Já enn eitt árið er að klárast og alltaf kemur það manni jafnmikið á óvart þegar áramótin koma, því manni fannst þetta hafa gerst í síðustu viku. En svona er það bara þegar maður hefur nóg að gera sem er auðvitað mjög fínt. Hér koma nokkrir highlights af 2008 úr lífi hjúkkunnar:
- Hjúkkan vann baki brotnu, þó bara í einni vinnu og naut lífsins þess á milli t.d. með því að fara á skíði eða bara taka sófann :)
- Utanlandsferðirnar voru aðeins færri en í fyrra en alls ekki síðri.
- Í júlí dreif hjúkkan sig í 4 daga göngu um Kerlingafjöll og toppaði 3 fjöll á sama degi - algjör snilld og sigurvegara tilfinningin í botni.
- Fnykur var stofnaður eftir göngu yfir Fimmvörðuháls á Jónsmessunótt og heldur hópurinn uppi öflugu útivistar/hlaupa/gleði prógrammi fyrir meðlimi.
- Hálft maraþon var hlaupið í ágúst í Reykjavíkurmaraþoni á tímanum 02:03:01 sem er personal best ( líka fyrsta hálf maraþonið sem hjúkkan hefur tekið þátt í). Vesturgatan var líka hlaupin fyrir vestan í blíðu og yndislegri stemningu í júlí.
- Ekki voru eins mörg pör af skóm keypt þetta árið - hey það kom kreppa!!!
- Hjúkkan fagnaði 31 árs afmæli sínu með því að fagna í viku!!!
- Mikið var slúðrað, talað í símann, spáð og spögulerað yfir árið :)
- Hjúkkan var veðurteppt í nokkra daga á Ísafirði í október, kynntist ótrúlegasta fólki og borðaði saltfisk við kertaljós í rafmagnsleysi.
Já þetta eru svona nettir puntkar sem hjúkkan man eftir í augnarblikinu. Ef eitthvað meira kemur í ljós þá verður því hent hér inn.
Njótið nýja ársins öllsömul, verið góð við hvort annað og munið að þið eigið bara þetta eina líf :)
Jóla og áramótaknús ....