20/10/2007

Alveg óvart!!!
Hjúkkan gerði nú aldeilis góða ferð í verlsunarmiðstöð í dag. Hún fór upprunalega í miðstöðina til þess að skoða lampa sem hún hafði augastað á en leist ekki nægilega vel á gripinn og fannst eilítið of dýr fyrir ekki meira en hann var. Á leiðinni út í bíl vandaði hjúkkan sig á því að ganga framhjá skóbúðum enda ætlaði hún aldeilis ekki að kaupa skó í dag. Í staðinn af einhverjum óskýranlegum orsökum lá leið hennar inn í sjónvarpstækjaverslun. Jú það væri nú svo sem allt í lagi að skoða hvað væri til. Áður en hjúkkan vissi af var hún búin að festa kaup á sjónvarpi og heimabíói (ákvað að gefa sjálfri sér þetta í afmælisgjöf). Hringt var í aukaeiginmanninn og hann fenginn til aðstoðar í Dofranum við uppsetningu sem var ekkert nema eintóm hamingja. Nú situr hjúkkan sæl og kát fyrir framan nýja gripinn með alls konar hljóð úr öllum áttum.

1 ummæli:

Bryndís Ýr sagði...

Þú ert algjör! ;)

Ef þú byggir ekki uppí sveit myndi maður nú skella sér oftar til þín í einn öl og eina seríu af einhverju skemmtilegu, maður verður að deila flottheitunum með sér, ikke?

...ertu ekki annars orðin sleip í dönskunni?

Góða ferð út og góða skemmtun!

Knús
Bryndís