Maraþon dagar!
Þessa dagana er hjúkkan á hlaupum og í nettum loftköstum þar inn á milli. Ástæðan liggur í ráðstefnu sem hjúkkan er með um helgina þangað sem 400 þátttakendur af Norðurlöndunum koma. Allt er að ganga upp og hjúkkan bíður bara eftir því að klára dæmið með stæl. Smávægilegir örðugleikar hafa komið upp s.s salurinn sem maturinn átti að vera í á föstudag er ekki tilbúinn (vantar glugga og gólf) !!! En hjúkkan lætur ekkert stöðva sig og er í blússandi gír fyrir þetta allt saman.
Sunnudagurinn fer svo í svefn, almenna gleði og afslöppun enda næsta heimsókn útlendinga strax á þriðjudaginn, en þá koma stjórarnir frá Danmörku. Jább nóg að gera hjá stelpunni sem er enn að næra nýja mojoið og læra hvernig eðlilegir hlutir virka :)
26/04/2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli