Stóra lakkrísreima málið!
Hjúkkan var með langan óskalista af íslensku nammi sem beðið var eftir með óþreygju í Svíþjóð. Hún skundaði því í búðina daginn fyrir brottför, keypti CoCo Puffs, appollo lakkrís og lakkrísreimar svo eitthvað sé nefnt. Ein af hinni íslensku snilld eru fylltar lakkrísreimar sem eru bara engu líkar. Hjúkkan ákvað að vera góð við gestgjafana og kaupa hvoru tveggja fylltar og ófylltar. En eitthvað vafðist þetta fyrir henni þegar hún var í búðinni og ekki fyrir sitt litla líf gat hún séð hvor pakkningin væri með þeim fylltu. Eftir nákvæma rýni inn í pokana og lestur á litlu verðmerkingarnar á hillunni fann hjúkkan það sem hún var að leitað að og fór glöð í bragði til Svíþjóðar. Þóttist meira að segja hafa fundið upp svakalega lausn á þessu greiningamáli þ.e. hvor er fyllt og hvor ekki án þess að þukkla of mikið á pakkningunni. Sú fyllta er með svona gylltu mynstri en hin bara hvítu og svörtu. Jább þangað til að við afhengdingu á lakkrísreimunum þegar stúlkan bauð fram þennan mikla fróðleik og rak á augun í stærðarinnar letur á pakkningunni : FYLLTAR LAKKRÍSREIMAR..... þetta fór sko ekki framhjá neinum nema hjúkkunni :)
20/03/2009
25/02/2009
Slæmar ákvarðanir!
Hjúkkan er á smá ferðalagi um norðanvert landið þessa dagana og hefur því gist á hinum ýmsustu gistihúsum og hótelum undanfarnar nætur. Í upphafi ferðar ákvað stelpan að tanka í Borgarfirði og skrapp inn í Hyrnuna í leiðinni. Þar sá hún í hillu bókina Harðskafa eftir Arnald Indriða. Hjúkkan fékk tvær eldri bækur eftir hann í jólagjöf og fannst það hins skemmtilegasta lesning og ákvað því að skella sér á nýju bókina og njóta þessa að lesa hana í sveitinni. Fyrsta nóttin var tekin á Hótel Tindastóli á Króknum þar sem einungis einn annar hótelgestur var fyrir utan hjúkkunnar. Hótelið er pínu dimmt og með svona gamaldags stemningu þar sem brakar í gólfum og mikið heyrist milli herbergja - þar hófst lesturinn. Ok smá hræðsla því það er svolítið mikið um drauga í nýju bókinni. En allt bjargaðist og stúlkan svaf vært. Næstu nótt var eytt í sumarhúsi við bakka Blöndu á Blönduósi. Nú var veður orðið nokkuð vont - rok og snjókoma úti og lítið skyggni milli húsa. Hjúkkan greip í bókina og hugsaði sér gott til glóðarinnar..... nema hvað þegar á leið lesturinn var nú hjúkkan orðin svolítið hrædd og mjög vör við það að hún var ein í sumarbústað, í vondu veðri, bústaðurinn nötraði í verstu vindkviðunum og langt frá heimabyggð!!!! Þetta var kannski ekki besta ákvörðunin í ferðinni að lesa þetta kvöld þar sem það tók nokkra stund að sofna eftir allan draugaganginn í bókinni. Nú er svo spurning hvernig þetta fer í nótt en það er lítið að hafa áhyggjur af hér á Akureyri enda fer ansi vel um hjúkkuna á KEA. Þetta er búinn að vera ansi góður bíltúr og það verður yndislegt að komast aftur í ró og næði í kotinu heima :)
Hjúkkan er á smá ferðalagi um norðanvert landið þessa dagana og hefur því gist á hinum ýmsustu gistihúsum og hótelum undanfarnar nætur. Í upphafi ferðar ákvað stelpan að tanka í Borgarfirði og skrapp inn í Hyrnuna í leiðinni. Þar sá hún í hillu bókina Harðskafa eftir Arnald Indriða. Hjúkkan fékk tvær eldri bækur eftir hann í jólagjöf og fannst það hins skemmtilegasta lesning og ákvað því að skella sér á nýju bókina og njóta þessa að lesa hana í sveitinni. Fyrsta nóttin var tekin á Hótel Tindastóli á Króknum þar sem einungis einn annar hótelgestur var fyrir utan hjúkkunnar. Hótelið er pínu dimmt og með svona gamaldags stemningu þar sem brakar í gólfum og mikið heyrist milli herbergja - þar hófst lesturinn. Ok smá hræðsla því það er svolítið mikið um drauga í nýju bókinni. En allt bjargaðist og stúlkan svaf vært. Næstu nótt var eytt í sumarhúsi við bakka Blöndu á Blönduósi. Nú var veður orðið nokkuð vont - rok og snjókoma úti og lítið skyggni milli húsa. Hjúkkan greip í bókina og hugsaði sér gott til glóðarinnar..... nema hvað þegar á leið lesturinn var nú hjúkkan orðin svolítið hrædd og mjög vör við það að hún var ein í sumarbústað, í vondu veðri, bústaðurinn nötraði í verstu vindkviðunum og langt frá heimabyggð!!!! Þetta var kannski ekki besta ákvörðunin í ferðinni að lesa þetta kvöld þar sem það tók nokkra stund að sofna eftir allan draugaganginn í bókinni. Nú er svo spurning hvernig þetta fer í nótt en það er lítið að hafa áhyggjur af hér á Akureyri enda fer ansi vel um hjúkkuna á KEA. Þetta er búinn að vera ansi góður bíltúr og það verður yndislegt að komast aftur í ró og næði í kotinu heima :)
17/02/2009
Glæsileg að vanda!
Já það er aldeilis kominn tími til að hjúkkan láti aðeins frá sér heyra. Svona er það samt um leið og Bláfjöllin opna - þá flytur hjúkkan lögheimili sitt þangað tímabundið :) Hjúkkan vinnur eins og vindurinn þess á milli sem hún hleypur eða skíðar að ógleymdum stuðningi hjúkkunnar við efnahagskreppuna með smá verslun.
Svona til að byrja aftur og koma brosi á varir lesenda verður hér sett fram smá frásögn af fundi sem hjúkkan sat. Hún var þar ásamt sínum yfirmanni og 5 sérfræðingum vegna verkefnis sem er í startblokkunum. Að fundinum loknum stendur hjúkkan upp og fær ósköp fallega athugasemd frá einum fundarmannanna. Nema hvað að þessu átti hjúkkan ekki von og fór eiginlega í smá panik aldrei þessu vant. Hún fór í smá kleinu og gat eiginlega ekki svarað og endaði á því að stama eitthvað upp úr sér og ætlaði bara að setjast glæsilega aftur á stólinn. Ekki tókst betur en svo að í panikkinu áttaði hjúkkan sig ekki á því hversu nálægt yfirmanni sínum hún stóð og við það að setjast niður skallaði hún yfirmanninn!!! Ó já sem betur fer þekkjast allir vel sem voru á fundinum og hjúkkan gat helgið að þessu öllu og aðrir fundarmenn einnig. Þannig að vittu til kæri lesandi - þó einhver hæli manni fyrir glæsileika er ekki málið að panikka og skalla yfirmanninn sinn :)
Já það er aldeilis kominn tími til að hjúkkan láti aðeins frá sér heyra. Svona er það samt um leið og Bláfjöllin opna - þá flytur hjúkkan lögheimili sitt þangað tímabundið :) Hjúkkan vinnur eins og vindurinn þess á milli sem hún hleypur eða skíðar að ógleymdum stuðningi hjúkkunnar við efnahagskreppuna með smá verslun.
