Botninn á sjónvarpsmenningunni!
Hjúkkan er nú alveg á því að botninum hafi verið náð í lélegu sjónvarpsefni. Jább "raunveruleikaþátturinn" High School Reunion fær verðlaunin sem versta hugmynd sögunnar! Manni verður eiginlega illt við það að horfa á alla þessa einstaklinga slefandi upp í og utan í hvert annað og svo tengjast allir aftur æskuástinni sinni - já ég væri til í að gubba ef ég kæmist hratt á salernið ( er að máta nýju skíðaskónna og fer ekki hratt yfir á parketinu). Má ég þá frekar biðja um góða dramatík í Americas Next top Model eða Canadas next serial killer...
26/02/2008
Hamingjusöm á nýju skíðaskónum!
Hjúkkan blómstrar af hamingju í dag þar sem hún festi kaup á nýjum skíðaskóm. Þar sem gömlu góðu hlunkarnir sungu sitt síðasta í Bláfjöllum á sunnudag var ekki um annað að ræða en að smella sér á Nordica GTS 6 (gat nú verið að týpa væri númer 6 )... Til þess að venjast skónum er hjúkkan búin að spóka sig um á heimili sínu í kvöld, íklædd microfleece gammósíunum, skíðasokkunum og nýju fínu skíðaskónum. Já þetta er sérlega smart!!!
Það hefur svo margt gerst undanfarna daga að hjúkkan man einfaldlega ekki hvar hún ætlaði að byrja með þessa færslu. Hápunktarnir voru auðvitað kjánahrollur og pína yfir lokakvöldi Eurovision. Það er alveg magnað hvað "tæknilegir örðugleikar" gátu skyggt mikið á þessa líka hæfileikaríku söngkonu Mercedes Club... og eigum við að fara út í dáleiðslu umræðuna???
Hjúkkan er þó sammála hinum ný-útlítandi karaokedrottningum um að það er farið að vanta almennilegt Eurovision partý. Það er orðið svolítið brjóstumkennanlegt þegar "Eurovision partý Páls Óskars" eru haldin á lokakvöldi undankeppninnar á RÚV en ekki á Eurovision daginn sjálfan.
Ford krúttið hefur svo verið að plaga stelpuna sem óvæntum uppákomum og ítrekuðum ferðum á verkstæðið. Fyrir nokkrum ákvað Fordinn að opna skottið í tíma og ótíma, hvort sem það hentaði hjúkkunni eða ekki. Þið getið rétt ýmindað ykkur gleðina að þurfa að hlaupa út úr bílnum á rauða ljósi til að loka þessu sjálfopnandi skotti. Eftir þá viðgerð fékk bíllinn aðra hugmynd og sú var að halda því fram að framhurðin væri opin. Til að bögga hjúkkuna enn meira en með skottopnuninni þá vældi bílli á 2 sek fresti vegna nýja vandans. Hjúkkan strauk bílnum og talaði við hann og reyndi allt sem hún gat þar til að hún gafst upp og sendi bílinn til læknis þar sem hann er núna. Á meðan spókar stelpan sig á þessum líka gellulega bíl sem hefur unnið hug og hjarta hjúkkunnar. Ætli fákurinn verið ekki tekinn upp í Bláfjöll á morgun undir fallegu skíðaskóna og fríðu hjúkkuna :)
Hjúkkan blómstrar af hamingju í dag þar sem hún festi kaup á nýjum skíðaskóm. Þar sem gömlu góðu hlunkarnir sungu sitt síðasta í Bláfjöllum á sunnudag var ekki um annað að ræða en að smella sér á Nordica GTS 6 (gat nú verið að týpa væri númer 6 )... Til þess að venjast skónum er hjúkkan búin að spóka sig um á heimili sínu í kvöld, íklædd microfleece gammósíunum, skíðasokkunum og nýju fínu skíðaskónum. Já þetta er sérlega smart!!!
Það hefur svo margt gerst undanfarna daga að hjúkkan man einfaldlega ekki hvar hún ætlaði að byrja með þessa færslu. Hápunktarnir voru auðvitað kjánahrollur og pína yfir lokakvöldi Eurovision. Það er alveg magnað hvað "tæknilegir örðugleikar" gátu skyggt mikið á þessa líka hæfileikaríku söngkonu Mercedes Club... og eigum við að fara út í dáleiðslu umræðuna???
Hjúkkan er þó sammála hinum ný-útlítandi karaokedrottningum um að það er farið að vanta almennilegt Eurovision partý. Það er orðið svolítið brjóstumkennanlegt þegar "Eurovision partý Páls Óskars" eru haldin á lokakvöldi undankeppninnar á RÚV en ekki á Eurovision daginn sjálfan.
Ford krúttið hefur svo verið að plaga stelpuna sem óvæntum uppákomum og ítrekuðum ferðum á verkstæðið. Fyrir nokkrum ákvað Fordinn að opna skottið í tíma og ótíma, hvort sem það hentaði hjúkkunni eða ekki. Þið getið rétt ýmindað ykkur gleðina að þurfa að hlaupa út úr bílnum á rauða ljósi til að loka þessu sjálfopnandi skotti. Eftir þá viðgerð fékk bíllinn aðra hugmynd og sú var að halda því fram að framhurðin væri opin. Til að bögga hjúkkuna enn meira en með skottopnuninni þá vældi bílli á 2 sek fresti vegna nýja vandans. Hjúkkan strauk bílnum og talaði við hann og reyndi allt sem hún gat þar til að hún gafst upp og sendi bílinn til læknis þar sem hann er núna. Á meðan spókar stelpan sig á þessum líka gellulega bíl sem hefur unnið hug og hjarta hjúkkunnar. Ætli fákurinn verið ekki tekinn upp í Bláfjöll á morgun undir fallegu skíðaskóna og fríðu hjúkkuna :)
10/02/2008
Þoturass og þvottasnúru pælingar!
Hjúkkan lagði malbik undir bíl um helgina og skellti sér austur í Hagavíkina með góðra vina hópi. Svana og Binni voru að vana höfðingjar heim að sækja ásamt litlu prinsessunni sem teiknaði þessa líka fínu mynd handa hjúkkunni. Það verður nú að taka fram að Inga og Fribbi voru hjúkkunni erfið í spilunum á meðan Gulla sýndi hjúkkunni stuðning. Dagurinn í dag byrjaði á morgunverði meistaranna (Hjúkkunnar og Svönu) sem saman stóð af nettum Atkinskúr. Eftir létta meltu lá leiðin út í snjóinn og voru þoturass og plastpokar notaðir í snilldar brekku við húsið. Nokkrar góðar ferðir voru teknar og loks skellt sér í pottinn eftir góðan sprett í brekkunni. Heimferðin gekk vonum framar og fékk Focus jeppinn að njóta sín :)
Í kvöld var tekið til hendinni á heimilinu og þar á meðal sett í þvottavél. Þegar hjúkkan var að taka úr vélinni fór hún að velta því fyrir sér hvort maður hengi þvottinn á snúruna eftir fyrirfram ákveðnu kerfi. Þar sem hjúkkan er með sameiginlegt þvottahús eiga nokkrir leið framhjá snúrunni hennar. Eftir hið óupplýsta stóra g-strengs mál hafa þessar pælingar oft leitað á hjúkkuna við þvottinn, en er maður að setja fram statement með því hvernig maður raðar á snúruna? Ef maður vill að nágrannarnir haldi að maður sé voðalegur íþróttamaður setur maður auðvitað íþróttafötin fremst á snúruna - svo allir sjái hvað maður er duglegur í gymminu. Hvar enda þá nærfötin, og hvaða nærföt setur maður á snúruna? Bara flottu Victoríu fötin eða líka HM dulurnar sem voru margfalt ódýrari? Já þessar hugsanir hræddu líka hjúkkuna, því hver veltir því fyrir sér hvernig hann setur þvottinn á snúruna??
Hjúkkan lagði malbik undir bíl um helgina og skellti sér austur í Hagavíkina með góðra vina hópi. Svana og Binni voru að vana höfðingjar heim að sækja ásamt litlu prinsessunni sem teiknaði þessa líka fínu mynd handa hjúkkunni. Það verður nú að taka fram að Inga og Fribbi voru hjúkkunni erfið í spilunum á meðan Gulla sýndi hjúkkunni stuðning. Dagurinn í dag byrjaði á morgunverði meistaranna (Hjúkkunnar og Svönu) sem saman stóð af nettum Atkinskúr. Eftir létta meltu lá leiðin út í snjóinn og voru þoturass og plastpokar notaðir í snilldar brekku við húsið. Nokkrar góðar ferðir voru teknar og loks skellt sér í pottinn eftir góðan sprett í brekkunni. Heimferðin gekk vonum framar og fékk Focus jeppinn að njóta sín :)
Í kvöld var tekið til hendinni á heimilinu og þar á meðal sett í þvottavél. Þegar hjúkkan var að taka úr vélinni fór hún að velta því fyrir sér hvort maður hengi þvottinn á snúruna eftir fyrirfram ákveðnu kerfi. Þar sem hjúkkan er með sameiginlegt þvottahús eiga nokkrir leið framhjá snúrunni hennar. Eftir hið óupplýsta stóra g-strengs mál hafa þessar pælingar oft leitað á hjúkkuna við þvottinn, en er maður að setja fram statement með því hvernig maður raðar á snúruna? Ef maður vill að nágrannarnir haldi að maður sé voðalegur íþróttamaður setur maður auðvitað íþróttafötin fremst á snúruna - svo allir sjái hvað maður er duglegur í gymminu. Hvar enda þá nærfötin, og hvaða nærföt setur maður á snúruna? Bara flottu Victoríu fötin eða líka HM dulurnar sem voru margfalt ódýrari? Já þessar hugsanir hræddu líka hjúkkuna, því hver veltir því fyrir sér hvernig hann setur þvottinn á snúruna??
06/02/2008
Hvar byrjar maður??
Það hefur aldeilis ýmislegt drifið á daga hjúkkunnar frá því að hún lét síðast í sér heyra. Til að mynda skrapp hún til Prag yfir helgi, keypti sér síma sem talar (jább frekar fríkað), helgið svo mikið að tárin runnu niður kinnarnar og maginn herpist af krömpum og síðast en ekki síst meikað það feitt að eigin mati á fundi. Það er alveg hreint magnað hvað hjúkkan getur alltaf meikað það feitt að eigin mati - en maður verður jú að hafa trú á því sem maður er að gera.
Hjúkkan skráði sig í heilsuátak í vinnunni og vinnur að því hörðum höndum að fara í ræktina þessa dagana. Meira að segja hefur hjúkkan sést fyrir vinnu á brettinu í WC!!!!
Prag var alveg hreint ótrúleg... Hjúkkan sat góða fyrirlestra, hitti Leif frænda og konu hans og fór á svakalegt Galakvöld í skautahöllinni í Prag. Eftir nettan íslenskan móral yfir því hversu hallærislegt þetta yrði örugglega þá sannaðist aldeilis fyrir hópnum að Íslendingar geta stundum verið sjálfum sér verstir. Hjúkkuna rak á gamlar slóðir í Prag á Hótel Adria þar sem gist var fyrir þó nokkrum árum síðan. Svo virðist sem "vinnukona" hótelsins sé lögst í helgan stein eða búin að setja kjólinn á hilluna, en hvorki tangur né tetur sást af gellunni góðu.
Það hefur aldeilis ýmislegt drifið á daga hjúkkunnar frá því að hún lét síðast í sér heyra. Til að mynda skrapp hún til Prag yfir helgi, keypti sér síma sem talar (jább frekar fríkað), helgið svo mikið að tárin runnu niður kinnarnar og maginn herpist af krömpum og síðast en ekki síst meikað það feitt að eigin mati á fundi. Það er alveg hreint magnað hvað hjúkkan getur alltaf meikað það feitt að eigin mati - en maður verður jú að hafa trú á því sem maður er að gera.
Hjúkkan skráði sig í heilsuátak í vinnunni og vinnur að því hörðum höndum að fara í ræktina þessa dagana. Meira að segja hefur hjúkkan sést fyrir vinnu á brettinu í WC!!!!
Prag var alveg hreint ótrúleg... Hjúkkan sat góða fyrirlestra, hitti Leif frænda og konu hans og fór á svakalegt Galakvöld í skautahöllinni í Prag. Eftir nettan íslenskan móral yfir því hversu hallærislegt þetta yrði örugglega þá sannaðist aldeilis fyrir hópnum að Íslendingar geta stundum verið sjálfum sér verstir. Hjúkkuna rak á gamlar slóðir í Prag á Hótel Adria þar sem gist var fyrir þó nokkrum árum síðan. Svo virðist sem "vinnukona" hótelsins sé lögst í helgan stein eða búin að setja kjólinn á hilluna, en hvorki tangur né tetur sást af gellunni góðu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)