Næturdrottningin og eldspúandi drekinn!
Þá eru þessar 3 næturvaktin búnar og voru þær misjafnar eins og þær voru margar. Ein þeirra fer í bækurnar sem þessi leiðinlega og síðasta fer í bækurnar sem sú langa þar sem tíminn ætlaði aldrei að líða. En þreytt og sæl skreið hjúkkan heim í morgun á frídegi verkalýðsins, í sól og blíðu og hugsaði sér gott til glóðarinnar - eftir svefninn yrði nú golfsettið tekið fram og farið að slá. Hjúkkan reis úr rekkjum um kl. 15 eftir að tímamismunur milli Hafnafjarðar og Reykjavíkur var staðfestur 1 og hálfur tími og leit út um gluggann. Enn var sól og blíða og golfsettið kallaði til hjúkkunnar. Hún var pínu þreytt þar sem illa gekk að sofna í morgun vegna eldspúandi flugu á stærð við meðal dreka var að berjast hinum megin við gardínuna. Hjúkkan ákvað að láta drekann kljást við eigin örlög og þorði einfaldlega ekki að horfast í augu við þessa ógnvekjandi skeppnu. Í ljós kom eftir svefinn að um var að ræða ósköp venjulega húsflugu sem greinilega fór mikinn!
Nema hvað eftir sígildan hjúkkumorgunmat ætlaði hjúkkan að drífa sig í gallann og út á golfvöll - og viti menn í því fór sólin og snögglega dimmdi yfir með þungu haglél og rigningu í kjölfarið. Þetta tók hjúkkan sem nett diss af hálfu almættisins og hefur ákveðið að bíða aðeins með ferðina á golfvöllinn!
01/05/2006
29/04/2006
Ein nótt búin og tvær eftir!
Já það ríkir gífurleg gleði í hjúkkulandi núna þar sem hún er á næturvaktar helgi þessa helgina. Ein nott er búin og þá eru bara tvær eftir og farið að sjá fyrir endan á þessu. Hjúkkan var reyndar að uppgötva sér til minni hamingju að þetta eru þrjú "djammkvöld" þessa helgina þar sem allir eru í fríi á mánudaginn. En eftir góðan svefn ákvað hjúkkan að örvænta ekki frekar yfir þessu öllu saman. Hjúkkan skreið á fætur um kaffileytið og náði alla leið fram í sófa þar sem hún blundaði yfir handboltaleikjum dagsins. Það fór reyndar illa fyrir hverfisliðinu sem er fallið úr úrvalsdeildinni en svona er bara lífið í íþróttunum.
Nokkrar nýjar tillögur hafa komin í keppninni um nafnið á bílinn þ.á.m. Ramón - sem að mati hjúkkunnar ætti frekar að vera nafn á viðhaldinu og einnig kom uppástungan Ravanelli - sem er auðvitað ítalskur silfurrefur sem spilaði knattspyrnu. Eftir að hafa lagt málið fyrir ráðgjafahóp er nú Ravanelli framan en Ramón en atkvæðagreiðslu er ekki lokið og því enn hægt að hafa áhrif á kosninguna.
Þá er það að henda sér í sófann og hvíla lúin bein fyrir nóttina, farið varlega á djamminu og í íþróttunum um helgina.
Já það ríkir gífurleg gleði í hjúkkulandi núna þar sem hún er á næturvaktar helgi þessa helgina. Ein nott er búin og þá eru bara tvær eftir og farið að sjá fyrir endan á þessu. Hjúkkan var reyndar að uppgötva sér til minni hamingju að þetta eru þrjú "djammkvöld" þessa helgina þar sem allir eru í fríi á mánudaginn. En eftir góðan svefn ákvað hjúkkan að örvænta ekki frekar yfir þessu öllu saman. Hjúkkan skreið á fætur um kaffileytið og náði alla leið fram í sófa þar sem hún blundaði yfir handboltaleikjum dagsins. Það fór reyndar illa fyrir hverfisliðinu sem er fallið úr úrvalsdeildinni en svona er bara lífið í íþróttunum.
Nokkrar nýjar tillögur hafa komin í keppninni um nafnið á bílinn þ.á.m. Ramón - sem að mati hjúkkunnar ætti frekar að vera nafn á viðhaldinu og einnig kom uppástungan Ravanelli - sem er auðvitað ítalskur silfurrefur sem spilaði knattspyrnu. Eftir að hafa lagt málið fyrir ráðgjafahóp er nú Ravanelli framan en Ramón en atkvæðagreiðslu er ekki lokið og því enn hægt að hafa áhrif á kosninguna.
Þá er það að henda sér í sófann og hvíla lúin bein fyrir nóttina, farið varlega á djamminu og í íþróttunum um helgina.
25/04/2006
Komin í réttan takt!
Hjúkkan er öll að skríða saman eftir hundleiðinleg veikindi og ætlar sér að hjúkra eins og vindurinn frá og með föstudeginum. Þar sem hjúkkan er nettur vinnualki hefur það reynst henni mjög erfitt að horfast í augu við það að vera ekki eins ómissandi og vinnualkinn almennt heldur um sjálfan sig. En það er vinnualkanum mjög hollt að horfast í augu við það að auðvitað gengur lífið sinn vana gang þó mann vanti.
Eitt af því sem hjúkkan er búin að vera að velta fyrir sér er af hverju í ósköpunum byrjaði ekki að snjóa fyrr en eftit "sumardaginn fyrsta" á höfuðborgarsvæðinu??? Maður er búinn að taka fram sumarjakka og tilbúin að fá nokkrar freknur í andlitið, en nei!!!! maður vaknar og það er snjór yfir öllu og eins gott að vera kominn á jeppling :) Enn er verið að vinna í því að finna nafn á krúttið og eru komnar nokkrar uppástungur þ.á.m. Rabbi eða Toja en ef þú lesandi góður hefur einhverja skoðun á málinu endilega skildu eftir komment.
Hjúkkan er öll að skríða saman eftir hundleiðinleg veikindi og ætlar sér að hjúkra eins og vindurinn frá og með föstudeginum. Þar sem hjúkkan er nettur vinnualki hefur það reynst henni mjög erfitt að horfast í augu við það að vera ekki eins ómissandi og vinnualkinn almennt heldur um sjálfan sig. En það er vinnualkanum mjög hollt að horfast í augu við það að auðvitað gengur lífið sinn vana gang þó mann vanti.
Eitt af því sem hjúkkan er búin að vera að velta fyrir sér er af hverju í ósköpunum byrjaði ekki að snjóa fyrr en eftit "sumardaginn fyrsta" á höfuðborgarsvæðinu??? Maður er búinn að taka fram sumarjakka og tilbúin að fá nokkrar freknur í andlitið, en nei!!!! maður vaknar og það er snjór yfir öllu og eins gott að vera kominn á jeppling :) Enn er verið að vinna í því að finna nafn á krúttið og eru komnar nokkrar uppástungur þ.á.m. Rabbi eða Toja en ef þú lesandi góður hefur einhverja skoðun á málinu endilega skildu eftir komment.
21/04/2006
Send heim á sófann!
Hjúkkan er búin að vera með einhverja leiðindarpest undanfarnar vikur með hósta og hori eins og þeir sem hana hafa hitt þekkja. Hún var alltaf að bíða eftir að hún myndi hrista þetta af sér og hætta þessum aumingjaskap. Hóstinn er nú batnandi og allt var á réttri leið þangað til að hjúkkan fór í vinnuna í gær. Þá var eins og hjartað í henni hoppaði upp í háls í öðru hvoru slagi og var þetta nett óþæginlegt. Hún bað því aðra hjúkku um smella af sér einu línuriti sem endaði á því að hjúkkan var send á bráðamóttökuna við Hringbraut í frekari athuganir. Maður á sem sagt aldrei að láta skoða eitthvað sem er að trufla mann, því það endar alltaf á einhvern fáránlegan hátt. Hjartalæknanir á Hringbrautinni skoðuðu hjúkkuna hátt og lágt og ómuðu hjarta snúlluna sem leit bara vel út. Eitthvað hefur þessi pest samt náð að pirra hjartað og því er það í þessu óreglukasti sínu. Hjúkkan fékk að fara heim með því skilyrði að hún færi ekki í vinnuna og myndi nú hvíla sig, ekki stunda nein erfiði og ekki fara í vinnuna í dag. Hún er sem sagt heima og gerir lítið annað en að hvíla sig og fá sér blund, enda um leið og hún fer að rembast eitthvað fer hjartað í fílu. Helgin fer sem sagt í sófann og slökun og lítið annað að gera en að hlusta á ráðleggingarnar frá læknunum.
Hjúkkan er búin að vera með einhverja leiðindarpest undanfarnar vikur með hósta og hori eins og þeir sem hana hafa hitt þekkja. Hún var alltaf að bíða eftir að hún myndi hrista þetta af sér og hætta þessum aumingjaskap. Hóstinn er nú batnandi og allt var á réttri leið þangað til að hjúkkan fór í vinnuna í gær. Þá var eins og hjartað í henni hoppaði upp í háls í öðru hvoru slagi og var þetta nett óþæginlegt. Hún bað því aðra hjúkku um smella af sér einu línuriti sem endaði á því að hjúkkan var send á bráðamóttökuna við Hringbraut í frekari athuganir. Maður á sem sagt aldrei að láta skoða eitthvað sem er að trufla mann, því það endar alltaf á einhvern fáránlegan hátt. Hjartalæknanir á Hringbrautinni skoðuðu hjúkkuna hátt og lágt og ómuðu hjarta snúlluna sem leit bara vel út. Eitthvað hefur þessi pest samt náð að pirra hjartað og því er það í þessu óreglukasti sínu. Hjúkkan fékk að fara heim með því skilyrði að hún færi ekki í vinnuna og myndi nú hvíla sig, ekki stunda nein erfiði og ekki fara í vinnuna í dag. Hún er sem sagt heima og gerir lítið annað en að hvíla sig og fá sér blund, enda um leið og hún fer að rembast eitthvað fer hjartað í fílu. Helgin fer sem sagt í sófann og slökun og lítið annað að gera en að hlusta á ráðleggingarnar frá læknunum.
18/04/2006
Síðasta nóttin!
Nóttin í nótt verður síðasta nóttin sem Skóda snótin dvelur í Dofranum. Eftir nokkuð þéttan dag sem byrjaði á kennslu í skyndihjálp kl. 08:30 í morgun, lá leiðin í Heklu þar sem Skóda lúsin var metin til verðs og gengið frá samningum um Ravinn. Svo lá leiðin í á massíva vakt sem ætlaði engan endi að taka. Kvöldmaturinn á vaktinni bar augljós merki um gæði vaktarinnar, en hjúkkan gæddi sér á sveittum Júmbóborgara með grænmeti. Eftir vaktina verkjaði hjúkkuna í allan skrokkinn og dreif sig sem leið heim enda morgunvaktin í fyrramálið. Persónulegir munir voru fjarlægðir úr bílnum og honum boðin góða nótt. Á morgun sem svo nýr dagur með nýjum bíl, ekkert nema tómri hamingju og kannski smá kaffibolla.
Nóttin í nótt verður síðasta nóttin sem Skóda snótin dvelur í Dofranum. Eftir nokkuð þéttan dag sem byrjaði á kennslu í skyndihjálp kl. 08:30 í morgun, lá leiðin í Heklu þar sem Skóda lúsin var metin til verðs og gengið frá samningum um Ravinn. Svo lá leiðin í á massíva vakt sem ætlaði engan endi að taka. Kvöldmaturinn á vaktinni bar augljós merki um gæði vaktarinnar, en hjúkkan gæddi sér á sveittum Júmbóborgara með grænmeti. Eftir vaktina verkjaði hjúkkuna í allan skrokkinn og dreif sig sem leið heim enda morgunvaktin í fyrramálið. Persónulegir munir voru fjarlægðir úr bílnum og honum boðin góða nótt. Á morgun sem svo nýr dagur með nýjum bíl, ekkert nema tómri hamingju og kannski smá kaffibolla.
15/04/2006
Fífl á fjöllum!
Hjúkkan fékk enn eina staðfestinguna um helgina að karlmenn geta ekki viðurkennt þegar þeir lenda í vandræðum og þurfa á hjálp að halda. Hjúkkan er að vísa til viðtalsins við þá tvo menn sem fóru upp á jökul á föstudag á BMW jeppanum sínum með snjósleðana sína en engin staðsetningartæki né annan búnað. Þeir voru nú nokkuð ánægðir með sjálfa sig í sjónvarpsviðtölunum eftir björgunina og fannst þetta nú ekki tiltökumál að 300 manns hafi leitað af þeim alla nóttina. Ekki vildu þeir heldur meina að þeir hefðu verið týndir!! En ef maður er uppi á jöklli, hættur við að keyra sleðann því annars gæti hann skemmst, byrjar að labba í áttina að bílnum og þarft að labba alla nóttina án þess að finna bílinn og enda svo í faðminum á björgunarsveitamönnum sem voru að leita að þér - ertu þá ekki nokkurn vegin týndur????? Í þessu tilfelli voru 2 þyrlur notaðar líka og auðvitað fjöldinn allur af bílnum og búnaði og hver borgar fyrir þetta allt saman?
Hjúkkan fékk enn eina staðfestinguna um helgina að karlmenn geta ekki viðurkennt þegar þeir lenda í vandræðum og þurfa á hjálp að halda. Hjúkkan er að vísa til viðtalsins við þá tvo menn sem fóru upp á jökul á föstudag á BMW jeppanum sínum með snjósleðana sína en engin staðsetningartæki né annan búnað. Þeir voru nú nokkuð ánægðir með sjálfa sig í sjónvarpsviðtölunum eftir björgunina og fannst þetta nú ekki tiltökumál að 300 manns hafi leitað af þeim alla nóttina. Ekki vildu þeir heldur meina að þeir hefðu verið týndir!! En ef maður er uppi á jöklli, hættur við að keyra sleðann því annars gæti hann skemmst, byrjar að labba í áttina að bílnum og þarft að labba alla nóttina án þess að finna bílinn og enda svo í faðminum á björgunarsveitamönnum sem voru að leita að þér - ertu þá ekki nokkurn vegin týndur????? Í þessu tilfelli voru 2 þyrlur notaðar líka og auðvitað fjöldinn allur af bílnum og búnaði og hver borgar fyrir þetta allt saman?
12/04/2006

Í gær var hjúkkan á heimleið eftir nettan pintingatíma hjá Stefáni sjúkraþjálfara þegar hún ákvað í skyndi að renna einn hring á planið hjá Toyota. Þar sá hún nokkra rennilega bíla sem henni leyst nú nokkuð vel á og varð fljótlega skotin í einni týpu s.s. Toyota Rav4. Það eina sem hjúkkan er þekkt fyrir að gera á stuttum tíma er að kaupa sér bíl sbr. þegar hún keypti Fabíó og var hún næstum því búin að fjárfesta í öðrum bíl í gær, en ákvað að fá álit nokkurra vel valinna fyrst. Hún renndi heim og fékk skemmtilega upphringingu og breyttust plön hjúkkunar nokkuð í kjölfarið. Kvöldið var mjög notarlegt með góðum mat og enn betri félagsskap. Í dag var hjúkkan en sem fyrr á ferðalagi um stórborgina er hún ákvað að kíkja í Heklu og þar hitti hún hann!!! Toyota Rav4 sem að öllum líkindum verður hennar n.k. þriðjudag þegar þeir verða búnir að söluskoða Fabíó. Fabíó var sendur í alþrif og lítur út sem nýr og á hjúkkan reyndar svolítið erfitt með að kveðja hann endanlega en við höfum nokkra daga til stefnu. Reyndar var draumurinn að fá Ravinn strax og jafnvel skella sér norður í land um helgina, en góðir hlutir gerast hægt og ferðin bíður betri tíma. Myndin hér að ofan er sem sagt af nýju ástinni í lífi hjúkkunnar, sjálfskiptur með hita í sætunum og hjúkkan hin ánægðasta. Hún er eiginlega svo ánægð að hana langar bara að faðma fólk og brosa mikið!

10/04/2006
Hljóp á snærið hjá hjúkkunni!
Hjúkkan er nú búin að lenda í ýmsu þessa síðustu daga og má segja að hún læri seint af mistökum sínum! Fyrst snýr málið að Fabío sem er auðvitað flottast Skodinn á bílaplaninu við slysadeildina. Hjúkkan leggur alltaf á malarplanið sem er við hliðina á sjúkrabílainnkeyrslunni og hefur bílnum almennt verið lagt þar. Það hefur komið fyrir að litli rjómaþeytarinn (TF-SIF) hefur komið inn og þá hvirflast upp skíturinn og moldin af malarbílaplaninu og hver verður fyrir barðinu á því nema Fabíó! Þetta gerðist sem sagt um helgina og ekki bara einu sinni eða tvisvar sinnum - heldur fjórum sinnum. Hjúkkan gat nú sjálfri sér um kennt þegar þeytarinn kom fyrst inn og hefði þar með átt að leggja bílnum sínum á annan stað næstu tvo daga, but NNNOOO hverjar eru líkurnar á því að þeytarinn komi 4 sinnum á slysadeildina á þremur dögum! En Fabíó er sem sagt drulluskítugur núna eftir rjóma þeytarann og hjúkkan lofaði honum að fara að leggja annars staðar. Að öðru leyti einkenndist helgin af vinnu, bakverkjum og óhugnanlegri konu sem staðfastlega var að reyna við einn vinnufélagann og það á ekki mjög penin hátt.
Dagurinn í dag byrjaði mjög vel þar sem hjúkkan var rifin út í kaffi fyrir allar aldir vegna seinkunnar á flugi. Því næst lá leið hennar í BYKO í heimabænum þar sem hún hugðist kaupa sér borvél og alls konar dót fyrir heimilisstörfin. Í BYKO varð smiðurinn á vegi hennar og gaf henni góð ráð um hvað hún ætti frekar að kaupa (held að karlmenn höndli ekki konur inni í byggivöruverslunum). En út gekk hjúkkan loks með þetta líka fína verkfærasett (110 stykki í tösku), örbylgjuofn og eina ryksugu! Hún ákvað að fara að ráðleggingum smiðsins og sleppa borvélinni þar sem hjúkkuni skilst að vélin höndlaði ekki að bora í stein (hvað svo sem það þýðir!). Einn nettur stjórnarfundur var tekin í félaginu og loks er það kóræfing í kvöld. En að öllu leyti hinn prýðilegasti dagur sem sagt!
Hjúkkan er nú búin að lenda í ýmsu þessa síðustu daga og má segja að hún læri seint af mistökum sínum! Fyrst snýr málið að Fabío sem er auðvitað flottast Skodinn á bílaplaninu við slysadeildina. Hjúkkan leggur alltaf á malarplanið sem er við hliðina á sjúkrabílainnkeyrslunni og hefur bílnum almennt verið lagt þar. Það hefur komið fyrir að litli rjómaþeytarinn (TF-SIF) hefur komið inn og þá hvirflast upp skíturinn og moldin af malarbílaplaninu og hver verður fyrir barðinu á því nema Fabíó! Þetta gerðist sem sagt um helgina og ekki bara einu sinni eða tvisvar sinnum - heldur fjórum sinnum. Hjúkkan gat nú sjálfri sér um kennt þegar þeytarinn kom fyrst inn og hefði þar með átt að leggja bílnum sínum á annan stað næstu tvo daga, but NNNOOO hverjar eru líkurnar á því að þeytarinn komi 4 sinnum á slysadeildina á þremur dögum! En Fabíó er sem sagt drulluskítugur núna eftir rjóma þeytarann og hjúkkan lofaði honum að fara að leggja annars staðar. Að öðru leyti einkenndist helgin af vinnu, bakverkjum og óhugnanlegri konu sem staðfastlega var að reyna við einn vinnufélagann og það á ekki mjög penin hátt.
Dagurinn í dag byrjaði mjög vel þar sem hjúkkan var rifin út í kaffi fyrir allar aldir vegna seinkunnar á flugi. Því næst lá leið hennar í BYKO í heimabænum þar sem hún hugðist kaupa sér borvél og alls konar dót fyrir heimilisstörfin. Í BYKO varð smiðurinn á vegi hennar og gaf henni góð ráð um hvað hún ætti frekar að kaupa (held að karlmenn höndli ekki konur inni í byggivöruverslunum). En út gekk hjúkkan loks með þetta líka fína verkfærasett (110 stykki í tösku), örbylgjuofn og eina ryksugu! Hún ákvað að fara að ráðleggingum smiðsins og sleppa borvélinni þar sem hjúkkuni skilst að vélin höndlaði ekki að bora í stein (hvað svo sem það þýðir!). Einn nettur stjórnarfundur var tekin í félaginu og loks er það kóræfing í kvöld. En að öllu leyti hinn prýðilegasti dagur sem sagt!
04/04/2006
Kvöldvakt dauðans!
Í morgun vakti verkjaraklukkan hjúkkuna af mjög svo værum draumi, svo værum að hún reyndi að sofna aftur til að klára drauminn sem gekk ekki upp. Þetta hefði átt að gefa hjúkkunni smá mynd af deginum sem var að byrja. Hjúkkan er sem sagt loksins komin heim eftir svakaleg átök á kvöldvaktinni. Það var bara með ólíkindum ástandið sem myndaðist á tímabili á deildinni og ef einhver hefði spurt hjúkkuna um eigin kennitölu hefði hún ekki getað svarað rétt. Það sem er eiginlega ferlegast eftir svona vakt er að koma heim í tóma íbúð. Eftir svona vakt þarf maður að fá að tala við einhvern sem skilur mann og veit hvað maður hefur gengið í gegnum á vaktinni. Sumar vaktir eru svona og ekkert annað að gera en að taka því og knúsa sófann sinn þegar maður kemur heim. Hjúkkan er sem sagt að drepast í bakinu eftir átök sem stóðu yfir í tæpa klukkustund og ekki var tími til að huga að líkamsstöðu og líkamsbeitingu. Reyndar náði hjúkkan inn einni töffara nál og var bara nokkuð ánægð með það, en svo auðvitað beyglaðist leggurinn og var þar sem ónýtur - smá svekkelsi eftir töffaraskapinn. En á morgun er nýr dagur með kennslu í háls - höfði - baki og svo auðvitað endurlífgun þannig að það er eiginlega ekki um neitt annað að ræða en að koma sér í háttinn. Skemmtilegu símtölin héldu áfram í gær og það kemur nú hjúkkunni nokkuð áleiðis í þessu öllu saman :)
Þormóður var með yfirlýsingar í dag um yfirvofandi bloggfærslu hjá sér, en hann hefur sýnt það og sannað að hann er með verri bloggurum sem um getur. Afmælisknús vikunnar fá reyndar krílin hans tvö sem eiga afmæli sama dag, með 4 ára millibili. Til hamingju með 1 árs og 5 ára afmælin Guðmunda og Halli!!
Jæja þá er það hátturinn enda hjúkkan búin að vera vakandi of lengi og þéttur dagur framundan.
Í morgun vakti verkjaraklukkan hjúkkuna af mjög svo værum draumi, svo værum að hún reyndi að sofna aftur til að klára drauminn sem gekk ekki upp. Þetta hefði átt að gefa hjúkkunni smá mynd af deginum sem var að byrja. Hjúkkan er sem sagt loksins komin heim eftir svakaleg átök á kvöldvaktinni. Það var bara með ólíkindum ástandið sem myndaðist á tímabili á deildinni og ef einhver hefði spurt hjúkkuna um eigin kennitölu hefði hún ekki getað svarað rétt. Það sem er eiginlega ferlegast eftir svona vakt er að koma heim í tóma íbúð. Eftir svona vakt þarf maður að fá að tala við einhvern sem skilur mann og veit hvað maður hefur gengið í gegnum á vaktinni. Sumar vaktir eru svona og ekkert annað að gera en að taka því og knúsa sófann sinn þegar maður kemur heim. Hjúkkan er sem sagt að drepast í bakinu eftir átök sem stóðu yfir í tæpa klukkustund og ekki var tími til að huga að líkamsstöðu og líkamsbeitingu. Reyndar náði hjúkkan inn einni töffara nál og var bara nokkuð ánægð með það, en svo auðvitað beyglaðist leggurinn og var þar sem ónýtur - smá svekkelsi eftir töffaraskapinn. En á morgun er nýr dagur með kennslu í háls - höfði - baki og svo auðvitað endurlífgun þannig að það er eiginlega ekki um neitt annað að ræða en að koma sér í háttinn. Skemmtilegu símtölin héldu áfram í gær og það kemur nú hjúkkunni nokkuð áleiðis í þessu öllu saman :)
Þormóður var með yfirlýsingar í dag um yfirvofandi bloggfærslu hjá sér, en hann hefur sýnt það og sannað að hann er með verri bloggurum sem um getur. Afmælisknús vikunnar fá reyndar krílin hans tvö sem eiga afmæli sama dag, með 4 ára millibili. Til hamingju með 1 árs og 5 ára afmælin Guðmunda og Halli!!
Jæja þá er það hátturinn enda hjúkkan búin að vera vakandi of lengi og þéttur dagur framundan.
02/04/2006
Skin og skúrir helgarinnar!
Þá er enn ein helgin liðin og komin apríl, alveg magnað hvað tíminn líður hratt. Fyrir ári síðan var hjúkkan í gönguferð í Heiðmörkinni og velti því fyrir sér hvernig lífið yrði eftir ár - og það er eiginlega allt öðruvísi en það leit út fyrir að verða. Margt hefur breyst, hjúkkan hefur kynnst aragrúu af skemmtilegu fólki og gert hluti sem hún átti aldeilis aldrei von á því að gera nokkurn tímann.
Þar sem hjúkkan var komin í helgarfrí var föstudeginum eytt í afslöppun og kaup á nýjum heimasíma þar sem síminn hennar Ingu gaf upp öndina - held að hann hafi saknað ísskápsins svo mikið að hann ákvað að fara sömu leið. Erfiðar fréttir bárust rétt um ellefuleytið og lá leiðin niður á Landarkot til að kveðja einhverja þá merkustu konu sem hjúkkan hefur hlotist heiður að þekkja. Eftir langa nótt var sofið út á laugardaginn og stefnan tekin í Háholtið þar sem heiðursparið Júlli og Hrönn buðu til veislu. Þar var fámennt en góðmennt og átti svo aldeilis eftir ð rætast úr kvöldinu. Í dag var svo auðvitað tennistími sem varð helmingi lengri en vanalega enda ótrúlega gaman á æfingunni í dag. Eftir æfinguna var hjúkkan ekki búin að hreyfa sig nóg, heldur skellti sér í göngutúr með Siggu. Kvöldið fór svo í kjöt í karrý hjá gömlu í Brekkuselinu og loks heitt stefnumót við sófann. Helgi einkenndist þar að auki að óvæntum símtölum, sms sendingum án mórals og heilmikilli þreytu á sunnudagskvöldið.
Þá er enn ein helgin liðin og komin apríl, alveg magnað hvað tíminn líður hratt. Fyrir ári síðan var hjúkkan í gönguferð í Heiðmörkinni og velti því fyrir sér hvernig lífið yrði eftir ár - og það er eiginlega allt öðruvísi en það leit út fyrir að verða. Margt hefur breyst, hjúkkan hefur kynnst aragrúu af skemmtilegu fólki og gert hluti sem hún átti aldeilis aldrei von á því að gera nokkurn tímann.
Þar sem hjúkkan var komin í helgarfrí var föstudeginum eytt í afslöppun og kaup á nýjum heimasíma þar sem síminn hennar Ingu gaf upp öndina - held að hann hafi saknað ísskápsins svo mikið að hann ákvað að fara sömu leið. Erfiðar fréttir bárust rétt um ellefuleytið og lá leiðin niður á Landarkot til að kveðja einhverja þá merkustu konu sem hjúkkan hefur hlotist heiður að þekkja. Eftir langa nótt var sofið út á laugardaginn og stefnan tekin í Háholtið þar sem heiðursparið Júlli og Hrönn buðu til veislu. Þar var fámennt en góðmennt og átti svo aldeilis eftir ð rætast úr kvöldinu. Í dag var svo auðvitað tennistími sem varð helmingi lengri en vanalega enda ótrúlega gaman á æfingunni í dag. Eftir æfinguna var hjúkkan ekki búin að hreyfa sig nóg, heldur skellti sér í göngutúr með Siggu. Kvöldið fór svo í kjöt í karrý hjá gömlu í Brekkuselinu og loks heitt stefnumót við sófann. Helgi einkenndist þar að auki að óvæntum símtölum, sms sendingum án mórals og heilmikilli þreytu á sunnudagskvöldið.
30/03/2006
Hálfaumingjaleg!
Hjúkkan er eitthvað hálf aumingjaleg í dag, þar sem hún situr í móttökunni í vinnunni og þakkar öllum þeim sem ekki þurfa að leita sér astoðar á slysadeildina. Hún er þreytt eftir að hafa verið allt of lengi úti í gærkvöldi, og veit að hún getur engum öðrum en sjálfri sér um kennt. Henni er illt í bakinu - þar skrifast á sjúkraþjálfarann sem var að hjakkast á grindinni í gær við lítinn fögnuð viðstaddra. Eitthvað fóru dansæfingar helgarinnar og ísskápsburðurinn illa í grindina á hjúkkunni og hún þurfti því að fá smá aðstoð frá sjúkraþjálfaranum sem er hið besta skinn. Nema hvað það sem hjúkkan var búin að skammast sín fyrir að vera fífl og dansa eins og fífl og lyfta ísskáp eins og fífl og fá þ.a.l. í bakið eins og fífl þá spurði nú sjúkraþjálfarinn af hverju í ósköpunum hjúkkan væri að standa í þessu ein - hvað væri maðurinn hennar eiginlega að gera?? Hún gaf upp hjúskaparstöðu sína og benti sjúkraþjálfaranum á það að í ljósi stöðunnar væri bara enginn annar til að gera þessa hluti. Þá brá sjúkraþjálfarinn á það ráð að segja bara hjúkkunni að auglýsa eftir manni!!! Og viti menn hann var meira að segja fljótlega kominn með þessa fínu auglýsingu fyrir hjúkkuna, og lofaði að auglýsingin myndi bera árangur :) Já það eru greinilega margir farnir að hafa áhyggjur af hjúskaparstöðu hjúkkunnar sem er hin ánægðasta.
Hjúkkan er eitthvað hálf aumingjaleg í dag, þar sem hún situr í móttökunni í vinnunni og þakkar öllum þeim sem ekki þurfa að leita sér astoðar á slysadeildina. Hún er þreytt eftir að hafa verið allt of lengi úti í gærkvöldi, og veit að hún getur engum öðrum en sjálfri sér um kennt. Henni er illt í bakinu - þar skrifast á sjúkraþjálfarann sem var að hjakkast á grindinni í gær við lítinn fögnuð viðstaddra. Eitthvað fóru dansæfingar helgarinnar og ísskápsburðurinn illa í grindina á hjúkkunni og hún þurfti því að fá smá aðstoð frá sjúkraþjálfaranum sem er hið besta skinn. Nema hvað það sem hjúkkan var búin að skammast sín fyrir að vera fífl og dansa eins og fífl og lyfta ísskáp eins og fífl og fá þ.a.l. í bakið eins og fífl þá spurði nú sjúkraþjálfarinn af hverju í ósköpunum hjúkkan væri að standa í þessu ein - hvað væri maðurinn hennar eiginlega að gera?? Hún gaf upp hjúskaparstöðu sína og benti sjúkraþjálfaranum á það að í ljósi stöðunnar væri bara enginn annar til að gera þessa hluti. Þá brá sjúkraþjálfarinn á það ráð að segja bara hjúkkunni að auglýsa eftir manni!!! Og viti menn hann var meira að segja fljótlega kominn með þessa fínu auglýsingu fyrir hjúkkuna, og lofaði að auglýsingin myndi bera árangur :) Já það eru greinilega margir farnir að hafa áhyggjur af hjúskaparstöðu hjúkkunnar sem er hin ánægðasta.
28/03/2006
Viðburðarík helgi!
Helgi sem leið var ansi viðburðarík hjá hjúkkunni. Hún sló persónulegt met í því að redda og ganga frá hlutum á föstudaginn áður en hún brunaði af stað í Munaðarnes þar sem æfingabúðir Kórs Langholtskirkju fóru fram. Þar var æft á föstudagkvöld og svo lá leiðin nokkuð beint í pottinn þar sem var legið, hlegið, drukkið og talaði langt fram eftir morgni. Önnur æfingatörn var á laugardaginn þar sem æfingar byrjuðu kl. 10 og stóðu til kl. 17 með nokkrum hléum. Þá var það kraftblundur og svo að gera sig sæta fyrir árshátíðina. Á árshátíðinni var hjúkkan grýtt fyrir 10 ára starfsafmæli í kórnum og vantar nú bara arinhylluna fyrir verðlaunagripinn. Árshátíðin var nokkuð góð og lá leið hjúkkunnar oftar en ekki á dansgólfið þar sem sveiflan sló í gegn. Bústaðarhópurinn fór svo aftur í pottinn og lá enn lengur, hló enn meira og drakk enn meira en nóttina áður. Sofið var fram á hádegi á sunnudeginum og brunað í bæinn eftir þrif og pylsu í Baulu. Á heimleiðinni var hjúkkan búin að sjá fyrir sér feitan sófa, með enska boltanum og mörgæsateppinu sínu en sú varð ekki reyndin. Þegar heim var komið tók á móti hjúkkunni blessaði fnykurinn af ísskápsdruslunni og hafði nú fnykurinn aukist yfir helgina. Sér til lítillar gleði sá hjúkkan að helvítið hafði lekið og þar með skrifað undir eigin aftökuskipan! Hjúkkan hringdi hið snarasta á flutningabíl og lét henda helvítinu beint á haugana. Við tóku þrif dauðans og Ajax marinering á íbúðinni sem stóð yfir í nokkra klukkutíma.
Í gær fór hjúkkan vígreif í búð og keypti sér svo nýja ísskáp sem er svo fallegur og hljólátur og það er engin lykt af honum!! Hjúkkan er hin kátasta af þeim sökum og strýkur fallega ísskápunum í hvert sinn sem hún gengur fram hjá honum.
Helgi sem leið var ansi viðburðarík hjá hjúkkunni. Hún sló persónulegt met í því að redda og ganga frá hlutum á föstudaginn áður en hún brunaði af stað í Munaðarnes þar sem æfingabúðir Kórs Langholtskirkju fóru fram. Þar var æft á föstudagkvöld og svo lá leiðin nokkuð beint í pottinn þar sem var legið, hlegið, drukkið og talaði langt fram eftir morgni. Önnur æfingatörn var á laugardaginn þar sem æfingar byrjuðu kl. 10 og stóðu til kl. 17 með nokkrum hléum. Þá var það kraftblundur og svo að gera sig sæta fyrir árshátíðina. Á árshátíðinni var hjúkkan grýtt fyrir 10 ára starfsafmæli í kórnum og vantar nú bara arinhylluna fyrir verðlaunagripinn. Árshátíðin var nokkuð góð og lá leið hjúkkunnar oftar en ekki á dansgólfið þar sem sveiflan sló í gegn. Bústaðarhópurinn fór svo aftur í pottinn og lá enn lengur, hló enn meira og drakk enn meira en nóttina áður. Sofið var fram á hádegi á sunnudeginum og brunað í bæinn eftir þrif og pylsu í Baulu. Á heimleiðinni var hjúkkan búin að sjá fyrir sér feitan sófa, með enska boltanum og mörgæsateppinu sínu en sú varð ekki reyndin. Þegar heim var komið tók á móti hjúkkunni blessaði fnykurinn af ísskápsdruslunni og hafði nú fnykurinn aukist yfir helgina. Sér til lítillar gleði sá hjúkkan að helvítið hafði lekið og þar með skrifað undir eigin aftökuskipan! Hjúkkan hringdi hið snarasta á flutningabíl og lét henda helvítinu beint á haugana. Við tóku þrif dauðans og Ajax marinering á íbúðinni sem stóð yfir í nokkra klukkutíma.
Í gær fór hjúkkan vígreif í búð og keypti sér svo nýja ísskáp sem er svo fallegur og hljólátur og það er engin lykt af honum!! Hjúkkan er hin kátasta af þeim sökum og strýkur fallega ísskápunum í hvert sinn sem hún gengur fram hjá honum.
23/03/2006
AAARRRRGGGHHHH! Upptök lyktarinnar fundin!!!!!!!!!
Hjúkkan þefaði eins og vindurinn í gærkvöldi með það að markmiði að finna orsök lyktarinnar skelfilegu. Eftir nokkra góða andardrætti var hjúkkan komin á slóðina og þar sem hún stóð fyrir framan ísskápinn rann upp fyrir henni hvaða lyktin kæmi. Í örvæntingu opnaði hjúkkan frystihólfið sem er undir kæliskápnum og viti menn - upp gaus hinn versti angan sem hjúkkan hefur fundið! Það varð ljóst að frystirinn hætti starfsemi sinni fyrir nokkrum dögum og nú voru fiskurinn, kjötið, kjúklingurinn og grænmetið allt farið að ræða saman. Við tóku mikil þrif og Ajax ilmurinn náði að stíga yfir súrlyktina!!! Hjúkkan er nokkuð súr eftir þetta allt saman og finnst bara ekkert sanngjarnt við þetta allt saman. Sniðugi Hafnfirðingurinn sýndi lítinn stuðning og hló bara að vandræðum hjúkkunnar, hann fékk ekki vinsældarstig fyrir það! Nú er að ráð að beita þeim húsráðum sem samstarfsfólk hjúkkunnar hefur góðfúslega veitt henni í dag og vonandi hverfur lyktin. Eitt er víst að örlög ísskápsins eru ráðin!!!
Hjúkkan þefaði eins og vindurinn í gærkvöldi með það að markmiði að finna orsök lyktarinnar skelfilegu. Eftir nokkra góða andardrætti var hjúkkan komin á slóðina og þar sem hún stóð fyrir framan ísskápinn rann upp fyrir henni hvaða lyktin kæmi. Í örvæntingu opnaði hjúkkan frystihólfið sem er undir kæliskápnum og viti menn - upp gaus hinn versti angan sem hjúkkan hefur fundið! Það varð ljóst að frystirinn hætti starfsemi sinni fyrir nokkrum dögum og nú voru fiskurinn, kjötið, kjúklingurinn og grænmetið allt farið að ræða saman. Við tóku mikil þrif og Ajax ilmurinn náði að stíga yfir súrlyktina!!! Hjúkkan er nokkuð súr eftir þetta allt saman og finnst bara ekkert sanngjarnt við þetta allt saman. Sniðugi Hafnfirðingurinn sýndi lítinn stuðning og hló bara að vandræðum hjúkkunnar, hann fékk ekki vinsældarstig fyrir það! Nú er að ráð að beita þeim húsráðum sem samstarfsfólk hjúkkunnar hefur góðfúslega veitt henni í dag og vonandi hverfur lyktin. Eitt er víst að örlög ísskápsins eru ráðin!!!
22/03/2006
Eitthvað að rotna?
Hjúkkan reis úr rekkju á mánudaginn og þaut eins og vindurinn á hvern fund á fætur öðrum. Hún var að heiman mest allan daginn og það sama var uppi á teningnum á þriðjudaginn. Hún skreið heim - örþreytt en sæl eftir vaktina á þriðjudaginn og á móti henni tók nett súr lykt úr íbúðinni. Þetta þótti hjúkkunni einkennilegt þar sem hún hafði eitt morgninum í það að þrífa íbúðina og hugsaði með sér að þetta hlyti að vera tilfallandi. Dagurinn í dag var svo sem svipaður síðustu dögum, hjúkkan var farin að heima fyrir klukkan 10 árdegis og kom heim rétt um klukkan ellefu að kveldi. Mætti henni þá aftur og í enn meira magni þessi súri djöfull sem hjúkkan fær engan botn í. Nema hvað að nú var súri djöfullinn enn meiri en kvöldið áður!!! Hún gengur því um íbúðina sína lyktandi eins og fífl og leitandi að hverju sem mögulega gæti verið að valda þessari lykt. Ferlega sniðugur Hafnfirðingur hélt ýmsu fram sem varð til þess að hjúkkan varð nokkuð smeik við það að kíkja undir sófana, en fann loks kjarkinn og fann ekkert þar. Nú er það bara spurning um að lykta aðeins meira og sjá hvað setur.
Hjúkkan reis úr rekkju á mánudaginn og þaut eins og vindurinn á hvern fund á fætur öðrum. Hún var að heiman mest allan daginn og það sama var uppi á teningnum á þriðjudaginn. Hún skreið heim - örþreytt en sæl eftir vaktina á þriðjudaginn og á móti henni tók nett súr lykt úr íbúðinni. Þetta þótti hjúkkunni einkennilegt þar sem hún hafði eitt morgninum í það að þrífa íbúðina og hugsaði með sér að þetta hlyti að vera tilfallandi. Dagurinn í dag var svo sem svipaður síðustu dögum, hjúkkan var farin að heima fyrir klukkan 10 árdegis og kom heim rétt um klukkan ellefu að kveldi. Mætti henni þá aftur og í enn meira magni þessi súri djöfull sem hjúkkan fær engan botn í. Nema hvað að nú var súri djöfullinn enn meiri en kvöldið áður!!! Hún gengur því um íbúðina sína lyktandi eins og fífl og leitandi að hverju sem mögulega gæti verið að valda þessari lykt. Ferlega sniðugur Hafnfirðingur hélt ýmsu fram sem varð til þess að hjúkkan varð nokkuð smeik við það að kíkja undir sófana, en fann loks kjarkinn og fann ekkert þar. Nú er það bara spurning um að lykta aðeins meira og sjá hvað setur.
17/03/2006
Heima lasin!!
Það kom að því að hjúkkan lagðist í leiðindar pest og er hún því heima þessa dagana með þvílíka bassarödd og tilheyrandi hósta og uppgang. Hún hefur því sofið nokkuð mikið enda úthaldið lítið en á milli blunda hefur hún meðal annars dundað sér við það að lesa skýrslu um álit nefndar heilbrigðis- og tryggimálaráðherra um endurskilgreiningu verksviða innan heilbrigðisþjónustunnar. Þessi skýrsla er nú nokkuð áhugaverð en telst þó sennilega seint til almennrar skemmtunar alla vega í hópi vina hjúkkunnar. Það næsta sem hún gerði eftir að hafa fengið sendar myndir af árshátíðinni um daginn, var að hala niður Picasa2 myndvinnsluforriti í tölvuna sína. Þetta forrit er algjör snilld - meira að segja skemmtilegra en Itunes!!
Helgin sem átti sem sagt að fara í vinnu endar í sófanum, með hósta og nefrennsli dauðans. Það kemur kannski fæstum á óvart að hjúkkan væri nú reyndar meira en lítið til í að vera bara í vinnunni en heima í svona ástandi, en svona er nú lífið og það verður hafa sinn gang.
Hjúkkan vill að lokum óska nýju foreldrunum Þóru og Magga innilega til hamingju með litlu prinsessuna sem sá loksins ástæðu til þess að koma sér í heiminn.
Það kom að því að hjúkkan lagðist í leiðindar pest og er hún því heima þessa dagana með þvílíka bassarödd og tilheyrandi hósta og uppgang. Hún hefur því sofið nokkuð mikið enda úthaldið lítið en á milli blunda hefur hún meðal annars dundað sér við það að lesa skýrslu um álit nefndar heilbrigðis- og tryggimálaráðherra um endurskilgreiningu verksviða innan heilbrigðisþjónustunnar. Þessi skýrsla er nú nokkuð áhugaverð en telst þó sennilega seint til almennrar skemmtunar alla vega í hópi vina hjúkkunnar. Það næsta sem hún gerði eftir að hafa fengið sendar myndir af árshátíðinni um daginn, var að hala niður Picasa2 myndvinnsluforriti í tölvuna sína. Þetta forrit er algjör snilld - meira að segja skemmtilegra en Itunes!!
Helgin sem átti sem sagt að fara í vinnu endar í sófanum, með hósta og nefrennsli dauðans. Það kemur kannski fæstum á óvart að hjúkkan væri nú reyndar meira en lítið til í að vera bara í vinnunni en heima í svona ástandi, en svona er nú lífið og það verður hafa sinn gang.
Hjúkkan vill að lokum óska nýju foreldrunum Þóru og Magga innilega til hamingju með litlu prinsessuna sem sá loksins ástæðu til þess að koma sér í heiminn.
12/03/2006
Fyrstu tennismeiðslin!
Eftir tæplega tveggja ára æfingar í tennis sem fram að þessu hafa verið nokkuð óhappalausar kom að því að hjúkkan varð fyrir smávægilegum meiðslum við tennisiðkun sína. Hún mætti auðvitað galvösk á æfingu í dag - þrátt fyrir að æfingin væri á sama tíma og Man Utd vs. Newcastle (talandi um að fórna sér fyrir íþróttirnar)!! Allt gekk svona líka prýðilega þar til í einni æfingunni sem gekk út á að verja netið - þ.e. spila uppi við netið og taka alla bolta niður sem koma. Viti menn allt í einu birtist þetta líka ofur skot frá tennispartnernum og lenti það af þvílíkum krafti í hægri brjósti hjúkkunnar!! Auðvitað gat hjúkkan ekki bara snúið sig á ökkla eða lenti í einhverjum nokkuð venjulegum meiðslum - nei hægra brjóstið fékk að kenna á því og prísaði hjúkkan sig sæla að vera ekki með fyllingar - því þær hefðu pottþétt sprungið við höggið. Meiðslin voru nú ekki það alvarleg að hún hélt áfram leik eftir stutt stopp og smá kælingu. Henni var nú samt hugsað til þess hversu glöð hún var að ekki þurfti að kalla til sjúkrabíl - því jú þetta voru nú þess lags meiðsl að þau voru ekki allra að hlúa að!!
Eftir tæplega tveggja ára æfingar í tennis sem fram að þessu hafa verið nokkuð óhappalausar kom að því að hjúkkan varð fyrir smávægilegum meiðslum við tennisiðkun sína. Hún mætti auðvitað galvösk á æfingu í dag - þrátt fyrir að æfingin væri á sama tíma og Man Utd vs. Newcastle (talandi um að fórna sér fyrir íþróttirnar)!! Allt gekk svona líka prýðilega þar til í einni æfingunni sem gekk út á að verja netið - þ.e. spila uppi við netið og taka alla bolta niður sem koma. Viti menn allt í einu birtist þetta líka ofur skot frá tennispartnernum og lenti það af þvílíkum krafti í hægri brjósti hjúkkunnar!! Auðvitað gat hjúkkan ekki bara snúið sig á ökkla eða lenti í einhverjum nokkuð venjulegum meiðslum - nei hægra brjóstið fékk að kenna á því og prísaði hjúkkan sig sæla að vera ekki með fyllingar - því þær hefðu pottþétt sprungið við höggið. Meiðslin voru nú ekki það alvarleg að hún hélt áfram leik eftir stutt stopp og smá kælingu. Henni var nú samt hugsað til þess hversu glöð hún var að ekki þurfti að kalla til sjúkrabíl - því jú þetta voru nú þess lags meiðsl að þau voru ekki allra að hlúa að!!
Glamúr 2006!
Þema árshátíðarinnar var Glamúr 2006 og var það svo sannarlega vel til fundið. Allir skörtuðu sínu fallegasta og maturinn alveg hreint yndislegur. Mikið var tjúttjað, trallað, drukkið og dansað enda var hjúkkan sárfætt daginn eftir! Einn deildarlæknir liggur þó í valnum, gjörsamlega farinn í bakinu eftir þvílíkar danssveiflu með tilheyrandi dýfum á hjúkkunni. Hún hélt óstöðvandi áfram en greyið Jakob var alveg frá. Allt í einu var ballið búið og leiðin lá í eftirpartý hjá Bergi og Maríu í Nóatúninu. Þar var fjöldinn af fólki saman komið og djammið hélt áfram. Undir morgun sá hjúkkan sér til mikillar hamingju að hún var í næsta húsi við soninn og skrölti því yfir í Stangarholtið þar sem hennar beið óvæntur Hlölli, stuttermabolur, tannbursti og sæng. Það er svo magnað hvað maður getur verið fallegur eina kvöldstund og jafn ósjarmerandi þegar maður vaknar daginn eftir. Hjúkkan hafði nú munað eftir því að þrífa af sér stríðsmálninguna og taka spennurnar úr hárinu - en vá hvað það var lítið um fegurð morguninn eftir. Til að gera lúkkið en verra hjá manni þarf maður að fara aftur í sama kjólinn og háu hælana og koma sér heim. Hjúkkan þakkaði öllum þeim æðri máttarvöldum sem til eru að hafa ekki hitt neinn á leiðinni í bílinn sinn og svo á leið sinni yfir bílastæðið við húsið sitt. Hún komst nokkuð óséð heim í sturtu, afslöppunarfötin og feitt stefnumót við sófann. Kvöldið fór í að horfa á Russel Crowe bjarga Róm á meðan úti snjóaði og stemningin minnti einna helst á góðan göngutúr í Heiðmörkinni með kaldar hendur og kaldan og blautan nebba.
Nú er hjúkkan komin á skrið á ný, formúlan í sjónvarpinu og tennis á næsta leyti.
Þema árshátíðarinnar var Glamúr 2006 og var það svo sannarlega vel til fundið. Allir skörtuðu sínu fallegasta og maturinn alveg hreint yndislegur. Mikið var tjúttjað, trallað, drukkið og dansað enda var hjúkkan sárfætt daginn eftir! Einn deildarlæknir liggur þó í valnum, gjörsamlega farinn í bakinu eftir þvílíkar danssveiflu með tilheyrandi dýfum á hjúkkunni. Hún hélt óstöðvandi áfram en greyið Jakob var alveg frá. Allt í einu var ballið búið og leiðin lá í eftirpartý hjá Bergi og Maríu í Nóatúninu. Þar var fjöldinn af fólki saman komið og djammið hélt áfram. Undir morgun sá hjúkkan sér til mikillar hamingju að hún var í næsta húsi við soninn og skrölti því yfir í Stangarholtið þar sem hennar beið óvæntur Hlölli, stuttermabolur, tannbursti og sæng. Það er svo magnað hvað maður getur verið fallegur eina kvöldstund og jafn ósjarmerandi þegar maður vaknar daginn eftir. Hjúkkan hafði nú munað eftir því að þrífa af sér stríðsmálninguna og taka spennurnar úr hárinu - en vá hvað það var lítið um fegurð morguninn eftir. Til að gera lúkkið en verra hjá manni þarf maður að fara aftur í sama kjólinn og háu hælana og koma sér heim. Hjúkkan þakkaði öllum þeim æðri máttarvöldum sem til eru að hafa ekki hitt neinn á leiðinni í bílinn sinn og svo á leið sinni yfir bílastæðið við húsið sitt. Hún komst nokkuð óséð heim í sturtu, afslöppunarfötin og feitt stefnumót við sófann. Kvöldið fór í að horfa á Russel Crowe bjarga Róm á meðan úti snjóaði og stemningin minnti einna helst á góðan göngutúr í Heiðmörkinni með kaldar hendur og kaldan og blautan nebba.
Nú er hjúkkan komin á skrið á ný, formúlan í sjónvarpinu og tennis á næsta leyti.
07/03/2006
Hvernær er maður hégómafullur!
Hjúkkan er að undirbúa árshátíð á vinnustaðunum og hefur auðvitað sótt nokkrar fegrunaraðgerðir sjálf. Í kvöld sat hún heima við krosssauminn sinn og fór að hugsa um hégóma hjá fólki, þá aðallega kvenfólki. Konur vilja vera plokkaðar og litaðar, strýpaðar og klipptar og að flestu leyti hárlausar þegar kemur að svona skemmtunum en svo rann það allt í einu upp fyrir hjúkkunni að þetta er alls ekki bundið við neinar skemmtanir. Konur eru sífellt að afsaka sig á slysadeildinni ef þær eru með órakaða fótleggi, ekki í nógu hreinum sokkum eða jafnvel sveittar - þó svo að þær hafi komið með sjúkrabíl beint af íþróttaræfingunni. Já og hjúkkan veit að hún er alls ekkert betri í þessum málum en þessar konur. Hún rankaði allt í einu við sér í saumnum, stökk af stað inn á baðherbergi því hún uppgötvaði það að hún var ekki búin að raka á sér fótleggina. Ok nú hugsa margir örugglega - er ekki árshátíðin á föstudag og nægur tími til stefnu?? Jú jú en í morgun fékk hún skyndilega upphringingu frá sjúkraþjálfaranum sem var að flýta tímanum hennar. Hjúkkan átti ekki að mæta fyrr en á mánudaginn en sjúkraþjálfaranum fannst það ómögulegt og gaf henni tíma í fyrramálið. Hjúkkan var ekkert nema hamingjusöm með sjúkraþjálfarann og hugsaði með sér að þetta væri nú alveg einstök þjónusta hjá manninum. NEMA HVAÐ þar sem hjúkkan sat á sófanum að sauma út fattaði hún það allt í einu að hún væri sem sagt að fara í sjúkraþjálfun í fyrramálið og væri ekki búin að raka á sér lappirnar!!!! Já hjúkkan dreif sig í fegrunarsturtu og hárin voru látin fjúka eins og andfúl kærasta. Eftir sturtuna fór hjúkkan að hugsa um eigin hegðan og komst að því að hún er alveg jafn hégómafull og allar hinar konurnar!! En glöð í hjarta fer hún með silkimjúka fætur í sjúkraþjálfun í fyrramálið!!!
Hjúkkan er að undirbúa árshátíð á vinnustaðunum og hefur auðvitað sótt nokkrar fegrunaraðgerðir sjálf. Í kvöld sat hún heima við krosssauminn sinn og fór að hugsa um hégóma hjá fólki, þá aðallega kvenfólki. Konur vilja vera plokkaðar og litaðar, strýpaðar og klipptar og að flestu leyti hárlausar þegar kemur að svona skemmtunum en svo rann það allt í einu upp fyrir hjúkkunni að þetta er alls ekki bundið við neinar skemmtanir. Konur eru sífellt að afsaka sig á slysadeildinni ef þær eru með órakaða fótleggi, ekki í nógu hreinum sokkum eða jafnvel sveittar - þó svo að þær hafi komið með sjúkrabíl beint af íþróttaræfingunni. Já og hjúkkan veit að hún er alls ekkert betri í þessum málum en þessar konur. Hún rankaði allt í einu við sér í saumnum, stökk af stað inn á baðherbergi því hún uppgötvaði það að hún var ekki búin að raka á sér fótleggina. Ok nú hugsa margir örugglega - er ekki árshátíðin á föstudag og nægur tími til stefnu?? Jú jú en í morgun fékk hún skyndilega upphringingu frá sjúkraþjálfaranum sem var að flýta tímanum hennar. Hjúkkan átti ekki að mæta fyrr en á mánudaginn en sjúkraþjálfaranum fannst það ómögulegt og gaf henni tíma í fyrramálið. Hjúkkan var ekkert nema hamingjusöm með sjúkraþjálfarann og hugsaði með sér að þetta væri nú alveg einstök þjónusta hjá manninum. NEMA HVAÐ þar sem hjúkkan sat á sófanum að sauma út fattaði hún það allt í einu að hún væri sem sagt að fara í sjúkraþjálfun í fyrramálið og væri ekki búin að raka á sér lappirnar!!!! Já hjúkkan dreif sig í fegrunarsturtu og hárin voru látin fjúka eins og andfúl kærasta. Eftir sturtuna fór hjúkkan að hugsa um eigin hegðan og komst að því að hún er alveg jafn hégómafull og allar hinar konurnar!! En glöð í hjarta fer hún með silkimjúka fætur í sjúkraþjálfun í fyrramálið!!!
06/03/2006
Hið ljúfa líf!
Á fimmtudaginn hugsaði hjúkkan glöð í hjarta sér til helgarinnar - hún ætlaði sko að hafa það gott í helgarfríinu sem byrjaði kl. 16 á föstudaginn. En eins og svo oft áður fór helgarfríið í aukavaktir á laugardag og sunnudag þannig að lítið varð úr hvíldinni og afslöppuninni. Hjúkkan skrapp nú aðeins með stelpunum á föstudagskvöldið og úr varð hins besta skemmtun. Það má eiginlega flokka þetta sem laaannngt trúnó þar sem tangodrottningin og súperkvendið fóru á kostum í mannlegri uppbyggingu. Nú er nokkuð þétt vika framundan með fundum, vöktum, kóræfingum, saumaklúbb og loks árshátíð á föstudag og einhvers staðar þarf hjúkkan að reyna að komast í plokkun og litun. Markimiðin voru mjög háleit í síðustu viku varðandi fegrunaraðgerðir en þar sem tíminn er nokkuð naumur hjá hjúkkunni er málið að forgangsraða - meira að segja í fegrunaraðgerðunum.
Svo virðist sem alls konar erlendar bankastofnanir haldi að hjúkkan eigi svaðalega mikinn pening enda er barist um viðskiptin við hana. Um daginn hringdi "svissneskur banki" í hana og bauð henni þvílík tilboð ef hún bara gæfi þeim reikningsnúmerið sitt og á föstudaginn hringdi "banki í Costa Rica" í hana með álíka gylliboð. En þar sem hjúkkan er bara sátt við sinn banka sagði hún þessu annars ágæta fólki að hún hefði engan áhuga á að eiga viðskipti við þá. Reyndar sagðist Costa Rica bankinn hafa fundið símanúmer hjúkkunnar á "the yellow pages" - veit ekki alveg undir hvaða flokki það hefur verið. Kannski er kominn nýr flokkur á gulusíðurnar sem gæti heitið - ErtufíflégvaraðborgaföstugreiðslunahjáLÍN - því hjúkkan er auðvitað mjög sannfærð um staðfestu og traust þessarra erlendu bankastofnanna!
Á fimmtudaginn hugsaði hjúkkan glöð í hjarta sér til helgarinnar - hún ætlaði sko að hafa það gott í helgarfríinu sem byrjaði kl. 16 á föstudaginn. En eins og svo oft áður fór helgarfríið í aukavaktir á laugardag og sunnudag þannig að lítið varð úr hvíldinni og afslöppuninni. Hjúkkan skrapp nú aðeins með stelpunum á föstudagskvöldið og úr varð hins besta skemmtun. Það má eiginlega flokka þetta sem laaannngt trúnó þar sem tangodrottningin og súperkvendið fóru á kostum í mannlegri uppbyggingu. Nú er nokkuð þétt vika framundan með fundum, vöktum, kóræfingum, saumaklúbb og loks árshátíð á föstudag og einhvers staðar þarf hjúkkan að reyna að komast í plokkun og litun. Markimiðin voru mjög háleit í síðustu viku varðandi fegrunaraðgerðir en þar sem tíminn er nokkuð naumur hjá hjúkkunni er málið að forgangsraða - meira að segja í fegrunaraðgerðunum.
Svo virðist sem alls konar erlendar bankastofnanir haldi að hjúkkan eigi svaðalega mikinn pening enda er barist um viðskiptin við hana. Um daginn hringdi "svissneskur banki" í hana og bauð henni þvílík tilboð ef hún bara gæfi þeim reikningsnúmerið sitt og á föstudaginn hringdi "banki í Costa Rica" í hana með álíka gylliboð. En þar sem hjúkkan er bara sátt við sinn banka sagði hún þessu annars ágæta fólki að hún hefði engan áhuga á að eiga viðskipti við þá. Reyndar sagðist Costa Rica bankinn hafa fundið símanúmer hjúkkunnar á "the yellow pages" - veit ekki alveg undir hvaða flokki það hefur verið. Kannski er kominn nýr flokkur á gulusíðurnar sem gæti heitið - ErtufíflégvaraðborgaföstugreiðslunahjáLÍN - því hjúkkan er auðvitað mjög sannfærð um staðfestu og traust þessarra erlendu bankastofnanna!
01/03/2006
Working hard for the money!
Já hjúkkan er í mestu makindum að vinna þessa dagana eins og vanalega. Hún hefur aðallega dvalið á slysadeildinni, milli þess sem hún fer heim að sofa. Sem betur fer er helgin framundan og þegar búið að bóka hjúkkuna í kaldan á föstudaginn ásamt tangodrottningunni og kannski fleirum. Annars er lítið að frétta úr Dofranum, ekki er enn búið að fjárfesta í borvél enda eru skiptar skoðanir manna um borunarhæfni hjúkkunnar og það hvort hún ætti yfir höfuð að eiga svona tæki. Hver veit nema hinn óþekki eigi borvél og kunni að nota hana??
Árshátíðin er eftir 10 daga og kominn tími á alls konar hárlitanir, klippingar og háreyðingar með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. Karlmenn eru ótrúlega heppnir hvað þetta varða - þeir þurfa einungis að muna eftir því að fara í sturtu, raka sig í andlitinu og smella á sig smá rakspýra. Á meðan þurfa konurnar að fara í plokkun og litun, klippingu og strýpur, vax eða tætingu að ógleymdum vatnslosandi matarkúr til að líta vel út í kjólnum!!! Hvers vegna erum við að þessu öllu síðan - það man enginn í hvaða kjól þú varst milli ára, hvernig klippingin var eða þá heldur förðunin!!!! En hvað gerir maður ekki til þess að trúa því að maður líti vel út. Búið er að ákveða kjólinn og allt er á réttri leið.
Já hjúkkan er í mestu makindum að vinna þessa dagana eins og vanalega. Hún hefur aðallega dvalið á slysadeildinni, milli þess sem hún fer heim að sofa. Sem betur fer er helgin framundan og þegar búið að bóka hjúkkuna í kaldan á föstudaginn ásamt tangodrottningunni og kannski fleirum. Annars er lítið að frétta úr Dofranum, ekki er enn búið að fjárfesta í borvél enda eru skiptar skoðanir manna um borunarhæfni hjúkkunnar og það hvort hún ætti yfir höfuð að eiga svona tæki. Hver veit nema hinn óþekki eigi borvél og kunni að nota hana??
Árshátíðin er eftir 10 daga og kominn tími á alls konar hárlitanir, klippingar og háreyðingar með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. Karlmenn eru ótrúlega heppnir hvað þetta varða - þeir þurfa einungis að muna eftir því að fara í sturtu, raka sig í andlitinu og smella á sig smá rakspýra. Á meðan þurfa konurnar að fara í plokkun og litun, klippingu og strýpur, vax eða tætingu að ógleymdum vatnslosandi matarkúr til að líta vel út í kjólnum!!! Hvers vegna erum við að þessu öllu síðan - það man enginn í hvaða kjól þú varst milli ára, hvernig klippingin var eða þá heldur förðunin!!!! En hvað gerir maður ekki til þess að trúa því að maður líti vel út. Búið er að ákveða kjólinn og allt er á réttri leið.
22/02/2006
Lent á fótunum!
Eftir fáránlegar uppákomur s.l. helgi er hjúkkan lent á fótunum og hefur ákveðið að láta þessa helgi ekki hafa frekari áhrif á sig. Það rann berlega upp fyrir hjúkkunni að hún getur lítið haft áhrif á hegðan fólks og því borgar það sig ekki að velta sér upp úr því. Góðar vinkonur og vinir komu til hjálpar og eiga þau öll knús og kossa skilið - enda hjúkkan þekkt fyrir að vera sérstaklega kelin :)
Þessa dagana eiga allir afmæli og það rennur yfirleitt saman hver á afmæli hvaða dag og því vill hjúkkan óska þeim fjölmörgu sem eiga afmæli þessa vikuna innilega til hamingju með daginn. Saumaklúbburinn hittist í kvöld í tilefni af afmælinu hennar Þóru og það var bara yndislegt að hitta skvísurnar. Helmingurinn með bumbuna út í loftið, hinn helmingurinn ekki og ein að springa úr mjólk!!!
Á morgun eru tveir fundir, ferð í húsasmiðjuna (þarf að kaupa mér borvél, brauðrist og kaffivél) og kannski maður skelli sér í gymmið líka enda er hjúkkan orðin líkamsræktarmógúll mikill. Nú er nóg af innantómu og leiðinlegu bulli - farið að gera eitthvað annað en að hanga fyrir framan tölvuna :)
Eftir fáránlegar uppákomur s.l. helgi er hjúkkan lent á fótunum og hefur ákveðið að láta þessa helgi ekki hafa frekari áhrif á sig. Það rann berlega upp fyrir hjúkkunni að hún getur lítið haft áhrif á hegðan fólks og því borgar það sig ekki að velta sér upp úr því. Góðar vinkonur og vinir komu til hjálpar og eiga þau öll knús og kossa skilið - enda hjúkkan þekkt fyrir að vera sérstaklega kelin :)
Þessa dagana eiga allir afmæli og það rennur yfirleitt saman hver á afmæli hvaða dag og því vill hjúkkan óska þeim fjölmörgu sem eiga afmæli þessa vikuna innilega til hamingju með daginn. Saumaklúbburinn hittist í kvöld í tilefni af afmælinu hennar Þóru og það var bara yndislegt að hitta skvísurnar. Helmingurinn með bumbuna út í loftið, hinn helmingurinn ekki og ein að springa úr mjólk!!!
Á morgun eru tveir fundir, ferð í húsasmiðjuna (þarf að kaupa mér borvél, brauðrist og kaffivél) og kannski maður skelli sér í gymmið líka enda er hjúkkan orðin líkamsræktarmógúll mikill. Nú er nóg af innantómu og leiðinlegu bulli - farið að gera eitthvað annað en að hanga fyrir framan tölvuna :)
17/02/2006
Komin heil heim og farin í vinnuna!
Hjúkkan kom heil heim fyrir rétt tæpri viku - án þess að vera í nokkrum umbúðum enda skíðadrottning með meiru. Hún tók einungis eina flotta byltu í fjallinu og það var fyrsta daginn þar sem fallegt útsýni úr brekkunni varð hjúkkunni að falli. Eftir það ákvað hún að njóta bara útsýnisins úr lyftunum og einbeita sér að skíðaiðkuninni þegar hún var á ferð um fjallið. Strax eftir heimkomu tók við vinna og ákvað hjúkkan að lifa eftir nýjum lífstíl. Þessi lífstíll snýr að því að láta aldrei meira en 8 klukkustundir líða milli vakta. Þessi lífstíll var virtur meiri hlutann af vikunni enda er hjúkkan orðin frekar grilluð eftir allar þessar vaktir. Nú er hins vegar komið helgarfrí með einungis einni aukavakt, tveimur barnaafmælum og einni tennisæfingu.
Þrátt fyrir mikla vinnu hefur hjúkkan haft tíma fyrir nokkra fundi, ferðir í gymmið og íhuganir um framkomu og eðli fólks almennt. Hún er mikið að velta því fyrir sér af hverju fólk segir eitt og gerir svo allt annað, og hvers vegna horfir maður sífellt í hina áttina þegar vissar aðstæður eru á borðinu?? Já maður fer í djúpar pælingar á næturvöktum það er ekki hægt að segja annað. Mottóið er staðfest að fólk er fífl og það er lítið sem maður getur gert í því öllu saman!
Hjúkkan kom heil heim fyrir rétt tæpri viku - án þess að vera í nokkrum umbúðum enda skíðadrottning með meiru. Hún tók einungis eina flotta byltu í fjallinu og það var fyrsta daginn þar sem fallegt útsýni úr brekkunni varð hjúkkunni að falli. Eftir það ákvað hún að njóta bara útsýnisins úr lyftunum og einbeita sér að skíðaiðkuninni þegar hún var á ferð um fjallið. Strax eftir heimkomu tók við vinna og ákvað hjúkkan að lifa eftir nýjum lífstíl. Þessi lífstíll snýr að því að láta aldrei meira en 8 klukkustundir líða milli vakta. Þessi lífstíll var virtur meiri hlutann af vikunni enda er hjúkkan orðin frekar grilluð eftir allar þessar vaktir. Nú er hins vegar komið helgarfrí með einungis einni aukavakt, tveimur barnaafmælum og einni tennisæfingu.
Þrátt fyrir mikla vinnu hefur hjúkkan haft tíma fyrir nokkra fundi, ferðir í gymmið og íhuganir um framkomu og eðli fólks almennt. Hún er mikið að velta því fyrir sér af hverju fólk segir eitt og gerir svo allt annað, og hvers vegna horfir maður sífellt í hina áttina þegar vissar aðstæður eru á borðinu?? Já maður fer í djúpar pælingar á næturvöktum það er ekki hægt að segja annað. Mottóið er staðfest að fólk er fífl og það er lítið sem maður getur gert í því öllu saman!
03/02/2006
Sjúbbillí sjúbb á morgun!
Hjúkkan er nú alveg við það að komast á skíði til Austurríkis en brottför er á morgun. Eftir langan viku og endalausa vinnu er loksins komin helgi og loksins komið að fríinu langþráða. Hjúkkan hefur beðið þess lengi að komast burt úr öllu þessu rugli hérna á klakanum og njóta lífisins í friði og ró í viku. Hjúkkan verður í för með annarri hjúkku og lækni enda er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig miðað við óheppni hjúkkunnar. Í kvöld er málið að pakka og fara í gott bað og gera sig svolítið sætan fyrir Reinhardt eða Hanz eða Klaus (vinnufélagarnir gátu ekki komist að samkomulagi um hvaða nafn færi austurríska skíðakennaranum best :) ). Ef þið komið til með að sakna hjúkkunnar er hægt að fara á www.flachau.at og velja þar livecamera úr einni brekkunni - aldrei að vita nema maður vinki.
Farið varlega á meðan og munið eftir Superbowl sem verður ekki að þessu sinni í Dofarnum. Áfram Steelers!!!
Hjúkkan er nú alveg við það að komast á skíði til Austurríkis en brottför er á morgun. Eftir langan viku og endalausa vinnu er loksins komin helgi og loksins komið að fríinu langþráða. Hjúkkan hefur beðið þess lengi að komast burt úr öllu þessu rugli hérna á klakanum og njóta lífisins í friði og ró í viku. Hjúkkan verður í för með annarri hjúkku og lækni enda er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig miðað við óheppni hjúkkunnar. Í kvöld er málið að pakka og fara í gott bað og gera sig svolítið sætan fyrir Reinhardt eða Hanz eða Klaus (vinnufélagarnir gátu ekki komist að samkomulagi um hvaða nafn færi austurríska skíðakennaranum best :) ). Ef þið komið til með að sakna hjúkkunnar er hægt að fara á www.flachau.at og velja þar livecamera úr einni brekkunni - aldrei að vita nema maður vinki.
Farið varlega á meðan og munið eftir Superbowl sem verður ekki að þessu sinni í Dofarnum. Áfram Steelers!!!
30/01/2006
Dofin í Dofranum!
Hjúkkan er eiginlega bara dofin í hausnum eftir kvöldvaktina í kvöld. Sannarlega mánudagskvöld eins og þau gerast best með tilheyrandi bið, illum augnarráðum frá fólki í biðstofunni og endalausu áreiti. En allar vaktir enda og svo var einnig með þessa vakt. Hjúkkan er því ánægð að vera komin heim í Dofrann. Helgin var ljúf og góð - byrjaði auðvitað með auka næturvakt aðfaranótt laugardags sem var nokkuð erilsöm. Laugardagskvöldið fór í brilljant gettúgeðer með Höllu og Bryndísi þar sem snilldar pastaréttur var framreiddur og gott rauðvín drukkið með. Það var hlegið, pælt í frammistöðu og útbúnaði Eurovision keppenda og talað út í eitt enda er það eitthvað sem þessi hópur á ekki í vanda með. Sunnudagurinn fór í tennisæfingu og lambahrygginn hennar mömmu sem bregst aldrei. Í dag var það svo vinnan enda kominn mánudagur og farið að styttast í sjúbb - sjúss - sjúbb - sjúss ferðina sem hefst á laugardaginn. Hjúkkan er nú komin með fiðring í fæturnar og hlakkar mikið til að renna sér áhyggjulaus í brekkum Austurríkis. Nokkur mál þarfnast útkljáunar fyrir ferðina og ætlar hjúkkan líka að kenna tvö skyndihjálparnámkeið svona rétt til að hafa örugglega engan tíma til að pakka og slappa af. Enda hefur hjúkkan greinilega litla trú á svoleiðis athæfi!!
Hjúkkan er eiginlega bara dofin í hausnum eftir kvöldvaktina í kvöld. Sannarlega mánudagskvöld eins og þau gerast best með tilheyrandi bið, illum augnarráðum frá fólki í biðstofunni og endalausu áreiti. En allar vaktir enda og svo var einnig með þessa vakt. Hjúkkan er því ánægð að vera komin heim í Dofrann. Helgin var ljúf og góð - byrjaði auðvitað með auka næturvakt aðfaranótt laugardags sem var nokkuð erilsöm. Laugardagskvöldið fór í brilljant gettúgeðer með Höllu og Bryndísi þar sem snilldar pastaréttur var framreiddur og gott rauðvín drukkið með. Það var hlegið, pælt í frammistöðu og útbúnaði Eurovision keppenda og talað út í eitt enda er það eitthvað sem þessi hópur á ekki í vanda með. Sunnudagurinn fór í tennisæfingu og lambahrygginn hennar mömmu sem bregst aldrei. Í dag var það svo vinnan enda kominn mánudagur og farið að styttast í sjúbb - sjúss - sjúbb - sjúss ferðina sem hefst á laugardaginn. Hjúkkan er nú komin með fiðring í fæturnar og hlakkar mikið til að renna sér áhyggjulaus í brekkum Austurríkis. Nokkur mál þarfnast útkljáunar fyrir ferðina og ætlar hjúkkan líka að kenna tvö skyndihjálparnámkeið svona rétt til að hafa örugglega engan tíma til að pakka og slappa af. Enda hefur hjúkkan greinilega litla trú á svoleiðis athæfi!!
26/01/2006
Farin úr forgörðum!
Nú er að ganga í garð gósentíð íslenskra íþróttafréttamanna sem koma til með að lýsa leikjum íslenska landsliðsins í handknattleik á EM í Sviss. Í dag var fyrsti leikur íslenska liðsins og þeir eru nú í augnarblikinu enn með buxurnar upp um sig en þær eru eitthvað farnar að síga í seinni hlutanum. Þegar þetta er skirfað eru "strákarnir okkar" enn 7 mörkum yfir en hafa klúðrað síðustu 5 sóknum sínum - sem er ekki alveg nógu gott. En það sem er svo dásamlegt við þessi stórmót er auðvitað mikið magn af góðum leikjum með tilheyrandi sófa og svo auðvitað mælska íþróttafréttaritaranna. Í leiknum í dag varð þulinum mikið fyrir vegna færa sem fóru ÚR forgörðum! Hjúkkan er nú engin íslenskufræðingur en hún er nú nokkuð viss um að tækifæri fari ekki úr forgörðum heldur einfaldlega fari forgörðum. Hver ætla annars tækifærin úr forgörðum í bakgarða? Nei bara svona rétt að spá...
Nú er að ganga í garð gósentíð íslenskra íþróttafréttamanna sem koma til með að lýsa leikjum íslenska landsliðsins í handknattleik á EM í Sviss. Í dag var fyrsti leikur íslenska liðsins og þeir eru nú í augnarblikinu enn með buxurnar upp um sig en þær eru eitthvað farnar að síga í seinni hlutanum. Þegar þetta er skirfað eru "strákarnir okkar" enn 7 mörkum yfir en hafa klúðrað síðustu 5 sóknum sínum - sem er ekki alveg nógu gott. En það sem er svo dásamlegt við þessi stórmót er auðvitað mikið magn af góðum leikjum með tilheyrandi sófa og svo auðvitað mælska íþróttafréttaritaranna. Í leiknum í dag varð þulinum mikið fyrir vegna færa sem fóru ÚR forgörðum! Hjúkkan er nú engin íslenskufræðingur en hún er nú nokkuð viss um að tækifæri fari ekki úr forgörðum heldur einfaldlega fari forgörðum. Hver ætla annars tækifærin úr forgörðum í bakgarða? Nei bara svona rétt að spá...
25/01/2006
Alveg einstök Fríða!
Hjúkkunni er margt til lista lagt og þar á meðal koma stundum upp svokölluð Fríðumóment sem á rætur sínar að rekja til sjúkdómsgreiningar um óheppni. Hjúkkan tók nokkur nett Fríðumóment um helgina en það síðasta var í gær. Jú hún var búin að hlakka mikið til að kíkja á hana Sigurbjörgu Kötlu litlu og var harðákveðin í því að sá fundur ætti að eiga sér stað þriðjudaginn 24. janúar. Hjúkkan valhoppaði léttum skrefum úr vinnunni kl. 20 og renndi beint í D28 þar sem henni til vissrar undrunar voru engir af bílum vinkvennanna. En hvað veit maður hugsaði hjúkkan - kannski var þeim öllum bara skutlað í kvöld! Hjúkkan stökk upp útidyratröppurnar og hóf að hringja bjöllunni - en ekkert svar barst. Hjúkkan hugsaði sér sem svo að oft geta þessar gellur talað hátt svo engin þeirra heyrir örugglega í bjöllunni. Hún hringdi aftur bjöllunni og sem fyrr kom ekkert svar. Þá var nú gott að vera með gsm og hóf hjúkkan að hringja í gellurnar. Viti menn engin þeirra svaraði símanum sínum!!! Hjúkkunni var nú hætt að lítast á blikuna og náði loksins í Eibí sem hló nett og sagði hjúkkunni að hún væri sem sagt mætt viku og snemma í saumaklúbbinn!!! Gat skeð hugsaði hjúkkan og brenndi heim í Dofrann þar sem feitur sófatími beið. Já eins og fyrr sagði þá getur hjúkkan ýmislegt án þess að henni sé sérstaklega hjálpað. En góðu fréttirnar eru þær að nú er hjúkkan komin með flugmiðann til Austurríkis og ekkert nema sjúbb sjúbb framundan. Held samt í ljósi óheppni hjúkkunnar sé nokkuð jákvætt að læknir og önnur hjúkka verða með í för.
Lykilorð dagsins eru Áfram Man Utd - sem auðvitað kemur til með að gjörsigra Blackburn í kvöld!!!
Hjúkkunni er margt til lista lagt og þar á meðal koma stundum upp svokölluð Fríðumóment sem á rætur sínar að rekja til sjúkdómsgreiningar um óheppni. Hjúkkan tók nokkur nett Fríðumóment um helgina en það síðasta var í gær. Jú hún var búin að hlakka mikið til að kíkja á hana Sigurbjörgu Kötlu litlu og var harðákveðin í því að sá fundur ætti að eiga sér stað þriðjudaginn 24. janúar. Hjúkkan valhoppaði léttum skrefum úr vinnunni kl. 20 og renndi beint í D28 þar sem henni til vissrar undrunar voru engir af bílum vinkvennanna. En hvað veit maður hugsaði hjúkkan - kannski var þeim öllum bara skutlað í kvöld! Hjúkkan stökk upp útidyratröppurnar og hóf að hringja bjöllunni - en ekkert svar barst. Hjúkkan hugsaði sér sem svo að oft geta þessar gellur talað hátt svo engin þeirra heyrir örugglega í bjöllunni. Hún hringdi aftur bjöllunni og sem fyrr kom ekkert svar. Þá var nú gott að vera með gsm og hóf hjúkkan að hringja í gellurnar. Viti menn engin þeirra svaraði símanum sínum!!! Hjúkkunni var nú hætt að lítast á blikuna og náði loksins í Eibí sem hló nett og sagði hjúkkunni að hún væri sem sagt mætt viku og snemma í saumaklúbbinn!!! Gat skeð hugsaði hjúkkan og brenndi heim í Dofrann þar sem feitur sófatími beið. Já eins og fyrr sagði þá getur hjúkkan ýmislegt án þess að henni sé sérstaklega hjálpað. En góðu fréttirnar eru þær að nú er hjúkkan komin með flugmiðann til Austurríkis og ekkert nema sjúbb sjúbb framundan. Held samt í ljósi óheppni hjúkkunnar sé nokkuð jákvætt að læknir og önnur hjúkka verða með í för.
Lykilorð dagsins eru Áfram Man Utd - sem auðvitað kemur til með að gjörsigra Blackburn í kvöld!!!
21/01/2006
Ofurhjúkkan stuðuð!
Hjúkkan vaknaði nokkuð fersk eftir næturvaktina þrátt fyrir að hafa verið vakin við símann fljótlega upp úr hádegi. Gallup var að hringja og var með fáránlega langan spurningalista sem hjúkkan í svefnrofanum játaði að svara. Hún man nú óljóst eftir því hver svörunin var en það er lítið við því að gera. Hjúkkan hélt áfram að sofa og kom sé loks á fætur um kaffileytið. Eftir góðan morgunmat lá leiðin í sófann þar sem enski boltinn var settur á og hjúkkan bísnaðist yfir hæfileikaleysi Tottenham manna gegn Aston Villa - en þegar maður á 20 marktækifæri á nú eitthvað að lenda í netinu. En miðað við gengi hennar manna í Man Utd er best að vera ekki með yfirlýsingar um vanhæfni annarra liða í augnarblikinu.
Eftir leikinn fá hjúkkan sig knúna til þess að leyfa nýfundnum iðnaðarhæfileikum sínum að njóta sín og ákvað að tengja og hengja upp ljós á ganginn. Hjúkkan aftengdi perustæðið sem var og tengdi nýtt og allt gekk eins og í sögu - þar til að hjúkkan fékk þá hugmynd að kveikja ljósið og stilla svo aðeins betur stöðuna á ljósinu. Viti menn eftir skamma stund fékk hjúkkan þennan líka fína rafstraum í vinstri hendina með leiðni upp í öxlina. Hjúkkan vinnur nú á slysadeildinni og hugsaði um stund hvort þetta væri nokkuð svakalega óhollt, og komst að þeirri niðurstöðu að hafa ekki frekari áhyggjur af málinu, verkurinn í hendinni hlyti að hverfa. Hann er nú minni og hjartslátturinn kominn í reglulegan takt þannig að hjúkkan ætlar ekki að aðhafast fekar í málinu. Stelpukvöld planað með því að borða, drekka og horfa á Davíð Olgeirs í Eurovisioninu - allir að muna að kjósa hann. Áfram Davíð!!!
Hjúkkan vaknaði nokkuð fersk eftir næturvaktina þrátt fyrir að hafa verið vakin við símann fljótlega upp úr hádegi. Gallup var að hringja og var með fáránlega langan spurningalista sem hjúkkan í svefnrofanum játaði að svara. Hún man nú óljóst eftir því hver svörunin var en það er lítið við því að gera. Hjúkkan hélt áfram að sofa og kom sé loks á fætur um kaffileytið. Eftir góðan morgunmat lá leiðin í sófann þar sem enski boltinn var settur á og hjúkkan bísnaðist yfir hæfileikaleysi Tottenham manna gegn Aston Villa - en þegar maður á 20 marktækifæri á nú eitthvað að lenda í netinu. En miðað við gengi hennar manna í Man Utd er best að vera ekki með yfirlýsingar um vanhæfni annarra liða í augnarblikinu.
Eftir leikinn fá hjúkkan sig knúna til þess að leyfa nýfundnum iðnaðarhæfileikum sínum að njóta sín og ákvað að tengja og hengja upp ljós á ganginn. Hjúkkan aftengdi perustæðið sem var og tengdi nýtt og allt gekk eins og í sögu - þar til að hjúkkan fékk þá hugmynd að kveikja ljósið og stilla svo aðeins betur stöðuna á ljósinu. Viti menn eftir skamma stund fékk hjúkkan þennan líka fína rafstraum í vinstri hendina með leiðni upp í öxlina. Hjúkkan vinnur nú á slysadeildinni og hugsaði um stund hvort þetta væri nokkuð svakalega óhollt, og komst að þeirri niðurstöðu að hafa ekki frekari áhyggjur af málinu, verkurinn í hendinni hlyti að hverfa. Hann er nú minni og hjartslátturinn kominn í reglulegan takt þannig að hjúkkan ætlar ekki að aðhafast fekar í málinu. Stelpukvöld planað með því að borða, drekka og horfa á Davíð Olgeirs í Eurovisioninu - allir að muna að kjósa hann. Áfram Davíð!!!
19/01/2006
Hroki og hleypidómar!
Hjúkkan átti góða kvöldstund með mömmu gömlu og Maríu systur í bíóinu í kvöld. Hjúkkan ætlaði nú reyndar ekki að láta undan og fara á þessa mynd en þar sem um var að ræða boðsmiða ákvað hjúkkan að slá til og sjá hvort upprunalega útgáfan væri ekki örugglega betri. Þessi útgáfa er mjög fín - en það er engin Colin Firth í henni. Samt nær gaurinn sem leikur Darcy einhverju svona Firth momenti og maður heldur með honum. Keira Knightley fer bara svo mikið í taugarnar á hjúkkunni þá allra helst vegna tannréttingar - kjálkans sem hún ber framan í sér. Alveg merkilegt að hún er ósymmetrisk í framan greyið stelpan - en það er kannski hvað flokkast undir fegurð hjá karlmönnum. En hjúkkan ætlar ekki að gefa upp meira af myndinn og hvetja bara aðdáendur upprunalegu útgáfunnar að kíkja í bíó - það góða við þessa útgáfu er að hún er ekki 6 klst löng :)
Eftir bíóið lá leiðin heim í Dofrann þar sem hjúkkan kveikti á sjónvarpinu. Enn fara raunveruleika þættir í sjónvarpinu versnandi og sá versti sem hjúkkan hefur séð er einmitt í loftinu núna. Hvað yrði til þess að þú lesandi góður myndir sjálfviljugur koma fram í sjónvarpsþætti um þitt kynlífsvandamál!!!!! Og þátturinn sem er núna er held ég eitthvað það versta sem ég hef séð. Held að sjónvarpsguðinn sé að segja hjúkkunni að fara að slökkva á sjónvarpinu og fá sér bók að lesa. Kannski er það bara málið að koma sér í háttinn enda morgun- og næturvakt á morgun. Svo er helgarfrí og hver veit nema maður hitti vinkonur sínar eitthvað ;)
Hjúkkan átti góða kvöldstund með mömmu gömlu og Maríu systur í bíóinu í kvöld. Hjúkkan ætlaði nú reyndar ekki að láta undan og fara á þessa mynd en þar sem um var að ræða boðsmiða ákvað hjúkkan að slá til og sjá hvort upprunalega útgáfan væri ekki örugglega betri. Þessi útgáfa er mjög fín - en það er engin Colin Firth í henni. Samt nær gaurinn sem leikur Darcy einhverju svona Firth momenti og maður heldur með honum. Keira Knightley fer bara svo mikið í taugarnar á hjúkkunni þá allra helst vegna tannréttingar - kjálkans sem hún ber framan í sér. Alveg merkilegt að hún er ósymmetrisk í framan greyið stelpan - en það er kannski hvað flokkast undir fegurð hjá karlmönnum. En hjúkkan ætlar ekki að gefa upp meira af myndinn og hvetja bara aðdáendur upprunalegu útgáfunnar að kíkja í bíó - það góða við þessa útgáfu er að hún er ekki 6 klst löng :)
Eftir bíóið lá leiðin heim í Dofrann þar sem hjúkkan kveikti á sjónvarpinu. Enn fara raunveruleika þættir í sjónvarpinu versnandi og sá versti sem hjúkkan hefur séð er einmitt í loftinu núna. Hvað yrði til þess að þú lesandi góður myndir sjálfviljugur koma fram í sjónvarpsþætti um þitt kynlífsvandamál!!!!! Og þátturinn sem er núna er held ég eitthvað það versta sem ég hef séð. Held að sjónvarpsguðinn sé að segja hjúkkunni að fara að slökkva á sjónvarpinu og fá sér bók að lesa. Kannski er það bara málið að koma sér í háttinn enda morgun- og næturvakt á morgun. Svo er helgarfrí og hver veit nema maður hitti vinkonur sínar eitthvað ;)
18/01/2006
Að ýmsu að huga!
Það hefur enn sem fyrr verið snarvitlaust að gera hjá hjúkkunni undanfarna daga. Hún hefur þurft að berjast við náttúruöflin, bílinn, vinnuna og lífið almennt. Fyrst ber að nefna sögunna löngu varðandi Skódann og að því sem virtist vera ónýtu sumardekkin. En eftir ansi svekkjandi og erfiðan dag sá hjúkkan þann kostinn skástan að drífa sig í Hjólbarðahöllina og kaupa nýjan umgang af negldum vetrardekkjum undir gellubílinn. Með ansi sært stolið þurfti hjúkkan að horfast í augu við það að Skódinn var ekki jeppi og þegar neyðin er strærst er hjálpin næst ekki satt!! Jú svo var hjá hjúkkunni og var björgunarmaðurinn kominn á svæðið tvívegis á nokkrum klst hjúkkunni til bjarga. Björgunarmaðurinn á stóran og flottan jeppa og finnst voða gaman að bjarga fólki sem er í vandræðum. Það er algjörlega nauðsynlegt að þekkja einn svona... Björgunarmaðurinn fær hér með ansi mörg hetjustig fyrir ósérhlífna þjónstu í þágu hjúkkunnar. Nú er hjúkkan komin á þessi líka fínu dekk og gamlir jeppataktar farnir að láta ljós sitt skína á Skódanum.
Annars er hjúkkan á fullu að ganga frá mögulegri skíðaferð til Austurríkis og er hún strax komin í sjúbb sjúbb stemninguna. Þar sem nokkur kíló hafa fokið í kjölfar ástandsins sem var á síðasta ári þurfti hjúkkan að skella sér í intersport og fjárfesta nýjum skíðabuxum og úlpu. Hún verður alla vega sætasta hjúkkan í fjallinu þegar þar að kemur. Þangað til er best að reyna að fara að sofa pínu til að geta mætt í vinnuna á morgun.
Það hefur enn sem fyrr verið snarvitlaust að gera hjá hjúkkunni undanfarna daga. Hún hefur þurft að berjast við náttúruöflin, bílinn, vinnuna og lífið almennt. Fyrst ber að nefna sögunna löngu varðandi Skódann og að því sem virtist vera ónýtu sumardekkin. En eftir ansi svekkjandi og erfiðan dag sá hjúkkan þann kostinn skástan að drífa sig í Hjólbarðahöllina og kaupa nýjan umgang af negldum vetrardekkjum undir gellubílinn. Með ansi sært stolið þurfti hjúkkan að horfast í augu við það að Skódinn var ekki jeppi og þegar neyðin er strærst er hjálpin næst ekki satt!! Jú svo var hjá hjúkkunni og var björgunarmaðurinn kominn á svæðið tvívegis á nokkrum klst hjúkkunni til bjarga. Björgunarmaðurinn á stóran og flottan jeppa og finnst voða gaman að bjarga fólki sem er í vandræðum. Það er algjörlega nauðsynlegt að þekkja einn svona... Björgunarmaðurinn fær hér með ansi mörg hetjustig fyrir ósérhlífna þjónstu í þágu hjúkkunnar. Nú er hjúkkan komin á þessi líka fínu dekk og gamlir jeppataktar farnir að láta ljós sitt skína á Skódanum.
Annars er hjúkkan á fullu að ganga frá mögulegri skíðaferð til Austurríkis og er hún strax komin í sjúbb sjúbb stemninguna. Þar sem nokkur kíló hafa fokið í kjölfar ástandsins sem var á síðasta ári þurfti hjúkkan að skella sér í intersport og fjárfesta nýjum skíðabuxum og úlpu. Hún verður alla vega sætasta hjúkkan í fjallinu þegar þar að kemur. Þangað til er best að reyna að fara að sofa pínu til að geta mætt í vinnuna á morgun.
14/01/2006
Lítil saga af litlum bíl!
Einu sinni var ung og sérlega falleg hjúkka sem átti leið um Bílaþing Heklu. Á þessari ferð sinni varð á vegi hennar einstaklega sjarmerandi og fallegur lítill Skodi sem hjúkkan féll killiflöt fyrir. Samband þeirra hófst, óx og dafnaði - jú Skódinn litli gat allt og hjúkkan var hin ánægðasta. Hvort sem var í rigningu, roki, sólskini eða snjó - alltaf stóð Skódinn við sitt. Svo gerðist það einn slæman veðurdag að miklum snjó kyngdi niður og litla Skódanum varð svolítið kalt. Í fyrsta skiptið komst hann ekki úr stæðinu sínu og gat ekki komið hjúkkunni til hjálpar. Nú voru góð ráð dýr og hjúkkunni tókst loks með hjálp mágs síns og góðhjartaðs nágranna á stórum bíl að bjarga litla Skódanum úr stæðinu. Hjúkkan keyrði litla Skódann um í góða stund svo honum varð aftur heitt og leið vel. Þá fór hjúkkan heim og lagði honum í betra stæði þar sem engin ljót brekka var að hrella hann. Morguninn eftir þegar hjúkkan tölti glöð í bragði að Skódanum til að komast til vinnu sinnar var sama sagan á teningnum. Jú þar sem litla Skódanum hafði orðið of kalt daginn áður fraus hann í handbremsu. Hjúkkan hélt að hún væri búin að lækna krúttið en svo virtist ekki og litli Skódinn fór hvorki lönd né strönd. Hjúkkan varð reið og svekkt út í Skódann og fór á leigurbíl í vinnuna. Nú bíður hjúkkunnar það dásamlega verkefni að reyna að afþýða greyið litla Skódann svo hann komist nú aftur á ferð. Hjúkkunni er lítið skemmt - en hún reynir að muna þær góðu stundir þar sem Skódinn virkilega hélt að hann væri jeppi og kom hjúkkunni á ótrúlegan hátt milli staða!!!! Vonandi kemur bráðum vor og það fer að hlýna úti - þá líka lokar í Bláfjöllum og minna verður að gera hjá hjúkkunni í vinnunni!!!!!
Einu sinni var ung og sérlega falleg hjúkka sem átti leið um Bílaþing Heklu. Á þessari ferð sinni varð á vegi hennar einstaklega sjarmerandi og fallegur lítill Skodi sem hjúkkan féll killiflöt fyrir. Samband þeirra hófst, óx og dafnaði - jú Skódinn litli gat allt og hjúkkan var hin ánægðasta. Hvort sem var í rigningu, roki, sólskini eða snjó - alltaf stóð Skódinn við sitt. Svo gerðist það einn slæman veðurdag að miklum snjó kyngdi niður og litla Skódanum varð svolítið kalt. Í fyrsta skiptið komst hann ekki úr stæðinu sínu og gat ekki komið hjúkkunni til hjálpar. Nú voru góð ráð dýr og hjúkkunni tókst loks með hjálp mágs síns og góðhjartaðs nágranna á stórum bíl að bjarga litla Skódanum úr stæðinu. Hjúkkan keyrði litla Skódann um í góða stund svo honum varð aftur heitt og leið vel. Þá fór hjúkkan heim og lagði honum í betra stæði þar sem engin ljót brekka var að hrella hann. Morguninn eftir þegar hjúkkan tölti glöð í bragði að Skódanum til að komast til vinnu sinnar var sama sagan á teningnum. Jú þar sem litla Skódanum hafði orðið of kalt daginn áður fraus hann í handbremsu. Hjúkkan hélt að hún væri búin að lækna krúttið en svo virtist ekki og litli Skódinn fór hvorki lönd né strönd. Hjúkkan varð reið og svekkt út í Skódann og fór á leigurbíl í vinnuna. Nú bíður hjúkkunnar það dásamlega verkefni að reyna að afþýða greyið litla Skódann svo hann komist nú aftur á ferð. Hjúkkunni er lítið skemmt - en hún reynir að muna þær góðu stundir þar sem Skódinn virkilega hélt að hann væri jeppi og kom hjúkkunni á ótrúlegan hátt milli staða!!!! Vonandi kemur bráðum vor og það fer að hlýna úti - þá líka lokar í Bláfjöllum og minna verður að gera hjá hjúkkunni í vinnunni!!!!!
13/01/2006
Erfiðir dagar!
Þessir síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir og ósanngjarnir. Maður finnur sjaldan fyrir jafnmiklu hjálparleysi eins og þegar hugurinn leitar til Kollu og Hauks sem eru að ganga í gegnum þá erfiðustu tíma sem nokkur maður getur ímyndað sér. Maður getur engan veginn sett sig í þeirra spor og vil ég votta þeim mína dýpstu samúð og leyfa þeim að vita að hugur minn og bænir eru hjá þeim og litla englinum þeirra henni Rósu. Falleg bænastund var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í gær og gaf það þeim vonandi aukna von og kraft til að takast á við það sem framundan er.
Þessir síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir og ósanngjarnir. Maður finnur sjaldan fyrir jafnmiklu hjálparleysi eins og þegar hugurinn leitar til Kollu og Hauks sem eru að ganga í gegnum þá erfiðustu tíma sem nokkur maður getur ímyndað sér. Maður getur engan veginn sett sig í þeirra spor og vil ég votta þeim mína dýpstu samúð og leyfa þeim að vita að hugur minn og bænir eru hjá þeim og litla englinum þeirra henni Rósu. Falleg bænastund var í Fríkirkjunni í Hafnarfirði í gær og gaf það þeim vonandi aukna von og kraft til að takast á við það sem framundan er.
11/01/2006
Kúristund með litla kút!
Hjúkkan átti yndislega stund með litla frænda í dag. Hún sló auðvitað í gegn þegar hún sótti hann á leikskólann með snjóþotuna góðu og ferðin heim var ekkert nema ótrúlega skemmtileg. Eftir að heim var komin tók smá límmiðastund við og svo var beðið um að horfa á Samma brunavörð. Þetta er einhver mesta snilldar teiknimyndarfígúra sem hjúkkan hefur séð í langan tíma. Sammi er sem sagt brunavörður, björgunarmaður og allt í öllu. Ef einhver á í vanda þá kemur Sammi og bjargar málunum. Sammi kom því meira að segja til skila að Tarzan væri ekki þjálfaður slökkviliðsmaður og því ætti maður frekar að treysta Samma. En eftir nokkra þætti voru augnlokin orðin þung hjá hjúkkunni og litla kútnum og fyrr en varði voru þau bæði sofnuð í yndislegri kúristund í sófanum, og vöknuðu ekki fyrr en foreldrarnir komu heim!! Kvöldinu var eytt á tilfinningaþrunginnri kóræfingu og loks lá leiðin heim í sófa. Núna er nettur snjóbilur úti og hjúkkan á góða stund með mörgæsunum og sjónvarpinu.
Hjúkkan átti yndislega stund með litla frænda í dag. Hún sló auðvitað í gegn þegar hún sótti hann á leikskólann með snjóþotuna góðu og ferðin heim var ekkert nema ótrúlega skemmtileg. Eftir að heim var komin tók smá límmiðastund við og svo var beðið um að horfa á Samma brunavörð. Þetta er einhver mesta snilldar teiknimyndarfígúra sem hjúkkan hefur séð í langan tíma. Sammi er sem sagt brunavörður, björgunarmaður og allt í öllu. Ef einhver á í vanda þá kemur Sammi og bjargar málunum. Sammi kom því meira að segja til skila að Tarzan væri ekki þjálfaður slökkviliðsmaður og því ætti maður frekar að treysta Samma. En eftir nokkra þætti voru augnlokin orðin þung hjá hjúkkunni og litla kútnum og fyrr en varði voru þau bæði sofnuð í yndislegri kúristund í sófanum, og vöknuðu ekki fyrr en foreldrarnir komu heim!! Kvöldinu var eytt á tilfinningaþrunginnri kóræfingu og loks lá leiðin heim í sófa. Núna er nettur snjóbilur úti og hjúkkan á góða stund með mörgæsunum og sjónvarpinu.
09/01/2006
Superbowl 2006 - Diss eða Piss 2006!
Það er hér með staðfest að hið árlega Superbowl partý verður haldið í Dofraberginu sunnudagskvöldið 5. febrúar. Leikurinn fer fram í Detroit og er þetta 40. skiptið sem leikið er um Superbowl. Að venju verða reglur um drykkjarföng byggð á diss eða piss kenningum sem allir þátttakendur þekkja vel. Megabeibið er hér með opinberlega beðið um að koma með guacamoleið sitt sem slær alltaf í gegn og auðvitað skjávarpann. Geri ráð fyrir því að Höski verði með læti eins og alltaf en í þetta sinn verður ekki aukaherbergi eins og í fyrra þannig að þið hin verðið að þola Höska eins og við öll - enda kemur hann með afruglarann. Hjúkkan á bara eftir að redda skiptingu á næturvaktinni en geri ekki ráð fyrir því að það verði nokkuð vandamál enda er farið að leggja drög að því nú þegar. Hjúkkan kíkti á síðuna www.superbowl.com þar sem ýmsar góðar upplýsingar koma fram og meðal annars það að enginn annar en Steve Wonder verður með preshowið í ár og engir aðrir en ellilífeyrisþegarnir í Rolling Stones eru með halftime showið. Það á sem sagt að tryggja það aftur að ekkert ósómasamlegt gerist!! En hver veit nema einhver performerinn fái fyrir hjartað eða nettan blóðtappa í höfuðið sökum aldurs. Nú er það bara að sjá hverjir komast á leiðarenda og halda með Patriots því auðvitað er Tom Brady lang flottastur!!!
Það er hér með staðfest að hið árlega Superbowl partý verður haldið í Dofraberginu sunnudagskvöldið 5. febrúar. Leikurinn fer fram í Detroit og er þetta 40. skiptið sem leikið er um Superbowl. Að venju verða reglur um drykkjarföng byggð á diss eða piss kenningum sem allir þátttakendur þekkja vel. Megabeibið er hér með opinberlega beðið um að koma með guacamoleið sitt sem slær alltaf í gegn og auðvitað skjávarpann. Geri ráð fyrir því að Höski verði með læti eins og alltaf en í þetta sinn verður ekki aukaherbergi eins og í fyrra þannig að þið hin verðið að þola Höska eins og við öll - enda kemur hann með afruglarann. Hjúkkan á bara eftir að redda skiptingu á næturvaktinni en geri ekki ráð fyrir því að það verði nokkuð vandamál enda er farið að leggja drög að því nú þegar. Hjúkkan kíkti á síðuna www.superbowl.com þar sem ýmsar góðar upplýsingar koma fram og meðal annars það að enginn annar en Steve Wonder verður með preshowið í ár og engir aðrir en ellilífeyrisþegarnir í Rolling Stones eru með halftime showið. Það á sem sagt að tryggja það aftur að ekkert ósómasamlegt gerist!! En hver veit nema einhver performerinn fái fyrir hjartað eða nettan blóðtappa í höfuðið sökum aldurs. Nú er það bara að sjá hverjir komast á leiðarenda og halda með Patriots því auðvitað er Tom Brady lang flottastur!!!
07/01/2006
Litlar prinsessur og ótrúlegir iðnaðarhæfileikar!
Hjúkkan vill byrja á því að óska nýbökuðum foreldrum Gurrý og Bjarka innilega til hamingju með litlu prinsessuna sína sem fæddist á þrettándanum. Hún er spræk og sæt að sögn og fyrir okkur konurnar skilst mér að hún hafi verið 15 merkur og 50 cm. Karlmenn hafa almennt ekki þörf á svona upplýsingum en það er annað með okkur konurnar. Önnur lítil prinsessa sem hjúkka hitti og lék sér pínu við í dag var hún Guðmunda Þórunn Gísladóttir sem er litla snúllan hans Þormóðs. Þar sem hjúkkan hefur einstaka nærveru og málband í vasanum var ekkert mál fyrir snúlluna að leika við hjúkkuna.
Sem leiðir söguna að iðnaðarhæfileikum hjúkkunnar sem eru hreint út sagt ótrúlegir. Hún er búin að skipta um lok og dósir í öllum innstungum og slökkvurum í íbúðinni á eigin vegum. Hún fór meira að segja í BYKO og keypti sér sinn eigin hamar!!! Ef hjúkkan er ekki þvílíkur kvenkostur núna þá veit hún ekki hvað það er að vera kvenkostur. Hún syngur í kór, spilar á fiðlu, er hjúkrunarfræðingur, spilar tennis og golf, situr í of mörgum nefndum og ráðum, hefur við á knattspyrnu, amerískum fótbolta og formúlunni og er auðvitað gullfalleg og einstaklega skemmtileg. Það sem kemur hjúkkunni kannski í koll eru kaldar hendur og kaldar tær. En það má örugglega finna einhvern þarna úti sem er tilbúinn til að horfa fram hjá því. Til þess einmitt að láta alla þessa kosti njóta sín meðal fólks, liggur hjúkkan í sófanum á laugardagskvöldi og horfir á frekar unglingalega unglingamynd sem heitir Ice Princess - hjúkkan er umvafin prinsessum þessa dagana.
Hjúkkan vill byrja á því að óska nýbökuðum foreldrum Gurrý og Bjarka innilega til hamingju með litlu prinsessuna sína sem fæddist á þrettándanum. Hún er spræk og sæt að sögn og fyrir okkur konurnar skilst mér að hún hafi verið 15 merkur og 50 cm. Karlmenn hafa almennt ekki þörf á svona upplýsingum en það er annað með okkur konurnar. Önnur lítil prinsessa sem hjúkka hitti og lék sér pínu við í dag var hún Guðmunda Þórunn Gísladóttir sem er litla snúllan hans Þormóðs. Þar sem hjúkkan hefur einstaka nærveru og málband í vasanum var ekkert mál fyrir snúlluna að leika við hjúkkuna.
Sem leiðir söguna að iðnaðarhæfileikum hjúkkunnar sem eru hreint út sagt ótrúlegir. Hún er búin að skipta um lok og dósir í öllum innstungum og slökkvurum í íbúðinni á eigin vegum. Hún fór meira að segja í BYKO og keypti sér sinn eigin hamar!!! Ef hjúkkan er ekki þvílíkur kvenkostur núna þá veit hún ekki hvað það er að vera kvenkostur. Hún syngur í kór, spilar á fiðlu, er hjúkrunarfræðingur, spilar tennis og golf, situr í of mörgum nefndum og ráðum, hefur við á knattspyrnu, amerískum fótbolta og formúlunni og er auðvitað gullfalleg og einstaklega skemmtileg. Það sem kemur hjúkkunni kannski í koll eru kaldar hendur og kaldar tær. En það má örugglega finna einhvern þarna úti sem er tilbúinn til að horfa fram hjá því. Til þess einmitt að láta alla þessa kosti njóta sín meðal fólks, liggur hjúkkan í sófanum á laugardagskvöldi og horfir á frekar unglingalega unglingamynd sem heitir Ice Princess - hjúkkan er umvafin prinsessum þessa dagana.
01/01/2006
Nú árið er loksins liðið!
Það kom loks það því að árinu lauk og það með miklum sprengjum og engum áramótaheitum. Hjúkkan hefur ekki haft það fyrir sið að strengja áramótaheit enda er maður nógu oft vonsvikinn vegna eigin ákvarðanna, að það er algjör óþarfi að bæta einhverjum heitum við til að geta svekkt sig enn meira þegar maður stendur ekki við þau.
Hjúkkan var búin að setja saman litla samantekt frá síðasta ári en af einhverjum orsökum vildi tölvan ekki posta þessa samantekt (ætli tölvunni hafi ekki fundist þetta of þunglynt!!). En til að gera þessa blessuðu samantekt enn styttri var síðasta ár eitt það erfiðasta sem hjúkkan hefur upplifað. Hún stóð frammi fyrir og tók einhverja þá erfiðustu ákvörðun sem hún hefur þurft að taka, flutti oftar en Osama B.L. og vann eins og vitleysingur. Góðir hlutir gerðust þó líka og má þar á meðal telja íbúðina góðu, Fabíó, Malawi og góða vini og vandamenn sem sýndu hjúkkunni ómetanlegan stuðning.
Árið sem er rétt að byrja virðist ætla að einkennast af barnabylgjunni ógurlegu meðal vinkvenna hjúkkunnar, meiri vinnu og vonandi einhverra ævintýra.
Hjúkkan vill þakka öllum vinum og vandamönnum sínum fyrir síðastliði ár og knús og kossa fá allir þeir sem reyndu eftir bestu getu að gera líf hjúkkunnar betra.
Það kom loks það því að árinu lauk og það með miklum sprengjum og engum áramótaheitum. Hjúkkan hefur ekki haft það fyrir sið að strengja áramótaheit enda er maður nógu oft vonsvikinn vegna eigin ákvarðanna, að það er algjör óþarfi að bæta einhverjum heitum við til að geta svekkt sig enn meira þegar maður stendur ekki við þau.
Hjúkkan var búin að setja saman litla samantekt frá síðasta ári en af einhverjum orsökum vildi tölvan ekki posta þessa samantekt (ætli tölvunni hafi ekki fundist þetta of þunglynt!!). En til að gera þessa blessuðu samantekt enn styttri var síðasta ár eitt það erfiðasta sem hjúkkan hefur upplifað. Hún stóð frammi fyrir og tók einhverja þá erfiðustu ákvörðun sem hún hefur þurft að taka, flutti oftar en Osama B.L. og vann eins og vitleysingur. Góðir hlutir gerðust þó líka og má þar á meðal telja íbúðina góðu, Fabíó, Malawi og góða vini og vandamenn sem sýndu hjúkkunni ómetanlegan stuðning.
Árið sem er rétt að byrja virðist ætla að einkennast af barnabylgjunni ógurlegu meðal vinkvenna hjúkkunnar, meiri vinnu og vonandi einhverra ævintýra.
Hjúkkan vill þakka öllum vinum og vandamönnum sínum fyrir síðastliði ár og knús og kossa fá allir þeir sem reyndu eftir bestu getu að gera líf hjúkkunnar betra.
28/12/2005
Hvað er að frétta?
Alveg bara ósköp lítið alla vega af hjúkkunni. Hún er búin að vera í vinnunni frá því um jólin og á langþrátt frí frá vinnu á morgun, bara einn fundur í rýnihóps vegna vaktavinnufyrirkomulags hjá ríkinu. Eftir vaktina í dag átti hjúkkan yndislega stund með sjálfri sér, pizzu og einum köldum yfir annars frekar skelfilegum leik sinna manna í Man Utd. Það er alveg magnað að liðinu gekk vel í þá leiki sem hjúkkan horfði ekki á -svo um leið og hjúkkan sest niður til þess að eiga góða stund yfir góðum bolta gera menn í buxurnar. Kannski er málið að hjúkkan fari bara að horfa á leiki hjá öðrum liðum til þess að hennar liði gangi betur og öðrum liðum verr. Þeirri staðreynd var laumað að hjúkkunni að flestum hennar liðum gengur nokkuð illa að fóta sig og hefur hjúkkan því verið að hugleiða að skipta um lið og fara að halda með FH og Chelsea. Með þessu móti og slæmum áhrifum af hjúkkunni verða þessi lið ekki meistara á leiktíðinni og "fyrrum" liðum hjúkkunnar ætti að vegna vel. Hjúkkunni finnst þetta alla vega hugmynd sem vert er að athuga betur!!!
Alveg bara ósköp lítið alla vega af hjúkkunni. Hún er búin að vera í vinnunni frá því um jólin og á langþrátt frí frá vinnu á morgun, bara einn fundur í rýnihóps vegna vaktavinnufyrirkomulags hjá ríkinu. Eftir vaktina í dag átti hjúkkan yndislega stund með sjálfri sér, pizzu og einum köldum yfir annars frekar skelfilegum leik sinna manna í Man Utd. Það er alveg magnað að liðinu gekk vel í þá leiki sem hjúkkan horfði ekki á -svo um leið og hjúkkan sest niður til þess að eiga góða stund yfir góðum bolta gera menn í buxurnar. Kannski er málið að hjúkkan fari bara að horfa á leiki hjá öðrum liðum til þess að hennar liði gangi betur og öðrum liðum verr. Þeirri staðreynd var laumað að hjúkkunni að flestum hennar liðum gengur nokkuð illa að fóta sig og hefur hjúkkan því verið að hugleiða að skipta um lið og fara að halda með FH og Chelsea. Með þessu móti og slæmum áhrifum af hjúkkunni verða þessi lið ekki meistara á leiktíðinni og "fyrrum" liðum hjúkkunnar ætti að vegna vel. Hjúkkunni finnst þetta alla vega hugmynd sem vert er að athuga betur!!!
26/12/2005
Gleðileg jól!
Hjúkkan vill byrja á því að óska vinum og vandamönnum gleðilegrar jólahátíðar. Hún er búin að troða í sig mat dag eftir dag og er við það að hætta að passa í fötin sín. Hún er búin að sofa (samt ekki nóg), fá góða vini í spil og eiga yndislega stund með Vöku og Braga í brúðkaupi þeirra á jóladag. Nú er svo komið fyrir hjúkkunni að hún getur ekki hugsað um mat án þess að verða þreytt og þurfa að leggja sig. Auðvitað hefur hún stundað vinnu sína milli átveislanna og verður reyndin sú sama það sem eftir líður vikunnar. Hjúkkan hefur blessunarlega verið laus við öll smá slys á sjálfri sér og vonandi verður það þannig það sem eftir líður þessa annars viðburðarríka árs. Vonandi eru allir saddir og hamingjusamir með góða jólahátíð og vonandi verða áramótin góð.
Hjúkkan vill byrja á því að óska vinum og vandamönnum gleðilegrar jólahátíðar. Hún er búin að troða í sig mat dag eftir dag og er við það að hætta að passa í fötin sín. Hún er búin að sofa (samt ekki nóg), fá góða vini í spil og eiga yndislega stund með Vöku og Braga í brúðkaupi þeirra á jóladag. Nú er svo komið fyrir hjúkkunni að hún getur ekki hugsað um mat án þess að verða þreytt og þurfa að leggja sig. Auðvitað hefur hún stundað vinnu sína milli átveislanna og verður reyndin sú sama það sem eftir líður vikunnar. Hjúkkan hefur blessunarlega verið laus við öll smá slys á sjálfri sér og vonandi verður það þannig það sem eftir líður þessa annars viðburðarríka árs. Vonandi eru allir saddir og hamingjusamir með góða jólahátíð og vonandi verða áramótin góð.
23/12/2005
Ótrúleg vika og Þorláksmessa!
Vika sem leið er búin að vera hreint og beint alveg ótrúleg hjá hjúkkunni. Hún er búin að vera að hendast milli staða og redda því sem reddað verður fyrir þessi blessuðu jól sem eru víst handan við hornið - ásamt því að vilja bara fresta þessum jólum um eins og eitt ár. Hjúkkan er búin að koma sjálfri sér á óvart með sérstakri iðnarafærni og er víst ósköp lítið sem hjúkkan getur ekki gert sjálf! Hún er búin að hengja upp og tengja rafmagnsljós, skúra, henda fortíðinni niður í geymslu, hengja upp myndir á veggi og fleira og fleira. Hjúkkan skellti sér einnig með saumaklúbbnum á jólahlaðborð sem var ekkert nema snilld. Að vísu ætti að fara að skíra saumaklúbbinn "óléttaklúbbinn" þar sem enn fleiri bætast í hóp þeirra sem eiga von á sér. Þetta virðist vera bráðsmitandi innan þessa hóps og grunar hjúkkuna nú að enn fleiri úr hópnum eigi eftir að koma út úr skápnum á komandi mánuðum.
Þorláksmessan fór í kvöldvakt á slysadeildinni og verður morgunvaktin tekin með stæl í fyrramálið. Jólabaðið verður tekið í vinnunni og svo er það beint í aftansönginn í Langholtskirkju og þaðan í jólamatinn til Maríu systur, Sigga mágs og auðvitað litla gullmolans ásamt foreldrunum. Ætli það sé þá ekki bara best að koma sér í bólið enda langur dagur framundan!
Vika sem leið er búin að vera hreint og beint alveg ótrúleg hjá hjúkkunni. Hún er búin að vera að hendast milli staða og redda því sem reddað verður fyrir þessi blessuðu jól sem eru víst handan við hornið - ásamt því að vilja bara fresta þessum jólum um eins og eitt ár. Hjúkkan er búin að koma sjálfri sér á óvart með sérstakri iðnarafærni og er víst ósköp lítið sem hjúkkan getur ekki gert sjálf! Hún er búin að hengja upp og tengja rafmagnsljós, skúra, henda fortíðinni niður í geymslu, hengja upp myndir á veggi og fleira og fleira. Hjúkkan skellti sér einnig með saumaklúbbnum á jólahlaðborð sem var ekkert nema snilld. Að vísu ætti að fara að skíra saumaklúbbinn "óléttaklúbbinn" þar sem enn fleiri bætast í hóp þeirra sem eiga von á sér. Þetta virðist vera bráðsmitandi innan þessa hóps og grunar hjúkkuna nú að enn fleiri úr hópnum eigi eftir að koma út úr skápnum á komandi mánuðum.
Þorláksmessan fór í kvöldvakt á slysadeildinni og verður morgunvaktin tekin með stæl í fyrramálið. Jólabaðið verður tekið í vinnunni og svo er það beint í aftansönginn í Langholtskirkju og þaðan í jólamatinn til Maríu systur, Sigga mágs og auðvitað litla gullmolans ásamt foreldrunum. Ætli það sé þá ekki bara best að koma sér í bólið enda langur dagur framundan!
18/12/2005
Með Tuma tígur plástur á einari!
Hjúkkan varð fyrir smá slysi við uppsetningu á gluggatjöldunum sínum en eins og þeir sem hana þekkja þá reddaði hún málinu sjálf. EN þar sem hjúkkan á yfirleitt allt til alls kom að því að eitthvað klikkaði í kerfinu hjá henni. Hún á sem sagt einungis barnaplástra á heimili sínu - enda á hún svona líka mörg börn!!! Núna er hjúkkan sem sagt með Tuma Tígur plástur á fingrinum og er bara nokkuð stolt af plástrinum. Þar fyrir utan að bágtið batnar miklu fyrr með hjálp Tuma :)
Nú er flutningum endanlega að ljúka og einungis fyrirséðar 3 ferðir í IKEA fyrir jólin. Að öllum líkindum verða líka allar jólagjafir hjúkkunnar eitthvað svakalega praktískt sem fæst í IKEA. Söngurinn hefur þó átt allan tíma hjúkkunnar um helgina enda árlegir Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um snilldina sem þar er á ferð - en stemningin síðustu 3 tónleika hefur verið engu lík og fólk gengur tárvott um augun á blússandi skýi af tónleikunum. Þið sem klúðruðu þessu og komu ekki getið bara sjálfum ykkur um kennt en þið eruð að missa af miklu. Svo er jólahlaðborð First wives club á miðvikudaginn þar sem kampavínsmargaríta er einn af milliréttunum :)
Það er bara eitt sem hjúkkan á eftir að gera fyrir jólin og það er að kaupa allar jólagjafir!!! Hún heldur þó stóískri ró sinni og ætlar að skella sér í þetta næstu daga. Þangað til munið bara að hafa það sem allra best á þessum streitu mesta tíma ársins!
Hjúkkan varð fyrir smá slysi við uppsetningu á gluggatjöldunum sínum en eins og þeir sem hana þekkja þá reddaði hún málinu sjálf. EN þar sem hjúkkan á yfirleitt allt til alls kom að því að eitthvað klikkaði í kerfinu hjá henni. Hún á sem sagt einungis barnaplástra á heimili sínu - enda á hún svona líka mörg börn!!! Núna er hjúkkan sem sagt með Tuma Tígur plástur á fingrinum og er bara nokkuð stolt af plástrinum. Þar fyrir utan að bágtið batnar miklu fyrr með hjálp Tuma :)
Nú er flutningum endanlega að ljúka og einungis fyrirséðar 3 ferðir í IKEA fyrir jólin. Að öllum líkindum verða líka allar jólagjafir hjúkkunnar eitthvað svakalega praktískt sem fæst í IKEA. Söngurinn hefur þó átt allan tíma hjúkkunnar um helgina enda árlegir Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um snilldina sem þar er á ferð - en stemningin síðustu 3 tónleika hefur verið engu lík og fólk gengur tárvott um augun á blússandi skýi af tónleikunum. Þið sem klúðruðu þessu og komu ekki getið bara sjálfum ykkur um kennt en þið eruð að missa af miklu. Svo er jólahlaðborð First wives club á miðvikudaginn þar sem kampavínsmargaríta er einn af milliréttunum :)
Það er bara eitt sem hjúkkan á eftir að gera fyrir jólin og það er að kaupa allar jólagjafir!!! Hún heldur þó stóískri ró sinni og ætlar að skella sér í þetta næstu daga. Þangað til munið bara að hafa það sem allra best á þessum streitu mesta tíma ársins!
14/12/2005
Flutt í Fjörðinn!
Þá er hjúkkan loksins flutt í þann merka bæ sem kenndur er við Hafnarfjörð. Hún er eiginlega búin að koma sér fyrir, fyrir utan þá tvo bílfarma sem komu af Kambsveginum í gær. Þar sem gluggatjöldin eru ekki komin (koma í lok vikunnar) þá er hjúkkan ekki farin að spóka sig um lítið klædd en það fer nú að koma að því. En það hefur nú gengið á ýmsu í sambandi við þessar framkvæmdir og flutninga. Sem dæmi þá missti hjúkkan bókaskáp á aðra stóru tánna sína og rak upp mikið óp þar að auki rann það upp fyrir hjúkkunni aðfaranótt sunnudags að hún hafði mælt vitlaust fyrir gluggatjöldunum og var búin að leggja inn pöntunina fyrir þeim. Nú voru góð ráð dýr og hjúkkan var svo heppin að geta stöðvað framleiðsluna á gluggatjöldunum og komið með rétt mál - annars hefðu góð ráð verið ansi dýr, enda þarf kaupandinn að bera sjálfur ábyrgð á þeim mælingum sem hann gerir. Ísskápurinn og blöndunartækin í sturtuna koma í lok vikunnar og þá getur hjúkkan loks farið að borða á nýjan leik og þvegið sér enda kominn tími til. Framundan eru svo æðislegir jólatónleikar með Kór Langholtskirkju þar sem hver önnur perlan verður sungin og einn af gullmolunum er lag eftir Eivör Pálsdóttur sem enginn annar en pabbi hennar LOU útsetti á snilldarhátt. Mæli eindregið með því að allir mæti og njóti með hjúkkunni.
Þá er hjúkkan loksins flutt í þann merka bæ sem kenndur er við Hafnarfjörð. Hún er eiginlega búin að koma sér fyrir, fyrir utan þá tvo bílfarma sem komu af Kambsveginum í gær. Þar sem gluggatjöldin eru ekki komin (koma í lok vikunnar) þá er hjúkkan ekki farin að spóka sig um lítið klædd en það fer nú að koma að því. En það hefur nú gengið á ýmsu í sambandi við þessar framkvæmdir og flutninga. Sem dæmi þá missti hjúkkan bókaskáp á aðra stóru tánna sína og rak upp mikið óp þar að auki rann það upp fyrir hjúkkunni aðfaranótt sunnudags að hún hafði mælt vitlaust fyrir gluggatjöldunum og var búin að leggja inn pöntunina fyrir þeim. Nú voru góð ráð dýr og hjúkkan var svo heppin að geta stöðvað framleiðsluna á gluggatjöldunum og komið með rétt mál - annars hefðu góð ráð verið ansi dýr, enda þarf kaupandinn að bera sjálfur ábyrgð á þeim mælingum sem hann gerir. Ísskápurinn og blöndunartækin í sturtuna koma í lok vikunnar og þá getur hjúkkan loks farið að borða á nýjan leik og þvegið sér enda kominn tími til. Framundan eru svo æðislegir jólatónleikar með Kór Langholtskirkju þar sem hver önnur perlan verður sungin og einn af gullmolunum er lag eftir Eivör Pálsdóttur sem enginn annar en pabbi hennar LOU útsetti á snilldarhátt. Mæli eindregið með því að allir mæti og njóti með hjúkkunni.
08/12/2005
Ógleymanleg ferð í Sorpu!
Framkvæmdum fylgir alltaf svolítið magn af rusli og drasli og eru framkvæmdir í Dofraberginu engin undantekning á reglunni. Eftir að hafa sagað og sett nýtt parket og skipt um allar höldur á þeim einingum sem ekki verður skipt út var auðvitað komið að því að kíkja í sorpu með draslið. Hjúkkan hafði nú ekki haft fyrir því að henda ruslinu skipurlega í aðskilda kassa enda hvorki pláss, tími né áhugi fyrir því hjá hjúkkunni. Hún renndi í hlaðið í sorpu í Garðabæ í gærkvöldi og var einmitt að tala í símann á sama tíma og hún fór að afferma bílinn. Fyrsti pokinn var látinn fjúka beint í "óendurvinnanlegt" gáminn án þess að gamli karlinn sem vinnur við að skipta sér af fólki í Sorpu gat eitthvað sagt. Næsti poki var kominn á flug þegar gamli karlinn stoppar og fer að skipta sér af hjúkkunni og velta því fyrir sér hvort eitthvað sé í pokanum sem ekki á að fara í þennan gám. Hjúkkan þarna hætt í símanum og sýndi ekkert nema þokka og sjálfsbjargarviðleitni sem þessi gamli karl greinilega kunni ekki að meta. Loks kom hjúkkan með kassa úr bílnum sem var fullur af alls konar dóti, spítum, skrúfum, glerkúplum og parketi. Nú fékk það greinilega mjög á starfsmann sorpu sem féllust báðar hendur og fór að rífast í hjúkkunni yfir því af hverju hún hefði ekki verið búin að flokka sorpið heima hjá sér. Hún reyndi að brosa sínu blíðasta og sagði að það hefði nú bara ekki verið hægt sökum framkvæmda að hafa allt aðskilið. Þá heldur kallinn áfram að tuða um það að 90% allra þeirra sem koma í sorpu séu búnir að flokka heima hjá sér og það taki því lítinn tíma að afgreiða bílinn. Hjúkkann umlaði já já og neyddist til að tína allt upp úr kassanum - frá litlum parketstubbum og skrúfum. Á meðan nýtti kallinn tímann og fór að tala um að hjúkkan væri greinilega ekki hæf til þess að flokka og því kynni hún nú örugglega ekki að vaska upp því þetta tvennt væri nú bara eins svo og að starfsmenn ættu ekki að hjálpa fólki að týna upp úr kössum bara leiðbeina hvert hlutirnir færu!!!! Nú var hjúkkan orðin vel fúl út í gamla skassið sem hafði vogað sér að segja að hjúkkan kynni ekki að vaska upp. Hún benti honum á að hún væri fullkomlega fær um að vaska upp og sinna heimilisstörfum og það hefði nú verið smiðurinn sem setti allt draslið í kassann en ekki hún!!!! (ok hún á alveg hlut að máli en kannski ekki alla ábyrgð svo er líka gott að skella skuldinni á aðra sem ekki eru á staðnum) Í því kláraði hún það sem eftir var í kassanum dreif sig í bílinn sinn. Hún ætlar svo aldrei aftur á þessa sorpustöð!!!!
Framkvæmdum fylgir alltaf svolítið magn af rusli og drasli og eru framkvæmdir í Dofraberginu engin undantekning á reglunni. Eftir að hafa sagað og sett nýtt parket og skipt um allar höldur á þeim einingum sem ekki verður skipt út var auðvitað komið að því að kíkja í sorpu með draslið. Hjúkkan hafði nú ekki haft fyrir því að henda ruslinu skipurlega í aðskilda kassa enda hvorki pláss, tími né áhugi fyrir því hjá hjúkkunni. Hún renndi í hlaðið í sorpu í Garðabæ í gærkvöldi og var einmitt að tala í símann á sama tíma og hún fór að afferma bílinn. Fyrsti pokinn var látinn fjúka beint í "óendurvinnanlegt" gáminn án þess að gamli karlinn sem vinnur við að skipta sér af fólki í Sorpu gat eitthvað sagt. Næsti poki var kominn á flug þegar gamli karlinn stoppar og fer að skipta sér af hjúkkunni og velta því fyrir sér hvort eitthvað sé í pokanum sem ekki á að fara í þennan gám. Hjúkkan þarna hætt í símanum og sýndi ekkert nema þokka og sjálfsbjargarviðleitni sem þessi gamli karl greinilega kunni ekki að meta. Loks kom hjúkkan með kassa úr bílnum sem var fullur af alls konar dóti, spítum, skrúfum, glerkúplum og parketi. Nú fékk það greinilega mjög á starfsmann sorpu sem féllust báðar hendur og fór að rífast í hjúkkunni yfir því af hverju hún hefði ekki verið búin að flokka sorpið heima hjá sér. Hún reyndi að brosa sínu blíðasta og sagði að það hefði nú bara ekki verið hægt sökum framkvæmda að hafa allt aðskilið. Þá heldur kallinn áfram að tuða um það að 90% allra þeirra sem koma í sorpu séu búnir að flokka heima hjá sér og það taki því lítinn tíma að afgreiða bílinn. Hjúkkann umlaði já já og neyddist til að tína allt upp úr kassanum - frá litlum parketstubbum og skrúfum. Á meðan nýtti kallinn tímann og fór að tala um að hjúkkan væri greinilega ekki hæf til þess að flokka og því kynni hún nú örugglega ekki að vaska upp því þetta tvennt væri nú bara eins svo og að starfsmenn ættu ekki að hjálpa fólki að týna upp úr kössum bara leiðbeina hvert hlutirnir færu!!!! Nú var hjúkkan orðin vel fúl út í gamla skassið sem hafði vogað sér að segja að hjúkkan kynni ekki að vaska upp. Hún benti honum á að hún væri fullkomlega fær um að vaska upp og sinna heimilisstörfum og það hefði nú verið smiðurinn sem setti allt draslið í kassann en ekki hún!!!! (ok hún á alveg hlut að máli en kannski ekki alla ábyrgð svo er líka gott að skella skuldinni á aðra sem ekki eru á staðnum) Í því kláraði hún það sem eftir var í kassanum dreif sig í bílinn sinn. Hún ætlar svo aldrei aftur á þessa sorpustöð!!!!
04/12/2005
Enn af framkvæmdum og vinnu!
Hjúkkan er farin að sjá fyrir endan á framkvæmdunum í Dofraberginu. Það sem er orðið vandamál núna er framkvæmdargleði hjúkkunnar. Hún má ekki sjá gamlan skáp eða skáphurð án þess að íhuga það alvarlega að skipta því út. Nú er hún búin að finna sér nýja innréttingu á baðið þar sem sú gamla var rifin út á meðan parketið var lagt. Nýja innréttingin verður vonandi sett upp á þriðjudaginn n.k. Næsta innrétting sem að öllum líkindum verður fyrir barðinu á hjúkkunni er eldhúsinnréttingin. Það eru enn miklar pælingar um það hvað verður gert þar. Ef eldhúsið fær að finna fyrir því þá er ekkert eftir nema að endurskipurleggja þvottahúsið sem er sameiginlegt í kjallaranum - örugglega allir sáttir við það í húsinu :)
Annars er hjúkkan búin að vera í vinnunni síðan s.l. mánudag og síðasta vaktin er í nótt - þá er komið 2 ja daga frí og allir vinir. Hún hefur svo skotist í framkæmdir fyrir og eftir vaktirnar enda er hún aðeins farin að vera lúin. Sem fyrr er stefnan sett á innflutning um næstu helgi þ.e. nema hjúkkan fái einhverja fáránlega framkvæmdar hugmynd í viðbót.
Farið varlega í hálkunni og látið ekki jólastressið hafa áhrif á ykkur :)
Hjúkkan er farin að sjá fyrir endan á framkvæmdunum í Dofraberginu. Það sem er orðið vandamál núna er framkvæmdargleði hjúkkunnar. Hún má ekki sjá gamlan skáp eða skáphurð án þess að íhuga það alvarlega að skipta því út. Nú er hún búin að finna sér nýja innréttingu á baðið þar sem sú gamla var rifin út á meðan parketið var lagt. Nýja innréttingin verður vonandi sett upp á þriðjudaginn n.k. Næsta innrétting sem að öllum líkindum verður fyrir barðinu á hjúkkunni er eldhúsinnréttingin. Það eru enn miklar pælingar um það hvað verður gert þar. Ef eldhúsið fær að finna fyrir því þá er ekkert eftir nema að endurskipurleggja þvottahúsið sem er sameiginlegt í kjallaranum - örugglega allir sáttir við það í húsinu :)
Annars er hjúkkan búin að vera í vinnunni síðan s.l. mánudag og síðasta vaktin er í nótt - þá er komið 2 ja daga frí og allir vinir. Hún hefur svo skotist í framkæmdir fyrir og eftir vaktirnar enda er hún aðeins farin að vera lúin. Sem fyrr er stefnan sett á innflutning um næstu helgi þ.e. nema hjúkkan fái einhverja fáránlega framkvæmdar hugmynd í viðbót.
Farið varlega í hálkunni og látið ekki jólastressið hafa áhrif á ykkur :)
28/11/2005
Rífandi gangur!
Það er rífandi gangur á framkvæmdum í Dofraberginu þökk sé yndislegum hópi góðra vina sem komu og aðstoðuðu hjúkkuna um helgina. Smiðurinn stóð sig vel í parketinu fyrir helgina og á laugardaginn var einn allsherjar vinnuher við málningavinnu. Megabeibið, Superkvendi, Flugkennarinn og Mágmaðurinn komu og máluðu eins og þau höfðu lífið að leysa enda náðist að klára þá málningavinnu sem fyrir lá. Flugkennarinn tók sig til og sýndi fram á það að það er vel hægt að "djakka" í öllum herbergjum íbúðarinnar, sama hvað fólk er að gera. Það er hægt að "djakka" í hóp eða bara dunda sér einn við þetta!! Þormóður lét ekki sjá sig, enda fattaði hjúkkan það seint og síðar meir að hún var ekki með rétt símanúmer hjá honum.
Nú er hjúkkan komin á skrið á ný í vinnunni og stefnir á innflutning eftir 2 vikur. Þá geta þeir sem komu ekki í málninguna komið og aðstoðað við flutninga :)
Það er rífandi gangur á framkvæmdum í Dofraberginu þökk sé yndislegum hópi góðra vina sem komu og aðstoðuðu hjúkkuna um helgina. Smiðurinn stóð sig vel í parketinu fyrir helgina og á laugardaginn var einn allsherjar vinnuher við málningavinnu. Megabeibið, Superkvendi, Flugkennarinn og Mágmaðurinn komu og máluðu eins og þau höfðu lífið að leysa enda náðist að klára þá málningavinnu sem fyrir lá. Flugkennarinn tók sig til og sýndi fram á það að það er vel hægt að "djakka" í öllum herbergjum íbúðarinnar, sama hvað fólk er að gera. Það er hægt að "djakka" í hóp eða bara dunda sér einn við þetta!! Þormóður lét ekki sjá sig, enda fattaði hjúkkan það seint og síðar meir að hún var ekki með rétt símanúmer hjá honum.
Nú er hjúkkan komin á skrið á ný í vinnunni og stefnir á innflutning eftir 2 vikur. Þá geta þeir sem komu ekki í málninguna komið og aðstoðað við flutninga :)
23/11/2005
Framkvæmdir og jólaauglýsingar!
Hjúkkan hóf undirbúning að framkvæmdum í Dofraberginu í dag. Hún skúraði dúkinn sem er á gólfinu af mikilli natni og teipaði allt sem hægt var að teipa til að flýta fyrir því að hægt verði að mála slotið. Vonandi verður það um helgina og eru allir jötnar velkomnir í málningu og jafnvel að það verði til kaldur fyrir á sem eru duglegir. Þormóður er á vaktinni á neyðarbílnum þannig að ef illa fer verður ekkert mál að fá sjúkrabíl á staðinn!!
Annars gengur lífið sinn vana gang hjá hjúkkunni og það er staðfest að jólin eru á næsta leyti. Þeir sem þekkja hjúkkuna vita að það eru nokkrir hlutir sem fara meira í taugarnar á henni en aðrir hlutir. Sá hlutur sem fer hvað mest í taugarnar á hjúkkunni í tengslum við jólaundibúninginn er auglýsing í sjónvarpinu. Jú einmitt þessi "krúttlega" með stelpunni sem syngur og skreytir piparkökur. Hjúkkan hreinlega þolir ekki þessa auglýsingu og iðulega skiptir um stöð áður en hún þarf að heyra í barninu syngja. Ekki það að hjúkkan hafi eitthvað á móti þessari stúlku sem leikur í auglýsingunni, sú litla er örugglega hvers manns yndi, en þessi auglýsing er gjörsamlega óþolandi!!!! Það best við þetta allt er hversu fáir þora að viðurkenna að þessi auglýsing fari í taugarnar á því. Jú af því að það er barn sem leikur í henni á manni að finnast þetta voða sætt og saklaust, og þar með þorir fólk lítið að tjá sig um álit sitt á auglýsingunni. Þá komum við að punktinum bakvið þetta allt - er ekki nokkuð siðlaust af auglýsendum að neyða fólk til að dást að auglýsingum bara því það leika börn í sumum þeirra og okkur má ekki líka illa við börn? Ég bara spyr!!
Hjúkkan hóf undirbúning að framkvæmdum í Dofraberginu í dag. Hún skúraði dúkinn sem er á gólfinu af mikilli natni og teipaði allt sem hægt var að teipa til að flýta fyrir því að hægt verði að mála slotið. Vonandi verður það um helgina og eru allir jötnar velkomnir í málningu og jafnvel að það verði til kaldur fyrir á sem eru duglegir. Þormóður er á vaktinni á neyðarbílnum þannig að ef illa fer verður ekkert mál að fá sjúkrabíl á staðinn!!
Annars gengur lífið sinn vana gang hjá hjúkkunni og það er staðfest að jólin eru á næsta leyti. Þeir sem þekkja hjúkkuna vita að það eru nokkrir hlutir sem fara meira í taugarnar á henni en aðrir hlutir. Sá hlutur sem fer hvað mest í taugarnar á hjúkkunni í tengslum við jólaundibúninginn er auglýsing í sjónvarpinu. Jú einmitt þessi "krúttlega" með stelpunni sem syngur og skreytir piparkökur. Hjúkkan hreinlega þolir ekki þessa auglýsingu og iðulega skiptir um stöð áður en hún þarf að heyra í barninu syngja. Ekki það að hjúkkan hafi eitthvað á móti þessari stúlku sem leikur í auglýsingunni, sú litla er örugglega hvers manns yndi, en þessi auglýsing er gjörsamlega óþolandi!!!! Það best við þetta allt er hversu fáir þora að viðurkenna að þessi auglýsing fari í taugarnar á því. Jú af því að það er barn sem leikur í henni á manni að finnast þetta voða sætt og saklaust, og þar með þorir fólk lítið að tjá sig um álit sitt á auglýsingunni. Þá komum við að punktinum bakvið þetta allt - er ekki nokkuð siðlaust af auglýsendum að neyða fólk til að dást að auglýsingum bara því það leika börn í sumum þeirra og okkur má ekki líka illa við börn? Ég bara spyr!!
21/11/2005
Allt er hjúkkum fært!!!
Hjúkkan tók sig til og fór í ljóshærða haminn sinn í dag. Hún byrjaði daginn á því að fara og kaupa parket þar sem hún sló í gegn í almennri fávisku sinni um parketlagningu (enda ætlar hún ekki að leggja parketið sjálf). Að því loknu benti sölumaðurinn henni á að fara í timbursöluna til að fá parketið afhent. Hjúkkan þakkaði pent fyrir sig og dreif sig yfir í timburdeildina. Þar var henni bent á að koma með bílinn inn svo hægt væri að setja parketið og dúkinn og alla listana í bílinn - hjúkkan hélt nú að þetta yrði ekki mikið mál enda Fabio nokkuð stór að mati hjúkkunnar. Vonleysis svipur kom á hlaðmennina sem spurðu hjúkkuna hvort hún hefði ekki getað komið á minni bíl!! en hjúkkan brosti sínu blíðasta og sagði að Skodinn væri nú bara alveg nógu stór. Þeir byrjuðu að hlaða parketinu í bílinn og alltaf seig aumingjans afturhlutinn á Fabio neðar og neðar. Þegar dúkurinn var svo líka kominn (þá átti eftir að koma fyrir golflistunum) fór hjúkkunni að lítast frekar illa á blikuna. Í nettu spaugi spurði hjúkkan hvort gólflistarnir myndu bara ekki standa út um topplúguna og var hlaðmönnunum greinilega hætt að lítast á þessa litlu píu sem greinilega var ekki mjög skörp. Loksins þegar allt dótið var komið í bílinn þá sá hjúkkan að þetta væri nú ekki að gera sig og spurði hvort hún gæti ekki bara pantað flutningabíl undir allt dótið (passaði líka að blikka alveg nokkrum sinnum). "Jú jú það er alveg hægt - en ég myndi alveg keyra bílinn svona" segir annar hlaðmannanna greinilega ekki að nenna að færa allt dótið úr Skódanum í flutningabíl. "Já ég held að það sé málið að fá flutningabíl" segir hjúkkan glöð í bragði og fer og pantar bíl. Flutingabíllinn kom fljótlega og nú voru til taks 4 karlmenn sem unnu við það að afferma Skódann og setja dótið í flutningabílinn. Tí hí hjúkkan þakkaði svo pent fyrir sig og keyrði út á eftir flutningabílnum. Nú er parketið sem sagt komið í Dofrabergið og hjúkkan þar að auki búin að panta sófann og borðstofustólana. Nú er mál að leggja sig í smá blund áður en kvöldvaktin byrjar. Umönnunarstig dagsins fá aumingjans hlaðmennirnir í Húsasmiðjunni í Grafarholti fyrir óeigingjörn störf sín í þágu hjúkkunnar :)
Hjúkkan tók sig til og fór í ljóshærða haminn sinn í dag. Hún byrjaði daginn á því að fara og kaupa parket þar sem hún sló í gegn í almennri fávisku sinni um parketlagningu (enda ætlar hún ekki að leggja parketið sjálf). Að því loknu benti sölumaðurinn henni á að fara í timbursöluna til að fá parketið afhent. Hjúkkan þakkaði pent fyrir sig og dreif sig yfir í timburdeildina. Þar var henni bent á að koma með bílinn inn svo hægt væri að setja parketið og dúkinn og alla listana í bílinn - hjúkkan hélt nú að þetta yrði ekki mikið mál enda Fabio nokkuð stór að mati hjúkkunnar. Vonleysis svipur kom á hlaðmennina sem spurðu hjúkkuna hvort hún hefði ekki getað komið á minni bíl!! en hjúkkan brosti sínu blíðasta og sagði að Skodinn væri nú bara alveg nógu stór. Þeir byrjuðu að hlaða parketinu í bílinn og alltaf seig aumingjans afturhlutinn á Fabio neðar og neðar. Þegar dúkurinn var svo líka kominn (þá átti eftir að koma fyrir golflistunum) fór hjúkkunni að lítast frekar illa á blikuna. Í nettu spaugi spurði hjúkkan hvort gólflistarnir myndu bara ekki standa út um topplúguna og var hlaðmönnunum greinilega hætt að lítast á þessa litlu píu sem greinilega var ekki mjög skörp. Loksins þegar allt dótið var komið í bílinn þá sá hjúkkan að þetta væri nú ekki að gera sig og spurði hvort hún gæti ekki bara pantað flutningabíl undir allt dótið (passaði líka að blikka alveg nokkrum sinnum). "Jú jú það er alveg hægt - en ég myndi alveg keyra bílinn svona" segir annar hlaðmannanna greinilega ekki að nenna að færa allt dótið úr Skódanum í flutningabíl. "Já ég held að það sé málið að fá flutningabíl" segir hjúkkan glöð í bragði og fer og pantar bíl. Flutingabíllinn kom fljótlega og nú voru til taks 4 karlmenn sem unnu við það að afferma Skódann og setja dótið í flutningabílinn. Tí hí hjúkkan þakkaði svo pent fyrir sig og keyrði út á eftir flutningabílnum. Nú er parketið sem sagt komið í Dofrabergið og hjúkkan þar að auki búin að panta sófann og borðstofustólana. Nú er mál að leggja sig í smá blund áður en kvöldvaktin byrjar. Umönnunarstig dagsins fá aumingjans hlaðmennirnir í Húsasmiðjunni í Grafarholti fyrir óeigingjörn störf sín í þágu hjúkkunnar :)
19/11/2005
Íbúðin komin!!!
Hjúkkan er voðalega glöð í dag (fyrir utan smá höfðverk, létta velgju og eiginlega stóran smsmóral). Hún fékk nefnilega íbúðina sína afhenta í gær við mikinn fögnuð! Nú er málið að setja parketið og mála og flytja vonandi inn eftir skamman tíma. Hjúkkan hélt upp á tímamótin í gær með því að borða á Argentínu (reyndar með einni nefnd sem hún stýrir) og þar hitti hún einmitt Megabeibið og Kafarann sem voru að eiga rómantíska kvöldstund. Eftir ótrúlegan mat lá leið hjúkkunnr með beibinu og kafaranum á Oliver þar sem var dansað af krafti fram eftir nóttu. Loks var kominn tími á að hjúkkan færi heim og þá tók hún sig til og sendi nokkur sms :/ sem betur hefði mátt sleppa. En maður þarf að lifa við þær aðgerðir og þær ákvarðanir sem maður tekur í lífinu og þannig er bara það.
Hjúkkunni hefur verið boðið í partý í kvöld en hugsanlega ætlar hún bara að halda sér rólegri og dundast eitthvað í nýju íbúðinni.
Hjúkkan er voðalega glöð í dag (fyrir utan smá höfðverk, létta velgju og eiginlega stóran smsmóral). Hún fékk nefnilega íbúðina sína afhenta í gær við mikinn fögnuð! Nú er málið að setja parketið og mála og flytja vonandi inn eftir skamman tíma. Hjúkkan hélt upp á tímamótin í gær með því að borða á Argentínu (reyndar með einni nefnd sem hún stýrir) og þar hitti hún einmitt Megabeibið og Kafarann sem voru að eiga rómantíska kvöldstund. Eftir ótrúlegan mat lá leið hjúkkunnr með beibinu og kafaranum á Oliver þar sem var dansað af krafti fram eftir nóttu. Loks var kominn tími á að hjúkkan færi heim og þá tók hún sig til og sendi nokkur sms :/ sem betur hefði mátt sleppa. En maður þarf að lifa við þær aðgerðir og þær ákvarðanir sem maður tekur í lífinu og þannig er bara það.
Hjúkkunni hefur verið boðið í partý í kvöld en hugsanlega ætlar hún bara að halda sér rólegri og dundast eitthvað í nýju íbúðinni.
17/11/2005
Afsakið röng email addressa!
Já hjúkkunni er ýmislegt til lista lagt og þar á meðal er hún ótrúlega fær í því að klúðra hlutum. Í gærg ætlaði hjúkkan var vera nokkuð fyndin og sæt í sér og skrifaði voðalega fínt email sem átti að fara á ákveðinn stað. Hjúkkunni fannst hún einstaklega skemmtileg og sýndi af sér mikinn þokka við skrif á þessum tölvupósti, þar að auki sendi hún einnig sem viðhengi ansi skemmtilegt myndskeyti sem hafði með viðrekstur að gera. Jú jú hjúkkan veit alveg að prumpubrandarar eru ekki allra en þessi prumpubrandari olli gífurlegri kátínu hjá hjúkkunni. NEMA HVAÐ hún mundi ekki alveg hvort það væri punktur í tölvupóstfanginu eða ekki og ákvað að taka sjénsinn með það að það væri puntkur. Hún sló inn póstfangið og varð nokkuð undrandi þegar póstkerfið bauð henni að skrá þetta nýja póstfang í contact listann sinn. Þá fóru að renna á hjúkkuna tvær grímur og hún hafði upp á póstfanginu sem hún hafði verið svo viss um að væri með punkti í. Haldið þið ekki að hún hafi sent þennan tölvupóst á rangan aðilla og sá sem hann fékk er einhver sem hjúkkan þekkir alls ekki neitt og veit engin deili á!!!! Hún sendi upprunalega myndskeytið á rétt póstfang en ákvað að sleppa öllum sjarma og sætleika í þetta skiptið. Þetta hefði nú verið í lagi ef hún hefði svo ekki fengið svar frá þeim aðilla sem ekki átti að fá skeytið. Sá aðilli var hinn brattasti og þakkaði pent fyrir skemmtileg myndskeið en var nú ekki alveg að skilja afganginn af skeytinu. Hjúkkan sendi mjög pent skeyti tilbaka þar sem hún baðst afsökunar á því að hafa sent þetta á rangan aðilla, með þeim óskum að viðkomandi hafi alla vega haft gaman af myndskeiðinu!!
Já hjúkkunni er ýmislegt til lista lagt og þar á meðal er hún ótrúlega fær í því að klúðra hlutum. Í gærg ætlaði hjúkkan var vera nokkuð fyndin og sæt í sér og skrifaði voðalega fínt email sem átti að fara á ákveðinn stað. Hjúkkunni fannst hún einstaklega skemmtileg og sýndi af sér mikinn þokka við skrif á þessum tölvupósti, þar að auki sendi hún einnig sem viðhengi ansi skemmtilegt myndskeyti sem hafði með viðrekstur að gera. Jú jú hjúkkan veit alveg að prumpubrandarar eru ekki allra en þessi prumpubrandari olli gífurlegri kátínu hjá hjúkkunni. NEMA HVAÐ hún mundi ekki alveg hvort það væri punktur í tölvupóstfanginu eða ekki og ákvað að taka sjénsinn með það að það væri puntkur. Hún sló inn póstfangið og varð nokkuð undrandi þegar póstkerfið bauð henni að skrá þetta nýja póstfang í contact listann sinn. Þá fóru að renna á hjúkkuna tvær grímur og hún hafði upp á póstfanginu sem hún hafði verið svo viss um að væri með punkti í. Haldið þið ekki að hún hafi sent þennan tölvupóst á rangan aðilla og sá sem hann fékk er einhver sem hjúkkan þekkir alls ekki neitt og veit engin deili á!!!! Hún sendi upprunalega myndskeytið á rétt póstfang en ákvað að sleppa öllum sjarma og sætleika í þetta skiptið. Þetta hefði nú verið í lagi ef hún hefði svo ekki fengið svar frá þeim aðilla sem ekki átti að fá skeytið. Sá aðilli var hinn brattasti og þakkaði pent fyrir skemmtileg myndskeið en var nú ekki alveg að skilja afganginn af skeytinu. Hjúkkan sendi mjög pent skeyti tilbaka þar sem hún baðst afsökunar á því að hafa sent þetta á rangan aðilla, með þeim óskum að viðkomandi hafi alla vega haft gaman af myndskeiðinu!!
16/11/2005
Mögulegir krísuvaldar!
Hjúkkan hefur rekið sig á ýmislegt undanfarna daga sem mögulega getur valdið krísu hjá annars mjög stabílum einstakling. Þetta eru í flestum tilfellum mjög asnalegir hlutir en einhverra hluta vegna ná þeir manni og geta valdið hugarangri og í versta falli krísu. Hér á eftir koma tvö dæmi:
Hjúkkan hefur rekið sig á ýmislegt undanfarna daga sem mögulega getur valdið krísu hjá annars mjög stabílum einstakling. Þetta eru í flestum tilfellum mjög asnalegir hlutir en einhverra hluta vegna ná þeir manni og geta valdið hugarangri og í versta falli krísu. Hér á eftir koma tvö dæmi:
- Aðgangsorðið mitt í heimabankann byrjar á 37frida... - þessi litla tala á undan nafninu fer alveg óskaplega mikið fyrir brjóstið á hjúkkunni þar sem henni finnst þetta óþarfa tilvísun um það að hún er að eldast. Þrátt fyrir það að það eru þónokkur ár þar til hún verður 37 ára er þetta að valda ákveðinni krísu. Spurning hvort hún skipti ekki bara um banka???
- Það að rekast á gamla kunningja sem maður hefur ekki séð í háa herrans tíð og viðkomandi hefur enga hugmynd um hvað hefur gengið á í lífi hjúkkunnar. Eftir stutt öppdeit á högum hjúkkunnar fær hún samúðarfullan svip og klapp á öxlina. "En þetta fer nú allt að koma hjá þér er það ekki??" og við þetta bætist uppörvandi bros. Hjúkkan vill bara benda þeim sem haga sér svona að hún hefur það bara ansi fínt, er í góðu líkamlegu og andlegu ástandi og það er ekki endilega hamingja falin í því að eiga 2 börn, station bíl, hund og mann sem vinnur 350 tíma á mánuði!
Að öðru leyti er hjúkkan í góðum gír hér í vinnunni. Hún er búin að ganga frá Kambsveginum og verður því næstu daga ekki lengur eigandi að helmingi þeirrar íbúðar. Vonandi gengur þó allt eftir og hún verður stoltur eigandi að Dofraberginu næsta föstudag. Þá verður kallað til málningapartýs einhvern tímann í vikunn á eftir (fer eftir því hversu vel gengur að leggja parketið.) Þangað til er hjúkkan farin að æfa jólalögin og koma sér í jólaskap.
15/11/2005
Nú hlýtur þetta að fara að koma!
Hjúkkan neitar að trúa öðru en að hin kosmískuöfl fari að halda með henni og hlutir fari að ganga henni í hag. Í dag er stefnt að undirskrift á samningum um Kambsveginn og því ætti mögulega kannski að vera hægt að ganga frá Dofraberginu á föstudaginn n.k. En þar sem um það bil ekkert hefur gengið eins og það átti að ganga í þessum máli bíður hjúkkan spennt eftir því hvað það verður sem kemur upp á í dag. Hún er nú búin að fá nett nóg af þessu rugli öllu saman og vonandi gengur þetta eftir í dag.
Annars fór helgin í næturvaktir og því var lítið um almennt skrall hjá hjúkkunni. Hún ætlar þó að skella sér í afmæliskaffi í kvöld til megabeibsins sem óðfluga nálgast fertugsaldurinn. Inga megabeib fær því gellustig dagsins í dag og líka afmælisstig dagsins í dag.
Hjúkkan neitar að trúa öðru en að hin kosmískuöfl fari að halda með henni og hlutir fari að ganga henni í hag. Í dag er stefnt að undirskrift á samningum um Kambsveginn og því ætti mögulega kannski að vera hægt að ganga frá Dofraberginu á föstudaginn n.k. En þar sem um það bil ekkert hefur gengið eins og það átti að ganga í þessum máli bíður hjúkkan spennt eftir því hvað það verður sem kemur upp á í dag. Hún er nú búin að fá nett nóg af þessu rugli öllu saman og vonandi gengur þetta eftir í dag.
Annars fór helgin í næturvaktir og því var lítið um almennt skrall hjá hjúkkunni. Hún ætlar þó að skella sér í afmæliskaffi í kvöld til megabeibsins sem óðfluga nálgast fertugsaldurinn. Inga megabeib fær því gellustig dagsins í dag og líka afmælisstig dagsins í dag.
11/11/2005
10/11/2005
Dagurinn þar sem ekkert gekk upp!
Hjúkkan er nett pirruð og vonsvikin eftir daginn í dag. Suma daga á maður greinilega að sleppa því að fara á fætur og halda bara áfram að sofa. Dagurinn byrjaði með vott af vitund um þau rauðvínsglös sem hún drakk kvöldinu áður í heimsókn sinni hjá Siggu. Heimsóknin var hrein og bein snilld þar sem hjúkkurnar hlógu, flissuðu og spáðu í hegðan karlmanna. Eftir að hafa farið niður í Rauða Kross til að ganga frá námskeiðsgögnunum frá deginum áður dreif hjúkkan sig heim í smá blund, enda full vonar að í dag myndi hún ganga frá öllum sínum íbúðarmálum og fá afhenta sína eigin íbúð. Auðvitað brugðust þau plön og hjúkkan stóð í stappi við fjölda manns, þar á meðal 2ja kvenna er vinna á "þjónustuveri" Landsbankans. Í kjölfarið er sennilega komin mynd af hjúkkunni á pílukastspjaldið í "þjónustuverinu" og hún komin á svartan lista. En þetta stapp kom nú fyrst og fremst til vegna vanhæfni starfsfólksins sem hún ræddi við. Að því loknu hélt aðeins meira stapp áfram við aðra aðila og loks breyttust auðvitað þau plön sem hjúkkan var búin að halda í vonina að myndu bjarga annars ömurlegum degi. Til að reyna að gera gott úr málinu fór hjúkkan út í búð og keypti sér rándýran Ben & Jerry´s Karamel Sutra ís. Þetta er ótrúleg blanda af vanilluís, súkkulaðiís, hreinni og mjúkri karamellu og stórum feitum súkkulaðibitum. Kaloríufjöldi í einni skeið er um 3000 og er hjúkkan komin í feitan plús á kaloríum í dag - samt borðaði hún bara um 1 / 10 af ísnum - auðvitað beint úr boxinu. Nú leið hjúkkunni örlítið betur en glitti þó í gömlu góðu feituna. Jæja maður verður að horfast í augu við feituna eftir svona ísát og það er leyfilegt. Þetta hefði verið mjög góð leið til að bjarga vondum degi - en auðvitað fékk hjúkkan illt í magann af öllum rjómanum og sykrinum sem í ísnum var þannig að þetta kom henni allt í koll. Nú eru einungis 3 klst eftir af þessum rotna degi sem getur ekki versnað og vonandi verður morgundagurinn eitthvað betri.
Hjúkkan er nett pirruð og vonsvikin eftir daginn í dag. Suma daga á maður greinilega að sleppa því að fara á fætur og halda bara áfram að sofa. Dagurinn byrjaði með vott af vitund um þau rauðvínsglös sem hún drakk kvöldinu áður í heimsókn sinni hjá Siggu. Heimsóknin var hrein og bein snilld þar sem hjúkkurnar hlógu, flissuðu og spáðu í hegðan karlmanna. Eftir að hafa farið niður í Rauða Kross til að ganga frá námskeiðsgögnunum frá deginum áður dreif hjúkkan sig heim í smá blund, enda full vonar að í dag myndi hún ganga frá öllum sínum íbúðarmálum og fá afhenta sína eigin íbúð. Auðvitað brugðust þau plön og hjúkkan stóð í stappi við fjölda manns, þar á meðal 2ja kvenna er vinna á "þjónustuveri" Landsbankans. Í kjölfarið er sennilega komin mynd af hjúkkunni á pílukastspjaldið í "þjónustuverinu" og hún komin á svartan lista. En þetta stapp kom nú fyrst og fremst til vegna vanhæfni starfsfólksins sem hún ræddi við. Að því loknu hélt aðeins meira stapp áfram við aðra aðila og loks breyttust auðvitað þau plön sem hjúkkan var búin að halda í vonina að myndu bjarga annars ömurlegum degi. Til að reyna að gera gott úr málinu fór hjúkkan út í búð og keypti sér rándýran Ben & Jerry´s Karamel Sutra ís. Þetta er ótrúleg blanda af vanilluís, súkkulaðiís, hreinni og mjúkri karamellu og stórum feitum súkkulaðibitum. Kaloríufjöldi í einni skeið er um 3000 og er hjúkkan komin í feitan plús á kaloríum í dag - samt borðaði hún bara um 1 / 10 af ísnum - auðvitað beint úr boxinu. Nú leið hjúkkunni örlítið betur en glitti þó í gömlu góðu feituna. Jæja maður verður að horfast í augu við feituna eftir svona ísát og það er leyfilegt. Þetta hefði verið mjög góð leið til að bjarga vondum degi - en auðvitað fékk hjúkkan illt í magann af öllum rjómanum og sykrinum sem í ísnum var þannig að þetta kom henni allt í koll. Nú eru einungis 3 klst eftir af þessum rotna degi sem getur ekki versnað og vonandi verður morgundagurinn eitthvað betri.
09/11/2005
Skjávarpar og gluggar!
Í einu af fjölmörgum húsum í nágrenni hjúkkunnar (þ.e. foreldrahúsum hjúkkunnar) býr fólk sem er greinilega mjög ánægt með nýja skjávarpann sinn. Oft hefur hjúkkan rekið augun í þær myndir sem fólkið hefur verið að dunda sér við að horfa á og ekkert athugavert hefur verið við það - enda prýðilegur kvikmyndasmekkur greinilega í gangi á því heimilinu. NEMA HVAÐ í gærkvöldið átti hjúkkan leið framhjá þessu húsi og rak sem fyrr augun í skjámyndina sem var á veggnum hjá þessu örugglega ágætis fólki. Þetta hefði ekki verið neitt til að tala um ef fólkið hefði ekki verið að horfa á þessa líka kröftugu klámmynd!!! Jú jú sjón hjúkkunnar beið nokkurn skaða af enda vildi hún óska þess að hún hefði ekki séð þetta. Ekki það að fólk megi ekki horfa á þær klámmyndir sem því lystir - en það væri kannski ráð að draga þá alla vega fyrir gluggatjöldin rétt á meðan leikar standa sem hæst! Sumt vill maður einfaldlega ekki vita um nágranna sína.
Í einu af fjölmörgum húsum í nágrenni hjúkkunnar (þ.e. foreldrahúsum hjúkkunnar) býr fólk sem er greinilega mjög ánægt með nýja skjávarpann sinn. Oft hefur hjúkkan rekið augun í þær myndir sem fólkið hefur verið að dunda sér við að horfa á og ekkert athugavert hefur verið við það - enda prýðilegur kvikmyndasmekkur greinilega í gangi á því heimilinu. NEMA HVAÐ í gærkvöldið átti hjúkkan leið framhjá þessu húsi og rak sem fyrr augun í skjámyndina sem var á veggnum hjá þessu örugglega ágætis fólki. Þetta hefði ekki verið neitt til að tala um ef fólkið hefði ekki verið að horfa á þessa líka kröftugu klámmynd!!! Jú jú sjón hjúkkunnar beið nokkurn skaða af enda vildi hún óska þess að hún hefði ekki séð þetta. Ekki það að fólk megi ekki horfa á þær klámmyndir sem því lystir - en það væri kannski ráð að draga þá alla vega fyrir gluggatjöldin rétt á meðan leikar standa sem hæst! Sumt vill maður einfaldlega ekki vita um nágranna sína.
08/11/2005
Menningarleg afmælishelgi!
Hjúkkan átti bara nokkuð þokkalega helgi. Hún átti afmæli á laugardaginn og eyddi deginum í faðmi fjölskyldunnar og skellti sér svo á skrallið um kvöldið. Hjúkkan fékk sér forskot á föstudagskvöldinu þegar hún fór með Svönu á Ölstofuna og sá alla hávöxnu og myndarlegu mennina sem þar voru samankomnir. Þær stöllur skemmtu sér vel við að horfa í kringum sig og njóta útsýnisins. Eins og fyrr sagði var ferskleikinn svo mikill á laugardeginum að hún þreif eldhúsið hátt og lágt fyrir foreldrana og dundaði sér við eitt og annað. Mikið var um að vera á sunnudeginum þar sem dagskrá hjúkkunnar var þétt. Hún dreif sig í tennis, fór þaðan beint á tónleika þar sem fluttar voru tvær ofboðslega fallegar sálumessur og loks lá leiðin í knattspyrnu. En sökum verkja á ástands á baki ákvað hjúkkan að slaufa boltanum í þetta sinn. Mesti gleðivaldur helgarinnar var þó leikurinn í enska boltanum þar sem MAN UTD stöðvaði sigurgöngu Chelsea með glæstum sigri á heimavelli sínum!!!! Hjúkkan er glöð í bragði og er enn sem fyrr ánægð með sína menn í Utd. Svo fer nú að styttast í afhendingu íbúðar og allt að gerast.
Hjúkkan hefur ákveðið að halda afmælis- og innflutningsparty eftir jólin þar sem ákveðinn hópur manna hefur ekki haft tækifæri til þess að taka ákveðna mynd. Nú hefur fresturinn sem sagt verið lengdur og árangur skilyrði. Meira að segja er von á 7. manninum til landsins fyrir jól þannig að það eru engar afsakanir teknar gildar.
Hjúkkan átti bara nokkuð þokkalega helgi. Hún átti afmæli á laugardaginn og eyddi deginum í faðmi fjölskyldunnar og skellti sér svo á skrallið um kvöldið. Hjúkkan fékk sér forskot á föstudagskvöldinu þegar hún fór með Svönu á Ölstofuna og sá alla hávöxnu og myndarlegu mennina sem þar voru samankomnir. Þær stöllur skemmtu sér vel við að horfa í kringum sig og njóta útsýnisins. Eins og fyrr sagði var ferskleikinn svo mikill á laugardeginum að hún þreif eldhúsið hátt og lágt fyrir foreldrana og dundaði sér við eitt og annað. Mikið var um að vera á sunnudeginum þar sem dagskrá hjúkkunnar var þétt. Hún dreif sig í tennis, fór þaðan beint á tónleika þar sem fluttar voru tvær ofboðslega fallegar sálumessur og loks lá leiðin í knattspyrnu. En sökum verkja á ástands á baki ákvað hjúkkan að slaufa boltanum í þetta sinn. Mesti gleðivaldur helgarinnar var þó leikurinn í enska boltanum þar sem MAN UTD stöðvaði sigurgöngu Chelsea með glæstum sigri á heimavelli sínum!!!! Hjúkkan er glöð í bragði og er enn sem fyrr ánægð með sína menn í Utd. Svo fer nú að styttast í afhendingu íbúðar og allt að gerast.
Hjúkkan hefur ákveðið að halda afmælis- og innflutningsparty eftir jólin þar sem ákveðinn hópur manna hefur ekki haft tækifæri til þess að taka ákveðna mynd. Nú hefur fresturinn sem sagt verið lengdur og árangur skilyrði. Meira að segja er von á 7. manninum til landsins fyrir jól þannig að það eru engar afsakanir teknar gildar.
01/11/2005
Mikilvægt fólk í lífi allra!
Hjúkkan hefur undanfarna daga verið að hugsa um þann fjölda af fólki sem er mikivægur hlekkur í lífi hvers einstaklings. Í þessum hópi er að finna fólk úr öllum stéttum sem öll eiga það sameiginlegt að skipta miklu máli til þess að hversdagsleiki gangi upp hjá hverjum og einum. Hér kemur smá upptalning á því fólki sem er óumdeilanlega mikilvægur hluti af lífi hjúkkunnar.
Hjúkkan hefur undanfarna daga verið að hugsa um þann fjölda af fólki sem er mikivægur hlekkur í lífi hvers einstaklings. Í þessum hópi er að finna fólk úr öllum stéttum sem öll eiga það sameiginlegt að skipta miklu máli til þess að hversdagsleiki gangi upp hjá hverjum og einum. Hér kemur smá upptalning á því fólki sem er óumdeilanlega mikilvægur hluti af lífi hjúkkunnar.
- Mamma - allir þurfa á móður sinni að halda, óháð aldri og fyrri störfum. Þessar konur veita manni styrk og hlýju þegar á þarf og láta mann yfirleitt vita ef maður er kominn í tómt tjón.
- Pabbi - allir þurfa líka á pabba sínum að halda. Hann hjálpar yfirleitt með praktískari atriðið en mamman en að sama skapi er hann ómissandi við lausn ýmissa vandamála. Pabbar geta líka reynst mjög vel þegar þarf að hugga mann og gefa knús.
- Systur - held að allir hafi líka gott af því að eiga góðar systur hvort sem er eldri eða yngri. Sumt spyr maður einfaldlega foreldra sína ekki um.
- Vinkonurnar - þarf ekki ferkari útskýringar.
- Hárgreiðslukona - ómissandi hlekkur í lífi hvaða konu sem er og kemur sér mjög illa og getur valdið miklum áhyggjum ef hún fer í fæðingarorlof.
- Snyrtifræðingurinn - ný í hópnum hjá hjúkkunni sem er í leit að innra-kveneðli sínu. Er búin að finna yndislegan snyrtifræðing sem plokkar og litar eins og vindurinn. Eftir nokkrar komur til hennar er hún farin að læra á hjúkkuna og er ómissandi.
- Kvensjúkdómalæknirinn - óþarfi að útskýra nánar en maður vill ekki þurfa að fara á nýjan stað í hvert skipti, okkur finnst þetta ekki beint það skemmtilegasta í heimi.
- Vaxarinn - hjúkkan er svo mikill kleifhugi að hún getur ekki hugsað sér að sama kona sjái um augabrúnir og vaxmeðferð á öðrum stöðum líkamans. Staðan er laus í augnarblikinu.
- The Handyman - hér getur pabbinn reynst vel ef hann er handlaginn, annars er mjög gott að hafa varamann í þessari deild. Jafnvel getur verið mikilvægt að hafa nokkra við hendina með mismunandi sérhæfingu.
- Maðurinn í einkennisbúningnum - já hér er hægt að hafa marga við hendina. Hjúkkan er t.d. með flugmanninn, flugþjóninn, smiðinn, flugkennarann, lækninn og sjúkraflutningamanninn svo dæmi séu tekin. Þessir menn eru til þess eins að gleðja augað þegar maður þarf á einhverju hughreystandi að halda. Reyndar fer samsetning þessa hóps algjörlega eftir smekk hvers og eins.
31/10/2005
Flutningar og helgarsprell
Hjúkkan er eins og alltaf að standa í stórræðum. Hún gæsaði hana Vöku hans Braga á laugardaginn ásamt fríðum flokki kvenna og einnar stórrar kanínu. Dagurinn var fullur af gleði og glaum og freyðivíni og rauðvíni og allir bara mjúkir og fínir. Sunnudagurinn fór svo í tennis og aukakvöldvakt þar sem íslandsmeistaramótið í gipslagningu stóð sem hæst. Hálkan hafði sitt að segja og voru því fjölmargir sem lögðu leið sína á slysadeildina. Fersk að vanda vaknaði hjúkkan falleg í morgun og tók sig til og flutti búslóðina síðan til foreldranna á ný þar sem hjúkkan ætlar að búa þar til hún fær íbúðina sína afhenta. Það jafnast ekkert á við góðan flutning í morgunsárið enda er hjúkkan orðin mjög fær í flutningum. Kvöldið verður svo toppað á kvöldvaktinni á slysadeildinni í þeirri veiku von um að hálkan sé að minnka.
Hjúkkan er eins og alltaf að standa í stórræðum. Hún gæsaði hana Vöku hans Braga á laugardaginn ásamt fríðum flokki kvenna og einnar stórrar kanínu. Dagurinn var fullur af gleði og glaum og freyðivíni og rauðvíni og allir bara mjúkir og fínir. Sunnudagurinn fór svo í tennis og aukakvöldvakt þar sem íslandsmeistaramótið í gipslagningu stóð sem hæst. Hálkan hafði sitt að segja og voru því fjölmargir sem lögðu leið sína á slysadeildina. Fersk að vanda vaknaði hjúkkan falleg í morgun og tók sig til og flutti búslóðina síðan til foreldranna á ný þar sem hjúkkan ætlar að búa þar til hún fær íbúðina sína afhenta. Það jafnast ekkert á við góðan flutning í morgunsárið enda er hjúkkan orðin mjög fær í flutningum. Kvöldið verður svo toppað á kvöldvaktinni á slysadeildinni í þeirri veiku von um að hálkan sé að minnka.
26/10/2005
Góðar stundir!
Hjúkkan komst að því um daginn að það er nú hægt að gera eitthvað annað en að vera alltaf að vinna. Hún átti frí bæði sunnudag og mánudag og nýtti þá daga til hins ýtrasta. Sunnudagurinn fór í almenna íþróttariðkunn með tennisæfingu um daginn og knattspyrnuæfingu um kvöldið. Þar var heilmikið hlaupið hlegið og skorað. Mánudagurinn fór í hlaup til að redda greiðslumatinu áður en bankinn lokaði og kröfugangan byrjaði. Hjúkkan er auðvitað mikil baráttukona og dreif sig niður á Skólavörðuholt og skundaði í bæðinn ásamt öllum hinum. Kvöldið fór í yndislegan hitting með syninum sem kom í heimsókn eins og í gamla daga. Pizza og sjónvarpsgláp og aulabrandarar með tilheyrandi hrotuhlátri áttu kvöldið. Loks var eyddi hjúkkan fyrri hluta gærdagsins með litla fullkomna frænda í sundi og skralli. Litli kúturinn sýndi alla sína bestu takta og sjarmeraði sundkennara upp úr lauginni.
Hjúkkan bíður nú spennt eftir undirritun á kaupsamningnum og afhendingu á íbúðinni og allt að gerast. Hún hitti Þormóð í vinnunni í dag og vildi einmitt minna hlutaðeigandi aðilla að það fer að koma tími á næstu mynd :) 10 ára afmæli fyrstu myndarinnar er að renna í hlað og kominn tími á endurnýjun. Myndirnar verða svo hengdar upp á vegg í Dofraberginu :)
Hjúkkan komst að því um daginn að það er nú hægt að gera eitthvað annað en að vera alltaf að vinna. Hún átti frí bæði sunnudag og mánudag og nýtti þá daga til hins ýtrasta. Sunnudagurinn fór í almenna íþróttariðkunn með tennisæfingu um daginn og knattspyrnuæfingu um kvöldið. Þar var heilmikið hlaupið hlegið og skorað. Mánudagurinn fór í hlaup til að redda greiðslumatinu áður en bankinn lokaði og kröfugangan byrjaði. Hjúkkan er auðvitað mikil baráttukona og dreif sig niður á Skólavörðuholt og skundaði í bæðinn ásamt öllum hinum. Kvöldið fór í yndislegan hitting með syninum sem kom í heimsókn eins og í gamla daga. Pizza og sjónvarpsgláp og aulabrandarar með tilheyrandi hrotuhlátri áttu kvöldið. Loks var eyddi hjúkkan fyrri hluta gærdagsins með litla fullkomna frænda í sundi og skralli. Litli kúturinn sýndi alla sína bestu takta og sjarmeraði sundkennara upp úr lauginni.
Hjúkkan bíður nú spennt eftir undirritun á kaupsamningnum og afhendingu á íbúðinni og allt að gerast. Hún hitti Þormóð í vinnunni í dag og vildi einmitt minna hlutaðeigandi aðilla að það fer að koma tími á næstu mynd :) 10 ára afmæli fyrstu myndarinnar er að renna í hlað og kominn tími á endurnýjun. Myndirnar verða svo hengdar upp á vegg í Dofraberginu :)
22/10/2005
Hjúkkan við það að verða íbúðareigandi!
Stórmerkilegir atburðir áttu sér stað í gærdag. Vaktin var nú með ömurlegra móti en það sem bjargaði deginum hjá hjúkkunni voru þær fregnir að tilboði hennar í íbúð var tekið og þar með er hjúkkan við það eignast íbúð. Hún þarf að klára greiðslumatið sitt sem verður nú lítið mál og ef fer sem horfir fær hún afhent eftir 2 - 3 vikur!!!!! Sú magnaða staðreynd sem fylgir þessum íbúðarkaupum er sú að nú er hjúkkan að flytja í Hafnafjörðinn - mörgum til mikillar gleði og hamingju. Þormóður sér fram á að hafa alltaf barnfóstru til taks og nokkrir samstarfsmenn hafa gert sér í hugalund að hjúkkan fari nú að halda með FH. Þeir sem hins vegar þekkja hjúkkuna vita að hún mun seint og illa hætta að styðja sína menn í KR.
Svo heyrði hjúkkan í fastráðna flugþjóninum sem fyrr um daginn fékk einmitt fastráðninguna sína - til hamingju með það !!!!
Til að halda upp á íbúðarkaupin kláraði hjúkkan kvöldvakt dauðans - fór heim og fékk sér einn kaldan og fór svo að sofa enda 12 tíma vakt í dag.
Stórmerkilegir atburðir áttu sér stað í gærdag. Vaktin var nú með ömurlegra móti en það sem bjargaði deginum hjá hjúkkunni voru þær fregnir að tilboði hennar í íbúð var tekið og þar með er hjúkkan við það eignast íbúð. Hún þarf að klára greiðslumatið sitt sem verður nú lítið mál og ef fer sem horfir fær hún afhent eftir 2 - 3 vikur!!!!! Sú magnaða staðreynd sem fylgir þessum íbúðarkaupum er sú að nú er hjúkkan að flytja í Hafnafjörðinn - mörgum til mikillar gleði og hamingju. Þormóður sér fram á að hafa alltaf barnfóstru til taks og nokkrir samstarfsmenn hafa gert sér í hugalund að hjúkkan fari nú að halda með FH. Þeir sem hins vegar þekkja hjúkkuna vita að hún mun seint og illa hætta að styðja sína menn í KR.
Svo heyrði hjúkkan í fastráðna flugþjóninum sem fyrr um daginn fékk einmitt fastráðninguna sína - til hamingju með það !!!!
Til að halda upp á íbúðarkaupin kláraði hjúkkan kvöldvakt dauðans - fór heim og fékk sér einn kaldan og fór svo að sofa enda 12 tíma vakt í dag.
20/10/2005
Rugluð í ríminu!
Það hefur verið svo mikið um breytingar í lífi hjúkkunnar s.l. hálfa árið að nú er þetta farið að hrjá hjúkkuna. Hún hefur til dæmis fundið upp flutnings-íþróttina og stundaði hana af nokkuð miklum krafti framan af árinu. Nú er svo komið að hjúkkan vissi ekki hvert hún var að fara - þegar leið hennar lá heim eftir næturvakt. Hún keyrði sem leið lá niður á Skólavörðustíg og var við það að finna bílastæði þegar hún allt í einu mundi að þarna átti hún ekki lengur heima!!! Sér til mikillar gleði fann hún réttan stað eftir stuttan umhugsunarfrest og allt gekk vel í kjölfarið. Að öðru leyti er hjúkkan nokkuð stabil og er meira að segja búin að vera í fríi í heilan dag. Reyndar nokkrir fundir á döfinni í dag en það er bara venjubundið og blússandi stemning í því. Ekki hefur Hr. Óþekkur látið á sér kræla og bíður hjúkkan í ofvæni yfir því að svipta hulunni af þessum tja örugglega jafngeðuga einstaklingi. Nú er kominn tími á að rjúka af stað á svo sem einn fund og gerast formaður í einni nefndinni. Alltaf stuð hjá hjúkkunni!!!
Það hefur verið svo mikið um breytingar í lífi hjúkkunnar s.l. hálfa árið að nú er þetta farið að hrjá hjúkkuna. Hún hefur til dæmis fundið upp flutnings-íþróttina og stundaði hana af nokkuð miklum krafti framan af árinu. Nú er svo komið að hjúkkan vissi ekki hvert hún var að fara - þegar leið hennar lá heim eftir næturvakt. Hún keyrði sem leið lá niður á Skólavörðustíg og var við það að finna bílastæði þegar hún allt í einu mundi að þarna átti hún ekki lengur heima!!! Sér til mikillar gleði fann hún réttan stað eftir stuttan umhugsunarfrest og allt gekk vel í kjölfarið. Að öðru leyti er hjúkkan nokkuð stabil og er meira að segja búin að vera í fríi í heilan dag. Reyndar nokkrir fundir á döfinni í dag en það er bara venjubundið og blússandi stemning í því. Ekki hefur Hr. Óþekkur látið á sér kræla og bíður hjúkkan í ofvæni yfir því að svipta hulunni af þessum tja örugglega jafngeðuga einstaklingi. Nú er kominn tími á að rjúka af stað á svo sem einn fund og gerast formaður í einni nefndinni. Alltaf stuð hjá hjúkkunni!!!
15/10/2005
Gleðilegan laugardag!
Í dag er þessi líka ógleymanlegi laugardagur - með tilheyrandi rigningu og roki. Eftir að hjúkkan keypti svakalega fína sköfu handa Fabío þá snögg hlýnaði og að öllum líkindum er vetri að létta. Það gæti líka verið að hjúkkan sé ekki alveg með sjálfri sér enda er hún rétt að byrja á 16 klukkustunda vaktinni sinni þennan ógleymalega dag. Það er eins gott að hjúkkan eigi sér ekkert líf utan vinnu - enda hefði hún ekki tíma til þess að sinna því sökum vinnu. Eitt sem vakið hefur undrun og aðdáun hjúkkunnar í morgunsárið og það er hegðan og útbúnaður fólks á reiðhjólum. Það voru nokkrir ferskir á reiðhjóli sem urðu á vegi hjúkkunnar í morgun - í skíta roki og riginingu - ekki nóg með það því þá var einn í léttum flauelsjakka sem var ekki einu sinni hnepptur!!! Það fer nú bara kuldahrollum um mann þegar maður sér svona - og hugurinn leitar heim og beinustu leið undir sæng. Hjúkkan vill benda á sérlega áhugaverðan dagskrálið á RUV sem hefst kl. 13:20 í dag - jú það er BEIN ÚTSENDING frá Íslandsmeistaramótinu í atskák!!! Missum ekki af því :)
Í dag er þessi líka ógleymanlegi laugardagur - með tilheyrandi rigningu og roki. Eftir að hjúkkan keypti svakalega fína sköfu handa Fabío þá snögg hlýnaði og að öllum líkindum er vetri að létta. Það gæti líka verið að hjúkkan sé ekki alveg með sjálfri sér enda er hún rétt að byrja á 16 klukkustunda vaktinni sinni þennan ógleymalega dag. Það er eins gott að hjúkkan eigi sér ekkert líf utan vinnu - enda hefði hún ekki tíma til þess að sinna því sökum vinnu. Eitt sem vakið hefur undrun og aðdáun hjúkkunnar í morgunsárið og það er hegðan og útbúnaður fólks á reiðhjólum. Það voru nokkrir ferskir á reiðhjóli sem urðu á vegi hjúkkunnar í morgun - í skíta roki og riginingu - ekki nóg með það því þá var einn í léttum flauelsjakka sem var ekki einu sinni hnepptur!!! Það fer nú bara kuldahrollum um mann þegar maður sér svona - og hugurinn leitar heim og beinustu leið undir sæng. Hjúkkan vill benda á sérlega áhugaverðan dagskrálið á RUV sem hefst kl. 13:20 í dag - jú það er BEIN ÚTSENDING frá Íslandsmeistaramótinu í atskák!!! Missum ekki af því :)
10/10/2005
Er líf utan vinnunnar?
Já það er von að hjúkkan spyrji sig þessari spurningu. Hún tók aukavakt s.l. nótt og er svo komin á sína eigin kvöldvakt - frekar sybbin en samt jafnsæt og vanalega þó svo að hárið sé örlítið úfið. Á morgun er fyrsti hluti af flutning á Vífilsgötuna en þetta verður gert í tveimur áföngum. Svo er að vona að einhver ró og stöðugleiki fari að koma á líf hjúkkunnar svo hún hætti að hanga í vinnunni daginn út og inn. En veturinn er kominn með tilheyrandi hand- og fótkulda hjá hjúkkunni. Hún lýsir hér með eftir einhverjum fórnfúsum sem vill koma og hlýja henni um tærnar - gæti samt verið smá táfýla þar sem hjúkkan er einmitt alltaf í vinnuskónum :)
Já það er von að hjúkkan spyrji sig þessari spurningu. Hún tók aukavakt s.l. nótt og er svo komin á sína eigin kvöldvakt - frekar sybbin en samt jafnsæt og vanalega þó svo að hárið sé örlítið úfið. Á morgun er fyrsti hluti af flutning á Vífilsgötuna en þetta verður gert í tveimur áföngum. Svo er að vona að einhver ró og stöðugleiki fari að koma á líf hjúkkunnar svo hún hætti að hanga í vinnunni daginn út og inn. En veturinn er kominn með tilheyrandi hand- og fótkulda hjá hjúkkunni. Hún lýsir hér með eftir einhverjum fórnfúsum sem vill koma og hlýja henni um tærnar - gæti samt verið smá táfýla þar sem hjúkkan er einmitt alltaf í vinnuskónum :)
06/10/2005
Oggulítið syfjuð!
Nú er farið að síga á seinni hluta fyrri næturvaktarinnar hjá hjúkkunni og augnlokin farin að þyngjast eftir því. Hjúkkan stóð í heilmiklum pælingum og rökræðum við fasteignasala í gær sem enduðu á því að hætt var við allt saman. Eigendur íbúðarinnar sem hjúkkan ætlaði að bjóða í fóru í panic og hættu barasta við að selja!! Hjúkkan veit að hún getur af og til verið ákveðin týpa en þetta var eiginlega bara fyndið. Að sama skapi sleit hún um viku löngum vinskap við sölumanninn á fasteignasölunni sem bar sig vel. Að rifrildunum og morgunvaktinni lokinni lá leiðin heim í sófa til að blunda fyrir næturvaktina. Eitthvað ruglaðist kerfið og blundinum seinkanði af óviðráðanlegum orsökum - en það hafðist undir lokin. Nýjar og góðar fregnir af heimilislausu hjúkkunni eru þær að hún er að fara að leigja íbúð í Vatnsmýrinni þar til hún finnur sér enn varanlegri stað til að búa á. Vonandi fer þetta að ganga eftir og sú óreiða sem einkennt hefur líf hjúkkunnar undanfarna mánuði sé nú að verða búin. Að öðru leyti er hjúkkan söm við sig og sennilega búin að taka að sér formennsku í einni af þeim nefndum sem hún situr í fyrir Fíh - sem verður bara spennandi og krefjandi starf. En hjúkkan er nú samt að hugsa um að bæta ekki við sig fleiri nefndum í bili - stundum verður félagsmálafíkillinn að læra að það má líka segja "því miður get ég ekki tekið þetta að mér".
Nú er farið að síga á seinni hluta fyrri næturvaktarinnar hjá hjúkkunni og augnlokin farin að þyngjast eftir því. Hjúkkan stóð í heilmiklum pælingum og rökræðum við fasteignasala í gær sem enduðu á því að hætt var við allt saman. Eigendur íbúðarinnar sem hjúkkan ætlaði að bjóða í fóru í panic og hættu barasta við að selja!! Hjúkkan veit að hún getur af og til verið ákveðin týpa en þetta var eiginlega bara fyndið. Að sama skapi sleit hún um viku löngum vinskap við sölumanninn á fasteignasölunni sem bar sig vel. Að rifrildunum og morgunvaktinni lokinni lá leiðin heim í sófa til að blunda fyrir næturvaktina. Eitthvað ruglaðist kerfið og blundinum seinkanði af óviðráðanlegum orsökum - en það hafðist undir lokin. Nýjar og góðar fregnir af heimilislausu hjúkkunni eru þær að hún er að fara að leigja íbúð í Vatnsmýrinni þar til hún finnur sér enn varanlegri stað til að búa á. Vonandi fer þetta að ganga eftir og sú óreiða sem einkennt hefur líf hjúkkunnar undanfarna mánuði sé nú að verða búin. Að öðru leyti er hjúkkan söm við sig og sennilega búin að taka að sér formennsku í einni af þeim nefndum sem hún situr í fyrir Fíh - sem verður bara spennandi og krefjandi starf. En hjúkkan er nú samt að hugsa um að bæta ekki við sig fleiri nefndum í bili - stundum verður félagsmálafíkillinn að læra að það má líka segja "því miður get ég ekki tekið þetta að mér".
03/10/2005
Farir og ófarir hjúkkunnar!
Hjúkkan er búin að vera ótrúlega dugleg í dag. Hún reif sig á fætur fyrir allar aldir til að skreppa út á flugvöll í eitt pick-up, að því loknu dreif hún sig með Fabio í smurningu enda var eitthvað ljós farið að blikka óþarflega mikið í mælaborðinu. Að þessu loknu var klukkan bara rétt rúmlega 9 og hjúkkan alveg hissa á því hvað hægt sé að gera mikið fyrir hádegi. Því næst reddaði hjúkkan nokkrum símtölum sem hún átti eftir að ganga frá, dreif sig í bankann og slakaði svo á í smá brunch með flotta flugkennaranum á Oliver. Enn sem komið er var ekki komið hádegi!!! Rétt um hálf tólf (vanalegur tími hjúkkunnar að vakna) rauk hún á þjóðskránna og gekk frá málum þar áður en hún skellti sér á 3 klst langan stjórnarfund í félaginu. Því sem næst lá leiðin í smá dótarflutning og dagurinn er rétt rúmlega hálfnaður. Hjúkkan hefur engan blund fengið og er enn svona spræk. Hún fékk nokkur góð stuðnings símtöl frá Superkvendinu og Megabeibinu og kann hún þeim bestu þakkir fyrir. Stefnan er tekin á dinner hjá gamla settinu og eitt íbúðarskoð fyrir sjónvarpskvöld dauðans. Þetta helst er að frétta af förum hjúkkunnar í dag.
Snúum okkur þá að óförum hjúkkunnar - reyndar síðastliðna daga og jafnvel vikur. Eins og flestir vita er hjúkkan stundum svolítill klaufabárður og á það til að slasa sig við saklausustu aðstæður. Ferðin til Svíþjóðar var engin undantekning!! Þar sem hjúkkan sat nokkuð sybbin um borð í flugvélinni lenti hún auðvitað fyrir aftan stóra kallinn sem heldur að hann geti hallað sætinu sínu eins langt aftur og mögulegt er ALLA FERÐINA!!! Já litlu fluffu vinir mínir - líka þegar hjúkkan reyndi að borða ommelettuna sína. En sökum skap príðis hjúkkunnar ákvað hún að láta kyrrt liggja og lét sem ekkert væri. NEMA hvað þegar hjúkkan er hálfnuð með kaffibollann hendir karlpungurinn fyrir framan sér aftur í sætið og matarbakkinn með vatnsglasinu og hálfa kaffibollanum hellast svona pent í fangið á hjúkkunni! Hún blótaði í hljóði, þurkkaði á sér kjöltuna og ákvað að fara bara að sofa. Í Svíþjóð varð hjúkkan svo fyrir innkaupa áverka þar sem hún verlsaði af svo miklum mætti að hún sló hendinni í horn á borði í einni búðinni. Góð ráð voru dýr og sérlegur verslunaraðstoðarmaður (Jóhanna) bar nokkuð af þungu pokunum fyrir hjúkkuna í kjölfarið - en verslunarleiðangurinn blessaðist vel það sem eftir var. Það nýjasta í óförum hjúkkunnar átti sér stað í vinnunni um daginn þar sem hún var að ganga út um STÓRA HVÍTA bílskúrshurð. Vildi ekki betur til en svo að hjúkkan gekk á hurðina þar sem hún var ekki komin alla leiðina upp. Hjúkkan hefur nú sem fyrr alltaf litið á sig sem frekar hávaxna með þykkt og hrokkið hár en fyrr má nú aldeilis vera!
Hjúkkan er búin að vera ótrúlega dugleg í dag. Hún reif sig á fætur fyrir allar aldir til að skreppa út á flugvöll í eitt pick-up, að því loknu dreif hún sig með Fabio í smurningu enda var eitthvað ljós farið að blikka óþarflega mikið í mælaborðinu. Að þessu loknu var klukkan bara rétt rúmlega 9 og hjúkkan alveg hissa á því hvað hægt sé að gera mikið fyrir hádegi. Því næst reddaði hjúkkan nokkrum símtölum sem hún átti eftir að ganga frá, dreif sig í bankann og slakaði svo á í smá brunch með flotta flugkennaranum á Oliver. Enn sem komið er var ekki komið hádegi!!! Rétt um hálf tólf (vanalegur tími hjúkkunnar að vakna) rauk hún á þjóðskránna og gekk frá málum þar áður en hún skellti sér á 3 klst langan stjórnarfund í félaginu. Því sem næst lá leiðin í smá dótarflutning og dagurinn er rétt rúmlega hálfnaður. Hjúkkan hefur engan blund fengið og er enn svona spræk. Hún fékk nokkur góð stuðnings símtöl frá Superkvendinu og Megabeibinu og kann hún þeim bestu þakkir fyrir. Stefnan er tekin á dinner hjá gamla settinu og eitt íbúðarskoð fyrir sjónvarpskvöld dauðans. Þetta helst er að frétta af förum hjúkkunnar í dag.
Snúum okkur þá að óförum hjúkkunnar - reyndar síðastliðna daga og jafnvel vikur. Eins og flestir vita er hjúkkan stundum svolítill klaufabárður og á það til að slasa sig við saklausustu aðstæður. Ferðin til Svíþjóðar var engin undantekning!! Þar sem hjúkkan sat nokkuð sybbin um borð í flugvélinni lenti hún auðvitað fyrir aftan stóra kallinn sem heldur að hann geti hallað sætinu sínu eins langt aftur og mögulegt er ALLA FERÐINA!!! Já litlu fluffu vinir mínir - líka þegar hjúkkan reyndi að borða ommelettuna sína. En sökum skap príðis hjúkkunnar ákvað hún að láta kyrrt liggja og lét sem ekkert væri. NEMA hvað þegar hjúkkan er hálfnuð með kaffibollann hendir karlpungurinn fyrir framan sér aftur í sætið og matarbakkinn með vatnsglasinu og hálfa kaffibollanum hellast svona pent í fangið á hjúkkunni! Hún blótaði í hljóði, þurkkaði á sér kjöltuna og ákvað að fara bara að sofa. Í Svíþjóð varð hjúkkan svo fyrir innkaupa áverka þar sem hún verlsaði af svo miklum mætti að hún sló hendinni í horn á borði í einni búðinni. Góð ráð voru dýr og sérlegur verslunaraðstoðarmaður (Jóhanna) bar nokkuð af þungu pokunum fyrir hjúkkuna í kjölfarið - en verslunarleiðangurinn blessaðist vel það sem eftir var. Það nýjasta í óförum hjúkkunnar átti sér stað í vinnunni um daginn þar sem hún var að ganga út um STÓRA HVÍTA bílskúrshurð. Vildi ekki betur til en svo að hjúkkan gekk á hurðina þar sem hún var ekki komin alla leiðina upp. Hjúkkan hefur nú sem fyrr alltaf litið á sig sem frekar hávaxna með þykkt og hrokkið hár en fyrr má nú aldeilis vera!
30/09/2005
Komin heim úr kjötbollulandinu!
Hjúkkan er komin heil heim eftir mjög svo ógleymanlega ferð til kjötbollukónganna í Svíþjóð. Það var nú aðeins betra veðrið þar - bara svona 16 - 18 stiga hiti og sól en hver er að kvarta, nístingskuldi og rok eru góð fyrir húðina! Tíminn í Uppsala stendur upp úr enda var svo dásamlegt að hitta litlu prinsana og foreldra þeirra. Heimsóknin til Hennes og Maurtiz gekk vonum framar og hjúkkan náði ótrúlegum árangri í verslunarleiðangri á stuttum tíma. Hún er jafnvel að hugsa um að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum verslunarfíkla. Litlu prinsarnir bræddu hjarta hjúkkunnar þegar hún var að fara inn í flugstöðina því þeir vildu ekki að hún færi heim. Flugið heim var einkennilegt - flugstjórinn var búinn að vara við vondu veðri enda þeystist áhöfnin af stað um leið og mögulegt var, skellti matnum fram og Sagabutique og dreif sig svo bara aftur í sætin sín. Flugstjórinn kom í kallkerfið og bað fólk um að halda kyrru fyrir vegna ókyrrðar og hafa sætisbeltin spennt. Þessi ókyrrð fór nú ekki fram hjá neinum sem var um borð í vélinni og voru flestir pollrólegir í sætum sínum. Allt í einu kemur flugfreyja í kallkerfið í mikilli örvæntingu og ítrekar að allir eigi að vera í sætum sínum og var hún hálf ógnvekjandi þar sem fluffan virkaði í pínu panic. Hjúkkan þekkir nú nokkra einstaklinga sem hefðu sennilega þurft að skipta um brók eftir flugið en að lokum tók ókyrrðin enda og vélin lenti heil í Keflavík. Nú er mál að koma sér aftur í Íslands gírinn og drífa sig í vinnuna og djamma svolítið í kvöld með vinnufélögunum.
Hjúkkan er komin heil heim eftir mjög svo ógleymanlega ferð til kjötbollukónganna í Svíþjóð. Það var nú aðeins betra veðrið þar - bara svona 16 - 18 stiga hiti og sól en hver er að kvarta, nístingskuldi og rok eru góð fyrir húðina! Tíminn í Uppsala stendur upp úr enda var svo dásamlegt að hitta litlu prinsana og foreldra þeirra. Heimsóknin til Hennes og Maurtiz gekk vonum framar og hjúkkan náði ótrúlegum árangri í verslunarleiðangri á stuttum tíma. Hún er jafnvel að hugsa um að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum verslunarfíkla. Litlu prinsarnir bræddu hjarta hjúkkunnar þegar hún var að fara inn í flugstöðina því þeir vildu ekki að hún færi heim. Flugið heim var einkennilegt - flugstjórinn var búinn að vara við vondu veðri enda þeystist áhöfnin af stað um leið og mögulegt var, skellti matnum fram og Sagabutique og dreif sig svo bara aftur í sætin sín. Flugstjórinn kom í kallkerfið og bað fólk um að halda kyrru fyrir vegna ókyrrðar og hafa sætisbeltin spennt. Þessi ókyrrð fór nú ekki fram hjá neinum sem var um borð í vélinni og voru flestir pollrólegir í sætum sínum. Allt í einu kemur flugfreyja í kallkerfið í mikilli örvæntingu og ítrekar að allir eigi að vera í sætum sínum og var hún hálf ógnvekjandi þar sem fluffan virkaði í pínu panic. Hjúkkan þekkir nú nokkra einstaklinga sem hefðu sennilega þurft að skipta um brók eftir flugið en að lokum tók ókyrrðin enda og vélin lenti heil í Keflavík. Nú er mál að koma sér aftur í Íslands gírinn og drífa sig í vinnuna og djamma svolítið í kvöld með vinnufélögunum.
28/09/2005
Hejsan fra Sverige!
Hjukkan er ordin svona lika svakalega god i saenskunni ad thad er naestum thvi vandraedalegt. Enda er hun buin ad sitja fundi fra thvi a manudag sem felstir hafa farid fram a thessu annars agaeta tungumali. Nu er radstefnunni lokid og var hun ogleymanleg i marga stadi. Helst ber tho ad nefna hadegismatinn einn daginn sem saman stod af kartoflum, sallati og innbokudum kjotbollum i kjukling!!! Ja hjukkan hefur sjaldan lent i annarri eins maltid enda veit hun enn ekki hver hafdi svo mikid hugmyndarafl ad troda kjotfarsi inn i kjuklingabringur og rulla svo ollu upp og sjoda!!!! Thad voru nu einnig onnur ogleymanleg atvik s.s. ferd a karaokebar og salsa kennsla a hatidarkvoldverdi i Stokkholmi. Hennes og Mauritz bidja ad heilsa ollum heima og sakna theirra sem their thekkja mikid! Hjukkan hefur nu samt ekki verid mjog dugleg vid ad heilsa upp a tha enda upptekin a fundum. En nu er hjukkan komin til Uppsala og dvelur hja hofdingjunum Johonnu og Gisla. Thar eignadist hjukkan tvo addaendur sem ekki vilja sleppa hendinni af hjukkunni. Thetta eru audvitad their Oli og Snorri sem eru verdandi tengdasynir hjukkunnar - sem sagt verdandi eiginmenn Sigridar og Lilju :)
Hjukkan kemur heim a morgun med fullt rassgat af orku og hugguleg heitum enda verdur bara nokkud gaman ad komast aftur heim. Thangad til farid varlega og haldid ykkur fra innbokudum kjotbollum i kjukling :)
Hjukkan er ordin svona lika svakalega god i saenskunni ad thad er naestum thvi vandraedalegt. Enda er hun buin ad sitja fundi fra thvi a manudag sem felstir hafa farid fram a thessu annars agaeta tungumali. Nu er radstefnunni lokid og var hun ogleymanleg i marga stadi. Helst ber tho ad nefna hadegismatinn einn daginn sem saman stod af kartoflum, sallati og innbokudum kjotbollum i kjukling!!! Ja hjukkan hefur sjaldan lent i annarri eins maltid enda veit hun enn ekki hver hafdi svo mikid hugmyndarafl ad troda kjotfarsi inn i kjuklingabringur og rulla svo ollu upp og sjoda!!!! Thad voru nu einnig onnur ogleymanleg atvik s.s. ferd a karaokebar og salsa kennsla a hatidarkvoldverdi i Stokkholmi. Hennes og Mauritz bidja ad heilsa ollum heima og sakna theirra sem their thekkja mikid! Hjukkan hefur nu samt ekki verid mjog dugleg vid ad heilsa upp a tha enda upptekin a fundum. En nu er hjukkan komin til Uppsala og dvelur hja hofdingjunum Johonnu og Gisla. Thar eignadist hjukkan tvo addaendur sem ekki vilja sleppa hendinni af hjukkunni. Thetta eru audvitad their Oli og Snorri sem eru verdandi tengdasynir hjukkunnar - sem sagt verdandi eiginmenn Sigridar og Lilju :)
Hjukkan kemur heim a morgun med fullt rassgat af orku og hugguleg heitum enda verdur bara nokkud gaman ad komast aftur heim. Thangad til farid varlega og haldid ykkur fra innbokudum kjotbollum i kjukling :)
25/09/2005
Sápuópera dauðans!
Það hefur gengi á ýmsu í lífi ofurhjúkkunnar síðastliðna mánuði. Hún er orðin vinsæll íbúða-passari og þykir ansi góð í því að huga að eigum annarra. Þar að auki hefur hjúkkan oft lent í mjög einkennilegum og allt að fáránlegum aðstæðum. Á tímum hefur hjúkkan velt því fyrir sér hvort ekki megi skrifa nokkuð gott handrit að sápuóperu sem mæður í fæðingarorlofi munu verða háðar - auðvitað yrði þátturinn sýndur beint á eftir Opruh! En þá er það pælingin í kringum þetta allt - er það tilviljun að maður lendir í svona aðstæðum eða gengur maður sjálfur inn í þær, vitandi hvað þetta er allt saman illa ruglað? Já það má velta þessu fyrir sér á ýmsa vegu og hefur hjúkkan ákveðið að gera það ekki. Henni var bent á það um daginn að hún ætti það til að rökræða allt við sjálfa sig og gera þannig einfalt mál mjög flókið. Í stað þess ætlar hún að skella sér á samstarfsfund stjórna norrænna hjúkrunafélaga í Svíþjóð og kíkja í heimsókn til Jóu sinnar og Gísla og tvíburanna í Uppsölum. Svo ætlar hjúkkan líka að hitta vini sína þá Hennes og Mauritz og endurnýja samband sitt við þá.
Það hefur gengi á ýmsu í lífi ofurhjúkkunnar síðastliðna mánuði. Hún er orðin vinsæll íbúða-passari og þykir ansi góð í því að huga að eigum annarra. Þar að auki hefur hjúkkan oft lent í mjög einkennilegum og allt að fáránlegum aðstæðum. Á tímum hefur hjúkkan velt því fyrir sér hvort ekki megi skrifa nokkuð gott handrit að sápuóperu sem mæður í fæðingarorlofi munu verða háðar - auðvitað yrði þátturinn sýndur beint á eftir Opruh! En þá er það pælingin í kringum þetta allt - er það tilviljun að maður lendir í svona aðstæðum eða gengur maður sjálfur inn í þær, vitandi hvað þetta er allt saman illa ruglað? Já það má velta þessu fyrir sér á ýmsa vegu og hefur hjúkkan ákveðið að gera það ekki. Henni var bent á það um daginn að hún ætti það til að rökræða allt við sjálfa sig og gera þannig einfalt mál mjög flókið. Í stað þess ætlar hún að skella sér á samstarfsfund stjórna norrænna hjúkrunafélaga í Svíþjóð og kíkja í heimsókn til Jóu sinnar og Gísla og tvíburanna í Uppsölum. Svo ætlar hjúkkan líka að hitta vini sína þá Hennes og Mauritz og endurnýja samband sitt við þá.
23/09/2005
"Klukkæðið"
Hjúkkan hélt að hún kæmist undan flestu í þessari tölvuveröld. Hún til dæmis skrifaði aldrei neinn 100 atriða lista um sjálfa sig og hefur að mestu lifað góðu lífi í kjölfarið. En þar sem hjúkkan er nú félagslynd með meiru og oft til í leiki þá ákvað hún að taka áskorun Lou í Leeds og láta uppi 5 gjörsamlega tilganslausar staðreyndir um sjálfa sig:
Hjúkkan hélt að hún kæmist undan flestu í þessari tölvuveröld. Hún til dæmis skrifaði aldrei neinn 100 atriða lista um sjálfa sig og hefur að mestu lifað góðu lífi í kjölfarið. En þar sem hjúkkan er nú félagslynd með meiru og oft til í leiki þá ákvað hún að taka áskorun Lou í Leeds og láta uppi 5 gjörsamlega tilganslausar staðreyndir um sjálfa sig:
- Þegar hjúkkan var 6 ára ætlaði hún að giftast einum bekkjarbróður sínum - sú varð ekki raunin. Þessi ágæti drengur vann sér þó ýmislegt til frægðar á unglingsárunum og þakkar hjúkkan örlögum sínum að ástin entist ekki.
- Hjúkkan hefur löngum verið þekkt fyrir það að tala - hún talaði svo mikið sem barn að foreldrar hennar borguðu henni fyrir það að þegja í fjölskylduferð í Þýskalandi þegar hjúkkan var 7 ára.
- Hjúkkunni er yfirleitt kalt á höndunum og finnst lítið annað betra en að stinga þeim inn á heita bumbu á einhverjum grunlausum.
- Hjúkkan er stundum svolítið óheppin og hefur óheppni hennar fengið nafn og er kennt við ákveðinn sjúkdóm sem skýrður var í höfuðið á henni. M.a. hefur hjúkkan opnað bílhurð í andlitið á sjálfri sér, orðið fyrir bílskúrshurð, skallað sjúkrabíl og síðast en ekki síðst - þá datt hjúkkan út úr rútu fyrir mörgum árum síðan.
- Hjúkkunni finnst almennt mjög gott að sofa og þá helst á vinstri hlið. Eins er hjúkkan ekki neinn sérstakur morgunhani og þeir sem halda að morgunstund gefi gull í mund geta bara átt sig.
Jæja þá er þessari upptalningu lokið og hjúkkan útkeyrð eftir miklar pælingar í því hvað eru gagnslausar staðreyndir. Þá eru það næstu fórnarlömb þessa bráðskemmtilega leiks - Dóa litla, Bragi, Roald og jafnvel hann Þormóður.
20/09/2005
Enn ein skóflustungan!
Það gladdi litla hjarta hjúkkunnar að lesa mbl.is í morgun þegar hún rakst á frétt um að í dag yrði tekin skóflustunga að nýju kennslu- og íþróttarhúsi við menntaskólann. Hjúkkan gladdist mjög yfir því að þessi tegund íþróttariðkunnar er sem sagt enn við líði - þ.e. að taka skóflustungur af þessu blessaða íþróttarhúsi við MH. Ekki man hjúkkann betur en að Björn Bjarnason hafi tekið nokkrar skóflustungur og jafnvel Ingibjörg Sólrún, nú hafa Þorgerður Katrín og Steinunn Valdís bæst í hóp þessarra íþróttarmanna sem virðast þó aldrei komast lengra í fyrstu skólfustunguna - merkilegt! Nú ættu alla vega að vera komnar svona 5 - 6 "fyrstu skóflustungur" og með þessu áframhaldið verður nú grunnurinn kominn vel á veg eftir nokkur kjörtímabil.
Það gladdi litla hjarta hjúkkunnar að lesa mbl.is í morgun þegar hún rakst á frétt um að í dag yrði tekin skóflustunga að nýju kennslu- og íþróttarhúsi við menntaskólann. Hjúkkan gladdist mjög yfir því að þessi tegund íþróttariðkunnar er sem sagt enn við líði - þ.e. að taka skóflustungur af þessu blessaða íþróttarhúsi við MH. Ekki man hjúkkann betur en að Björn Bjarnason hafi tekið nokkrar skóflustungur og jafnvel Ingibjörg Sólrún, nú hafa Þorgerður Katrín og Steinunn Valdís bæst í hóp þessarra íþróttarmanna sem virðast þó aldrei komast lengra í fyrstu skólfustunguna - merkilegt! Nú ættu alla vega að vera komnar svona 5 - 6 "fyrstu skóflustungur" og með þessu áframhaldið verður nú grunnurinn kominn vel á veg eftir nokkur kjörtímabil.
17/09/2005
Loksins kom að því!
Mikil tímamót áttu sér stað í íslenskri knattspyrnu í dag - það kom að því að sagan endalausa tæki endi. Jú Fram er loksins fallið úr úrvalsdeildinni og gamlir vinir í Breiðablik og Víking kom upp. Swing drottningin er nú örugglega hin ánægðasta enda mikill víkingur og vill hjúkkan óska henni innilega til hamingju með árangurinn.
Af endajaxlinum eru loksins farnar að berast góðar fréttir enda er hjúkkan nú laus við alla sauma sem voru í kjaftinum á henni. Enn er verkjalyfjanotkunin í gangi en magnið fer sífellt minnkandi og lengra líður nú á milli inntöku - sem sagt allt að koma. Í þessum erfiðleikum sem hafa verið í kjölfar aftökunnar hefur hjúkkan kynnst nýjum hópi af fólki sem henni er illa við. Þetta eru Pollýönnurnar sem hafa allar farið í endajaxlatöku þar sem ýmist allir voru teknir í einu og því sem næsta hálskirtlarnir líka og "þetta var ekkert mál!!!" Þessi hópur fólks telur sig knúinn til þess að gefa hjúkkunni góðar lýsingar á því hvað þetta var lítið mál og hvort farið var á KFC beint eftir eða bara í partý. Hjúkkan hefur ákveðið að senda þessu fólki ekki jólakort á þessu ári ...
Mikil tímamót áttu sér stað í íslenskri knattspyrnu í dag - það kom að því að sagan endalausa tæki endi. Jú Fram er loksins fallið úr úrvalsdeildinni og gamlir vinir í Breiðablik og Víking kom upp. Swing drottningin er nú örugglega hin ánægðasta enda mikill víkingur og vill hjúkkan óska henni innilega til hamingju með árangurinn.
Af endajaxlinum eru loksins farnar að berast góðar fréttir enda er hjúkkan nú laus við alla sauma sem voru í kjaftinum á henni. Enn er verkjalyfjanotkunin í gangi en magnið fer sífellt minnkandi og lengra líður nú á milli inntöku - sem sagt allt að koma. Í þessum erfiðleikum sem hafa verið í kjölfar aftökunnar hefur hjúkkan kynnst nýjum hópi af fólki sem henni er illa við. Þetta eru Pollýönnurnar sem hafa allar farið í endajaxlatöku þar sem ýmist allir voru teknir í einu og því sem næsta hálskirtlarnir líka og "þetta var ekkert mál!!!" Þessi hópur fólks telur sig knúinn til þess að gefa hjúkkunni góðar lýsingar á því hvað þetta var lítið mál og hvort farið var á KFC beint eftir eða bara í partý. Hjúkkan hefur ákveðið að senda þessu fólki ekki jólakort á þessu ári ...
14/09/2005
Verkjalyfjamóðan!
Hjúkkan er að reyna að stíga út úr verkjalyfjamóðunni sem hrjáir hana þessa dagana. Ýmislegt grunsamlegt hefur komið í ljós í kjölfar endajaxlatökunnar ógurlegu. Nú er hjúkkan sem sagt smámælt og auk þess með gífurlegt málstol!!! Hún virðist ekki geta sagt sum orð og þau orð sem eru með mörgum stöfum í og þar sem talið s fer allt í tómt rugl. Annars hefur hjúkkan lítið látið sjá sig á öðrum stöðum en á sófanum eða í vinnunni undanfarna daga enda hefur ástand hennar ekki boðið upp á mikinn mannfögnuð. Stefnan er nú tekin á mikla breytingu á þessu ástandi enda er hjúkkan búin að sjá að hún gengur ekki út - ef hún ætlar að hanga heima á sófanum öll kvöld vikunnar. Annars er lífsklukkan ekkert farin að tifa af alvöru þrátt fyrir pesteringar Þormóðs.... sem hjúkkan hefur reyndar fyrirgefið að fullu enda vill Þormóður bara vel. Nú fer að koma tími á meiri verkjalyf enda er móðan að renna af hjúkkunni og það má nú ekki gerast.
Hjúkkan er að reyna að stíga út úr verkjalyfjamóðunni sem hrjáir hana þessa dagana. Ýmislegt grunsamlegt hefur komið í ljós í kjölfar endajaxlatökunnar ógurlegu. Nú er hjúkkan sem sagt smámælt og auk þess með gífurlegt málstol!!! Hún virðist ekki geta sagt sum orð og þau orð sem eru með mörgum stöfum í og þar sem talið s fer allt í tómt rugl. Annars hefur hjúkkan lítið látið sjá sig á öðrum stöðum en á sófanum eða í vinnunni undanfarna daga enda hefur ástand hennar ekki boðið upp á mikinn mannfögnuð. Stefnan er nú tekin á mikla breytingu á þessu ástandi enda er hjúkkan búin að sjá að hún gengur ekki út - ef hún ætlar að hanga heima á sófanum öll kvöld vikunnar. Annars er lífsklukkan ekkert farin að tifa af alvöru þrátt fyrir pesteringar Þormóðs.... sem hjúkkan hefur reyndar fyrirgefið að fullu enda vill Þormóður bara vel. Nú fer að koma tími á meiri verkjalyf enda er móðan að renna af hjúkkunni og það má nú ekki gerast.
11/09/2005
Ógleymanleg!
Helgin sem langt er nú komin hefur verið ógleymanlega fyrir hjúkkuna. Því lík og önnur eins vanlíðan og almenn leiðindi hafa varla sést í lífi hjúkkunnar í mörg ár. Þetta á þó aðeins við um laugardaginn (frá 06 um morgun til 02 um nótt). Súperkvendið og Dóa sæta komu til að hjúkra hænunni og slúðra aðeins með henni á föstudagskvöldið og áttu þær svona líka yndislega stund saman píurnar. Þær fóru nú heim á skikkanlegum tíma enda veður vont og hjúkkan þreytt. Um kl 06 á laugardagsmorgni byrjaði svo ballið hjá hjúkkunni. Hún vaknaði með þennan líka nístingsverk í andlitinu og dreif í sig tvöfaldan skammt af verkjalyfjunum og lagðist aftur til hvílu. Um einni og hálfri klukkustund síðar vaknaði hjúkkan við ógleymanlega kviðverki og leið henni sem maginn á henni vildi komast út úr líkamanum. Eftir ýmsar pælingar og leiðir til þess að láta sér líða betur kom loks heimsókn til GustavBerg og áttu þau góðar stundir saman. Loks náði hjúkkan að sofna aftur enda uppgefin eftir stefnumótið við Gustav. Hjúkkan blundaði aðeins og dreif sig svo inn í sófa um kl. 10, þá full sjálfsvorkunar og vanlíðunar. Í kjölfarið hringdi hún í þjónustuver símans og fékk sér áskrift af Enska boltanum!!! Víííí nú tók hjúkkan gleði sína á ný og hélt af stað í apotek til að kaupa meiri verkjalyf. Á leiðinni varð á vegi hennar útsala í Skífunni og ákvað hjúkkan að hún ætti eitthvað gott skilið. Þar keypti hún sér nokkra eðla DVD diska - Flashdance, Airplane og Airplane the sequel. Megabeibið kom svo og horfði á leikinn með hjúkkunni og voru þær ekki alveg nógu sáttar við gengi sinna manna, en þetta var þó alla vega ekki Tottenham sem Man Utd var að spila við! Kvöldið fór í einmanna dvd gláp þar sem báðar Airplane myndirnar voru teknar. Og svefninn skall á um kl 02. Sem sagt alveg hreint ógleymanlegur dagur hjá hjúkkunni!
Helgin sem langt er nú komin hefur verið ógleymanlega fyrir hjúkkuna. Því lík og önnur eins vanlíðan og almenn leiðindi hafa varla sést í lífi hjúkkunnar í mörg ár. Þetta á þó aðeins við um laugardaginn (frá 06 um morgun til 02 um nótt). Súperkvendið og Dóa sæta komu til að hjúkra hænunni og slúðra aðeins með henni á föstudagskvöldið og áttu þær svona líka yndislega stund saman píurnar. Þær fóru nú heim á skikkanlegum tíma enda veður vont og hjúkkan þreytt. Um kl 06 á laugardagsmorgni byrjaði svo ballið hjá hjúkkunni. Hún vaknaði með þennan líka nístingsverk í andlitinu og dreif í sig tvöfaldan skammt af verkjalyfjunum og lagðist aftur til hvílu. Um einni og hálfri klukkustund síðar vaknaði hjúkkan við ógleymanlega kviðverki og leið henni sem maginn á henni vildi komast út úr líkamanum. Eftir ýmsar pælingar og leiðir til þess að láta sér líða betur kom loks heimsókn til GustavBerg og áttu þau góðar stundir saman. Loks náði hjúkkan að sofna aftur enda uppgefin eftir stefnumótið við Gustav. Hjúkkan blundaði aðeins og dreif sig svo inn í sófa um kl. 10, þá full sjálfsvorkunar og vanlíðunar. Í kjölfarið hringdi hún í þjónustuver símans og fékk sér áskrift af Enska boltanum!!! Víííí nú tók hjúkkan gleði sína á ný og hélt af stað í apotek til að kaupa meiri verkjalyf. Á leiðinni varð á vegi hennar útsala í Skífunni og ákvað hjúkkan að hún ætti eitthvað gott skilið. Þar keypti hún sér nokkra eðla DVD diska - Flashdance, Airplane og Airplane the sequel. Megabeibið kom svo og horfði á leikinn með hjúkkunni og voru þær ekki alveg nógu sáttar við gengi sinna manna, en þetta var þó alla vega ekki Tottenham sem Man Utd var að spila við! Kvöldið fór í einmanna dvd gláp þar sem báðar Airplane myndirnar voru teknar. Og svefninn skall á um kl 02. Sem sagt alveg hreint ógleymanlegur dagur hjá hjúkkunni!
09/09/2005
Laus við endajaxlinn!
Hjúkkan lifði með naumindum af þessa aftöku endajaxlsins. Eins og hana grunaði lét jaxlinn ekki undan og þurfti að beita hinum ýmsustu græjum til að ná honum úr. Tannlæknirinn byrjaði voða ferskur "þetta verður ekkert mál - þurfum örugglega ekkert að skera"... Um hálftíma síðar var tannlæknirinn ekki eins ferskur og sagðist nú þurfa að skera aðeins í kringum jaxlinn. Enn leið og beið jaxlinn vildi ekki haggast. Tannlæknirinn gerði sitt besta til að hjúkkan héldi ró sinni um leið og hann sagðist þurfa "aðeins að fræsa úr beininu"!!! Hjúkkan var nú orðin svolítið skelfd og óskaði þess heitast að vera einhvers staðar annars staðar. Beinið var fræsað og eftir mikil átök þar sem jaxlinn var að lokum klofinn í tvennt náðist hann úr - tæðum tveimur tímum eftir að átökin hófust. Hjúkkan og tannlæknirinn höfðu í sameiningu sigrað endajaxlinn!!! Við tók mikil verkjalyfja notkun og almennt haugerí sem entist allan daginn. Hjúkkan fékk heimahjúkrun frá góðu fólki og kann hún því bestu þakkir fyrir. Næstu dagar fara í að ná saman á sér andlitinu og losna við áverkamerkin.
Hjúkkan lifði með naumindum af þessa aftöku endajaxlsins. Eins og hana grunaði lét jaxlinn ekki undan og þurfti að beita hinum ýmsustu græjum til að ná honum úr. Tannlæknirinn byrjaði voða ferskur "þetta verður ekkert mál - þurfum örugglega ekkert að skera"... Um hálftíma síðar var tannlæknirinn ekki eins ferskur og sagðist nú þurfa að skera aðeins í kringum jaxlinn. Enn leið og beið jaxlinn vildi ekki haggast. Tannlæknirinn gerði sitt besta til að hjúkkan héldi ró sinni um leið og hann sagðist þurfa "aðeins að fræsa úr beininu"!!! Hjúkkan var nú orðin svolítið skelfd og óskaði þess heitast að vera einhvers staðar annars staðar. Beinið var fræsað og eftir mikil átök þar sem jaxlinn var að lokum klofinn í tvennt náðist hann úr - tæðum tveimur tímum eftir að átökin hófust. Hjúkkan og tannlæknirinn höfðu í sameiningu sigrað endajaxlinn!!! Við tók mikil verkjalyfja notkun og almennt haugerí sem entist allan daginn. Hjúkkan fékk heimahjúkrun frá góðu fólki og kann hún því bestu þakkir fyrir. Næstu dagar fara í að ná saman á sér andlitinu og losna við áverkamerkin.
07/09/2005
Skrölt og brölt!
Hjúkkan er að íhuga að stofna flutningsfyrirtæki fyrir fólk sem þarf að flytja milli íbúða ítrekað. Nú er hjúkkan komin í enn eina íbúðarpössunina og hefur endurnýjan samband sitt við 101 Reykjavík. Hjúkkan kallar þessa dagana ekki neitt ömmu sína og ruslaði þessum flutning af á innan við klukkustund.
Hjúkkan dreif sig einmitt á djammið um síðastliðna helgi þar sem fréttahaukurinn var að kveðja vini og vandamenn áður en hann sest að í mekka knattspyrnunnar. Djammið var af rólegri kantinum þar sem leiðin lá fyrst á Hverfisgötuna í dýrindis fiskisúpu og kaldan af krana. Þaðan var farið í víking á Ölstofuna sem var jafn súr á lykt og vanalega. Þar rakst hjúkkan á vini og vandamenn og fékk sér meiri öl. Dagurinn eftir fór í vinnu og almennt haugerí og örlaði á símamóral. Hjúkkan uppgötvaði það nefnilega að sms mórall er allt annað er talhólfamórall!!!
Í kvöld liggur leiðin á fyrstu kóræfingu haustsins og saumaklúbb þar sem þriðjungur þátttakenda er óléttur.
Atökudagur endajaxlsins er á morgun og hefur þessi bévítans tönn látið heldur betur finna fyrir sér síðastliðna daga. Hjúkkan komin á sýklalyf og getur ekki sagt að hún bíði spennt eftir morgundeginum!
Hjúkkan er að íhuga að stofna flutningsfyrirtæki fyrir fólk sem þarf að flytja milli íbúða ítrekað. Nú er hjúkkan komin í enn eina íbúðarpössunina og hefur endurnýjan samband sitt við 101 Reykjavík. Hjúkkan kallar þessa dagana ekki neitt ömmu sína og ruslaði þessum flutning af á innan við klukkustund.
Hjúkkan dreif sig einmitt á djammið um síðastliðna helgi þar sem fréttahaukurinn var að kveðja vini og vandamenn áður en hann sest að í mekka knattspyrnunnar. Djammið var af rólegri kantinum þar sem leiðin lá fyrst á Hverfisgötuna í dýrindis fiskisúpu og kaldan af krana. Þaðan var farið í víking á Ölstofuna sem var jafn súr á lykt og vanalega. Þar rakst hjúkkan á vini og vandamenn og fékk sér meiri öl. Dagurinn eftir fór í vinnu og almennt haugerí og örlaði á símamóral. Hjúkkan uppgötvaði það nefnilega að sms mórall er allt annað er talhólfamórall!!!
Í kvöld liggur leiðin á fyrstu kóræfingu haustsins og saumaklúbb þar sem þriðjungur þátttakenda er óléttur.
Atökudagur endajaxlsins er á morgun og hefur þessi bévítans tönn látið heldur betur finna fyrir sér síðastliðna daga. Hjúkkan komin á sýklalyf og getur ekki sagt að hún bíði spennt eftir morgundeginum!
01/09/2005
Endajaxl dauðans!
Hjúkkan er að kljást við eigin vansköpun þessa dagana. Þannig er mál með vexti að endajaxlarnir passa ekki upp í hana og því þarf að rífa þá burt. Enn sem komið eru tveir farnir og sá þriðji fer á fimmtudaginn eftir viku. Þessi annars ágæti endajxl hefur verið til friðs fram að þessu en daginn sem ákveðið var hvernær hann færi þá ákvað helvítið að láta finna fyrir sér. Síðastliðnu daga hefur svæðið í kringum helvítið farið ört stækkandi, bólgnandi og orðið ansi aumt viðkomu. Eins og hjúkkan tjáði megabeibinu í gær þá var eins og hún væri með borðtenniskúlu í kjaftinum. En þökk sé ákveðnum bólgueyðandi verkjalyfjum er þetta allt á réttri leið og endajaxl fer að syngja sitt síðasta - MÚHAHAHA.
Annars tókst hjúkkunni að mæta og seint í vinnuna í dag vegna skipurlagsklúðurs hjá henni sjálfri. Maður á aldrei að segja sér eitt eða neitt - hafa allt skrifað niður og tékka reglulega á því. Annars lendir maður í svona aðstæðum og getur ekki kennt neinum um nema sjálfum sér. Eftir góðan dag í vinnunni dreif hjúkkan sig á golfvöllinn þar sem framfarirnar láta ekki á sér standa. Þvílíkur metnaður og framfarir hjá hjúkkunni - þetta hlýtur að vera einsdæmi. Nú mega sumir fara að gæta sín!!!
Jæja margt framundan - saumó með óléttu gellunum, pool með léttu gellunum, kveðjupartý hjá hýrum gaur og allt þar á milli.
Hjúkkan er að kljást við eigin vansköpun þessa dagana. Þannig er mál með vexti að endajaxlarnir passa ekki upp í hana og því þarf að rífa þá burt. Enn sem komið eru tveir farnir og sá þriðji fer á fimmtudaginn eftir viku. Þessi annars ágæti endajxl hefur verið til friðs fram að þessu en daginn sem ákveðið var hvernær hann færi þá ákvað helvítið að láta finna fyrir sér. Síðastliðnu daga hefur svæðið í kringum helvítið farið ört stækkandi, bólgnandi og orðið ansi aumt viðkomu. Eins og hjúkkan tjáði megabeibinu í gær þá var eins og hún væri með borðtenniskúlu í kjaftinum. En þökk sé ákveðnum bólgueyðandi verkjalyfjum er þetta allt á réttri leið og endajaxl fer að syngja sitt síðasta - MÚHAHAHA.
Annars tókst hjúkkunni að mæta og seint í vinnuna í dag vegna skipurlagsklúðurs hjá henni sjálfri. Maður á aldrei að segja sér eitt eða neitt - hafa allt skrifað niður og tékka reglulega á því. Annars lendir maður í svona aðstæðum og getur ekki kennt neinum um nema sjálfum sér. Eftir góðan dag í vinnunni dreif hjúkkan sig á golfvöllinn þar sem framfarirnar láta ekki á sér standa. Þvílíkur metnaður og framfarir hjá hjúkkunni - þetta hlýtur að vera einsdæmi. Nú mega sumir fara að gæta sín!!!
Jæja margt framundan - saumó með óléttu gellunum, pool með léttu gellunum, kveðjupartý hjá hýrum gaur og allt þar á milli.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)