20/08/2008

Hróp og köll á hótelherbergi!
Hjúkkan vaknaði snemma í morgun þrátt fyrir að vera stödd í Kaupmannahöfn og ákvað að taka sjénsinn og sjá hvort leikurinn væri í beinni. Viti menn Eurosport sýndi leikinn beint og hjúkkan ákvað að slá til og þenja taugarnar. Það var nú með sanni sagt - stelpan horfi á fyrri hálfleik, hljóp fram í morgunmat í hálfleikshléinu og var komin aftur inn á herbergi fyrir síðari hálfleik. Þegar mikið reyndi á hrópaði hjúkkan og kallaði hvatningarorð á sjónvarpið sitt, þess á milli fór hún inn á bað til að róa sig.... tók sem sagt nettan Óskar :) Það var nú orðið nokkuð tæpt að ná því að mæta á fundinn á réttum tíma en það var bara ekki hægt að fara fyrr en að leik loknum.
Danirnir biðu spenntir eftir sínum leik og voru ansi daprir þegar í ljós kom að þeir væru ekki að fara áfram í undanúrslitin - hjúkkan sýndi samhyggð og benti þeim á að nú gætu þeir bara haldið með Íslandi :)
Það sem var líka ótrúlega skemmtilegt við að horfa á leikinn á Eurosport voru dramatískar lýsingar bresku þulanna á íslensku leikmönnunum. Þeir áttu ekki til nógu sterk lýsingarorð yfir Sigfús Sigurðsson og bættu því við að þeir myndu ekki vilja mæta honum í dimmu sundi.....
Leiðin lá aftur heim í kvöld enda farið að styttast í Reykjavíkurmaraþonið. Á laugardaginn ætlar hjúkkan að "skokka" 21.1km til styrktar Heilaheill. Andlegi undirbúiningurinn er hafinn og nú er bara að taka Óla Stef á þetta allt saman :)

Engin ummæli: