Mojoið komið aftur!
Hjúkkan er búin að finna mojoið sitt eftir þó nokkurn tíma. Hún vissi ekki einu sinni að hún hafði týnt því fyrr en henni var bent á það á ákveðinn hátt. Nú er sem sagt mojoið komið í full-swing og hjúkkan komin í sinn venjulega gír. Hún kláraði Grey´s og hana dreymir auðvitað um McDreamy and það er eiginlega bara kostur að svona menn eru bara í sjónvarpsþáttum.
Vinnumánuður ársins er hálfnaður og hjúkkan uppgötvaði sér til mikillar hamingju að sumarið er á næsta leiti. Golfsettið er komið í bílinn og allt á leiðinni í gír.
Í gær ákvað hjúkkan að gefa sér gjöf og fékk sér áskrift af Sýn enda hennar menn á blússandi siglingu í átt að þrennunni góðu. Í dag er frumáhorfið planað - bikarleikur á sýn og hjúkkan á sófanum. Hún lenti í smá hugsana hremmingum yfir sýn dæminu enda svo sem ekkert mjög dömulegt að vera bæði áskrifandi af enska boltanum og sýn. En svo ákvað hjúkkan að það væri bara þeirra sem ættu í vandræðum með að gúdda svona hegðun hjá kvenmanni. Það laumaðist nú samt smá hugsun um skókaup inn eftir þetta og því verður reddað í Köben. Leiðin liggur þangað á sunnudaginn í nokkra daga á námskeið hjá Novartis.
Með nýja mojoið getur hjúkkan sem sagt allt og lætur ekkert stöðva sig :)
14/04/2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli