundahöfninni. Hélt þar sem að Kjáninn þyrfti ekki að mæta í vinnuna á morgun og ákvað að slá á hann - en ekki hans vinnustaður sem var sem sagt að brenna til grunna. Annað símtal og það heim á Kambsveginn þar sem sambýlingnum var bent á að loka gluggunum ef vindátt breytist og heimilið verður eins og drullupollur. Að þessu loknu fór hjúkkan og fékk sér kaffi með annarri ofurhjúkku eins og ekkert hafði í skorist. Varð reyndar hugsað til aumingjans slökkviliðsmannanna sem hýrast úti í roki og snjókomu, gegnsósa af vatni og drullu. Þeir fá hér með rokkstig dagsins.
21/11/2004
Róleg helgi!
Það gerist nú ekki oft í lífi hjúkkunnar þessa dagana að helgin er tekin heima á sófanum. En sökum slens og slappleika var lítið um útivistarleyfin um helgina. Heilsan er komin á ný og auðvitað var tennisæfingin tekin í morgun, svo er það sama sagan og vanalega - kvöldvaktin í kvöld. Þessir síðustu dagar hafa verið einstaklega leiðinlegir og hjúkkan hefur komist að ýmsu um sjálfa sig í veikindunum. Það sem kemur sennilega fæstum á óvart er einstaklega lítil þolinmæði þegar kemur að því að þurfa að hanga heima. Eftir að hafa þvegið allan þvott sem til var í íbúðinni - munaði minnstu að maður færi að þvo líka af nágrönnunum! Það væri kannski svolítið ruglað að banka niðri hjá nágrönnunum og biðja um óhreina þvottinn þeirra, en maður er nú kannski ekki eins og fólk er flest.
Það gerist nú ekki oft í lífi hjúkkunnar þessa dagana að helgin er tekin heima á sófanum. En sökum slens og slappleika var lítið um útivistarleyfin um helgina. Heilsan er komin á ný og auðvitað var tennisæfingin tekin í morgun, svo er það sama sagan og vanalega - kvöldvaktin í kvöld. Þessir síðustu dagar hafa verið einstaklega leiðinlegir og hjúkkan hefur komist að ýmsu um sjálfa sig í veikindunum. Það sem kemur sennilega fæstum á óvart er einstaklega lítil þolinmæði þegar kemur að því að þurfa að hanga heima. Eftir að hafa þvegið allan þvott sem til var í íbúðinni - munaði minnstu að maður færi að þvo líka af nágrönnunum! Það væri kannski svolítið ruglað að banka niðri hjá nágrönnunum og biðja um óhreina þvottinn þeirra, en maður er nú kannski ekki eins og fólk er flest.
19/11/2004
Slen og slappleiki!
Það sem helst hrjáir hjúkkuna þessa dagana eru slen og slappleiki. Þrátt fyrir að vera í fríi ákvað hetjan sjálf að renna á stuttan stubb í vinnunni í gærkvöldi sem varð síðan enn styttri þar sem hitinn var kominn og beinverkir farnir að segja til sín. Þetta endaði svo í því að hjúkkan fékk ekki að hjúkra og var send heim með skottið á milli lappanna. Smitberinn er grunaður um að vera litli frændi sem fékk að kúra hjá uppáhalds frænku þar sem hann var lasinn heima fyrr í vikunni. En það er nú samt ekki hægt að vera fúll út í hann því hann er jú fullkominn og vildi bara greinilega hafa frænku sína hjá sér í veikindunum. Stefni á að hrista þetta af mér á mettíma og koma mér í vinnuna á morgun. Veit reyndar ekki hvernig það gengur þar sem það er enn smá hiti í gangi í dag - en á morgun er nýr dagur og við sjáum til. Þangað til ber ég ykkur kveðjur af sófanum sem er ansi fínn og góður vinur minn í dag.
Það sem helst hrjáir hjúkkuna þessa dagana eru slen og slappleiki. Þrátt fyrir að vera í fríi ákvað hetjan sjálf að renna á stuttan stubb í vinnunni í gærkvöldi sem varð síðan enn styttri þar sem hitinn var kominn og beinverkir farnir að segja til sín. Þetta endaði svo í því að hjúkkan fékk ekki að hjúkra og var send heim með skottið á milli lappanna. Smitberinn er grunaður um að vera litli frændi sem fékk að kúra hjá uppáhalds frænku þar sem hann var lasinn heima fyrr í vikunni. En það er nú samt ekki hægt að vera fúll út í hann því hann er jú fullkominn og vildi bara greinilega hafa frænku sína hjá sér í veikindunum. Stefni á að hrista þetta af mér á mettíma og koma mér í vinnuna á morgun. Veit reyndar ekki hvernig það gengur þar sem það er enn smá hiti í gangi í dag - en á morgun er nýr dagur og við sjáum til. Þangað til ber ég ykkur kveðjur af sófanum sem er ansi fínn og góður vinur minn í dag.
16/11/2004
Jólastemning!
Jólin koma fyrr í ár en yfirleitt - alla vega á Kambsveginum hjá ofurhjúkkunni. Litla hjartað gladdist töluvert í dag þegar öllum þessum snjó kyngdi niður og í huganum er verið að búa til snjóengla og borða smá snjó. Maður kemst alltaf í svolítið jólaskap þegar svona snjóar og svo ekki sé talað um þegar bílar fara að festast í snjónum. Kvöldið átti að fara í karlmennsku með tilheyrandi hamborgara, bjóri og bíó en því var frestað sökum jólastemningar. Í staðinn var geisladisk með Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju skellt í spilarann og óma fögur jólalög undir þessum skrifum. Jólin alls staðar og fleiri yndislegir smellir kæta þetta litla hjarta og það er stutt í að ofurbakstur hefjist á heimilinu. Held reyndar að þær 5 sortir sem bakaðar voru í fyrra verðir slegnar út í ár og sjötta sortin bætist í safnið. Maður er alveg að missa sig hérna, held að það sé ekki sniðugt að fá svona margra daga frí frá vinnunni. Annars leitar nú hugurinn til samstarfsfólksins sem finnst örugglega engin stemning í þessum snjó og þessari hálku. Það eina sem vantar núna er smá bökunarlykt og kanill og þá eru jólin komin.
Jólin koma fyrr í ár en yfirleitt - alla vega á Kambsveginum hjá ofurhjúkkunni. Litla hjartað gladdist töluvert í dag þegar öllum þessum snjó kyngdi niður og í huganum er verið að búa til snjóengla og borða smá snjó. Maður kemst alltaf í svolítið jólaskap þegar svona snjóar og svo ekki sé talað um þegar bílar fara að festast í snjónum. Kvöldið átti að fara í karlmennsku með tilheyrandi hamborgara, bjóri og bíó en því var frestað sökum jólastemningar. Í staðinn var geisladisk með Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju skellt í spilarann og óma fögur jólalög undir þessum skrifum. Jólin alls staðar og fleiri yndislegir smellir kæta þetta litla hjarta og það er stutt í að ofurbakstur hefjist á heimilinu. Held reyndar að þær 5 sortir sem bakaðar voru í fyrra verðir slegnar út í ár og sjötta sortin bætist í safnið. Maður er alveg að missa sig hérna, held að það sé ekki sniðugt að fá svona margra daga frí frá vinnunni. Annars leitar nú hugurinn til samstarfsfólksins sem finnst örugglega engin stemning í þessum snjó og þessari hálku. Það eina sem vantar núna er smá bökunarlykt og kanill og þá eru jólin komin.
15/11/2004
Almenn leti!
Þetta er eina leiðin til þess að lýsa ástandinu á ofurhjúkkunni þessa dagana. Þar sem sumir eru grasekkjur í nokkra daga var auðvitað fjölda annarra ofurhjúkka boðið á Kambsveginn á laugardagskvöldið þar sem mikil og almenn gleði ríkti. Ölstofan tók svo við og loks Kaffi Lizt þar sem ofurhjúkkan gast loks upp og fór heim. Var svo kölluð út á aukavakt á sunnudagskvöld og svo var það kvöldvaktin í kvöld. Þau skemmtilegu tíðindi voru að berast að sökum mikillar þátttöku ofurhjúkkunnar í hinum ýmsustu flugslysaæfingum á hún inni alveg hellings frí. Svo fór að hjúkkan var bara send heim eftir vaktina í kvöld og á ekki að láta sjá sig aftur á deildinni fyrr en á föstudagseftirmiðdegið. Nú eru góð ráð dýr - hvað gerir virkur vinnualki þegar hann er sendur í frí?? Smá panic kom upp í huga hjúkkunnar en það stóð ekki lengi yfir og stefnan er tekin á almenna leti, smá barnapössun og nokkra samningarnefndafundi. Svo er auðvitað smá spa treatment inni í planinu líka.
Afmæliskveðju dagsins fær Inga megabeib með meiru og ofurvinkona. Njóttu dagsins skvísa, maður verður bara 22ja nokkrum sinnum.
Þetta er eina leiðin til þess að lýsa ástandinu á ofurhjúkkunni þessa dagana. Þar sem sumir eru grasekkjur í nokkra daga var auðvitað fjölda annarra ofurhjúkka boðið á Kambsveginn á laugardagskvöldið þar sem mikil og almenn gleði ríkti. Ölstofan tók svo við og loks Kaffi Lizt þar sem ofurhjúkkan gast loks upp og fór heim. Var svo kölluð út á aukavakt á sunnudagskvöld og svo var það kvöldvaktin í kvöld. Þau skemmtilegu tíðindi voru að berast að sökum mikillar þátttöku ofurhjúkkunnar í hinum ýmsustu flugslysaæfingum á hún inni alveg hellings frí. Svo fór að hjúkkan var bara send heim eftir vaktina í kvöld og á ekki að láta sjá sig aftur á deildinni fyrr en á föstudagseftirmiðdegið. Nú eru góð ráð dýr - hvað gerir virkur vinnualki þegar hann er sendur í frí?? Smá panic kom upp í huga hjúkkunnar en það stóð ekki lengi yfir og stefnan er tekin á almenna leti, smá barnapössun og nokkra samningarnefndafundi. Svo er auðvitað smá spa treatment inni í planinu líka.
Afmæliskveðju dagsins fær Inga megabeib með meiru og ofurvinkona. Njóttu dagsins skvísa, maður verður bara 22ja nokkrum sinnum.
11/11/2004
Afslöppun og almennilegheit.
Síðustu dagar hafa verið einstaklega ljúfir í lífi ofurhjúkkunnar. Þar sem frídagar eru ekki á hverju strái hjá mér þá ákvað ég að gera mér góðan dag um daginn. Eftir góðan nætursvefn lá leiðin í Laugardalslaugina þar sem mín beið þetta líka fína nudd með öllu tilheyrandi. Þar sem hjúkkan vaknaði mjó fór hún full sjálfstrausts í fína bikiníinu sínu í pottinn eftir nuddið. Ekki vildi þó betur til en svo að strengur á annarri hlið sundbrókarinn slitnar í miðjum klíðum, þó inni í búningsklefa kvenna. Nú voru góð ráð dýr - en það varð ekkert panic því ofurhjúkkur eru með ráð undir rifi hverju. Ekki var hægt að fara í pottinn með helminginn af skýlunni hangandi niður eftir lærinu þannig að ofurhjúkkan batt bara saman endana og allt lék í lukkunnar lyndi. Eina sem leit svo sem ekki vel út var skekkjan sem var á skýlunni eftir þessa framkvæmd sem bjargaði þó ferðinni í heitapottinn.
Í gær var annar frí dagur (það er greinilegt að maður vinnur ekkert þessa dagana) og þá lá leið í bæinn og Kringluna með syninum. Þetta var alveg brilljant dagur og enda í þó nokkrum pokum og pinglum. Það er yndilegt að fara í verslunarferð með verslunarhvetjandi einstaklingum, enda var árangurinn sem slíkur.
Nú er smá vaktatörn framundan en helgin lofar góðu :)
Síðustu dagar hafa verið einstaklega ljúfir í lífi ofurhjúkkunnar. Þar sem frídagar eru ekki á hverju strái hjá mér þá ákvað ég að gera mér góðan dag um daginn. Eftir góðan nætursvefn lá leiðin í Laugardalslaugina þar sem mín beið þetta líka fína nudd með öllu tilheyrandi. Þar sem hjúkkan vaknaði mjó fór hún full sjálfstrausts í fína bikiníinu sínu í pottinn eftir nuddið. Ekki vildi þó betur til en svo að strengur á annarri hlið sundbrókarinn slitnar í miðjum klíðum, þó inni í búningsklefa kvenna. Nú voru góð ráð dýr - en það varð ekkert panic því ofurhjúkkur eru með ráð undir rifi hverju. Ekki var hægt að fara í pottinn með helminginn af skýlunni hangandi niður eftir lærinu þannig að ofurhjúkkan batt bara saman endana og allt lék í lukkunnar lyndi. Eina sem leit svo sem ekki vel út var skekkjan sem var á skýlunni eftir þessa framkvæmd sem bjargaði þó ferðinni í heitapottinn.
Í gær var annar frí dagur (það er greinilegt að maður vinnur ekkert þessa dagana) og þá lá leið í bæinn og Kringluna með syninum. Þetta var alveg brilljant dagur og enda í þó nokkrum pokum og pinglum. Það er yndilegt að fara í verslunarferð með verslunarhvetjandi einstaklingum, enda var árangurinn sem slíkur.
Nú er smá vaktatörn framundan en helgin lofar góðu :)
08/11/2004
Nýtt viðhald!
Það er komið nýtt viðhald á Kambsveginn - Digital afruglari frá stöð 2. Viðhaldið var sótt í dag og hefur kvöldið farið í það að kynna sér þá tækni sem þessu rugli fylgir. Þetta er ekki bara afruglari heldur líka leikatölva og staður til að athuga tölvupóstinn. Sonurinn mætti svo með kvöldmatinn og afmælisgjöf og er almenn hamingja í gangi hér á heimilinu. Held reyndar að almenn líkamslykt af hjúkkunni sér eitthvað í verri kantinum þar sem 3 einstaklingar hafa gefið henni mismunandi ilmvötn, sápur eða bodylotion. We can take a hint! Núna er stefnan tekin á að ilma einstaklega vel næstu mánuði og jafnvel ár.
Það er komið nýtt viðhald á Kambsveginn - Digital afruglari frá stöð 2. Viðhaldið var sótt í dag og hefur kvöldið farið í það að kynna sér þá tækni sem þessu rugli fylgir. Þetta er ekki bara afruglari heldur líka leikatölva og staður til að athuga tölvupóstinn. Sonurinn mætti svo með kvöldmatinn og afmælisgjöf og er almenn hamingja í gangi hér á heimilinu. Held reyndar að almenn líkamslykt af hjúkkunni sér eitthvað í verri kantinum þar sem 3 einstaklingar hafa gefið henni mismunandi ilmvötn, sápur eða bodylotion. We can take a hint! Núna er stefnan tekin á að ilma einstaklega vel næstu mánuði og jafnvel ár.
05/11/2004
Merkisdagur!
Enn og aftur rak á fjörur ofurhjúkkunnar dagurinn sem öllum finnst skemmtilegur. Jú í dag á ofurhjúkkan afmæli og er loksins orðin 23ja. Afmæliskveðjum og hamingjuóskum hefur rignt yfir hjúkkuna í dag og kann hún þeim bestu þakkir fyrir sem hafa haft fyrir því að muna eftir deginum. Einhvern veginn heldur maður alltaf að allir komi til með að gleyma þessum degi og vaknar í eymd og volæði yfir því að enn einn afmælisdagurinn er orðin að staðreynd. Á þessum tímamótum í dag hyggst hjúkkan fara í bað, skella sér í afmælisboð Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga og renna svo í dinner til gamla settsins. Að því loknu er stefnan jafnvel tekin á st0fu sem kennd er við öl og verður þar gleði mikil.
Morgundagurinn verður tekin í Keflavík þar sem ofurhjúkkan þarf aftur að bjarga fjölda manna eftir "flugslys" á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir miklum fjölda slasaðra og stemningin verður eftir því. Svo er auðvitað málið að halda upp á annan dag afmælis um kvöldið á einhverri knæpunni. Njótið þess sem eftir er af deginum og afmæliskveðjur dagsins í dag fær auðvitað Ofurhjúkkan sjálf :)
Enn og aftur rak á fjörur ofurhjúkkunnar dagurinn sem öllum finnst skemmtilegur. Jú í dag á ofurhjúkkan afmæli og er loksins orðin 23ja. Afmæliskveðjum og hamingjuóskum hefur rignt yfir hjúkkuna í dag og kann hún þeim bestu þakkir fyrir sem hafa haft fyrir því að muna eftir deginum. Einhvern veginn heldur maður alltaf að allir komi til með að gleyma þessum degi og vaknar í eymd og volæði yfir því að enn einn afmælisdagurinn er orðin að staðreynd. Á þessum tímamótum í dag hyggst hjúkkan fara í bað, skella sér í afmælisboð Félags Íslenskra Hjúkrunarfræðinga og renna svo í dinner til gamla settsins. Að því loknu er stefnan jafnvel tekin á st0fu sem kennd er við öl og verður þar gleði mikil.
Morgundagurinn verður tekin í Keflavík þar sem ofurhjúkkan þarf aftur að bjarga fjölda manna eftir "flugslys" á Keflavíkurflugvelli. Gert er ráð fyrir miklum fjölda slasaðra og stemningin verður eftir því. Svo er auðvitað málið að halda upp á annan dag afmælis um kvöldið á einhverri knæpunni. Njótið þess sem eftir er af deginum og afmæliskveðjur dagsins í dag fær auðvitað Ofurhjúkkan sjálf :)
31/10/2004
Snillingurinn!
Ofurhjúkkan var valin ofurhugi næturinn af hennar eigin hálfu. Snillingurinn sem ofurhjúkkan er ákvað að reyna að lyfta 140 kg einstakling ein og sér - því ofurhjúkkan getur jú allt sem fyrir hana er lagt. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þessa hetjudáð að öðru leyti en því að nú er ofurhjúkkan að drepast í bakinu og einstaklingurinn haggaðist ekki úr stað.
Síðasta nóttin í maraþoninu er í nótt og hugurinn er bara þokkalega vel stemmdur. Vissi til dæmis í dag hvaða dagur væri og nokkurn vegin hvað ég héti, hvar ég ynni og að mér væri illt í bakinu! Eintóm snilld að vera að verða búin með þetta allt og hamingjan verður mín í vikunni.
Ofurhjúkkan var valin ofurhugi næturinn af hennar eigin hálfu. Snillingurinn sem ofurhjúkkan er ákvað að reyna að lyfta 140 kg einstakling ein og sér - því ofurhjúkkan getur jú allt sem fyrir hana er lagt. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þessa hetjudáð að öðru leyti en því að nú er ofurhjúkkan að drepast í bakinu og einstaklingurinn haggaðist ekki úr stað.
Síðasta nóttin í maraþoninu er í nótt og hugurinn er bara þokkalega vel stemmdur. Vissi til dæmis í dag hvaða dagur væri og nokkurn vegin hvað ég héti, hvar ég ynni og að mér væri illt í bakinu! Eintóm snilld að vera að verða búin með þetta allt og hamingjan verður mín í vikunni.
29/10/2004
Næturdrottingin!
Ofurhjúkkan hefur breyst í næturdrottningu helgarinnar frá og með síðustu nótt. Fyrsta nóttin var fín og meðal annars það sem bjargaði málunum var snillingurinn sem kom með ofurmyndina Top Gun og skellti henni í tækið. Þessi mynd hefur að geyma einhverjar þær bestu setningar sem sögur fara af. Þar á meðal eru línur eins og ,, Your ego is writing checks your body can´t cash" og setningin sem allir varnarmenn hafa í huga ,, Never leave your wingman"! Tom Cruise er ungur foli í myndinni - varla farið að vaxa skegg hvað þá heldur bringuhár, en það skemmir ekki fyrir neinu. Önnur folamynd sem ofurhjúkkan bráðnaði yfir í fyrradag var Troy. Fyrir þær konur sem ekki hafa séð myndina þá mæli ég tvímælalaust með henni. Úff það var bara meira að segja erfitt að velja á milli hver folanna væri mesti folinn. Brad Pitt, Eric Bana og Orlando Bloom saman í mynd er hin mesta skemmtun fyrir augað.
Nú er stefnan tekin á að drífa sig í Smáralindina eða á einhvern stað það sem fólk er til að gleyma því ekki hvernig aðrir en vinnufélagarnir líta út.
Ofurhjúkkan hefur breyst í næturdrottningu helgarinnar frá og með síðustu nótt. Fyrsta nóttin var fín og meðal annars það sem bjargaði málunum var snillingurinn sem kom með ofurmyndina Top Gun og skellti henni í tækið. Þessi mynd hefur að geyma einhverjar þær bestu setningar sem sögur fara af. Þar á meðal eru línur eins og ,, Your ego is writing checks your body can´t cash" og setningin sem allir varnarmenn hafa í huga ,, Never leave your wingman"! Tom Cruise er ungur foli í myndinni - varla farið að vaxa skegg hvað þá heldur bringuhár, en það skemmir ekki fyrir neinu. Önnur folamynd sem ofurhjúkkan bráðnaði yfir í fyrradag var Troy. Fyrir þær konur sem ekki hafa séð myndina þá mæli ég tvímælalaust með henni. Úff það var bara meira að segja erfitt að velja á milli hver folanna væri mesti folinn. Brad Pitt, Eric Bana og Orlando Bloom saman í mynd er hin mesta skemmtun fyrir augað.
Nú er stefnan tekin á að drífa sig í Smáralindina eða á einhvern stað það sem fólk er til að gleyma því ekki hvernig aðrir en vinnufélagarnir líta út.
27/10/2004
Nýtt look á ofurhjúkkunni!
Já viti menn - rauðgullnu lokkarnir fengu að fjúka á mánudaginn og nú er hjúkkan komin með töluvert stutt hár. Þetta var allt saman fyrirfram ákveðið og stemningin eftir breytinguna er gífurleg. Það mætti halda af þeim viðbrögðum sem maður hefur fengið að hárið hafi verið illa slappt undanfarin áratug eða svo. Alla vega er mikil hárgleði í gangi þessa dagana á Kambsveginum.
Af því að vikan var ekki nægilega upptekin fyrir hjúkkuna þá ákvað hún að bæta við sig einni næturvakt - bara svona af því það vantaði mannskap á vaktina. Þannig að heilar 4 nætur í röð verður næturdvölin á slysadeildinni og ég á von á því að geðprýðin verðin einnig eftir því. Nú er hins vegar ógeðslega kalt úti og tími til að skella sér í sófann með teppi og láta sér líða vel.
Já viti menn - rauðgullnu lokkarnir fengu að fjúka á mánudaginn og nú er hjúkkan komin með töluvert stutt hár. Þetta var allt saman fyrirfram ákveðið og stemningin eftir breytinguna er gífurleg. Það mætti halda af þeim viðbrögðum sem maður hefur fengið að hárið hafi verið illa slappt undanfarin áratug eða svo. Alla vega er mikil hárgleði í gangi þessa dagana á Kambsveginum.
Af því að vikan var ekki nægilega upptekin fyrir hjúkkuna þá ákvað hún að bæta við sig einni næturvakt - bara svona af því það vantaði mannskap á vaktina. Þannig að heilar 4 nætur í röð verður næturdvölin á slysadeildinni og ég á von á því að geðprýðin verðin einnig eftir því. Nú er hins vegar ógeðslega kalt úti og tími til að skella sér í sófann með teppi og láta sér líða vel.
24/10/2004
Til hamingju með daginn!!!
Dagurinn í dag er mikill gleðidagur í lífi ofurhjúkkunnar. Sá einstaklega skemmtilegi atburður átti sér stað á Old Trafford að Manchester United lagði Arsenal 2-0 í ensku deildinni. Mikil gleði og hamingja braust út í hjarta ofurhjúkkunnar og biður hún sem flesta að hafa það gott sem eftir líður dagsins!! Áfram Man Utd!!!!!
Dagurinn í dag er mikill gleðidagur í lífi ofurhjúkkunnar. Sá einstaklega skemmtilegi atburður átti sér stað á Old Trafford að Manchester United lagði Arsenal 2-0 í ensku deildinni. Mikil gleði og hamingja braust út í hjarta ofurhjúkkunnar og biður hún sem flesta að hafa það gott sem eftir líður dagsins!! Áfram Man Utd!!!!!
Stuð og puð!
Þetta eru einkennisorð síðastliðna daga hjá ofurhjúkkunni. Vikan einkenndist af allskonar rugli í vinnu og utan hennar og almennt var þetta mikið stuð. Það er samt eiginlega skelfilegt þegar maður man ekki hvað maður gerði skemmtilegt fyrir utan það að vera í vinnunni. Átti reynar hjúkkumóment ársins og tvíefldist í hjúkruninni fyrir vikið. Ofurhjónin Svana og Binni áttu leið um Kambsveginn í gær þar sem grillað var dýrinis kusa og viðeigandi meðlæti rann mjúklega niður. Að því loknu var auðvitað kaffi og með því og svo var sofið út daginn eftir. Þetta haust er eitthvað svo skemmtilegt í lífi hjúkkunnar að annað eins hefur varla rekið á daga hennar. Það besta er þegar maður gerir sér grein fyrir því hvað gjörsamlega ómerkilegir hlutir geta vakið gleði og hamingju í litlu hjarta.
Kvöldið í kvöld var tekið í vinnunni þar sem ofurhjúkkan jarðaði samstarfsmenn sína í áti á kínverskum mat og íslensku súkkulaði - að ógleymdu diet kókinu. Eftir vaktina lá leiðin til Ingu og Svönu á Vegamótum þar sem stuðið hélt áfram uns heim var komið og pizzan beið heit og fín. Tennis á morgun og nettur helmingur kvöldvaktar sem á eftir að líða hratt. Vikan framundan verður gífurlega klikkuð hjá samningarnefndarhjúkkunni og klipping er einnig á dagskránni. Sem sagt Góðar Stundir!
Afmælikveðjuna fær Jóhann flugmaður sem átti afmæli s.l. föstudag - til hamingju með daginn!
Þetta eru einkennisorð síðastliðna daga hjá ofurhjúkkunni. Vikan einkenndist af allskonar rugli í vinnu og utan hennar og almennt var þetta mikið stuð. Það er samt eiginlega skelfilegt þegar maður man ekki hvað maður gerði skemmtilegt fyrir utan það að vera í vinnunni. Átti reynar hjúkkumóment ársins og tvíefldist í hjúkruninni fyrir vikið. Ofurhjónin Svana og Binni áttu leið um Kambsveginn í gær þar sem grillað var dýrinis kusa og viðeigandi meðlæti rann mjúklega niður. Að því loknu var auðvitað kaffi og með því og svo var sofið út daginn eftir. Þetta haust er eitthvað svo skemmtilegt í lífi hjúkkunnar að annað eins hefur varla rekið á daga hennar. Það besta er þegar maður gerir sér grein fyrir því hvað gjörsamlega ómerkilegir hlutir geta vakið gleði og hamingju í litlu hjarta.
Kvöldið í kvöld var tekið í vinnunni þar sem ofurhjúkkan jarðaði samstarfsmenn sína í áti á kínverskum mat og íslensku súkkulaði - að ógleymdu diet kókinu. Eftir vaktina lá leiðin til Ingu og Svönu á Vegamótum þar sem stuðið hélt áfram uns heim var komið og pizzan beið heit og fín. Tennis á morgun og nettur helmingur kvöldvaktar sem á eftir að líða hratt. Vikan framundan verður gífurlega klikkuð hjá samningarnefndarhjúkkunni og klipping er einnig á dagskránni. Sem sagt Góðar Stundir!
Afmælikveðjuna fær Jóhann flugmaður sem átti afmæli s.l. föstudag - til hamingju með daginn!
18/10/2004
Afslöppun og ánægja!
Þetta voru einkunarorð helgarinn sem leið. Eftir svolítið klikkaða vinnutörn þar sem ég var meira að segja hætt að geta sofið milli vakta, var helginni eytt í sumarhúsi í Brekkuskógi. Þetta reyndist hin besta ákvörðun að leigja þetta hús og stefnan var tekin á aflöppun og það að eiga ánægjulega stund með sínum nánasta. Eftir vaktina á fimmtudaginn var pakka, verslað og bruna úr bænum. Hefðum kannski átt að athuga betur ástand bílsins því eftir því sem lengra dró á ferðina varð sífellt kaldara í bílnum. Eins og glöggir lesendur geta séð var sem sagt miðstöðin ekki alveg í lagi. Hún er reyndar búin að vera föst á kaldasta blæstri í tæpt ár en það varð aldrei til vandræða í sumar, né seinni hluta síðasta veturs. Ofurhjúkkur gefast seint og illa upp þannig að flíspeysan var breytt í kjöltuna og stigið aðeins fastar á bensíngjöfina. Steikin var grilluð fljótlega eftir komu og þreyttir og kaldir ferðalangar átu á sig gat. Annars var annað þema helgarinnar fiskur! Já það er alveg rétt - fiskur. Málið var að síðasta stopp úr bænum var hjá fiskmiðlara sem fyllti bílinn af humri, skötusel, bleikju og steinbýt og allt þetta var grillað og etið með bestu lyst. Ekki skemmdi heldur hvítvínið sem fékk að renna niður með fisknum. Sunnudagurinn fór í aðeins meiri afslöppun, meira að segja voru 3 rjúpur á veröndinni að chilla án þess að skeita þess mikið að við vorum á staðnum. Í staðinn skitu þær mjög mikið!! Bærinn kallaði og vinnan og fundir tóku við í dag. Sem sagt er lífið komið aftur í sitt vana horf.
Afmæliskveðju dagsins fær manns nánasti sem er nú ári eldri en hans nánasta.
Þetta voru einkunarorð helgarinn sem leið. Eftir svolítið klikkaða vinnutörn þar sem ég var meira að segja hætt að geta sofið milli vakta, var helginni eytt í sumarhúsi í Brekkuskógi. Þetta reyndist hin besta ákvörðun að leigja þetta hús og stefnan var tekin á aflöppun og það að eiga ánægjulega stund með sínum nánasta. Eftir vaktina á fimmtudaginn var pakka, verslað og bruna úr bænum. Hefðum kannski átt að athuga betur ástand bílsins því eftir því sem lengra dró á ferðina varð sífellt kaldara í bílnum. Eins og glöggir lesendur geta séð var sem sagt miðstöðin ekki alveg í lagi. Hún er reyndar búin að vera föst á kaldasta blæstri í tæpt ár en það varð aldrei til vandræða í sumar, né seinni hluta síðasta veturs. Ofurhjúkkur gefast seint og illa upp þannig að flíspeysan var breytt í kjöltuna og stigið aðeins fastar á bensíngjöfina. Steikin var grilluð fljótlega eftir komu og þreyttir og kaldir ferðalangar átu á sig gat. Annars var annað þema helgarinnar fiskur! Já það er alveg rétt - fiskur. Málið var að síðasta stopp úr bænum var hjá fiskmiðlara sem fyllti bílinn af humri, skötusel, bleikju og steinbýt og allt þetta var grillað og etið með bestu lyst. Ekki skemmdi heldur hvítvínið sem fékk að renna niður með fisknum. Sunnudagurinn fór í aðeins meiri afslöppun, meira að segja voru 3 rjúpur á veröndinni að chilla án þess að skeita þess mikið að við vorum á staðnum. Í staðinn skitu þær mjög mikið!! Bærinn kallaði og vinnan og fundir tóku við í dag. Sem sagt er lífið komið aftur í sitt vana horf.
Afmæliskveðju dagsins fær manns nánasti sem er nú ári eldri en hans nánasta.
13/10/2004
Braut regluna!
Það tók mig ekki langan tíma að brjóta þá einu reglu sem ég hafði sett mér um helgina. Andstætt Kjánanum þá snérist þessi regla ekkert um áfengiseiningar né almenn skemmtannaheit heldur vinnufíkn. Ég var búin að setja mér það að láta aldrei meira en 8 tíma líða milli vakta, en í dag braut ég regluna. Morgunvaktin var ljúf og eftir hana skellti ég mér á samningatækni námskeið sem ég rúllaði upp. En þar sem ég þarf ekki að mæta aftur til vinnu fyrr en í fyrramálið hafa liðið 16 tímar frá síðustu vakt þegar ég mæti. Þetta er auðvitað hneyksli!!! Ekki tekur betra við um helgina þar sem stefnan er tekin á sumarbústað og almenna afslöppun í heitum potti.
Tók meðvitaða ákvörðun um að sleppa því að fara á völlinn í kvöld - vegna almennrar þreytu og gífulegrar meyglu. Veit samt ekki hvað ég var að spá að missa af því að sjá Freddy og Henrik í action!! Þetta er merki um mikla andlega hnignun!
Það tók mig ekki langan tíma að brjóta þá einu reglu sem ég hafði sett mér um helgina. Andstætt Kjánanum þá snérist þessi regla ekkert um áfengiseiningar né almenn skemmtannaheit heldur vinnufíkn. Ég var búin að setja mér það að láta aldrei meira en 8 tíma líða milli vakta, en í dag braut ég regluna. Morgunvaktin var ljúf og eftir hana skellti ég mér á samningatækni námskeið sem ég rúllaði upp. En þar sem ég þarf ekki að mæta aftur til vinnu fyrr en í fyrramálið hafa liðið 16 tímar frá síðustu vakt þegar ég mæti. Þetta er auðvitað hneyksli!!! Ekki tekur betra við um helgina þar sem stefnan er tekin á sumarbústað og almenna afslöppun í heitum potti.
Tók meðvitaða ákvörðun um að sleppa því að fara á völlinn í kvöld - vegna almennrar þreytu og gífulegrar meyglu. Veit samt ekki hvað ég var að spá að missa af því að sjá Freddy og Henrik í action!! Þetta er merki um mikla andlega hnignun!
12/10/2004
Nýtt mottó!
Nýja mottóið mitt þessa dagana er að láta aldrei meira en 8 klst líða milli vakta! Þetta mottó er alveg að ganga upp þar sem í einhverju bjartsýniskastinu ákvað ég að taka aukavakt síðustu nótt. Skreið heim um kl. 07:30 til þess eins að fara að sofa til að mæta í vinnuna kl. 15:30. Að lokinni þessari vakt um ég fara heim og sofa til þess eins að mæta í vinnuna í fyrramálið kl: 08. Ég held að ég þjáist af einhvers konar vinnufíkn eða bara einfaldlega að ég hafi gjörsamlega tapað því um helgina! Þeim sem vilja komast í samband við mig er bent á að hringja bara hingað á slysadeildina.
Nýja mottóið mitt þessa dagana er að láta aldrei meira en 8 klst líða milli vakta! Þetta mottó er alveg að ganga upp þar sem í einhverju bjartsýniskastinu ákvað ég að taka aukavakt síðustu nótt. Skreið heim um kl. 07:30 til þess eins að fara að sofa til að mæta í vinnuna kl. 15:30. Að lokinni þessari vakt um ég fara heim og sofa til þess eins að mæta í vinnuna í fyrramálið kl: 08. Ég held að ég þjáist af einhvers konar vinnufíkn eða bara einfaldlega að ég hafi gjörsamlega tapað því um helgina! Þeim sem vilja komast í samband við mig er bent á að hringja bara hingað á slysadeildina.
11/10/2004
Helgarruglið!
Helgarruglið fór nú mjög pent af stað með vinnu á föstudagskvöld. Eftir mikinn hamagang á vaktinni var ákveðið að skella sér heim í sófann og hanga yfir Skjá einum - ég get verið svo villt þegar ég tek mig til. Á laugardaginn var haldinn dótadagur hjá samstarfsmönnum okkar í SHS og dagurinn fór sem sagt í að leika sér með alls konar græjur sem slökkviliðið á. Þeim degi var svo slúttað á viðeigandi hátt með góðum mat og drykk. Þetta heppnaðist allt frábærlega og ég held að ég hafi ekki hlegið jafnmikið um ævina! Vaknaði svo við vondan draum á sunnudagsmorgun - jú 12 tíma vakt framundan!!! Komst ekki í tennis en dreif mig af stað á vaktina. Sökum ástands fannst mér ráðlegast að taka með mér ferðatannburstann sem ég fékk að gjöf um daginn og hann nýttist mér vel. Annars ætlaði þessi ágæti dagur engan endi að taka. Meðvitundin og heilsan jukust jafnt og þétt yfir daginn og loks var vaðið í einn Heavy Special frá stylenum í kvöldmat!
Í dag er stefnan tekin á einn samninganefndarfund og þar fyrir utan almenna afslöppun. Hafði í einhverju ruglinu um daginn ákveðið að taka aukavakt í nótt þannig að ég held að ég fái mér meira að segja blund með.
Helgarruglið fór nú mjög pent af stað með vinnu á föstudagskvöld. Eftir mikinn hamagang á vaktinni var ákveðið að skella sér heim í sófann og hanga yfir Skjá einum - ég get verið svo villt þegar ég tek mig til. Á laugardaginn var haldinn dótadagur hjá samstarfsmönnum okkar í SHS og dagurinn fór sem sagt í að leika sér með alls konar græjur sem slökkviliðið á. Þeim degi var svo slúttað á viðeigandi hátt með góðum mat og drykk. Þetta heppnaðist allt frábærlega og ég held að ég hafi ekki hlegið jafnmikið um ævina! Vaknaði svo við vondan draum á sunnudagsmorgun - jú 12 tíma vakt framundan!!! Komst ekki í tennis en dreif mig af stað á vaktina. Sökum ástands fannst mér ráðlegast að taka með mér ferðatannburstann sem ég fékk að gjöf um daginn og hann nýttist mér vel. Annars ætlaði þessi ágæti dagur engan endi að taka. Meðvitundin og heilsan jukust jafnt og þétt yfir daginn og loks var vaðið í einn Heavy Special frá stylenum í kvöldmat!
Í dag er stefnan tekin á einn samninganefndarfund og þar fyrir utan almenna afslöppun. Hafði í einhverju ruglinu um daginn ákveðið að taka aukavakt í nótt þannig að ég held að ég fái mér meira að segja blund með.
08/10/2004
Brilljant kvöldstund!
Ofurhjúkkan átti með eindæmum skemmtilega kvöldstund í gærkvöldi þar sem saumaklúbburinn var saman kominn á Kambsveginum. Að ósk megabeibsins var franska súkkulaði kakan bökuð og borin fram ásamt ýmsu góðgæti. Það er dásamlegt þegar hópur kvenna kemur saman, drekkur aðeins of mikið kaffi og borðar of mikinn sykur. Auðvitað fara umræður að snúast um hin ýmsu handverk sem hægt er að nýta til að stytta sér stundirnar. Það var mikið hlegið og hlegið ansi hátt á tímabili. Ein af snilldunum sýnir muninn á körlum og konum því þarna voru 6 konur að tala á sama tíma og hlusta hver á aðra, án þess að nokkuð af upplýsingunum týndust.
Já 3 bollar af kaffi og nokkur glös af diet kóki eftir kl. 21 á kvöldið bjóða bara upp á eitt - andvöku nótt!!!
Ofurhjúkkan átti með eindæmum skemmtilega kvöldstund í gærkvöldi þar sem saumaklúbburinn var saman kominn á Kambsveginum. Að ósk megabeibsins var franska súkkulaði kakan bökuð og borin fram ásamt ýmsu góðgæti. Það er dásamlegt þegar hópur kvenna kemur saman, drekkur aðeins of mikið kaffi og borðar of mikinn sykur. Auðvitað fara umræður að snúast um hin ýmsu handverk sem hægt er að nýta til að stytta sér stundirnar. Það var mikið hlegið og hlegið ansi hátt á tímabili. Ein af snilldunum sýnir muninn á körlum og konum því þarna voru 6 konur að tala á sama tíma og hlusta hver á aðra, án þess að nokkuð af upplýsingunum týndust.
Já 3 bollar af kaffi og nokkur glös af diet kóki eftir kl. 21 á kvöldið bjóða bara upp á eitt - andvöku nótt!!!
Hlutir sem pirra mig í farin annars fólks!
Undanfarna daga hef ég orðið vitni af frekar pirrandi hegðan hjá öðru fólki, og til þess að get it out of my system ákvað ég að deila þessum upplýsingum með ykkur.
- fólk sem hringi í skakkt númer og byrjar á því að að segja "Hvar er þetta". Að því loknu rífst það við mann um það hvort viðkomandi hafi í alvöru hringt í vitlaust númer eða skilur bara ekkert af hverju það fékk ekki samband við Pfaff!!!!! Fram að þessu hefur þetta sloppið en gamla konan sem hringdi kl. 08.09 í morgun fær ekki frá mér jólakort í ár!
- fólk sem bíður ekki í röð eins og allir aðrir. Þessi einstaklingar eru réttdræpir í mínum huga! Hvað gerir þetta fólk betra en okkur hin og verður til þess að þau geta troðið sér fram fyrir raðir og reynt að nota bílaverkstæðis-múvið (blikk, blikk og hárið hrist).
Fleira var það reyndar ekki í bili en ég get örugglega fundið fleiri hluti innan skamms. Góðar stundir :)
Undanfarna daga hef ég orðið vitni af frekar pirrandi hegðan hjá öðru fólki, og til þess að get it out of my system ákvað ég að deila þessum upplýsingum með ykkur.
- fólk sem hringi í skakkt númer og byrjar á því að að segja "Hvar er þetta". Að því loknu rífst það við mann um það hvort viðkomandi hafi í alvöru hringt í vitlaust númer eða skilur bara ekkert af hverju það fékk ekki samband við Pfaff!!!!! Fram að þessu hefur þetta sloppið en gamla konan sem hringdi kl. 08.09 í morgun fær ekki frá mér jólakort í ár!
- fólk sem bíður ekki í röð eins og allir aðrir. Þessi einstaklingar eru réttdræpir í mínum huga! Hvað gerir þetta fólk betra en okkur hin og verður til þess að þau geta troðið sér fram fyrir raðir og reynt að nota bílaverkstæðis-múvið (blikk, blikk og hárið hrist).
Fleira var það reyndar ekki í bili en ég get örugglega fundið fleiri hluti innan skamms. Góðar stundir :)
06/10/2004
Nýr maður í mínum (tennis)draumum!
Ég hef ekki verið þekkt fyrir að falla fyrir ljóshærðum né hvað þá heldur rauðhærðum mönnum en sú tíð er hér með liðin. Þó svo að maður búi nú með einu mesta karlmenni Íslandssögunnar þá verð ég nú að segja að Paul Bettany er nýi maður drauma minna. Sökum einskærs áhuga á tennisíþróttinni fór ég að sjá myndina Wimbeldon í kvöld ásamt Maríu systur og fjölda annarra kvenna. Paul Bettany leikur sem sagt í þessari annars brillant chickflick ásamt Kirsten Dunst. Fram að þessu hefur þessi ágæti leikari ekki gert neitt fyrir mig en að sjá hann í tennisgallanum var mindblowing! Er reyndar ekki alveg viss um tennishæfileika hans í raunveruleikanum en alla vega lítur hann nógu vel út í gallanum. Ég mæli með þessari mynd fyrir allar konur þarna úti sem vilja fá gott útsýni eina kvöldstund.
Ég hef ekki verið þekkt fyrir að falla fyrir ljóshærðum né hvað þá heldur rauðhærðum mönnum en sú tíð er hér með liðin. Þó svo að maður búi nú með einu mesta karlmenni Íslandssögunnar þá verð ég nú að segja að Paul Bettany er nýi maður drauma minna. Sökum einskærs áhuga á tennisíþróttinni fór ég að sjá myndina Wimbeldon í kvöld ásamt Maríu systur og fjölda annarra kvenna. Paul Bettany leikur sem sagt í þessari annars brillant chickflick ásamt Kirsten Dunst. Fram að þessu hefur þessi ágæti leikari ekki gert neitt fyrir mig en að sjá hann í tennisgallanum var mindblowing! Er reyndar ekki alveg viss um tennishæfileika hans í raunveruleikanum en alla vega lítur hann nógu vel út í gallanum. Ég mæli með þessari mynd fyrir allar konur þarna úti sem vilja fá gott útsýni eina kvöldstund.
05/10/2004
Illa sybbin!
Ofurhjúkkan er illa sybbin í augnarblikinu. Ein næturvakt til viðbótar varð að tveimur og á milli þeirra kom ein kvöldvakt. Til að gera langa sögu stutta er vaktin búin að standa frá því kl. 15:30 í gærkvöldi og nú er klukkan 06:45 - bara 45 mín þangað til maður getur farið heim og sofið!! Hvorki djúpar né heimspekilegar pælingar komu fram í nótt - held að það sé vegna þreytu. Ef ég vakna aftur þá læt ég í mér heyra. Megi mig dreyma vel og lengi frameftir deginum í dag.
Ofurhjúkkan er illa sybbin í augnarblikinu. Ein næturvakt til viðbótar varð að tveimur og á milli þeirra kom ein kvöldvakt. Til að gera langa sögu stutta er vaktin búin að standa frá því kl. 15:30 í gærkvöldi og nú er klukkan 06:45 - bara 45 mín þangað til maður getur farið heim og sofið!! Hvorki djúpar né heimspekilegar pælingar komu fram í nótt - held að það sé vegna þreytu. Ef ég vakna aftur þá læt ég í mér heyra. Megi mig dreyma vel og lengi frameftir deginum í dag.
03/10/2004
Heilabilun á næturvakt!
Það eru margar forvitnilegar spurningar sem vakna hjá manni á næturvöktum. Síðastliðnu nótt voru nokkrar pælingar settar fram og í sumum tilvikum var lítið um svör.
- sést Alþjóðageimferðastöðin frá jörðinni? Þessi hugsun kom fram þegar óljóst ljós á himninum vakti áhuga starfsfólks. Endaleg niðurstaða á þessum pælingum var sú að hér var annað hvort um að ræða geimverur eða jafnvel bara plánetuna Venus??
- þar sem Bandaríkin eru á eftir okkur hvað varðar tímabelti, hvers vegna var bjart í vesturátt en ekki austurátt á ákveðnum tímapunkti? Mjög augljós skýring lá við þessum pælingum, starfsfólkið var einfaldlega ekki mjög gott í að segja til átta!
Fleiri mjög framandi pælingar komu fram en sökum þreytu og heilabilunar man undirrituð ekki eftir þeim eftir góðan svefn.
Ein næturvakt eftir og það er aldrei að vita nema mikla pælingar verði einnig til í nótt. Meira um það síðar.
Það eru margar forvitnilegar spurningar sem vakna hjá manni á næturvöktum. Síðastliðnu nótt voru nokkrar pælingar settar fram og í sumum tilvikum var lítið um svör.
- sést Alþjóðageimferðastöðin frá jörðinni? Þessi hugsun kom fram þegar óljóst ljós á himninum vakti áhuga starfsfólks. Endaleg niðurstaða á þessum pælingum var sú að hér var annað hvort um að ræða geimverur eða jafnvel bara plánetuna Venus??
- þar sem Bandaríkin eru á eftir okkur hvað varðar tímabelti, hvers vegna var bjart í vesturátt en ekki austurátt á ákveðnum tímapunkti? Mjög augljós skýring lá við þessum pælingum, starfsfólkið var einfaldlega ekki mjög gott í að segja til átta!
Fleiri mjög framandi pælingar komu fram en sökum þreytu og heilabilunar man undirrituð ekki eftir þeim eftir góðan svefn.
Ein næturvakt eftir og það er aldrei að vita nema mikla pælingar verði einnig til í nótt. Meira um það síðar.
02/10/2004
Komið af sínu léttasta skeiði!
Gærkvöldið var mjög áhugavert fyrir nokkrar sakir. Eftir gott málþing hjá fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga voru nokkrar hetjur sem ákváðu að skella sér á Players til að sjá Idol þáttinn sem sýndur var á stöð 2. Við renndum í hlað 21:20 og komum inn í þennan skrýtna heim til þess eins að sjá síðasta keppanda kvöldsins kveðja í tárum. Jæja þá var ákveðið að fá sér einn kaldan og spjalla. Ekki leið á löngu þar til hinar ýmsu týpur af miður áhugaverðum karlmönnum fóru að trufla okkur og vildu ólmir fá að vita allt um líf okkar. Þeim var pent bent á að leita á önnur mið. En það besta var að alla vega 3 þeirra spurðu okkur hvort við værum einstæðar - fráskildar mæður!!! Hann sagðist meira að segja eiga 2 systur sem væru einstæðar og bauð fram aðstoð sína til að hjálpa okkur að koma undir okkur fótunum og almennt meika það í lífinu. Honum var einnig þakkað pent fyrir boðið en það var ekki þegið.
Eftir alla þessa reynslu á þessum miðurskemmtilega stað lá leiðin í bæinn til að hrista af sér úthverfafílinginn. En þá tók ekki betra við!!! Thorvaldsen var fullur af fólki sem var almennt eldar en 40 ára, sama sagan var á Rex og einnig Apótekinu. Þetta leit ekki vel út og versnaði bara eftir sem á leið. Við enduðum á Kaffibrennslunni í stutta stund og svo lá leiðin heim - enda lítið spennandi að vera í bænum þegar árshátíð eldri borgara stendur yfir á öllum skemmtistöðum.
Tengsl mín við djammið í nótt verða þau að ég kem til með að taka á móti fólki af djamminu á næturvaktinni - gleði og hamingja alla leið!
Gærkvöldið var mjög áhugavert fyrir nokkrar sakir. Eftir gott málþing hjá fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga voru nokkrar hetjur sem ákváðu að skella sér á Players til að sjá Idol þáttinn sem sýndur var á stöð 2. Við renndum í hlað 21:20 og komum inn í þennan skrýtna heim til þess eins að sjá síðasta keppanda kvöldsins kveðja í tárum. Jæja þá var ákveðið að fá sér einn kaldan og spjalla. Ekki leið á löngu þar til hinar ýmsu týpur af miður áhugaverðum karlmönnum fóru að trufla okkur og vildu ólmir fá að vita allt um líf okkar. Þeim var pent bent á að leita á önnur mið. En það besta var að alla vega 3 þeirra spurðu okkur hvort við værum einstæðar - fráskildar mæður!!! Hann sagðist meira að segja eiga 2 systur sem væru einstæðar og bauð fram aðstoð sína til að hjálpa okkur að koma undir okkur fótunum og almennt meika það í lífinu. Honum var einnig þakkað pent fyrir boðið en það var ekki þegið.
Eftir alla þessa reynslu á þessum miðurskemmtilega stað lá leiðin í bæinn til að hrista af sér úthverfafílinginn. En þá tók ekki betra við!!! Thorvaldsen var fullur af fólki sem var almennt eldar en 40 ára, sama sagan var á Rex og einnig Apótekinu. Þetta leit ekki vel út og versnaði bara eftir sem á leið. Við enduðum á Kaffibrennslunni í stutta stund og svo lá leiðin heim - enda lítið spennandi að vera í bænum þegar árshátíð eldri borgara stendur yfir á öllum skemmtistöðum.
Tengsl mín við djammið í nótt verða þau að ég kem til með að taka á móti fólki af djamminu á næturvaktinni - gleði og hamingja alla leið!
01/10/2004
Vikan sem leið!
- var eiginlega ekkert spes! Hélt uppteknum hætti í vinnunni og bjargaði hundruðum manna frá sjálfum sér og öðrum. Nú er komin haustferða fílingurinn í mann. Væri ekki bara fínt að komast í svona eins og eina utanlandsferð til viðbótar, svona af því veðrið hefur verið svo leiðinlegt?
Enn og aftur er að koma helgi og mér sýnist allt stefna í rugl og vitleysu enn eina ferðina. Í kvöld er málþing hjá fagdeildinni þar sem ofurhjúkkan fær að tjá sig og að því loknu verður táin aðeins mýkt upp. Í fyrra var mikill hugur í hópnum eftir málþingið og ég held að stemningin verði ekki minni í ár. Eins og glöggir menn muna var þetta kvöldið sem ég ákvað að labba heim á 10 cm hælum - sem kostaði mig uppáhalds skóna mína. Note to self - taka leigubíl heim, annað er ekki sniðugt! Svo bíða nú tvær næturvaktir í Gleðibankanum það sem eftir líður helginni þannig að stemningin þá dagana verður eftir því. Stefni samt á hetjudáð og tennis iðkun á sunnudagsmorgun - maður getur alltaf haldið áfram að sofa eftir tennisinn.
- var eiginlega ekkert spes! Hélt uppteknum hætti í vinnunni og bjargaði hundruðum manna frá sjálfum sér og öðrum. Nú er komin haustferða fílingurinn í mann. Væri ekki bara fínt að komast í svona eins og eina utanlandsferð til viðbótar, svona af því veðrið hefur verið svo leiðinlegt?
Enn og aftur er að koma helgi og mér sýnist allt stefna í rugl og vitleysu enn eina ferðina. Í kvöld er málþing hjá fagdeildinni þar sem ofurhjúkkan fær að tjá sig og að því loknu verður táin aðeins mýkt upp. Í fyrra var mikill hugur í hópnum eftir málþingið og ég held að stemningin verði ekki minni í ár. Eins og glöggir menn muna var þetta kvöldið sem ég ákvað að labba heim á 10 cm hælum - sem kostaði mig uppáhalds skóna mína. Note to self - taka leigubíl heim, annað er ekki sniðugt! Svo bíða nú tvær næturvaktir í Gleðibankanum það sem eftir líður helginni þannig að stemningin þá dagana verður eftir því. Stefni samt á hetjudáð og tennis iðkun á sunnudagsmorgun - maður getur alltaf haldið áfram að sofa eftir tennisinn.
26/09/2004
Brjálað!
Það var eiginlega allt brjálað í síðustu viku. Jú sjáið til veðrið var brjálað, það var brjálað að gera í vinnunni og fólk var almennt mjög brjálað í skapinu. En nú er að koma ný vika og það boðar bara gott.
Bjargaði fullt af "mannslífum" í gær á heljarstórri flugslysaæfingu sem fór fram á Reykjavíkurflugvelli. Þetta var sú stærsta æfing sem ég hef tekið þátt í alla vega so far. Allt gekk mjög vel og fjölmargir "lifðu" slysið af. Til að ná mannskapnum niður eftir þessa æfingu - sem við vorum að æfa fyrir s.l 2 vikur var skroppið á öldurhús í bænum. Þar voru nokkrir kaldir teigaðir og létt dansspor stigin við dynjandi dansmúsík. Áður en maður vissi af var klukkan orðin 5 og rétt rúmir 6 tíma í tennis. Í því snaraði ég mér heim og fór í bólið. Vaknaði frekar tjónuð í morgun til að fara í tennis og viti menn þá er þessi íþrótt algjör snilld í hvers konar líkamlegu ástandi þátttakenda. Eftir tennisæfinguna lá leiðin á slysadeildina til að ganga frá búnaðnum sem notaður var við æfinguna í gær. Nú er öllu þessu lokið og kominn tími á eftirmiðdagsblund.
Vikan er full af alls konar stefnumótum m.a. við Dóu og Þórir og eitt við Jóhann - eins og ég sagði brjálað að gera.
Það var eiginlega allt brjálað í síðustu viku. Jú sjáið til veðrið var brjálað, það var brjálað að gera í vinnunni og fólk var almennt mjög brjálað í skapinu. En nú er að koma ný vika og það boðar bara gott.
Bjargaði fullt af "mannslífum" í gær á heljarstórri flugslysaæfingu sem fór fram á Reykjavíkurflugvelli. Þetta var sú stærsta æfing sem ég hef tekið þátt í alla vega so far. Allt gekk mjög vel og fjölmargir "lifðu" slysið af. Til að ná mannskapnum niður eftir þessa æfingu - sem við vorum að æfa fyrir s.l 2 vikur var skroppið á öldurhús í bænum. Þar voru nokkrir kaldir teigaðir og létt dansspor stigin við dynjandi dansmúsík. Áður en maður vissi af var klukkan orðin 5 og rétt rúmir 6 tíma í tennis. Í því snaraði ég mér heim og fór í bólið. Vaknaði frekar tjónuð í morgun til að fara í tennis og viti menn þá er þessi íþrótt algjör snilld í hvers konar líkamlegu ástandi þátttakenda. Eftir tennisæfinguna lá leiðin á slysadeildina til að ganga frá búnaðnum sem notaður var við æfinguna í gær. Nú er öllu þessu lokið og kominn tími á eftirmiðdagsblund.
Vikan er full af alls konar stefnumótum m.a. við Dóu og Þórir og eitt við Jóhann - eins og ég sagði brjálað að gera.
21/09/2004
Komin heim!
Þá er ofurhjúkkan komin aftur til landsins eftir frábæra ferð til kóngsins Köbenhavn. Ofurhjúkkan í hópi annarra ofurhjúkka sló í gegn með yndislegum kommentum á mjög svo viðeigandi tímum. Þjóðardrykkur dana var teigaður af mesta kappi og ófáir lágu í valnum eftir ferðina. En það var nú reyndar gert meira en bara að sukka þennan tíma. Fórum í skoðunarferð á svakalega flott Trauma Center á Rigshospitalet í Köben þar sem þeir taka bara á móti svakalega slösuðu fólki eða svakalega veiku fólki. Svo voru fyrirlestrar sem byrjuðu kl. 08 bæði föstudag og laugardag - og ég vil bara láta það koma fram að það er engin farinn á fætur í Köben kl. 08 á laugardagsmorgnum!!! Vonbrigði helgarinnar voru auðvitað svik Danatrillisins sem stakk mig af og fór til Århus um leið og ég steig úr flugvélinni. Hann er voða að reyna að gera þetta rómó og segir að þá hafi ég bara ástæðu til að koma aftur til Köben - en við sjáum bara til með það félagi (grenj grenj). Eftir að heim var komin hefur engin tími verið til að blanda geði við nokkurn mann þar sem það er fáranlega mikið að gera þessa vikuna. Æfingar í vinnunni vegna flugslysaæfingar sem verður haldin á laugardaginn og allir eru að fá létt magasár yfir. En það verður ógeðslega gaman!
Þá er ofurhjúkkan komin aftur til landsins eftir frábæra ferð til kóngsins Köbenhavn. Ofurhjúkkan í hópi annarra ofurhjúkka sló í gegn með yndislegum kommentum á mjög svo viðeigandi tímum. Þjóðardrykkur dana var teigaður af mesta kappi og ófáir lágu í valnum eftir ferðina. En það var nú reyndar gert meira en bara að sukka þennan tíma. Fórum í skoðunarferð á svakalega flott Trauma Center á Rigshospitalet í Köben þar sem þeir taka bara á móti svakalega slösuðu fólki eða svakalega veiku fólki. Svo voru fyrirlestrar sem byrjuðu kl. 08 bæði föstudag og laugardag - og ég vil bara láta það koma fram að það er engin farinn á fætur í Köben kl. 08 á laugardagsmorgnum!!! Vonbrigði helgarinnar voru auðvitað svik Danatrillisins sem stakk mig af og fór til Århus um leið og ég steig úr flugvélinni. Hann er voða að reyna að gera þetta rómó og segir að þá hafi ég bara ástæðu til að koma aftur til Köben - en við sjáum bara til með það félagi (grenj grenj). Eftir að heim var komin hefur engin tími verið til að blanda geði við nokkurn mann þar sem það er fáranlega mikið að gera þessa vikuna. Æfingar í vinnunni vegna flugslysaæfingar sem verður haldin á laugardaginn og allir eru að fá létt magasár yfir. En það verður ógeðslega gaman!
14/09/2004
Farin til Köben!
Þá er Ofurhjúkkan farin á fund annarra Ofurhjúkka í Köben. Ráðstefna um stefnur og strauma í bráðahjúkrun er á dagskrá og það verður nú ekki leiðinlegt. Stefnan er tekin á að hitta Héðinn danatrilli og eiga með honum góða stund yfir góðum dönskum öl - hver veit nema maður skelli smá smörrebröd með og þá er þetta orðið deit. Kem aftur á klakann seint á sunnudagskvöld og verð komin til lífs á ný um eftirmiðdaginn á mánudag. Hafið það gott þangað til elskurnar!
Þá er Ofurhjúkkan farin á fund annarra Ofurhjúkka í Köben. Ráðstefna um stefnur og strauma í bráðahjúkrun er á dagskrá og það verður nú ekki leiðinlegt. Stefnan er tekin á að hitta Héðinn danatrilli og eiga með honum góða stund yfir góðum dönskum öl - hver veit nema maður skelli smá smörrebröd með og þá er þetta orðið deit. Kem aftur á klakann seint á sunnudagskvöld og verð komin til lífs á ný um eftirmiðdaginn á mánudag. Hafið það gott þangað til elskurnar!
12/09/2004
Helgarfléttan!
Þessi helgi byrjaði á snilldar leiksýningu í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöldið. Fór að sjá Edith Piaf og verð nú bara að mæla eindregið með að allir skreppi á þessa sýningu. Því lík og önnur eins snilld að flestu leiti. Brynhildur Guðjóns á þvílíkan leiksigur í þessari sýningu og nær manni inn að beini. Leikur og söngurinn hjá þessari mjög svo smágerðu leikkonu var óaðfinnanlegur. Eftir leikhúsið var rennt við á matsölustað og maginn fylltur af mat. Svefninn sótti að enda var næturvakt nóttina áður og líkaminn enn að fatta hvort maður ætti að vera vakandi eða sofandi. Laugardagurinn heilsaði með rúnstykkjum og ilmandi kaffi. Dagurinn var nú tekinn með ró og lagt var í ferð á Þingvelli um eftirmiðdaginn. Svana og Binni buðu í bústað þar sem kvöldstundin var ansi ljúf. Spil og spjall og ohbósjíbós við Auði Erli að ógleymdri balletsýningu frá henni Helgu Björgu, sem var ofboðslega fín í bleika ballett búningnum sínum. Sunnudagurinn heilsaði ferskur og leiðin lá aftur í bæinn til að fara í tennis. Sló í gegn á æfingunni eins og alltaf með fallegri bakfallsveltu. Stökk á fætur eins og maður gerði í boltanum í gamla daga og lét sem ekkert væri. Bakaríið varð á leið minni heim og nú er það endursýning á Gullmótinu í frjálsum frá því á föstudag. Sem sagt rólegheit og afslöppun eftir góða helgi.
Þessi helgi byrjaði á snilldar leiksýningu í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöldið. Fór að sjá Edith Piaf og verð nú bara að mæla eindregið með að allir skreppi á þessa sýningu. Því lík og önnur eins snilld að flestu leiti. Brynhildur Guðjóns á þvílíkan leiksigur í þessari sýningu og nær manni inn að beini. Leikur og söngurinn hjá þessari mjög svo smágerðu leikkonu var óaðfinnanlegur. Eftir leikhúsið var rennt við á matsölustað og maginn fylltur af mat. Svefninn sótti að enda var næturvakt nóttina áður og líkaminn enn að fatta hvort maður ætti að vera vakandi eða sofandi. Laugardagurinn heilsaði með rúnstykkjum og ilmandi kaffi. Dagurinn var nú tekinn með ró og lagt var í ferð á Þingvelli um eftirmiðdaginn. Svana og Binni buðu í bústað þar sem kvöldstundin var ansi ljúf. Spil og spjall og ohbósjíbós við Auði Erli að ógleymdri balletsýningu frá henni Helgu Björgu, sem var ofboðslega fín í bleika ballett búningnum sínum. Sunnudagurinn heilsaði ferskur og leiðin lá aftur í bæinn til að fara í tennis. Sló í gegn á æfingunni eins og alltaf með fallegri bakfallsveltu. Stökk á fætur eins og maður gerði í boltanum í gamla daga og lét sem ekkert væri. Bakaríið varð á leið minni heim og nú er það endursýning á Gullmótinu í frjálsum frá því á föstudag. Sem sagt rólegheit og afslöppun eftir góða helgi.
09/09/2004
Haustið er komið!
Nú er komið haust - það er meira að segja farið að rigna beint niður eins og í útlöndum. Mér finnst haustið alltaf mjög góður og fallegur tími. Laufblöðin á trjánum skipta um lit og allir fara einhvern vegin að undirbúa sig fyrir veturinn. Á þessum árstíma hefur maður ótakmarkað leyfi til þess að kúra sig heima, undir teppi og lesa bók eða horfa á eitthvað af þessum snilldar innihaldslausu sjónvarpsþáttum sem eru í boði. Gott ef maður dustar ekki rykið af kertunum og kveikir á einu og einu. Mér finnst yndislegt að hlusta á rigninguna lemja á þakinu á meðan ég ligg upp í sófa og kúri. Það er einmitt stefnan núna - þar sem næturvaktin bíður mín í nótt.
Nú er komið haust - það er meira að segja farið að rigna beint niður eins og í útlöndum. Mér finnst haustið alltaf mjög góður og fallegur tími. Laufblöðin á trjánum skipta um lit og allir fara einhvern vegin að undirbúa sig fyrir veturinn. Á þessum árstíma hefur maður ótakmarkað leyfi til þess að kúra sig heima, undir teppi og lesa bók eða horfa á eitthvað af þessum snilldar innihaldslausu sjónvarpsþáttum sem eru í boði. Gott ef maður dustar ekki rykið af kertunum og kveikir á einu og einu. Mér finnst yndislegt að hlusta á rigninguna lemja á þakinu á meðan ég ligg upp í sófa og kúri. Það er einmitt stefnan núna - þar sem næturvaktin bíður mín í nótt.
Plus size!
Ég var að horfa á snilldar sjónvarpsþáttinn Americas next top model 2 á skjá einum í gærkvöldi. Þessi annars ágæta hugmynd af gjörsamlega heilalausu sjónvarpsefni olli mér nokkru hugarangri. Þarna eru 12 gellur að keppa um að fá samning hjá módel skrifstofu og ofurdrottningin Tyra Banks stjórnar dæminu. Í gær voru gellurnar kynntar til sögunnar og látnar ganga í gegnum nokkur verkefni. Hópurinn saman stendur af hinum ýmsu týpu og það er greinilega passað vel upp á að enginn þjóðfélagshópur sé undanskilin í úrslitunum. Í þessum hópi var meðal annars ein sem var gift og átti barn - og var á allt annarri bylgjulengd en hinar gellurnar sem flestar voru nýskriðnar úr skóla. Undir lok þáttarins var hver og ein metin út frá útliti og hæfileikum á módelsviðinu. Það sem sló mig mest við þetta er að þarna í hópnum er gella sem er grönn en hefur greinilega æft íþróttir. Hún var flokkuð sem "Plus size" módel og allir voða ánægðir að svona "feit" gella sé í úrslitunum. Má ég þá bara segja að ef hún er Plus size hvað er þá ég?? Af þessum orsökum vaknaði ég feit í morgun og er alveg í supersize gírnum í dag. Held að ég horfi næst á eitthvað annað en þennan þátt!
Ég var að horfa á snilldar sjónvarpsþáttinn Americas next top model 2 á skjá einum í gærkvöldi. Þessi annars ágæta hugmynd af gjörsamlega heilalausu sjónvarpsefni olli mér nokkru hugarangri. Þarna eru 12 gellur að keppa um að fá samning hjá módel skrifstofu og ofurdrottningin Tyra Banks stjórnar dæminu. Í gær voru gellurnar kynntar til sögunnar og látnar ganga í gegnum nokkur verkefni. Hópurinn saman stendur af hinum ýmsu týpu og það er greinilega passað vel upp á að enginn þjóðfélagshópur sé undanskilin í úrslitunum. Í þessum hópi var meðal annars ein sem var gift og átti barn - og var á allt annarri bylgjulengd en hinar gellurnar sem flestar voru nýskriðnar úr skóla. Undir lok þáttarins var hver og ein metin út frá útliti og hæfileikum á módelsviðinu. Það sem sló mig mest við þetta er að þarna í hópnum er gella sem er grönn en hefur greinilega æft íþróttir. Hún var flokkuð sem "Plus size" módel og allir voða ánægðir að svona "feit" gella sé í úrslitunum. Má ég þá bara segja að ef hún er Plus size hvað er þá ég?? Af þessum orsökum vaknaði ég feit í morgun og er alveg í supersize gírnum í dag. Held að ég horfi næst á eitthvað annað en þennan þátt!
04/09/2004
Stoltir Íslendingar!
Ég efaðist um getu mína yfir því að vera stoltur Íslendingur í dag. Um það bil það eina góða við landsleikinn voru sætin sem við sátum í. Mjög góð sæti á besta stað í gömlu stúkunni - reyndar ekki fremst eins og ég hafði misskilið sjálfa mig með heldur alveg fullkomlega nógu nálægt miðju þannig að maður sá vel og varð ekki fyrir veðri. Leikur íslenska liðsins var langt undir getu, ófrumlegur og ósamstilltur. En það versta við þetta allt (auðvitað fyrir utan tapið) var ástand á mörgum ungum mönnum í hópi áhorfenda á leiknum. Leikurinn hófst klukkan 16 og var ölvunarástand á mörgum til háborinnar skammar. Einn ungur maður sem sat 3 röðum fyrir framan okkur stefndi ótrauður á titilinn um leiðinlegasta og hallærislegasta mann Íslandssögunnar með sífellum hrópum, köllum og almennum skrílslátum. Ef ég hefði verið fyrir framan þetta hiski þá myndi ég hringja ansi reið í KSÍ á mánudag og heimta endurgreiðslu. Félagi leiðinlega mannsins var þó ekki betri þar sem hann svaf áfengisdauða mest allan síðari hálfleik. Náttúran gerði loks vart við sig og maðurinn rankaði við sér í vímunni og staulaðist á salernið. Ekki nóg með það heldur þegar hann snéri aftur var ástandið svo slæmt að hann komst ekki aftur í sætið sitt og drapst í öðru sæti. Ég á ekki til orð yfir ósmekkleg heitin í þessum hópi manna!!!!
Ég efaðist um getu mína yfir því að vera stoltur Íslendingur í dag. Um það bil það eina góða við landsleikinn voru sætin sem við sátum í. Mjög góð sæti á besta stað í gömlu stúkunni - reyndar ekki fremst eins og ég hafði misskilið sjálfa mig með heldur alveg fullkomlega nógu nálægt miðju þannig að maður sá vel og varð ekki fyrir veðri. Leikur íslenska liðsins var langt undir getu, ófrumlegur og ósamstilltur. En það versta við þetta allt (auðvitað fyrir utan tapið) var ástand á mörgum ungum mönnum í hópi áhorfenda á leiknum. Leikurinn hófst klukkan 16 og var ölvunarástand á mörgum til háborinnar skammar. Einn ungur maður sem sat 3 röðum fyrir framan okkur stefndi ótrauður á titilinn um leiðinlegasta og hallærislegasta mann Íslandssögunnar með sífellum hrópum, köllum og almennum skrílslátum. Ef ég hefði verið fyrir framan þetta hiski þá myndi ég hringja ansi reið í KSÍ á mánudag og heimta endurgreiðslu. Félagi leiðinlega mannsins var þó ekki betri þar sem hann svaf áfengisdauða mest allan síðari hálfleik. Náttúran gerði loks vart við sig og maðurinn rankaði við sér í vímunni og staulaðist á salernið. Ekki nóg með það heldur þegar hann snéri aftur var ástandið svo slæmt að hann komst ekki aftur í sætið sitt og drapst í öðru sæti. Ég á ekki til orð yfir ósmekkleg heitin í þessum hópi manna!!!!
Áfram Ísland!
Aumingja ofurhjúkkan þarf að fara á völlinn í dag! Var búin að kaupa miða á netinu áður en ég komst að því að ég ætti eiginlega að vera á öðrum stað þegar leikurinn stendur. En þar sem mér tókst ekki að losna við miðann á fremsta bekk í gömlu stúkunni - þá þarf ég að fara á völlin - greyið litla :) Þannig að nú er málið bara Áfram Ísland!
Aumingja ofurhjúkkan þarf að fara á völlinn í dag! Var búin að kaupa miða á netinu áður en ég komst að því að ég ætti eiginlega að vera á öðrum stað þegar leikurinn stendur. En þar sem mér tókst ekki að losna við miðann á fremsta bekk í gömlu stúkunni - þá þarf ég að fara á völlin - greyið litla :) Þannig að nú er málið bara Áfram Ísland!
01/09/2004
Aumingja Ofurhjúkkan!
Mætti á fund klukkutíma fyrir vakt í dag og var send heim lasin! Var með hrikalegan höfuðverk, beinverki og hroll. Skellti mér því í dúnúlpuna og dreif mig á fundinn. Smu hvað það er ekki gaman að vera með hita, beinverki og illt í augunum!!! :( Fór sem sagt heim og lagðist undir sæng í sófann og horfði á snilldar flickumyndina Sleepless in Seattle - klikkar ekki og þaðan af síður í flensu. Geri ráð fyrir því að vera heima aftur á morgun þar sem hitinn er enn að bögga mann.
Mætti á fund klukkutíma fyrir vakt í dag og var send heim lasin! Var með hrikalegan höfuðverk, beinverki og hroll. Skellti mér því í dúnúlpuna og dreif mig á fundinn. Smu hvað það er ekki gaman að vera með hita, beinverki og illt í augunum!!! :( Fór sem sagt heim og lagðist undir sæng í sófann og horfði á snilldar flickumyndina Sleepless in Seattle - klikkar ekki og þaðan af síður í flensu. Geri ráð fyrir því að vera heima aftur á morgun þar sem hitinn er enn að bögga mann.
29/08/2004
Snilldin ein og sér!
Þessi helgi hefur verið tær snilld. Vinnan hefur auðvitað tekið drjúgan part af tímanum og skrallið tók hinn hlutann af tímanum. Gerði alveg ekki neitt á föstudagskvöld þar sem planið var kvöldvakt- morgunvakt. En eftir góða vakt á laugardag var nettur blundur tekin og svo lá leiðin í kveðjupartý hjá Héðni sem haldið var á Ölstofunni. Mætti í J-Lo buxum og brjóstabol og varð þess næstum valdandi að menn snérust til gagnkynhneigðar. Skrallið var mjög fjörugt og alveg hellings mikið af fólki mætti á staðinn. Yfirgaf svo pleisið í fylgd Óskars sem átti þá snilldar hugmynd að kaupa pylsur áður en við færum heim. Það voru skrýtnar umræður yfir pylsunum sem m.a. snérust um mögulegt magn af plástrum og fingrum sem maður hefur ómeðvitað innbyrt sem pylsur á síðustu árum. Varð vitni af því er tveir menn ákváðu þá og þegar að kasta af sér vatni. Þeir snéru smekklega í átt að ofurhjúkkunni og þá gerðist atvikið. Eftir að annar þeirra hafði lokið kastinu þá girðir hann upp um sig og tekur svo upp pylsuna sem hann var að borða áður en kallið kom!!!! Þetta var algjör vibbi - vá beint úr pissinu í pylsuna. Þurfti auðvitað mikið að tjá mig um þetta mál og var Óskar alveg búin að fá nóg. Vorum geðveikt fyndin í leigubílnum - eigum við að fara til mín eða þín heheheh- en leigubílstjóranum fannst við frekar mis!! Pizzu stefnumót í kvöld eftir vinnu heima á Kambsvegi og þá hefur helgin verið fullkomnuð.
Þessi helgi hefur verið tær snilld. Vinnan hefur auðvitað tekið drjúgan part af tímanum og skrallið tók hinn hlutann af tímanum. Gerði alveg ekki neitt á föstudagskvöld þar sem planið var kvöldvakt- morgunvakt. En eftir góða vakt á laugardag var nettur blundur tekin og svo lá leiðin í kveðjupartý hjá Héðni sem haldið var á Ölstofunni. Mætti í J-Lo buxum og brjóstabol og varð þess næstum valdandi að menn snérust til gagnkynhneigðar. Skrallið var mjög fjörugt og alveg hellings mikið af fólki mætti á staðinn. Yfirgaf svo pleisið í fylgd Óskars sem átti þá snilldar hugmynd að kaupa pylsur áður en við færum heim. Það voru skrýtnar umræður yfir pylsunum sem m.a. snérust um mögulegt magn af plástrum og fingrum sem maður hefur ómeðvitað innbyrt sem pylsur á síðustu árum. Varð vitni af því er tveir menn ákváðu þá og þegar að kasta af sér vatni. Þeir snéru smekklega í átt að ofurhjúkkunni og þá gerðist atvikið. Eftir að annar þeirra hafði lokið kastinu þá girðir hann upp um sig og tekur svo upp pylsuna sem hann var að borða áður en kallið kom!!!! Þetta var algjör vibbi - vá beint úr pissinu í pylsuna. Þurfti auðvitað mikið að tjá mig um þetta mál og var Óskar alveg búin að fá nóg. Vorum geðveikt fyndin í leigubílnum - eigum við að fara til mín eða þín heheheh- en leigubílstjóranum fannst við frekar mis!! Pizzu stefnumót í kvöld eftir vinnu heima á Kambsvegi og þá hefur helgin verið fullkomnuð.
26/08/2004
Helgin framundan!
Það verður nóg að gera um helgina hjá ofurhjúkkunni. Þetta er nú reyndar vinnuhelgi hjá gellunni en það þýðir samt ekki að maður skelli sér ekki út og kíki á mannlífið. Kvöldvaktin á föstudag og morgunvaktin á laugardag gera reyndar það að verkum að kveðjupartýið hans Héðins verður aðal staðurinn til að vera á. Reyndar 12 tíma vakt á sunnudag, en maður er enn ungur og Héðinn flytur vonandi bara einu sinni til Köben.
Vaktafrí í dag vegna helgarinnar og ofurhjúkkan er búin að hanga á helstu kaffihúsum í ströngu félagslegu prógrammi. Byrjaði með öðrum ofurhjúkkum af slysó og svo tók við dinner og Kringluráp með Maríu systir. Að lokum var skriðið heim og kveðju kastað á sambýlismanninn. Ein spurning að lokum - Veit einhver hver flytur Over the Rainbow í nýju auglýsingunni frá Umferðarstofu. Mér finnst þetta svo svakalega flott útsetning að ég myndi gjarnan vilja svör.
Það verður nóg að gera um helgina hjá ofurhjúkkunni. Þetta er nú reyndar vinnuhelgi hjá gellunni en það þýðir samt ekki að maður skelli sér ekki út og kíki á mannlífið. Kvöldvaktin á föstudag og morgunvaktin á laugardag gera reyndar það að verkum að kveðjupartýið hans Héðins verður aðal staðurinn til að vera á. Reyndar 12 tíma vakt á sunnudag, en maður er enn ungur og Héðinn flytur vonandi bara einu sinni til Köben.
Vaktafrí í dag vegna helgarinnar og ofurhjúkkan er búin að hanga á helstu kaffihúsum í ströngu félagslegu prógrammi. Byrjaði með öðrum ofurhjúkkum af slysó og svo tók við dinner og Kringluráp með Maríu systir. Að lokum var skriðið heim og kveðju kastað á sambýlismanninn. Ein spurning að lokum - Veit einhver hver flytur Over the Rainbow í nýju auglýsingunni frá Umferðarstofu. Mér finnst þetta svo svakalega flott útsetning að ég myndi gjarnan vilja svör.
23/08/2004
Lífið komið í sinn vana gang!
Fyrsta vaktin eftir sumarfrí var í kvöld. Þetta var læviblandin tilfinning að koma aftur inn á spítalann eftir góða og verðskuldaða fjarveru. Allt gekk vel og álagið var bara temmilegt. Maður vill hafa svona vaktir þegar maður er að koma aftur til að komast í réttan gír fyrir veturinn. Helgin fór í almenna afslöppun og þvílíka leti að annað eins hefur sjaldan sést hér á Kambsveginum. Nú er bara að byrja að telja niður fyrir næstu utanlandsferð sem verður til Köben um miðjan september. Þá er stefnan tekin á ráðstefnu bráðahjúkrunafræðinga sem haldin er í Köben. Prógrammið er næstum orðið fullt enda eru sífellt fleiri að flytja til þessarra yndislegu borgar. Planið er að hitta fréttapésann og jafnvel ef vel hittir á stóru systur sem þessa dagana býr í Malawi í Afríku. Svo þarf maður auðvitað að ná í HM og sitja fyrirlestra og workshop á ráðstefnunni. En nóg af bulli í bili - morgunvaktin á morgun og beddinn kallar.
Fyrsta vaktin eftir sumarfrí var í kvöld. Þetta var læviblandin tilfinning að koma aftur inn á spítalann eftir góða og verðskuldaða fjarveru. Allt gekk vel og álagið var bara temmilegt. Maður vill hafa svona vaktir þegar maður er að koma aftur til að komast í réttan gír fyrir veturinn. Helgin fór í almenna afslöppun og þvílíka leti að annað eins hefur sjaldan sést hér á Kambsveginum. Nú er bara að byrja að telja niður fyrir næstu utanlandsferð sem verður til Köben um miðjan september. Þá er stefnan tekin á ráðstefnu bráðahjúkrunafræðinga sem haldin er í Köben. Prógrammið er næstum orðið fullt enda eru sífellt fleiri að flytja til þessarra yndislegu borgar. Planið er að hitta fréttapésann og jafnvel ef vel hittir á stóru systur sem þessa dagana býr í Malawi í Afríku. Svo þarf maður auðvitað að ná í HM og sitja fyrirlestra og workshop á ráðstefnunni. En nóg af bulli í bili - morgunvaktin á morgun og beddinn kallar.
22/08/2004
Svona á lífið að vera!
Ofurhjúkkan er alveg að meika það þessa síðustu daga sumarfríssins. Fyrst var það auðvitað landsleikurinn, því næst Lou Reed tónleikarnir og loks menningarnótt. Kíkt var í bæinn þegar Egó var komið á svið og þeir rokkuðu feitt. Ekki var flugeldasýningin heldur af verri kantinum og allir skemmtu sér konunglega. Ég er nú alveg sammála einum manni sem hélt því fram að Íslendingar væru miklu fleiri en opinberar tölur gefa til kynna, það bara hlýtur að vera. Þvílík og önnur eins mannmergð eins og komst fyrir í bænum þetta kvöld var með ólíkindum. Um klukkan 3 lá leiðin svo heim og gengið var í gegnum miðbæinn. Ástandið var alveg viðbjóðslegt í miðbænum og einnig á fólki sem var á svæðinu. Ofurhjúkkan kom upp og ég hugsaði hlýtt til samstarfsfólksins á slysadeildinni sem voru pottþétt á kafi í ógeði.
Dagurinn í dag hefur að mestu (frekar svona öllu) í almenna leti og framtaksleysi. Gott að hafa Ólympíuleikana til að horfa á - versta er hversu fúll maður verður á því að horfa á handboltann. Ef maður má segja eitthvað um þetta þá held ég bara að það sé kominn tími á nýjan þjálfara - því miður. Þetta lið er algjörlega staðnað og leikmenn virka þreyttir, ófrumlegir í leik og hugmyndasnauðir. Svo er það líka plottið að detta í gírinn svona 5 mínútum of seint - maður vinnur aldrei næstum því leikinn! En áfram Þórey Edda og Rúnar í fimleikunum vonandi slá þau í gegn.
Ofurhjúkkan er alveg að meika það þessa síðustu daga sumarfríssins. Fyrst var það auðvitað landsleikurinn, því næst Lou Reed tónleikarnir og loks menningarnótt. Kíkt var í bæinn þegar Egó var komið á svið og þeir rokkuðu feitt. Ekki var flugeldasýningin heldur af verri kantinum og allir skemmtu sér konunglega. Ég er nú alveg sammála einum manni sem hélt því fram að Íslendingar væru miklu fleiri en opinberar tölur gefa til kynna, það bara hlýtur að vera. Þvílík og önnur eins mannmergð eins og komst fyrir í bænum þetta kvöld var með ólíkindum. Um klukkan 3 lá leiðin svo heim og gengið var í gegnum miðbæinn. Ástandið var alveg viðbjóðslegt í miðbænum og einnig á fólki sem var á svæðinu. Ofurhjúkkan kom upp og ég hugsaði hlýtt til samstarfsfólksins á slysadeildinni sem voru pottþétt á kafi í ógeði.
Dagurinn í dag hefur að mestu (frekar svona öllu) í almenna leti og framtaksleysi. Gott að hafa Ólympíuleikana til að horfa á - versta er hversu fúll maður verður á því að horfa á handboltann. Ef maður má segja eitthvað um þetta þá held ég bara að það sé kominn tími á nýjan þjálfara - því miður. Þetta lið er algjörlega staðnað og leikmenn virka þreyttir, ófrumlegir í leik og hugmyndasnauðir. Svo er það líka plottið að detta í gírinn svona 5 mínútum of seint - maður vinnur aldrei næstum því leikinn! En áfram Þórey Edda og Rúnar í fimleikunum vonandi slá þau í gegn.
19/08/2004
Áfram Ísland - Buffon buffaður!
Það var alveg hrikalega gaman að vera Íslendingur á Laugardalsvelli í gær. Stemningin góð en gellurnar í Nylon ættu bara að klára menntaskóla og sjá svo til hvað þær ætla að gera þegar þær eru orðnar stórar! Hvað er málið með þetta lið sem er á snærum Einars Bárðasonar?? Það var mjög góður pistill um "upphitunar tónleikana" í fréttablaðinu í dag og hvet ég alla til að lesa það.
Anyhú þá sér maður nú ekki oft Íslendinga buffa Buffon opinberlega en þessi fyrri hálfleikur flokkast í "hrein snilld" hópinn. Ítalirnir voru voða svekktir - máttu ekki láta sig detta og ekki toga í peysur í hinu liðinu þannig að leikur þeirra hrundi eins og gömul kona í hálku. Besta við leikinn eru nærmyndir af Buffon sem tengiliður minn við hliðarlínuna sá um að taka. Þið sem viljið fá send eintök - bara skrá sig á commentakerfið and enjoy!
Eftir leikinn var kíkt í götugrillið 2004 á Kambsveginum þar sem útvaldir fá að skemmta sér saman og grilla. Þetta var hið besta partý eins og gengur og gerist ár hvert. Brottför heim var reyndar með fyrra fallinu þar sem Ofurhjúkkan hafði öðrum hnöppum að hneppa í Dalalandinu. Í dag er enn ein endurkoman heim á Kambsveg en við hjúin göngum víst undir nafninu "þau sem eru aldrei heima" í götunni.
Það var alveg hrikalega gaman að vera Íslendingur á Laugardalsvelli í gær. Stemningin góð en gellurnar í Nylon ættu bara að klára menntaskóla og sjá svo til hvað þær ætla að gera þegar þær eru orðnar stórar! Hvað er málið með þetta lið sem er á snærum Einars Bárðasonar?? Það var mjög góður pistill um "upphitunar tónleikana" í fréttablaðinu í dag og hvet ég alla til að lesa það.
Anyhú þá sér maður nú ekki oft Íslendinga buffa Buffon opinberlega en þessi fyrri hálfleikur flokkast í "hrein snilld" hópinn. Ítalirnir voru voða svekktir - máttu ekki láta sig detta og ekki toga í peysur í hinu liðinu þannig að leikur þeirra hrundi eins og gömul kona í hálku. Besta við leikinn eru nærmyndir af Buffon sem tengiliður minn við hliðarlínuna sá um að taka. Þið sem viljið fá send eintök - bara skrá sig á commentakerfið and enjoy!
Eftir leikinn var kíkt í götugrillið 2004 á Kambsveginum þar sem útvaldir fá að skemmta sér saman og grilla. Þetta var hið besta partý eins og gengur og gerist ár hvert. Brottför heim var reyndar með fyrra fallinu þar sem Ofurhjúkkan hafði öðrum hnöppum að hneppa í Dalalandinu. Í dag er enn ein endurkoman heim á Kambsveg en við hjúin göngum víst undir nafninu "þau sem eru aldrei heima" í götunni.
16/08/2004
Komin heim á Kambsveginn!
Þá er maður komin heim úr fríinu í París. Þetta var ein snilld og þrátt fyrir illan orðróm var mjög gott veður þennan tíma í París. Það gekk á með rigningu einn daginn en að öðru leyti var heitt og fínt - suma daga aðeins of heitt. En hvað gerir maður í miklum hita annað en að fá sér bjór eða Hagen Daas! Ferðin byrjaði reyndar ekki mjög vel þar sem tæplega 5 tíma seinkun var á fluginu - fréttum af því þegar komið var út á völl og biðin byrjaði kl. 23.00. Okkur til lítillar hamingju varð seinkunin sífellt lengri og á endanum fórum við í loftið kl. 05:30 en ekki kl. 00:55 eins og til stóð í upphafi. Frakkar eru almennt hundfúlt og frekar dónalegt fólk svona upp til hópa en nokkrir þjónar kunnu sig og brostu alla vega til manns. Heimsfrægir staðir s.s. Louvre safnið, Mona Lisa, Notre Dame, Eiffel turninn, Latínu hverfið og Mýrin liggja öll í valnum eftir þessa dvöl. Tókum okkur til og skoðuðum meira að segja hallirnar í Versölum sem erum mjög magnaðar. Nú er málið að taka því rólega síðustu vikuna í fríinu og drekka meiri bjór. Það er eins gott að veðrið haldist eitthvað hér á landi annars verð ég send í útlegð!
Þá er maður komin heim úr fríinu í París. Þetta var ein snilld og þrátt fyrir illan orðróm var mjög gott veður þennan tíma í París. Það gekk á með rigningu einn daginn en að öðru leyti var heitt og fínt - suma daga aðeins of heitt. En hvað gerir maður í miklum hita annað en að fá sér bjór eða Hagen Daas! Ferðin byrjaði reyndar ekki mjög vel þar sem tæplega 5 tíma seinkun var á fluginu - fréttum af því þegar komið var út á völl og biðin byrjaði kl. 23.00. Okkur til lítillar hamingju varð seinkunin sífellt lengri og á endanum fórum við í loftið kl. 05:30 en ekki kl. 00:55 eins og til stóð í upphafi. Frakkar eru almennt hundfúlt og frekar dónalegt fólk svona upp til hópa en nokkrir þjónar kunnu sig og brostu alla vega til manns. Heimsfrægir staðir s.s. Louvre safnið, Mona Lisa, Notre Dame, Eiffel turninn, Latínu hverfið og Mýrin liggja öll í valnum eftir þessa dvöl. Tókum okkur til og skoðuðum meira að segja hallirnar í Versölum sem erum mjög magnaðar. Nú er málið að taka því rólega síðustu vikuna í fríinu og drekka meiri bjór. Það er eins gott að veðrið haldist eitthvað hér á landi annars verð ég send í útlegð!
08/08/2004
07/08/2004
Ég er ekki að meika þetta veður!
Ég er búin að vera í sumarfríi núna í 2 vikur - einmitt þær tvær vikur á þessu ári þar sem mest hefur rignt! Þetta er alveg ekki fyndið lengur og ég ætla bara að skella mér í hitabylgjuna í París til að ná smá sól og almennum kafnheitum!!
Er annars frekar léleg hækja í dag þar sem ég fór hvorki í Gay Pride gönguna né er úti að skemmta mér í kvöld. Sit í rólegheitum heima og er að byrja skipurlagningu á pökkun fyrir ferðalagið. Lenti óvart á mjög skemmtilegu skralli í gær með Ingu megabeib, Kamillu og Ölmu - á meðan hýru vinirnir fóru að njóta útsýnisins á man-only kvöldi á Jóni Forseta. Eitthvað var þó slök stemning þar og fyrr en varði var Kjáninn kominn aftur í heimabyggðina á Ölstofunni. Tók skynsamlega ákvörðun um að drífa mig heim um kl. 03 og sá ekki eftir því í dag, þar sem ýmislegt var ógert fyrir ferðalagið.
Rokkstig dagsins fá hommarnir og lespíurnar - njótið dagsins og næturinnar.
Ég er búin að vera í sumarfríi núna í 2 vikur - einmitt þær tvær vikur á þessu ári þar sem mest hefur rignt! Þetta er alveg ekki fyndið lengur og ég ætla bara að skella mér í hitabylgjuna í París til að ná smá sól og almennum kafnheitum!!
Er annars frekar léleg hækja í dag þar sem ég fór hvorki í Gay Pride gönguna né er úti að skemmta mér í kvöld. Sit í rólegheitum heima og er að byrja skipurlagningu á pökkun fyrir ferðalagið. Lenti óvart á mjög skemmtilegu skralli í gær með Ingu megabeib, Kamillu og Ölmu - á meðan hýru vinirnir fóru að njóta útsýnisins á man-only kvöldi á Jóni Forseta. Eitthvað var þó slök stemning þar og fyrr en varði var Kjáninn kominn aftur í heimabyggðina á Ölstofunni. Tók skynsamlega ákvörðun um að drífa mig heim um kl. 03 og sá ekki eftir því í dag, þar sem ýmislegt var ógert fyrir ferðalagið.
Rokkstig dagsins fá hommarnir og lespíurnar - njótið dagsins og næturinnar.
05/08/2004
Allt of mikið að gera!
Í sumarfríinu er búið að vera allt of mikið að gera. Á tveimur vikum er ég búin að fara í tvær útilegur og drekka allt of mikið af bjór. Ég veit að margir sem lesa þetta halda að ég eigi við vandamál að stríða en mér skilst samt að sumarfrí séu einmitt til þess að fá sér bjór. Var nú róleg í fyrri hluta vikunnar og hélt mig að mestu heima fyrir við ýmis þrif og annan dugnað. Í gær var svo Ölstofuhittingur með strákunum og nokkrum píum til viðbótar. Þetta varð hin mesta skemmtun og auðvitað (þökk sé þessum) snérust umræður að miklum hluta ekki um nýjustu prjónauppskriftirnar. Það komu nokkrir út úr skápnum varðandi ýmis mál en almennt var mikið hlegið og spáð í mönnum í drappleitum jökkum sem sátu við barinn. Smá keppni kom upp milli Kamillu og Héðins um það hvort þeirra gaurinn væri að horfa á - en engin lausn fékkst á því máli.
Tennis makkerinn er í USA þannig að ég horfi bara á tennis á Eurosport í staðinn og reyni að pikka upp nokkur múv hjá stjörnunum. Helgin verður örugglega skemmtileg þar sem laugardagurinn mun sennilega standa upp úr. París á sunnudaginn - þar er spáð 35°C á mánudaginn þannig að best að drífa sig í gufubað til að venja sig við.
Í sumarfríinu er búið að vera allt of mikið að gera. Á tveimur vikum er ég búin að fara í tvær útilegur og drekka allt of mikið af bjór. Ég veit að margir sem lesa þetta halda að ég eigi við vandamál að stríða en mér skilst samt að sumarfrí séu einmitt til þess að fá sér bjór. Var nú róleg í fyrri hluta vikunnar og hélt mig að mestu heima fyrir við ýmis þrif og annan dugnað. Í gær var svo Ölstofuhittingur með strákunum og nokkrum píum til viðbótar. Þetta varð hin mesta skemmtun og auðvitað (þökk sé þessum) snérust umræður að miklum hluta ekki um nýjustu prjónauppskriftirnar. Það komu nokkrir út úr skápnum varðandi ýmis mál en almennt var mikið hlegið og spáð í mönnum í drappleitum jökkum sem sátu við barinn. Smá keppni kom upp milli Kamillu og Héðins um það hvort þeirra gaurinn væri að horfa á - en engin lausn fékkst á því máli.
Tennis makkerinn er í USA þannig að ég horfi bara á tennis á Eurosport í staðinn og reyni að pikka upp nokkur múv hjá stjörnunum. Helgin verður örugglega skemmtileg þar sem laugardagurinn mun sennilega standa upp úr. París á sunnudaginn - þar er spáð 35°C á mánudaginn þannig að best að drífa sig í gufubað til að venja sig við.
02/08/2004
Verslunarmannahelgin!
Ofurhjúkkan ofurkættist á föstudaginn þegar ofurunnustinn kom heim eftir vikudvöl í hinum fræknu Færeyjum. Um leið og búið var að taka upp úr töskunum var sett niður í aðrar og skellt sér á Þingvelli í sumarbústað með fullt af liði. Ofurparið fékk reyndar það orð á sig að vera það fólk sem finnst hvað best að nýta tíma sinn til þess að sofa, en staðreyndin er sú að hér er um mikið áhugafólk um svefn að ræða. Laugardagskvöldið var grillað, sungið og drallað í hinum ýmsu leikjum. Svefninn sótti á þegar líða tók á nóttina enda búið að vera ofurstuð á fólki. Eftir góðan svefn og nokkrar Advil tók sunnudagurinn við með rólegheitum framan af. Kvöldið fór í meira grill, spil, engan söng en áframhaldandi mikla gleði. Í dag var svo enn og aftur pakkað niður í töskur og leiðin lá heim á Kambsveginn þar sem framkvæmdagleði nýju nágrannanna hélt áfram.
Vikan verður að öllum líkindum full af spenningi vegna yfirvofandi Parísarferðar eftir 6 daga!! Kannski maður kíki í tennis í nýja gallanum og taki svo lífinu almennt með ró.
Ofurhjúkkan ofurkættist á föstudaginn þegar ofurunnustinn kom heim eftir vikudvöl í hinum fræknu Færeyjum. Um leið og búið var að taka upp úr töskunum var sett niður í aðrar og skellt sér á Þingvelli í sumarbústað með fullt af liði. Ofurparið fékk reyndar það orð á sig að vera það fólk sem finnst hvað best að nýta tíma sinn til þess að sofa, en staðreyndin er sú að hér er um mikið áhugafólk um svefn að ræða. Laugardagskvöldið var grillað, sungið og drallað í hinum ýmsu leikjum. Svefninn sótti á þegar líða tók á nóttina enda búið að vera ofurstuð á fólki. Eftir góðan svefn og nokkrar Advil tók sunnudagurinn við með rólegheitum framan af. Kvöldið fór í meira grill, spil, engan söng en áframhaldandi mikla gleði. Í dag var svo enn og aftur pakkað niður í töskur og leiðin lá heim á Kambsveginn þar sem framkvæmdagleði nýju nágrannanna hélt áfram.
Vikan verður að öllum líkindum full af spenningi vegna yfirvofandi Parísarferðar eftir 6 daga!! Kannski maður kíki í tennis í nýja gallanum og taki svo lífinu almennt með ró.
29/07/2004
Grill og frönsk súkkulaðikaka!
Í gær tók ofurhjúkkan sig til og hélt margumbeðið hýrt grillpartý. Allir helstu hýru vinir ofurhjúkkunnar komu á svæðið og slegið var upp snilldargrillpartý. Þrátt fyrir slæmt veður lét ofurhjúkkan ekkert stöðva sig og vill þakka nágrönnum sínum fyrir að hafa ekki hringt á slökkviliðið! Smá reyk insident sem ekkert mál var að bjarga hafði bara góð áhrif á kjötið sem flamberaðist á grillinu. Eftir dýrindis mat og sallöt voru dregin fram syndsamlega góð frönsk súkkulaðikaka, ferks hindber, jarðaber, bláber og sprautu rjómi. Það var hlegið eins og fólk ætti lífið að leysa og undirtónar voru einungis á eina vegu. Svana súper gella og Inga megabeib komu á réttum tíma til þess að njóta eftirréttsins og félagsskaparins. Ofurhjúkkan lofaði öllu fögru um að vaska ekki upp fyrr en í fyrramálið en sveik það auðvitað um leið og allir voru farnir. Það er svo leiðinlegt að vakna upp eftir gott kvöld og þurfa að horfast í augu við líkin og leyfarnar. Að uppvaskinu loknu var One Tree Hill skellt í tækið og loks var skriðið upp í bedda.
Í gær tók ofurhjúkkan sig til og hélt margumbeðið hýrt grillpartý. Allir helstu hýru vinir ofurhjúkkunnar komu á svæðið og slegið var upp snilldargrillpartý. Þrátt fyrir slæmt veður lét ofurhjúkkan ekkert stöðva sig og vill þakka nágrönnum sínum fyrir að hafa ekki hringt á slökkviliðið! Smá reyk insident sem ekkert mál var að bjarga hafði bara góð áhrif á kjötið sem flamberaðist á grillinu. Eftir dýrindis mat og sallöt voru dregin fram syndsamlega góð frönsk súkkulaðikaka, ferks hindber, jarðaber, bláber og sprautu rjómi. Það var hlegið eins og fólk ætti lífið að leysa og undirtónar voru einungis á eina vegu. Svana súper gella og Inga megabeib komu á réttum tíma til þess að njóta eftirréttsins og félagsskaparins. Ofurhjúkkan lofaði öllu fögru um að vaska ekki upp fyrr en í fyrramálið en sveik það auðvitað um leið og allir voru farnir. Það er svo leiðinlegt að vakna upp eftir gott kvöld og þurfa að horfast í augu við líkin og leyfarnar. Að uppvaskinu loknu var One Tree Hill skellt í tækið og loks var skriðið upp í bedda.
28/07/2004
Stelpudagur dauðans!
Geri aðrir betur en ég og megaskutlan hún Inga í gær. Við byrjuðum daginn á því að fara í World Class. Þrátt fyrir gífurlegar yfirlýsingar um þann stað, og það hversu kalt yrðir í helvíti áður en ég stigi þar inn fyrir dyr, var þetta bara ágætis upplifun. Þarna voru auðvitað mætt Classa-tröllin sem virðast ekki hafa neitt annað við tíma sinn að gera en að stunda líkamsrækt - eða alla vega labba um líkamsræktarstöðina í þrönga gallanum sínum. En eftir nokkuð púl drifum við okkur í sundlaugina og nutum útsýnisins. Eftir þó nokkra stund í heita pottinum var hungrið farið að segja til sín all svakalega og leiðin lá sem hraðast í sturtu og á Pizzahöllina þar sem ein af snilldum kvöldsins var framreidd. Auðvitað gripum við með okkur tvær stórar pizzur og brauðstangir og brunuðum heim á Kambsveg. Þar tók við gífurlegt át á svakalegum hraða sem endaði með afveltu vegna ofáts og auðvitað var hinn kaldi teigaður með. Kíktum rétt á yfirlit frétta og svo byrjaði skemmtunin. Xboxið var sett í samband og Halo settur í tækið, þráðurinn var tekin upp þar sem frá var horfið fyrir nokkru og við héldum áfram að bjarga Alheimnum frá áhrifum geimvera af ýmsum toga. Eftir 4 og hálfan tíma af geimverudrápi vorum við komnar með harðsperrur í augun og skjálfta á hendurnar og ákváðum að kalla það gott, enda margar geimverurnar fallnar og hinir köldu flestir búnir. Þá skriðum við í háttinn enda búnar að gera heiminum gott heila kvöldstund.
Vaknaði í morgun með harðsperrur í augunum :)
Geri aðrir betur en ég og megaskutlan hún Inga í gær. Við byrjuðum daginn á því að fara í World Class. Þrátt fyrir gífurlegar yfirlýsingar um þann stað, og það hversu kalt yrðir í helvíti áður en ég stigi þar inn fyrir dyr, var þetta bara ágætis upplifun. Þarna voru auðvitað mætt Classa-tröllin sem virðast ekki hafa neitt annað við tíma sinn að gera en að stunda líkamsrækt - eða alla vega labba um líkamsræktarstöðina í þrönga gallanum sínum. En eftir nokkuð púl drifum við okkur í sundlaugina og nutum útsýnisins. Eftir þó nokkra stund í heita pottinum var hungrið farið að segja til sín all svakalega og leiðin lá sem hraðast í sturtu og á Pizzahöllina þar sem ein af snilldum kvöldsins var framreidd. Auðvitað gripum við með okkur tvær stórar pizzur og brauðstangir og brunuðum heim á Kambsveg. Þar tók við gífurlegt át á svakalegum hraða sem endaði með afveltu vegna ofáts og auðvitað var hinn kaldi teigaður með. Kíktum rétt á yfirlit frétta og svo byrjaði skemmtunin. Xboxið var sett í samband og Halo settur í tækið, þráðurinn var tekin upp þar sem frá var horfið fyrir nokkru og við héldum áfram að bjarga Alheimnum frá áhrifum geimvera af ýmsum toga. Eftir 4 og hálfan tíma af geimverudrápi vorum við komnar með harðsperrur í augun og skjálfta á hendurnar og ákváðum að kalla það gott, enda margar geimverurnar fallnar og hinir köldu flestir búnir. Þá skriðum við í háttinn enda búnar að gera heiminum gott heila kvöldstund.
Vaknaði í morgun með harðsperrur í augunum :)
25/07/2004
Sólbrún og sæt í sumarfríi!
Sumarfríið byrjaði með snilldar útilegu um helgina. Stefnan var í Þjórsárdalinn en sökum rigningar og almenns fúllyndis á svæðinu ákváðum við gellurnar að tjalda í Árnesi. Þvílíka snilldar tjaldstæðið sem er þar. Flottur gaur sem var að gera leikfimisæfingar og heitur pottur sem allir hafa aðgang að. Auðvitað var hent sér í pottinn strax eftir komu og nokkrir kaldir teigaðir með. Endalausar samræður tóku svo við og loks var farið í háttin við sólarupprás. Laugardagurinn heilsaði með kæfandi hita inni í tjaldinu og sólskini úr öllum áttum. Drifum okkur í gönguferð um Gjánna, Hjálparfoss og auðvitað þjóðveldisbæinn Stöng (þar sem Ingó átti að hafa búið). Að því loknu drifum við okkur í Þjórsárdalslaug sem er snilldin ein og sér. Grillið var mundað um kvöldið og meiri bjór og rauðvín drukkið. Í morgun tók svo annar eins sólardagur við og það er ekki frá því að maður sé nokkuð sólbrúnn (ok sólbrunninn á stöku stað) og sætur eftir þessa ferð. Næstu dagar fara í það að vera grasekkja og njóta þess að vera einn heima í íbúðinni. Kannski að maður taki sig bara til og gangi um nakinn. Hver veit???
Sumarfríið byrjaði með snilldar útilegu um helgina. Stefnan var í Þjórsárdalinn en sökum rigningar og almenns fúllyndis á svæðinu ákváðum við gellurnar að tjalda í Árnesi. Þvílíka snilldar tjaldstæðið sem er þar. Flottur gaur sem var að gera leikfimisæfingar og heitur pottur sem allir hafa aðgang að. Auðvitað var hent sér í pottinn strax eftir komu og nokkrir kaldir teigaðir með. Endalausar samræður tóku svo við og loks var farið í háttin við sólarupprás. Laugardagurinn heilsaði með kæfandi hita inni í tjaldinu og sólskini úr öllum áttum. Drifum okkur í gönguferð um Gjánna, Hjálparfoss og auðvitað þjóðveldisbæinn Stöng (þar sem Ingó átti að hafa búið). Að því loknu drifum við okkur í Þjórsárdalslaug sem er snilldin ein og sér. Grillið var mundað um kvöldið og meiri bjór og rauðvín drukkið. Í morgun tók svo annar eins sólardagur við og það er ekki frá því að maður sé nokkuð sólbrúnn (ok sólbrunninn á stöku stað) og sætur eftir þessa ferð. Næstu dagar fara í það að vera grasekkja og njóta þess að vera einn heima í íbúðinni. Kannski að maður taki sig bara til og gangi um nakinn. Hver veit???
22/07/2004
Það fer alveg að koma!
Ótrúlegt en satt þá fer að koma að sumarfríinu hjá ofurhjúkkunni. Niðurtalningin byrjaði fyrir 20 dögum og þegar maður er búinn að vinna 19 af s.l. 20 dögum á maður skilið að fara í gott sumarfrí. Stefnan er tekin sólböð og almenna hamingju í tennis ásamt nokkrum köldum sem verða drukknir. Verslunarmannahelgin verður tekin í góðra vina hópi í útlegu og svo er það bara París. En það sem skiptir líka höfuð máli eru auðvitað Ólympíuleikarnir sem verða í Aþenu og maður getur legið yfir dag og nótt. Þangað til er stefnan tekin á chill og einungis einn dag meir í vinnunni.
Ótrúlegt en satt þá fer að koma að sumarfríinu hjá ofurhjúkkunni. Niðurtalningin byrjaði fyrir 20 dögum og þegar maður er búinn að vinna 19 af s.l. 20 dögum á maður skilið að fara í gott sumarfrí. Stefnan er tekin sólböð og almenna hamingju í tennis ásamt nokkrum köldum sem verða drukknir. Verslunarmannahelgin verður tekin í góðra vina hópi í útlegu og svo er það bara París. En það sem skiptir líka höfuð máli eru auðvitað Ólympíuleikarnir sem verða í Aþenu og maður getur legið yfir dag og nótt. Þangað til er stefnan tekin á chill og einungis einn dag meir í vinnunni.
18/07/2004
Í sól og sumaryl
- er best að vera inni í vinnunni, þá brennur maður ekki og fer sér ekki að voða með þátttöku i sólskyns íþróttum. Taki maður þátt í slíku athæfi er hætta á því að þurfa einmitt að fara á slysadeildina og bíða eftir öllum hinum sem voru líka að leika sér í góða veðrinu með slæmum afleiðingum. Það er best að liggja bara heima hjá sér og gera ekki neitt fyrr en í fyrsta lagi eftir kvöldmat. Þá helst skal fá sér eitthvað gott að drekka sem jafnvel veldur því að maður þarf að skilja bílinn eftir. Svo skal hrista á sér skankana - gott að fara á Mojito Café því þar virkar ekki loftræstingin og manni líður eins og maður sé í útlöndum. Koma svo út af staðnum, þurrka af sér svitann og finna sér næstu búllu sem selur eitthvað heitt - sveitt og feitt. Borða það með bestu lyst og drífa sig svo í leigubílaröðina, þar sem maður getur mögulega eignast nýja vini. Daginn eftir er svo málið að drífa í sig amerískan morgunmat, egg, beikon, pönnukökur, síróp og beyglur og drífa sig svo í vinnuna. Mælt er svo með því að endurtaka athæfið eins oft og þörf krefur.
- er best að vera inni í vinnunni, þá brennur maður ekki og fer sér ekki að voða með þátttöku i sólskyns íþróttum. Taki maður þátt í slíku athæfi er hætta á því að þurfa einmitt að fara á slysadeildina og bíða eftir öllum hinum sem voru líka að leika sér í góða veðrinu með slæmum afleiðingum. Það er best að liggja bara heima hjá sér og gera ekki neitt fyrr en í fyrsta lagi eftir kvöldmat. Þá helst skal fá sér eitthvað gott að drekka sem jafnvel veldur því að maður þarf að skilja bílinn eftir. Svo skal hrista á sér skankana - gott að fara á Mojito Café því þar virkar ekki loftræstingin og manni líður eins og maður sé í útlöndum. Koma svo út af staðnum, þurrka af sér svitann og finna sér næstu búllu sem selur eitthvað heitt - sveitt og feitt. Borða það með bestu lyst og drífa sig svo í leigubílaröðina, þar sem maður getur mögulega eignast nýja vini. Daginn eftir er svo málið að drífa í sig amerískan morgunmat, egg, beikon, pönnukökur, síróp og beyglur og drífa sig svo í vinnuna. Mælt er svo með því að endurtaka athæfið eins oft og þörf krefur.
12/07/2004
Það er að kvikna í - hvað er að brenna?
Kvöldvaktin í kvöld var alveg einstök, samt einhvern vegin lýsir hún lífi ofurhjúkkunar mjög vel. Jú allt gekk sinn vana gang. Mánudagskvöld og fullt af fólki að bíða þegar vaktin tók við. Þetta fór vel af stað og áður en maður vissi af var komin kvöldmatur. Uppáhaldsmatur ofurhjúkkunar var á boðstólnum - plokkfiskur, rúgbrauð og hindberjasúrmjólk í eftirmat. Þetta er einhver sá besti matur sem maður fær á spítalanum, þannig að ofurhjúkkan lét ekki sitt eftir liggja og borðaði vel - meira að segja auka sneið af rúgbrauðinu. Eftir mat gekk á ýmsu og í miðri meðferð á einni konu heyrist mjög hátt í slökkviliðinu og löggunni. Úff þetta boðar ekki gott hugsaði ofurhjúkkan - hljómar eins og margir séu að koma hingað með reykeitrun eða einhvern fjanda. Ofurhjúkkan bregður sér fram á gang og mætir þar megnri brunalykt!! Bíddu er kviknað í hjá okkur??? Ofurhjúkkan fann annan hjúkrunarfræðing sem var jafn hissa og saman leituðu þeir svara hjá vaktstjóranum. Jú það var víst kviknað í þakinu hjá okkur og slökkviliðsmenn sáust skjótast upp á þak með slöngur. Hvað gerir maður þá?? Best að koma þeim sjúklingum heim sem máttu fara og svo bara chilla - strákarnir í slökkviliðinu eru nú ansi klárir kallar. Sjúklingar voru látnir vita hvað væri að gerast og að mögulega þyrftu þeir að fara út - en allir voða rólegir yfir þessu. Svo slokknaði eldurinn og lífið hélt áfram sinn vana gang. Ofurhjúkkan átti leið fram hjá tölvuborði sem ákvað að fá taugaáfall og detta í sundur og lenda á fætinum á henni - ah þetta var vont! Já það gerist sem sagt ýmislegt á slysadeildinni!
Kvöldvaktin í kvöld var alveg einstök, samt einhvern vegin lýsir hún lífi ofurhjúkkunar mjög vel. Jú allt gekk sinn vana gang. Mánudagskvöld og fullt af fólki að bíða þegar vaktin tók við. Þetta fór vel af stað og áður en maður vissi af var komin kvöldmatur. Uppáhaldsmatur ofurhjúkkunar var á boðstólnum - plokkfiskur, rúgbrauð og hindberjasúrmjólk í eftirmat. Þetta er einhver sá besti matur sem maður fær á spítalanum, þannig að ofurhjúkkan lét ekki sitt eftir liggja og borðaði vel - meira að segja auka sneið af rúgbrauðinu. Eftir mat gekk á ýmsu og í miðri meðferð á einni konu heyrist mjög hátt í slökkviliðinu og löggunni. Úff þetta boðar ekki gott hugsaði ofurhjúkkan - hljómar eins og margir séu að koma hingað með reykeitrun eða einhvern fjanda. Ofurhjúkkan bregður sér fram á gang og mætir þar megnri brunalykt!! Bíddu er kviknað í hjá okkur??? Ofurhjúkkan fann annan hjúkrunarfræðing sem var jafn hissa og saman leituðu þeir svara hjá vaktstjóranum. Jú það var víst kviknað í þakinu hjá okkur og slökkviliðsmenn sáust skjótast upp á þak með slöngur. Hvað gerir maður þá?? Best að koma þeim sjúklingum heim sem máttu fara og svo bara chilla - strákarnir í slökkviliðinu eru nú ansi klárir kallar. Sjúklingar voru látnir vita hvað væri að gerast og að mögulega þyrftu þeir að fara út - en allir voða rólegir yfir þessu. Svo slokknaði eldurinn og lífið hélt áfram sinn vana gang. Ofurhjúkkan átti leið fram hjá tölvuborði sem ákvað að fá taugaáfall og detta í sundur og lenda á fætinum á henni - ah þetta var vont! Já það gerist sem sagt ýmislegt á slysadeildinni!
Sumarfílingur og gleði!
Það er ekki hægt að segja annað en að líf mitt hefur batnað til muna eftir að iðnaðarmennirnir luku störfum sínum í næsta húsi. Þvílík gleði og hamingja að geta sofið út á morgnana og vakna ferskur rétt um hádegi. Senn fer að líða að eftirsóknarverðu sumarfríi hjá ofurhjúkkunni þannig að það er bara sumarfílingur framundan. Á reyndar eftir að vinna 10 vaktir á næstu 11 dögum en það gerir fríið bara enn betra. Um síðustu helgi skrapp ég til hýru mannanna og átti góða kvöldstund með snilldar sýnishornum af prúðuleikurunum. Vá hvað ég hló mikið!! Þið munið kannski eftir þessu atriði en það er erfitt að lýsa því. Ég reyndi að lýsa því fyrir Lou um daginn eftir að hafa drukkið tvo kaffibolla á of skömmum tíma og það fór næstum því illa. En þetta eru sem sagt tvær bleikar verur að syngja undirspil og svo kemur Dýri inn á milli með Manamanah. Ég hvet alla sem hafa til þess getu að sjá þetta - þvílík og önnur eins snilld. Á meðal manna í hýrumannaveislunni var ungur maður sem fæddur er 1981. Hann horfði furðulostinn á aðra aðilla í herberginu og velti því fyrir sér hvers konar fáránlega barnaefni við ólumst upp við. Sjáið fyrir ykkur eftir 25 ár þegar liðið sem er að alast upp við Stubbana og Bubba byggir horfa á þá í partýi! En sem sagt ekkert nema svakastuð á ofurhjúkkunni í dag.
Það er ekki hægt að segja annað en að líf mitt hefur batnað til muna eftir að iðnaðarmennirnir luku störfum sínum í næsta húsi. Þvílík gleði og hamingja að geta sofið út á morgnana og vakna ferskur rétt um hádegi. Senn fer að líða að eftirsóknarverðu sumarfríi hjá ofurhjúkkunni þannig að það er bara sumarfílingur framundan. Á reyndar eftir að vinna 10 vaktir á næstu 11 dögum en það gerir fríið bara enn betra. Um síðustu helgi skrapp ég til hýru mannanna og átti góða kvöldstund með snilldar sýnishornum af prúðuleikurunum. Vá hvað ég hló mikið!! Þið munið kannski eftir þessu atriði en það er erfitt að lýsa því. Ég reyndi að lýsa því fyrir Lou um daginn eftir að hafa drukkið tvo kaffibolla á of skömmum tíma og það fór næstum því illa. En þetta eru sem sagt tvær bleikar verur að syngja undirspil og svo kemur Dýri inn á milli með Manamanah. Ég hvet alla sem hafa til þess getu að sjá þetta - þvílík og önnur eins snilld. Á meðal manna í hýrumannaveislunni var ungur maður sem fæddur er 1981. Hann horfði furðulostinn á aðra aðilla í herberginu og velti því fyrir sér hvers konar fáránlega barnaefni við ólumst upp við. Sjáið fyrir ykkur eftir 25 ár þegar liðið sem er að alast upp við Stubbana og Bubba byggir horfa á þá í partýi! En sem sagt ekkert nema svakastuð á ofurhjúkkunni í dag.
06/07/2004
Iðnaðarmenn!
Þessa dagana þykir mér ekkert sérstaklega vænt um iðnaramennina sem eru að vinna í næsta húsi. Það er verið að taka það hús eitthvað í gegn og þessir ágætu menn mæta alltaf stundvíslega kl. 08:30. Fljótlega eftir fyrsta kaffibollann byrja þeir að nota mjög háværar vélar og djöflast á þeim til kl. 10. Nú þegar þeim hefur skilmerkilega tekist að vekja alla í nágrenninu hætta þeir að nota vélina og ró kemst aftur á. Þetta hefur staðið yfir í nokkra daga svona, alltaf eins og mér er lítið skemmt. Eins og margir vita þá er eitt af áhugamálum mínum að fá að sofa út og þetta skerðir að miklu leyti þá möguleika. Ég þakka nú reyndar fyrir það að ég er ekki komin í sumarfrí, því þá væri ég nú svolítið pirruð. En þetta tekur jú allt enda. Mér er þó hugsað til einnar sem hafði syngjandi iðnarmenn hjá sér - hvar ætli maður panti það?
Þessa dagana þykir mér ekkert sérstaklega vænt um iðnaramennina sem eru að vinna í næsta húsi. Það er verið að taka það hús eitthvað í gegn og þessir ágætu menn mæta alltaf stundvíslega kl. 08:30. Fljótlega eftir fyrsta kaffibollann byrja þeir að nota mjög háværar vélar og djöflast á þeim til kl. 10. Nú þegar þeim hefur skilmerkilega tekist að vekja alla í nágrenninu hætta þeir að nota vélina og ró kemst aftur á. Þetta hefur staðið yfir í nokkra daga svona, alltaf eins og mér er lítið skemmt. Eins og margir vita þá er eitt af áhugamálum mínum að fá að sofa út og þetta skerðir að miklu leyti þá möguleika. Ég þakka nú reyndar fyrir það að ég er ekki komin í sumarfrí, því þá væri ég nú svolítið pirruð. En þetta tekur jú allt enda. Mér er þó hugsað til einnar sem hafði syngjandi iðnarmenn hjá sér - hvar ætli maður panti það?
04/07/2004
Karlmennskukvöld!
Í kvöld tókum við Inga vinkona alveg hrikalegt karlmennskukvöld. Þetta byrjaði allt saman með úrslitaleiknum á EM þar sem áhrif mín komu enn og aftur í ljós. Jú eins og fyrr hefur komið fram hér á síðunni hef ég þau neikvæðu áhrif að öll lið sem ég spái sigri tapa! Þetta kom berlega í ljós í kvöld þar sem síðasta vonin voru Portúgalar. Auðvitað töpuðu þeir þar með leiknum og Ronaldo grét fögrum tárum. Í hálfleik var svo mallaður ofurhamborgari með öllu tilheyrandi og ölinn teygaður með. Að leik loknum var kallinn sendur út með viðhaldinu og ráðlagt að halda sig fjarri þar sem seinni hluti kvöldsins var rétt að byrja. Við gellurnar komum okkur vel fyrir í sjónvarpsherberginu með nýjan öl og fórum að leika okkur í nýju Xbox leikjatölvu heimilisins. Við sátum og spiluðum Halo sem er algjör snilldar leikur í rúma 3 tíma og fengum okkur meiri bjór. Í leiknum skutum við og drápum heilan helling af óvinveittum geimverum til þess eins að bjarga alheimnum frá glötun. Það eina sem varpaði skugga á karlmennskuna var að við vorum að drekka Viking Lite (konubjór), en á meðan fitnar maður ekki :)
Stefnan er tekin á góðan tennisleik á morgun með Jóhanni og svo það sama og alltaf í vinnunni. En ég mæli hiklaust með svona kvöldum - ótrúlega endurnærandi að skjóta og berjast í tölvuleik í 3 tíma eina og eina kvöldstund. Líka voða gott til að losna við nokkurs konar pirring og gremju sé eitthvað slíkt til staðar.
Hamingjuóskirnar fær Lovísa fyrir krúttlegu íbúðina sína og gott partý á föstudagskvöld.
Í kvöld tókum við Inga vinkona alveg hrikalegt karlmennskukvöld. Þetta byrjaði allt saman með úrslitaleiknum á EM þar sem áhrif mín komu enn og aftur í ljós. Jú eins og fyrr hefur komið fram hér á síðunni hef ég þau neikvæðu áhrif að öll lið sem ég spái sigri tapa! Þetta kom berlega í ljós í kvöld þar sem síðasta vonin voru Portúgalar. Auðvitað töpuðu þeir þar með leiknum og Ronaldo grét fögrum tárum. Í hálfleik var svo mallaður ofurhamborgari með öllu tilheyrandi og ölinn teygaður með. Að leik loknum var kallinn sendur út með viðhaldinu og ráðlagt að halda sig fjarri þar sem seinni hluti kvöldsins var rétt að byrja. Við gellurnar komum okkur vel fyrir í sjónvarpsherberginu með nýjan öl og fórum að leika okkur í nýju Xbox leikjatölvu heimilisins. Við sátum og spiluðum Halo sem er algjör snilldar leikur í rúma 3 tíma og fengum okkur meiri bjór. Í leiknum skutum við og drápum heilan helling af óvinveittum geimverum til þess eins að bjarga alheimnum frá glötun. Það eina sem varpaði skugga á karlmennskuna var að við vorum að drekka Viking Lite (konubjór), en á meðan fitnar maður ekki :)
Stefnan er tekin á góðan tennisleik á morgun með Jóhanni og svo það sama og alltaf í vinnunni. En ég mæli hiklaust með svona kvöldum - ótrúlega endurnærandi að skjóta og berjast í tölvuleik í 3 tíma eina og eina kvöldstund. Líka voða gott til að losna við nokkurs konar pirring og gremju sé eitthvað slíkt til staðar.
Hamingjuóskirnar fær Lovísa fyrir krúttlegu íbúðina sína og gott partý á föstudagskvöld.
02/07/2004
Hvað nú?
Ég á ekki til aukatekið orð! Mér hefur sem sagt tekst að valda því að 5 lið eru dottin úr EM. Sko málið er auðvitað þau fjögur sem ég spáði 1. - 4. sæti eru öll farin og svo spáði ég Tékkum sigri en viti menn - þeir hrundu út á móti Grikkjum. Nú held ég með Portúgal, þannig að ef ég væri að fara að veðja á leikinni myndi ég segja að Grikkir verði meistara (í ljósi gengis liða sem ég held með). Annars hefur lífið verið svo ljúft á meðan þessari yndislegu keppni hefur staðið. Brilljant bolti í sjónvarpinu og allir í stuði.
Tennisnámskeiðið er ekkert smá gaman, og nú má íþróttaheimurinn á Íslandi fara að vara sig! Þvílíku framfarirnar hjá manni eru með ólíkindum. Ok ég var nú nokkuð góð þegar ég byrjaði en vá hvað ég er klár núna! Síðasti tíminn er í næstu viku og svo er það bara að fara að spila. Jóhann er þegar kominn með kort þannig að við eigum eftir að meika það illilega það sem eftir líður sumars. Það eina slæma við þessa íþrótt er að annar handleggurinn á manni verður stærri og massaðri heldur en hinn. Jú maður er bara með spaðann í annarri hendinni, tekur stundum létt í hann með hinni í bakhöndinni. Nú þarf ég sem sagt að finna mér íþrótt fyrir vinstri hendi líka. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir - endilega látið mig vita.
Ég á ekki til aukatekið orð! Mér hefur sem sagt tekst að valda því að 5 lið eru dottin úr EM. Sko málið er auðvitað þau fjögur sem ég spáði 1. - 4. sæti eru öll farin og svo spáði ég Tékkum sigri en viti menn - þeir hrundu út á móti Grikkjum. Nú held ég með Portúgal, þannig að ef ég væri að fara að veðja á leikinni myndi ég segja að Grikkir verði meistara (í ljósi gengis liða sem ég held með). Annars hefur lífið verið svo ljúft á meðan þessari yndislegu keppni hefur staðið. Brilljant bolti í sjónvarpinu og allir í stuði.
Tennisnámskeiðið er ekkert smá gaman, og nú má íþróttaheimurinn á Íslandi fara að vara sig! Þvílíku framfarirnar hjá manni eru með ólíkindum. Ok ég var nú nokkuð góð þegar ég byrjaði en vá hvað ég er klár núna! Síðasti tíminn er í næstu viku og svo er það bara að fara að spila. Jóhann er þegar kominn með kort þannig að við eigum eftir að meika það illilega það sem eftir líður sumars. Það eina slæma við þessa íþrótt er að annar handleggurinn á manni verður stærri og massaðri heldur en hinn. Jú maður er bara með spaðann í annarri hendinni, tekur stundum létt í hann með hinni í bakhöndinni. Nú þarf ég sem sagt að finna mér íþrótt fyrir vinstri hendi líka. Ef þið hafið einhverjar hugmyndir - endilega látið mig vita.
28/06/2004
EM - krísa eða hamingja!
Ég er alveg að verða bit á þessu úrslitum í síðustu leikjum sem hafa verið á EM. Auviðtað var ég manna hamingjusömust þegar mínir menn Hollendingar náðu að berja fram sigur gegn Svíum í vítaspyrnukeppni. Þetta leit ekki vel út þar sem Hollendingar hafa dottið út úr svona mótum 4 sinnum á síðastliðnum 14 árum í vítakeppni. Tölfræðin var ekki með mínum mönnum en auðvitað kom Edvin Van der Sar okkur til bjargar - hann lengi lifi! En nú er málið í þessari keppni að 3 af 4 liðnum sem ég spáði 1. - 4. sæti eru dottin út. Ég spáði hinu óþolandi liði Frakka sigri, því næst Þjóðverjum svo Hollendingum og loks Dönum í 4. sæti. Ef fer sem horfir detta mínir menn út í leiknum gegn Portugal, og það held ég að hjarta mitt þoli ekki að sjá. Annars er komin ný spá miðað við stöðu liða í augnarblikinu og hér með spái ég Tékkum sigri á mótinu, Hollendingum 2. sæti (er þrátt fyrir það stolt af strákunum), Portúgölum 3. sæti og Grikkjum 4.sæti.
Verst heppnaði fyrirslátturinn þessa dagana er að Luis Figo hafi farið beint inn í klefa eftir að hafa verið skipt út af, til þess að biðja fyrir sigri. Var hann líka að biðja þegar liðið var að æfa daginn eftir og hann mætti ekki?
Ég er alveg að verða bit á þessu úrslitum í síðustu leikjum sem hafa verið á EM. Auviðtað var ég manna hamingjusömust þegar mínir menn Hollendingar náðu að berja fram sigur gegn Svíum í vítaspyrnukeppni. Þetta leit ekki vel út þar sem Hollendingar hafa dottið út úr svona mótum 4 sinnum á síðastliðnum 14 árum í vítakeppni. Tölfræðin var ekki með mínum mönnum en auðvitað kom Edvin Van der Sar okkur til bjargar - hann lengi lifi! En nú er málið í þessari keppni að 3 af 4 liðnum sem ég spáði 1. - 4. sæti eru dottin út. Ég spáði hinu óþolandi liði Frakka sigri, því næst Þjóðverjum svo Hollendingum og loks Dönum í 4. sæti. Ef fer sem horfir detta mínir menn út í leiknum gegn Portugal, og það held ég að hjarta mitt þoli ekki að sjá. Annars er komin ný spá miðað við stöðu liða í augnarblikinu og hér með spái ég Tékkum sigri á mótinu, Hollendingum 2. sæti (er þrátt fyrir það stolt af strákunum), Portúgölum 3. sæti og Grikkjum 4.sæti.
Verst heppnaði fyrirslátturinn þessa dagana er að Luis Figo hafi farið beint inn í klefa eftir að hafa verið skipt út af, til þess að biðja fyrir sigri. Var hann líka að biðja þegar liðið var að æfa daginn eftir og hann mætti ekki?
26/06/2004
EM hamingja og almenn gleði!
Það er búið að vera nóg að gera í lífi ofurhjúkkunnar þessa síðustu daga. Partýið var algjör snilld og mikil gleði var á Kambsveginum. Líðanin daginn eftir var eftir atvikum góð og heilsan kom fljótt og örugglega tilbaka hjá helmingi íbúa. Ný vinnuvika hófst og lífið hélt áfram sinn vana gang. Mesta snilldin í þessari viku var þó tennisnámskeiðið sem mun gera mig að næsta meistara í þessari brilljant íþrótt og auðvitað dramatíkin á EM.
Ég þurfti að taka á honum stóra mínum í leik Englands og Portugals - og einnig í leik Frakklands og Grikklands. Í fyrra tilfellinu vildi ég að England ynni og grét sáran þegar Beckham tók nettan Baggio fyrir framan markið. Í seinna tilfellinu vildi ég svo heitt að Frakkarnir myndu ekki ná að jafna - og viti menn sú ósk rættist. Það er mjög áhugavert að sjá að flest þau lið sem spáð var góðu gengi í þessari keppni eru farin heim til sín. Portúgalarnir eru nú að berjast við egóið í Figo sem fór í fýlu eftir að hafa verið skipt út af í síðasta leiknum. Ég tel því að Tékkarnir komi sterkir inn á lokasprettinum en held þó tryggð minni við Hollendingana og Danina.
Það er búið að vera nóg að gera í lífi ofurhjúkkunnar þessa síðustu daga. Partýið var algjör snilld og mikil gleði var á Kambsveginum. Líðanin daginn eftir var eftir atvikum góð og heilsan kom fljótt og örugglega tilbaka hjá helmingi íbúa. Ný vinnuvika hófst og lífið hélt áfram sinn vana gang. Mesta snilldin í þessari viku var þó tennisnámskeiðið sem mun gera mig að næsta meistara í þessari brilljant íþrótt og auðvitað dramatíkin á EM.
Ég þurfti að taka á honum stóra mínum í leik Englands og Portugals - og einnig í leik Frakklands og Grikklands. Í fyrra tilfellinu vildi ég að England ynni og grét sáran þegar Beckham tók nettan Baggio fyrir framan markið. Í seinna tilfellinu vildi ég svo heitt að Frakkarnir myndu ekki ná að jafna - og viti menn sú ósk rættist. Það er mjög áhugavert að sjá að flest þau lið sem spáð var góðu gengi í þessari keppni eru farin heim til sín. Portúgalarnir eru nú að berjast við egóið í Figo sem fór í fýlu eftir að hafa verið skipt út af í síðasta leiknum. Ég tel því að Tékkarnir komi sterkir inn á lokasprettinum en held þó tryggð minni við Hollendingana og Danina.
19/06/2004
Dagurinn í dag!
Dagurinn í dag er tileinkaður unnustanum sem er að útskrifast með Mastersgráðu í Bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Ég er svo montin af honum enda hefur hann staðið sig eins og hetja í þessu öllu saman. Við byrjum í Laugardalshöllinni, sælla minninga frá því fyri 2 árum síðan þegar hann útskrifaðist síðast og ég líka. Þaðan liggur leiðin í kaffiboð ársins á Kambsveginum með nánustu fjölskyldumeðlimum og um kvöldið verður svo partý ársins fyrir vini og vandamenn. Dagskrá sjónvarpsins bíður upp á góðan þreytudag á morgun með frjálsum, formúlu og EM þannig að það er ekkert að óttast. Hlakka til að sjá sem flesta í dag og hef sett mér það markmið að njóta dagsins.
Dagurinn í dag er tileinkaður unnustanum sem er að útskrifast með Mastersgráðu í Bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Ég er svo montin af honum enda hefur hann staðið sig eins og hetja í þessu öllu saman. Við byrjum í Laugardalshöllinni, sælla minninga frá því fyri 2 árum síðan þegar hann útskrifaðist síðast og ég líka. Þaðan liggur leiðin í kaffiboð ársins á Kambsveginum með nánustu fjölskyldumeðlimum og um kvöldið verður svo partý ársins fyrir vini og vandamenn. Dagskrá sjónvarpsins bíður upp á góðan þreytudag á morgun með frjálsum, formúlu og EM þannig að það er ekkert að óttast. Hlakka til að sjá sem flesta í dag og hef sett mér það markmið að njóta dagsins.
18/06/2004
Útskriftarpartý og Evrópuboltinn!
Það er nóg að gera í landi ofurhjúkkunnar þessa dagana. Evrópumeistaramótið í knattspyrnu á hug manns og hjarta um eftirmiðdaginn og undirbúningur fyrir útskriftarveislu bókmenntafræðingsins á annan tíma dags. Það er svo yndisleg tilfinning þegar maður sér að allir þessir endalausu listar sem búnir hafa verið til eru að skila sér í góðu skipurlagi. Ég vil benda öllum þeim sem hafa gert endalaust grín af mínum listum og mínum listahæfileikum að hafa samband og ég skal sýna fram á betri árangur í skipurlagningu daglegs amsturs. Þar sem ofurhjúkkan er auðvitað félagsmálafíkill hefur hún tekið að sér enn eitt nefndarstarfið. Jú þetta er ákveðið fíkn að var komin í svona mál en nú er stefnan tekin á nýja kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og framtíðarsýn BHM.
Til þess að fylla í tómarúmið sem kemur til með að myndast eftir að útskriftarveislunni lýkur hefur ofurhjúkkan skráð sig á tennisnámskeið og stefnir að glæstum frama í þessari fræknu íþrótt. Hver veit nema maður endi bara á Wimbeldon einn góðan veðurdag? Það verður tíminn að leiða í ljós en þangað til held ég að Svíþjóð fari langt á EM 2004.
Það er nóg að gera í landi ofurhjúkkunnar þessa dagana. Evrópumeistaramótið í knattspyrnu á hug manns og hjarta um eftirmiðdaginn og undirbúningur fyrir útskriftarveislu bókmenntafræðingsins á annan tíma dags. Það er svo yndisleg tilfinning þegar maður sér að allir þessir endalausu listar sem búnir hafa verið til eru að skila sér í góðu skipurlagi. Ég vil benda öllum þeim sem hafa gert endalaust grín af mínum listum og mínum listahæfileikum að hafa samband og ég skal sýna fram á betri árangur í skipurlagningu daglegs amsturs. Þar sem ofurhjúkkan er auðvitað félagsmálafíkill hefur hún tekið að sér enn eitt nefndarstarfið. Jú þetta er ákveðið fíkn að var komin í svona mál en nú er stefnan tekin á nýja kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og framtíðarsýn BHM.
Til þess að fylla í tómarúmið sem kemur til með að myndast eftir að útskriftarveislunni lýkur hefur ofurhjúkkan skráð sig á tennisnámskeið og stefnir að glæstum frama í þessari fræknu íþrótt. Hver veit nema maður endi bara á Wimbeldon einn góðan veðurdag? Það verður tíminn að leiða í ljós en þangað til held ég að Svíþjóð fari langt á EM 2004.
14/06/2004
Sumarfrí!
Nú er maður kominn í sumarfrí fram yfir næstu helgi. Fríið byrjaði á snilldar hátt með góðri göngu um Hengilssvæðið í stórkostlega vondu veðri. Líkaminn var orðið gegnsósa vegna rigningar og húðin farin af andlitinu vegna hávaðaroks. En þrátt fyrir óveðrir létu göngumenn (undirrituð, Héðinn, Inga og Svana)ekkert stöðva sig og gengu í tæpa 4 tíma! Lúin og köld skriðum við í bústað við Þingvallavatn og nutum kvöldsins með grillkjöti, hvítlaukssósu dauðans, rauðvíni, spilum og bjór. Sunnudagurinn fór í allra handa slökun með meira af spilum og því sem eftir var af matnum. Í dag skellti ég mér á vakt með Neyðarbílnum sem er sjúkrabíll með lækni innanborðs. Sama sagan endurtók sig og í fyrra og ég fékk nánast ekkert að gera, nema að horfa á snilldarleiki á EM. Er búin að gleyma sorgum gærdagsins yfir fávitaskapnum í leikmönnum Liverpool, sem að mínu mati eiga ekki að vera í enska landsliðinu.
Næstu dagar fara í allsherjar framkvæmdir á líkama og sál fyrir útskriftarveislur á laugardaginn. Stefnt verður að nýju meti í fólksfjölda í íbúðinni og verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt saman. Einnig er stefnan tekin á tennisnámskeið og frama í þeirri gjöfugu íþrótt. Það kemur í ljós hvort það borgi sig að vinna á slysó eftir að æfingar hefjast en einnig er kominn tími á gellubolta sumarsins með tilheyrandi marblettum og harðsperrum.
Nú er maður kominn í sumarfrí fram yfir næstu helgi. Fríið byrjaði á snilldar hátt með góðri göngu um Hengilssvæðið í stórkostlega vondu veðri. Líkaminn var orðið gegnsósa vegna rigningar og húðin farin af andlitinu vegna hávaðaroks. En þrátt fyrir óveðrir létu göngumenn (undirrituð, Héðinn, Inga og Svana)ekkert stöðva sig og gengu í tæpa 4 tíma! Lúin og köld skriðum við í bústað við Þingvallavatn og nutum kvöldsins með grillkjöti, hvítlaukssósu dauðans, rauðvíni, spilum og bjór. Sunnudagurinn fór í allra handa slökun með meira af spilum og því sem eftir var af matnum. Í dag skellti ég mér á vakt með Neyðarbílnum sem er sjúkrabíll með lækni innanborðs. Sama sagan endurtók sig og í fyrra og ég fékk nánast ekkert að gera, nema að horfa á snilldarleiki á EM. Er búin að gleyma sorgum gærdagsins yfir fávitaskapnum í leikmönnum Liverpool, sem að mínu mati eiga ekki að vera í enska landsliðinu.
Næstu dagar fara í allsherjar framkvæmdir á líkama og sál fyrir útskriftarveislur á laugardaginn. Stefnt verður að nýju meti í fólksfjölda í íbúðinni og verður spennandi að sjá hvernig þetta fer allt saman. Einnig er stefnan tekin á tennisnámskeið og frama í þeirri gjöfugu íþrótt. Það kemur í ljós hvort það borgi sig að vinna á slysó eftir að æfingar hefjast en einnig er kominn tími á gellubolta sumarsins með tilheyrandi marblettum og harðsperrum.
08/06/2004
Framkvæmdargleði!
Í gær missti ég stjórn á mér í framkvæmdargleði eða léttu maníukasti. Eins og margir vita þarf að slá grasblettinn í kringum húsið svona af og til. Oft þykir gott að byrja á þessu athæfi á vorin og stunda þetta svo endurtekið út sumarið. Grasinu mínu var ekki sagt frá þessu plani og það óx og óx. Alltaf var stefnan tekin á garðinn en einhverra hluta vegna varð grasið út undan. Gaurinn í kjallaranum lofaði öllu fögru um yfirvofandi aðgerðir, sem enduðu auðvitað þannig að ég sló! Það þurfti alveg ofurþýska RACER slátturvél til þess að höndla allt þetta gras sem fyllti 6 svarta plastpoka!!! En það sem sagt daðraði við rigningu allan gærdaginn og á meðan slættinum stóð. Þetta varð til þess að spennan í kringum sláttinn magnaðist og magnaðist. Næ ég að klára helv. blettinn eða þarf ég að játa mig sigraða og horfa illa þunglynd á þann hluta sem verður eftir? Viti menn - ég lét ekki bugast og kláraði verkið með stæl. Gaurinn í kjallaranum er núna með samviskubit dauðans sem er fínt - ég græði bara á því. Eftir sláttinn tók ég mig til og keypti annan sófa. Eftir kvöldmat lá svo leiðin í hitting með bjórliðinu og voru nokkrir teigaðir við gott spjall um allt og ekki neitt. Stefnan er tekin á Hengilinn um helgina í gönguferð og bústað á Þingvöllum!
Í gær missti ég stjórn á mér í framkvæmdargleði eða léttu maníukasti. Eins og margir vita þarf að slá grasblettinn í kringum húsið svona af og til. Oft þykir gott að byrja á þessu athæfi á vorin og stunda þetta svo endurtekið út sumarið. Grasinu mínu var ekki sagt frá þessu plani og það óx og óx. Alltaf var stefnan tekin á garðinn en einhverra hluta vegna varð grasið út undan. Gaurinn í kjallaranum lofaði öllu fögru um yfirvofandi aðgerðir, sem enduðu auðvitað þannig að ég sló! Það þurfti alveg ofurþýska RACER slátturvél til þess að höndla allt þetta gras sem fyllti 6 svarta plastpoka!!! En það sem sagt daðraði við rigningu allan gærdaginn og á meðan slættinum stóð. Þetta varð til þess að spennan í kringum sláttinn magnaðist og magnaðist. Næ ég að klára helv. blettinn eða þarf ég að játa mig sigraða og horfa illa þunglynd á þann hluta sem verður eftir? Viti menn - ég lét ekki bugast og kláraði verkið með stæl. Gaurinn í kjallaranum er núna með samviskubit dauðans sem er fínt - ég græði bara á því. Eftir sláttinn tók ég mig til og keypti annan sófa. Eftir kvöldmat lá svo leiðin í hitting með bjórliðinu og voru nokkrir teigaðir við gott spjall um allt og ekki neitt. Stefnan er tekin á Hengilinn um helgina í gönguferð og bústað á Þingvöllum!
03/06/2004
Stoltur Íslendingur!
Ég er svakalega stolt af honum Ólafi Ragnari forseta okkar. Ég beið í ofvæni eftir fréttamannafundinum í gær og varð nær orðlaus þegar hann las upp yfirlýsingu sína. Mér fannst hann koma málinu vel frá sér og vera hugrakkur að taka þessa ákvörðun. Auðvitað hlaupa allir sjálfstæðismenn upp til handa og fóta og segja þessi lög um neitunarvaldið og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu vera röng og Davíð ráði í einu og öllu en þeir geta bara átt sig. Ég er mjög stolt af þessu og held eins og margir hafa sagt að þetta hafi bjargað lýðræðinu á Íslandi. Svo er auðvitað mjög skemmtilegt að pæla í því hvað gerist næst. Verður þetta ríkisstjórninni að falli? Hverjir færu í stjórnarsamstarf? Hvert fer Davíð? Já ég er búin að finna svör við öllum þessum spurningum en hef ekki í hyggju að birta þau hér.
Ég er svakalega stolt af honum Ólafi Ragnari forseta okkar. Ég beið í ofvæni eftir fréttamannafundinum í gær og varð nær orðlaus þegar hann las upp yfirlýsingu sína. Mér fannst hann koma málinu vel frá sér og vera hugrakkur að taka þessa ákvörðun. Auðvitað hlaupa allir sjálfstæðismenn upp til handa og fóta og segja þessi lög um neitunarvaldið og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu vera röng og Davíð ráði í einu og öllu en þeir geta bara átt sig. Ég er mjög stolt af þessu og held eins og margir hafa sagt að þetta hafi bjargað lýðræðinu á Íslandi. Svo er auðvitað mjög skemmtilegt að pæla í því hvað gerist næst. Verður þetta ríkisstjórninni að falli? Hverjir færu í stjórnarsamstarf? Hvert fer Davíð? Já ég er búin að finna svör við öllum þessum spurningum en hef ekki í hyggju að birta þau hér.
Þessir tímar!
Þessa dagana er ýmislegt að gerast í lífi ofurhjúkkunnar. Ég lenti í flensu dauðans en eins og fyrr hefur komið fram lét ég ekki undan og hafði að lokum sigur. Ég skreið á fætur og komst aftur til vinnu ásamt því auðvitað að kaupa nýjan sófa. Nú hef ég sagt skilið við gamla góða IKEA sófann og hann er kominn í hendurnar á Ingu vinkonu sem lofaði að fara vel með hann. Það er líka mjög hughreystandi að vita að sófinn er enn innan sama vinahóps og hann hefur verið s.l. 10 ár.
Dagurinn í gær markaði líka ákeðin tímamót þar sem þá var ár frá ákveðnum atburði. Það er mjög magnað að hugsa til þess hversu hratt þetta ár hefur liðið. Stundum finnst manni tíminn fara eiginlega of hratt fram hjá manni og maður spyr sig hvað maður getur eiginlega gert til að hægja á þessu öllu saman. Ég held að málið með hraðan á tímanum sé tengt því hversu upptekinn maður gerir sjálfan sig til þess að þurfa ekki að hugsa um tímann í kringum sig. Engin smá speki!! En með þessu móti þarf maður ekki að takast á við hlutina undir því yfirskini að maður er bara einfaldlega of busy til þess að mega vera að því. En svo kemur að því að plottið kemur aftan að manni og þá er illt í efni. Hver kannast til dæmis ekki við að nota ingnore it aðferðina á flensuna. Jú jú manni tekst vel til þar til að maður fer í frí úr vinnunni og liggur að lokum lasin í öllu fríinu, sem er auðvitað ömurlegt.
Þessa dagana er ýmislegt að gerast í lífi ofurhjúkkunnar. Ég lenti í flensu dauðans en eins og fyrr hefur komið fram lét ég ekki undan og hafði að lokum sigur. Ég skreið á fætur og komst aftur til vinnu ásamt því auðvitað að kaupa nýjan sófa. Nú hef ég sagt skilið við gamla góða IKEA sófann og hann er kominn í hendurnar á Ingu vinkonu sem lofaði að fara vel með hann. Það er líka mjög hughreystandi að vita að sófinn er enn innan sama vinahóps og hann hefur verið s.l. 10 ár.
Dagurinn í gær markaði líka ákeðin tímamót þar sem þá var ár frá ákveðnum atburði. Það er mjög magnað að hugsa til þess hversu hratt þetta ár hefur liðið. Stundum finnst manni tíminn fara eiginlega of hratt fram hjá manni og maður spyr sig hvað maður getur eiginlega gert til að hægja á þessu öllu saman. Ég held að málið með hraðan á tímanum sé tengt því hversu upptekinn maður gerir sjálfan sig til þess að þurfa ekki að hugsa um tímann í kringum sig. Engin smá speki!! En með þessu móti þarf maður ekki að takast á við hlutina undir því yfirskini að maður er bara einfaldlega of busy til þess að mega vera að því. En svo kemur að því að plottið kemur aftan að manni og þá er illt í efni. Hver kannast til dæmis ekki við að nota ingnore it aðferðina á flensuna. Jú jú manni tekst vel til þar til að maður fer í frí úr vinnunni og liggur að lokum lasin í öllu fríinu, sem er auðvitað ömurlegt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)