25/10/2006

Barin og Marin!
Hjúkkan lenti í höndunum á sjúkraþjálfaranum sínum í gær sem olli því að nú getur nú varla setið, staðið né legið! Það sem er svo magnað við þetta er að maður fer með fúsum og frjálsum vilja í þessar pyntingar, borgar fyrir tímann, blótar í sand og ösku á með þessu stendur og fer svo brosandi í burtu. Já hjúkkan er nú farin að hafa nokkrar áhyggjur af andlegir heilsu þegar svona pyntingar eru farnar að bætast við það hafurtask sem þarf að framkvæma fyrir árshátið vinnunnar sem haldin verður á laugardaginn.
Undirbúningur gengur ágætlega, ekki alveg eftir áætlun þar sem sífellt fleiri þættir eru bara strokaðir út af áætluninni og því verður minna sem þarf að gera fyrir kvöldið. Það eru nú samt nokkrir stelpu hlutir eftir á dagskránni eins og t.d. kaupa skó eða kjól - hvort velur maður kjólinn við skóna eða skóna við kjólinn???
Annars hefur hjúkkan haldið uppteknum hætti óhappa en það virðist nú vera aðeins farið að hægjast um þar á bænum. Hjúkkan hefur nú líka breytt venjum sínum örlítið og eftir raflostið við tengingu ljóssins s.l. vetur hefur hún til dæmis alveg látið rafvirkjun eiga sig.
Eitt svona í tilefni af miklum ferðalögum hjúkkunnar er frábær grein sem britist í því virta blaði The Economist. Þessi grein fjallar um hvernig ávarp flugáhafnarinnar myndi hljóma ef þeir væru í alvörunni að segja satt og hætta að reyna að hljóma voðalega pró. Þetta er heilmikið skemmtileg lesning og margir góðir punktar í greininni.

Læt greinina gossa hér með að neðan - svolítil lesning er algjör snilld!

In-flight announcements are not entirely truthful. What might an honest one sound like?
"GOOD morning, ladies and gentlemen. We are delighted to welcome you aboard Veritas Airways, the airline that tells it like it is. Please ensure that your seat belt is fastened, your seat back is upright and your tray-table is stowed. At Veritas Airways, your safety is our first priority. Actually, that is not quite true: if it were, our seats would be rear-facing, like those in military aircraft, since they are safer in the event of an emergency landing. But then hardly anybody would buy our tickets and we would go bust.
The flight attendants are now pointing out the emergency exits. This is the part of the announcement that you might want to pay attention to.
So stop your sudoku for a minute and listen: knowing in advance where the exits are makes a dramatic difference to your chances of survival if we have to evacuate the aircraft. Also, please keep your seat belt fastened when seated, even if the seat-belt light is not illuminated.
This is to protect you from the risk of clear-air turbulence, a rare but extremely nasty form of disturbance that can cause severe injury.
Imagine the heavy food trolleys jumping into the air and bashing into the overhead lockers, and you will have some idea of how nasty it can be. We don't want to scare you. Still, keep that seat belt fastened all the same.

Your life-jacket can be found under your seat, but please do not remove it now. In fact, do not bother to look for it at all. In the event of a landing on water, an unprecedented miracle will have occurred, because in the history of aviation the number of wide-bodied aircraft that have made successful landings on water is zero. This aircraft is equipped with inflatable slides that detach to form life rafts, not that it makes any difference. Please remove high-heeled shoes before using the slides. We might as well add that space helmets and anti-gravity belts should also be removed, since even to mention the use of the slides as rafts is to enter the realm of science fiction.
Please switch off all mobile phones, since they can interfere with the aircraft's navigation systems. At least, that's what you've always been told. The real reason to switch them off is because they interfere with mobile networks on the ground, but somehow that doesn't sound quite so good. On most flights a few mobile phones are left on by mistake, so if they were really dangerous we would not allow them on board at all, if you think about it. We will have to come clean about this next year, when we introduce in-flight calling across the Veritas fleet. At that point the prospect of taking a cut of the sky-high calling charges will miraculously cause our safety concerns about mobile phones to evaporate.
On channel 11 of our in-flight entertainment system you will find a video consisting of abstract imagery and a new-age soundtrack, with a voice-over explaining some exercises you can do to reduce the risk of deep-vein thrombosis. We are aware that this video is tedious, but it is not meant to be fun. It is meant to limit our liability in the event of lawsuits.
Once we have reached cruising altitude you will be offered a light meal and a choice of beverages--a word that sounds so much better than just saying 'drinks', don't you think? The purpose of these refreshments is partly to keep you in your seats where you cannot do yourselves or anyone else any harm. Please consume alcohol in moderate quantities so that you become mildly sedated but not rowdy. That said, we can always turn the cabin air-quality down a notch or two to help ensure that you are sufficiently drowsy.
After take-off, the most dangerous part of the flight, the captain will say a few words that will either be so quiet that you will not be able to hear them, or so loud that they could wake the dead. So please sit back, relax and enjoy the flight. We appreciate that you have a choice of airlines and we thank you for choosing Veritas, a member of an incomprehensible alliance of obscure foreign outfits, most of which you have never heard of. Cabin crew, please make sure we have remembered to close the doors. Sorry, I mean: 'Doors to automatic and cross-check'.
Thank you for flying Veritas."

17/10/2006

Mispirrandi auglýsingar!
Þar sem hjúkkan er nú komin í bissness pakkann hefur hún allt í einu farið að velta auglýsingum meira fyrir sér en hún gerði áður. Þeir sem þekkja hjúkkuna vita að það eru nokkrar auglýsingar sem í gegnum tíðina hafa farið ótrúlega í taugarnar á henni sbr. óþolandi syngjandi barnið sem birtist fyrir allar hátíðir!!! Í hóp þeirra auglýsinga sem falla undir flokkinn "óþolandi" eru auk syngjandi krakkans, nýju Hive auglýsingarnar þar sem talaði er til neytandans eins og hann sé hálviti. Sú auglýsing gerir það að völdum að hjúkkan hefur einmitt engan áhuga á því að skipta við þetta fyrirtæki.
En svo eru það auglýsingar sem hjúkkan samsvarar sig við og þar á meðal er VW auglýsingin þar sem gjörsamlega klúless maðurinn er að keyra og syngja með kántrýlaginu algjörlega hamingjusamur og öruggur í bílnum sínum. Það er eitthvað við þá auglýsingu sem kætir alltaf litla hjúkku hjartað og hún samsvarar sér gjörsamlega með þessum manni. Þetta er svona nettur "nei, kafari ??!!" sem kemur í huga hjúkkunnar og kætir hana óskaplega. Kannski maður bara skelli sér út í klúless bíltúr??

15/10/2006

Einstök dreifbýlissteming!
Hjúkkan ákvað að láta hendur standa fram úr ermum í eldhúsinu í gær þegar hún bauð fjölskyldunni í mat. Eftir að hafa verið bent á að hún hafði ekki notað matreiðslutæki sem hún fékk í jólagjöf fyrir 2 árum síðan var ekki annað í stöðunni en að rífa tækið úr plastinu og drífa allt gengið í mat. Tækið sem um ræðir er rakklett panna sem er ótrúlega skemmtileg leið til þess að halda matarboð, þar sem hver og einn eldar fyrir sig sjálfur. Eftir góða kvöldstund voru gestaskipti á heimilinu og Hrönnslan kom í heimsókn. Leiðin lá á hverfispöbbinn þar sem hljómsveitin Menn ársins voru að spila fyrir gesti og gangandi. Stemningin sem var á staðnum má helst líkja við sautjánduhelgarball í Víðihlíð í Húnavatnssýslunni (fyrir ykkur sem vitið ekki hvar Víðihlíðin er). Þarna var sem sagt nett dreifbýlisstemning sem er ansi sjaldséð á höfuðborgarsvæðinu. Jón kapteinn hefði nú haft gaman af þessu og jafnvel að Tjaldurinn hefði getað tekið nokkur nett spor í minningu um sautjánduhelgarböllinn góðu.
Annars hefur nú dagurinn farið í rómantíska heimastemingu hjá hjúkkunni enda leiðindar rok og rigning úti. Það er sko alveg hægt að hafa það náðugt einn í kotinu með kertaljós og gott kaffi. Kvöldinu verður eytt í sömu afslöppun enda engin ástæða til þess að hlunkast út í þetta veður. Nú fer í hönd tími háreyðinga, litanna og plokkana enda árshátíð í vinnunni á næsta leiti. Hjúkkunni finnst nú alltaf að konur ættu að fá miðana sína ódýrari en karlmenn þar sem við göngu yfirleitt í gegnum mun meiri þjáningar en þeir fyrir svona hátíðir.

09/10/2006

Lélegur dópisti!
Hjúkkan komst að því í dag að hún væri nokkuð lélegur dópisti. Í morgunsárið lá leiðin á Hringbrautina þar sem átti að gera síðustu skoðunina á pumpunni góðu. Hjúkkan var undirbúin fyrir rannsóknina og hafði hvorki fengið vott né þurrt frá því fyrir miðnætti kvöldið áður. Því var mallinn ansi tómur í morgun þegar farið var á fætur. Ekki tók nema um 30 mín að koma sér úr Dofranum niður á Hringbrautina í Reykjavík (fyrir ykkur sem vitið að Hringbraut er líka í Hafnarfirði) og fljótlega eftir komu þangað var hjúkkan háttuð ofan í rúm. Læknirinn kom og fór yfir dæmið með hjúkkunni og sagði henni að hún fengi smá kæruleysislyf til að gera þetta auðveldara fyrir hana. Því næst sagði hann henni að fljótlega myndi svífa á hana og hún ætti bara að hlusta á fyrirmæli hans á meðan rannsókninni stæði og þetta yrði ekkert mál. Þetta er það síðasta sem hjúkkan man þar til að hún rankaði við sér 3 klst síðar!!! Sérlegi aðstoðarmaðurinn var nú farinn að velta því fyrir sér hvort hjúkkan kæmi yfir höfuð aftur úr rannsókninni og kom og sótti hana þegar mesta víman var runnin af henni. Hjúkkan skreið svo upp í sófa og svaf þar það sem eftir leið dags eða til um klukkan hálf fimm. Þá fóru í gang ýmsar hugsanir um hvort hún hafi svarað í símann í svefnrofanum, hverja hún hefði talað við og um hvað. Fljótlega kom í ljós að einungis var um tvö símtöl að ræða og ekkert óeðlilegt fór fram í þessum símtölum.
Eftir kvöldmat var loksins almennilega runnið af hjúkkunni og hún bara nokkuð brött eftir allan svefninn. Eitt veit hún eftir þessa reynslu er að hún væri nokkuð lélegur dópisti!

04/10/2006

Haustkuldi og fína línan!
Það er mjög augljóst að haustið er komið hjá hjúkkunni alla vega. Haustlitirnir á Íslandi eru eitt af því fallegasta sem til er og maður fyllist einhverri ró við það eitt að horfa út um gluggann. Það versta er að við næsta rok þá fara laufin af trjánum og kaldi þungi veturinn skellur á með allri sinni myglu. En haustið er einn af uppáhaldstímum hjúkkunnar og kann hún mjög vel við sig á þessum tíma árs. Eitt af því sem fylgir haustinu er kólnandi hitastig, þetta á við bæði úti og inni. Þá á hjúkkan við að um leið og það fer að hausta verða hendur hjúkkunnar kaldari og tásurnar við frostmark. Hinn grunlausi ætti nú að vera farinn að læra að hann er almennt notaður til upphitunar á köldum höndum og tám en alltaf virðist þetta koma á óvart !!!
Fína línan sem hjúkkan vill aðeins koma inn á er í kringum umræður í fréttaþáttum beggja fréttastöðvanna þessa vikuna. Hjúkkan er nú ekki alveg sammála þeim vinkli sem hefur verið settur á notkun eða notkunaleysi geðlyfja og á hinn bóginn hvort þáttastjórnendur eigi að fara í augnaðgerðir í þáttum sínum. Þetta eru auðvitað viðkæmar leiðir til að koma skilaboðunum sem maður vill til skila, og að mati hjúkkunnar er þetta ekki rétt leið að málunum. Hver og einn er velkominn að hafa eigin skoðun á málinu en þetta er alla vega skoðun hjúkkunnar.