07/07/2008

Nýtur lífsins í fríinu!
Hjúkkan er aldeilis að njóta lífsins í sumarfríinu. Gamla mítan sem fylgdi hjúkkunni í mjög mörg ár sem fólst í því að veður var almennt vont þegar hún var á Íslandi í sumarfríi er gjörsamlega farin og hjúkkan auðvitað ferknóttari með hverjum deginum.
Helginni var eytt í góðum félagsskap í Munaðarnesi þar sem hjúkkan ákvað nú að massa tanið - enda blíðan til þess. Eitthvað voru nú fæturnir á stúlkunni næpuhvítir með nettum bláma enda hafa þeir ekki séð sólarbirtu í langan tíma. Sólarvörn var auðvitað notuð í brúnkumeðferðinni en þar sem fæturinn "verða ekki brúnir" þá var auðvitað ekki ástæða til þess að setja nokkuð á þessa fallegu leggi... Nema hvað þegar að kvöldi var komið fór að kræla á þó nokkurri hitatilfinningu sem kom frá sköflunum stúlkunnar. Henni til ómældrar hamingju virðist sem að fæturnir verði jú líka fyrir sólargeislum þegar maður massar brúnkuna og var ekki komist hjá því að viðurkenna sólbruna á sköflungum. Einhverjum til nokkurrar gleði þá hafa freknurnar á hnjánum aukist við þessi tilþrif!
Dagurinn í dag fór nú ekki í brúnkumeðferð enda var deginum eytt hjá Ríkissáttasemjara ásamt samninganefnd hjúkrunarfræðinga. Það var nú samt ótrúlegt hvað dagurinn leið hratt og á morgun verður næsti fundur. Hjúkkan var búin að leggja alla drauma um golfhring á hilluna þegar hún fékk svo gylliboð um einn hring eftir kvöldmat og auðvitað var heimavöllurinn heimsóttur. Setbergsvöllurinn hefur sjaldan eða aldrei hirt jafnmarga bolta af hjúkkunni sem þó var að spila sómasamlega - There always room for improvement!!!!
Jæja best að henda sér í ból enda nóg að hugsa um á morgun.
Afmælisbarn dagsins 07/07 er of course Karaoke drottningin og íþróttafréttaritarinn Lovísa - Til hamingju með afmælið :)

Engin ummæli: