Komin heim úr kjötbollulandinu!
Hjúkkan er komin heil heim eftir mjög svo ógleymanlega ferð til kjötbollukónganna í Svíþjóð. Það var nú aðeins betra veðrið þar - bara svona 16 - 18 stiga hiti og sól en hver er að kvarta, nístingskuldi og rok eru góð fyrir húðina! Tíminn í Uppsala stendur upp úr enda var svo dásamlegt að hitta litlu prinsana og foreldra þeirra. Heimsóknin til Hennes og Maurtiz gekk vonum framar og hjúkkan náði ótrúlegum árangri í verslunarleiðangri á stuttum tíma. Hún er jafnvel að hugsa um að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikum verslunarfíkla. Litlu prinsarnir bræddu hjarta hjúkkunnar þegar hún var að fara inn í flugstöðina því þeir vildu ekki að hún færi heim. Flugið heim var einkennilegt - flugstjórinn var búinn að vara við vondu veðri enda þeystist áhöfnin af stað um leið og mögulegt var, skellti matnum fram og Sagabutique og dreif sig svo bara aftur í sætin sín. Flugstjórinn kom í kallkerfið og bað fólk um að halda kyrru fyrir vegna ókyrrðar og hafa sætisbeltin spennt. Þessi ókyrrð fór nú ekki fram hjá neinum sem var um borð í vélinni og voru flestir pollrólegir í sætum sínum. Allt í einu kemur flugfreyja í kallkerfið í mikilli örvæntingu og ítrekar að allir eigi að vera í sætum sínum og var hún hálf ógnvekjandi þar sem fluffan virkaði í pínu panic. Hjúkkan þekkir nú nokkra einstaklinga sem hefðu sennilega þurft að skipta um brók eftir flugið en að lokum tók ókyrrðin enda og vélin lenti heil í Keflavík. Nú er mál að koma sér aftur í Íslands gírinn og drífa sig í vinnuna og djamma svolítið í kvöld með vinnufélögunum.
30/09/2005
28/09/2005
Hejsan fra Sverige!
Hjukkan er ordin svona lika svakalega god i saenskunni ad thad er naestum thvi vandraedalegt. Enda er hun buin ad sitja fundi fra thvi a manudag sem felstir hafa farid fram a thessu annars agaeta tungumali. Nu er radstefnunni lokid og var hun ogleymanleg i marga stadi. Helst ber tho ad nefna hadegismatinn einn daginn sem saman stod af kartoflum, sallati og innbokudum kjotbollum i kjukling!!! Ja hjukkan hefur sjaldan lent i annarri eins maltid enda veit hun enn ekki hver hafdi svo mikid hugmyndarafl ad troda kjotfarsi inn i kjuklingabringur og rulla svo ollu upp og sjoda!!!! Thad voru nu einnig onnur ogleymanleg atvik s.s. ferd a karaokebar og salsa kennsla a hatidarkvoldverdi i Stokkholmi. Hennes og Mauritz bidja ad heilsa ollum heima og sakna theirra sem their thekkja mikid! Hjukkan hefur nu samt ekki verid mjog dugleg vid ad heilsa upp a tha enda upptekin a fundum. En nu er hjukkan komin til Uppsala og dvelur hja hofdingjunum Johonnu og Gisla. Thar eignadist hjukkan tvo addaendur sem ekki vilja sleppa hendinni af hjukkunni. Thetta eru audvitad their Oli og Snorri sem eru verdandi tengdasynir hjukkunnar - sem sagt verdandi eiginmenn Sigridar og Lilju :)
Hjukkan kemur heim a morgun med fullt rassgat af orku og hugguleg heitum enda verdur bara nokkud gaman ad komast aftur heim. Thangad til farid varlega og haldid ykkur fra innbokudum kjotbollum i kjukling :)
Hjukkan er ordin svona lika svakalega god i saenskunni ad thad er naestum thvi vandraedalegt. Enda er hun buin ad sitja fundi fra thvi a manudag sem felstir hafa farid fram a thessu annars agaeta tungumali. Nu er radstefnunni lokid og var hun ogleymanleg i marga stadi. Helst ber tho ad nefna hadegismatinn einn daginn sem saman stod af kartoflum, sallati og innbokudum kjotbollum i kjukling!!! Ja hjukkan hefur sjaldan lent i annarri eins maltid enda veit hun enn ekki hver hafdi svo mikid hugmyndarafl ad troda kjotfarsi inn i kjuklingabringur og rulla svo ollu upp og sjoda!!!! Thad voru nu einnig onnur ogleymanleg atvik s.s. ferd a karaokebar og salsa kennsla a hatidarkvoldverdi i Stokkholmi. Hennes og Mauritz bidja ad heilsa ollum heima og sakna theirra sem their thekkja mikid! Hjukkan hefur nu samt ekki verid mjog dugleg vid ad heilsa upp a tha enda upptekin a fundum. En nu er hjukkan komin til Uppsala og dvelur hja hofdingjunum Johonnu og Gisla. Thar eignadist hjukkan tvo addaendur sem ekki vilja sleppa hendinni af hjukkunni. Thetta eru audvitad their Oli og Snorri sem eru verdandi tengdasynir hjukkunnar - sem sagt verdandi eiginmenn Sigridar og Lilju :)
Hjukkan kemur heim a morgun med fullt rassgat af orku og hugguleg heitum enda verdur bara nokkud gaman ad komast aftur heim. Thangad til farid varlega og haldid ykkur fra innbokudum kjotbollum i kjukling :)
25/09/2005
Sápuópera dauðans!
Það hefur gengi á ýmsu í lífi ofurhjúkkunnar síðastliðna mánuði. Hún er orðin vinsæll íbúða-passari og þykir ansi góð í því að huga að eigum annarra. Þar að auki hefur hjúkkan oft lent í mjög einkennilegum og allt að fáránlegum aðstæðum. Á tímum hefur hjúkkan velt því fyrir sér hvort ekki megi skrifa nokkuð gott handrit að sápuóperu sem mæður í fæðingarorlofi munu verða háðar - auðvitað yrði þátturinn sýndur beint á eftir Opruh! En þá er það pælingin í kringum þetta allt - er það tilviljun að maður lendir í svona aðstæðum eða gengur maður sjálfur inn í þær, vitandi hvað þetta er allt saman illa ruglað? Já það má velta þessu fyrir sér á ýmsa vegu og hefur hjúkkan ákveðið að gera það ekki. Henni var bent á það um daginn að hún ætti það til að rökræða allt við sjálfa sig og gera þannig einfalt mál mjög flókið. Í stað þess ætlar hún að skella sér á samstarfsfund stjórna norrænna hjúkrunafélaga í Svíþjóð og kíkja í heimsókn til Jóu sinnar og Gísla og tvíburanna í Uppsölum. Svo ætlar hjúkkan líka að hitta vini sína þá Hennes og Mauritz og endurnýja samband sitt við þá.
Það hefur gengi á ýmsu í lífi ofurhjúkkunnar síðastliðna mánuði. Hún er orðin vinsæll íbúða-passari og þykir ansi góð í því að huga að eigum annarra. Þar að auki hefur hjúkkan oft lent í mjög einkennilegum og allt að fáránlegum aðstæðum. Á tímum hefur hjúkkan velt því fyrir sér hvort ekki megi skrifa nokkuð gott handrit að sápuóperu sem mæður í fæðingarorlofi munu verða háðar - auðvitað yrði þátturinn sýndur beint á eftir Opruh! En þá er það pælingin í kringum þetta allt - er það tilviljun að maður lendir í svona aðstæðum eða gengur maður sjálfur inn í þær, vitandi hvað þetta er allt saman illa ruglað? Já það má velta þessu fyrir sér á ýmsa vegu og hefur hjúkkan ákveðið að gera það ekki. Henni var bent á það um daginn að hún ætti það til að rökræða allt við sjálfa sig og gera þannig einfalt mál mjög flókið. Í stað þess ætlar hún að skella sér á samstarfsfund stjórna norrænna hjúkrunafélaga í Svíþjóð og kíkja í heimsókn til Jóu sinnar og Gísla og tvíburanna í Uppsölum. Svo ætlar hjúkkan líka að hitta vini sína þá Hennes og Mauritz og endurnýja samband sitt við þá.
23/09/2005
"Klukkæðið"
Hjúkkan hélt að hún kæmist undan flestu í þessari tölvuveröld. Hún til dæmis skrifaði aldrei neinn 100 atriða lista um sjálfa sig og hefur að mestu lifað góðu lífi í kjölfarið. En þar sem hjúkkan er nú félagslynd með meiru og oft til í leiki þá ákvað hún að taka áskorun Lou í Leeds og láta uppi 5 gjörsamlega tilganslausar staðreyndir um sjálfa sig:
Hjúkkan hélt að hún kæmist undan flestu í þessari tölvuveröld. Hún til dæmis skrifaði aldrei neinn 100 atriða lista um sjálfa sig og hefur að mestu lifað góðu lífi í kjölfarið. En þar sem hjúkkan er nú félagslynd með meiru og oft til í leiki þá ákvað hún að taka áskorun Lou í Leeds og láta uppi 5 gjörsamlega tilganslausar staðreyndir um sjálfa sig:
- Þegar hjúkkan var 6 ára ætlaði hún að giftast einum bekkjarbróður sínum - sú varð ekki raunin. Þessi ágæti drengur vann sér þó ýmislegt til frægðar á unglingsárunum og þakkar hjúkkan örlögum sínum að ástin entist ekki.
- Hjúkkan hefur löngum verið þekkt fyrir það að tala - hún talaði svo mikið sem barn að foreldrar hennar borguðu henni fyrir það að þegja í fjölskylduferð í Þýskalandi þegar hjúkkan var 7 ára.
- Hjúkkunni er yfirleitt kalt á höndunum og finnst lítið annað betra en að stinga þeim inn á heita bumbu á einhverjum grunlausum.
- Hjúkkan er stundum svolítið óheppin og hefur óheppni hennar fengið nafn og er kennt við ákveðinn sjúkdóm sem skýrður var í höfuðið á henni. M.a. hefur hjúkkan opnað bílhurð í andlitið á sjálfri sér, orðið fyrir bílskúrshurð, skallað sjúkrabíl og síðast en ekki síðst - þá datt hjúkkan út úr rútu fyrir mörgum árum síðan.
- Hjúkkunni finnst almennt mjög gott að sofa og þá helst á vinstri hlið. Eins er hjúkkan ekki neinn sérstakur morgunhani og þeir sem halda að morgunstund gefi gull í mund geta bara átt sig.
Jæja þá er þessari upptalningu lokið og hjúkkan útkeyrð eftir miklar pælingar í því hvað eru gagnslausar staðreyndir. Þá eru það næstu fórnarlömb þessa bráðskemmtilega leiks - Dóa litla, Bragi, Roald og jafnvel hann Þormóður.
20/09/2005
Enn ein skóflustungan!
Það gladdi litla hjarta hjúkkunnar að lesa mbl.is í morgun þegar hún rakst á frétt um að í dag yrði tekin skóflustunga að nýju kennslu- og íþróttarhúsi við menntaskólann. Hjúkkan gladdist mjög yfir því að þessi tegund íþróttariðkunnar er sem sagt enn við líði - þ.e. að taka skóflustungur af þessu blessaða íþróttarhúsi við MH. Ekki man hjúkkann betur en að Björn Bjarnason hafi tekið nokkrar skóflustungur og jafnvel Ingibjörg Sólrún, nú hafa Þorgerður Katrín og Steinunn Valdís bæst í hóp þessarra íþróttarmanna sem virðast þó aldrei komast lengra í fyrstu skólfustunguna - merkilegt! Nú ættu alla vega að vera komnar svona 5 - 6 "fyrstu skóflustungur" og með þessu áframhaldið verður nú grunnurinn kominn vel á veg eftir nokkur kjörtímabil.
Það gladdi litla hjarta hjúkkunnar að lesa mbl.is í morgun þegar hún rakst á frétt um að í dag yrði tekin skóflustunga að nýju kennslu- og íþróttarhúsi við menntaskólann. Hjúkkan gladdist mjög yfir því að þessi tegund íþróttariðkunnar er sem sagt enn við líði - þ.e. að taka skóflustungur af þessu blessaða íþróttarhúsi við MH. Ekki man hjúkkann betur en að Björn Bjarnason hafi tekið nokkrar skóflustungur og jafnvel Ingibjörg Sólrún, nú hafa Þorgerður Katrín og Steinunn Valdís bæst í hóp þessarra íþróttarmanna sem virðast þó aldrei komast lengra í fyrstu skólfustunguna - merkilegt! Nú ættu alla vega að vera komnar svona 5 - 6 "fyrstu skóflustungur" og með þessu áframhaldið verður nú grunnurinn kominn vel á veg eftir nokkur kjörtímabil.
17/09/2005
Loksins kom að því!
Mikil tímamót áttu sér stað í íslenskri knattspyrnu í dag - það kom að því að sagan endalausa tæki endi. Jú Fram er loksins fallið úr úrvalsdeildinni og gamlir vinir í Breiðablik og Víking kom upp. Swing drottningin er nú örugglega hin ánægðasta enda mikill víkingur og vill hjúkkan óska henni innilega til hamingju með árangurinn.
Af endajaxlinum eru loksins farnar að berast góðar fréttir enda er hjúkkan nú laus við alla sauma sem voru í kjaftinum á henni. Enn er verkjalyfjanotkunin í gangi en magnið fer sífellt minnkandi og lengra líður nú á milli inntöku - sem sagt allt að koma. Í þessum erfiðleikum sem hafa verið í kjölfar aftökunnar hefur hjúkkan kynnst nýjum hópi af fólki sem henni er illa við. Þetta eru Pollýönnurnar sem hafa allar farið í endajaxlatöku þar sem ýmist allir voru teknir í einu og því sem næsta hálskirtlarnir líka og "þetta var ekkert mál!!!" Þessi hópur fólks telur sig knúinn til þess að gefa hjúkkunni góðar lýsingar á því hvað þetta var lítið mál og hvort farið var á KFC beint eftir eða bara í partý. Hjúkkan hefur ákveðið að senda þessu fólki ekki jólakort á þessu ári ...
Mikil tímamót áttu sér stað í íslenskri knattspyrnu í dag - það kom að því að sagan endalausa tæki endi. Jú Fram er loksins fallið úr úrvalsdeildinni og gamlir vinir í Breiðablik og Víking kom upp. Swing drottningin er nú örugglega hin ánægðasta enda mikill víkingur og vill hjúkkan óska henni innilega til hamingju með árangurinn.
Af endajaxlinum eru loksins farnar að berast góðar fréttir enda er hjúkkan nú laus við alla sauma sem voru í kjaftinum á henni. Enn er verkjalyfjanotkunin í gangi en magnið fer sífellt minnkandi og lengra líður nú á milli inntöku - sem sagt allt að koma. Í þessum erfiðleikum sem hafa verið í kjölfar aftökunnar hefur hjúkkan kynnst nýjum hópi af fólki sem henni er illa við. Þetta eru Pollýönnurnar sem hafa allar farið í endajaxlatöku þar sem ýmist allir voru teknir í einu og því sem næsta hálskirtlarnir líka og "þetta var ekkert mál!!!" Þessi hópur fólks telur sig knúinn til þess að gefa hjúkkunni góðar lýsingar á því hvað þetta var lítið mál og hvort farið var á KFC beint eftir eða bara í partý. Hjúkkan hefur ákveðið að senda þessu fólki ekki jólakort á þessu ári ...
14/09/2005
Verkjalyfjamóðan!
Hjúkkan er að reyna að stíga út úr verkjalyfjamóðunni sem hrjáir hana þessa dagana. Ýmislegt grunsamlegt hefur komið í ljós í kjölfar endajaxlatökunnar ógurlegu. Nú er hjúkkan sem sagt smámælt og auk þess með gífurlegt málstol!!! Hún virðist ekki geta sagt sum orð og þau orð sem eru með mörgum stöfum í og þar sem talið s fer allt í tómt rugl. Annars hefur hjúkkan lítið látið sjá sig á öðrum stöðum en á sófanum eða í vinnunni undanfarna daga enda hefur ástand hennar ekki boðið upp á mikinn mannfögnuð. Stefnan er nú tekin á mikla breytingu á þessu ástandi enda er hjúkkan búin að sjá að hún gengur ekki út - ef hún ætlar að hanga heima á sófanum öll kvöld vikunnar. Annars er lífsklukkan ekkert farin að tifa af alvöru þrátt fyrir pesteringar Þormóðs.... sem hjúkkan hefur reyndar fyrirgefið að fullu enda vill Þormóður bara vel. Nú fer að koma tími á meiri verkjalyf enda er móðan að renna af hjúkkunni og það má nú ekki gerast.
Hjúkkan er að reyna að stíga út úr verkjalyfjamóðunni sem hrjáir hana þessa dagana. Ýmislegt grunsamlegt hefur komið í ljós í kjölfar endajaxlatökunnar ógurlegu. Nú er hjúkkan sem sagt smámælt og auk þess með gífurlegt málstol!!! Hún virðist ekki geta sagt sum orð og þau orð sem eru með mörgum stöfum í og þar sem talið s fer allt í tómt rugl. Annars hefur hjúkkan lítið látið sjá sig á öðrum stöðum en á sófanum eða í vinnunni undanfarna daga enda hefur ástand hennar ekki boðið upp á mikinn mannfögnuð. Stefnan er nú tekin á mikla breytingu á þessu ástandi enda er hjúkkan búin að sjá að hún gengur ekki út - ef hún ætlar að hanga heima á sófanum öll kvöld vikunnar. Annars er lífsklukkan ekkert farin að tifa af alvöru þrátt fyrir pesteringar Þormóðs.... sem hjúkkan hefur reyndar fyrirgefið að fullu enda vill Þormóður bara vel. Nú fer að koma tími á meiri verkjalyf enda er móðan að renna af hjúkkunni og það má nú ekki gerast.
11/09/2005
Ógleymanleg!
Helgin sem langt er nú komin hefur verið ógleymanlega fyrir hjúkkuna. Því lík og önnur eins vanlíðan og almenn leiðindi hafa varla sést í lífi hjúkkunnar í mörg ár. Þetta á þó aðeins við um laugardaginn (frá 06 um morgun til 02 um nótt). Súperkvendið og Dóa sæta komu til að hjúkra hænunni og slúðra aðeins með henni á föstudagskvöldið og áttu þær svona líka yndislega stund saman píurnar. Þær fóru nú heim á skikkanlegum tíma enda veður vont og hjúkkan þreytt. Um kl 06 á laugardagsmorgni byrjaði svo ballið hjá hjúkkunni. Hún vaknaði með þennan líka nístingsverk í andlitinu og dreif í sig tvöfaldan skammt af verkjalyfjunum og lagðist aftur til hvílu. Um einni og hálfri klukkustund síðar vaknaði hjúkkan við ógleymanlega kviðverki og leið henni sem maginn á henni vildi komast út úr líkamanum. Eftir ýmsar pælingar og leiðir til þess að láta sér líða betur kom loks heimsókn til GustavBerg og áttu þau góðar stundir saman. Loks náði hjúkkan að sofna aftur enda uppgefin eftir stefnumótið við Gustav. Hjúkkan blundaði aðeins og dreif sig svo inn í sófa um kl. 10, þá full sjálfsvorkunar og vanlíðunar. Í kjölfarið hringdi hún í þjónustuver símans og fékk sér áskrift af Enska boltanum!!! Víííí nú tók hjúkkan gleði sína á ný og hélt af stað í apotek til að kaupa meiri verkjalyf. Á leiðinni varð á vegi hennar útsala í Skífunni og ákvað hjúkkan að hún ætti eitthvað gott skilið. Þar keypti hún sér nokkra eðla DVD diska - Flashdance, Airplane og Airplane the sequel. Megabeibið kom svo og horfði á leikinn með hjúkkunni og voru þær ekki alveg nógu sáttar við gengi sinna manna, en þetta var þó alla vega ekki Tottenham sem Man Utd var að spila við! Kvöldið fór í einmanna dvd gláp þar sem báðar Airplane myndirnar voru teknar. Og svefninn skall á um kl 02. Sem sagt alveg hreint ógleymanlegur dagur hjá hjúkkunni!
Helgin sem langt er nú komin hefur verið ógleymanlega fyrir hjúkkuna. Því lík og önnur eins vanlíðan og almenn leiðindi hafa varla sést í lífi hjúkkunnar í mörg ár. Þetta á þó aðeins við um laugardaginn (frá 06 um morgun til 02 um nótt). Súperkvendið og Dóa sæta komu til að hjúkra hænunni og slúðra aðeins með henni á föstudagskvöldið og áttu þær svona líka yndislega stund saman píurnar. Þær fóru nú heim á skikkanlegum tíma enda veður vont og hjúkkan þreytt. Um kl 06 á laugardagsmorgni byrjaði svo ballið hjá hjúkkunni. Hún vaknaði með þennan líka nístingsverk í andlitinu og dreif í sig tvöfaldan skammt af verkjalyfjunum og lagðist aftur til hvílu. Um einni og hálfri klukkustund síðar vaknaði hjúkkan við ógleymanlega kviðverki og leið henni sem maginn á henni vildi komast út úr líkamanum. Eftir ýmsar pælingar og leiðir til þess að láta sér líða betur kom loks heimsókn til GustavBerg og áttu þau góðar stundir saman. Loks náði hjúkkan að sofna aftur enda uppgefin eftir stefnumótið við Gustav. Hjúkkan blundaði aðeins og dreif sig svo inn í sófa um kl. 10, þá full sjálfsvorkunar og vanlíðunar. Í kjölfarið hringdi hún í þjónustuver símans og fékk sér áskrift af Enska boltanum!!! Víííí nú tók hjúkkan gleði sína á ný og hélt af stað í apotek til að kaupa meiri verkjalyf. Á leiðinni varð á vegi hennar útsala í Skífunni og ákvað hjúkkan að hún ætti eitthvað gott skilið. Þar keypti hún sér nokkra eðla DVD diska - Flashdance, Airplane og Airplane the sequel. Megabeibið kom svo og horfði á leikinn með hjúkkunni og voru þær ekki alveg nógu sáttar við gengi sinna manna, en þetta var þó alla vega ekki Tottenham sem Man Utd var að spila við! Kvöldið fór í einmanna dvd gláp þar sem báðar Airplane myndirnar voru teknar. Og svefninn skall á um kl 02. Sem sagt alveg hreint ógleymanlegur dagur hjá hjúkkunni!
09/09/2005
Laus við endajaxlinn!
Hjúkkan lifði með naumindum af þessa aftöku endajaxlsins. Eins og hana grunaði lét jaxlinn ekki undan og þurfti að beita hinum ýmsustu græjum til að ná honum úr. Tannlæknirinn byrjaði voða ferskur "þetta verður ekkert mál - þurfum örugglega ekkert að skera"... Um hálftíma síðar var tannlæknirinn ekki eins ferskur og sagðist nú þurfa að skera aðeins í kringum jaxlinn. Enn leið og beið jaxlinn vildi ekki haggast. Tannlæknirinn gerði sitt besta til að hjúkkan héldi ró sinni um leið og hann sagðist þurfa "aðeins að fræsa úr beininu"!!! Hjúkkan var nú orðin svolítið skelfd og óskaði þess heitast að vera einhvers staðar annars staðar. Beinið var fræsað og eftir mikil átök þar sem jaxlinn var að lokum klofinn í tvennt náðist hann úr - tæðum tveimur tímum eftir að átökin hófust. Hjúkkan og tannlæknirinn höfðu í sameiningu sigrað endajaxlinn!!! Við tók mikil verkjalyfja notkun og almennt haugerí sem entist allan daginn. Hjúkkan fékk heimahjúkrun frá góðu fólki og kann hún því bestu þakkir fyrir. Næstu dagar fara í að ná saman á sér andlitinu og losna við áverkamerkin.
Hjúkkan lifði með naumindum af þessa aftöku endajaxlsins. Eins og hana grunaði lét jaxlinn ekki undan og þurfti að beita hinum ýmsustu græjum til að ná honum úr. Tannlæknirinn byrjaði voða ferskur "þetta verður ekkert mál - þurfum örugglega ekkert að skera"... Um hálftíma síðar var tannlæknirinn ekki eins ferskur og sagðist nú þurfa að skera aðeins í kringum jaxlinn. Enn leið og beið jaxlinn vildi ekki haggast. Tannlæknirinn gerði sitt besta til að hjúkkan héldi ró sinni um leið og hann sagðist þurfa "aðeins að fræsa úr beininu"!!! Hjúkkan var nú orðin svolítið skelfd og óskaði þess heitast að vera einhvers staðar annars staðar. Beinið var fræsað og eftir mikil átök þar sem jaxlinn var að lokum klofinn í tvennt náðist hann úr - tæðum tveimur tímum eftir að átökin hófust. Hjúkkan og tannlæknirinn höfðu í sameiningu sigrað endajaxlinn!!! Við tók mikil verkjalyfja notkun og almennt haugerí sem entist allan daginn. Hjúkkan fékk heimahjúkrun frá góðu fólki og kann hún því bestu þakkir fyrir. Næstu dagar fara í að ná saman á sér andlitinu og losna við áverkamerkin.
07/09/2005
Skrölt og brölt!
Hjúkkan er að íhuga að stofna flutningsfyrirtæki fyrir fólk sem þarf að flytja milli íbúða ítrekað. Nú er hjúkkan komin í enn eina íbúðarpössunina og hefur endurnýjan samband sitt við 101 Reykjavík. Hjúkkan kallar þessa dagana ekki neitt ömmu sína og ruslaði þessum flutning af á innan við klukkustund.
Hjúkkan dreif sig einmitt á djammið um síðastliðna helgi þar sem fréttahaukurinn var að kveðja vini og vandamenn áður en hann sest að í mekka knattspyrnunnar. Djammið var af rólegri kantinum þar sem leiðin lá fyrst á Hverfisgötuna í dýrindis fiskisúpu og kaldan af krana. Þaðan var farið í víking á Ölstofuna sem var jafn súr á lykt og vanalega. Þar rakst hjúkkan á vini og vandamenn og fékk sér meiri öl. Dagurinn eftir fór í vinnu og almennt haugerí og örlaði á símamóral. Hjúkkan uppgötvaði það nefnilega að sms mórall er allt annað er talhólfamórall!!!
Í kvöld liggur leiðin á fyrstu kóræfingu haustsins og saumaklúbb þar sem þriðjungur þátttakenda er óléttur.
Atökudagur endajaxlsins er á morgun og hefur þessi bévítans tönn látið heldur betur finna fyrir sér síðastliðna daga. Hjúkkan komin á sýklalyf og getur ekki sagt að hún bíði spennt eftir morgundeginum!
Hjúkkan er að íhuga að stofna flutningsfyrirtæki fyrir fólk sem þarf að flytja milli íbúða ítrekað. Nú er hjúkkan komin í enn eina íbúðarpössunina og hefur endurnýjan samband sitt við 101 Reykjavík. Hjúkkan kallar þessa dagana ekki neitt ömmu sína og ruslaði þessum flutning af á innan við klukkustund.
Hjúkkan dreif sig einmitt á djammið um síðastliðna helgi þar sem fréttahaukurinn var að kveðja vini og vandamenn áður en hann sest að í mekka knattspyrnunnar. Djammið var af rólegri kantinum þar sem leiðin lá fyrst á Hverfisgötuna í dýrindis fiskisúpu og kaldan af krana. Þaðan var farið í víking á Ölstofuna sem var jafn súr á lykt og vanalega. Þar rakst hjúkkan á vini og vandamenn og fékk sér meiri öl. Dagurinn eftir fór í vinnu og almennt haugerí og örlaði á símamóral. Hjúkkan uppgötvaði það nefnilega að sms mórall er allt annað er talhólfamórall!!!
Í kvöld liggur leiðin á fyrstu kóræfingu haustsins og saumaklúbb þar sem þriðjungur þátttakenda er óléttur.
Atökudagur endajaxlsins er á morgun og hefur þessi bévítans tönn látið heldur betur finna fyrir sér síðastliðna daga. Hjúkkan komin á sýklalyf og getur ekki sagt að hún bíði spennt eftir morgundeginum!
01/09/2005
Endajaxl dauðans!
Hjúkkan er að kljást við eigin vansköpun þessa dagana. Þannig er mál með vexti að endajaxlarnir passa ekki upp í hana og því þarf að rífa þá burt. Enn sem komið eru tveir farnir og sá þriðji fer á fimmtudaginn eftir viku. Þessi annars ágæti endajxl hefur verið til friðs fram að þessu en daginn sem ákveðið var hvernær hann færi þá ákvað helvítið að láta finna fyrir sér. Síðastliðnu daga hefur svæðið í kringum helvítið farið ört stækkandi, bólgnandi og orðið ansi aumt viðkomu. Eins og hjúkkan tjáði megabeibinu í gær þá var eins og hún væri með borðtenniskúlu í kjaftinum. En þökk sé ákveðnum bólgueyðandi verkjalyfjum er þetta allt á réttri leið og endajaxl fer að syngja sitt síðasta - MÚHAHAHA.
Annars tókst hjúkkunni að mæta og seint í vinnuna í dag vegna skipurlagsklúðurs hjá henni sjálfri. Maður á aldrei að segja sér eitt eða neitt - hafa allt skrifað niður og tékka reglulega á því. Annars lendir maður í svona aðstæðum og getur ekki kennt neinum um nema sjálfum sér. Eftir góðan dag í vinnunni dreif hjúkkan sig á golfvöllinn þar sem framfarirnar láta ekki á sér standa. Þvílíkur metnaður og framfarir hjá hjúkkunni - þetta hlýtur að vera einsdæmi. Nú mega sumir fara að gæta sín!!!
Jæja margt framundan - saumó með óléttu gellunum, pool með léttu gellunum, kveðjupartý hjá hýrum gaur og allt þar á milli.
Hjúkkan er að kljást við eigin vansköpun þessa dagana. Þannig er mál með vexti að endajaxlarnir passa ekki upp í hana og því þarf að rífa þá burt. Enn sem komið eru tveir farnir og sá þriðji fer á fimmtudaginn eftir viku. Þessi annars ágæti endajxl hefur verið til friðs fram að þessu en daginn sem ákveðið var hvernær hann færi þá ákvað helvítið að láta finna fyrir sér. Síðastliðnu daga hefur svæðið í kringum helvítið farið ört stækkandi, bólgnandi og orðið ansi aumt viðkomu. Eins og hjúkkan tjáði megabeibinu í gær þá var eins og hún væri með borðtenniskúlu í kjaftinum. En þökk sé ákveðnum bólgueyðandi verkjalyfjum er þetta allt á réttri leið og endajaxl fer að syngja sitt síðasta - MÚHAHAHA.
Annars tókst hjúkkunni að mæta og seint í vinnuna í dag vegna skipurlagsklúðurs hjá henni sjálfri. Maður á aldrei að segja sér eitt eða neitt - hafa allt skrifað niður og tékka reglulega á því. Annars lendir maður í svona aðstæðum og getur ekki kennt neinum um nema sjálfum sér. Eftir góðan dag í vinnunni dreif hjúkkan sig á golfvöllinn þar sem framfarirnar láta ekki á sér standa. Þvílíkur metnaður og framfarir hjá hjúkkunni - þetta hlýtur að vera einsdæmi. Nú mega sumir fara að gæta sín!!!
Jæja margt framundan - saumó með óléttu gellunum, pool með léttu gellunum, kveðjupartý hjá hýrum gaur og allt þar á milli.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)