17/09/2005

Loksins kom að því!
Mikil tímamót áttu sér stað í íslenskri knattspyrnu í dag - það kom að því að sagan endalausa tæki endi. Jú Fram er loksins fallið úr úrvalsdeildinni og gamlir vinir í Breiðablik og Víking kom upp. Swing drottningin er nú örugglega hin ánægðasta enda mikill víkingur og vill hjúkkan óska henni innilega til hamingju með árangurinn.
Af endajaxlinum eru loksins farnar að berast góðar fréttir enda er hjúkkan nú laus við alla sauma sem voru í kjaftinum á henni. Enn er verkjalyfjanotkunin í gangi en magnið fer sífellt minnkandi og lengra líður nú á milli inntöku - sem sagt allt að koma. Í þessum erfiðleikum sem hafa verið í kjölfar aftökunnar hefur hjúkkan kynnst nýjum hópi af fólki sem henni er illa við. Þetta eru Pollýönnurnar sem hafa allar farið í endajaxlatöku þar sem ýmist allir voru teknir í einu og því sem næsta hálskirtlarnir líka og "þetta var ekkert mál!!!" Þessi hópur fólks telur sig knúinn til þess að gefa hjúkkunni góðar lýsingar á því hvað þetta var lítið mál og hvort farið var á KFC beint eftir eða bara í partý. Hjúkkan hefur ákveðið að senda þessu fólki ekki jólakort á þessu ári ...

Engin ummæli: