Viðburðarík vika í Noregi!
Hjúkkan er ný skriðin heim af vikulöngum vinnufundi í Noregi. Að þessu sinni var fundarstaðurinn í Storefjell sem er eins og nafnið gefur til kynna - uppi í fjalli í Noregi :) Það kom reyndar fljótlega í ljós að Storefjell er ekkert svakalega stórt og hefði betur átt að heita Lillefjell en hitt nafnið selur örugglega betur.
Fyrir utan vinnufundi gerðist margt merkilegt þessa viku. Hjúkkan varð fyrir nuddpottaslysi á leið sinni úr pottinum.... Jább það var skorað á hana sem Íslendinginn á svæðinu að skella sér í snjóinn og svo aftur í pottinn! Til að halda uppi heiðri landsmanna tók hjúkkan áskoruninni en sökum hálku í tröppunni að pottinum rann hún svolítið til og slasaði á sér fótinn. En gafst ekki upp - blótaði og henti sér í snjóinn og svo aftur í pottinn...... þá kom verkurinn og önnur ilin á stúlkunni er fallega blá og marin.
Á svona ferðum er maður nú yfirleitt ansi þreyttur í lok dags og það sama var uppi á teningnum í þessari ferð. Það var því frekar ónotarleg upplifun að vakna um miðja nótt við hátalarakerfi í herberginu gjallandi - Det är en brand alarm.... hjúkkan beið í smá stund og reyndi að átta sig á því hvað væri í gangi. Þá kom röddin aftur og það þessu sinni á nokkrum tungumálum komu skýr skilaboð - You must evacute NOW!! Þá henti stelpan sér í skó, greip gemsann og þreifaði á hurðinni ( maður á sko að athuga hurðina...). Hjúkkan fór fram á gang og áttaði sig þá á því að hún var ekki búin að kynna sér neinar forðaleiðir eða útönguáætlanir.... Nokkrir samstarfsmenn skriðu fram og allir komu sér niður. Sem passaði - þá var búið að afturkalla dæmið og allir máttu fara aftur að sofa!!!!!!!! Tæki hafði brunnið yfir og allt var í lagi... en reynið að sofna eftir svona upplifun!
Að öðru leyti voru bara smávægilegar uppákomur en að lokum komst hjúkkan heim í kot :)
16/01/2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)