15/10/2006

Einstök dreifbýlissteming!
Hjúkkan ákvað að láta hendur standa fram úr ermum í eldhúsinu í gær þegar hún bauð fjölskyldunni í mat. Eftir að hafa verið bent á að hún hafði ekki notað matreiðslutæki sem hún fékk í jólagjöf fyrir 2 árum síðan var ekki annað í stöðunni en að rífa tækið úr plastinu og drífa allt gengið í mat. Tækið sem um ræðir er rakklett panna sem er ótrúlega skemmtileg leið til þess að halda matarboð, þar sem hver og einn eldar fyrir sig sjálfur. Eftir góða kvöldstund voru gestaskipti á heimilinu og Hrönnslan kom í heimsókn. Leiðin lá á hverfispöbbinn þar sem hljómsveitin Menn ársins voru að spila fyrir gesti og gangandi. Stemningin sem var á staðnum má helst líkja við sautjánduhelgarball í Víðihlíð í Húnavatnssýslunni (fyrir ykkur sem vitið ekki hvar Víðihlíðin er). Þarna var sem sagt nett dreifbýlisstemning sem er ansi sjaldséð á höfuðborgarsvæðinu. Jón kapteinn hefði nú haft gaman af þessu og jafnvel að Tjaldurinn hefði getað tekið nokkur nett spor í minningu um sautjánduhelgarböllinn góðu.
Annars hefur nú dagurinn farið í rómantíska heimastemingu hjá hjúkkunni enda leiðindar rok og rigning úti. Það er sko alveg hægt að hafa það náðugt einn í kotinu með kertaljós og gott kaffi. Kvöldinu verður eytt í sömu afslöppun enda engin ástæða til þess að hlunkast út í þetta veður. Nú fer í hönd tími háreyðinga, litanna og plokkana enda árshátíð í vinnunni á næsta leiti. Hjúkkunni finnst nú alltaf að konur ættu að fá miðana sína ódýrari en karlmenn þar sem við göngu yfirleitt í gegnum mun meiri þjáningar en þeir fyrir svona hátíðir.

Engin ummæli: