25/09/2005

Sápuópera dauðans!
Það hefur gengi á ýmsu í lífi ofurhjúkkunnar síðastliðna mánuði. Hún er orðin vinsæll íbúða-passari og þykir ansi góð í því að huga að eigum annarra. Þar að auki hefur hjúkkan oft lent í mjög einkennilegum og allt að fáránlegum aðstæðum. Á tímum hefur hjúkkan velt því fyrir sér hvort ekki megi skrifa nokkuð gott handrit að sápuóperu sem mæður í fæðingarorlofi munu verða háðar - auðvitað yrði þátturinn sýndur beint á eftir Opruh! En þá er það pælingin í kringum þetta allt - er það tilviljun að maður lendir í svona aðstæðum eða gengur maður sjálfur inn í þær, vitandi hvað þetta er allt saman illa ruglað? Já það má velta þessu fyrir sér á ýmsa vegu og hefur hjúkkan ákveðið að gera það ekki. Henni var bent á það um daginn að hún ætti það til að rökræða allt við sjálfa sig og gera þannig einfalt mál mjög flókið. Í stað þess ætlar hún að skella sér á samstarfsfund stjórna norrænna hjúkrunafélaga í Svíþjóð og kíkja í heimsókn til Jóu sinnar og Gísla og tvíburanna í Uppsölum. Svo ætlar hjúkkan líka að hitta vini sína þá Hennes og Mauritz og endurnýja samband sitt við þá.

Engin ummæli: