Maður er alltaf pæja!
Hjúkkan er nú í frekar góðri æfingu þessa dagana enda hefur undirbúningur fyrir góða fjallgöngu staðið lengi yfir. Að skella sér á æfingu í World Class er því orðið ansi algengur atburður í lífi hjúkkunnar. Um daginn lá leiðin sem fyrr í WC Hafnarfirði eftir vinnu. Gallinn var kominn upp og eina sem eftir var, var að skella sér í skóna og drífa sig á brettið. Viti menn - engir æfingaskór voru í töskunni og stelpan hafði skrölt um á háum hælum allan daginn. Hjúkkan blótaði og klóraði sér í hausnum og ákvað svo á láta slag standa og æfa á sokkaleistunum! Þetta gekk ferkar vel - hjólað í upphitun og sprettæfingar teknar á tröppunni. En þetta uppátæki að æfa án skóa vakti frekar mikla athygli í salnum og mætti halda að það væri einhver skilda að æfa í skóm!!! :) Æfingunni lauk og mælir hjúkkan ekkert sérstaklega með því að sleppa skónum nema þú viljir láta góna á þig á æfingu.
Önnur leið til að láta góna á sig er að hjóla í vinnuna á háum hælum. Það var gert í morgun en er bara svo gaman að það skiptir engu máli. Allt sem dregur athyglina frá ljótasta reiðhjólahjálmi íslandssögunnar er gott mál. Takið út hjólin og njótið þess að hreyfa ykkur - maður hættir aldrei að vera pæja, hvort sem er á bíl eða hjóli :)
06/05/2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)