Strætó var ekki lausnin!
Snilldar lausn mín á vandamálum tengdum færð í gær var ekki Strætó! Ég skröllti vel útbúin á stoppistöð og hitti þar fyrir eldri konu. Við tókum tal og hún sagði mér að hún væri búin að bíða í klukkutíma. Eftir smá spjall sannfærði ég konuna um að labba með mér niður á Sunnutorg, því þarf gæti hún alla vega beðið inni. Við skröltum þangað og biðum í von og ótta eftir vagninum. Hann lét ekki sjá sig þannig að ég kvaddi konuna og hóf göngu mína áleiðis í vinnuna. Gekk ég yfir sjó og land og hitti þar einn gamlan mann. Sagði svo og spurði svo " er fimman nokkuð komin"? Hann kvað svo ekki vera þannig að ég hélt göngu minni áfram uns ég kom á Grensásveg. Þar glitti í vagn nr. 5 og tók ég nokkur létt stökk og komst í vagninn. Borgaði fáránlega mikið fyrir tveggja stoppistöðva keyrslu en þetta var allt peninganna virði. Allt gekk sinn vana gang í vinnunni og svo kom bjargvættur dagsins á jeppanum og skutlaði mér heim.
Bæjarstarfsmenn eru snillingar!
Jú þeir bæjarstarfsmenn sem sjá um að skafa göngustíga eru nú alveg hreint snillingar. Þeir skófu göngustíga hér í hverfinu og niður með tveim götum er liggja þvert á mína götu. Snillingarnir skófu bara af stígunum út á götuna mína og lokuðu henni í báða enda. Eins og ég sagði þá eiga þessir menn heiður skilið. Þeim tókst að láta svona 10 manns koma of seint í vinnuna í dag! Ég held að ég kjósi þá menn ársins hjá Rás 2!
30/12/2003
29/12/2003
Nú er úti veður vont!
Það kom að því að fyrst óveður skilli á í Reykjavík. Jú það gerist einmitt þegar ég er enn á sumardekkjum og þarf að fara í vinnuna. Nú eru góð ráð dýr, því það sitja tveir jeppar fastir í götunni. Strætó er lausnin á mínum vandamálum í augnarblikinu. Fór út og sinnti stöfum húseigenda, sem fólst í gífurlegum sjónmokstri. Þetta er nú ákveðin stemning finnst mér. Það er svo gaman að hamast úti í snjónum, verða kaldur og blautur og koma svo inn í heitt kaffi og bað. En það er skammt á milli hamingju og helvítis því ég þarf enn að koma mér í vinnuna! Við sjáum svo bara til hvernig heimferðin gengur í kvöld, kannksi maður setjist bara að í vinnunni fram að páskum! En við verðum að láta það koma í ljós. Bestu snjókveðjur og munið að fara varlega í hálkunni.
Það kom að því að fyrst óveður skilli á í Reykjavík. Jú það gerist einmitt þegar ég er enn á sumardekkjum og þarf að fara í vinnuna. Nú eru góð ráð dýr, því það sitja tveir jeppar fastir í götunni. Strætó er lausnin á mínum vandamálum í augnarblikinu. Fór út og sinnti stöfum húseigenda, sem fólst í gífurlegum sjónmokstri. Þetta er nú ákveðin stemning finnst mér. Það er svo gaman að hamast úti í snjónum, verða kaldur og blautur og koma svo inn í heitt kaffi og bað. En það er skammt á milli hamingju og helvítis því ég þarf enn að koma mér í vinnuna! Við sjáum svo bara til hvernig heimferðin gengur í kvöld, kannksi maður setjist bara að í vinnunni fram að páskum! En við verðum að láta það koma í ljós. Bestu snjókveðjur og munið að fara varlega í hálkunni.
27/12/2003
Matur út um eyrun!
Ég er búin að borða á mig byrgðar alheimsins um þessi jól. Það er alveg magnað hvað mér hefur tekist að troða miklu magni að bjór, kjöti og súkkulaði í þennan almennt pena kropp núna um jólin. Fyrst var það aðfangadagskvöld hjá mömmu og pabba, svo tók við aðfangadagskvöld hjá tengdó. Jóladagur var laus við átveislur og ég náði kannski að ganga af mér mest hlass aðfangadags á kvöldvaktinni. Fór heim og drakk mig blinda af jólabjórnum - vaknaði meira að segja með hausverk! Hlassaðist heim til að hitta Ingu og Svönu sem komu í rauðvín og spil. Vaknaði aftur með hausverk en þurfti ekki að fara í vinnuna sem var svakalegur kostur. Matarboð hjá mömmu og pabba reið á að kvöldi annars í jólum með tilheyrandi hamsleysi og áti. Þegar heim var komið tók við ölið og mágur minn og kona hans sem voru að koma frá útlöndum. Ef það hefði ekki verið fyrir augnagelið sem hún gaf mér í jólagjöf, hefði ég ekki litið sem best út í morgun þegar ég fór í vinnuna langt fyrir allar aldir. Jæja í kvöld var svo brúðkaup hjá einni frænkunni sem gerði sitt besta til þess að láta mig grípa brúðarvöndinn, en svo fór nú ekki... Kallinn er stikkfrír í bili! Nú er ég komin heim, byrjuð á bjórnum og þegar orðin feit, þetta kann ekki góðri lukku að stýra. Það er alvarlegt átak eftir áramótin! Lifði heil og hafði það sem allra best yfir hátíðirnar.
Ég er búin að borða á mig byrgðar alheimsins um þessi jól. Það er alveg magnað hvað mér hefur tekist að troða miklu magni að bjór, kjöti og súkkulaði í þennan almennt pena kropp núna um jólin. Fyrst var það aðfangadagskvöld hjá mömmu og pabba, svo tók við aðfangadagskvöld hjá tengdó. Jóladagur var laus við átveislur og ég náði kannski að ganga af mér mest hlass aðfangadags á kvöldvaktinni. Fór heim og drakk mig blinda af jólabjórnum - vaknaði meira að segja með hausverk! Hlassaðist heim til að hitta Ingu og Svönu sem komu í rauðvín og spil. Vaknaði aftur með hausverk en þurfti ekki að fara í vinnuna sem var svakalegur kostur. Matarboð hjá mömmu og pabba reið á að kvöldi annars í jólum með tilheyrandi hamsleysi og áti. Þegar heim var komið tók við ölið og mágur minn og kona hans sem voru að koma frá útlöndum. Ef það hefði ekki verið fyrir augnagelið sem hún gaf mér í jólagjöf, hefði ég ekki litið sem best út í morgun þegar ég fór í vinnuna langt fyrir allar aldir. Jæja í kvöld var svo brúðkaup hjá einni frænkunni sem gerði sitt besta til þess að láta mig grípa brúðarvöndinn, en svo fór nú ekki... Kallinn er stikkfrír í bili! Nú er ég komin heim, byrjuð á bjórnum og þegar orðin feit, þetta kann ekki góðri lukku að stýra. Það er alvarlegt átak eftir áramótin! Lifði heil og hafði það sem allra best yfir hátíðirnar.
24/12/2003
23/12/2003
Jóla - Jóla!
Þessa síðustu daga fyrir jól hef ég séð hvaða áhrif jólin hafa á Íslendinga. Þeir verða stressaðir, leiðinlegir, dónalegir og fullir. Ég fór til dæmis í ELKO á mánudaginn (2 dögum fyrir jól), og það var gella að missa sig yfir röðinni á kassanum. Hún pirraði sig yfir fólki í röðinni og yfir því að maðurinn hennar hann Steingrímur var ekki að gera eins og hún bað um. 'Eg fór að velta því fyrir mér hvernig fólk nennir að haga sér svona almennt. Ef hún var að drepast úr pirringi yfir röðinni átti hún að vera búin að fara í búðina og sleppa þessum látum. Svo prófaði hún auðvitað allar raðirnar í búðinni til að komast sem fyrst út. Hún græddi ekkert á öllum þessum látum nema bara andúð annarra í búðinni.
Jólaumferðin!
Það er nú annar handleggur af jólunum, og enn verrri en konan í ELKO. Jú það eru allir fúlir og það þurfa allir að komast á sinn stað fyrst! Það kemur þeim ekki við hverjir verða á vegi þeirra né verða undir á leið þeirra. Þá er það helst jeppakarlarnir sem ég þoli alls ekki. Þeir taka tvö stæði því þessi asnar kunna ekki að leggja þessum ofvöxnu bílum sínum! Já er maður þá ekki bara betur settur á Hondunni sinni, litlu rauðu krúttlegu Hondunni?
Þessa síðustu daga fyrir jól hef ég séð hvaða áhrif jólin hafa á Íslendinga. Þeir verða stressaðir, leiðinlegir, dónalegir og fullir. Ég fór til dæmis í ELKO á mánudaginn (2 dögum fyrir jól), og það var gella að missa sig yfir röðinni á kassanum. Hún pirraði sig yfir fólki í röðinni og yfir því að maðurinn hennar hann Steingrímur var ekki að gera eins og hún bað um. 'Eg fór að velta því fyrir mér hvernig fólk nennir að haga sér svona almennt. Ef hún var að drepast úr pirringi yfir röðinni átti hún að vera búin að fara í búðina og sleppa þessum látum. Svo prófaði hún auðvitað allar raðirnar í búðinni til að komast sem fyrst út. Hún græddi ekkert á öllum þessum látum nema bara andúð annarra í búðinni.
Jólaumferðin!
Það er nú annar handleggur af jólunum, og enn verrri en konan í ELKO. Jú það eru allir fúlir og það þurfa allir að komast á sinn stað fyrst! Það kemur þeim ekki við hverjir verða á vegi þeirra né verða undir á leið þeirra. Þá er það helst jeppakarlarnir sem ég þoli alls ekki. Þeir taka tvö stæði því þessi asnar kunna ekki að leggja þessum ofvöxnu bílum sínum! Já er maður þá ekki bara betur settur á Hondunni sinni, litlu rauðu krúttlegu Hondunni?
17/12/2003
Helgarfléttan!
Helgin var nú frekar viðburðalítil í mínu lífi. Fór að djamma á föstudagskvöld með vinnunni og ætlaði einnig að kíkja í afmæli til Davíð í Next, eins og drengurinn er kallaður þessa stundina. En svo fór að ég var bara komin snemma heim úr vinnudjamminu og komst ekki til Davíðs. Það var nú ekki drykkjunni að kenna eins og maður hefði haldið, heldur gamaldags hausverk og vanlíðan. Var búin að vera með flensu daginn áður og hefði sennilega bara átt að halda mig heima um kvöldið en svona fór um sjóferð þá. Kjáninn sakaði mig um svik og pretti en ég er í alvöru að segja satt!!!
Vikufléttan!
Ekki mikið framundan í vikunni fyrir utan stjórnlausa vinnu, bökun og þrif á heimilinu. Kallinn stakk af til útlanda og kemur aftur á föstudaginn þannig að á meðan sit ég ein og sauma! Ætla að búa til konfekt á morgun með mömmu og systrunum, sem er ávísun á of mikla sykurinntöku á einu kvöldi. Maður þarf nefnilega að smakka blönduna aftur og aftur. Kannski má bæta aðeins meiri Baileys út í eða er þetta nóg?? Svo eru jólatónleikar hjá kórnum um helgina, þannig að djammið verður að bíða betri tíma. Hvet þó alla sem eru áhugamenn um mig að kíkja á þessa tónleika - þið verðið ekki svikin. Heitt kakó og piparkökur í hlé og kertaljósastemning. Þessi tónleikar eru reyndar ómissandi hluti af mínum jólaundirbúningi og ég kemst alltaf í jólaskap eftir þá!
Survivor - loksins búið!
Ég hef alveg mínar skoðanir á þessum síðustu þáttum í seríunni. Jú til dæmis ef skátamamman hefði til dæmis tekið annan aðila með sér í úrslitin þá hefði hún unnið allan peninginn. But No - hún þurfti að vera elskuleg eina ferðina enn. Held reynar og trúi ekki öðru en að hún sjái nú aðeins eftir vali sínu, alla vega yrði ég þokkalega pisst. Mín kona, D var talin of mikil ógn við hina keppendurna þannig að henni var sparkað áður en dramatíkin náði hámarki þannig að við áttum aldrei séns. En það sem mér fannst merkilegast var hversu fáránlega bitur Rupert er enn yfir því að hafa verið kosinn burt! Er maðurinn ekki fullorðinn??? Það skein biturleikinn úr augum hans á síðasta þinginu þegar hann vó að heiðri skátamömmunnar. En þrátt fyrir að vera enginn aðdáandi gellunar sem vann er ég nokkuð ánægð með endalokin. Nú getur maður farið að lifa eðlilegu lífi á ný. Ætli það verði nokkuð fleiri seríur? Það hafa fulltrúar allra hópa í USA unnið þennan leik þannig að þessu hlítur að fara að ljúka. Homminn er búinn að vinna, svarta konan, latino konan, pönkarinn, miðaldra húsmóðirin og ungi hvíti íþróttamaðurinn eru öll orðnir millar! Þurfum við þá nokkuð eina seríu til viðbótar? Hver ætti að vinna hana?
Helgin var nú frekar viðburðalítil í mínu lífi. Fór að djamma á föstudagskvöld með vinnunni og ætlaði einnig að kíkja í afmæli til Davíð í Next, eins og drengurinn er kallaður þessa stundina. En svo fór að ég var bara komin snemma heim úr vinnudjamminu og komst ekki til Davíðs. Það var nú ekki drykkjunni að kenna eins og maður hefði haldið, heldur gamaldags hausverk og vanlíðan. Var búin að vera með flensu daginn áður og hefði sennilega bara átt að halda mig heima um kvöldið en svona fór um sjóferð þá. Kjáninn sakaði mig um svik og pretti en ég er í alvöru að segja satt!!!
Vikufléttan!
Ekki mikið framundan í vikunni fyrir utan stjórnlausa vinnu, bökun og þrif á heimilinu. Kallinn stakk af til útlanda og kemur aftur á föstudaginn þannig að á meðan sit ég ein og sauma! Ætla að búa til konfekt á morgun með mömmu og systrunum, sem er ávísun á of mikla sykurinntöku á einu kvöldi. Maður þarf nefnilega að smakka blönduna aftur og aftur. Kannski má bæta aðeins meiri Baileys út í eða er þetta nóg?? Svo eru jólatónleikar hjá kórnum um helgina, þannig að djammið verður að bíða betri tíma. Hvet þó alla sem eru áhugamenn um mig að kíkja á þessa tónleika - þið verðið ekki svikin. Heitt kakó og piparkökur í hlé og kertaljósastemning. Þessi tónleikar eru reyndar ómissandi hluti af mínum jólaundirbúningi og ég kemst alltaf í jólaskap eftir þá!
Survivor - loksins búið!
Ég hef alveg mínar skoðanir á þessum síðustu þáttum í seríunni. Jú til dæmis ef skátamamman hefði til dæmis tekið annan aðila með sér í úrslitin þá hefði hún unnið allan peninginn. But No - hún þurfti að vera elskuleg eina ferðina enn. Held reynar og trúi ekki öðru en að hún sjái nú aðeins eftir vali sínu, alla vega yrði ég þokkalega pisst. Mín kona, D var talin of mikil ógn við hina keppendurna þannig að henni var sparkað áður en dramatíkin náði hámarki þannig að við áttum aldrei séns. En það sem mér fannst merkilegast var hversu fáránlega bitur Rupert er enn yfir því að hafa verið kosinn burt! Er maðurinn ekki fullorðinn??? Það skein biturleikinn úr augum hans á síðasta þinginu þegar hann vó að heiðri skátamömmunnar. En þrátt fyrir að vera enginn aðdáandi gellunar sem vann er ég nokkuð ánægð með endalokin. Nú getur maður farið að lifa eðlilegu lífi á ný. Ætli það verði nokkuð fleiri seríur? Það hafa fulltrúar allra hópa í USA unnið þennan leik þannig að þessu hlítur að fara að ljúka. Homminn er búinn að vinna, svarta konan, latino konan, pönkarinn, miðaldra húsmóðirin og ungi hvíti íþróttamaðurinn eru öll orðnir millar! Þurfum við þá nokkuð eina seríu til viðbótar? Hver ætti að vinna hana?
13/12/2003
Jólabakstur!
Er alveg að missa mig í þessum jólafíling. Er búin að baka þrjár sortir, ein hefur verið étin upp til agna og ég er á leiðinni í bakstur á fjórðu tegundinni. Ég átti bara ekki von á því að hafa svona gaman af þessu - en maður er laumu húsmóðir inn við beinið. Kannksi gott að eiga allar þessar sortir því það er jólasaumó á heimilinu annað kvöld. Gleði og hamingja, slúður og og óléttur verður held ég þema kvöldsins. Það er reyndar bara ein bumbugella í hópnum en við hinar fylgjumst spenntar með.
Jóladjamm!
Fór á jóladjamm vinnunnar í gærkvöldi, sem var svakalega gaman. Þetta byrjaði mjög pent og allir voða mikið að spá í hvað gerist í framtíðinni, miðað við spár síðustu daga. Jú jú einmitt umræðurnar sem þú vilt eiga á djammi! En svo léttist nú lundin og bættist töluvert í hópinn. Það var heilmikið drallað og tekið í nefið, enda sveif ljúf lyktin af President neftóbaki yfir salnum. Ég held að margir verði hissa þegar þeir sníta sér í morgunsárið!!! Jæja ég endaði djammið snemma sögum höfuðverks og dreif mig heim í rúm. Sögur herma að djammið hafi haldið áfram langt undir morgunsárið.
In memorian!
Keikó er látinn! Hann fékk kvef og lést af veikindum sínum skv. fréttavef RÚV .
Þar segir : "Háhyrningurinn Keikó er allur, 27 ára. Umsjónarmenn hans í Noregi segja dauðann hafa borið brátt að, Keikó hafi veikst skyndilega og drepist úr lungnabólgu. Hann var sex tonn að þyngd." Ég vona að enginn komi til með að minnast á þyngd mína að mér látinni!!! Nú eru umræður í Noregi hvort eigi að jarðsetja kvikindið eða varðveita beinagrind hans á safni! Ætli Hallur Hallsson sé þá orðinn atvinnulaus? Var hann ekki talsmaður Keikó???
Er alveg að missa mig í þessum jólafíling. Er búin að baka þrjár sortir, ein hefur verið étin upp til agna og ég er á leiðinni í bakstur á fjórðu tegundinni. Ég átti bara ekki von á því að hafa svona gaman af þessu - en maður er laumu húsmóðir inn við beinið. Kannksi gott að eiga allar þessar sortir því það er jólasaumó á heimilinu annað kvöld. Gleði og hamingja, slúður og og óléttur verður held ég þema kvöldsins. Það er reyndar bara ein bumbugella í hópnum en við hinar fylgjumst spenntar með.
Jóladjamm!
Fór á jóladjamm vinnunnar í gærkvöldi, sem var svakalega gaman. Þetta byrjaði mjög pent og allir voða mikið að spá í hvað gerist í framtíðinni, miðað við spár síðustu daga. Jú jú einmitt umræðurnar sem þú vilt eiga á djammi! En svo léttist nú lundin og bættist töluvert í hópinn. Það var heilmikið drallað og tekið í nefið, enda sveif ljúf lyktin af President neftóbaki yfir salnum. Ég held að margir verði hissa þegar þeir sníta sér í morgunsárið!!! Jæja ég endaði djammið snemma sögum höfuðverks og dreif mig heim í rúm. Sögur herma að djammið hafi haldið áfram langt undir morgunsárið.
In memorian!
Keikó er látinn! Hann fékk kvef og lést af veikindum sínum skv. fréttavef RÚV .
Þar segir : "Háhyrningurinn Keikó er allur, 27 ára. Umsjónarmenn hans í Noregi segja dauðann hafa borið brátt að, Keikó hafi veikst skyndilega og drepist úr lungnabólgu. Hann var sex tonn að þyngd." Ég vona að enginn komi til með að minnast á þyngd mína að mér látinni!!! Nú eru umræður í Noregi hvort eigi að jarðsetja kvikindið eða varðveita beinagrind hans á safni! Ætli Hallur Hallsson sé þá orðinn atvinnulaus? Var hann ekki talsmaður Keikó???
10/12/2003
Moldvarpa!
Ég held að ég sé orðin að moldvörpu. Vöktum mínum í vinnunni var þannig háttað að ég sá ekki dagsljósið frá sunnudagi og fram til dagsins í dag. Vá hvað mér fannst óþarflega bjart úti þegar ég skreið úr vinnunni um kaffileytið. Moldvörpu lífið hefur haft þær afleiðingar að bíllinn minn var kominn í síðfreðið ástand. Ég skóf hann að utan sem innan og það yfirleitt svona tvisvar sinnum á dag. Ákvað að reyna að láta renna af bílnum og kom honum fyrir í neðstabílkjallara Kringlunnar. Og viti menn - það virkaði! Nú er bíllinn minn nokkuð eðlilegur á litinn og lætur vel af sér. Fór svo eftir Kringluröltið með þessari , sem var að klára prófin í dag, og lék mér við dóttur hennar. Alveg dásamlegur krakki, með ákveðnar skoðanir á því sem hún vill. Sló ekki í gegn hjá barninu þegar ég fann ekki Bóbó bangsa en svona er maður takmarkaður.
Survivor!
Þetta er allt að gerast í þessum blessaða þætti. Nú er loksins gellan með ofvöxnu kritlana farin og mín kona stendur sig eins og hetja. Ég held með D og trúi því að hún fari langt í þessum leik. Jon aumingi hélt áfram að sverja við gröf látinnar ömmu sinnar sem er alveg svakalega mikið ekki dáin! Það er þáttur á föstudaginn og svo tvöfaldur þáttur á mánudaginn, þannig að þessi árátta ætti ekki að trufla mikið jólahátíðina fyrir mér. Annars var lítill fugl að segja mér fréttir af uppáhalds piparsveininum honum Andrew - sem by the way er hættur með Jen. Ég er nú ekkert sérlega ánægð með gaurinn núna, held samt að honum sé svo sem sama um mitt álit.
Ég held að ég sé orðin að moldvörpu. Vöktum mínum í vinnunni var þannig háttað að ég sá ekki dagsljósið frá sunnudagi og fram til dagsins í dag. Vá hvað mér fannst óþarflega bjart úti þegar ég skreið úr vinnunni um kaffileytið. Moldvörpu lífið hefur haft þær afleiðingar að bíllinn minn var kominn í síðfreðið ástand. Ég skóf hann að utan sem innan og það yfirleitt svona tvisvar sinnum á dag. Ákvað að reyna að láta renna af bílnum og kom honum fyrir í neðstabílkjallara Kringlunnar. Og viti menn - það virkaði! Nú er bíllinn minn nokkuð eðlilegur á litinn og lætur vel af sér. Fór svo eftir Kringluröltið með þessari , sem var að klára prófin í dag, og lék mér við dóttur hennar. Alveg dásamlegur krakki, með ákveðnar skoðanir á því sem hún vill. Sló ekki í gegn hjá barninu þegar ég fann ekki Bóbó bangsa en svona er maður takmarkaður.
Survivor!
Þetta er allt að gerast í þessum blessaða þætti. Nú er loksins gellan með ofvöxnu kritlana farin og mín kona stendur sig eins og hetja. Ég held með D og trúi því að hún fari langt í þessum leik. Jon aumingi hélt áfram að sverja við gröf látinnar ömmu sinnar sem er alveg svakalega mikið ekki dáin! Það er þáttur á föstudaginn og svo tvöfaldur þáttur á mánudaginn, þannig að þessi árátta ætti ekki að trufla mikið jólahátíðina fyrir mér. Annars var lítill fugl að segja mér fréttir af uppáhalds piparsveininum honum Andrew - sem by the way er hættur með Jen. Ég er nú ekkert sérlega ánægð með gaurinn núna, held samt að honum sé svo sem sama um mitt álit.
07/12/2003
Jóla-Bakstur og Jóla-Ikea!
Í leit minni að jólabarninu í mér hóf ég bakstur í dag. Hafði undirbúið mig vel og vandlega, var búin að finna uppskriftir, kaupa hráefni og sníkja handþeytara frá foreldrum mínum. Þessi líka snilldar handþeytari sem ég keypti í Húsasmiðjunni á tilboði er sko ekkert slor. Það koma tvær tegundir af svona hrærurum og svo er hægt að stilla á 5 mismunandi hraða OG TURBO hraða til að auka stemninguna enn frekar. Fyrir ykkur sem hafði áhuga bíð ég upp á heimsóknartíma á þriðjudagsmorgun kl. 07:30 til hálfátta. Endilega kíkið við og skoðið gripinn... En með þessum töfragrip bakaði ég tvær tegundir af smákökum og kallin varð ekki lítið kátur með frúnna sína. Endaði svo jólabaksturinn á dýrindis kjúklingarétti sem hafður var í kvöldmat. Við hjúin skruppum einnig í hverfisbúðina og keyptum jólaskraut og nauðsynlega hluti sem maður finnur á leið sinni í gegnum þessa ágætu verslun. Þeir spreyja örugglega einhverri lofttegund um búðina sem veldur skynjanatruflunum hjá fólki og veldur auknu kaupæði - "því þetta kostar bara 390 kall". En fórum út mjög sátt og ekkert svo svakalega mikið fátækari en eigum nú ofboðslega hukkulegt jóladót!!
Brúðkaup og Bjór!
Skrapp í brúðkaup á laugardaginn og grét! Var að syngja með nokkrum félögum úr kórnum og þetta var svo sætt allt saman og lögin falleg að Ofurhjúkkan átti erfitt með að dilja tilfinningar sínar. Hafið ekki áhyggjur þetta mun ekki gerast aftur!!! Eftir athöfnina var svo veisla þar sem dýrindis hvítvín var drukkið og borðaður pinnamatur. Eftir veisluna sótti þessi mig og við fórum sem leið á ásamt frænku hennar á Kaffi Lizt og svolgruðum í okkur nokkrum bjórum. Sátum þar og slúðruðum og allt og enga en þó helst sjálfar okkur og skemmtum okkur vel.
Í leit minni að jólabarninu í mér hóf ég bakstur í dag. Hafði undirbúið mig vel og vandlega, var búin að finna uppskriftir, kaupa hráefni og sníkja handþeytara frá foreldrum mínum. Þessi líka snilldar handþeytari sem ég keypti í Húsasmiðjunni á tilboði er sko ekkert slor. Það koma tvær tegundir af svona hrærurum og svo er hægt að stilla á 5 mismunandi hraða OG TURBO hraða til að auka stemninguna enn frekar. Fyrir ykkur sem hafði áhuga bíð ég upp á heimsóknartíma á þriðjudagsmorgun kl. 07:30 til hálfátta. Endilega kíkið við og skoðið gripinn... En með þessum töfragrip bakaði ég tvær tegundir af smákökum og kallin varð ekki lítið kátur með frúnna sína. Endaði svo jólabaksturinn á dýrindis kjúklingarétti sem hafður var í kvöldmat. Við hjúin skruppum einnig í hverfisbúðina og keyptum jólaskraut og nauðsynlega hluti sem maður finnur á leið sinni í gegnum þessa ágætu verslun. Þeir spreyja örugglega einhverri lofttegund um búðina sem veldur skynjanatruflunum hjá fólki og veldur auknu kaupæði - "því þetta kostar bara 390 kall". En fórum út mjög sátt og ekkert svo svakalega mikið fátækari en eigum nú ofboðslega hukkulegt jóladót!!
Brúðkaup og Bjór!
Skrapp í brúðkaup á laugardaginn og grét! Var að syngja með nokkrum félögum úr kórnum og þetta var svo sætt allt saman og lögin falleg að Ofurhjúkkan átti erfitt með að dilja tilfinningar sínar. Hafið ekki áhyggjur þetta mun ekki gerast aftur!!! Eftir athöfnina var svo veisla þar sem dýrindis hvítvín var drukkið og borðaður pinnamatur. Eftir veisluna sótti þessi mig og við fórum sem leið á ásamt frænku hennar á Kaffi Lizt og svolgruðum í okkur nokkrum bjórum. Sátum þar og slúðruðum og allt og enga en þó helst sjálfar okkur og skemmtum okkur vel.
03/12/2003
Fégræðgi - Siðblinda - Lágkúra!
Já ég er sem sagt búin að sjá síðasta þátt af Survivor. Mér blöskraði hegðan fólksins í þættinum. Einn beitti þar einu siðlausasta svindli sem ég hef á ævi minni orðið vitni að og kórónaði það svo í lokin með svaka einræðu um sameiningu ættflokksins og breytingu á hugarfari. Já það sem toppaði þetta hjá mér var þegar að svór við gröf ömmu sinnar að nú skildi hann ekki svíkja aftur. Jæja við vitum öll að þessi gaur fer beina leið til fjandans þegar þetta kemst upp meðal annarra þátttakenda. Svo var það reyndar Latino gellan sem var að missa sig gagnvart gaurnum og lét ýmis ljót orð falla. Mér líka síst við hana Söndru þessa dagana af konunum sem eftir eru. Vona að útfarastjórinn sem gæti verið Módel komist lengra, við höldum með henni.
Daglegt amstur!
Er annars á leið í vinnuna, þarf að skila af mér kvöldvaktinni. Það er svo magnað þegar maður er á fara að vinna eftir rúman klukkutíma, hvað manni finnst ekki tími til að byrja á neinu - því maður getur ekki lokið því. Var samt búin að ákveða að skrifa eitthvað svakalega sniðugt hér sem ég man ekki lengur hvað var. Læt ykkur vita ef það kemur aftur.
Já ég er sem sagt búin að sjá síðasta þátt af Survivor. Mér blöskraði hegðan fólksins í þættinum. Einn beitti þar einu siðlausasta svindli sem ég hef á ævi minni orðið vitni að og kórónaði það svo í lokin með svaka einræðu um sameiningu ættflokksins og breytingu á hugarfari. Já það sem toppaði þetta hjá mér var þegar að svór við gröf ömmu sinnar að nú skildi hann ekki svíkja aftur. Jæja við vitum öll að þessi gaur fer beina leið til fjandans þegar þetta kemst upp meðal annarra þátttakenda. Svo var það reyndar Latino gellan sem var að missa sig gagnvart gaurnum og lét ýmis ljót orð falla. Mér líka síst við hana Söndru þessa dagana af konunum sem eftir eru. Vona að útfarastjórinn sem gæti verið Módel komist lengra, við höldum með henni.
Daglegt amstur!
Er annars á leið í vinnuna, þarf að skila af mér kvöldvaktinni. Það er svo magnað þegar maður er á fara að vinna eftir rúman klukkutíma, hvað manni finnst ekki tími til að byrja á neinu - því maður getur ekki lokið því. Var samt búin að ákveða að skrifa eitthvað svakalega sniðugt hér sem ég man ekki lengur hvað var. Læt ykkur vita ef það kemur aftur.
01/12/2003
Helgarfréttir!
Helgin fór nú að mestu leyti í vinnu þar sem ég var á næturvöktum tvær nætur. Skrapp reyndar á jólahlaðborð á Hótel Sögu sem var algjör snilld. Kalda borðið brilleraði alveg og þá sérstaklega Tequila síldin sem var svakalega góð. Þarna flaut allt í rauðvíni og annari eins vitleysu en með sterkum vilja kom ég í veg fyrir alvarlega þynnku daginn eftir. Fór svo aftur að vinna nóttina eftir og er ný komin á fætur.
Survivor spennan!
Þetta magnast og magnast spennan í kringum þáttinn og er ég mjög svekkt að sjá ekki þáttinn í kvöld, en higg á áhorf í endursýningu annað kvöld. Bíð spennt eftir "mesta rifrildi tveggja eyjaskeggja" sem á víst að vera eitthvað svakalegt - að sögn heimildarmanna. Það er reyndar ósköp brjóstumkennanlegt að vera fastur í svona sjónvarpsseríu en við erum jú öll mannleg og það er það sem þetta gengur út á. Aftur á móti er kalt og hvasst úti og maður verður þunglyndur ef maður hefur ekki líf annarra til þess að velta sér upp úr. Bestu Kveðjur!
Helgin fór nú að mestu leyti í vinnu þar sem ég var á næturvöktum tvær nætur. Skrapp reyndar á jólahlaðborð á Hótel Sögu sem var algjör snilld. Kalda borðið brilleraði alveg og þá sérstaklega Tequila síldin sem var svakalega góð. Þarna flaut allt í rauðvíni og annari eins vitleysu en með sterkum vilja kom ég í veg fyrir alvarlega þynnku daginn eftir. Fór svo aftur að vinna nóttina eftir og er ný komin á fætur.
Survivor spennan!
Þetta magnast og magnast spennan í kringum þáttinn og er ég mjög svekkt að sjá ekki þáttinn í kvöld, en higg á áhorf í endursýningu annað kvöld. Bíð spennt eftir "mesta rifrildi tveggja eyjaskeggja" sem á víst að vera eitthvað svakalegt - að sögn heimildarmanna. Það er reyndar ósköp brjóstumkennanlegt að vera fastur í svona sjónvarpsseríu en við erum jú öll mannleg og það er það sem þetta gengur út á. Aftur á móti er kalt og hvasst úti og maður verður þunglyndur ef maður hefur ekki líf annarra til þess að velta sér upp úr. Bestu Kveðjur!
27/11/2003
Sjónvarpsjúklingurinn!
Ég átti ekki til orð á þriðjudaginn þegar ég náði að horfa á endursýninguna á Survivor frá kvöldinu áður. Þá var ofur sjóræninginn Rupert sendur burt af eyjaskeggjum. Kallinn varð alveg svakalega fúll og mér stóð nú bara ekki á sama á tímabili eftir að hann tapaði keppninni um verðlaunin og svo aftur um friðhelgina. Það var sem sagt svaka plott í gangi og Rupert var sendur heim. Í mjög dramatískum lokaorðum kvaddi hann draum sinn sem nú getur greinilega aldrei orðið að veruleika. Mér finnst svolítið magnað að þessi maður vinnur með unglingum sem eiga einhverra hluta vegna erfitt í sínu lífi og margir þeirra hafa lent í útistöðum við lögvaldið. En miðað við hversu fúll og tapsár hann varð alltaf ef eitthvað fór ekki eins og hann óskaði þá veit ég ekki hversu vel settir þessi unglingar eru undir hans stjórn. Hver veit - kannksi er kallinn ljúfur sem lamb en er bara svangur og þreyttur.
Í kvöld!
Er sýndur lokaþátturinn af Bachelor. Þá koma Andrew og Jen fram og horfast í augu við Kirsten (gellan sem hann sparkaði). Jú jú það er von á mikilli dramatík í kvöld og ég held að heitt verði í kolunum. Á von á 3 öðrum samáhorfendum hingað á Kambsveginn og það eru oft mjög áhugaverðar athugasemdir sem fljúga um stofuna. Þið fáið nánari fréttir af þessu öllu síðar.
Fjárfesting dagsins!
Fór og keypti strauborð í dag. Ég fékk þennan líka fína straubolta í innflutningsgjöf frá einu snilldarpari sem ég þekki en mig vantaði alltaf borðið. Á leið minni um Kringluna í dag ákvað ég að kíkja inn í Byggt og Búið og sjá hvernig markaðurinn væri. Jú rakst á ungan en virðulegan sölumann sem leiddi mig í gegnum leyndardóma strauborða. Ef maður er með gufujárn, á maður að nota gufuborð en ekki tréborð. Ég setti upp ljóskusvipinn og sagðist bara vanta strauborð. Fékk í staðinn mikinn og góðan fróðleiksfyrirlestur um strauborð og gufuna! Já maður lærir alltaf eitthvað nýtt. En eftir skamma stund tók ég mér borð í hönd og skundaði mína leið, stoltur eigandi strauborðsins.
Ég átti ekki til orð á þriðjudaginn þegar ég náði að horfa á endursýninguna á Survivor frá kvöldinu áður. Þá var ofur sjóræninginn Rupert sendur burt af eyjaskeggjum. Kallinn varð alveg svakalega fúll og mér stóð nú bara ekki á sama á tímabili eftir að hann tapaði keppninni um verðlaunin og svo aftur um friðhelgina. Það var sem sagt svaka plott í gangi og Rupert var sendur heim. Í mjög dramatískum lokaorðum kvaddi hann draum sinn sem nú getur greinilega aldrei orðið að veruleika. Mér finnst svolítið magnað að þessi maður vinnur með unglingum sem eiga einhverra hluta vegna erfitt í sínu lífi og margir þeirra hafa lent í útistöðum við lögvaldið. En miðað við hversu fúll og tapsár hann varð alltaf ef eitthvað fór ekki eins og hann óskaði þá veit ég ekki hversu vel settir þessi unglingar eru undir hans stjórn. Hver veit - kannksi er kallinn ljúfur sem lamb en er bara svangur og þreyttur.
Í kvöld!
Er sýndur lokaþátturinn af Bachelor. Þá koma Andrew og Jen fram og horfast í augu við Kirsten (gellan sem hann sparkaði). Jú jú það er von á mikilli dramatík í kvöld og ég held að heitt verði í kolunum. Á von á 3 öðrum samáhorfendum hingað á Kambsveginn og það eru oft mjög áhugaverðar athugasemdir sem fljúga um stofuna. Þið fáið nánari fréttir af þessu öllu síðar.
Fjárfesting dagsins!
Fór og keypti strauborð í dag. Ég fékk þennan líka fína straubolta í innflutningsgjöf frá einu snilldarpari sem ég þekki en mig vantaði alltaf borðið. Á leið minni um Kringluna í dag ákvað ég að kíkja inn í Byggt og Búið og sjá hvernig markaðurinn væri. Jú rakst á ungan en virðulegan sölumann sem leiddi mig í gegnum leyndardóma strauborða. Ef maður er með gufujárn, á maður að nota gufuborð en ekki tréborð. Ég setti upp ljóskusvipinn og sagðist bara vanta strauborð. Fékk í staðinn mikinn og góðan fróðleiksfyrirlestur um strauborð og gufuna! Já maður lærir alltaf eitthvað nýtt. En eftir skamma stund tók ég mér borð í hönd og skundaði mína leið, stoltur eigandi strauborðsins.
25/11/2003
Húfa - trefill - vettlingar!
Nú er kominn tími á alvöru útivistafatnað, ætli maður að komast heill heilsu úr húsi. Já tími húfunnar hefur runnið upp með tilheyrandi vindi og snjókomu. Hef reyndar ákveðið að fjárfesta í nýrri sköfu í Honduna í dag. Komst að því í gær að það er ekkert mál að gera lífið léttara á þessum tímum. Ein vinkonan benti mér á snilldarlausn sem flest í því að nota geisladiskahlustur sem sköfu en ég hef kosið að fara hefðbundnu leiðina. Hætta að nota Debetkortið og kaupa mér alvöru sköfu! Þetta ástand minnir mig nú á gamlar stundir sem ég átti við póstburð um jólin. Var staðsett á ofurpósthúsinu R-5 sem fyrir þá sem eru ekki inni í lingóinu var á Rauðarárstígnum. Þar áttum við Tjaldurinn góðar stundir við flokkun pósts og útburð. Reyndar var Tjaldurinn kominn á hærra level heldur en ég þegar ég byrjaði - hann var kominn í afgreiðsluna og slapp við helv. útburðinn!
Nú er kominn tími á alvöru útivistafatnað, ætli maður að komast heill heilsu úr húsi. Já tími húfunnar hefur runnið upp með tilheyrandi vindi og snjókomu. Hef reyndar ákveðið að fjárfesta í nýrri sköfu í Honduna í dag. Komst að því í gær að það er ekkert mál að gera lífið léttara á þessum tímum. Ein vinkonan benti mér á snilldarlausn sem flest í því að nota geisladiskahlustur sem sköfu en ég hef kosið að fara hefðbundnu leiðina. Hætta að nota Debetkortið og kaupa mér alvöru sköfu! Þetta ástand minnir mig nú á gamlar stundir sem ég átti við póstburð um jólin. Var staðsett á ofurpósthúsinu R-5 sem fyrir þá sem eru ekki inni í lingóinu var á Rauðarárstígnum. Þar áttum við Tjaldurinn góðar stundir við flokkun pósts og útburð. Reyndar var Tjaldurinn kominn á hærra level heldur en ég þegar ég byrjaði - hann var kominn í afgreiðsluna og slapp við helv. útburðinn!
24/11/2003
Upphaf vinnuvikunnar!
Það er komið að því sem við getum aldrei forðast. Mánudagur hefur enn einu sinni litil dagsins ljós. Vaknaði í morgun og leit á Esjuna sem skartaði hvítu í dag. Hondan mín skartar líka hvítu og þá kom minningin um vetrardekkin í huga minn. Ég er sem sagt ekki komin á vetradekk og er að reyna að fresta því til næsta veturs. Þetta plott gekk upp í fyrra og tel ég sjálfa mig vera þokkalega umhverfissinnaða fyrir vikið. Svo er það spurningin hvort maður kemst í og úr vinnun á blessuðu sumardekkjunum - en verður maður ekki að hafa smá spennu í lífinu? Er sem sagt á leiðinni í vinnuna á eftir. Það er alltaf svolítið spennandi svona þegar hálkan kemur - hversu mikið verður að gera í vinnunni.
Survivor!
Missi af Survivor í kvöld - bið kannski karlinn að taka hann upp. Ég bíð spennt eftir því að sjá hver verður látinn taka poka sinn. Ég þoli ekki Skátamömmuna og krullaða gaurinn sem heldur að hann sé flottur. Veit samt ekki alveg með hverjum ég held í þessari syrpu - það kemur í ljós. Einhver speni í USA heldur því fram að Sandra komi til með að vinna - því hún talar spænku og er Latino. Ég gæti reyndar trúað henni til að fara langt en vonandi fer Christa fljótlega burt því hana þoli ég engan veginn. Góðar stundir!
Það er komið að því sem við getum aldrei forðast. Mánudagur hefur enn einu sinni litil dagsins ljós. Vaknaði í morgun og leit á Esjuna sem skartaði hvítu í dag. Hondan mín skartar líka hvítu og þá kom minningin um vetrardekkin í huga minn. Ég er sem sagt ekki komin á vetradekk og er að reyna að fresta því til næsta veturs. Þetta plott gekk upp í fyrra og tel ég sjálfa mig vera þokkalega umhverfissinnaða fyrir vikið. Svo er það spurningin hvort maður kemst í og úr vinnun á blessuðu sumardekkjunum - en verður maður ekki að hafa smá spennu í lífinu? Er sem sagt á leiðinni í vinnuna á eftir. Það er alltaf svolítið spennandi svona þegar hálkan kemur - hversu mikið verður að gera í vinnunni.
Survivor!
Missi af Survivor í kvöld - bið kannski karlinn að taka hann upp. Ég bíð spennt eftir því að sjá hver verður látinn taka poka sinn. Ég þoli ekki Skátamömmuna og krullaða gaurinn sem heldur að hann sé flottur. Veit samt ekki alveg með hverjum ég held í þessari syrpu - það kemur í ljós. Einhver speni í USA heldur því fram að Sandra komi til með að vinna - því hún talar spænku og er Latino. Ég gæti reyndar trúað henni til að fara langt en vonandi fer Christa fljótlega burt því hana þoli ég engan veginn. Góðar stundir!
23/11/2003
Galakvöldið!
Skrapp á 50 ára afmælisfagnað kórsins í gær sem var haldinn á Grand Hotel. Þetta var svakalega flott galakvöld og allir skörtuðu sínu fínasta. Herlegheitin byrjuðu á freyðivíni og svo dýrindis humarsúpu. Ég var sú heppna við borðið og fékk 3 humarbita í súpuna mína!! Mér finnst reyndar að hótel og veitingastaðir ættu frekar að kalla þetta Humarsoðsúpu með smá bitum af humri (ef þú er heppinn). Ég verð alltaf svo illa svikið þegar ég fæ svona lítið af humri í súpunni því mér finnst humar svakalega góður. Ekki vorum við svikin af aðalréttinum né eftirréttinum þannig að þetta slapp fyrir horn. Hver kórfélaga á fætur öðrum tróðu upp með söng og sprelli og skemmtu sér allir vel. Undir lok borðhaldsins var þó farið að síga á gæði skemmtiatriðanna sökum (sennilega) þreytu fólks.
Hinir síungu Stefán og Lúdó spiluðu undir dansi og þeir voru hreint út sagt brilljant. Þessi gaurar gætu allir verið feður og jafnvel afar mínir og þeir trölluðu til kl. 03:30 við mikla kæti viðstaddra. Svo staulaðist ég heim og skreið upp í hjá kallinum.
Þynnka!
Get ekki sagt að ég þjáist í dag, en þetta er svona ástand þar sem maður gerir sér fullkomlega grein fyrir öllu áfenginu sem var innbirt. Hef nú gert sem minnst í allan dag og ætla að halda því áfram. Maður á nefnilega aldrei að nota of mikla orku á sunnudögum. Sunnudagar eru til þess að komast í gírinn fyrir vikuna sem er framundan og komast úr gírnum sem maður var í um helgina. Stefni á heitt - sveitt og feitt í kvöldmat og svo að leggjast á meltuna að þvi loknu. Góðar stundir!
Skrapp á 50 ára afmælisfagnað kórsins í gær sem var haldinn á Grand Hotel. Þetta var svakalega flott galakvöld og allir skörtuðu sínu fínasta. Herlegheitin byrjuðu á freyðivíni og svo dýrindis humarsúpu. Ég var sú heppna við borðið og fékk 3 humarbita í súpuna mína!! Mér finnst reyndar að hótel og veitingastaðir ættu frekar að kalla þetta Humarsoðsúpu með smá bitum af humri (ef þú er heppinn). Ég verð alltaf svo illa svikið þegar ég fæ svona lítið af humri í súpunni því mér finnst humar svakalega góður. Ekki vorum við svikin af aðalréttinum né eftirréttinum þannig að þetta slapp fyrir horn. Hver kórfélaga á fætur öðrum tróðu upp með söng og sprelli og skemmtu sér allir vel. Undir lok borðhaldsins var þó farið að síga á gæði skemmtiatriðanna sökum (sennilega) þreytu fólks.
Hinir síungu Stefán og Lúdó spiluðu undir dansi og þeir voru hreint út sagt brilljant. Þessi gaurar gætu allir verið feður og jafnvel afar mínir og þeir trölluðu til kl. 03:30 við mikla kæti viðstaddra. Svo staulaðist ég heim og skreið upp í hjá kallinum.
Þynnka!
Get ekki sagt að ég þjáist í dag, en þetta er svona ástand þar sem maður gerir sér fullkomlega grein fyrir öllu áfenginu sem var innbirt. Hef nú gert sem minnst í allan dag og ætla að halda því áfram. Maður á nefnilega aldrei að nota of mikla orku á sunnudögum. Sunnudagar eru til þess að komast í gírinn fyrir vikuna sem er framundan og komast úr gírnum sem maður var í um helgina. Stefni á heitt - sveitt og feitt í kvöldmat og svo að leggjast á meltuna að þvi loknu. Góðar stundir!
20/11/2003
Ofur - heimilstæki!
Ég eignaðist í gær algjört snilldar heimilstæki. Þetta er ekkert annað en " George Foreman - Lean - Mean - Fat reducing - Grilling Machine! Nú get ég steikt allan fjandan og þarf ekki að fitna um gramm! Grillið hallar þannig að öll fita rennur af matnum og eftir situr dýrindis fituskert steik og grænmeti með. Ég lofa ykkur frekari upplýsingum um framgang tækisins eftir að það hefur verið tekið til formlegrar notkunar á heimilinu.
Messias!
Er að fara að syngja á tónleikum í kvöld með kórnum og sinfó. Ekkert smá verk tekið fyrir - bara sjálfur Messias. Það slæma við þetta er að ég hef verið að raula alls konar línur úr verkinu í vinnunni og frítíma mínum en þetta er kannski ekki alveg það poppaðasta sem til er. En mjög skemmtilegt verk og ég hlakka til í kvöld. Seinni tónleikarnir eru svo á laugardaginn og eftir það er svaka Galakvöld á hóteli hér í Reykjavík. Nú er maður að vinna í því að finna rétt kjólinn, réttu skóna og rétta veskið við þetta allt saman. Sem sagt brjáluð gleði framundan hjá Fríðu.
Lokaþáttur Bachelor!
Er auðvitað að drepast yfir því að þurfa endilega að missa af frumsýningu þáttarins í kvöld. Ég veit reyndar hvora gelluna hann velur en mig langar samt að sjá þessi herleg heit. Er að reyna að gera upp hug minn hvort ég láti taka þáttinn upp og horfi á hann að tónleikum loknum. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því hversu illa þetta kann að hljóma, en maður er nú bara mannlegur!
Ég eignaðist í gær algjört snilldar heimilstæki. Þetta er ekkert annað en " George Foreman - Lean - Mean - Fat reducing - Grilling Machine! Nú get ég steikt allan fjandan og þarf ekki að fitna um gramm! Grillið hallar þannig að öll fita rennur af matnum og eftir situr dýrindis fituskert steik og grænmeti með. Ég lofa ykkur frekari upplýsingum um framgang tækisins eftir að það hefur verið tekið til formlegrar notkunar á heimilinu.
Messias!
Er að fara að syngja á tónleikum í kvöld með kórnum og sinfó. Ekkert smá verk tekið fyrir - bara sjálfur Messias. Það slæma við þetta er að ég hef verið að raula alls konar línur úr verkinu í vinnunni og frítíma mínum en þetta er kannski ekki alveg það poppaðasta sem til er. En mjög skemmtilegt verk og ég hlakka til í kvöld. Seinni tónleikarnir eru svo á laugardaginn og eftir það er svaka Galakvöld á hóteli hér í Reykjavík. Nú er maður að vinna í því að finna rétt kjólinn, réttu skóna og rétta veskið við þetta allt saman. Sem sagt brjáluð gleði framundan hjá Fríðu.
Lokaþáttur Bachelor!
Er auðvitað að drepast yfir því að þurfa endilega að missa af frumsýningu þáttarins í kvöld. Ég veit reyndar hvora gelluna hann velur en mig langar samt að sjá þessi herleg heit. Er að reyna að gera upp hug minn hvort ég láti taka þáttinn upp og horfi á hann að tónleikum loknum. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því hversu illa þetta kann að hljóma, en maður er nú bara mannlegur!
18/11/2003
Survivor!
Ég elska mánudaga! Ástæðan fyrir því að ég elska mánudaga er að þá er ofurþáttaröðin Survivor á dagskrá. Það hræðir mig örlítið að vita af þessar fíkn minni í þessa þætti - en hvað get ég gert að því? Það er reyndar svolítið sorglegt að eyða frítíma sínum í að horfa á hóp af fólki sem fer í taugarnar á manni. Eins og ein gellan þarna - Christa - sem er alveg gjörsamlega óþolandi. Fyrir utan það að vera óþolandi getur hún ekki talað því hún er sennilega með of stóra háls- og nefkirtla. Ég fæ illt þegar ég heyri þessa gellu tala! Hef samt ákveðið að láta hana ekki skemma fyrir mér og mínum áhuga á mannlegu eðli sem kemur augljóslega fram í þessum þáttum.
Vinnan!
Það virðist einhvern veginn sjaldan vera róleg stund í vinnunni. Í dag var ég farin að hlakka til að komast heim, borða kvöldmat og hafa það huggulegt, þegar ég tafðist um 1 og hálfan tíma vegna ástands sem myndaðist. Þoli ekki ástönd - þau myndast alltaf og taka alltaf einhvern tíma. Maður veit það í upphafi ástandsins að þó svo að vaktin sé búin þá er maður ekkert á leiðinni heim á næstunni. Hef mikið velt því fyrir mér upp á síðkastið hvort það sé ekki bara lausn að vinna á kassa í matvöruverslun sem lokar kl. 19 og maður lendir ekki í ástöndum!! Bara svona létt pæling á þunglyndum þriðjudegi! Væri samt meira til í á vinna í snyrtivörudeildinni og troða óþarfa drasli og kremum á fólk heldur en bara sem óbreyttur kassastarfsmaður. Maður ætti kannski að skella sér í svona áhugasviðspróf? Hver veit hvað kæmi úr því?
Ég elska mánudaga! Ástæðan fyrir því að ég elska mánudaga er að þá er ofurþáttaröðin Survivor á dagskrá. Það hræðir mig örlítið að vita af þessar fíkn minni í þessa þætti - en hvað get ég gert að því? Það er reyndar svolítið sorglegt að eyða frítíma sínum í að horfa á hóp af fólki sem fer í taugarnar á manni. Eins og ein gellan þarna - Christa - sem er alveg gjörsamlega óþolandi. Fyrir utan það að vera óþolandi getur hún ekki talað því hún er sennilega með of stóra háls- og nefkirtla. Ég fæ illt þegar ég heyri þessa gellu tala! Hef samt ákveðið að láta hana ekki skemma fyrir mér og mínum áhuga á mannlegu eðli sem kemur augljóslega fram í þessum þáttum.
Vinnan!
Það virðist einhvern veginn sjaldan vera róleg stund í vinnunni. Í dag var ég farin að hlakka til að komast heim, borða kvöldmat og hafa það huggulegt, þegar ég tafðist um 1 og hálfan tíma vegna ástands sem myndaðist. Þoli ekki ástönd - þau myndast alltaf og taka alltaf einhvern tíma. Maður veit það í upphafi ástandsins að þó svo að vaktin sé búin þá er maður ekkert á leiðinni heim á næstunni. Hef mikið velt því fyrir mér upp á síðkastið hvort það sé ekki bara lausn að vinna á kassa í matvöruverslun sem lokar kl. 19 og maður lendir ekki í ástöndum!! Bara svona létt pæling á þunglyndum þriðjudegi! Væri samt meira til í á vinna í snyrtivörudeildinni og troða óþarfa drasli og kremum á fólk heldur en bara sem óbreyttur kassastarfsmaður. Maður ætti kannski að skella sér í svona áhugasviðspróf? Hver veit hvað kæmi úr því?
16/11/2003
Sunnudagur!
Hvað er málið með sunnudaga? Þetta er yfirleitt þunglyndasti dagur vikunnar og enginn nennir að gera neitt. Maður liggur heima í sófa og horfir á endursýningar á þáttum liðinnar viku á Skjá einum, drekkur kók og borðar nammi. Allt í einu er farið að dimma og kominn tími til að hafa til kvöldmatinn, til þess eins að halda áfram sjónvarpsglápi yfir kvöldið. Sá reyndar snilldar þátt hjá Fab 5 sem voru að taka í gegn alveg vonlausan gaur. Gaurinn var svo mikil subba að það var ógeðslegt - það skrýtna við þetta var að gellan hans var bara sátt og virkaði alveg heil. Þeir gátu hjálpað honum á snilldarhátt eins og þessum kynvillingum einum er lagið. Var reyndar að hugsa um að hringja í nokkra villinga um daginn þegar endurbætur á stofunni hér á heimili mínu stóðu yfir. Sumt er bara ekki fyrir gagnkynhneigt fólk að díla við. Þetta reddaðist á mjög flottan hátt og ég er mjög sátt við breytingarnar. En sunnudagskvöldið kallar og best að breyta ekki út af vananum og fara að gera eitthvað.
