06/08/2008

Raunveruleikinn á nýjan leik!
Hjúkkan er búin í sumarfríi og því hefur raunveruleikinn tekið aftur við. Það var nú bara ljúft að ganga aftur inn á skrifstofuna góðu og setjast í stólinn sinn. Auðvitað var himinn hár bunki af ólesnum pósti, tímaritum og greinum en það er eitthvað til að berjast við með haustinu.
Hjúkkan kláraði síðustu helgina í fríinu á smá flakki þar sem línuskautar voru teknir fram, útilegugírinn massaður og svo kíkt á Lovísu systir og fjölskyldu sem voru á Unglingalandsmótinu.
Í línuskautatúrnum komst hjúkkan að einfaldri staðreynd um eigin hæfni á línuskautum. Hjúkkan á erfitt með að beygja hratt en getur það þó - án þess að tapa miklum þokka! Hins vegar urðu nokkrar brekkur á leiðinni til þess að hjúkkan týndi smá þokka. Í fyrra brekkunni var gömul kona í skærbleikum jakka neðst í brekkunni... jú hjúkkan vissi af bremsu hæfileikum sínum og sá þann kost bestan að rúlla sér út á grasið til þess að lenda ekki á gömlu konunni og brjóta á henni mjöðmina. Þetta vakti nokkra kátinu hjá viðstöddum... Næsta brekka var eiginlega verri! Jú ekki var bara ein gömul kona heldur var hún að keyra enn eldri konu í hjólastól og til að gera illt verra - þá endaði brekkan í beygju!! Nú voru góð ráð dýr.. íþróttaálfurinn rúllaði niður brekkuna eins og fagmaður en hjúkkan panikkaði og stímdi að þessu sinni inn í runna. Jú maður getur ekki verið þekktur fyrir að keyra niður tvær gamlar konur ( plús hjólastólinn )!!! Þokkinn var ekki mikill yfir hjúkkunni þegar hún steig út úr runnanum aftur, hún brosti blíðlega til kvennanna tveggja, bauð þeim góðan daginn og kom sér af stað niður brekkuna. Ekki vakti þessi frammistaða minni kátinu en sú fyrri!!! En allt endaði vel og hjúkkan komst heil heim.
Nú fer að líða að Köben og svo hlaupinu langþráða - en stelpan er komin með 3 markmið fyrir hálf maraþonið sem á að takast á við... Þetta á allt eftir að ganga upp og hjúkkan bíður spennt eftir haustinu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl elsku fyndna og skemmtilega vinkona... sá fyrir mér þokkann og þig stígandi út úr runnanum..hehe en þú dödader amk ekki konurnar...
Langar að fá þig í heimsókn.. er Stokkholmur ekkert á dagskránni???
Strákarnir eru núna að leika sér með bílana, jeppana fjarstyrðu frá Fríðu frænku, vekja ómælda lukku, verst þeir eiga bara svolítið erfitt með að muna hver hún Fríða er... æi manstu mamma bílarnir frá henni þarna hvað heitir hún aftur Nönnu!
hihi
Lovvjú
Stórt knús
Jóa mjóa