29/07/2008

Sumarfríið bráðum búið!
Hjúkkan er að klára fríið sitt undir lok þessarar viku og er nú komin með nettan aðskilnaðarkvíða við fríið. Þetta frí hefur verið langbesta sumarfrí sem hjúkkan hefur átt í ára raðir og það er eiginlega erfitt að finna það sem stelpan hefur ekki lagt sér fyrir hendur. Sæl og freknótt kemur hún til með að rúlla í hlaðið á Hörgartúninu á föstudagsmorgun, með hlaupagallann í bílnum og til í tuskið.
Þessa dagana er verið að slaka á, taka hlaupaæfingar og njóta lífsins. Í dag var einmitt ofurfrænku æfing á hlaupum og leit það ferkar illa út á tímabili. Þar sem sólin skein ansi skært og þvílíki rakinn myndaðist í Fossvogsdalnum, var um lítið annað að ræða en að fækka fötum. Nei dónarnir ykkar þetta varð ekkert "naked run" en úff verð nú að viðurkenna að manni langaði virkilega að henda sér í lækinn á leiðinni upp að Víkinni. En þetta hafðist að lokum....
Þá er bara spurning hvar maður verður um Verslunarmannahelgina??

Engin ummæli: