01/09/2005

Endajaxl dauðans!
Hjúkkan er að kljást við eigin vansköpun þessa dagana. Þannig er mál með vexti að endajaxlarnir passa ekki upp í hana og því þarf að rífa þá burt. Enn sem komið eru tveir farnir og sá þriðji fer á fimmtudaginn eftir viku. Þessi annars ágæti endajxl hefur verið til friðs fram að þessu en daginn sem ákveðið var hvernær hann færi þá ákvað helvítið að láta finna fyrir sér. Síðastliðnu daga hefur svæðið í kringum helvítið farið ört stækkandi, bólgnandi og orðið ansi aumt viðkomu. Eins og hjúkkan tjáði megabeibinu í gær þá var eins og hún væri með borðtenniskúlu í kjaftinum. En þökk sé ákveðnum bólgueyðandi verkjalyfjum er þetta allt á réttri leið og endajaxl fer að syngja sitt síðasta - MÚHAHAHA.
Annars tókst hjúkkunni að mæta og seint í vinnuna í dag vegna skipurlagsklúðurs hjá henni sjálfri. Maður á aldrei að segja sér eitt eða neitt - hafa allt skrifað niður og tékka reglulega á því. Annars lendir maður í svona aðstæðum og getur ekki kennt neinum um nema sjálfum sér. Eftir góðan dag í vinnunni dreif hjúkkan sig á golfvöllinn þar sem framfarirnar láta ekki á sér standa. Þvílíkur metnaður og framfarir hjá hjúkkunni - þetta hlýtur að vera einsdæmi. Nú mega sumir fara að gæta sín!!!
Jæja margt framundan - saumó með óléttu gellunum, pool með léttu gellunum, kveðjupartý hjá hýrum gaur og allt þar á milli.

Engin ummæli: