27/12/2008

Nú árið er næstum liðið og litið um öxl!
Já enn eitt árið er að klárast og alltaf kemur það manni jafnmikið á óvart þegar áramótin koma, því manni fannst þetta hafa gerst í síðustu viku. En svona er það bara þegar maður hefur nóg að gera sem er auðvitað mjög fínt. Hér koma nokkrir highlights af 2008 úr lífi hjúkkunnar:
  • Hjúkkan vann baki brotnu, þó bara í einni vinnu og naut lífsins þess á milli t.d. með því að fara á skíði eða bara taka sófann :)
  • Utanlandsferðirnar voru aðeins færri en í fyrra en alls ekki síðri.
  • Í júlí dreif hjúkkan sig í 4 daga göngu um Kerlingafjöll og toppaði 3 fjöll á sama degi - algjör snilld og sigurvegara tilfinningin í botni.
  • Fnykur var stofnaður eftir göngu yfir Fimmvörðuháls á Jónsmessunótt og heldur hópurinn uppi öflugu útivistar/hlaupa/gleði prógrammi fyrir meðlimi.
  • Hálft maraþon var hlaupið í ágúst í Reykjavíkurmaraþoni á tímanum 02:03:01 sem er personal best ( líka fyrsta hálf maraþonið sem hjúkkan hefur tekið þátt í). Vesturgatan var líka hlaupin fyrir vestan í blíðu og yndislegri stemningu í júlí.
  • Ekki voru eins mörg pör af skóm keypt þetta árið - hey það kom kreppa!!!
  • Hjúkkan fagnaði 31 árs afmæli sínu með því að fagna í viku!!!
  • Mikið var slúðrað, talað í símann, spáð og spögulerað yfir árið :)
  • Hjúkkan var veðurteppt í nokkra daga á Ísafirði í október, kynntist ótrúlegasta fólki og borðaði saltfisk við kertaljós í rafmagnsleysi.

Já þetta eru svona nettir puntkar sem hjúkkan man eftir í augnarblikinu. Ef eitthvað meira kemur í ljós þá verður því hent hér inn.

Njótið nýja ársins öllsömul, verið góð við hvort annað og munið að þið eigið bara þetta eina líf :)

Jóla og áramótaknús ....

16/12/2008

New York baby!
Hjúkkan þurfti að skella sér í vinnuferð til New York núna um miðjan desember og í einu orði var ferðin snilld. Ráðstefnan var góð eins og vanalega og allt í kringum hana gekk upp enda hjúkkan orðin ansi sjóuð í þessari ráðstefnu. Auðvitað var borðað á góðum veitingastöðum og stendur Buddha Bar algjörlega upp úr. Þvílíkur matur - þvílík þjónusta að meira að segja hjúkkan varð næstum því orðlaus. Eftir að fundunum lauk á hádegi á sunnudag lá leið hjúkkunnar á rómantískt stefnumót við sjálfa sig í Central Park. Stelpan var í sjöunda himni er hún rölti um í blíðunni, tók sjálfmyndir við ótrúlegustu tækifæri og brosti sínu blíðasta. Reyndar voru aðrir gestir garðsins eitthvað farnir að vorkenna stelpunni og voru þó nokkrir sem buðust til þess að taka myndir af henni en það var einhvern veginn ekki stemningin. Arms-lenght myndirnar geta verið svo skemmtilegar :) Ef fólki finnst margir verða á vegi sínum í Kringlunni eða Smáralindinni ættu viðkomandi að prófa Manhattan 10 dögum fyrir jól. Sæll - fjöldinn af fólki sem var alls staðar...
Nú er farið að styttast í jólin með tilheyrandi gjafakaupum, glöggum og huggulegheitum. Það tók nokkur ár fyrir hjúkkuna að finna jólaandann sinn sem hún hafði týnt en nú blómastrar stelpan, bakar smákökur eins og vindurinn og á bara eftir að skrifa jólakort. Lykilatriðið er að gera eingöngu það sem manni langar til að gera en ekki af því maður á að gera það :)

21/11/2008

Leðurblaka???
Hjúkkan uppgötvaði sér til lítllar hamingju fyrir viku að ytra glerið í einum af stofugluggunum var brotið. Það höfðu þó nokkrir haft á orði við hjúkkuna að það færi full kalt í stofunni hjá henni en hún bara lét það sem vind um eyru þjóta og bar kuldaskræfuhátt upp á viðmælendur. Nema hvað að þessir einstaklingar höfðu nokkuð til máls síns eins og kom síðar berlega í ljós. Það var sem sagt gat - já ekki bara sprunga heldur GAT í einu glerinu og því ósköp lítil einangrun í gangi á bænum. Þetta kom auðvitað í ljós eftir kl. 17 á föstudegi og því lítið sem hægt var að gera í málinu fyrr en á mánudagsmorgun. Þá bjallaði stelpan í tryggingafyrirtækið sem geymir húseigendatrygginguna og málið var ofureinfalt. Smiðurinn kom daginn eftir og nú 4 dögum síðar er komin ný rúða.
Það sem er einkennilegt er lagið á gatinu sem var á glugganum. En það var alveg eins og lítil leðurblaka í laginu. Hægt var að sjá fyrir sér leðurblökuna í fersku aðflugi þar sem eitthvað fór úrskeiðis og splatt - hún klesst á gluggann!! Hjúkkan hélt fyrst að hún væri orðin nett biluð en smiðurinn var sammála laginu á gatinu og því eru vitni til staðfestingar á gatinu. Það hefur ekkert spurst til leðurblökunnar eftir þetta einkennilega mál. Kannski það hafi eitthvað annað valdið gatinu??

19/11/2008

Komin á fertugsaldur!
Já hjúkkan er opinberlega komin á fertugsaldurinn eftir afmælisvikuna 3 - 11. nóv s.l. Hjúkkan átti afmæli í miðri vikunni en ákvað að hafa heila viku til að fagna með sjálfri sér og leyfa öðrum að fagna líka :) Þetta tókst með eindæmum vel og áratugir frá því hjúkkan naut sín jafnvel á afmælisdeginum sínum og í ár.
Nú þegar maður er orðinn þetta gamall eru vissir hlutir sem maður þarf að hafa í huga og kannski helst að maður fari nú að haga sér og bera sig eftir aldrei. But NO - það er bara leiðinlegt þannig að hjúkkan ætlar að halda í barnslegan sjarma sinn..... hehe og halda áfram að hlægja eins og vitleysingur af Wishkas auglýsingunni þar sem músin er í teygjustökki ofan í vatnsskálina hjá kettinum - þar til kötturinn færir skálina hahahaha.....
Það hefur svo sem gengið á ýmsu undanfarið og kannski ber hæst að nefna mjög einkennilegt rúðubrot í stofunni þar sem gatið á glugganum er alveg eins og leðurblaka í laginu???? Meira að segja gaurinn frá tryggingarfélaginu sem kom hafði orð á því - sem sagt hjúkkan ekki farin að ýminda sér hluti!! Svo er bara að njóta vina og vandamanna... það kostar ekki neitt :)

03/11/2008

Ísafjarðarævintýrið!
Hjúkkan þurfti nokkra daga til að jafna sig eftir ævintýrið á Ísafirði enda var nú nokkur dramatík í lofti á tímabili. Þannig var mál með vexti að eins og menn vita varð veður asskoti vont á Vestfjörðum á fimmtudeginum ( dagur 2 í ferðinni... ) og fór versnandi eftir því sem á leið daginn. Hjúkkan hafði kynnst hinum hótel gestinum nokkuð í svona nettu gestamóttökuspjalli sem yfirleitt snérist um hvort okkar vissi eitthvað af flugfréttum. Þegar báðir gestirnir (hjúkkann og hinn) voru búin að átta sig á því að þau voru sko aldeilis ekki á neinni leið suður, var ákveðið að hittast yfir kvöldverð. Þá fór nú dramatíki að setjast inn, búið var að setja á útgöngubann frá kl. 17 og yfirvofandi rafmagnsleysi, lægðin var ansi djúp og margt minnti á veðrið sem var þegar snjóflóðið á Flateyri féll. Hjúkkunni leið nú ekki manna best, þrátt fyrir uppörvandi símtöl og hughreystingar að sunnan. Varð úr að rafmagnið fór kl. 18 og þá skellti hjúkkan sér niður í gestamóttöku til að finna hinn hótelgestinn. Úr varð hið ágætasta kvöld. Jú það vantaði ekki huggulegheitin, brjálað veður, kertaljós og einungis týra af togaranum sem lá í höfn. Vertinn hugsaði vel um gestina tvo og færði þeim hverja aðra hvítvínsflöskuna. Það kom hjúkkunni mjög skemmtilega á óvart hversu hratt þetta kvöld leið og einhvern veginn tókst að setja veður áhyggjur til hliðar. Dagur 3 fór í leikinn beðið eftir sms frá Flugfélaginu sem urðu um 10 á endanum. Undir loks þess dags fóru sáttir hótelgestir sem leið lá út á flugvöll og komust loks heim eins og kunnugt er. Það hefur nú verið hlegið svolítið af þessari frásögn hjúkkunnar og margir velt vöngum yfir því af hverju í ósköpunum þetta endaði bara ekki með brúðkaupi á hótel Ísafirði hehehehe en svona er þetta bara ekkert meira djúsí .

30/10/2008

Áfram stelpur!!!
Hjúkkan er himinlifandi yfir árangri kvennalandsliðsins í knattspyrnu í dag. Þvílíkt flottar stelpur sem eru sannarlega búnar að pakka karlalandsliðinu í rassvasann með sínum árangri. Hugsa sér að Ísland sé á leiðinni á EM í knattspyrnu - þvílíkur árangur hjá þeim. Að mati hjúkkunnar væri ekkert eðlilegra að hennar mati en að það fjármagn sem átti að skipta milli landsliðanna í knattspyrnu á næsta ári renni nær eingöngu til kvenna liðsins. Strákarnir verða bara að sýna að þeir séu einhvers virði!
Nú er bara að byrja að telja niður á EM og koma sér í réttu stemninguna :)

22/10/2008

Hjúkkan á ferð og flugi...
Þessa dagana er hjúkka lítið fyrir að vera heima hjá sér enda nóg að gera á öðrum vígstöðvum. Eftir stutt stopp í Köben í tvo daga þar sem manni leið eins og útigangsmanni lá leiðin til Ísafjarðar. Það leit vel út með flugið til að byrja með en greinilega var nú orðið aðeins hvassara þegar gellan lenti í Skutulsfirðinum. Vélin kastaðist örlítið til en ekkert alvarlega en samt var nú einhver miðaldra kjella með angistaróp í farþegarýminu - manni langaði eiginlega að benda henni á að hún væri jú að lenda á Ísafirði í miðjum október....
Þetta hjúkkan pæjaðist út úr flugvélinni í ullarkápunni og háu hælunum kom ansi hressileg vindkviða. Viti menn hjúkkan tókst af stað og stýmdi frekar stjórnlaust á flugstöðva bygginguna. Hún íhugaði að skriðtækla samfarþega til að draga úr ferð sinni en ákvað að sleppa því og krípa frekar í vegglufsu sem var við dyrnar og komst því nokkuð heil inn. Þetta flug hennar vakt nokkra kátinu a meðal farþega í biðsalnum en hjúkkan brosti bara sínu blíðasta og benti á ókosti þess að vera á háum hælum í hálku og roki...
Nú er bara að láta daginn líða og sjá svo bara til hvort og hvenær hún kemst aftur heim :)

02/10/2008

Fullorðins?
Hjúkkan liggur heima í flensu og sér til lítillar hamingju sá hún að stefnuræða forsætisráðherra væri á dagskrá RÚV í kvöld. Fram að þessu hefur þetta verið dagskrárliður sem hjúkkan hefur forðast af öllum mætti að horfa á en í kvöld ákvað hún að sjá hvað þessir blessuðu stjórnarstrumpar hafa að segja um ástandið og framhaldið. Viti menn þetta er mögnuð upplifun og barasta ágætis skemmtun. Á sama tíma er hjúkkan búin að ræða innihald stefnuræðunnar við tvo félaga sína og að því loknu uppgötvaði hún hversu fullorðins þetta sé. Maður er greinilega ekki lengur kærulaus unglingur sem hefur engan áhuga á stjórnmálum. Já það fullorðnast flestir einhvern tímann.

30/09/2008

Hjúkkan orðin iðnaðarmaður á nýjan leik!
Hjúkkan hefur undanfarin 2 ár verið í nokkurs konar baráttusambandi við svalarhurðina sína, eða öllu heldur hurðahúninn og lokunardæmið á henni. Á sumrin hefur þetta verið til friðs en um leið og kólnar fór þetta alltaf í rugl og hefur kostað nokkur slagsmál við hurðina. Á einum tímapunkti varð þetta til þess að hurðahúnninn var rifinn af og í næstu lotu brotnaði draslið!! Jú hjúkkan keypti nýjan hurðahún og hélt að málið væri leyst. Nema hvað um leið og kólnaði fyrir nokkrum dögum fór allt til fjandans á nýjan leik. Hjúkkan reyndi að tala læsinguna til og var búin að skilgreina þetta sem skammdegisþunglyndi í læsingunni. Viti menn - í gær átti hjúkkan leið um bensínstöð og ákvað að splæsa í lítinn brúsa af WD40. Þegar heim var komið var Sex and the City myndinni hent í DVD spilarann, pepsí max skutlað í glasið fullt af nammi étið. Eftir þessi kósílegheit dró stúlkan upp WD40 brúsann og spreyaði á læsingarnar á hurðinni. Viti menn - læsingin eins og ný og hjúkkan sér ekki fram á slagsmál í vetur :) Kannski maður finni eitthvað annað til að sprauta þessu ótrúlega efni á??

12/09/2008

Tónlistarlega skemmd vegna Icelandair!
Hjúkkan lá í makindum sínum og horfði á Kastljósið rétt í þessu og var þar verið að ræða um myndlistasýningu á Listasafni Íslands. Það var nú svo sem ekki það sem olli hugarangri hjá hjúkkunni heldur tónlistin sem spiluð var undir kynningunni. Angurvær stef úr Vísum Vatnsenda Rósu voru meðal annars spiluð á píanó og hjúkkan fór að hugsa af hverju þetta væri svona kunnuleg útsending og flutningur. Jú viti menn - þegar maður sest inn í vél hjá Icelandair annað hvort á útleið eða heimleið ómar þetta lag og fleiri í svona útsetningu. Það er orðið sama sem merki hjá hjúkkunni við nokkur falleg íslensk lög og flugvélar Icelandair. Hjúkkan hafði meira að segja eldað sér Gordon Blue í kvöldmat þannig að stemmarinn var alveg eins og í gamla daga á leið heim frá Evrópu!!!!!

08/09/2008

Hjúkka á hlaupum, göngu og tjútti!
Það er lítið af daufum mómentum í lífi hjúkkunnar þessa dagana. Eftir góða en strembna viku í Munchen lá leiðin í ofvirkni dag með FNYKs hópnum. Þessi ótrúlegi hópur, sem er saman settur af fólki sem virðist eiga það sameiginlegt að finnast við flottari en almennt gengur og gerist, dreif sig í þríþraut s.l laugardag. Dagurinn hófst með 10km hlaupi á Selfossi, næst lá leiðin á Litlu Kaffistofuna þar sem þeir sem sáum um matarinnkaupin mættu á svæðið, Vífilsfell var gengið upp og niður og svo var farið í dinner & drinks.
Nú fer sennilega að róast lífið í kringum hjúkkuna enda farið að hausta og minni tækifæri til ofvirkni á fjöllum og hlaupum. Engar utanlandsferðir eru fyrirsjáanlegar fyrr en í desember þegar New York verður mössuð...
Haustið er uppáhalds tími hjúkkunnar með sínum fallegu litum og haust lyktinni. Ekki má samt skilja þessa yfirlýsingu sem svo að hjúkkan sé að missa sig úr hamingju yfir roki og rigningu, en inn á milli koma fallegu dagarnir. Það er bara að hafa mottó hjúkkunar ofarlega... alltaf með sól í hjarta..

20/08/2008

Hróp og köll á hótelherbergi!
Hjúkkan vaknaði snemma í morgun þrátt fyrir að vera stödd í Kaupmannahöfn og ákvað að taka sjénsinn og sjá hvort leikurinn væri í beinni. Viti menn Eurosport sýndi leikinn beint og hjúkkan ákvað að slá til og þenja taugarnar. Það var nú með sanni sagt - stelpan horfi á fyrri hálfleik, hljóp fram í morgunmat í hálfleikshléinu og var komin aftur inn á herbergi fyrir síðari hálfleik. Þegar mikið reyndi á hrópaði hjúkkan og kallaði hvatningarorð á sjónvarpið sitt, þess á milli fór hún inn á bað til að róa sig.... tók sem sagt nettan Óskar :) Það var nú orðið nokkuð tæpt að ná því að mæta á fundinn á réttum tíma en það var bara ekki hægt að fara fyrr en að leik loknum.
Danirnir biðu spenntir eftir sínum leik og voru ansi daprir þegar í ljós kom að þeir væru ekki að fara áfram í undanúrslitin - hjúkkan sýndi samhyggð og benti þeim á að nú gætu þeir bara haldið með Íslandi :)
Það sem var líka ótrúlega skemmtilegt við að horfa á leikinn á Eurosport voru dramatískar lýsingar bresku þulanna á íslensku leikmönnunum. Þeir áttu ekki til nógu sterk lýsingarorð yfir Sigfús Sigurðsson og bættu því við að þeir myndu ekki vilja mæta honum í dimmu sundi.....
Leiðin lá aftur heim í kvöld enda farið að styttast í Reykjavíkurmaraþonið. Á laugardaginn ætlar hjúkkan að "skokka" 21.1km til styrktar Heilaheill. Andlegi undirbúiningurinn er hafinn og nú er bara að taka Óla Stef á þetta allt saman :)

13/08/2008

Hreyfingaleysi í Ráðhúsinu!
Hjúkkan er nú sem fyrr ekki stödd á landinu þegar allt virðist vera á leið til fjandans eina ferðina enn í þessu endalausa klúðri borgarstjórnarflokkanna. Að mati hjúkkunnar ætti að nú einhver með viti að standa upp og segja öllu þessu liði til syndanna og koma á nýjum kosningum. Það er hvort sem er enginn stuðningur lengur við nokkurn mann eða konu í þessum hópi!!! Alveg með ólíkindum þessi endalausa saga. Ef þetta væri fyrirtækjarekstur væri löngu búið að kippa í taumana og snúa þessu við.
Hjúkkan situr nú á hótelinu sínu og er að horfa á kvöldfréttir á netinu. Síðast þegar hún vissi voru bara í mesta lagi 3 hæðir í ráðhúsinu..... af hverju í ósköpunum getur þetta lið ekki gengið upp stigana?? Eru þessir einstaklingar ekki með fætur og ekki allir svo voðalega fit, ný mynduð og glansandi fín? Það er hálf bjánalegt að fylgjast með öllu þessu liði ganga inn í lyftu til að fara alveg upp um eina hæð - úh eða alveg tvær! Já það er ekki laust við það að hjúkkan sé nett pirruð út af þessu máli og er svo hæst ánægð að hún býr í Fallega Firðinum og sér bara alls ekki ástæðu til þess að flytja aftur í borgina að svo stöddu.

10/08/2008

Best að vera ekkert að flækjast fyrir sjálfri sér!

Það er nú ekki á hverjum degi sem maður fær svona stjörnuspá:

Sporðdreki: Þú ert mjög aðlaðandi núna. Það erfiðasta sem þarf að gera til að viðhalda því er að gera ekki neitt. Ekki vera fyrir sjálfum þér, leyfðu náttúrulegu afli þínu að geisla.

Jahá - á maður þá ekki bara að skella sér út og njóta þess :)

06/08/2008

Raunveruleikinn á nýjan leik!
Hjúkkan er búin í sumarfríi og því hefur raunveruleikinn tekið aftur við. Það var nú bara ljúft að ganga aftur inn á skrifstofuna góðu og setjast í stólinn sinn. Auðvitað var himinn hár bunki af ólesnum pósti, tímaritum og greinum en það er eitthvað til að berjast við með haustinu.
Hjúkkan kláraði síðustu helgina í fríinu á smá flakki þar sem línuskautar voru teknir fram, útilegugírinn massaður og svo kíkt á Lovísu systir og fjölskyldu sem voru á Unglingalandsmótinu.
Í línuskautatúrnum komst hjúkkan að einfaldri staðreynd um eigin hæfni á línuskautum. Hjúkkan á erfitt með að beygja hratt en getur það þó - án þess að tapa miklum þokka! Hins vegar urðu nokkrar brekkur á leiðinni til þess að hjúkkan týndi smá þokka. Í fyrra brekkunni var gömul kona í skærbleikum jakka neðst í brekkunni... jú hjúkkan vissi af bremsu hæfileikum sínum og sá þann kost bestan að rúlla sér út á grasið til þess að lenda ekki á gömlu konunni og brjóta á henni mjöðmina. Þetta vakti nokkra kátinu hjá viðstöddum... Næsta brekka var eiginlega verri! Jú ekki var bara ein gömul kona heldur var hún að keyra enn eldri konu í hjólastól og til að gera illt verra - þá endaði brekkan í beygju!! Nú voru góð ráð dýr.. íþróttaálfurinn rúllaði niður brekkuna eins og fagmaður en hjúkkan panikkaði og stímdi að þessu sinni inn í runna. Jú maður getur ekki verið þekktur fyrir að keyra niður tvær gamlar konur ( plús hjólastólinn )!!! Þokkinn var ekki mikill yfir hjúkkunni þegar hún steig út úr runnanum aftur, hún brosti blíðlega til kvennanna tveggja, bauð þeim góðan daginn og kom sér af stað niður brekkuna. Ekki vakti þessi frammistaða minni kátinu en sú fyrri!!! En allt endaði vel og hjúkkan komst heil heim.
Nú fer að líða að Köben og svo hlaupinu langþráða - en stelpan er komin með 3 markmið fyrir hálf maraþonið sem á að takast á við... Þetta á allt eftir að ganga upp og hjúkkan bíður spennt eftir haustinu.

29/07/2008

Sumarfríið bráðum búið!
Hjúkkan er að klára fríið sitt undir lok þessarar viku og er nú komin með nettan aðskilnaðarkvíða við fríið. Þetta frí hefur verið langbesta sumarfrí sem hjúkkan hefur átt í ára raðir og það er eiginlega erfitt að finna það sem stelpan hefur ekki lagt sér fyrir hendur. Sæl og freknótt kemur hún til með að rúlla í hlaðið á Hörgartúninu á föstudagsmorgun, með hlaupagallann í bílnum og til í tuskið.
Þessa dagana er verið að slaka á, taka hlaupaæfingar og njóta lífsins. Í dag var einmitt ofurfrænku æfing á hlaupum og leit það ferkar illa út á tímabili. Þar sem sólin skein ansi skært og þvílíki rakinn myndaðist í Fossvogsdalnum, var um lítið annað að ræða en að fækka fötum. Nei dónarnir ykkar þetta varð ekkert "naked run" en úff verð nú að viðurkenna að manni langaði virkilega að henda sér í lækinn á leiðinni upp að Víkinni. En þetta hafðist að lokum....
Þá er bara spurning hvar maður verður um Verslunarmannahelgina??

20/07/2008

Fullkomlega frábær helgi að baki!
Hjúkkan situr nú í Dofranum þreytt en fullkomlega sæl og hamingjusöm eftir frábæra helgi fyrir vestan. Það voru nokkrir sem töldu að nú væri stelpan endanlega búin að tapa sér þegar hún ákvað að keyra á Þingeyri til þess að hlaupa 12 kílómetra eftir illfærum vegi. Jú stelpan skellti sér nefnilega í hlaup sem kallast Vesturgatan og fór fram um helgina. Um var að ræða 24km eða 12 km eftir strandveginum úr Arnarfirði yfir í Dýrafjörð í þvílíkri náttúrufegurð og dramatík. Þessi leið er dramatísk þar sem maður hleypur á vegbrúninni og horfir bara niður í þverhnýpið ef maður stigi of langt til hliðar. Hlaupið var frábært og hjúkkunni leið eins og í draumi mestan hluta leiðarinnar. Það var "brekka dauðans" undir lok hlaupsins sem var bara til þess að gera manni lífið leitt en endaspretturinn niður brekku og stelpan hljóp upp einn keppanda og framúr honum við endamarkið.... bara æðislegt. Staðfestur tími hefur ekki verið gefinn upp en Garmin tíminn er 1:12:50 og svo er bara að sjá hvað formlegur tími segir til um.
Eftir hlaupið fóru hlauparanir að tjöldunum, grilluðu og nutu þess að vera til. Sigur tilfinningin var engri lík og þess valdandi að nú er stelpan búin að ákveða að fara hálft maraþon í ágúst. Elín "Rocky þjálfari" á sannarlega heiður skilið fyrir allt púlið sem hún hefur látið hjúkkuna þrauka og skilaði sannarlega sínu um helgina.
Eftir niðurpökkun á tjaldi og dóti lá leiðin á Meðaldalsvöll þar sem Golfklúbbur Þingeyrar hefur aðsetur og 9 holur spilaðar. Það hefur verið látið uppi að 7. holan á vellinum sé ein sú fallegasta á landinu og það eru engar ýkjur. Hringurinn var góður 58 högg ( tvær holur eyðinlögðu allt...) og hjúkkan kláraði að gera allt sem hún lofaði sér að gera um helgina. Sökum leiðinlegrar veðurspár ákvað hjúkkan að "rúlla" í bæinn í dag frá Þingeyri - eftir 7 og hálfa klukkustund í bíl var hún mjög hamingjusöm þegar hún kom í Dofrann. En þvílíkt sem það er fallegt fyrir vestan. Næsta sumar verður tekið að einhverju leiti þar - það var ákveðið í dag.
Nú er afslöppun næstu daga enda sumarfríið enn í gangi og ekkert stress.
Hamingjuóskirnar fá Bragi og Vaka sem voru að eignast lítinn prins :)

09/07/2008

Icelands next top negotiator!
Hjúkkan er nú að huga að nýjum starfsferli - þar sem hún er orðin svo vön sjónvarpsmyndavélum er bara spurning um það hvernær fyrirsætu ferillinn hefst :) Það rigndi inn hamingjuóskum með gott lúkk í 10 fréttum sem er sennilega það næst sem hjúkkan kemst 15 mínútna frægð sinni .... Reyndar kom frekar fyndið fréttaskot á stöð 2 í kvöld þar sem sýndar voru myndir af fundunum og á meðan hjúkkan var á skjánum segir fréttagaurinn að "töluvert eggjahljóð" væri í samninganefndinni. Já það var hlegið af þessu og ýmsar spurningar vöknuðu um einhleypu og barnlausu konuna í nefndinni...
Gleðin er auðvitað mjög mikil hjá hjúkkunni núna þar sem hún er búin að eyða síðustu 3 dögum innan dyra hjá Ríkissáttasemjara í viðræðum við samninganefnd ríkisins. Öllum til mikillar hamingju náðust samningar í kvöld og því þarf hjúkkan að finna sér eitthvað annað að gera á morgun en að mæta í Borgartúnið. Einhvern veginn verður það sennilega lítið mál - enda búin að skipurleggja hlaup klukkan 11:45 og svo þarf að reyna að massa aftur brúnkuna :)

07/07/2008

Nýtur lífsins í fríinu!
Hjúkkan er aldeilis að njóta lífsins í sumarfríinu. Gamla mítan sem fylgdi hjúkkunni í mjög mörg ár sem fólst í því að veður var almennt vont þegar hún var á Íslandi í sumarfríi er gjörsamlega farin og hjúkkan auðvitað ferknóttari með hverjum deginum.
Helginni var eytt í góðum félagsskap í Munaðarnesi þar sem hjúkkan ákvað nú að massa tanið - enda blíðan til þess. Eitthvað voru nú fæturnir á stúlkunni næpuhvítir með nettum bláma enda hafa þeir ekki séð sólarbirtu í langan tíma. Sólarvörn var auðvitað notuð í brúnkumeðferðinni en þar sem fæturinn "verða ekki brúnir" þá var auðvitað ekki ástæða til þess að setja nokkuð á þessa fallegu leggi... Nema hvað þegar að kvöldi var komið fór að kræla á þó nokkurri hitatilfinningu sem kom frá sköflunum stúlkunnar. Henni til ómældrar hamingju virðist sem að fæturnir verði jú líka fyrir sólargeislum þegar maður massar brúnkuna og var ekki komist hjá því að viðurkenna sólbruna á sköflungum. Einhverjum til nokkurrar gleði þá hafa freknurnar á hnjánum aukist við þessi tilþrif!
Dagurinn í dag fór nú ekki í brúnkumeðferð enda var deginum eytt hjá Ríkissáttasemjara ásamt samninganefnd hjúkrunarfræðinga. Það var nú samt ótrúlegt hvað dagurinn leið hratt og á morgun verður næsti fundur. Hjúkkan var búin að leggja alla drauma um golfhring á hilluna þegar hún fékk svo gylliboð um einn hring eftir kvöldmat og auðvitað var heimavöllurinn heimsóttur. Setbergsvöllurinn hefur sjaldan eða aldrei hirt jafnmarga bolta af hjúkkunni sem þó var að spila sómasamlega - There always room for improvement!!!!
Jæja best að henda sér í ból enda nóg að hugsa um á morgun.
Afmælisbarn dagsins 07/07 er of course Karaoke drottningin og íþróttafréttaritarinn Lovísa - Til hamingju með afmælið :)

01/07/2008

Fjallageitin Fríða komin til byggða!
Hjúkkan hefur skilað sér til byggða eftir frábæra 5 daga í Kerlingafjöllum. Á föstudaginn var nú bara skutlast upp eftir og skálinn mátaður.
Á laugardaginn var Blágnípa (1076m) sigruð ásamt eiini jökulá sem var vaðin og melar dauðans sem voru arkaðir. Hjúkkan tapaði gleðinni á leiðinni tilbaka og voru síðustu 3 km af 24 sem farnir voru þanna daginn bara farnir á hnefanum og tuði við sjálfa sig. Hjúkkan bauð ekki öðrum uppá að þurfa að hlusta á sig á þessum hluta leiðarinnar. Gleði fannst að nýju þegar bjórinn var opnaður eftir gönguna :) Það snjóaði á laugardagskvöldinu!!!
Sunnudagurinn var rólegur, bara 3 klst ganga um hverasvæðið enda skyggni slæmt, rok og rigning og frekar fúlt að hanga utan á fjalli. Aftur tekinn bjór um kvöldið...
Mánudagurinn var dagur sigurvegaranna!!! Þessi dagur byrjaði með sólskini og rjómablíðu, því var ákveðið að fara fjallahringinn góða sem átti að vera á dagskrá deginum áður. Dagurinn byrjaði á Fannborg (1448m) sem var yndislegt. Útsýnið fallegt og stemningin góð. Baráttan hélt áfram og næsti toppur var Snækollur (1503m skv gps tæki á staðnum) og þar var logn og brilljant útsýni yfir allt landið. Þvílíkt fallegt að horfa yfir svæðið og horfa á næsta tind sem átti að sigra, sjálfur Loðmundur (1426m). Loðmundur reyndist persónulegt markmið og var þetta ekki fyrir alla. Þrehnípt klifur efst í fjallinu og fjallið hulið lausu og oddhvössu grjóti. Á þessu fjalli sigraðist hjúkkan á sjálfri sér og komst að því að hún er í fanta formi og kallar ekki allt ömmu sína. Hjúkkan kom ekki bara sjálfri sér á óvart heldur einnig Fribbanum sem hafði greinilega ekki átt von á þessari massívu frammistöðu hjá stelpunni - bara gaman! Það er ekki spurning um hvort heldur hversu margar freknur bættust við í andlit stelpunnar. Ef það er einhvern sem finnur hjá sér þörf til þess að koma og telja þær þá er það þess vandamál :)
Nú er heim komið og hjúkkan finnur enga sérstaka þörf hjá sér til þess að fá sér flatkökur með hangikjöti eða smurkæfu og hvað þá heldur að renna niður einni Kókómjólk!
Nú er málið að massa sumarfríið - nú á golfið næstu daga og svo er það auðvitað Vesturgatan sem þarf að hlaupast í gang. Góðar stundir :)

26/06/2008

Sumarfrí!!!!
Í dag kvaddi hjúkkan móttökudömuna með þessum orðum " ég er farin, sjáumst eftir Verslunarmannahelgina" og svo brosti hún út að eyrum, skottaðist brosandi út í bílinn sinn og brosti með öllum líkamanum. Þetta er í fyrsta sinn í sögu hjúkkunnar sem hún tekur sér svona langt frí í einum rikk. Í fyrra átti hún bara hálft frí þar sem hún var frekar nýbyrjuð í vinnunni og þar áður hætti hún á slysó og byrjaði í næstu vinnu 2 dögum síðar.
Nú er sem sagt ekkert nema hamingjan í gangi yfir fríinu og frjálst að gera það sem hún vill. Fyrstu dagarnir fara í gönguferð í Kerlingafjöll og svo er það bara það sem hugann girnist að gera :) Alveg yndislegt!!! Þórsmörk og off road hlaup á Vestfjörðum eru meðal þess sem eru á dagskrá og svo auðvitað að massa golfið!
Hjúkkan er búin að secreta sólina og panta hana út júlí þannig að þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur af því að veðrið fari að versna. Njótið sumarsins og sólarinnar... og svo má alls ekki gleyma "stelpunum okkar". Þvílíkt flott landslið sem við eigum þar á bæ. Þessar stelpur eru gjörsamlega búnar að taka karlalandsliðið og sturta því niður klósettið! Go Girls!!

23/06/2008

Ferðafélagið Fnykur!
Hjúkkan hóf ferðasumarið með frábærra göngu yfir Fimmvörðuhálsinn aðfaranótt laugardags. Þetta er svokölluð Jónsmessuferð Útivistar og því er gengið alla nóttina. Ferðin var algjörlega frábær í alla staði, veðrið brilljant og félagsskapurinn illa flippaður enda meirihlutinn samstarfsfólk hjúkkunnar. Það var ótrúlega góð tilfinning að koma niður í Bása kl. 8 að morgni, fá sér einn kaldan með teygjunum, tjalda og fá sér blund. Laugardagurinn var tekinn í afslöppun og grillveislu og varðeld um kvöldið að ógleymdri hressilegri koju við tjaldbúðirnar hjá hópnum. Einhvern tímann á laugardeginum var Ferðafélagið Fnykur stofnað með vísan í aftansöng eins ferðafélagans... Það var auðvitað hlegið svo mikið að tárin láku niður kinnarnar og sungnir vöggusöngvar fyrir frænkurnar í krútttjaldinu.
Næstu helgi er svo næsta gönguferð - nú með Ingu og Fribba í Kellingafjöll og það í 4 daga. Ekki slæm upphitun að hafa skellt sér yfir Fimmuna og í dag hjólaði hjúkkan úr Dofranum í Brekkuselið í mat til gömlu. Já það verðar sko bara buns of steal eftir sumar hjá stelpunni :)

13/06/2008

Retail therapy!
Já retail therapian hefur aldrei brugðist stelpunni þegar á móti blæs og það er að sannast enn eina ferðina þessa dagana. Þar sem hjúkkan hyggur á miklar gönguferðir í sumar var mikil þörf á að koma sér upp réttum búnaði og auðvitað rétta lúkkinu (sögur herma að lúkkið sé mjög mikilvægt). Því hefur stúlkan krúsað um helstu útivistarvöruverslanir höfuðborgarsvæðisins þessa dagana og yfirleitt náð að finna sér eitthvað ómissandi. Það er nú samt ekki eins og hjúkkan sé búin að eyða öllu sínu sparifé í retail therapiuna, þar sem hjúkkan lítur meira á þetta sem fjárfestingar. Það kostar nýra að fá sér til dæmis góðar göngubuxur og jakka, svo kostar það hitt nýrað að fá sér stafi og minni hluti sem virkilega safnast þegar saman kemur. Það er nú aldeilis gott að krútttjaldið var keypt í fyrra annars þyrfti örugglega að selja lifrina líka!!!
Nú er bara að klára næstu vinnuviku og krúsa svo í fjöllin og njóta lífsins með nokkrum rugludöllum úr vinnunni.

09/06/2008

Kominn tími til!
Það er nú aldeilis kominn tími til að tjá sig aðeins um málefni líðandi stundar. Hjúkkan lifði af jarðskjálftana á Suðurlandi með því að vera stödd á Akureyri eins og frægt er. Eftir að hafa heyrt fréttirnar í útvarpinu og fengið nokkur góð hughreystandi símtöl að sunnan ákvað hjúkkan að það væri nú óhætt að fljúga tilbaka. Hjúkkan á frekar erfitt með jarðskjálfta og eins og Svana vinkona hefur stundum sagt þá er um að ræða jarðskjálfta hræddustu konu norðan Alpafjalla! Hjúkkan tók nett panic á Akureyri áður en hún fór í loftið og besta mómentið var eiginlega þegar hún ákvað að það væri örugglega ekki flogið innanlands þar sem flugbrautin í Reykjavík væri á sífelldri hreyfingu sökum skjálftanna - já maður er ekki alltaf með skýrustu hugsunina þegar kemur að svona hlutum. En sem betur fer fór þetta allt vel (þá meina ég á Suðurlandi).
Nú er hjúkkan hins vegar búin að breyta um lúkk og er nú orðin stutthærð en samt rauðhærð og með þykkt og hrokkið hár!!! Enda nýjir tímar og sumarið framundan með góðum gönguferðum, tjaldi, golfsettinu og kæliboxinu í skottinu :)
EM hátíðin er hafin og ætlar hjúkkan að fylgja Hollendingum í ár - enda var hún voðalega skotin í Marco van Basten hér í gamla daga (hver man ekki eftir honum...) Ef það er einhver sem les þessa vitleysu og finnur sig knúinn til þess að kaupa EM límmiða þá á einmitt hjúkkan "official sticker book fo EM 2008". Já stelpan sá voðalega eigulega EM upplýsingabók í flugvélinni á leið til Basel um daginn og ákvað að rýna í þetta á hótelinu. Nema hvað þegar þangað var komið kom í ljós að um var að ræða þessa margfrægu límmiðabók!!! Já kannski að lesa betur utan á hluti áður en maður ákveður að stela þeim úr flugvél...

28/05/2008

Akureyri calling!
Hjúkkan lagði land undir fót og skellti sér norður í land. Reyndar um vinnuferð að ræða en samt sem áður alltaf gott að komast aðeins í burtu frá slúðrinu og streitunni á Stór Hafnarfjarðarsvæðinu. Hér er blíða (mér skilst reyndar að það sé ekkert verra veður fyrir sunnan) og stelpan búin að spóka sig um bæinn milli funda og keyrslu. Hjúkkan hefur einstakan hæfileika til verslunar sama í hvaða bæjarfélag hún stígur fæti í. Auðvitað var þessi hæfileiki nýttur á mjög hagstæðan hátt í dag í ofurkúl versluninni Perfect. Hey maður verður nú að versla í búð með svona nafni ekki satt - en andið rólega hjúkkan keypti ekki skó!
Hjúkkan rak nefið inn í bókabúð hér á horninu og varð vitni að ótrúlega fyndni bókabúðarhegðun. Jú þarna var einstaklingur sem leit voðalega einbeittur út (var geðveikt mikið að rembast við að lesa aftan á einhverja kiljuna). Hjúkkan átti leið framhjá þessum einstaklingi og komst að því hvað var bakvið einbeitinguna. Jú félaginn var greinilega að rembast við að losa sig við óþarfa gasmyndun í þörmum án þess að nokkuð hljóð myndi heyrast. Eftir drjúga stund gaus upp þessi líka dauða fnykur og viti menn einstaklingurinn varð allt í einu ekkert nema afslöppunin í framan, lagði niður kiljuna og gekk ákveðnum skrefum að blaðarekkanum. Hjúkkan vissi ekki hvort hún myndi fyrr deyja úr fnyki eða innan hlátri en náði þó að halda andliti, finna sér bók, borga og koma sér frá þessari efnamengun.
Já það er greinilega ýmsilegt sem gerist í bókabúðum!

24/05/2008

Hátíðarvika!
Hjúkkan tók sannarlega þjóðhátíðar rennsli í vikunni sem er að líða. Jú hvert tækifæri rak annað og lítið annað að gera en að gera sér glaðan dag. Eins og allir vita byrjuðu lætin með 1. í júró á þriðjudaginn. Sú keppni var svo arfaslök að enginn hefur komist óskaddaður frá þeim hrillingi. Á miðvikudaginn var einn stærsti dagur árins þegar okkar menn komu, sáu og sigruðu í vítaspyrnukeppninni :) Dofrinn var fullur af mis hugrökkum einstaklingum sem lágu yfir leiknum. Einhverjum leið svo illa að þeir þurftu að fara yfir í önnur herbergi á meðan vítaspyrnukeppnin stóð yfir en allt tók það að lokum enda með mikilli gleði. Við United menn erum auðvitað ofboðslega fyrirferðamikil þessa dagana - en við höfum nú alveg efni á því!!!
Fimmtudagurinn fór svo í maraþon aðalfund Fíh og 2. í júró sem var nú mun betri en fyrra kvöldið. Loks kom að föstudeginum sem fór að hluta til í hópeflisferð starfsmannafélagsins með tilheyrandi tjútti. Eftir að hafa hjólað upp í vinnu í dag til að sækja bílinn komu fullorðinsstigin. Þegar maður er á bíl sem tekur reiðhjól, golfsett og golfkerru án nokkurra vandræða (jú verandi station hjálpar) þá fær maður fullorðinsstig. Það er voðalega fullorðið að vera station keyrandi einstaklingur sérstaklega þegar maður á hvorki börn né gæludýr!!!

11/05/2008

Meistarar á mörgum sviðum!
Hjúkkan er einstaklega kát eftir daginn í dag þar sem hennar menn í Man Utd kláruðu ensku deildina með meistaratitli. Auðvitað var það verðandi eiginmaður hjúkkunnar Ryan Giggs sem sett inn síðasta markið og hjúkkan brosti sínu blíðasta. Þarna þekkjum við sykurpúðann, pollrólegur og öruggur í teignum. Dofrinn var þétt setinn af fólki sem átti ýmis erindi til hjúkkunnar þ.m.t að mæla hallann á gardínustönginni, ræða komandi gönguferðir í sumar og svo auðvitað besta afsökunin var að langa svo mikið í kaffið í Dofranum og lofa að koma með croissant... Eitthvað fór nú lítið fyrir mælingum, umræðum og croissant en leikurinn var góður, treyjurnar litu vel út og teppið sómaði sér vel á sófanum. Þessi hópur verður að öllum líkindum kallaður aftur saman 21. maí n.k. ef hjúkkunni tekst að breyta smá fælles sem hafði verið planað í deildinni.
Hjúkkan sem sagt snéri aftur á laugardag úr brakandi blíðu og glimrandi sól, í rokið og rigninguna. Það er nú alltaf svolítið sjarmerandi þegar það rignir hvoru tveggja uppá við og einnig lárétt. Svolítið svona one country only stemmari í því. Annars var nú greinilegur stemmari hjá nágrönnum hjúkkunnar í morgun milli 7 og 10.30 þar sem greinilega vel heppnað eftirpartý var á ferð. Hjúkkan hefur nú alveg getað misst sig í fíling yfir "Þó líði ár og öld" með BÓ en eftir að hafa heyrt það sungið um 20 sinnum á þessum tíma þá er BÓ bara gó. Nágranninn kom þó með skottið á milli lappanna um eftirmiðdaginn og baðst afsökunar á látunum. Greyið fær nú stig fyrir það. En svona til að gera nágrannanum lífið leitt tilbaka tók hjúkkan góða æfingu á fiðluna rétt fyrir hádegi enda tónleikar hjá stelpunni um næstu helgi.

06/05/2008

Hygge sig!
Já Danir hafa nú fengið að njóta samvista með hjúkkunni frá því á sunnudaginn og kunna því greinilega vel. Allavega ef marka má veðrið sem búið er að vera, en hér hefur verið sól og brakandi blíða alla dagana. Hjúkkan situr nú inni stóran hluta dags en í öllum kaffipásum er næstum því hlaupið út í þeirri veiku von að ná í alla vega eina freknu.
Hjúkkan var nú svo fersk eftir daginn í gær að hún skellti sér á skokkið í kringum Söerne. Jú alveg hreint ofboðslega hyggeligt og gaman að hlaupa þessa leið. Hjúkkan var enn í sólargræðgi og var búin að meta hvora áttina hún skildi hlaupa í til þess að ná sem mestri sól. Viti menn allir danirnir hlupu í hina áttina og helst undir trjánum í skugganum. Hjúkkan var nú á því þetta væru bara áhugamenn um hreyfingu og gaf lítið fyrir þessa dönsku hegðun. Þegar um 5km voru búnir í glampandi sólskini og 20° stiga hita lá þá ljóst fyrir hjúkkunni hvers vegna danirnir hlupu allir í hina áttina og í skugganum - hjúkkan var að andláti komin úr hita.....
Hún náði þó að klára sína 6.3 km og druslast aftur á hótelið - rjóð í kinnum eins og ekki laust við að nokkrar freknur hafi bæst við í safnið. Höfuðverkurinn sem fylgdi í kjölfar sólar- og hitamengunarinnar gáfu hjúkkunni til kynna að þetta sólarhlaup hafi kannski ekki alveg verið rétt útpælt. Þess ber að geta að lífeðlisfræðileg kunnátta hjúkkunnar var skilin eftir uppi á herbergi áður en hlaupið hófst.
Í dag var svo annar dagur í kennslu og að honum loknum lá leiðin í hyggelighed með Nonna sínum og Þóri sínum. Hjúkkan var nú svo heppin að slá þriðju fluguna í sama högginu þar sem Haffi fékk smá sýnishorn af stelpunni en hann var að vinna og komst því ekki með. Á leiðinni til strákanna vildi nú ekki betur til en svo að hjúkkan villtist af leið. Það er greinilega ekki málið að hafa verið nokkrum sinnum í Köben. En að lokum fann hjúkkan leið sem lá í rétta átt, ekki vildi verr til en svo að hjúkkan gekk beint inn á mótmæla / kröfufund danskra hjúkrunarfræðinga á NyTorv. Torgið fullt af hjúkrunarfræðingum í stuttermabolum með skilti og allir vinir. Þetta var alveg frábær sjón og verklýðsbaráttutröllið kom upp í hjúkkunni. Ef hún hefði ekki verið á leiðinni að hygge sig með strákunum þá hefði nú örugglega fengið lánað spjald hjá collega sínum og skellt sér á útifundinn. Go sisters Go!!!

24/04/2008

Söngvarar ársins!
Ofurgellurnar í Novartis unnu til verðlauna á vetrarhátið samstæðunnar í gær - jú hin eftirsóttu verðlaun "Framúrskarandi söngvarar". Það var mikil gleði og ótrúlega gaman á skemmtuninni og húsbandið fræga hélt uppi fjörinu á ballinu um kvöldið. Eftir ballið lá leiðin heim enda hjúkkan gjörsamlega úrvinda af þreytu. Það virðist sem eitthvað óstabílt fylgi þessari vetrarhátið samstæðunnar þar sem síðustu tvö ár hefur eitthvað svakalegt verið í gangi á sama tíma. Í fyrra brann í miðbænum og í ár voru óeirðir í Norðingaholti. Hjúkkan hefur nú sínar skoðanir á þessu öllu og ætlar ekki að láta þær frekar uppi hér. Það verður spennandi á næsta ári að sjá hvað gerist....
Í dag hefur hjúkkan verið mest megnis í leti enda þannig veður úti. En nú er sumarið komið, tími sem verður bara skemmtilegur með fullt af ferðalögum og útivist. Hjúkkan ætlar að massa golfið í sumar og hafa það voðalega huggulegt. Eftir viku er fyrsta ferðin, þá liggur leiðin til Danmerkur og Sviss með lokakvöldi hjá Kjánanum elskulega í Kaupmannahöfn.

15/04/2008

Tæp á því þessa dagana!
Hjúkkan dansar aldeilis á línu lukkunar þessa dagana. Það er eiginlega eins og eitthvað óhapp hangi í loftinu og fer eiginlega að verða spurning um að halda sér í rúminu! Vikan byrjaði nokkuð vel, stelpan afslöppuð og fín enda búin að vera voðalega framkvæmda dugleg í kotinu um helgina. Jú ótrúlegt en satt þá hefur síðasti glugginn verið málaður!!!! Það tók ekki nema tæp 2 og hálft ár að klára málningavinnuna eftir innflutning en það er sem sagt í góðum farvegi. Gardínustöng og þar af leiðandi gardínur voru hengdar upp innan rimlanna í svefnherberginu og því getur hjúkkan sofið á sínu sæta eyra fram eftir morgni, án þess að fá sólina beint í andlitið.
Eftir vinnu á mánudag fannst hjúkkunni þó eins og hún ætti að muna eitthvað. Var við það að skella sér í Bláfjöll þegar hún mundi eftir fræðslufundinum sem hún átti að halda í hádeginu í dag - og ekki var hjúkkan búin að undirbúa neitt. Gærkvöldið fór sem sagt að hluta til í það. Nú hélt hjúkkan að hún væri komin aftur á rétta braut nema hvað að í vinnunni í dag lokaðist á hana rennihurð!!!! Já hjúkkan var að rembast við að koma trillu hlaðna kössum út en festist í mottunni og svo lokaðist bara rennihurðin á stelpuna, sem slapp með minniháttar meiðsli. Og þetta hélt áfram, þegar hjúkkan kom á æfingu hjá sinfóníu hljómsveit áhugamanna í kvöld og opnaði fiðlukassann hafði einn strengurinn slitnað!!!
Nú er sem sagt ráð að gera sem minnst og fara bara beint í háttinn, þar eru litlar líkur á meiðslum.... Farið varlega elskurnar :)

06/04/2008

Varð fyrir freknum!!
Hjúkkan varð fyrir freknum í dag ásamt þó nokkrum sólargeislum þegar hún renndi sér á þokkafullan hátt niður hlíðar Bláfjalla í sól og smá roki. Þrátt fyrir að hafa borið á sig krem fyrir ferðina þá uppskar hjúkkan svona um það bil 2000 freknur og þó nokkurn roða í kinnum og á höku. Þar sem hjúkkan hefur ráð undir rifi hverju þá fann hún eitthvað after-sun krem/sprey í baðskápnum í Dofranum. Nú situr því hjúkkan glansandi rjóð í kinnum, þar sem í kreminu er eitthvað simmer dótarí :) Maður ætti nú bara að skella sér á djammið með þetta lúkk!
Föstudagurinn var ansi fjörugur á aðalfundi BHM. Jú það getur verið gaman á slikum fundum. Að fundinum loknum var boðið til kvöldverðar í Rúgbrauðsgerðinni. Þar hélt fjörið áfram með ýmsum óvæntum og mis viðeigandi samræðum. Að lokum skellti hjúkkan sér á ball með Sálinni á Sögu og þar var tekið á því með dansi og söng. Að gefnu tilefni fór laugardagurinn í ryðgun :)
Nú er málið að massa fjölskyldustemninguna eða undirbúa sig andlega fyrir vinnuvikuna sem framundan er :)

30/03/2008

Stórt og smátt á sunnudegi!
Hjúkkan er nú búin að vera á hlaupum og í hlaupum undanfarið og kominn tími til þess að henda niður nokkrum línum. Þar sem heilsuátaki vinnunnar líkur á mánudag ákvað stúlkan á miðvikudag að taka nú síðustu dagana með trompi. Jú það var tekið hraustlega á því nokkra daga í röð og uppskar hjúkkan harðsperrur á nýjum stað. Jú undir iljunum!!!! Hver fær harðsperrur í iljarnar?? En það bjargaðist nú með enn einum góðum salsa tíma þar sem dans hæfileikar hjúkkunnar komu berlega í ljós.....
Í dag var sprottið á fætur fyrir allar aldir miðað við sunnudag og leiðin lá í Bláfjöll. Á símsvaranum var tekið fram að þar væri 8 stiga frost og nánast logn. Það er greinilega mismunandi hvernig fólk skilgreinir "logn" en á vissum stöðum í brekkunum þurfti maður að hafa sig allan við til þess að komast áfram niður brekkuna en fjúka ekki aftur upp á topp. Maður hefur kannski tekið of vel á því í gymminu og orðin léttur sem fiður, eða ekki - erfitt að segja.
Vikan framundan verður ansi þétt og því spurning um að leyfa sér smá leti í kvöld, en nennan fyrir því er eitthvað lítil. Þetta er svona dæmigert sunnudagskvöld þar sem við einhleypu og barnlausu höfum stundum eiginlega ekkert að gera. Margir að massa fjölskyldustemninguna eða á stefnúmóti með nýjasta hösslinu. Þetta hljómar voðalega aumkunarvert en stundum bara leiðist manni sunnudagskvöldin. Nú er mál að druslast af sófanum og finna sér eitthvað að gera - Góðar stundir :)

21/03/2008

Páskafrí!
Lífið er ljúft í páskafríinu hjá stelpunni. Óvænt heimsókn að utan hefur breytt svolítið plönum helginarinnar sem áttu að snúast um að gera sem minnst. En þar sem stóra systir ákvað að skella sér heim er nú ekki annað hægt en að krúsa aðeins með sys. Í dag var tekinn yndislegur göngutúr í Heiðmörkinni og svo dinner þar sem allar þrjár voru samankomnar í fyrsta skipti í langan tíma. Bara huggulegt hjá systrunum sem sagt. Á morgun á að skella sér í fjallið og sennilega eitthvað í búðir ef ég þekki okkur rétt.
Á Páskadag verður hjúkkan svo með sitt nánasta í páskalambi og það var sett í marineringu í dag. Yndislegar ferskar kryddjurtir settir í matvinnsluvélina góðu og svo allt gumsið nuddað á lambið sem fær að liggja í dásemdinni í tvo daga - bara gott :) Það er eins gott að maður verði duglegur í gymminu eftir helgina enda búið að láta vel að sér þessa dagana...

18/03/2008

Vorið á næsta leyti!
Já hjúkkan er alveg á því að nú sé vorið að koma. Léttur ilmur af hæg rotnandi grasi sem legið hefur undir snjó í nokkra mánuði er farin að læðast um og það er orðið bjart þegar maður vaknar á morgnana. Eins virðist sem pumpugreyinu sé eitthvað illa við vorið því eins og í fyrra byrja stælarnir í henni á þessum tíma. Þessi uppsteit verður nú slegin niður með góðum lausnum og vandamálinu frestað :)
Hjúkkan átti hreint og beint frábæra helgi. Hún var í keilumeistaraliði Veritas Capital, fór á skíði í unaðslegu veðri, hitti frænkurnar og kúrði hjá uppáhalds litla frænda. Laugardagurinn var einhver sá besti í fjallinu í manna minnum og bættust ófáar freknur við andlit hjúkkunnar.
Nú er málið að halda páskamatinn í Dofraberginu, fara í skírn á Skírdag (auðvitað) og hafa það almennt ofboðslega gott í páskafríinu langþráða.

13/03/2008

Dagur aflýstu fundanna!
Dagurinn í dag hefur aldeilis tekið breytingum frá því sem skipurlagt var. Hjúkkan fór í sitt fínasta vinnupúss í dag enda átti hún von á að funda með nokkrum læknum og einnig ráðherra. Nema hvað að fljótlega eftir komu á skrifstofuna fóru að berast tilkynningar um frestanir á fundum. Til að byrja með var þetta í lagi, meiri tími milli funda og hjúkkan bara nokkuð sátt. Svo hélt dæmið áfram og eins og staðan er núna hefur öllum fundum dagsins verðir aflýst og nýr fundartími settur. Í ofanálag er komið gat á nælonsokkinn hjá stelpunni!!! Já þetta hefur kannski verið yfirvofandi, þ.e. gatið og þess vegna hafa örlögin gripið inn í og frestað fundunum.
Ætli maður geti ekki bara frestað deginum? Nú er sem sagt tími til að fara í önnur verkefni og ekkert meira um það að segja í bili.

10/03/2008

Skíði á fordkrúttinu!
Hjúkkan fer nú að verða kosin duglegasti skíðari ársins eftir frammistöðu síðustu vikurnar. Jú eins og vanalega skellti gellan sér í fjallið á sunnudag í blíðu á fordkrúttinu. Jú krúttbíllinn kom úr viðgerð á föstudaginn, dæmigert að fá ekki að vera á svarta Volvoinum yfir helgina... Hjúkkan tók nettan líkamsræktar óverdós sem sagt sem byrjaði á gymminu á laugardaginn. Eitthvað var brussugangurinn í hjúkkunni meiri en vanalega sem endaði á því að stelpan skellti púðurdósinni sinni í gólfið. Jú Mac powder leit voðalega vel út á gólfinu sem hjúkkan reyndi eftir bestu getu að dreifa undir skápana :) Að því loknu flýtti hún sér út enda orðin of sein í afmæli..
Í dag átti svo að taka nettan eftirmiðdag í fjallinu en þegar þangað var komið var leiðindar rok, skafrenningur og ekkert skyggni og því snaraði stelpan sér bara heim. Sem var nú bara eins gott, því upp kom óútskýrt mögulegt lekavandamál í húsinu sem krafðist mikillar spæjaravinnu, pípara og loks eins skitins krana í ruslatunnugeymslunni sem hafði opnast. Hjúkkan var farin að sjá fyrir sér að hún myndi sitja uppi með uppdælandi slökkviliðsmenn heila kvöldstund. En betur fór en á horfðist og allt slapp.
Eit sem skemmtir stelpunni þessa dagana er auglýsing Eignavers sem hefur einmitt símann 553-2222. Fyrir þá sem eru búnir að gleyma er þetta gamla Kambsvegsnúmerið sem er of líkt Pfaff-Borgarljósum...

04/03/2008

Rigningin og rokið!
Hjúkkan er alveg í takt við þetta veður í dag, rignd og rokin... Nei ekki svo slæmt en einhvern veginn nennir maður engu í svona veðri. Nýji bílaleigubíllinn er nú samt alveg að meika það og gerir stelpuna ótrúlega gellulega. Svartur og smúð Volvo V50 - reyndar station en bara svalur. Nú fer að fara í gang undirbúningur fyrir keilukeppni samstæðunnar og lét hjúkkan bjóða í sig í dag. Reyndar fylgdu tilboðinu ekki alveg nákvæmar upplýsingar um raungetu hjúkkunnar í keilu en hún bauð fram aðstoð sína í skyndihjálp verði einhver meiðsl í liðinu og því er málið bara að vera sætur og hafa bjórinn tilbúinn.
Hjúkkuna langar til útlanda í frí - ekki á þing eða í vinnuferð þar sem hún nær íslandsmeti í hraðverslun á flugvellinum. Bara hafa það huggulegt í fallegu umhverfi og njótandi tímans. En það er nú ekki á leiðinni á næstunni. Hjúkkan gerði tilraun til þess að fá pláss fyrir 1 í skíðaferð en það eru alltaf sömu fordómarnir gagnvart fólki sem hefur engan til þess að fara með í svona ferðir - þú verður að borga nær tvöfalt verð. Ætli það hafi aldrei starfað einhleypur starfsmaður á ferðaskrifstofu?? Mér finnst að neytendasamtökin ættu að fara í þetta mál!

02/03/2008

Bíldruslan!!!
Hjúkkan fer nú alveg að tapa gleðinni gagnvart Ford krúttinu sem er greinilega farið að eiga í eldheitu sambandi við einhvern á verkstæði Brimborgar. Eftir tvær ferð á tveimur vikum þar sem annars vegar sjálfvirka skottopnunin var lagfærð og hins vegar hurðarstemningin er bíllinn sem sagt eina ferðina enn ekki alveg að meika það. Núna neitar hann að læsa hurðinni á bílnum, hú einmitt sömu hurð og var í "viðgerð" alla síðustu viku. Það gæti verið að hjúkkan hafi sjarmerað gaurana á verkstæðinu svona rosalega að þeir "gera við bílinn" svo hún þurfi að koma aftur en væri þá ekki bara auðveldara að senda manni sms eða bara bjóða í kaffi.....
Sem sagt er bíllinn á leið eina ferðina enn til Brimborgar og hjúkkan er ekki kát!

26/02/2008

Botninn á sjónvarpsmenningunni!
Hjúkkan er nú alveg á því að botninum hafi verið náð í lélegu sjónvarpsefni. Jább "raunveruleikaþátturinn" High School Reunion fær verðlaunin sem versta hugmynd sögunnar! Manni verður eiginlega illt við það að horfa á alla þessa einstaklinga slefandi upp í og utan í hvert annað og svo tengjast allir aftur æskuástinni sinni - já ég væri til í að gubba ef ég kæmist hratt á salernið ( er að máta nýju skíðaskónna og fer ekki hratt yfir á parketinu). Má ég þá frekar biðja um góða dramatík í Americas Next top Model eða Canadas next serial killer...
Hamingjusöm á nýju skíðaskónum!
Hjúkkan blómstrar af hamingju í dag þar sem hún festi kaup á nýjum skíðaskóm. Þar sem gömlu góðu hlunkarnir sungu sitt síðasta í Bláfjöllum á sunnudag var ekki um annað að ræða en að smella sér á Nordica GTS 6 (gat nú verið að týpa væri númer 6 )... Til þess að venjast skónum er hjúkkan búin að spóka sig um á heimili sínu í kvöld, íklædd microfleece gammósíunum, skíðasokkunum og nýju fínu skíðaskónum. Já þetta er sérlega smart!!!
Það hefur svo margt gerst undanfarna daga að hjúkkan man einfaldlega ekki hvar hún ætlaði að byrja með þessa færslu. Hápunktarnir voru auðvitað kjánahrollur og pína yfir lokakvöldi Eurovision. Það er alveg magnað hvað "tæknilegir örðugleikar" gátu skyggt mikið á þessa líka hæfileikaríku söngkonu Mercedes Club... og eigum við að fara út í dáleiðslu umræðuna???
Hjúkkan er þó sammála hinum ný-útlítandi karaokedrottningum um að það er farið að vanta almennilegt Eurovision partý. Það er orðið svolítið brjóstumkennanlegt þegar "Eurovision partý Páls Óskars" eru haldin á lokakvöldi undankeppninnar á RÚV en ekki á Eurovision daginn sjálfan.
Ford krúttið hefur svo verið að plaga stelpuna sem óvæntum uppákomum og ítrekuðum ferðum á verkstæðið. Fyrir nokkrum ákvað Fordinn að opna skottið í tíma og ótíma, hvort sem það hentaði hjúkkunni eða ekki. Þið getið rétt ýmindað ykkur gleðina að þurfa að hlaupa út úr bílnum á rauða ljósi til að loka þessu sjálfopnandi skotti. Eftir þá viðgerð fékk bíllinn aðra hugmynd og sú var að halda því fram að framhurðin væri opin. Til að bögga hjúkkuna enn meira en með skottopnuninni þá vældi bílli á 2 sek fresti vegna nýja vandans. Hjúkkan strauk bílnum og talaði við hann og reyndi allt sem hún gat þar til að hún gafst upp og sendi bílinn til læknis þar sem hann er núna. Á meðan spókar stelpan sig á þessum líka gellulega bíl sem hefur unnið hug og hjarta hjúkkunnar. Ætli fákurinn verið ekki tekinn upp í Bláfjöll á morgun undir fallegu skíðaskóna og fríðu hjúkkuna :)

10/02/2008

Þoturass og þvottasnúru pælingar!
Hjúkkan lagði malbik undir bíl um helgina og skellti sér austur í Hagavíkina með góðra vina hópi. Svana og Binni voru að vana höfðingjar heim að sækja ásamt litlu prinsessunni sem teiknaði þessa líka fínu mynd handa hjúkkunni. Það verður nú að taka fram að Inga og Fribbi voru hjúkkunni erfið í spilunum á meðan Gulla sýndi hjúkkunni stuðning. Dagurinn í dag byrjaði á morgunverði meistaranna (Hjúkkunnar og Svönu) sem saman stóð af nettum Atkinskúr. Eftir létta meltu lá leiðin út í snjóinn og voru þoturass og plastpokar notaðir í snilldar brekku við húsið. Nokkrar góðar ferðir voru teknar og loks skellt sér í pottinn eftir góðan sprett í brekkunni. Heimferðin gekk vonum framar og fékk Focus jeppinn að njóta sín :)
Í kvöld var tekið til hendinni á heimilinu og þar á meðal sett í þvottavél. Þegar hjúkkan var að taka úr vélinni fór hún að velta því fyrir sér hvort maður hengi þvottinn á snúruna eftir fyrirfram ákveðnu kerfi. Þar sem hjúkkan er með sameiginlegt þvottahús eiga nokkrir leið framhjá snúrunni hennar. Eftir hið óupplýsta stóra g-strengs mál hafa þessar pælingar oft leitað á hjúkkuna við þvottinn, en er maður að setja fram statement með því hvernig maður raðar á snúruna? Ef maður vill að nágrannarnir haldi að maður sé voðalegur íþróttamaður setur maður auðvitað íþróttafötin fremst á snúruna - svo allir sjái hvað maður er duglegur í gymminu. Hvar enda þá nærfötin, og hvaða nærföt setur maður á snúruna? Bara flottu Victoríu fötin eða líka HM dulurnar sem voru margfalt ódýrari? Já þessar hugsanir hræddu líka hjúkkuna, því hver veltir því fyrir sér hvernig hann setur þvottinn á snúruna??

06/02/2008

Hvar byrjar maður??
Það hefur aldeilis ýmislegt drifið á daga hjúkkunnar frá því að hún lét síðast í sér heyra. Til að mynda skrapp hún til Prag yfir helgi, keypti sér síma sem talar (jább frekar fríkað), helgið svo mikið að tárin runnu niður kinnarnar og maginn herpist af krömpum og síðast en ekki síst meikað það feitt að eigin mati á fundi. Það er alveg hreint magnað hvað hjúkkan getur alltaf meikað það feitt að eigin mati - en maður verður jú að hafa trú á því sem maður er að gera.
Hjúkkan skráði sig í heilsuátak í vinnunni og vinnur að því hörðum höndum að fara í ræktina þessa dagana. Meira að segja hefur hjúkkan sést fyrir vinnu á brettinu í WC!!!!
Prag var alveg hreint ótrúleg... Hjúkkan sat góða fyrirlestra, hitti Leif frænda og konu hans og fór á svakalegt Galakvöld í skautahöllinni í Prag. Eftir nettan íslenskan móral yfir því hversu hallærislegt þetta yrði örugglega þá sannaðist aldeilis fyrir hópnum að Íslendingar geta stundum verið sjálfum sér verstir. Hjúkkuna rak á gamlar slóðir í Prag á Hótel Adria þar sem gist var fyrir þó nokkrum árum síðan. Svo virðist sem "vinnukona" hótelsins sé lögst í helgan stein eða búin að setja kjólinn á hilluna, en hvorki tangur né tetur sást af gellunni góðu.

22/01/2008

Hvort er sorglegra?
Hjúkkan á erfitt með að ákveða hvort sé sorglegra, gengi Íslands á EM eða hegðun borgarstjórnarflokkanna. Það er ekkert grín að horfa á leik okkar manna þessa dagana og orðið frekar ömurlegt að þurfa sífellt að heyra þulina segja - óheppinn, náði ekki að skora! Hversu oft er maður óheppinn á kostnað þess að klúðra? Hjúkkan er nú samt stolt af strákunum, því það er nú örugglega ekkert grín heldur að vera Íslendingur á stórmóti þar sem við ætlum alltaf að vinna. Það er ótrúlegur Eurovision komplex í kringum stórmót í handbolta og spurning um að fara bara að sætta sig við 16. sætið...
Hitt sorglega málið er samt eiginlega sorglegra, að horfa upp á fullorðið fólk í sandkassaleik þar sem hver og einn á nýjan besta vin á hverjum degi. Það var svo brjóstumkennanlegt að horfa upp á og heyra í Sjálfstæðismönnum þegar fyrsta borgarstjórnin fór forgörðum - þau voru nú ekki mjög fullorðin í sínum ummælum í garð ákveðins framsóknarmanns og svo bara finna þau næsta mann sem er til sölu og gera honum tilboð. Þetta er svo aumkunarvert orðið að hjúkkan er himinlifandi að búa ekki lengur í Reykjavík. Svona vitleysa er sko ekki í fallega Firðinum :)
Nú er bara að halda í vonina að strákunum fari að ganga betur og að einhver loki bara sandkassanum í Reykjavík.

20/01/2008

Endalaust svekkelsi!
Enn einn daginn æsir maður sig yfir sjónvarpinu, hrópar hvatningarorð og fúkyrði á víxl yfir handboltaleik. Þetta er samt alltaf jafn gaman en það vantar samt smá spennu í dæmið. Ekki að hafa leikina algjörlega lost eða á hinn bóginn. Það er alltaf svolítið gaman af því hversu svekktur maður getur orðið á því að Logi skaut "bara" á 100 km hraða í gær þegar gaurinn í franska liðinu í dag náði 106 km hraða í einu skoti. Þetta hefur valdið ýmsum vangaveltum í EM hóp hjúkunnar og meðal annars af hverju menn velja að standa í marki í handbolta. Af hverju gera menn sér þetta - þeir vita að tilgangurinn með markmanninum er að fá boltann í sig og ef hann er heppinn fær hann einhvern leikmannanna líka í fangið! Já er þá ekki bara betra að komast á stórmót sem vatnsberi landsliðsins eða umsjónarmaður handklæða? Þar gæti maður meira að segja unnið sig upp og orðið framkvæmdarstjóri útbúnaðarsviðs landsliðsins!!! Ekki slæmur titill þar á ferð :)
Já en helgin var að öðru leyti hin besta með góðu tjútti í innflutningspartýi á föstudag, gráti yfir lélegri bíómynd og svekkelsi yfir nokkrum handboltaleikjum. Vikan framundan verður ansi þétt vegna Læknadaga og meira að segja spurning hvort maður komist í gymmið!! En fyrirséð er að hjúkkan missir af leikjunum við Ungverja og Spánverja.. nema maður komi upp EM horni á sýningarsvæðinu á Læknadögum??

12/01/2008

Íslendingar - bestir í heimi?
Nú þegar hjúkkan er búin að fara til Danmerkur með vonda veðrið og koma því í góðan sess þar var kominn tími til þess að koma sér aftur heim. Ferðin byrjaði og endaði á vinaheimsóknum en sökum kvartana sem höfðu borist frá Danmörku um heimsóknarleysi hjúkkunnar varð hún að gera eitthvað í málinu. Áður en vinna hófst var tekið gott stelpukvöld í Århus með Lindu og Svönu og smá McDreamy. Það er nú eitthvað farið að halla undan fæti hjá honum og eiginlega komnir aðrir draumalæknar í líf stúlknanna en ekki meira um það hér. Vinnan hófst á mánudag og sem fyrr var setið allan daginn og velt fyrir sér gangi mála í bransanum. Kvöldin einkenndust af kvöldvökum á danska vísu og það var eiginlega svona kjánalega gaman.....
Á leiðinni heim var ein nótt tekin í Köben hjá Þóri og Jacob og Héðinni átti leið um í smá súpu og knús. Bara yndislegt að hitta strákana sína í Köben og lofaði hjúkkan að koma aftur fljótlega.
Þegar hjúkkan var nú komin út í vél (NB kl. 13:20) sá hún sér til lítillar hamingju að ferðafélagar hennar í fluginu (þ.e. þeir sem voru í sömu sætaröð) voru tveir súr-illa-lyktandi fullir miðaldra íslenskir karlmenn. Þeir byrjuðu á því að spyrja með nettu frussi ,, ertu íslensk"? Jú hjúkkan gat ekki annað en viðurkennt það þar sem hún var að lesa Morgunblaðið. Þessir ferðafélagar gáfu sér svo leyfi til þess að reyna að spyrja hjúkkuna um fjölskylduhagi hennar. Hjúkkunni til lífs sá hún að það voru laus sæti við neyðarútgang svo hún spratt á fætur og fangaði eina flugfreyjuna, lýsti ástandinu og var ótrúlega glöð þegar hún flutti sig í annað sæti í vélinni. Alla vega þrisvar sinnum í fluginu sá hjúkkan svo fyrrum sætaraðarfélagana hlaupa á klósettið til þess að sækja þurrkur þar sem eitthvað hafði helst niður hjá þessum mönnum. Sannarlega þjóðinni til sóma!!!