Svona til að byrja aftur og koma brosi á varir lesenda verður hér sett fram smá frásögn af fundi sem hjúkkan sat. Hún var þar ásamt sínum yfirmanni og 5 sérfræðingum vegna verkefnis sem er í startblokkunum. Að fundinum loknum stendur hjúkkan upp og fær ósköp fallega athugasemd frá einum fundarmannanna. Nema hvað að þessu átti hjúkkan ekki von og fór eiginlega í smá panik aldrei þessu vant. Hún fór í smá kleinu og gat eiginlega ekki svarað og endaði á því að stama eitthvað upp úr sér og ætlaði bara að setjast glæsilega aftur á stólinn. Ekki tókst betur en svo að í panikkinu áttaði hjúkkan sig ekki á því hversu nálægt yfirmanni sínum hún stóð og við það að setjast niður skallaði hún yfirmanninn!!! Ó já sem betur fer þekkjast allir vel sem voru á fundinum og hjúkkan gat helgið að þessu öllu og aðrir fundarmenn einnig. Þannig að vittu til kæri lesandi - þó einhver hæli manni fyrir glæsileika er ekki málið að panikka og skalla yfirmanninn sinn :)
16/01/2009
Viðburðarík vika í Noregi!
Hjúkkan er ný skriðin heim af vikulöngum vinnufundi í Noregi. Að þessu sinni var fundarstaðurinn í Storefjell sem er eins og nafnið gefur til kynna - uppi í fjalli í Noregi :) Það kom reyndar fljótlega í ljós að Storefjell er ekkert svakalega stórt og hefði betur átt að heita Lillefjell en hitt nafnið selur örugglega betur.
Fyrir utan vinnufundi gerðist margt merkilegt þessa viku. Hjúkkan varð fyrir nuddpottaslysi á leið sinni úr pottinum.... Jább það var skorað á hana sem Íslendinginn á svæðinu að skella sér í snjóinn og svo aftur í pottinn! Til að halda uppi heiðri landsmanna tók hjúkkan áskoruninni en sökum hálku í tröppunni að pottinum rann hún svolítið til og slasaði á sér fótinn. En gafst ekki upp - blótaði og henti sér í snjóinn og svo aftur í pottinn...... þá kom verkurinn og önnur ilin á stúlkunni er fallega blá og marin.
Á svona ferðum er maður nú yfirleitt ansi þreyttur í lok dags og það sama var uppi á teningnum í þessari ferð. Það var því frekar ónotarleg upplifun að vakna um miðja nótt við hátalarakerfi í herberginu gjallandi - Det är en brand alarm.... hjúkkan beið í smá stund og reyndi að átta sig á því hvað væri í gangi. Þá kom röddin aftur og það þessu sinni á nokkrum tungumálum komu skýr skilaboð - You must evacute NOW!! Þá henti stelpan sér í skó, greip gemsann og þreifaði á hurðinni ( maður á sko að athuga hurðina...). Hjúkkan fór fram á gang og áttaði sig þá á því að hún var ekki búin að kynna sér neinar forðaleiðir eða útönguáætlanir.... Nokkrir samstarfsmenn skriðu fram og allir komu sér niður. Sem passaði - þá var búið að afturkalla dæmið og allir máttu fara aftur að sofa!!!!!!!! Tæki hafði brunnið yfir og allt var í lagi... en reynið að sofna eftir svona upplifun!
Að öðru leyti voru bara smávægilegar uppákomur en að lokum komst hjúkkan heim í kot :)
Hjúkkan er ný skriðin heim af vikulöngum vinnufundi í Noregi. Að þessu sinni var fundarstaðurinn í Storefjell sem er eins og nafnið gefur til kynna - uppi í fjalli í Noregi :) Það kom reyndar fljótlega í ljós að Storefjell er ekkert svakalega stórt og hefði betur átt að heita Lillefjell en hitt nafnið selur örugglega betur.
Fyrir utan vinnufundi gerðist margt merkilegt þessa viku. Hjúkkan varð fyrir nuddpottaslysi á leið sinni úr pottinum.... Jább það var skorað á hana sem Íslendinginn á svæðinu að skella sér í snjóinn og svo aftur í pottinn! Til að halda uppi heiðri landsmanna tók hjúkkan áskoruninni en sökum hálku í tröppunni að pottinum rann hún svolítið til og slasaði á sér fótinn. En gafst ekki upp - blótaði og henti sér í snjóinn og svo aftur í pottinn...... þá kom verkurinn og önnur ilin á stúlkunni er fallega blá og marin.
Á svona ferðum er maður nú yfirleitt ansi þreyttur í lok dags og það sama var uppi á teningnum í þessari ferð. Það var því frekar ónotarleg upplifun að vakna um miðja nótt við hátalarakerfi í herberginu gjallandi - Det är en brand alarm.... hjúkkan beið í smá stund og reyndi að átta sig á því hvað væri í gangi. Þá kom röddin aftur og það þessu sinni á nokkrum tungumálum komu skýr skilaboð - You must evacute NOW!! Þá henti stelpan sér í skó, greip gemsann og þreifaði á hurðinni ( maður á sko að athuga hurðina...). Hjúkkan fór fram á gang og áttaði sig þá á því að hún var ekki búin að kynna sér neinar forðaleiðir eða útönguáætlanir.... Nokkrir samstarfsmenn skriðu fram og allir komu sér niður. Sem passaði - þá var búið að afturkalla dæmið og allir máttu fara aftur að sofa!!!!!!!! Tæki hafði brunnið yfir og allt var í lagi... en reynið að sofna eftir svona upplifun!
Að öðru leyti voru bara smávægilegar uppákomur en að lokum komst hjúkkan heim í kot :)
27/12/2008
Nú árið er næstum liðið og litið um öxl!
Já enn eitt árið er að klárast og alltaf kemur það manni jafnmikið á óvart þegar áramótin koma, því manni fannst þetta hafa gerst í síðustu viku. En svona er það bara þegar maður hefur nóg að gera sem er auðvitað mjög fínt. Hér koma nokkrir highlights af 2008 úr lífi hjúkkunnar:
Já enn eitt árið er að klárast og alltaf kemur það manni jafnmikið á óvart þegar áramótin koma, því manni fannst þetta hafa gerst í síðustu viku. En svona er það bara þegar maður hefur nóg að gera sem er auðvitað mjög fínt. Hér koma nokkrir highlights af 2008 úr lífi hjúkkunnar:
- Hjúkkan vann baki brotnu, þó bara í einni vinnu og naut lífsins þess á milli t.d. með því að fara á skíði eða bara taka sófann :)
- Utanlandsferðirnar voru aðeins færri en í fyrra en alls ekki síðri.
- Í júlí dreif hjúkkan sig í 4 daga göngu um Kerlingafjöll og toppaði 3 fjöll á sama degi - algjör snilld og sigurvegara tilfinningin í botni.
- Fnykur var stofnaður eftir göngu yfir Fimmvörðuháls á Jónsmessunótt og heldur hópurinn uppi öflugu útivistar/hlaupa/gleði prógrammi fyrir meðlimi.
- Hálft maraþon var hlaupið í ágúst í Reykjavíkurmaraþoni á tímanum 02:03:01 sem er personal best ( líka fyrsta hálf maraþonið sem hjúkkan hefur tekið þátt í). Vesturgatan var líka hlaupin fyrir vestan í blíðu og yndislegri stemningu í júlí.
- Ekki voru eins mörg pör af skóm keypt þetta árið - hey það kom kreppa!!!
- Hjúkkan fagnaði 31 árs afmæli sínu með því að fagna í viku!!!
- Mikið var slúðrað, talað í símann, spáð og spögulerað yfir árið :)
- Hjúkkan var veðurteppt í nokkra daga á Ísafirði í október, kynntist ótrúlegasta fólki og borðaði saltfisk við kertaljós í rafmagnsleysi.
Já þetta eru svona nettir puntkar sem hjúkkan man eftir í augnarblikinu. Ef eitthvað meira kemur í ljós þá verður því hent hér inn.
Njótið nýja ársins öllsömul, verið góð við hvort annað og munið að þið eigið bara þetta eina líf :)
Jóla og áramótaknús ....
16/12/2008
New York baby!
Hjúkkan þurfti að skella sér í vinnuferð til New York núna um miðjan desember og í einu orði var ferðin snilld. Ráðstefnan var góð eins og vanalega og allt í kringum hana gekk upp enda hjúkkan orðin ansi sjóuð í þessari ráðstefnu. Auðvitað var borðað á góðum veitingastöðum og stendur Buddha Bar algjörlega upp úr. Þvílíkur matur - þvílík þjónusta að meira að segja hjúkkan varð næstum því orðlaus. Eftir að fundunum lauk á hádegi á sunnudag lá leið hjúkkunnar á rómantískt stefnumót við sjálfa sig í Central Park. Stelpan var í sjöunda himni er hún rölti um í blíðunni, tók sjálfmyndir við ótrúlegustu tækifæri og brosti sínu blíðasta. Reyndar voru aðrir gestir garðsins eitthvað farnir að vorkenna stelpunni og voru þó nokkrir sem buðust til þess að taka myndir af henni en það var einhvern veginn ekki stemningin. Arms-lenght myndirnar geta verið svo skemmtilegar :) Ef fólki finnst margir verða á vegi sínum í Kringlunni eða Smáralindinni ættu viðkomandi að prófa Manhattan 10 dögum fyrir jól. Sæll - fjöldinn af fólki sem var alls staðar...
Nú er farið að styttast í jólin með tilheyrandi gjafakaupum, glöggum og huggulegheitum. Það tók nokkur ár fyrir hjúkkuna að finna jólaandann sinn sem hún hafði týnt en nú blómastrar stelpan, bakar smákökur eins og vindurinn og á bara eftir að skrifa jólakort. Lykilatriðið er að gera eingöngu það sem manni langar til að gera en ekki af því maður á að gera það :)
Hjúkkan þurfti að skella sér í vinnuferð til New York núna um miðjan desember og í einu orði var ferðin snilld. Ráðstefnan var góð eins og vanalega og allt í kringum hana gekk upp enda hjúkkan orðin ansi sjóuð í þessari ráðstefnu. Auðvitað var borðað á góðum veitingastöðum og stendur Buddha Bar algjörlega upp úr. Þvílíkur matur - þvílík þjónusta að meira að segja hjúkkan varð næstum því orðlaus. Eftir að fundunum lauk á hádegi á sunnudag lá leið hjúkkunnar á rómantískt stefnumót við sjálfa sig í Central Park. Stelpan var í sjöunda himni er hún rölti um í blíðunni, tók sjálfmyndir við ótrúlegustu tækifæri og brosti sínu blíðasta. Reyndar voru aðrir gestir garðsins eitthvað farnir að vorkenna stelpunni og voru þó nokkrir sem buðust til þess að taka myndir af henni en það var einhvern veginn ekki stemningin. Arms-lenght myndirnar geta verið svo skemmtilegar :) Ef fólki finnst margir verða á vegi sínum í Kringlunni eða Smáralindinni ættu viðkomandi að prófa Manhattan 10 dögum fyrir jól. Sæll - fjöldinn af fólki sem var alls staðar...
Nú er farið að styttast í jólin með tilheyrandi gjafakaupum, glöggum og huggulegheitum. Það tók nokkur ár fyrir hjúkkuna að finna jólaandann sinn sem hún hafði týnt en nú blómastrar stelpan, bakar smákökur eins og vindurinn og á bara eftir að skrifa jólakort. Lykilatriðið er að gera eingöngu það sem manni langar til að gera en ekki af því maður á að gera það :)
21/11/2008
Leðurblaka???
Hjúkkan uppgötvaði sér til lítllar hamingju fyrir viku að ytra glerið í einum af stofugluggunum var brotið. Það höfðu þó nokkrir haft á orði við hjúkkuna að það færi full kalt í stofunni hjá henni en hún bara lét það sem vind um eyru þjóta og bar kuldaskræfuhátt upp á viðmælendur. Nema hvað að þessir einstaklingar höfðu nokkuð til máls síns eins og kom síðar berlega í ljós. Það var sem sagt gat - já ekki bara sprunga heldur GAT í einu glerinu og því ósköp lítil einangrun í gangi á bænum. Þetta kom auðvitað í ljós eftir kl. 17 á föstudegi og því lítið sem hægt var að gera í málinu fyrr en á mánudagsmorgun. Þá bjallaði stelpan í tryggingafyrirtækið sem geymir húseigendatrygginguna og málið var ofureinfalt. Smiðurinn kom daginn eftir og nú 4 dögum síðar er komin ný rúða.
Það sem er einkennilegt er lagið á gatinu sem var á glugganum. En það var alveg eins og lítil leðurblaka í laginu. Hægt var að sjá fyrir sér leðurblökuna í fersku aðflugi þar sem eitthvað fór úrskeiðis og splatt - hún klesst á gluggann!! Hjúkkan hélt fyrst að hún væri orðin nett biluð en smiðurinn var sammála laginu á gatinu og því eru vitni til staðfestingar á gatinu. Það hefur ekkert spurst til leðurblökunnar eftir þetta einkennilega mál. Kannski það hafi eitthvað annað valdið gatinu??
Hjúkkan uppgötvaði sér til lítllar hamingju fyrir viku að ytra glerið í einum af stofugluggunum var brotið. Það höfðu þó nokkrir haft á orði við hjúkkuna að það færi full kalt í stofunni hjá henni en hún bara lét það sem vind um eyru þjóta og bar kuldaskræfuhátt upp á viðmælendur. Nema hvað að þessir einstaklingar höfðu nokkuð til máls síns eins og kom síðar berlega í ljós. Það var sem sagt gat - já ekki bara sprunga heldur GAT í einu glerinu og því ósköp lítil einangrun í gangi á bænum. Þetta kom auðvitað í ljós eftir kl. 17 á föstudegi og því lítið sem hægt var að gera í málinu fyrr en á mánudagsmorgun. Þá bjallaði stelpan í tryggingafyrirtækið sem geymir húseigendatrygginguna og málið var ofureinfalt. Smiðurinn kom daginn eftir og nú 4 dögum síðar er komin ný rúða.
Það sem er einkennilegt er lagið á gatinu sem var á glugganum. En það var alveg eins og lítil leðurblaka í laginu. Hægt var að sjá fyrir sér leðurblökuna í fersku aðflugi þar sem eitthvað fór úrskeiðis og splatt - hún klesst á gluggann!! Hjúkkan hélt fyrst að hún væri orðin nett biluð en smiðurinn var sammála laginu á gatinu og því eru vitni til staðfestingar á gatinu. Það hefur ekkert spurst til leðurblökunnar eftir þetta einkennilega mál. Kannski það hafi eitthvað annað valdið gatinu??
19/11/2008
Komin á fertugsaldur!
Já hjúkkan er opinberlega komin á fertugsaldurinn eftir afmælisvikuna 3 - 11. nóv s.l. Hjúkkan átti afmæli í miðri vikunni en ákvað að hafa heila viku til að fagna með sjálfri sér og leyfa öðrum að fagna líka :) Þetta tókst með eindæmum vel og áratugir frá því hjúkkan naut sín jafnvel á afmælisdeginum sínum og í ár.
Nú þegar maður er orðinn þetta gamall eru vissir hlutir sem maður þarf að hafa í huga og kannski helst að maður fari nú að haga sér og bera sig eftir aldrei. But NO - það er bara leiðinlegt þannig að hjúkkan ætlar að halda í barnslegan sjarma sinn..... hehe og halda áfram að hlægja eins og vitleysingur af Wishkas auglýsingunni þar sem músin er í teygjustökki ofan í vatnsskálina hjá kettinum - þar til kötturinn færir skálina hahahaha.....
Það hefur svo sem gengið á ýmsu undanfarið og kannski ber hæst að nefna mjög einkennilegt rúðubrot í stofunni þar sem gatið á glugganum er alveg eins og leðurblaka í laginu???? Meira að segja gaurinn frá tryggingarfélaginu sem kom hafði orð á því - sem sagt hjúkkan ekki farin að ýminda sér hluti!! Svo er bara að njóta vina og vandamanna... það kostar ekki neitt :)
Já hjúkkan er opinberlega komin á fertugsaldurinn eftir afmælisvikuna 3 - 11. nóv s.l. Hjúkkan átti afmæli í miðri vikunni en ákvað að hafa heila viku til að fagna með sjálfri sér og leyfa öðrum að fagna líka :) Þetta tókst með eindæmum vel og áratugir frá því hjúkkan naut sín jafnvel á afmælisdeginum sínum og í ár.
Nú þegar maður er orðinn þetta gamall eru vissir hlutir sem maður þarf að hafa í huga og kannski helst að maður fari nú að haga sér og bera sig eftir aldrei. But NO - það er bara leiðinlegt þannig að hjúkkan ætlar að halda í barnslegan sjarma sinn..... hehe og halda áfram að hlægja eins og vitleysingur af Wishkas auglýsingunni þar sem músin er í teygjustökki ofan í vatnsskálina hjá kettinum - þar til kötturinn færir skálina hahahaha.....
Það hefur svo sem gengið á ýmsu undanfarið og kannski ber hæst að nefna mjög einkennilegt rúðubrot í stofunni þar sem gatið á glugganum er alveg eins og leðurblaka í laginu???? Meira að segja gaurinn frá tryggingarfélaginu sem kom hafði orð á því - sem sagt hjúkkan ekki farin að ýminda sér hluti!! Svo er bara að njóta vina og vandamanna... það kostar ekki neitt :)
03/11/2008
Ísafjarðarævintýrið!
Hjúkkan þurfti nokkra daga til að jafna sig eftir ævintýrið á Ísafirði enda var nú nokkur dramatík í lofti á tímabili. Þannig var mál með vexti að eins og menn vita varð veður asskoti vont á Vestfjörðum á fimmtudeginum ( dagur 2 í ferðinni... ) og fór versnandi eftir því sem á leið daginn. Hjúkkan hafði kynnst hinum hótel gestinum nokkuð í svona nettu gestamóttökuspjalli sem yfirleitt snérist um hvort okkar vissi eitthvað af flugfréttum. Þegar báðir gestirnir (hjúkkann og hinn) voru búin að átta sig á því að þau voru sko aldeilis ekki á neinni leið suður, var ákveðið að hittast yfir kvöldverð. Þá fór nú dramatíki að setjast inn, búið var að setja á útgöngubann frá kl. 17 og yfirvofandi rafmagnsleysi, lægðin var ansi djúp og margt minnti á veðrið sem var þegar snjóflóðið á Flateyri féll. Hjúkkunni leið nú ekki manna best, þrátt fyrir uppörvandi símtöl og hughreystingar að sunnan. Varð úr að rafmagnið fór kl. 18 og þá skellti hjúkkan sér niður í gestamóttöku til að finna hinn hótelgestinn. Úr varð hið ágætasta kvöld. Jú það vantaði ekki huggulegheitin, brjálað veður, kertaljós og einungis týra af togaranum sem lá í höfn. Vertinn hugsaði vel um gestina tvo og færði þeim hverja aðra hvítvínsflöskuna. Það kom hjúkkunni mjög skemmtilega á óvart hversu hratt þetta kvöld leið og einhvern veginn tókst að setja veður áhyggjur til hliðar. Dagur 3 fór í leikinn beðið eftir sms frá Flugfélaginu sem urðu um 10 á endanum. Undir loks þess dags fóru sáttir hótelgestir sem leið lá út á flugvöll og komust loks heim eins og kunnugt er. Það hefur nú verið hlegið svolítið af þessari frásögn hjúkkunnar og margir velt vöngum yfir því af hverju í ósköpunum þetta endaði bara ekki með brúðkaupi á hótel Ísafirði hehehehe en svona er þetta bara ekkert meira djúsí .
Hjúkkan þurfti nokkra daga til að jafna sig eftir ævintýrið á Ísafirði enda var nú nokkur dramatík í lofti á tímabili. Þannig var mál með vexti að eins og menn vita varð veður asskoti vont á Vestfjörðum á fimmtudeginum ( dagur 2 í ferðinni... ) og fór versnandi eftir því sem á leið daginn. Hjúkkan hafði kynnst hinum hótel gestinum nokkuð í svona nettu gestamóttökuspjalli sem yfirleitt snérist um hvort okkar vissi eitthvað af flugfréttum. Þegar báðir gestirnir (hjúkkann og hinn) voru búin að átta sig á því að þau voru sko aldeilis ekki á neinni leið suður, var ákveðið að hittast yfir kvöldverð. Þá fór nú dramatíki að setjast inn, búið var að setja á útgöngubann frá kl. 17 og yfirvofandi rafmagnsleysi, lægðin var ansi djúp og margt minnti á veðrið sem var þegar snjóflóðið á Flateyri féll. Hjúkkunni leið nú ekki manna best, þrátt fyrir uppörvandi símtöl og hughreystingar að sunnan. Varð úr að rafmagnið fór kl. 18 og þá skellti hjúkkan sér niður í gestamóttöku til að finna hinn hótelgestinn. Úr varð hið ágætasta kvöld. Jú það vantaði ekki huggulegheitin, brjálað veður, kertaljós og einungis týra af togaranum sem lá í höfn. Vertinn hugsaði vel um gestina tvo og færði þeim hverja aðra hvítvínsflöskuna. Það kom hjúkkunni mjög skemmtilega á óvart hversu hratt þetta kvöld leið og einhvern veginn tókst að setja veður áhyggjur til hliðar. Dagur 3 fór í leikinn beðið eftir sms frá Flugfélaginu sem urðu um 10 á endanum. Undir loks þess dags fóru sáttir hótelgestir sem leið lá út á flugvöll og komust loks heim eins og kunnugt er. Það hefur nú verið hlegið svolítið af þessari frásögn hjúkkunnar og margir velt vöngum yfir því af hverju í ósköpunum þetta endaði bara ekki með brúðkaupi á hótel Ísafirði hehehehe en svona er þetta bara ekkert meira djúsí .
30/10/2008
Áfram stelpur!!!
Hjúkkan er himinlifandi yfir árangri kvennalandsliðsins í knattspyrnu í dag. Þvílíkt flottar stelpur sem eru sannarlega búnar að pakka karlalandsliðinu í rassvasann með sínum árangri. Hugsa sér að Ísland sé á leiðinni á EM í knattspyrnu - þvílíkur árangur hjá þeim. Að mati hjúkkunnar væri ekkert eðlilegra að hennar mati en að það fjármagn sem átti að skipta milli landsliðanna í knattspyrnu á næsta ári renni nær eingöngu til kvenna liðsins. Strákarnir verða bara að sýna að þeir séu einhvers virði!
Nú er bara að byrja að telja niður á EM og koma sér í réttu stemninguna :)
Hjúkkan er himinlifandi yfir árangri kvennalandsliðsins í knattspyrnu í dag. Þvílíkt flottar stelpur sem eru sannarlega búnar að pakka karlalandsliðinu í rassvasann með sínum árangri. Hugsa sér að Ísland sé á leiðinni á EM í knattspyrnu - þvílíkur árangur hjá þeim. Að mati hjúkkunnar væri ekkert eðlilegra að hennar mati en að það fjármagn sem átti að skipta milli landsliðanna í knattspyrnu á næsta ári renni nær eingöngu til kvenna liðsins. Strákarnir verða bara að sýna að þeir séu einhvers virði!
Nú er bara að byrja að telja niður á EM og koma sér í réttu stemninguna :)
22/10/2008
Hjúkkan á ferð og flugi...
Þessa dagana er hjúkka lítið fyrir að vera heima hjá sér enda nóg að gera á öðrum vígstöðvum. Eftir stutt stopp í Köben í tvo daga þar sem manni leið eins og útigangsmanni lá leiðin til Ísafjarðar. Það leit vel út með flugið til að byrja með en greinilega var nú orðið aðeins hvassara þegar gellan lenti í Skutulsfirðinum. Vélin kastaðist örlítið til en ekkert alvarlega en samt var nú einhver miðaldra kjella með angistaróp í farþegarýminu - manni langaði eiginlega að benda henni á að hún væri jú að lenda á Ísafirði í miðjum október....
Þetta hjúkkan pæjaðist út úr flugvélinni í ullarkápunni og háu hælunum kom ansi hressileg vindkviða. Viti menn hjúkkan tókst af stað og stýmdi frekar stjórnlaust á flugstöðva bygginguna. Hún íhugaði að skriðtækla samfarþega til að draga úr ferð sinni en ákvað að sleppa því og krípa frekar í vegglufsu sem var við dyrnar og komst því nokkuð heil inn. Þetta flug hennar vakt nokkra kátinu a meðal farþega í biðsalnum en hjúkkan brosti bara sínu blíðasta og benti á ókosti þess að vera á háum hælum í hálku og roki...
Nú er bara að láta daginn líða og sjá svo bara til hvort og hvenær hún kemst aftur heim :)
Þessa dagana er hjúkka lítið fyrir að vera heima hjá sér enda nóg að gera á öðrum vígstöðvum. Eftir stutt stopp í Köben í tvo daga þar sem manni leið eins og útigangsmanni lá leiðin til Ísafjarðar. Það leit vel út með flugið til að byrja með en greinilega var nú orðið aðeins hvassara þegar gellan lenti í Skutulsfirðinum. Vélin kastaðist örlítið til en ekkert alvarlega en samt var nú einhver miðaldra kjella með angistaróp í farþegarýminu - manni langaði eiginlega að benda henni á að hún væri jú að lenda á Ísafirði í miðjum október....
Þetta hjúkkan pæjaðist út úr flugvélinni í ullarkápunni og háu hælunum kom ansi hressileg vindkviða. Viti menn hjúkkan tókst af stað og stýmdi frekar stjórnlaust á flugstöðva bygginguna. Hún íhugaði að skriðtækla samfarþega til að draga úr ferð sinni en ákvað að sleppa því og krípa frekar í vegglufsu sem var við dyrnar og komst því nokkuð heil inn. Þetta flug hennar vakt nokkra kátinu a meðal farþega í biðsalnum en hjúkkan brosti bara sínu blíðasta og benti á ókosti þess að vera á háum hælum í hálku og roki...
Nú er bara að láta daginn líða og sjá svo bara til hvort og hvenær hún kemst aftur heim :)
02/10/2008
Fullorðins?
Hjúkkan liggur heima í flensu og sér til lítillar hamingju sá hún að stefnuræða forsætisráðherra væri á dagskrá RÚV í kvöld. Fram að þessu hefur þetta verið dagskrárliður sem hjúkkan hefur forðast af öllum mætti að horfa á en í kvöld ákvað hún að sjá hvað þessir blessuðu stjórnarstrumpar hafa að segja um ástandið og framhaldið. Viti menn þetta er mögnuð upplifun og barasta ágætis skemmtun. Á sama tíma er hjúkkan búin að ræða innihald stefnuræðunnar við tvo félaga sína og að því loknu uppgötvaði hún hversu fullorðins þetta sé. Maður er greinilega ekki lengur kærulaus unglingur sem hefur engan áhuga á stjórnmálum. Já það fullorðnast flestir einhvern tímann.
Hjúkkan liggur heima í flensu og sér til lítillar hamingju sá hún að stefnuræða forsætisráðherra væri á dagskrá RÚV í kvöld. Fram að þessu hefur þetta verið dagskrárliður sem hjúkkan hefur forðast af öllum mætti að horfa á en í kvöld ákvað hún að sjá hvað þessir blessuðu stjórnarstrumpar hafa að segja um ástandið og framhaldið. Viti menn þetta er mögnuð upplifun og barasta ágætis skemmtun. Á sama tíma er hjúkkan búin að ræða innihald stefnuræðunnar við tvo félaga sína og að því loknu uppgötvaði hún hversu fullorðins þetta sé. Maður er greinilega ekki lengur kærulaus unglingur sem hefur engan áhuga á stjórnmálum. Já það fullorðnast flestir einhvern tímann.
30/09/2008
Hjúkkan orðin iðnaðarmaður á nýjan leik!
Hjúkkan hefur undanfarin 2 ár verið í nokkurs konar baráttusambandi við svalarhurðina sína, eða öllu heldur hurðahúninn og lokunardæmið á henni. Á sumrin hefur þetta verið til friðs en um leið og kólnar fór þetta alltaf í rugl og hefur kostað nokkur slagsmál við hurðina. Á einum tímapunkti varð þetta til þess að hurðahúnninn var rifinn af og í næstu lotu brotnaði draslið!! Jú hjúkkan keypti nýjan hurðahún og hélt að málið væri leyst. Nema hvað um leið og kólnaði fyrir nokkrum dögum fór allt til fjandans á nýjan leik. Hjúkkan reyndi að tala læsinguna til og var búin að skilgreina þetta sem skammdegisþunglyndi í læsingunni. Viti menn - í gær átti hjúkkan leið um bensínstöð og ákvað að splæsa í lítinn brúsa af WD40. Þegar heim var komið var Sex and the City myndinni hent í DVD spilarann, pepsí max skutlað í glasið fullt af nammi étið. Eftir þessi kósílegheit dró stúlkan upp WD40 brúsann og spreyaði á læsingarnar á hurðinni. Viti menn - læsingin eins og ný og hjúkkan sér ekki fram á slagsmál í vetur :) Kannski maður finni eitthvað annað til að sprauta þessu ótrúlega efni á??
Hjúkkan hefur undanfarin 2 ár verið í nokkurs konar baráttusambandi við svalarhurðina sína, eða öllu heldur hurðahúninn og lokunardæmið á henni. Á sumrin hefur þetta verið til friðs en um leið og kólnar fór þetta alltaf í rugl og hefur kostað nokkur slagsmál við hurðina. Á einum tímapunkti varð þetta til þess að hurðahúnninn var rifinn af og í næstu lotu brotnaði draslið!! Jú hjúkkan keypti nýjan hurðahún og hélt að málið væri leyst. Nema hvað um leið og kólnaði fyrir nokkrum dögum fór allt til fjandans á nýjan leik. Hjúkkan reyndi að tala læsinguna til og var búin að skilgreina þetta sem skammdegisþunglyndi í læsingunni. Viti menn - í gær átti hjúkkan leið um bensínstöð og ákvað að splæsa í lítinn brúsa af WD40. Þegar heim var komið var Sex and the City myndinni hent í DVD spilarann, pepsí max skutlað í glasið fullt af nammi étið. Eftir þessi kósílegheit dró stúlkan upp WD40 brúsann og spreyaði á læsingarnar á hurðinni. Viti menn - læsingin eins og ný og hjúkkan sér ekki fram á slagsmál í vetur :) Kannski maður finni eitthvað annað til að sprauta þessu ótrúlega efni á??
12/09/2008
Tónlistarlega skemmd vegna Icelandair!
Hjúkkan lá í makindum sínum og horfði á Kastljósið rétt í þessu og var þar verið að ræða um myndlistasýningu á Listasafni Íslands. Það var nú svo sem ekki það sem olli hugarangri hjá hjúkkunni heldur tónlistin sem spiluð var undir kynningunni. Angurvær stef úr Vísum Vatnsenda Rósu voru meðal annars spiluð á píanó og hjúkkan fór að hugsa af hverju þetta væri svona kunnuleg útsending og flutningur. Jú viti menn - þegar maður sest inn í vél hjá Icelandair annað hvort á útleið eða heimleið ómar þetta lag og fleiri í svona útsetningu. Það er orðið sama sem merki hjá hjúkkunni við nokkur falleg íslensk lög og flugvélar Icelandair. Hjúkkan hafði meira að segja eldað sér Gordon Blue í kvöldmat þannig að stemmarinn var alveg eins og í gamla daga á leið heim frá Evrópu!!!!!
Hjúkkan lá í makindum sínum og horfði á Kastljósið rétt í þessu og var þar verið að ræða um myndlistasýningu á Listasafni Íslands. Það var nú svo sem ekki það sem olli hugarangri hjá hjúkkunni heldur tónlistin sem spiluð var undir kynningunni. Angurvær stef úr Vísum Vatnsenda Rósu voru meðal annars spiluð á píanó og hjúkkan fór að hugsa af hverju þetta væri svona kunnuleg útsending og flutningur. Jú viti menn - þegar maður sest inn í vél hjá Icelandair annað hvort á útleið eða heimleið ómar þetta lag og fleiri í svona útsetningu. Það er orðið sama sem merki hjá hjúkkunni við nokkur falleg íslensk lög og flugvélar Icelandair. Hjúkkan hafði meira að segja eldað sér Gordon Blue í kvöldmat þannig að stemmarinn var alveg eins og í gamla daga á leið heim frá Evrópu!!!!!
08/09/2008
Hjúkka á hlaupum, göngu og tjútti!
Það er lítið af daufum mómentum í lífi hjúkkunnar þessa dagana. Eftir góða en strembna viku í Munchen lá leiðin í ofvirkni dag með FNYKs hópnum. Þessi ótrúlegi hópur, sem er saman settur af fólki sem virðist eiga það sameiginlegt að finnast við flottari en almennt gengur og gerist, dreif sig í þríþraut s.l laugardag. Dagurinn hófst með 10km hlaupi á Selfossi, næst lá leiðin á Litlu Kaffistofuna þar sem þeir sem sáum um matarinnkaupin mættu á svæðið, Vífilsfell var gengið upp og niður og svo var farið í dinner & drinks.
Nú fer sennilega að róast lífið í kringum hjúkkuna enda farið að hausta og minni tækifæri til ofvirkni á fjöllum og hlaupum. Engar utanlandsferðir eru fyrirsjáanlegar fyrr en í desember þegar New York verður mössuð...
Haustið er uppáhalds tími hjúkkunnar með sínum fallegu litum og haust lyktinni. Ekki má samt skilja þessa yfirlýsingu sem svo að hjúkkan sé að missa sig úr hamingju yfir roki og rigningu, en inn á milli koma fallegu dagarnir. Það er bara að hafa mottó hjúkkunar ofarlega... alltaf með sól í hjarta..
Það er lítið af daufum mómentum í lífi hjúkkunnar þessa dagana. Eftir góða en strembna viku í Munchen lá leiðin í ofvirkni dag með FNYKs hópnum. Þessi ótrúlegi hópur, sem er saman settur af fólki sem virðist eiga það sameiginlegt að finnast við flottari en almennt gengur og gerist, dreif sig í þríþraut s.l laugardag. Dagurinn hófst með 10km hlaupi á Selfossi, næst lá leiðin á Litlu Kaffistofuna þar sem þeir sem sáum um matarinnkaupin mættu á svæðið, Vífilsfell var gengið upp og niður og svo var farið í dinner & drinks.
Nú fer sennilega að róast lífið í kringum hjúkkuna enda farið að hausta og minni tækifæri til ofvirkni á fjöllum og hlaupum. Engar utanlandsferðir eru fyrirsjáanlegar fyrr en í desember þegar New York verður mössuð...
Haustið er uppáhalds tími hjúkkunnar með sínum fallegu litum og haust lyktinni. Ekki má samt skilja þessa yfirlýsingu sem svo að hjúkkan sé að missa sig úr hamingju yfir roki og rigningu, en inn á milli koma fallegu dagarnir. Það er bara að hafa mottó hjúkkunar ofarlega... alltaf með sól í hjarta..
20/08/2008
Hróp og köll á hótelherbergi!
Hjúkkan vaknaði snemma í morgun þrátt fyrir að vera stödd í Kaupmannahöfn og ákvað að taka sjénsinn og sjá hvort leikurinn væri í beinni. Viti menn Eurosport sýndi leikinn beint og hjúkkan ákvað að slá til og þenja taugarnar. Það var nú með sanni sagt - stelpan horfi á fyrri hálfleik, hljóp fram í morgunmat í hálfleikshléinu og var komin aftur inn á herbergi fyrir síðari hálfleik. Þegar mikið reyndi á hrópaði hjúkkan og kallaði hvatningarorð á sjónvarpið sitt, þess á milli fór hún inn á bað til að róa sig.... tók sem sagt nettan Óskar :) Það var nú orðið nokkuð tæpt að ná því að mæta á fundinn á réttum tíma en það var bara ekki hægt að fara fyrr en að leik loknum.
Danirnir biðu spenntir eftir sínum leik og voru ansi daprir þegar í ljós kom að þeir væru ekki að fara áfram í undanúrslitin - hjúkkan sýndi samhyggð og benti þeim á að nú gætu þeir bara haldið með Íslandi :)
Það sem var líka ótrúlega skemmtilegt við að horfa á leikinn á Eurosport voru dramatískar lýsingar bresku þulanna á íslensku leikmönnunum. Þeir áttu ekki til nógu sterk lýsingarorð yfir Sigfús Sigurðsson og bættu því við að þeir myndu ekki vilja mæta honum í dimmu sundi.....
Leiðin lá aftur heim í kvöld enda farið að styttast í Reykjavíkurmaraþonið. Á laugardaginn ætlar hjúkkan að "skokka" 21.1km til styrktar Heilaheill. Andlegi undirbúiningurinn er hafinn og nú er bara að taka Óla Stef á þetta allt saman :)
Hjúkkan vaknaði snemma í morgun þrátt fyrir að vera stödd í Kaupmannahöfn og ákvað að taka sjénsinn og sjá hvort leikurinn væri í beinni. Viti menn Eurosport sýndi leikinn beint og hjúkkan ákvað að slá til og þenja taugarnar. Það var nú með sanni sagt - stelpan horfi á fyrri hálfleik, hljóp fram í morgunmat í hálfleikshléinu og var komin aftur inn á herbergi fyrir síðari hálfleik. Þegar mikið reyndi á hrópaði hjúkkan og kallaði hvatningarorð á sjónvarpið sitt, þess á milli fór hún inn á bað til að róa sig.... tók sem sagt nettan Óskar :) Það var nú orðið nokkuð tæpt að ná því að mæta á fundinn á réttum tíma en það var bara ekki hægt að fara fyrr en að leik loknum.
Danirnir biðu spenntir eftir sínum leik og voru ansi daprir þegar í ljós kom að þeir væru ekki að fara áfram í undanúrslitin - hjúkkan sýndi samhyggð og benti þeim á að nú gætu þeir bara haldið með Íslandi :)
Það sem var líka ótrúlega skemmtilegt við að horfa á leikinn á Eurosport voru dramatískar lýsingar bresku þulanna á íslensku leikmönnunum. Þeir áttu ekki til nógu sterk lýsingarorð yfir Sigfús Sigurðsson og bættu því við að þeir myndu ekki vilja mæta honum í dimmu sundi.....
Leiðin lá aftur heim í kvöld enda farið að styttast í Reykjavíkurmaraþonið. Á laugardaginn ætlar hjúkkan að "skokka" 21.1km til styrktar Heilaheill. Andlegi undirbúiningurinn er hafinn og nú er bara að taka Óla Stef á þetta allt saman :)
13/08/2008
Hreyfingaleysi í Ráðhúsinu!
Hjúkkan er nú sem fyrr ekki stödd á landinu þegar allt virðist vera á leið til fjandans eina ferðina enn í þessu endalausa klúðri borgarstjórnarflokkanna. Að mati hjúkkunnar ætti að nú einhver með viti að standa upp og segja öllu þessu liði til syndanna og koma á nýjum kosningum. Það er hvort sem er enginn stuðningur lengur við nokkurn mann eða konu í þessum hópi!!! Alveg með ólíkindum þessi endalausa saga. Ef þetta væri fyrirtækjarekstur væri löngu búið að kippa í taumana og snúa þessu við.
Hjúkkan situr nú á hótelinu sínu og er að horfa á kvöldfréttir á netinu. Síðast þegar hún vissi voru bara í mesta lagi 3 hæðir í ráðhúsinu..... af hverju í ósköpunum getur þetta lið ekki gengið upp stigana?? Eru þessir einstaklingar ekki með fætur og ekki allir svo voðalega fit, ný mynduð og glansandi fín? Það er hálf bjánalegt að fylgjast með öllu þessu liði ganga inn í lyftu til að fara alveg upp um eina hæð - úh eða alveg tvær! Já það er ekki laust við það að hjúkkan sé nett pirruð út af þessu máli og er svo hæst ánægð að hún býr í Fallega Firðinum og sér bara alls ekki ástæðu til þess að flytja aftur í borgina að svo stöddu.
Hjúkkan er nú sem fyrr ekki stödd á landinu þegar allt virðist vera á leið til fjandans eina ferðina enn í þessu endalausa klúðri borgarstjórnarflokkanna. Að mati hjúkkunnar ætti að nú einhver með viti að standa upp og segja öllu þessu liði til syndanna og koma á nýjum kosningum. Það er hvort sem er enginn stuðningur lengur við nokkurn mann eða konu í þessum hópi!!! Alveg með ólíkindum þessi endalausa saga. Ef þetta væri fyrirtækjarekstur væri löngu búið að kippa í taumana og snúa þessu við.
Hjúkkan situr nú á hótelinu sínu og er að horfa á kvöldfréttir á netinu. Síðast þegar hún vissi voru bara í mesta lagi 3 hæðir í ráðhúsinu..... af hverju í ósköpunum getur þetta lið ekki gengið upp stigana?? Eru þessir einstaklingar ekki með fætur og ekki allir svo voðalega fit, ný mynduð og glansandi fín? Það er hálf bjánalegt að fylgjast með öllu þessu liði ganga inn í lyftu til að fara alveg upp um eina hæð - úh eða alveg tvær! Já það er ekki laust við það að hjúkkan sé nett pirruð út af þessu máli og er svo hæst ánægð að hún býr í Fallega Firðinum og sér bara alls ekki ástæðu til þess að flytja aftur í borgina að svo stöddu.
10/08/2008
Best að vera ekkert að flækjast fyrir sjálfri sér!
Það er nú ekki á hverjum degi sem maður fær svona stjörnuspá:
Sporðdreki: Þú ert mjög aðlaðandi núna. Það erfiðasta sem þarf að gera til að viðhalda því er að gera ekki neitt. Ekki vera fyrir sjálfum þér, leyfðu náttúrulegu afli þínu að geisla.
Jahá - á maður þá ekki bara að skella sér út og njóta þess :)
Það er nú ekki á hverjum degi sem maður fær svona stjörnuspá:
Sporðdreki: Þú ert mjög aðlaðandi núna. Það erfiðasta sem þarf að gera til að viðhalda því er að gera ekki neitt. Ekki vera fyrir sjálfum þér, leyfðu náttúrulegu afli þínu að geisla.
Jahá - á maður þá ekki bara að skella sér út og njóta þess :)
06/08/2008
Raunveruleikinn á nýjan leik!
Hjúkkan er búin í sumarfríi og því hefur raunveruleikinn tekið aftur við. Það var nú bara ljúft að ganga aftur inn á skrifstofuna góðu og setjast í stólinn sinn. Auðvitað var himinn hár bunki af ólesnum pósti, tímaritum og greinum en það er eitthvað til að berjast við með haustinu.
Hjúkkan kláraði síðustu helgina í fríinu á smá flakki þar sem línuskautar voru teknir fram, útilegugírinn massaður og svo kíkt á Lovísu systir og fjölskyldu sem voru á Unglingalandsmótinu.
Í línuskautatúrnum komst hjúkkan að einfaldri staðreynd um eigin hæfni á línuskautum. Hjúkkan á erfitt með að beygja hratt en getur það þó - án þess að tapa miklum þokka! Hins vegar urðu nokkrar brekkur á leiðinni til þess að hjúkkan týndi smá þokka. Í fyrra brekkunni var gömul kona í skærbleikum jakka neðst í brekkunni... jú hjúkkan vissi af bremsu hæfileikum sínum og sá þann kost bestan að rúlla sér út á grasið til þess að lenda ekki á gömlu konunni og brjóta á henni mjöðmina. Þetta vakti nokkra kátinu hjá viðstöddum... Næsta brekka var eiginlega verri! Jú ekki var bara ein gömul kona heldur var hún að keyra enn eldri konu í hjólastól og til að gera illt verra - þá endaði brekkan í beygju!! Nú voru góð ráð dýr.. íþróttaálfurinn rúllaði niður brekkuna eins og fagmaður en hjúkkan panikkaði og stímdi að þessu sinni inn í runna. Jú maður getur ekki verið þekktur fyrir að keyra niður tvær gamlar konur ( plús hjólastólinn )!!! Þokkinn var ekki mikill yfir hjúkkunni þegar hún steig út úr runnanum aftur, hún brosti blíðlega til kvennanna tveggja, bauð þeim góðan daginn og kom sér af stað niður brekkuna. Ekki vakti þessi frammistaða minni kátinu en sú fyrri!!! En allt endaði vel og hjúkkan komst heil heim.
Nú fer að líða að Köben og svo hlaupinu langþráða - en stelpan er komin með 3 markmið fyrir hálf maraþonið sem á að takast á við... Þetta á allt eftir að ganga upp og hjúkkan bíður spennt eftir haustinu.
Hjúkkan er búin í sumarfríi og því hefur raunveruleikinn tekið aftur við. Það var nú bara ljúft að ganga aftur inn á skrifstofuna góðu og setjast í stólinn sinn. Auðvitað var himinn hár bunki af ólesnum pósti, tímaritum og greinum en það er eitthvað til að berjast við með haustinu.
Hjúkkan kláraði síðustu helgina í fríinu á smá flakki þar sem línuskautar voru teknir fram, útilegugírinn massaður og svo kíkt á Lovísu systir og fjölskyldu sem voru á Unglingalandsmótinu.
Í línuskautatúrnum komst hjúkkan að einfaldri staðreynd um eigin hæfni á línuskautum. Hjúkkan á erfitt með að beygja hratt en getur það þó - án þess að tapa miklum þokka! Hins vegar urðu nokkrar brekkur á leiðinni til þess að hjúkkan týndi smá þokka. Í fyrra brekkunni var gömul kona í skærbleikum jakka neðst í brekkunni... jú hjúkkan vissi af bremsu hæfileikum sínum og sá þann kost bestan að rúlla sér út á grasið til þess að lenda ekki á gömlu konunni og brjóta á henni mjöðmina. Þetta vakti nokkra kátinu hjá viðstöddum... Næsta brekka var eiginlega verri! Jú ekki var bara ein gömul kona heldur var hún að keyra enn eldri konu í hjólastól og til að gera illt verra - þá endaði brekkan í beygju!! Nú voru góð ráð dýr.. íþróttaálfurinn rúllaði niður brekkuna eins og fagmaður en hjúkkan panikkaði og stímdi að þessu sinni inn í runna. Jú maður getur ekki verið þekktur fyrir að keyra niður tvær gamlar konur ( plús hjólastólinn )!!! Þokkinn var ekki mikill yfir hjúkkunni þegar hún steig út úr runnanum aftur, hún brosti blíðlega til kvennanna tveggja, bauð þeim góðan daginn og kom sér af stað niður brekkuna. Ekki vakti þessi frammistaða minni kátinu en sú fyrri!!! En allt endaði vel og hjúkkan komst heil heim.
Nú fer að líða að Köben og svo hlaupinu langþráða - en stelpan er komin með 3 markmið fyrir hálf maraþonið sem á að takast á við... Þetta á allt eftir að ganga upp og hjúkkan bíður spennt eftir haustinu.
29/07/2008
Sumarfríið bráðum búið!
Hjúkkan er að klára fríið sitt undir lok þessarar viku og er nú komin með nettan aðskilnaðarkvíða við fríið. Þetta frí hefur verið langbesta sumarfrí sem hjúkkan hefur átt í ára raðir og það er eiginlega erfitt að finna það sem stelpan hefur ekki lagt sér fyrir hendur. Sæl og freknótt kemur hún til með að rúlla í hlaðið á Hörgartúninu á föstudagsmorgun, með hlaupagallann í bílnum og til í tuskið.
Þessa dagana er verið að slaka á, taka hlaupaæfingar og njóta lífsins. Í dag var einmitt ofurfrænku æfing á hlaupum og leit það ferkar illa út á tímabili. Þar sem sólin skein ansi skært og þvílíki rakinn myndaðist í Fossvogsdalnum, var um lítið annað að ræða en að fækka fötum. Nei dónarnir ykkar þetta varð ekkert "naked run" en úff verð nú að viðurkenna að manni langaði virkilega að henda sér í lækinn á leiðinni upp að Víkinni. En þetta hafðist að lokum....
Þá er bara spurning hvar maður verður um Verslunarmannahelgina??
Hjúkkan er að klára fríið sitt undir lok þessarar viku og er nú komin með nettan aðskilnaðarkvíða við fríið. Þetta frí hefur verið langbesta sumarfrí sem hjúkkan hefur átt í ára raðir og það er eiginlega erfitt að finna það sem stelpan hefur ekki lagt sér fyrir hendur. Sæl og freknótt kemur hún til með að rúlla í hlaðið á Hörgartúninu á föstudagsmorgun, með hlaupagallann í bílnum og til í tuskið.
Þessa dagana er verið að slaka á, taka hlaupaæfingar og njóta lífsins. Í dag var einmitt ofurfrænku æfing á hlaupum og leit það ferkar illa út á tímabili. Þar sem sólin skein ansi skært og þvílíki rakinn myndaðist í Fossvogsdalnum, var um lítið annað að ræða en að fækka fötum. Nei dónarnir ykkar þetta varð ekkert "naked run" en úff verð nú að viðurkenna að manni langaði virkilega að henda sér í lækinn á leiðinni upp að Víkinni. En þetta hafðist að lokum....
Þá er bara spurning hvar maður verður um Verslunarmannahelgina??
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)