30/04/2007

Aldurstengd tilverukrísa!
Hjúkkan var að horfa á fréttir í kvöld þegar kynntur var til sögunnar nýr forstjóri Glitnis. Jú drengurinn sem reyndar með einhvern fönkí lit á hári - vonandi er þetta bara nátttúrulega grátt en ekki einhver tískuyfirlýsing, er einu eða tveimur árum eldri en hjúkkan. Hann þjáist reyndar af þágufallssýki en það svo sem skiptir sennilega minna máli í nýja jobbinu hans. Fréttir varð til þess að hjúkkan fór í smá aldurstengda tilverukrísu eins og gengur og gerist þegar maður fer að telja fullorðisstigin sem maður er komin með. Í ansi skemmtilegu samtali um daginn kom það í ljós að maður fer í raun ekki að safna fullorðinsstigum fyrr en eftir þrítugt - því er hjúkkan enn á unglingastigum :) Þar sem maður er enn á unglingastigum þá hefur maður sem sagt leyfi til að gera nokkurn vegin það sem manni sýnist ekki satt?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jú þetta er bara grátt - maðurinn gránaði held ég um 23 ára...

ég lýsi frati á fullorðinsstig! það á frekar að telja hamingjustig :-)
inga pinga

Nafnlaus sagði...

maðurinn gránaði mun fyrr -var það allavega í mentaskóla.
já og btw skemmtileg umræða.

kv. Skari