20/09/2005

Enn ein skóflustungan!
Það gladdi litla hjarta hjúkkunnar að lesa mbl.is í morgun þegar hún rakst á frétt um að í dag yrði tekin skóflustunga að nýju kennslu- og íþróttarhúsi við menntaskólann. Hjúkkan gladdist mjög yfir því að þessi tegund íþróttariðkunnar er sem sagt enn við líði - þ.e. að taka skóflustungur af þessu blessaða íþróttarhúsi við MH. Ekki man hjúkkann betur en að Björn Bjarnason hafi tekið nokkrar skóflustungur og jafnvel Ingibjörg Sólrún, nú hafa Þorgerður Katrín og Steinunn Valdís bæst í hóp þessarra íþróttarmanna sem virðast þó aldrei komast lengra í fyrstu skólfustunguna - merkilegt! Nú ættu alla vega að vera komnar svona 5 - 6 "fyrstu skóflustungur" og með þessu áframhaldið verður nú grunnurinn kominn vel á veg eftir nokkur kjörtímabil.

Engin ummæli: