29/10/2003

London Baby!
Það er komið að því - á morgun leggjum við Inga í pílagrímsferð okkar til London og Manchester. Við ætlum að bræða úr kreditkortunum og skella okkur á leik í enska boltanum. Það eru okkar menn í United sem eru að spila við ofurliðið Portsmoth á heimavellinum Old Trafford. Treyjurnar og treflarnir eru tilbúnir fyrir leikinn og þá er bara eftir að hita upp á pöbbinum fyrir hann til koma stemningunni í gang. Við ætlum líka að hitta Gurr og Lou og fara á skrallið - kannski maður taki einn slagara í karaoke - hver veit. Eitt veit ég og það er að það verður ekki leiðinlegt að vera Fríða um helgina. Áfram Man. Utd!!!

28/10/2003

Fyrsta skaf vetrarins!
Alltaf skal það koma manni jafn mikið á óvart þegar sú stund rennur upp að skafa þarf rúðurnar á bílnum. Lenti í minni fyrstu reynslu vetrarins í kvöld. Þetta leit nú ekki vel út á tímabili - fann ekki sköfuna. Það var beitt ýmsum ráðum meðal annars að nýta debetkortið sem sköfu. Held að þetta fari ekker sérstaklega vel með kortið en það er hvort sem er verkfæri djöfulsins!! Jæja þetta með kroti var ekki að virka þannig nú voru góð ráð dýr. Í miðjum klíðum mundi ég allt í einu eftir örlögum sköfunnar síðastliðinn vetur. Hún brotnaði!!! Fann að lokum hluta gömlu sköfunnar og gat klárað verkefnið. Gott hjá Fríðu!!

Queer eye for a straight guy!
Horfði á þátt í­ þessari umdeildu sjónvarpsserí­u um daginn. Verð nú bara að segja það að mér finnst þessir þættir algjör snilld. Gaurinn sem fór í­ gegnum breytingarnar átti sér enga von í upphafi, sem betur fer komu villingarnir honum til hjálpar. Svo kom að því­ að gellan átti að sjá breytingarnar. Nú skil ég af hverju gaurinn átti sér enga von í­ upphafi - What a case!! Gellan leit út eins og ódýr mella sem var nýflutt af gresjunni. Svo var hún svo geðveik að hún henti bangsa sem villingarnir notuðu sem skraut því­ hann var frá fyrrverandi kærustu gaursins! Já það er ekki allt tekið út með sældinni en Ãí lokin bað hann gelluna um að flytja inn til sí­n. Ef ég hefði verið hann hefði ég hent henni út en haldið bangsanum.

26/10/2003

Horfst í augu við fortíðina!
Það er alltaf ákveðin stemning við það að flytja í nýtt húsnæði. Þessi stemning er bæði mjög skemmtileg og einnig alveg ferlega leiðinleg. Það skemmtilega við þetta allt saman er einmitt það að koma sér fyrir eins og manni einum sýnist og loksins að hafa pláss fyrir sjálfan sig og sitt dót. Þetta er einmitt fyrsta tilfinningin sem fylgir flutningum. Svo kemur þunglyndið!!! Hvar á ég að koma öllu þessu dóti fyrir og hvernig í ósköpunum komst þetta allt fyrir á þeim stað sem ég bjó á.
Í kvöld fór ég loks í það að sækja það dót sem ég skildi eftir hjá foreldrunum. Ég veit ekki af hverju í ósköpunum ég á til dæmis endalaust magn af ljótum stuttermabolum sem ég hef aldrei farið í - en held alltaf að ég komi til með að nota þá einhvern tímann. Heill hellingur af fötum eru nú á leið til Rauða krossins þar sem vonandi einhver annar getur fundið not fyrir alla þessa boli. Í þessu öllu var einnig endalaus haugur af drasli sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina. Þar á meðal öll bréf sem vinir mínir sendu mér á meðan ég var sem skiptinemi. Í þessum bréfum er að finna gott handrit af hrikalega dramatískri sápuóperu. Já það er ekkert grín að vera gelgja.
Margir telja það holt að taka til hjá sér af og til. Þessu er ég bæði sammála og ósammála. Jú það er gott að horfast í augu við fortíðina en oh - my - god þarf maður líka að fara á bömmer. Einu sinni var ég til dæmis töluvert léttari heldur en ég er í dag, maður fer á feituna eftir þetta allt saman. Nú er ég sem sagt feit á blús og ætla að einbeita mér að því sem eftir líður kvöldsins. Sjáum til hvernig morgundagurinn verður.

25/10/2003

Þynnkan!
Alltaf kemur þynnkan manni á óvart. Vaknaði í dag með þennan létt pirrandi ég-drakk-of-mikið-í-gær hausverk. Ekki tók betra við heldur en að skella sér í vinnuna sem var bara fínt eftir að íbúfenið fór að virka. Sá glitta í hina ofur vondu mynd Crossroad sem var á RÚV í kvöld. Held að Britney ætti kannski bara að huga að ferli sem herballife sölukona, alla vega láta leiklistina vera.

London Baby!!
Er á leiðinni til London í vikunni með Ingu vinkonu. Ætlum að shop til we drop og fara til Mekka knattspyrnunnar á Old Trafford. Gerum fastlega ráð fyrir því að missa okkur þegar hetjurnar koma inn á völlinn - en meira um það síðar. Ætlum einnig að reyna að hitta Gur og Lou aka. Karaokequeens og kíkja á lífið með þeim.
Hef ákveðið að gera tilraun með þessa vitleysu. Þið sem þekkið mig - vonandi hafið þið gaman af þessu öllu saman.