29/10/2007

Yndislegir dagar í Köben!
Hjúkkan er aldeilis búin að hafa það huggulegt hér í kóngsins Köben yfir helgina. Á föstudaginn lagði hjúkkan land undir fót ásamt Maríu systir og þær lögð á vit verslananna og vitleysunnar í Kaupmannahöfn. Í upphafi var gist á Hótel 27 sem er tiltölulega nýuppgert hótel rétt við Ráðhústorgið. Innifalið í verðinu var "létt" hlaðborð sem systurnar ákváðu að gæða sér á á föstudagskvöldinu. Þær löguðu flugvéla andlitin og skelltu sér niður á veitingastaðinn, pínu svangar og fullar tilhlökkunar í boði Topash (Tópasar vinar síns). Létta hlaðborðið gaf þessu hugtaki algjörlega nýja merkingu. Fyrst um sinn þurfti eiginlega að leita að hlaðborðinu því það var svo rosalega létt. Eftir smá vangaveltur og fliss sáu systurnar að hér var virkilega um "létt" hlaðborð að ræða. Í boði var tómatsúpa í staupglasi, síldarbiti sem ekki reyndist vera síld, salat skál sem var reyndar vel útilátin miðað við allt annað ostur. Systurnar voru nú ekki alveg á því að þetta væri matur og sáu bita af hamborgarhrygg til hliðar við hlaðborðið - einhvers staðar var kjöt í boði, en hvar??? Að lokum fundu systurnar litla svarta potta sem innihéldu hamborgarhrygg (tvo munnbita) smá slettu af kartöflumús og 2 aspasbita. Já flissið varð enn meira og ákveðið var að fara bara nokkrar ferðir í litlu svörtu skálarnar :) Kvöldmatur var ekki aftur tekin á hótelinu!
Laugardagurinn fór í rölt um Strikið og áframhaldandi huggulegheit um kvöldið með ítalska þjóna sem virtust hafa þann eina áhuga að gefa eigin símanúmer. Á sunnudeginum var pakkað niður, túristast með rauðum túristabúss og skipt um hótel. Hjúkkan er sem sagt byrjuð að vinna og því var skipt um hótel. Nema hvað að vetratími tók gildi aðfaranótt sunnudags og því varð klukkan tvisvar sinnum 01! Þetta olli smá ruglingi hjá yngri systurinni sem stillti vekjarann vitlaust í morgun og systurnar sváfu næstum því yfir sig. María systir hélt út á flugvöll og hjúkkan fór á námskeið. Í kvöld kíkti hjúkkan svo í heimsókn til ofurparsins Nonna og Sofie á Lombardigade sem er hið huggulegasta, hélt fyrstu afmælisveisluna fyrir þau þar sem þau komast ekki næsta laugardag. Þetta er bara stemning að fara til mismunandi landa og halda upp á afmælið sitt :)

20/10/2007

Alveg óvart!!!
Hjúkkan gerði nú aldeilis góða ferð í verlsunarmiðstöð í dag. Hún fór upprunalega í miðstöðina til þess að skoða lampa sem hún hafði augastað á en leist ekki nægilega vel á gripinn og fannst eilítið of dýr fyrir ekki meira en hann var. Á leiðinni út í bíl vandaði hjúkkan sig á því að ganga framhjá skóbúðum enda ætlaði hún aldeilis ekki að kaupa skó í dag. Í staðinn af einhverjum óskýranlegum orsökum lá leið hennar inn í sjónvarpstækjaverslun. Jú það væri nú svo sem allt í lagi að skoða hvað væri til. Áður en hjúkkan vissi af var hún búin að festa kaup á sjónvarpi og heimabíói (ákvað að gefa sjálfri sér þetta í afmælisgjöf). Hringt var í aukaeiginmanninn og hann fenginn til aðstoðar í Dofranum við uppsetningu sem var ekkert nema eintóm hamingja. Nú situr hjúkkan sæl og kát fyrir framan nýja gripinn með alls konar hljóð úr öllum áttum.

13/10/2007

Dofrinn - lang bestur :)
Nú er hjúkkan búin að fara í 2 af þremur utanlandsferðum í október og orðin vel skóuð eftir árangursríkar heimsóknir í skóbúðir og á skrifstofuna. Það er að verða til nýtt vandamál í Dofarnum og það er plássleysi sökum fjölda skóa - því er stefnan tekin á það í dag og finna lausn á því vandamáli.
Hjúkkan er sem sagt búin að skreppa til Köben tvær vikur í röð með helgarfríi heima í Dofranum og ástandið er orðið þannig að hennar nánasta fjölskylda sendir bara email til að sjá hvort það komi out-of-office reply sem gefur til kynna hvar í heimnum stelpan er það skiptið. En sem sagt verður hjúkkan heim til 27. okt. Hjúkkan ætlaði að eyða október í sjálfsvorkun vegna yfirvofandi þrítugsafmælis en hefur bara ekkert mátt vera að því og notar bara retail therapy í staðinn (sbr. aukin skókaup). Þess á milli hefur hún komið heim og dundað sér við að færa til húsgögnin sín um hverja helgi - nú er komin endanleg mynd á dæmið og allt voða huggulegt.
Plönin halda og hjúkkar hefur ákveðið að halda upp á afmælið sitt 3. nóvember og skjóta inn í innflutningspartýinu á sama tíma (ekki seinna vænna þar sem maður er búin að búa hér í tæp 2 ár). Boðskort og almennar upplýsingar verða sendar út fljótlega :)