Hvað er málið með sunnudaga? Þetta er yfirleitt þunglyndasti dagur vikunnar og enginn nennir að gera neitt. Maður liggur heima í sófa og horfir á endursýningar á þáttum liðinnar viku á Skjá einum, drekkur kók og borðar nammi. Allt í einu er farið að dimma og kominn tími til að hafa til kvöldmatinn, til þess eins að halda áfram sjónvarpsglápi yfir kvöldið. Sá reyndar snilldar þátt hjá Fab 5 sem voru að taka í gegn alveg vonlausan gaur. Gaurinn var svo mikil subba að það var ógeðslegt - það skrýtna við þetta var að gellan hans var bara sátt og virkaði alveg heil. Þeir gátu hjálpað honum á snilldarhátt eins og þessum kynvillingum einum er lagið. Var reyndar að hugsa um að hringja í nokkra villinga um daginn þegar endurbætur á stofunni hér á heimili mínu stóðu yfir. Sumt er bara ekki fyrir gagnkynhneigt fólk að díla við. Þetta reddaðist á mjög flottan hátt og ég er mjög sátt við breytingarnar. En sunnudagskvöldið kallar og best að breyta ekki út af vananum og fara að gera eitthvað.
15/11/2003
Vöfflubakstur!
Ákvað að reyna að sína mínar bestu húsmóðurhliðar í dag og baka vöfflur. Foreldrarnir og tengdó voru væntanleg í kaffi og ég ákvað að sýna hvað í mér býr. Allt gekk vel framan af - keypti tilbúið þurrdeig frá Vilko sem er algjör snilld og skellti vöfflujárninu í samband. Á pakkanum stóð að maður ætti af hafa vöfflujárni vel heitt til að vafflan yrði nú góð. Ég stillti járnið á mesta hitann og jós góðri slummu af deigi á! Beið svo spennt eftir fyrstu vöfflu heimilisins. Ljúfur ilmurinn steig frá járninu og ég vissi að þetta yrði snilld. Í þessum fallegu hugsunum opnaði ég járnið og vaflan klofnaði. Helmingurinn sat fastur í efri hluta járnsins og hinn í neðri hlutanum. Ég hafði gleymt að setja smjör á járnið áður en hamfarirnar hófust! Eftir dúk og disk og mikið skaf tókst mér að ná vöfflunni úr járninu og hóf starfsemi að nýju með nóg af smjöri. Viti menn þetta urðu príðilegustu vöfflur sem ég borðaði sæl og ánægð að erfiðinu loknu!
Afmæli!
Er annars á leiðinni í afmæli hjá Ingu vinkonu í kvöld. Þar verður bara gaman og mikið djammað á ég von á. Geri fastlega ráð fyrir erfiðum degi á morgun og er tilbúin með nauðsynlega hluti til að lifa af þynnkuna. Verkjalyf, kók og nammi! Hef svo eitthvað heitt, sveitt og feitt í matinn annað kvöld og þynnkudagurinn er fullkominn!
Ákvað að reyna að sína mínar bestu húsmóðurhliðar í dag og baka vöfflur. Foreldrarnir og tengdó voru væntanleg í kaffi og ég ákvað að sýna hvað í mér býr. Allt gekk vel framan af - keypti tilbúið þurrdeig frá Vilko sem er algjör snilld og skellti vöfflujárninu í samband. Á pakkanum stóð að maður ætti af hafa vöfflujárni vel heitt til að vafflan yrði nú góð. Ég stillti járnið á mesta hitann og jós góðri slummu af deigi á! Beið svo spennt eftir fyrstu vöfflu heimilisins. Ljúfur ilmurinn steig frá járninu og ég vissi að þetta yrði snilld. Í þessum fallegu hugsunum opnaði ég járnið og vaflan klofnaði. Helmingurinn sat fastur í efri hluta járnsins og hinn í neðri hlutanum. Ég hafði gleymt að setja smjör á járnið áður en hamfarirnar hófust! Eftir dúk og disk og mikið skaf tókst mér að ná vöfflunni úr járninu og hóf starfsemi að nýju með nóg af smjöri. Viti menn þetta urðu príðilegustu vöfflur sem ég borðaði sæl og ánægð að erfiðinu loknu!
Afmæli!
Er annars á leiðinni í afmæli hjá Ingu vinkonu í kvöld. Þar verður bara gaman og mikið djammað á ég von á. Geri fastlega ráð fyrir erfiðum degi á morgun og er tilbúin með nauðsynlega hluti til að lifa af þynnkuna. Verkjalyf, kók og nammi! Hef svo eitthvað heitt, sveitt og feitt í matinn annað kvöld og þynnkudagurinn er fullkominn!
12/11/2003
Lífsgleði komin aftur!
Ég hef endurheimt lífsgleði mína eftir suddaleg veikindi síðustu daga. Þegar ég vaknaði í morgun trúði ég því varla - það var komið af því - ég var svöng! Med det samme stökk ég fram í eldhús og fékk mér vænan disk af eðal morgunkorni og strauk sæl yfir mallan að átinu loknu. Síðustu daga hef ég hugsað mikið til þátttakenda í Survivor. Ég er ekki búin að missa mig í hungrinu en ég fór að hugsa um hvernig þessu fólki hlítur að líða í svona miklum hita og hungri. Ég er ekki viss um að ég gæti tekið þátt í svona dæmi. Þú ert svangur, þér er heitt og þar að auki þarftu að búa með fullt af fólki sem þú þekkir ekki neitt og þér þarf að líka vel við það - for your own sake! Nei þetta er ekki fyrir mig. Ég hef oft komið með þá uppástungu við félaga mína um að hafa Survivor 8 - Vatnajökull en mér er allt bent á það að konur í snjógöllum selja ekki eins mikið áhorf og konur í næstum engum fötum. Verð nú að viðurkenna réttmæti gagnrýni þeirra. En hvað með Survivor 8 - Þórsmörk?? Það er nú ekki brjálað mikið af ávaxtatrjám þarna né fiskum o.þ.h. og gellurnar geta verið í eins litlum fötum og þær vilja. Ég held að það sé pottþétt gott sjónvarpsefni þar að finna.
Ég hef endurheimt lífsgleði mína eftir suddaleg veikindi síðustu daga. Þegar ég vaknaði í morgun trúði ég því varla - það var komið af því - ég var svöng! Med det samme stökk ég fram í eldhús og fékk mér vænan disk af eðal morgunkorni og strauk sæl yfir mallan að átinu loknu. Síðustu daga hef ég hugsað mikið til þátttakenda í Survivor. Ég er ekki búin að missa mig í hungrinu en ég fór að hugsa um hvernig þessu fólki hlítur að líða í svona miklum hita og hungri. Ég er ekki viss um að ég gæti tekið þátt í svona dæmi. Þú ert svangur, þér er heitt og þar að auki þarftu að búa með fullt af fólki sem þú þekkir ekki neitt og þér þarf að líka vel við það - for your own sake! Nei þetta er ekki fyrir mig. Ég hef oft komið með þá uppástungu við félaga mína um að hafa Survivor 8 - Vatnajökull en mér er allt bent á það að konur í snjógöllum selja ekki eins mikið áhorf og konur í næstum engum fötum. Verð nú að viðurkenna réttmæti gagnrýni þeirra. En hvað með Survivor 8 - Þórsmörk?? Það er nú ekki brjálað mikið af ávaxtatrjám þarna né fiskum o.þ.h. og gellurnar geta verið í eins litlum fötum og þær vilja. Ég held að það sé pottþétt gott sjónvarpsefni þar að finna.
10/11/2003
Andleysi helgarinnar!
Gerði ekki neitt um helgina. Fór í vinnuna á föstudagskvöld og laugardagskvöld og hef eftir það legið heima í leiðindar pest. Er nú vonandi að koma til og verð komin á ról á morgun. Horfði á sennilega verstu mynd sem ég hef séð hingað til. Þetta var mynd með ofurskutlunni og megatröllinu þeim J. Lo og Ralph Fiennes. Maid in Manhattan heitir hún og er í einu orði sagt VOND! Ég held að J. Lo ætti að finna sér feril þar sem hún þarf hvorki að sjást né heyrast tala! Konan fer alveg í taugarnar á mér, hún er alltaf eins og getur ekki leikið til að bjarga lífi sínu! Það besta er að í landi hinna frjálsu (USA) er myndin bönnuð börnum innan 13 ára aldurs vegna orðalags og kynferðislegra aðdróttana. Já það er eins gott að börn sjái ekki þessa skemmandi mynd, þau gætu kannski haldið að þetta væri allt raunverulegt!
The Bachelor!
Er alveg dottin inn í þessa seríu af The Bachelor. Gaurinn byrjaði nú ágætlega og leit þokkalega út. Nú þegar endalokin nálgast lítur hann út fyrir að vera kominn með alvarleg einkenni streitu og sennilega líka kominn með blæðandi magasár því það er alltaf eins og hann sé í hnút! Nú eru tvær gellur eftir og ég verð að viðurkenna ég held meira með annarri heldur en hinni. Á fimmtudaginn n.k. er svo tvöfaldur þáttur - fyrst Women tell all og síðan lokaþátturinn þar sem gaurinn gerir loks upp hug sinn. Spennandi ekki satt? Svo er ný sería byrjuð í Bandaríkjunum þar sem gaurinn sem tapaði í Bachelorette seríunni fær að ná sér í kellingu. Hugsið aðeins um þetta - gellan sem valdi hann ekki - var ekki valin af fyrsta kallinum og fékk því sinn eigin þátt. Nú er hann kominn með eigin þátt líka því hann var ekki valinn. Væri ekki hægt að búa til svona best of rejects þátt og hafa jafn mikið af konum og körlum og allir færu glaðir heim? Þá fyrst værum við að tala um gott sjónvarpsefni!
Gerði ekki neitt um helgina. Fór í vinnuna á föstudagskvöld og laugardagskvöld og hef eftir það legið heima í leiðindar pest. Er nú vonandi að koma til og verð komin á ról á morgun. Horfði á sennilega verstu mynd sem ég hef séð hingað til. Þetta var mynd með ofurskutlunni og megatröllinu þeim J. Lo og Ralph Fiennes. Maid in Manhattan heitir hún og er í einu orði sagt VOND! Ég held að J. Lo ætti að finna sér feril þar sem hún þarf hvorki að sjást né heyrast tala! Konan fer alveg í taugarnar á mér, hún er alltaf eins og getur ekki leikið til að bjarga lífi sínu! Það besta er að í landi hinna frjálsu (USA) er myndin bönnuð börnum innan 13 ára aldurs vegna orðalags og kynferðislegra aðdróttana. Já það er eins gott að börn sjái ekki þessa skemmandi mynd, þau gætu kannski haldið að þetta væri allt raunverulegt!
The Bachelor!
Er alveg dottin inn í þessa seríu af The Bachelor. Gaurinn byrjaði nú ágætlega og leit þokkalega út. Nú þegar endalokin nálgast lítur hann út fyrir að vera kominn með alvarleg einkenni streitu og sennilega líka kominn með blæðandi magasár því það er alltaf eins og hann sé í hnút! Nú eru tvær gellur eftir og ég verð að viðurkenna ég held meira með annarri heldur en hinni. Á fimmtudaginn n.k. er svo tvöfaldur þáttur - fyrst Women tell all og síðan lokaþátturinn þar sem gaurinn gerir loks upp hug sinn. Spennandi ekki satt? Svo er ný sería byrjuð í Bandaríkjunum þar sem gaurinn sem tapaði í Bachelorette seríunni fær að ná sér í kellingu. Hugsið aðeins um þetta - gellan sem valdi hann ekki - var ekki valin af fyrsta kallinum og fékk því sinn eigin þátt. Nú er hann kominn með eigin þátt líka því hann var ekki valinn. Væri ekki hægt að búa til svona best of rejects þátt og hafa jafn mikið af konum og körlum og allir færu glaðir heim? Þá fyrst værum við að tala um gott sjónvarpsefni!
07/11/2003
Helgin framundan!
Það eru nú engin svakaleg plön fyrir helgina. Stefnan í raun og veru bara sett á að sofa og mæta í vinnuna. Á morgun er ég að fara á málþing hjá fagdeild bráðahjúkrunafræðinga sem verður mjög spennandi. Þar fyrir utan fáum við að borða tvisvar yfir daginn og kaffi og með því þar að auki. Sem betur fer þarf ég svo að vinna eftir málþingið og kemst hjá óþarfa drykkju og djammi. Fór fjárhagslega illa eftir aðalfundinn þar sem ég tók frekar óskynsamlegar ákvarðanir í lok kvölds. Af hverju finnst manni það svakalega góð hugmynd að labba heim úr miðbænum eftir nokkur glös? Jú þetta hljómaði eins og svakalega góð hugmynd á þeim tímapunkti og ég arkaði af stað. Áður en ég vissi var ég komin heim og háhæluðu skórnir mínir í frekar alvarlegu ástandi. Ég held að heildar viðgerðarkostnaður á þeim hafi verið syndsamlega nálægt upphaflegu verði skónna! En eitt lærði ég af þessari reynslu og hvet aðra til þess að fara eftir því - takið leigubíl, bæði ódýra þegar á heildina er litið og sennilega einnig öruggara. Komum heil heim!
Það eru nú engin svakaleg plön fyrir helgina. Stefnan í raun og veru bara sett á að sofa og mæta í vinnuna. Á morgun er ég að fara á málþing hjá fagdeild bráðahjúkrunafræðinga sem verður mjög spennandi. Þar fyrir utan fáum við að borða tvisvar yfir daginn og kaffi og með því þar að auki. Sem betur fer þarf ég svo að vinna eftir málþingið og kemst hjá óþarfa drykkju og djammi. Fór fjárhagslega illa eftir aðalfundinn þar sem ég tók frekar óskynsamlegar ákvarðanir í lok kvölds. Af hverju finnst manni það svakalega góð hugmynd að labba heim úr miðbænum eftir nokkur glös? Jú þetta hljómaði eins og svakalega góð hugmynd á þeim tímapunkti og ég arkaði af stað. Áður en ég vissi var ég komin heim og háhæluðu skórnir mínir í frekar alvarlegu ástandi. Ég held að heildar viðgerðarkostnaður á þeim hafi verið syndsamlega nálægt upphaflegu verði skónna! En eitt lærði ég af þessari reynslu og hvet aðra til þess að fara eftir því - takið leigubíl, bæði ódýra þegar á heildina er litið og sennilega einnig öruggara. Komum heil heim!
05/11/2003
Til hamingju með daginn!
Vaknaði við vondan draum í morgun. Það er ekki hægt að komast hjá þessu því þetta gerist á hverju ári. Maður eldist!! Í morgun uppgötvaði ég það til dæmis að ég hef aldrei verið jafn nálægt því að vera þrítug og frá og með deginum í dag. Ég gef nú ekki upp töluna en þið sem kunnið stærðfræði ættuð að geta áttað ykkur á því hversu gömul ég varð í dag.
Mér finnst reyndar að afmælisdagar ættu að vera almennir frídagar. Þú ert að kljást við nógu mikið til þess að þurfa ekki að þola ótillitsamar athugasemndir frá vinnufélögum um aldur þinn. Ekki það að ég hafi orðið fyrir barðinu á neinum í vinnunni - en maður veit aldrei! Mér til heiðurs ætla ég að fá mér öl og njóta þess að vera orðin árinu eldri. Góðar stundir.
Vaknaði við vondan draum í morgun. Það er ekki hægt að komast hjá þessu því þetta gerist á hverju ári. Maður eldist!! Í morgun uppgötvaði ég það til dæmis að ég hef aldrei verið jafn nálægt því að vera þrítug og frá og með deginum í dag. Ég gef nú ekki upp töluna en þið sem kunnið stærðfræði ættuð að geta áttað ykkur á því hversu gömul ég varð í dag.
Mér finnst reyndar að afmælisdagar ættu að vera almennir frídagar. Þú ert að kljást við nógu mikið til þess að þurfa ekki að þola ótillitsamar athugasemndir frá vinnufélögum um aldur þinn. Ekki það að ég hafi orðið fyrir barðinu á neinum í vinnunni - en maður veit aldrei! Mér til heiðurs ætla ég að fá mér öl og njóta þess að vera orðin árinu eldri. Góðar stundir.
04/11/2003
Íslendingar á flugvöllum! Ný tegund þjóðaríþróttar !
Það er alltaf jafn gaman að koma heim frá útlöndum. Hver Íslendingurinn treður öðrum um tær á leiðinni í fríhöfnina því það þurfa allir að verað fyrstir að kaupa bjórinn. Hann gæti nefnilega klárast! Eftir troðninginn í fríhöfninni tekur önnur þjóðaríþrótt við og það er töskufimin. Hversu hratt nærðu að sveifla töskunni þinni af færibandinu og hlaupa að tolgæslunni? Spennan magnast þegar kemur að tollinum. Verð ég tekin í þetta sinn???? Hvað með allt dótið sem ég er að smygla til landisins undir þeim formerkjum að ég vissi ekki betur?? Þessi spenna líður svo út þegar maður hefur komist óáreittur í gegnum tollinn. Þá tekur við önnur krísa - af hverju smyglaði ég ekki meira af varningi til landsins?? Já það er yndislegt að vera Íslendingur á svona stundum.
Áfram Man. Utd !
Í gær lauk pílagrímsferð okkar Ingu vinkonu til London og Manchester. Ferðin heppnaðist svakalega vel og hápunkturinn var auðvitað leikurinn á Old Trafford. Jú jú okkar menn unnu 3 - 0 og við vorum svo heppnar að sitja fyrir aftan mark Portsmoth manna í seinni hálfleik. Stemnigin var gífurleg og við lærum meira að segja söngva á vellinum. Fyrir leikinn skruppum við í gegnum Manchester United safnið og í Megastore sem er á leikvangnum. Eftir það lá leiðin á The Trafford í nokkra öl til að hita upp fyrir leikinn. Þar vorum við einu konurnar sem mættum af fúsum og frjálsum vilja á svæðið. Aðrar konur héngu á öxlum manna sinna og sendu hvorri annarri samúðarbros með hugsuninni "Þú líka". Eftir leikinn var svo hoppað í lestina og brunað til London á ný - ekki nema 3 og hálfur tími!!
Túristar og verslarar dauðans!
Fyrir utan að kíkja á völlinn máluðum við bæinn rauðann í verslun og túristun. Ég held svei mér þá að við höfum gengið alla London fram og tilbaka. Það rigndi auðvitað svolítið hressilega á tímabili en til þess eru regnhlífar. Kíktum á höllina hjá kellingunni og á helstu túristastaði Lundúna. Ætluðum reyndar að labba yfir London Bridge en einhver mótmælandi hafði klifrað upp í byggingakrana við hlið hennar og hótaði að stökkva. Af þessum sökum var öll umferð um brúnna bönnuð þennan dag. Okkur fannst þessi gaur nú frekar glataður að þurfa endilega að mótmæla á þessum degi en svona eru mótmælin.
Gurr og Lou!
Enduðum sunnudaginn á ferð til Crystal Palace þar sem karaoke drottningarnar búa. Skelltum okkur á pöbbinn með þeim og fengum okkur aðeins of marga bjóra. Þaðan lá leiðin heim til Gurrýar og Lovísu þar sem rauðvíninu var skolað niður yfir slúðri og rökræðum. Eins og gefur að skilja var morguninn eftir ekki líkamlega ánægjulegur! Jú síðasti dagurinn leið dagsins ljós og ég skrapp í hádegismat með gömlum vin. Alltaf gaman að hitta vini sína sem búa í útlöndum og sérstaklega þegar maður hefur ekki séð þá í langan tíma. Þetta var algjör snilld. Góður matur og spjallað eins og við höfðum hist síðast í fyrradag. Lenti í smá hrakningum á leiðinni aftur á hótelið og kynntist neðarjarðarlestakerfi Lundúna mjög vel. Man það næst að það er ekki sniðugt að reyna að stytta sér leið og fara út á stöð sem maður þekkir ekki.
Það er alltaf jafn gaman að koma heim frá útlöndum. Hver Íslendingurinn treður öðrum um tær á leiðinni í fríhöfnina því það þurfa allir að verað fyrstir að kaupa bjórinn. Hann gæti nefnilega klárast! Eftir troðninginn í fríhöfninni tekur önnur þjóðaríþrótt við og það er töskufimin. Hversu hratt nærðu að sveifla töskunni þinni af færibandinu og hlaupa að tolgæslunni? Spennan magnast þegar kemur að tollinum. Verð ég tekin í þetta sinn???? Hvað með allt dótið sem ég er að smygla til landisins undir þeim formerkjum að ég vissi ekki betur?? Þessi spenna líður svo út þegar maður hefur komist óáreittur í gegnum tollinn. Þá tekur við önnur krísa - af hverju smyglaði ég ekki meira af varningi til landsins?? Já það er yndislegt að vera Íslendingur á svona stundum.
Áfram Man. Utd !
Í gær lauk pílagrímsferð okkar Ingu vinkonu til London og Manchester. Ferðin heppnaðist svakalega vel og hápunkturinn var auðvitað leikurinn á Old Trafford. Jú jú okkar menn unnu 3 - 0 og við vorum svo heppnar að sitja fyrir aftan mark Portsmoth manna í seinni hálfleik. Stemnigin var gífurleg og við lærum meira að segja söngva á vellinum. Fyrir leikinn skruppum við í gegnum Manchester United safnið og í Megastore sem er á leikvangnum. Eftir það lá leiðin á The Trafford í nokkra öl til að hita upp fyrir leikinn. Þar vorum við einu konurnar sem mættum af fúsum og frjálsum vilja á svæðið. Aðrar konur héngu á öxlum manna sinna og sendu hvorri annarri samúðarbros með hugsuninni "Þú líka". Eftir leikinn var svo hoppað í lestina og brunað til London á ný - ekki nema 3 og hálfur tími!!
Túristar og verslarar dauðans!
Fyrir utan að kíkja á völlinn máluðum við bæinn rauðann í verslun og túristun. Ég held svei mér þá að við höfum gengið alla London fram og tilbaka. Það rigndi auðvitað svolítið hressilega á tímabili en til þess eru regnhlífar. Kíktum á höllina hjá kellingunni og á helstu túristastaði Lundúna. Ætluðum reyndar að labba yfir London Bridge en einhver mótmælandi hafði klifrað upp í byggingakrana við hlið hennar og hótaði að stökkva. Af þessum sökum var öll umferð um brúnna bönnuð þennan dag. Okkur fannst þessi gaur nú frekar glataður að þurfa endilega að mótmæla á þessum degi en svona eru mótmælin.
Gurr og Lou!
Enduðum sunnudaginn á ferð til Crystal Palace þar sem karaoke drottningarnar búa. Skelltum okkur á pöbbinn með þeim og fengum okkur aðeins of marga bjóra. Þaðan lá leiðin heim til Gurrýar og Lovísu þar sem rauðvíninu var skolað niður yfir slúðri og rökræðum. Eins og gefur að skilja var morguninn eftir ekki líkamlega ánægjulegur! Jú síðasti dagurinn leið dagsins ljós og ég skrapp í hádegismat með gömlum vin. Alltaf gaman að hitta vini sína sem búa í útlöndum og sérstaklega þegar maður hefur ekki séð þá í langan tíma. Þetta var algjör snilld. Góður matur og spjallað eins og við höfðum hist síðast í fyrradag. Lenti í smá hrakningum á leiðinni aftur á hótelið og kynntist neðarjarðarlestakerfi Lundúna mjög vel. Man það næst að það er ekki sniðugt að reyna að stytta sér leið og fara út á stöð sem maður þekkir ekki.
29/10/2003
London Baby!
Það er komið að því - á morgun leggjum við Inga í pílagrímsferð okkar til London og Manchester. Við ætlum að bræða úr kreditkortunum og skella okkur á leik í enska boltanum. Það eru okkar menn í United sem eru að spila við ofurliðið Portsmoth á heimavellinum Old Trafford. Treyjurnar og treflarnir eru tilbúnir fyrir leikinn og þá er bara eftir að hita upp á pöbbinum fyrir hann til koma stemningunni í gang. Við ætlum líka að hitta Gurr og Lou og fara á skrallið - kannski maður taki einn slagara í karaoke - hver veit. Eitt veit ég og það er að það verður ekki leiðinlegt að vera Fríða um helgina. Áfram Man. Utd!!!
Það er komið að því - á morgun leggjum við Inga í pílagrímsferð okkar til London og Manchester. Við ætlum að bræða úr kreditkortunum og skella okkur á leik í enska boltanum. Það eru okkar menn í United sem eru að spila við ofurliðið Portsmoth á heimavellinum Old Trafford. Treyjurnar og treflarnir eru tilbúnir fyrir leikinn og þá er bara eftir að hita upp á pöbbinum fyrir hann til koma stemningunni í gang. Við ætlum líka að hitta Gurr og Lou og fara á skrallið - kannski maður taki einn slagara í karaoke - hver veit. Eitt veit ég og það er að það verður ekki leiðinlegt að vera Fríða um helgina. Áfram Man. Utd!!!
28/10/2003
Fyrsta skaf vetrarins!
Alltaf skal það koma manni jafn mikið á óvart þegar sú stund rennur upp að skafa þarf rúðurnar á bílnum. Lenti í minni fyrstu reynslu vetrarins í kvöld. Þetta leit nú ekki vel út á tímabili - fann ekki sköfuna. Það var beitt ýmsum ráðum meðal annars að nýta debetkortið sem sköfu. Held að þetta fari ekker sérstaklega vel með kortið en það er hvort sem er verkfæri djöfulsins!! Jæja þetta með kroti var ekki að virka þannig nú voru góð ráð dýr. Í miðjum klíðum mundi ég allt í einu eftir örlögum sköfunnar síðastliðinn vetur. Hún brotnaði!!! Fann að lokum hluta gömlu sköfunnar og gat klárað verkefnið. Gott hjá Fríðu!!
Queer eye for a straight guy!
Horfði á þátt í þessari umdeildu sjónvarpsseríu um daginn. Verð nú bara að segja það að mér finnst þessir þættir algjör snilld. Gaurinn sem fór í gegnum breytingarnar átti sér enga von à upphafi, sem betur fer komu villingarnir honum til hjálpar. Svo kom að því að gellan átti að sjá breytingarnar. Nú skil ég af hverju gaurinn átti sér enga von í upphafi - What a case!! Gellan leit út eins og ódýr mella sem var nýflutt af gresjunni. Svo var hún svo geðveik að hún henti bangsa sem villingarnir notuðu sem skraut því hann var frá fyrrverandi kærustu gaursins! Já það er ekki allt tekið út með sældinni en Ãí lokin bað hann gelluna um að flytja inn til sín. Ef ég hefði verið hann hefði ég hent henni út en haldið bangsanum.
Alltaf skal það koma manni jafn mikið á óvart þegar sú stund rennur upp að skafa þarf rúðurnar á bílnum. Lenti í minni fyrstu reynslu vetrarins í kvöld. Þetta leit nú ekki vel út á tímabili - fann ekki sköfuna. Það var beitt ýmsum ráðum meðal annars að nýta debetkortið sem sköfu. Held að þetta fari ekker sérstaklega vel með kortið en það er hvort sem er verkfæri djöfulsins!! Jæja þetta með kroti var ekki að virka þannig nú voru góð ráð dýr. Í miðjum klíðum mundi ég allt í einu eftir örlögum sköfunnar síðastliðinn vetur. Hún brotnaði!!! Fann að lokum hluta gömlu sköfunnar og gat klárað verkefnið. Gott hjá Fríðu!!
Queer eye for a straight guy!
Horfði á þátt í þessari umdeildu sjónvarpsseríu um daginn. Verð nú bara að segja það að mér finnst þessir þættir algjör snilld. Gaurinn sem fór í gegnum breytingarnar átti sér enga von à upphafi, sem betur fer komu villingarnir honum til hjálpar. Svo kom að því að gellan átti að sjá breytingarnar. Nú skil ég af hverju gaurinn átti sér enga von í upphafi - What a case!! Gellan leit út eins og ódýr mella sem var nýflutt af gresjunni. Svo var hún svo geðveik að hún henti bangsa sem villingarnir notuðu sem skraut því hann var frá fyrrverandi kærustu gaursins! Já það er ekki allt tekið út með sældinni en Ãí lokin bað hann gelluna um að flytja inn til sín. Ef ég hefði verið hann hefði ég hent henni út en haldið bangsanum.
26/10/2003
Horfst í augu við fortíðina!
Það er alltaf ákveðin stemning við það að flytja í nýtt húsnæði. Þessi stemning er bæði mjög skemmtileg og einnig alveg ferlega leiðinleg. Það skemmtilega við þetta allt saman er einmitt það að koma sér fyrir eins og manni einum sýnist og loksins að hafa pláss fyrir sjálfan sig og sitt dót. Þetta er einmitt fyrsta tilfinningin sem fylgir flutningum. Svo kemur þunglyndið!!! Hvar á ég að koma öllu þessu dóti fyrir og hvernig í ósköpunum komst þetta allt fyrir á þeim stað sem ég bjó á.
Í kvöld fór ég loks í það að sækja það dót sem ég skildi eftir hjá foreldrunum. Ég veit ekki af hverju í ósköpunum ég á til dæmis endalaust magn af ljótum stuttermabolum sem ég hef aldrei farið í - en held alltaf að ég komi til með að nota þá einhvern tímann. Heill hellingur af fötum eru nú á leið til Rauða krossins þar sem vonandi einhver annar getur fundið not fyrir alla þessa boli. Í þessu öllu var einnig endalaus haugur af drasli sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina. Þar á meðal öll bréf sem vinir mínir sendu mér á meðan ég var sem skiptinemi. Í þessum bréfum er að finna gott handrit af hrikalega dramatískri sápuóperu. Já það er ekkert grín að vera gelgja.
Margir telja það holt að taka til hjá sér af og til. Þessu er ég bæði sammála og ósammála. Jú það er gott að horfast í augu við fortíðina en oh - my - god þarf maður líka að fara á bömmer. Einu sinni var ég til dæmis töluvert léttari heldur en ég er í dag, maður fer á feituna eftir þetta allt saman. Nú er ég sem sagt feit á blús og ætla að einbeita mér að því sem eftir líður kvöldsins. Sjáum til hvernig morgundagurinn verður.
Það er alltaf ákveðin stemning við það að flytja í nýtt húsnæði. Þessi stemning er bæði mjög skemmtileg og einnig alveg ferlega leiðinleg. Það skemmtilega við þetta allt saman er einmitt það að koma sér fyrir eins og manni einum sýnist og loksins að hafa pláss fyrir sjálfan sig og sitt dót. Þetta er einmitt fyrsta tilfinningin sem fylgir flutningum. Svo kemur þunglyndið!!! Hvar á ég að koma öllu þessu dóti fyrir og hvernig í ósköpunum komst þetta allt fyrir á þeim stað sem ég bjó á.
Í kvöld fór ég loks í það að sækja það dót sem ég skildi eftir hjá foreldrunum. Ég veit ekki af hverju í ósköpunum ég á til dæmis endalaust magn af ljótum stuttermabolum sem ég hef aldrei farið í - en held alltaf að ég komi til með að nota þá einhvern tímann. Heill hellingur af fötum eru nú á leið til Rauða krossins þar sem vonandi einhver annar getur fundið not fyrir alla þessa boli. Í þessu öllu var einnig endalaus haugur af drasli sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina. Þar á meðal öll bréf sem vinir mínir sendu mér á meðan ég var sem skiptinemi. Í þessum bréfum er að finna gott handrit af hrikalega dramatískri sápuóperu. Já það er ekkert grín að vera gelgja.
Margir telja það holt að taka til hjá sér af og til. Þessu er ég bæði sammála og ósammála. Jú það er gott að horfast í augu við fortíðina en oh - my - god þarf maður líka að fara á bömmer. Einu sinni var ég til dæmis töluvert léttari heldur en ég er í dag, maður fer á feituna eftir þetta allt saman. Nú er ég sem sagt feit á blús og ætla að einbeita mér að því sem eftir líður kvöldsins. Sjáum til hvernig morgundagurinn verður.
25/10/2003
Þynnkan!
Alltaf kemur þynnkan manni á óvart. Vaknaði í dag með þennan létt pirrandi ég-drakk-of-mikið-í-gær hausverk. Ekki tók betra við heldur en að skella sér í vinnuna sem var bara fínt eftir að íbúfenið fór að virka. Sá glitta í hina ofur vondu mynd Crossroad sem var á RÚV í kvöld. Held að Britney ætti kannski bara að huga að ferli sem herballife sölukona, alla vega láta leiklistina vera.
London Baby!!
Er á leiðinni til London í vikunni með Ingu vinkonu. Ætlum að shop til we drop og fara til Mekka knattspyrnunnar á Old Trafford. Gerum fastlega ráð fyrir því að missa okkur þegar hetjurnar koma inn á völlinn - en meira um það síðar. Ætlum einnig að reyna að hitta Gur og Lou aka. Karaokequeens og kíkja á lífið með þeim.
Alltaf kemur þynnkan manni á óvart. Vaknaði í dag með þennan létt pirrandi ég-drakk-of-mikið-í-gær hausverk. Ekki tók betra við heldur en að skella sér í vinnuna sem var bara fínt eftir að íbúfenið fór að virka. Sá glitta í hina ofur vondu mynd Crossroad sem var á RÚV í kvöld. Held að Britney ætti kannski bara að huga að ferli sem herballife sölukona, alla vega láta leiklistina vera.
London Baby!!
Er á leiðinni til London í vikunni með Ingu vinkonu. Ætlum að shop til we drop og fara til Mekka knattspyrnunnar á Old Trafford. Gerum fastlega ráð fyrir því að missa okkur þegar hetjurnar koma inn á völlinn - en meira um það síðar. Ætlum einnig að reyna að hitta Gur og Lou aka. Karaokequeens og kíkja á lífið með þeim.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)