30/04/2007

Aldurstengd tilverukrísa!
Hjúkkan var að horfa á fréttir í kvöld þegar kynntur var til sögunnar nýr forstjóri Glitnis. Jú drengurinn sem reyndar með einhvern fönkí lit á hári - vonandi er þetta bara nátttúrulega grátt en ekki einhver tískuyfirlýsing, er einu eða tveimur árum eldri en hjúkkan. Hann þjáist reyndar af þágufallssýki en það svo sem skiptir sennilega minna máli í nýja jobbinu hans. Fréttir varð til þess að hjúkkan fór í smá aldurstengda tilverukrísu eins og gengur og gerist þegar maður fer að telja fullorðisstigin sem maður er komin með. Í ansi skemmtilegu samtali um daginn kom það í ljós að maður fer í raun ekki að safna fullorðinsstigum fyrr en eftir þrítugt - því er hjúkkan enn á unglingastigum :) Þar sem maður er enn á unglingastigum þá hefur maður sem sagt leyfi til að gera nokkurn vegin það sem manni sýnist ekki satt?

29/04/2007

Sunnudagur til sælu!
Sunnudagurinn í dag hefur aldeilis verið til sælu hjá hjúkkunni. Ráðstefnunni lauk í gær og var slúttið í Perlunni þar sem hjúkkan varð nú vör við smá sjóriðu yfir matnum. Þannig er mál með vexti að gólfið snýst (reyndar löturhægt) en nógu mikið til þess að maður finnur yfir smávægilegri ólgu innra.
Planið fyrir daginn í dag hafði verið að sofa og slaka á - og það var nákvæmlega það sem hjúkkan gerði. Hún skreið seint á fætur eftir góðan svefn og dundaði sér frameftir degi við að horfa t.d. á snilldarmyndina Cats and Dogs á RUV. Það sannaðist fyrir hjúkkunni eina ferðina enn að myndir með talandi dýrum eru bara snilld!! Svo ekki sé talað um þar sem kettir og hundar berjast um heimsyfirráð :)
Kveðju var kastað á nokkra ættingja í afmæli um seinni partinn og að því loknu tók þéttur sófi við hjá hjúkkunni. Hún er reyndar pínu hölt í dag þar sem hún varð fyrir naglaklippu - slysi í gær þegar hjúkkan framkvæmdi fótsnyrtingu á sjálfri sér. Eitthvað var smá hluti af nöglinni á litlu tánni að stríða stelpunni þannig að hún kippti nokkuð hressilega í hlutann og má þakka fyrir að einhver hluti sé eftir af litlu tánni. Til að stöðva blæðinguna skellti hjúkkan bara smá naglalakki á dæmið og það virkaði takmarkað - en ef þið viljið upplifa sviða, þá er þetta örugg leið.
Vikan framundan verður nokkuð rólegri en sú síðasta og auðvitað hápunkturinn er á miðvikudaginn þegar seinni leikurinn hjá hetjunum í Utd er. Auðvitað er það bara prinsipp mál að klára leikinn enda verðum við þrefaldir meistarar í ár :)

27/04/2007

Nýtt lúkk!

Hvað er annað hægt að gera þegar manni leiðist heima á föstudegi en að breyta lúkkinu á síðunni? Gamla lúkkið var líka orðið svolítið þreytt - en veit ekki alveg hvort litirnir séu að meika það hér. Fylgist vel með því það er aldrei að vita hverju hjúkkunni dettur næst í hug að breyta :)
Með rugluna!
Hjúkkan er komin með rugluna eftir langan dag á Nordica. Hún var að horfa á fréttir áðan og fór að velta því fyrir sér af hverju Samtökin ´78 heita það en ekki til dæmis Samtökin´80 eða ´79?? Veit einhver af hverju svona er að máli komið??

26/04/2007

Maraþon dagar!
Þessa dagana er hjúkkan á hlaupum og í nettum loftköstum þar inn á milli. Ástæðan liggur í ráðstefnu sem hjúkkan er með um helgina þangað sem 400 þátttakendur af Norðurlöndunum koma. Allt er að ganga upp og hjúkkan bíður bara eftir því að klára dæmið með stæl. Smávægilegir örðugleikar hafa komið upp s.s salurinn sem maturinn átti að vera í á föstudag er ekki tilbúinn (vantar glugga og gólf) !!! En hjúkkan lætur ekkert stöðva sig og er í blússandi gír fyrir þetta allt saman.
Sunnudagurinn fer svo í svefn, almenna gleði og afslöppun enda næsta heimsókn útlendinga strax á þriðjudaginn, en þá koma stjórarnir frá Danmörku. Jább nóg að gera hjá stelpunni sem er enn að næra nýja mojoið og læra hvernig eðlilegir hlutir virka :)

23/04/2007

Kemur ekki oft fyrir!
Það gerist örsjaldan í lífi hjúkkunnar að hún verði orðlaus og þarf mikið til.
En núna er ég orðlaus!!!!

16/04/2007

Sól og blíða í Köben!
Það vantar ekki sumarveðrið hjá hjúkkunni í Köben, þar sem hún er stödd á námskeiði þessa dagana. Hótelherbergið er nægilega stórt til að halda í því góða fermingaveislu og fær hjúkkan valkvíða á kvöldin yfir því hvoru rúminu hún eigi að sofa í :) Mesta snilldin væri auðvitað að sofa í hvoru rúmi til skiptis og þá fá herbergisþernurnar alveg taugaáfall en má maður vera svona kvikindislegur??
Með nýja mojoinu er hjúkkan að reyna að byggja upp ég-er-svo-mikið-krútt dæmið sem gengur pínu brösulega. Það sama á við um ég-er-svo-mikil-dama en með nýju skónum sem voru keyptir í dag þá komu nú nokkur dömustig á töfluna. Nú er málið að skella sér í bublubað og horfa svo á eitthvað af þessum mjög svo spennandi hótel sjónvarpsrásum.

14/04/2007

Mojoið komið aftur!
Hjúkkan er búin að finna mojoið sitt eftir þó nokkurn tíma. Hún vissi ekki einu sinni að hún hafði týnt því fyrr en henni var bent á það á ákveðinn hátt. Nú er sem sagt mojoið komið í full-swing og hjúkkan komin í sinn venjulega gír. Hún kláraði Grey´s og hana dreymir auðvitað um McDreamy and það er eiginlega bara kostur að svona menn eru bara í sjónvarpsþáttum.
Vinnumánuður ársins er hálfnaður og hjúkkan uppgötvaði sér til mikillar hamingju að sumarið er á næsta leiti. Golfsettið er komið í bílinn og allt á leiðinni í gír.
Í gær ákvað hjúkkan að gefa sér gjöf og fékk sér áskrift af Sýn enda hennar menn á blússandi siglingu í átt að þrennunni góðu. Í dag er frumáhorfið planað - bikarleikur á sýn og hjúkkan á sófanum. Hún lenti í smá hugsana hremmingum yfir sýn dæminu enda svo sem ekkert mjög dömulegt að vera bæði áskrifandi af enska boltanum og sýn. En svo ákvað hjúkkan að það væri bara þeirra sem ættu í vandræðum með að gúdda svona hegðun hjá kvenmanni. Það laumaðist nú samt smá hugsun um skókaup inn eftir þetta og því verður reddað í Köben. Leiðin liggur þangað á sunnudaginn í nokkra daga á námskeið hjá Novartis.
Með nýja mojoið getur hjúkkan sem sagt allt og lætur ekkert stöðva sig :)

09/04/2007

Aumkunarvert?
Hvenær verður maður aumkunarverður? Hjúkkan fór að velta þessu fyrir sér eftir að hafa horft á of marga þætti af Grey´s í dag og síðustu daga. Er það þegar maður er orðinn gjörsamlega samdauna teppinu sínu og sófanum góða og ætlar bara að horfa á einn þátt í viðbót? Eða þegar maður er farinn að pikka upp setningar og ráð úr þættinum og ætlar að færa það inn í líf sitt?? Já þetta var kaldur raunveruleiki sem blasti allt í einu við hjúkkunni - hún á ekkert líf!!! Ein af þeim pælingum sem hjúkkunni fannst bara tær snilld snýr að sannleikanum og lyginni. Af hverju ljúgum við að okkur sjálfum og öðrum, jú þegar sannleikurinn er of sár til að horfast í augu við hann.
Hjúkkan hefur einu sinni séð einstakling detta svona inn í sjónvarpsseríu og það var einmitt 24, enda um karlmann að ræða. Hann komst heill frá því og hjúkkan á ekki von á öðru hjá sjálfri sér. Nú er mál að koma sér af sófanum, gera sér grein fyrir því að Dr. McDreamy er bara eins og aðrir karlmenn og fara að sofa, því jú vinnan kallar á morgun :) Hafið ekki áhyggjur af hjúkkunni - hún er bara búin að horfa of mikið á amerískt sjónvarpsefni og verður orðin sjálfri sér lík á morgun :)

08/04/2007

Gleðilega páska!
Hjúkkan er þeirrar ánægju aðnjótandi að vera heima um páskana og hefur notað tímann vel til þess að detta algjörlega í Grey´s anatomy. Fyrir þá sem ekki vinna á sjúkrahúsum er bara eitt að segja - jú auðvitað er þetta alltaf svona þar!!! Alveg merkilegt hvað þessi þættir hafa bjargað hjúkkunni undanfarna daga frá alls konar vitleysu og bulli. Stundum getur verið gott að detta inn í sjónvarpið og missa þrívíddar sjónina sína :)
Annars er þetta líka nett mikið að gera þessa dagana í vinnunni og sér ekki fram úr því fyrr en undir lok apríl. En tíminn líður bara hraðar fyrir vikið og minni tími til að velta sér upp úr hlutum sem skipta minna máli. Þar sem lífið í dag gengur út á það að fá málshátt í páskaegginu sínu verður hjúkkan að segja frá litla leyndarmálinu sínu um páskaeggið í ár. Það var sem sagt ekki keypt og þar af leiðandi fékk hjúkkan engan málshátt. Ef það er einhver þarna úti sem vill gefa hjúkkunni sinn málshátt þá er bara að hafa samband :)