27/12/2006

Flugumferðastjórar!!
Hjúkkan er nú alveg að verða komin með nóg af þessu andlega ofbeldi sem flugumferðastjórar eru að beita þjóðinni. Þar sem hjúkkan er nú farin að ferðast nokkuð mikið sökum vinnunnar, og á einmitt flug frá Íslandi þann 2. janúar, er hún ekki hress með þessar hótanir sem felast í orðum formanns þeirra. Hann kom í Kastljósið áðan og var með frekar ónett skot á þá flugumferðastjóra sem ætla að vinna hjá nýja fyrirtækinu. Hjúkkan er nú ekki vön að blanda þessari síðu sinni í svona deilur sem ræddar eru í samfélaginu en þetta gengur of langt að hennar mati. Til dæmis síðast þegar hjúkkan hélt að hún hefði eitthvað vit á samningum, voru lögin þannig að þú slítur ekki gildandi kjarasamningi bara af því þú vilt nýjan!!! Já hjúkkunni er lítið skemmt yfir þessari hegðun starfstéttar sem heldur Íslendingum í gíslíngu!!!
Jólin komin og á hraðri leið í burtu!
Já jólin komu nú aldeilis með glæsibrag í ár. Hjúkkan naut daganna í faðmi fjölskyldunnar með tilheyrandi matarveislum og ofáti. Annars virtust flest fyrirtæki sem hjúkkan hefur unnið fyrir á árinu ákveðið að gefa eins gjöf í ár - KONFEKT..... Hjúkkan var nú farin að svitna töluvert yfir öllu þessu magni af súkkulaði sem saman var komið í Dofranum og fór hún því með dágóðan skammt á slysadeildina, þar sem fleiri fá að njóta þess.
Aðfangadagskvöld einkenndist af nettri Fríðu þar sem að mat og kaffi loknu leit kjóllinn hennar út fyrir að 5 ára barn hafi notað hann sem svuntu. Eitthvað gekk illa að koma matnum á réttan stað og því þarf kjóllinn að komast í hreinsun. Einnig steig hús í veg fyrir bílinn hjá hjúkkunni þegar hún var að bakka í stæði, en sem betur fer eru skemmdir í lágmarki. Jóladagur fór í jogginggallann og afslöppun áður en tekist var á við hangikjötið og svo var 3. veislan í Brekkuselinu í gær með systrum, viðhengjum og öðrum tengiliðum. Það fer nú að verða of lítið borðstofuborðið í Brekkuselinu þegar allt liðið er mætt en það var bara yndislegt.
Nýtt teppi leit dagsins ljós úr einum pakkanna til hjúkkunnar og hefur það verið prufukeyrt í Dofranum. Teppið er 200cm x 250 cm og því týnist hjúkkan eiginlega ef hún liggur ein undir því!! En það er bara huggulegt.
Okkar menn unnu glæstan sigur á jóladag og lítið annað að segja en Áfram Man Utd!!!!

24/12/2006

Jólaknús og jólakossar!
Hjúkkan óskar öllum vinum og vandamönnum, nær og fjær gleðilegra jólahátíðar. Passið ykkur nú á öllum matnum og konfektinu, allt er gott í hófi. Njótið tímans saman og eigið yndislegar stundir með þeim sem ykkur þykir vænst um.
Hjúkkan er komin í jólafrí og jólaskap og fer ekki á flakk aftur fyrr en 2. janúar. Það er því nægur tími fyrir hittinga, knús, spil og almennt haugerí.
Farið varlega í umferðinni og munið að vera góð við hvort annað.

14/12/2006

Bleikt biðskyldumerki!!!
Það er ekki á hverjum degi sem hjúkkan lendir í óvenjulegum aðstæðum, frekar svona annan hvern dag. Eftir að hafa setið á annarri rasskinninni í viku á ráðstefnunni í New York dreif hjúkkan sig til sjúkraþjálfarans þegar heim var komið. Flugið frá New York var rétt yfir 5 klukkutíma langt og voru þetta lengstu fimm tímar í lífi hjúkkunnar, þar sem hún var að drepast úr verkjum í bakinu og rófubeininu. Sjúkraþjálfarinn ákvað að prófa nýja leið í meðferð sem byggir á japanskri teipmeðferð. Núna er hjúkkan sem sagt með bleikt teip á neðri hluta baks í nálægð við rófubeinið. Sem sagt til að lýsa því betur þá er hjúkkan með skærbleikt biðskyldumerki á botninum!!!! Það má fara með draslið í sund og sturtu og alles þannig að það er alveg spurning um að skella sér í bikiníið og í Laugardalslaugina með biðskyldumerkið. Eitthvað ætti það eftir að vekja athygli fólks!!!
Annars er hjúkkan að detta í svakalegustu jólastemningu sem sögur fara af. Hún er búin að skreyta allt í Dofranum og er bara raulandi jólalög daginn út og inn. Það eru mörg ár síðan hún hefur dottið í svona jólaskap og þá er bara að njóta þess. Hjúkkan er nú samt ekki farin að þola auglýsinguna með syngjandi barninu....

09/12/2006

Hljómar kunnulega!
Ég veit ekki um ykkur hin en eitthvað finnst mér það hljóma of kunnulega að það sé gert ráð fyrir vitlausu veðri á Íslandi einmitt daginn áður en ég á að fara í flug heim!!! Það virðist vera þannig þessa dagana að djúpar lægðir fylgi utanlandsferðum hjúkkunnar með tilheyrandi seinkunum á flugi og almennum leiðindum!!! Kosturinn í dag er alla vega sá að bíllinn er heima í Dofranum og því lítil þörf á Björgunarsveit Hafnarfjarðar til að koma hjúkkunni milli staða :)
Það nýjasta úr lífi hjúkkunnar í New York er að hún er orðinn stoltur eigandi af Ipod Nano, sennilega síðust allra íslendina að eignast svona grip. Þetta er voðalega sniðugt tæki, en það þarf víst ekki að telja það frekar upp hér þar sem allir eru löngu komnir með svona dæmi...
Það virðist koma hjúkkunni sífellt á óvart sá svakalegi fjöldi fólks sem er í þessari borg. Það er fólk alls staðar og þar sem ekki er fólk, þar er leigubíll á fullu blasti á flautunni. Já þetta er nú aðeins meira af fólki en í Firðinum góða :)
Nú er bara að vona að veðrið gangi hratt yfir og Icelandair lendi ekki í miklum vandræðum með allt dæmið, því hugurinn er nú farinn að leita heim.
Skjótt skipast veður í loftum!
Hér í New York er réttast að segja að skjótt skipist veður í loftum... Í gær var hér 14 stiga hiti á celcius og í morgun var þetta líka netta 10 stiga frost!!! Já hitinn féll um 24 gráður á innan við sólarhring. Undir kvöld var nú aðeins farið að hitna en þetta er nú meira en góðu hófi gegnir.
Það er alveg ofboðslega mikið af fólki í þessari borg og áreitin eru ótrúleg. Í dag stóð hjúkkan á götuhorni þar sem einstaklingur frá Hjálpræðishernum söng jólalög í karaókí tæki á fullu blasti, glugginn hjá Macy´s söng jólalag að ógleymdri lyftutónlist dauðans sem barst úr hátalarakerfi fyrir utan búðina. Í ofanálag við þetta voru auðvitað bílflautur á fullu og hávaðinn var hreint út sagt ærandi. Kannski hjúkkan þurfi bara að horfast í augu við það að hún er ekki eins ung og ónæm fyrir hávaða og hún vildi halda. Eftir þessa upplifun fór hún í deildina fyrir gamla fólkið í Macy´s þar sem fáir voru á ferli og engin tónlist í kerfinu til að ná tökum á þessu öllu aftur.
Ráðstefnan er mjög áhugaverð og var til dæmis fyrirlestur í dag um rannsóknir á háþrýstingi sem styrktar eru af lyfjafyrirtækjum. Hjúkkan svitnaði nett þegar gaurinn fór að dissa allar helstu rannsóknir samkeppnislyfjanna og beið eftir að röðin kæmi að Novartis. En sem betur fer hafði hann ekkert út á það að setja og hjúkkan hélt andlitinu voðalega hugrökk.
Það er nú ýmislegt sem gekk á í lífi hjúkkunnar áður en að kom að þessari ferð og hefur hún nú reynt eftir bestu getu að leiða huga að öðru, en auðvitað koma tímar þar sem meira að segja hjúkkan vill vera ein með sjálfri sér. Og þegar það gerist þá leyfir hún sér það bara!!! Enda er þetta nú yfirleitt í skamma stund en maður verður að hlusta á sjálfan sig - því ef maður gerir það ekki hver gerir það þá????
Heimkoman er á mánudagsmorgun og verður spennandi að sjá hvernig tókst til með jólaseríuna á svölunum sem hjúkkunni skilst að séu komnar á sinn stað. Auðvitað fær Bandaríski efnahagurinn að njóta góðs af heimsókn hjúkkunnar og Mastercard ætti ekki að koma út í skuld eftir þennan mánuð. En nú er kominn tími á blund, enda ráðstefna og skoðunarferðir á morgun.

01/12/2006

Greinileg merki um jólin!!!
Síðustu daga hafa sífellt fleiri merki um það að jólin séu að nálgast skotið upp kollinum. Í gærkvöldi varð hjúkkan fyrir því að sjá þá auglýsingu sem hún þolir hvað verst í jólatíðinni. Jú þið sem þekkið hjúkkuna vitið að um er að ræða syngjandi krakkann með jólasveinahúfuna..... Hjúkkan fær einfaldlega hroll við tilhugsunina eina og sér - þessi auglýsing fer einstaklega mikið í taugarnar á hjúkkunni!!! Næsta merki um jólin var bundið við einhvern einkennilegasta texta í jólalagi sem hjúkkan hefur heyrt. Jú ofursmellurinn sem inniheldur ... he is the reason - for the season.. ójá alveg hreint ógleymanlegur texti!
Annars verður kvöldið tekið heima á sófanum í Dofranum þar sem hjúkkan er með hundleiðinlegar takttruflanir og er nett þreytt eftir svolítið erfiða viku. Þá er bara að sjá hvort næsta vika verði ekki auðveldari, þá er jú ferðin til New York á dagskrá.

30/11/2006

Fátt að frétta!
Það er nú ekki mikið að frétta af hjúkkunni þessa dagana. Hún er búin að vera heima á klakanum í 3 vikur tæpar og farið að glitta í næstu ferð, en þá liggur leiðin til New York. Það verður nú örugglega frekar nett að vera þar í tæpa viku, svona í jólamánuðinum. Síðasta helgi fór í jólabakstur og skrall með Hafnarfjarðarpíunum sem var ótrúlega nett. Allt í einu er komin aftur föstudagur og áður en maður veit af verða jólin komin. Ælti hjúkkan splæsi ekki í nokkrar jólagjafir á meðan hún verður í NYC, svona á milli fyrirlestra og kvöldverðaboða.
Svo eru það auðvitað jólasöngvarnir hjá kórnum sem eru helgina fyrir jól með tilheyrandi tárvotum augum í vissum lögum. Það er alveg ótrúlegt hvað sum jólalög geta haft áhrif á mann og sértaklega er hjúkkan þá að tala um jólagið hennar Eivara sem Árni nokkur Harðar útsetti á þvílíkan snilldarhátt. Þið verðið bara að koma á tónleikana til að upplifa þetta - en ég get lofað ykkur því að það munu tár falla :)
Hjúkkan er frekar dapurleg í bíóferðum og hefur hvorki séð Mýrina né Bond!!! Jább alveg spurning um að finna einhvern til að fara með sér í bíó, ekki satt??
Þangað til næst, farið varlega í hálkunni og jólasmákökunum...

16/11/2006

Hold the line.....
Hjúkkan er komin heim úr því sem virtist vera einstaklega löng ferð til útlanda í þetta skiptið. Það hefur sennilega haft áhrif að hún rétt komst heim milli fluga um síðustu helgi og náði ekki einu sinni að pakka upp úr töskunum. Annars var hjúkkunni bent á það í morgun það hugtakið að "pakka upp" væri ekki til og almennt væri notast við að "taka upp" úr töskunum! Nema hvað þá lenti hjúkkan sæl og þreytt á klakanum eftir nokkuð ánægjulegt næturflug frá Boston. Að þessu sinni voru allar flugvélar á réttum tíma og ekkert óvænt gerðist. Það má því segja að allt sé þegar þrennt er þar sem flugjinxinu virðist vera aflétt af hjúkkunni. Það er svo fátt íslenskara en að koma út úr Leifsstöð um kl 7 að morgni í 5 stiga frost og norðan gadd sem stingur inn að beini!!!!
Chicago er mjög skemmtileg borg og það var í nógu að snúast þar. Skella sér á ráðstefnuna, skoða í búðir og skoða mannlífið á götum borgarinnar. Hjúkkan var alltaf að bíða eftir því að hitta Dr. Luka á þinginu en hann er víst bráðalæknir en ekki hjartalæknir og því komst hann ekki til að hitta hana í þetta sinn :) Hápunktur ferðarinnar voru þó tónleikar með ofurbandinu TOTO sem voru á House of Blues á þriðjudagskvöldið. Þar hljómuðu hver annar slagarinn og þakið ætlaði að rifna af þegar þeir tóku einmitt "Hold the line (duh-duh-duh-duh).. love isn´t always on time". Aðrir gamlir og góðir voru meðal annars Rosanne og einnig Africa lagið sem hjúkkan man ekki hvað heitir. Hjúkkan heyrði þann orðróm að TOTO væru væntalegir til landsins á næsta ári og þá er bara að skella sér aftur enda þrusugott tónleikaband á ferð, þrátt fyrir nokkuð þétt litað hár, yfirvaraskegg og örfá aukakíló á gaurunum.

13/11/2006

Flugvesen ársins!
Þegar þetta er skrifað liggur hjúkkan á hótelherberginu sínu í Chicago þar sem hún er nú vegna ráðstefnu. Það hefur nú gengið á ýmsu undanfarna vikuna og hjúkkan orðin lífsreynd vond-veðurs-flugs-seinkunar vön og kippir sér nú ekki upp við hvað sem er. Ævintýrið byrjaði þegar hjúkkan var að rembast við að komast til Zurich í byrjun síðustu viku. Eins og margir muna geisaði einhver sá versti stormur síðari ára einmitt nóttina fyrir brottför og allt flug fór í tóma vitleysu. Eftir nokkra veltinga um hvort yrði af fluginu komst hjúkkan klakklaust til Köben þó nokkrum klukkustundum á eftir áætlun. Af einhverju orsökum flaug hún út með Express og þurfti því að sækja töskurnar sínar og tékka sig aftur inn fyrir næsta flug til Zurich en vegna seinkunarinnar hafði hjúkkan rétt rúman hálftíma til að redda sér í gegnum Kastrup á hádegi á mánudegi!!! Nokkrum nettum hraðsláttartöktum síðar gekk þetta allt upp og á undarverðan hátt komst hjúkkan með vélinni sinni til Zurich. Vikan leið hratt og áður en fyrr varði var hún á heimleið. Viti menn haldið þið að það hafi ekki komið önnur eins lægð að landinu daginn fyrir heimferðina og að þessu sinni var öllu flugi frestað vegna veðursins!!! Þetta leit ekki vel út því hjúkkan átti að komast heim á föstudagskvöldi til að komast út daginn eftir..... Enn og aftur gekk þetta upp á undarverðan hátt með ólympískum tíma í spretti í gegnum Kastrup nú um eftirmiðdag á föstudegi og út í Icelandair vélina. Hjúkkan svaf því róleg og ánægð í Dofranum eina nótt. Daginn eftir lá leiðin til Chicago á ráðstefnu og allt leit vel út. Vélin á áætlun, veðrið í lagi og allir vinir.... en svo kom að því!!! Þegar komið var út í vél var nú smá seinkun á fluginu (bara 30 mín) vélin fór á brautarenda og keyrði á fullt fyrir flugtakið.. en á síðustu stundu var hætt við flugtakið og allt bremsað í botn. Hjúkkan blótaði í hljóði og hugsaði með sér að nú væri hún endanlega hætt að fljúga. Í þetta skiptið bilaði vélin rétt fyrir flugtak og þurfti að skipta um vél í Keflavík til að koma liðinu út!!!!! Jább 3 flug af 3 mögulegum orðin að rugli!!! Á endanum var komið með aðra flugvél og allt gefið í botn til Minneapolis. Þar var enn einn ólympískur tíminn sleginn í flugvalla hlaupi og nýtt Íslandsmet sett í hlaupi á göngubandi. Enn sem fyrr gekk nú upp að ná í tengiflugið en hjúkkunni alveg hætt að vera skemmt með þessu rugli! Hjúkkan á að koma heim á fimmtudagsmorgun, margir hennar nánustu ætla aldrei að fara upp í flugvél með henni og hún er eiginlega komin með nóg af Keflavík airport í bili. Það skal þó engan undra ef gerir snarvitlaust veður á miðvikudagskvöldið og öllu flugi á fimmtudaginn verði aflýst!

05/11/2006

Fortíðin, nútíðin og framtíðin!
Hjúkkan hefur haft allt of mikið á sinni könnu undanfarna daga. Hún er búin að setja saman markaðsáætlun, læra hvað markaðsáætlun er, fara á Dale Carnegie námskeið, gera nokkra skipulagslista og pakka í tvær ferðatöskur. Nú situr hún ein og afslöppuð á laugardagskvöldi, búin að horfa á rómantíska gamanmynd og er að spjalla við hana Maju sína í Nýja Sjálandi. Eftir miðnætti rann svo upp afmælisdagurinn með tilheyrandi aldurstengdu kvíðakasti og dramatík. Á hverju ári í kringum þennan ágæta dag fer hjúkkan í þessa krísu. Hún fer að hugsa um síðasta árið, komandi ár og hvernig hún ætlar að breyta öllu og gera allt betra. Síðustu tvö afmæli hafa einkennst af mikilli eigin dramatík sem auðvitað ná að magnast í huganum þegar maður er einn að rífast við sjálfan sig.
Næstu dagar og vikur fara í ferðalög um allan heiminn fyrst til Zurich og svo til Chicago. Hjúkkan nær einum smá blundi heima rétt yfir nóttina næsta laugardag og svo er hún þotin í burtu. Það er eins gott að eiga ekki einu sinni plöntu til að vökva þegar maður er á svona flakki enda myndi sú jurt ekki hanga lengi á lífi.
Fjölskyldan kemur í afmæliskaffi á morgun og svo er stefnan tekin á rólegheit annað kvöld með tilheyrandi afslöppun og ánægju.

25/10/2006

Barin og Marin!
Hjúkkan lenti í höndunum á sjúkraþjálfaranum sínum í gær sem olli því að nú getur nú varla setið, staðið né legið! Það sem er svo magnað við þetta er að maður fer með fúsum og frjálsum vilja í þessar pyntingar, borgar fyrir tímann, blótar í sand og ösku á með þessu stendur og fer svo brosandi í burtu. Já hjúkkan er nú farin að hafa nokkrar áhyggjur af andlegir heilsu þegar svona pyntingar eru farnar að bætast við það hafurtask sem þarf að framkvæma fyrir árshátið vinnunnar sem haldin verður á laugardaginn.
Undirbúningur gengur ágætlega, ekki alveg eftir áætlun þar sem sífellt fleiri þættir eru bara strokaðir út af áætluninni og því verður minna sem þarf að gera fyrir kvöldið. Það eru nú samt nokkrir stelpu hlutir eftir á dagskránni eins og t.d. kaupa skó eða kjól - hvort velur maður kjólinn við skóna eða skóna við kjólinn???
Annars hefur hjúkkan haldið uppteknum hætti óhappa en það virðist nú vera aðeins farið að hægjast um þar á bænum. Hjúkkan hefur nú líka breytt venjum sínum örlítið og eftir raflostið við tengingu ljóssins s.l. vetur hefur hún til dæmis alveg látið rafvirkjun eiga sig.
Eitt svona í tilefni af miklum ferðalögum hjúkkunnar er frábær grein sem britist í því virta blaði The Economist. Þessi grein fjallar um hvernig ávarp flugáhafnarinnar myndi hljóma ef þeir væru í alvörunni að segja satt og hætta að reyna að hljóma voðalega pró. Þetta er heilmikið skemmtileg lesning og margir góðir punktar í greininni.

Læt greinina gossa hér með að neðan - svolítil lesning er algjör snilld!

In-flight announcements are not entirely truthful. What might an honest one sound like?
"GOOD morning, ladies and gentlemen. We are delighted to welcome you aboard Veritas Airways, the airline that tells it like it is. Please ensure that your seat belt is fastened, your seat back is upright and your tray-table is stowed. At Veritas Airways, your safety is our first priority. Actually, that is not quite true: if it were, our seats would be rear-facing, like those in military aircraft, since they are safer in the event of an emergency landing. But then hardly anybody would buy our tickets and we would go bust.
The flight attendants are now pointing out the emergency exits. This is the part of the announcement that you might want to pay attention to.
So stop your sudoku for a minute and listen: knowing in advance where the exits are makes a dramatic difference to your chances of survival if we have to evacuate the aircraft. Also, please keep your seat belt fastened when seated, even if the seat-belt light is not illuminated.
This is to protect you from the risk of clear-air turbulence, a rare but extremely nasty form of disturbance that can cause severe injury.
Imagine the heavy food trolleys jumping into the air and bashing into the overhead lockers, and you will have some idea of how nasty it can be. We don't want to scare you. Still, keep that seat belt fastened all the same.

Your life-jacket can be found under your seat, but please do not remove it now. In fact, do not bother to look for it at all. In the event of a landing on water, an unprecedented miracle will have occurred, because in the history of aviation the number of wide-bodied aircraft that have made successful landings on water is zero. This aircraft is equipped with inflatable slides that detach to form life rafts, not that it makes any difference. Please remove high-heeled shoes before using the slides. We might as well add that space helmets and anti-gravity belts should also be removed, since even to mention the use of the slides as rafts is to enter the realm of science fiction.
Please switch off all mobile phones, since they can interfere with the aircraft's navigation systems. At least, that's what you've always been told. The real reason to switch them off is because they interfere with mobile networks on the ground, but somehow that doesn't sound quite so good. On most flights a few mobile phones are left on by mistake, so if they were really dangerous we would not allow them on board at all, if you think about it. We will have to come clean about this next year, when we introduce in-flight calling across the Veritas fleet. At that point the prospect of taking a cut of the sky-high calling charges will miraculously cause our safety concerns about mobile phones to evaporate.
On channel 11 of our in-flight entertainment system you will find a video consisting of abstract imagery and a new-age soundtrack, with a voice-over explaining some exercises you can do to reduce the risk of deep-vein thrombosis. We are aware that this video is tedious, but it is not meant to be fun. It is meant to limit our liability in the event of lawsuits.
Once we have reached cruising altitude you will be offered a light meal and a choice of beverages--a word that sounds so much better than just saying 'drinks', don't you think? The purpose of these refreshments is partly to keep you in your seats where you cannot do yourselves or anyone else any harm. Please consume alcohol in moderate quantities so that you become mildly sedated but not rowdy. That said, we can always turn the cabin air-quality down a notch or two to help ensure that you are sufficiently drowsy.
After take-off, the most dangerous part of the flight, the captain will say a few words that will either be so quiet that you will not be able to hear them, or so loud that they could wake the dead. So please sit back, relax and enjoy the flight. We appreciate that you have a choice of airlines and we thank you for choosing Veritas, a member of an incomprehensible alliance of obscure foreign outfits, most of which you have never heard of. Cabin crew, please make sure we have remembered to close the doors. Sorry, I mean: 'Doors to automatic and cross-check'.
Thank you for flying Veritas."

17/10/2006

Mispirrandi auglýsingar!
Þar sem hjúkkan er nú komin í bissness pakkann hefur hún allt í einu farið að velta auglýsingum meira fyrir sér en hún gerði áður. Þeir sem þekkja hjúkkuna vita að það eru nokkrar auglýsingar sem í gegnum tíðina hafa farið ótrúlega í taugarnar á henni sbr. óþolandi syngjandi barnið sem birtist fyrir allar hátíðir!!! Í hóp þeirra auglýsinga sem falla undir flokkinn "óþolandi" eru auk syngjandi krakkans, nýju Hive auglýsingarnar þar sem talaði er til neytandans eins og hann sé hálviti. Sú auglýsing gerir það að völdum að hjúkkan hefur einmitt engan áhuga á því að skipta við þetta fyrirtæki.
En svo eru það auglýsingar sem hjúkkan samsvarar sig við og þar á meðal er VW auglýsingin þar sem gjörsamlega klúless maðurinn er að keyra og syngja með kántrýlaginu algjörlega hamingjusamur og öruggur í bílnum sínum. Það er eitthvað við þá auglýsingu sem kætir alltaf litla hjúkku hjartað og hún samsvarar sér gjörsamlega með þessum manni. Þetta er svona nettur "nei, kafari ??!!" sem kemur í huga hjúkkunnar og kætir hana óskaplega. Kannski maður bara skelli sér út í klúless bíltúr??

15/10/2006

Einstök dreifbýlissteming!
Hjúkkan ákvað að láta hendur standa fram úr ermum í eldhúsinu í gær þegar hún bauð fjölskyldunni í mat. Eftir að hafa verið bent á að hún hafði ekki notað matreiðslutæki sem hún fékk í jólagjöf fyrir 2 árum síðan var ekki annað í stöðunni en að rífa tækið úr plastinu og drífa allt gengið í mat. Tækið sem um ræðir er rakklett panna sem er ótrúlega skemmtileg leið til þess að halda matarboð, þar sem hver og einn eldar fyrir sig sjálfur. Eftir góða kvöldstund voru gestaskipti á heimilinu og Hrönnslan kom í heimsókn. Leiðin lá á hverfispöbbinn þar sem hljómsveitin Menn ársins voru að spila fyrir gesti og gangandi. Stemningin sem var á staðnum má helst líkja við sautjánduhelgarball í Víðihlíð í Húnavatnssýslunni (fyrir ykkur sem vitið ekki hvar Víðihlíðin er). Þarna var sem sagt nett dreifbýlisstemning sem er ansi sjaldséð á höfuðborgarsvæðinu. Jón kapteinn hefði nú haft gaman af þessu og jafnvel að Tjaldurinn hefði getað tekið nokkur nett spor í minningu um sautjánduhelgarböllinn góðu.
Annars hefur nú dagurinn farið í rómantíska heimastemingu hjá hjúkkunni enda leiðindar rok og rigning úti. Það er sko alveg hægt að hafa það náðugt einn í kotinu með kertaljós og gott kaffi. Kvöldinu verður eytt í sömu afslöppun enda engin ástæða til þess að hlunkast út í þetta veður. Nú fer í hönd tími háreyðinga, litanna og plokkana enda árshátíð í vinnunni á næsta leiti. Hjúkkunni finnst nú alltaf að konur ættu að fá miðana sína ódýrari en karlmenn þar sem við göngu yfirleitt í gegnum mun meiri þjáningar en þeir fyrir svona hátíðir.

09/10/2006

Lélegur dópisti!
Hjúkkan komst að því í dag að hún væri nokkuð lélegur dópisti. Í morgunsárið lá leiðin á Hringbrautina þar sem átti að gera síðustu skoðunina á pumpunni góðu. Hjúkkan var undirbúin fyrir rannsóknina og hafði hvorki fengið vott né þurrt frá því fyrir miðnætti kvöldið áður. Því var mallinn ansi tómur í morgun þegar farið var á fætur. Ekki tók nema um 30 mín að koma sér úr Dofranum niður á Hringbrautina í Reykjavík (fyrir ykkur sem vitið að Hringbraut er líka í Hafnarfirði) og fljótlega eftir komu þangað var hjúkkan háttuð ofan í rúm. Læknirinn kom og fór yfir dæmið með hjúkkunni og sagði henni að hún fengi smá kæruleysislyf til að gera þetta auðveldara fyrir hana. Því næst sagði hann henni að fljótlega myndi svífa á hana og hún ætti bara að hlusta á fyrirmæli hans á meðan rannsókninni stæði og þetta yrði ekkert mál. Þetta er það síðasta sem hjúkkan man þar til að hún rankaði við sér 3 klst síðar!!! Sérlegi aðstoðarmaðurinn var nú farinn að velta því fyrir sér hvort hjúkkan kæmi yfir höfuð aftur úr rannsókninni og kom og sótti hana þegar mesta víman var runnin af henni. Hjúkkan skreið svo upp í sófa og svaf þar það sem eftir leið dags eða til um klukkan hálf fimm. Þá fóru í gang ýmsar hugsanir um hvort hún hafi svarað í símann í svefnrofanum, hverja hún hefði talað við og um hvað. Fljótlega kom í ljós að einungis var um tvö símtöl að ræða og ekkert óeðlilegt fór fram í þessum símtölum.
Eftir kvöldmat var loksins almennilega runnið af hjúkkunni og hún bara nokkuð brött eftir allan svefninn. Eitt veit hún eftir þessa reynslu er að hún væri nokkuð lélegur dópisti!

04/10/2006

Haustkuldi og fína línan!
Það er mjög augljóst að haustið er komið hjá hjúkkunni alla vega. Haustlitirnir á Íslandi eru eitt af því fallegasta sem til er og maður fyllist einhverri ró við það eitt að horfa út um gluggann. Það versta er að við næsta rok þá fara laufin af trjánum og kaldi þungi veturinn skellur á með allri sinni myglu. En haustið er einn af uppáhaldstímum hjúkkunnar og kann hún mjög vel við sig á þessum tíma árs. Eitt af því sem fylgir haustinu er kólnandi hitastig, þetta á við bæði úti og inni. Þá á hjúkkan við að um leið og það fer að hausta verða hendur hjúkkunnar kaldari og tásurnar við frostmark. Hinn grunlausi ætti nú að vera farinn að læra að hann er almennt notaður til upphitunar á köldum höndum og tám en alltaf virðist þetta koma á óvart !!!
Fína línan sem hjúkkan vill aðeins koma inn á er í kringum umræður í fréttaþáttum beggja fréttastöðvanna þessa vikuna. Hjúkkan er nú ekki alveg sammála þeim vinkli sem hefur verið settur á notkun eða notkunaleysi geðlyfja og á hinn bóginn hvort þáttastjórnendur eigi að fara í augnaðgerðir í þáttum sínum. Þetta eru auðvitað viðkæmar leiðir til að koma skilaboðunum sem maður vill til skila, og að mati hjúkkunnar er þetta ekki rétt leið að málunum. Hver og einn er velkominn að hafa eigin skoðun á málinu en þetta er alla vega skoðun hjúkkunnar.

27/09/2006

Kostulegir ferðamenn!
Þegar maður er mikið á ferðinni milli landa kemur maður sér upp ákveðnu hegðunarmynstri á flugvöllum og í flugvélum. Hjúkkan hefur haldið sig við það að hlutverk flugvalla og flugvéla sé ekki til þess gert að eignast vini og þar af leiðandi er engin ástæða til þess að tala við fólk sem maður ekki þekkir á þessum stöðum. Ekki myndi maður ganga upp að næsta manni í Hagkaup og spyrja hann hvað hann ætlaði að hafa í kvöldmatinn, einfaldlega vegna þess að hann væri í sömu verslun og þú. Svo er það týpan sem les yfir öxlina á þeim sem situr við hlið hans í flugvélum sem einnig flokkast undir einkennilega hegðun að mati hjúkkunnar. Það kemur þér einfaldlega ekki við hvaða einstaklingurinn í næsta sæti er að lesa á meðan það er ekki do-it-yourself bók um sprengjugerð um borð í flugvélum.
Á ferð sinni til Köben varð á vegi hjúkkunnar einmitt þessi ferðalangur sem hjúkkan kann lítið að meta. Fyrir það fyrsta vissu allir í fríhöfninni að þessum einstaklingi fannst Queen vera besta hljómsveit allra tíma. Viðkomandi hafði komist yfir tónleikadisk frá Wembley með bandinu og var að velta því fyrir sér hvort hún ætti að kaupa hann eða ekki. Hún spurði fjölmarga er áttu leið um svæðið hvort þetta væri ekki örugglega tekið upp áður en Freddie dó, því það væri bara ekki saman bandið eftir það!!!!!!! Þegar hjúkkan steig svo upp í vélina sá hún sér til lítillar hamingju að þessi einstaklingur sat við hlið hennar alla leiðina til Köben. Jú einstaklingurinn var greinilega nokkuð ómótt í fluginu og vildi mikið spjalla og reyndi m.a. annars að ræða þau skjöl sem hjúkkan var að lesa á leiðinni út. Mjög kurteisislega og á einstaklega penan hátt "sofnaði" hjúkkan fljótlega og gat þar af leiðandi komist hjá frekari samskiptum við þennan einstakling.
En þið megið alls ekki halda að hjúkkan hafi verið dónalega eða hranalega í viðmóti, bara hafði engan áhuga á því að tala við þennan einstakling sem er örugglega besta skinn og vildi vera í friði á fluginu.

23/09/2006

Rokkandi ofurhjúkka!
Í gær var haustskemmtun í nýju vinnunni og hjúkkan lét plata sig í smá skemmtiatriði eins og vera ber á svona kvöldi. Ofurhljómsveitin SúperVistor var að leita að nýjum talentum og því var hörð keppni háð innan fyrirtækisins um heiðurinn. Rokkband hjúkkunnar komst þó ekki áfram í undanúrslit og töldu meðlimir bandsins að um kosningasvindl væri að ræða, enda var þarna ofur rokkara hópur að blómstra. Í kvöld var svo þrítugsafmælið hjá Braga sem var ótrúlega flottur í Bósa ljósár búning í kvikmynda þema afmælinu.
Annars hefur hjúkkan verið nokkuð róleg í verlsunartíðinni eftir ofurferðina í síðustu viku enda skartar hún fjölda fallegra skópara í augnarblikinu. Á morgun er það svo Köben í nokkra daga og lítill tími til verslunar og hittings við vini og kunningja í danaveldi vegna stífrar dagskrár. Að öðru leyti er hjúkkan í góðum gír og bara nokkuð ánægð með lífið og tilveruna enda engin ástæða til annars.

15/09/2006

Retail therapy!
Hvað gerir ung kona á uppleið þegar hún hefur komist í gegnum mjög svo krefjandi aðstæður?? Jú hún beitir einhverri þeirri bestu meðferð sem einstaklingur á skilið eftir erfiða atburði. Retail therapy er ótrúlega góð leið til þess að verðlauna sig þegar manni finnst maður hafa staðið sig vel og komist yfir ákveðna hjalla.
Eftir mjög erfiða síðustu daga, samfellda vinnutörn í 3 vikur og þar á meðal eitt Dale námskeið lá leið hjúkkunnar í Smáralindina eftir vinnu. Hún var búin að gera sér í hugarlund hvernig verðlaunin áttu að líta út og nú var bara að vona að þau væru til. Yfirleitt er það þannig þegar maður fer í verslanir með það eitt að leiðarljósi að kaupa eitthvað, finnur maður ekki neitt. Hjartað fór að slá örar eftir því sem hjúkkan nálgaðist skóbúðina og hún hugsaði með sér að hún ætti þetta svo sannarlega skilið. Jú viti menn um leið og hjúkkan gekk inn í skóbúðina blöstu við henni hvert annað skóparið sem var eins og klippt úr huga hennar. Það tók hjúkkuna ekki langan tíma að máta fyrsta parið og ákveða örlög þess. Af þekktri ákveðni gekk hjúkkan rösklega til verks og mátaði þau skópör sem höfðu kallað svona fallega til hennar. Jú eftir um 10 mínútur í búðinni gekk hjúkkan glöð í bragði út með stóran poka og skælbrosandi afgreiðslustúlku fyrir aftan sig. Afgreiðslustúlka hafði orð á því hversu rösklega hjúkkan tók ákvarðanir inni í versluninni og örlaði á öfund af hennar hálfu. En eins og Jóa hjúkkusystir veit, þá verslar hjúkkan best undir pressu. Nú er hjúkkan glöð og ánægð með nokkur pör af auðvitað mjög nauðsynlegum nýjum skóm.

09/09/2006

Full sjálfsálits!
Þessa dagana er hjúkkan á Dale Carnegie námskeiði á vegum vinnunnar. Hún fór á námskeiðið með fyrirfram myndaðar skoðanir um þetta allt saman og var eiginlega ekki að sjá hvað hún hefði að gera á svona samkomur. En viti menn - þetta er nú bara hin mesta skemmtun og heilmikið krefjandi. Síðasti dagurinn er á morgun enda er námskeiðið keyrt stíft á 3 dögum í stað 12 vika!
Annars hefur nóg verið að gera hjá stelpunni, hún kom heim frá Barcelona s.l. miðvikudagkvöld og var á flakkinu á fimmtudaginn, svo byrjaði námskeiðið á föstudaginn. Barcelona var æðisleg, sá litli hluti sem hjúkkan náði að sjá. Veðrið var dásamlegt og maturinn ógleymanlegur. Leiðindin í ferðinni urðu á leiðinni út sem lá í gegnum Heathrow. Mér finnst mjög gott að icelandair er ekki lengur með leiðindi varðandi handfarangur manns en þeir mega nú alveg benda manni á þau leiðindi sem enn eru í London ef maður heldur áfram þaðan. Sem sagt voru töskurnar tékkaðar alla leið til Barcelona og átti hjúkkan bara að fá boarding card í London og halda ferð sinni áfram. En NEEIII einhver flugvallastarfsmaður á valdatrippi ætlaði að hirða allar snyrtivörur af hjúkkunni. Ekki bara maskarann, varalitina og krem eins og auglýst var - heldur líka púðrið, augnskuggana og eyelinerinn. Hjúkkunni tókst með mikilli snilld að fara í annað öryggischeck og komst óáreitt í gegnum það hlið með allar snyrtivörurnar sínar. Þetta segir auðvitað meira en nokkur orð um hæfni og árangur þessa annars ágætu öryggishliða á Heathrow. Svo þegar um borð var komið (með BA) fékk hjúkkan "afternoon tea" á glerdisk og stálhnífapör. Þetta er auðvitað fáranlega falskt öryggi þessi öryggishlið á þessum annars frekar súra flugvelli!!!

30/08/2006

Heppilegt!
Á fréttavef morgunblaðsins í morgun var sú frétta að Árna Johnsen hafði verið veitt uppreisn æru og getur hann þar með farið aftur í framboð til Alþingis. Svo heppilega vildi til að tveir af þremur handhöfum forsetavaldsins sem fara með umboðið í þessu máli eru Sjálfstæðismenn (Geir og Sólveig) en hjúkkan er ekki viss um stöðu hins þriðja. Þetta er auðvitað mjög heppilegt bæði fyrir Árna og Björn Bjarnason sem fór fram á þetta fyrir hönd dóms og kirkjumálaráðuneytisins. Já þarna var hann Árni nokkuð heppinn. Ef handfara forsetavaldsins hefðu nú verið aðrir eða Árni í öðrum flokki - hefði þetta farið öðruvísi?? Nei maður bara undrar sig stundum á því hvernig hlutirnir virka í þessu annars ágæta landi þar sem gott er að þekkja góða menn...

27/08/2006

Almenn afslöppun!
Helgin hefur farið í almenna afslöppun hjá stelpunni með tilheyrandi hangsi. Hún gerði sér þó glaðan dag með ofurparinu Júlla og Hrönn og dansaði af sér aukakílóin á laugardagskvöldið. Nýja vinnan er farin að taka á sig mynd og þetta er mjög spennandi og skemmtilegt. Það er ótrúleg tilfinning að klára vinnudaginn og þurfa ekki að leggja sig í 2 klst. til þess eins að hafa orku í að hafa til kvöldmatinn. Hugurinn leitar samt oft á slysadeildina og verður gaman að kíkja á vaktirnar þar í september, en hjúkkan verður áfram í oggulítilli prósentu þar með hinni vinnunni. Maður getur nú ekki alveg slitið sig lausan frá hasarnum....
Lífið er að öðru leyti mjög ljúft þessa dagana enda er um að gera að vera bara með sól í hjarta þegar veðrið er alltaf svona leiðinlegt.

22/08/2006

Flugvélar, hótelherbergi, leigubílar og hrútaþukkl!
Hjúkkan er komin heim aftur eftir viku dvöl í kóngsins Köben. Það var við venju að búast að veðrið sem búið er að vera hrikalega gott í allt sumar í Köben varð einmitt að rigningu og roki fyrstu daga hjúkkunnar þar á meðan sólin og blíðan létu sjá sig hér á landinu. Enn og aftur komu upp vangaveltur hjá þeim sem standa hjúkkunni næstu um að geyma hana bara í Köben fram eftir hausti svo Íslendingar fái smá sól. Já hjúkkan hefur nú alltaf verið hópsál en þetta heitir nú bara að fórna manni fyrir fjöldann þannig að hún gaf skít í þessar athugasemdir og kom heim s.l. föstudagskvöld. Í Köben knúsaði hún Kjánann sem var hinn glaðasti og horfði á nokkra góða Will og Grace með honum. Einnig reifst hún við leigubílstjóra um það hvert hún væri að fara sem endaði á því að hann tók upp kort af Köben og var svo ekki með lesgleraugun sín, því þurfti hjúkkan að lesa á kortið og sanna fyrir manninum að hún vissi alveg hvað hún var að gera. Sá leigubílstjóri fékk ekki frekar en hinir þjórfé og var hinn skúffaðasti eftir rúntinn. Annar skúffaður einstaklingur varð á vegi hjúkkunnar í flugvélinni á leiðinni heim, og neitaði hann að fara í sætið sitt og var með mikil læti og leiðindi. Hjúkkan bauð flugfreyjunni að henda honum inn á klósett og læsa hann þar inni þar til við myndum lenda í Keflavík og sá hún vonar glampa í augum freyjunnar sem auðvitað þurfti að brosa sínu blíðasta.
Laugardagurinn fór í vinnu vegna maraþonsins og svo kvöldvaktarstubb á slysó enda ekki annað hægt en að hjálpa. Hjúkkan renndi eftir vaktina á Kambsveginn og sótti soninn og fór með honum einn hring um hið ógeðslega ástand sem var í miðbænum. Rusl, drasl og blindfullir einstaklingar í djúpum kossum var það sem á vegi þeirra varð enda lá leiðin mjög fljótlega úr þessu ástandi. Sunnudagurinn fór svo í upppakkningu og tiltekt enda kominn tími á að þrífa Dofrann eftir alla fjarveruna.
Ein spurning að lokum - nýverið var keypt í "íþrótt" sem kallast hrútaþukl!!!! Veit einhver hvers lags íþrótt þetta er eða almennt út á hvað hrútaþukl gengur????

12/08/2006

Á ferð og flugi!
Hjúkkan er búin að vera á ferð og flugi undanfarna viku í tengslum við nýju vinnuna. Leiðin lá til Köben á sunnudaginn þar sem fundur með danska hópnum var haldinn á mánudaginn. Danskan var nú ekki lengi að koma hjá stelpunni sem var orðin ótrúlega samtalsfær strax á fyrsta degi. Eftir þann fund var grillveisla sem átti nú eftir að draga dilk á eftir sér þar sem 30 danir þjáðust af Vilnius Express dagana sem við vorum í Litháen. Eftir mikla rannsóknarstarfsemi og hinar ýmsu samsærikenningar var niðurstaðan sú að pylsur sem voru í matinn í grillveislunni væru orsök express pestarinnar. Hjúkkan slapp fyrir horn og náði að sitja fundina með reglulegum ferðum til GustavBergs.
Vilnius vann sig í áliti hvern einasta dag sem leið þarna úti enda mjög falleg - þegar maður er búinn að finna þann hluta borgarinnar þ.e. Þó nokkuð var af konum í stuttum kjólum og háum hælum sem eru í annars lags sölumennsku en hjúkkan. Litháenskan var einnig orðin nokkuð góð hjá hjúkkunni og var hún búin að sjá að Naktinis Klubas væri nektarklúbbur og hins vegar Stripinis Klubas væru strippbúllur. En spurningin sem brann á vörum hjúkkunar var hvort einhver munur væri á Naktinis eða Striptinis klúbbum. Hún vann ekki frekari rannsóknarvinnu og hefur því ekki hugmynd um muninn á þessum klúbbum.
Leiðin lá heim í gær í gegnum Köben þar sem nokkrar klukkustundir fóru í bið eftir innritun annars vegar og öryggistékki hins vegar, en án nokkurra vandkvæða komst hjúkkan heil í vélina og svaf í eigin rúmi í nótt.
Dagurinn hefur farið í að taka upp úr töskunum til að setja aftur í þær á morgun þar sem leiðin liggur til Köben á mánudaginn. Annars verður sófinn besti vinur hjúkkunnar þessa tvo daga og grillið verður nú sennilega notað í kvöld.

02/08/2006

Hin ýmsu móment hjúkkunnar!
Hjúkkan hefur gert nokkrar tilraunir til þess að lýsa klaufaskapnum sem fylgdi kaupum hennar á gasgrillinu, atviki sem átti sér stað á bensínstöð í kjölfarið og loks hvernig gekk að koma grillinu saman, en bloggerinn virðist meta söguna þannig að hún sé ekki birtingahæf.
Alla vega gekk á ýmsu við grillkaupin, hjúkkan missti 30 kílóa kassa í gólfið í miðri verslun á föstudegi, festi hælinn í mottu á bensínstöð svo að hún þurfti að fara úr skónum til að bjarga málunum og datt loks utan í hurðina á leiðinni út.
Já það er sjaldan lognmolla í kringum hjúkkuna og hefur vikan ekkert verin undanþegin því. Að lokum virðast nú hlutirnir vera á réttri leið. Nýja vinnan byrjaði fyrr en hjúkkan átti von á, og var hjúkkan komin í gírinn s.l. fimmtudag. Dagurinn fór í að læra þúsund hluti og reyna að muna alla vega svona 5 þeirra. Þetta gekk ágætlega og var dagur 2 í vinnunni enn betur og nú er verið að undirbúa ferðina sem hefst á sunnudag. Þá liggur leiðin til Köben og svo til Vilnius og að lokum kemur hjúkkan heim í helgarfrí. Eftir þá helgi liggur leiðin aftur út til Köben í nokkra daga og bara spennandi tímar framundan.
Nú ætlar hjúkkan að njóta þess að vera í bænum eitt árið enn nema maður skelli sér í stutta dagsferð eitthvað í nágrenni Reykjavíkur. Njótið helgarinnar og farið varlega í umferðinni.

26/07/2006

Af hinu og þessu!
Það hefur svo sem ekki gengið á miklu hjá hjúkkunni þessa síðustu viku en samt hefur henni tekist að áorka alveg heilmiklu. Hún fór í brúðkaupsgrill hjá hjónunum þeim Kollu og Hauki s.l. föstudag og dreif sig svo á næturvaktina. Helgin fór sem sagt í næturvaktir og því komst hjúkkan ekki í afmælið hjá Sunnu á laugardaginn. Sunnudagurinn fór sömuleið og hinir dagarnir sem sagt í svefn fram að vakt og að lokum var törnin búin á mánudagsmorgni. Það er alltaf ótrúlega góð tilfinning að stimpla sig út eftir síðustu vaktina í næturvaktatörn um helgi. Og það var einnig mjög sérstök tilfinning í þetta skiptið þar sem þetta var síðasta næturvaktartörnin í einhvern tíma sem hjúkkan skilar á slysadeildinni. Nú eru einungis 2 vaktir eftir og svo nokkurra daga frí áður en utanlandsferðirnar byrja allar. Já hjúkkan verður á ferð og flugi mestan hluta af ágúst og september og þeir sem vilja hitta hana verða bara að hafa sig frammi.
Í dag sá hjúkkan enn eina ferðina hversu grimm þessi örlög geta verið og hversu ósanngjarnir hlutir geta gerst ítrekað. Verið því góð við hvort annað og sinnið þeim sem ykkur þykir vænt um vel.

19/07/2006

Þórsmörk, vinna og saumó!
Já hjúkkan var á faraldfæti um síðastliðna helgi og lagði leið sína inn í Þórsmörk. Ekki var útlega málið heldur að reyna að bjarga einhverjum af þeim ofurhugum sem ákváðu að hlaupa Laugarveginn og enduðu í Húsadal. Sem betur fer þurfti lítið að hafa afskipti af fólkinu en samt voru nokkrir sem fengu þann heiður að leyfa okkur að sinna þeim. Leiðin tilbaka fer í bækurnar sem einhver sú fáránlegasta þar sem tæpa 2 klst tók að komast úr Þórsmörk og niður á Hvolsvöll vegna bilunar í rútunni. Hjúkkan er engin bifreiðavirki en veit samt að það á ekki að stíga hvítur reykur undan rútunni og inn í farþegarýmið!!!
Vikan hefur enn sem komið er farið í vinnu og afslöppun og í kvöld var svo loksins saumó í Dofranum. Það var yndislegt að sjá stelpurnar, slúðra pínu, tala um stráka, hlægja og borða mat. Umræðurnar snérust um allt milli himins og jarðar og auðvitað er þagnarskylda bundin við ákveðin umræðuefni. En meðal annars sem rætt var um var Rockstar keppnin og árangur Magna. Það er auðvitað stórglæsilegt hjá stráknum að vera kominn þetta langt og frammistaða hans í gær var bara flott.
Af íþróttunum er það helst að frétta að vesturbæingarnir virðast ekki ætla að gera neitt til að halda sínum stuðningsmönnum þetta tímabilið!!! Já maður er nú farinn að velta því fyrir sér hvort hverfisliðið sé ekki bara málið. Þeir eru alla vega komnir áfram í undankeppni meistaradeildarinnar og sem sannur íþróttamaður óskar hjúkkan þeim góðs gengis!

12/07/2006

Einu skrefi á eftir!
Hjúkkan er skrefinu á eftir í dag þar sem morguninn hófst örlítið síðar en gert var ráð fyrir. Eftir ljúfan nætursvefn vaknaði hjúkkan við vekjaraklukkuna sína og velti því fyrir sér hvað hún væri eiginlega að fara að gera í dag. Í fljótu bragði mundi hún ekki eftir neinu sérstöku sem var á dagskránni og því slökkti hún á klukkunni og snéri sér á hina hliðina. Um einum og hálfum klukkutíma síðar rumskaði hjúkkan og leit á vekjaraklukkuna. Sér til mikils hryllings uppgötvaði hún það að jú hún átti að vera að gera eitthvað - hún átti nefnilega að vera farin í VINNUNA!!!! Hún stökk því á fætur og hringdi í vinnunna og tilkynnti um þetta óheppilega atvik. Hún sló persónulegt tímamet í morgunverkum og dreif sig sem leið lá á slysadeildina. Úff hvað það er óþæginlegt að vera svona skrefinu á eftir!!
Að öðru leyti er hjúkkan mjög ánægð með sína menn á HM - Áfram Ítalía!!! En það er nú farið að draga ský fyrir sólu hjá vesturbæjarliðinu góða, þetta er eiginlega bara hætt að vera fyndið! Helgin framundan fer í smá vinnu og ferðalag og svo er bara vonandi að þessi blessaða sól fari að láta sjá sig.

08/07/2006

Kemur sjálfri sér sífellt á óvart!
Hjúkkan er enn einn daginn búin að koma sjálfri sér ótrúlega á óvart. Hún dreif sig í RL búðina í gær og keypti húsgögn á svalirnar enda gert ráð fyrir nokkrum sólardögum til viðbótar í sumar og mikil freknuvinna framundan. Stólarnir komu samansettir en hjúkkan þurfti að leita í eigin iðnaðarmanna hæfileika til að setja saman borðið. Hún gladdist mjög þegar hún sá fram á að hafa loksins eitthvað við verkfærasettið góða að gera. Því dró hún fram skrúfvélina sína og verkfærasettið og byrjaði á iðnaðarvinnunni. Eins og sannkallaður smiður setti hún borðið saman á meistaralegan hátt og tók nett fagn ein með sjálfri sér í stofunni sinni að framkvæmdinni lokinni. Því næst dró hún fram harðviðarolíuna og bar af mikilli natni á stólana og borðið. Nú vantar bara grillið á svalirnar og þá eru hjúkkunni allir vegir færir.
Eftir svona áfanga í framkvæmdum er auðvelt að ofmetnast og halda að maður geti allt og í augnarblik ætlaði hjúkkan að fara að negla í veggina hjá sér, en tók þá skynsamlegu ákvörðun að leita kannski eftir aðstoð með það! Já hún getur ýmislegt án þess að slasa sig hjúkkan og er greinilega farin að læra það að hún getur næstum allt!
Afmælisbarn dagsins er mágmaðurinn sem loksins er orðinn þrítugur og afmælisboð í tilefnis þess í kvöld. Nú er því mál að koma sér úr smíðagallanum og snyrta sig aðeins fyrir kvöldið.

06/07/2006

Allt gert fyrir freknurnar!
Hjúkkan kom sjálfri sér á óvart í dag, þar sem hún reyndi að öllum mætti að fá nokkrar freknur til viðbótar þeim þúsundum sem þegar eru til staðar. Eftir morgunvaktina lá leiðin beint heim í Dofrann og út á svalir þar sem aldeilis átti að nýta sólina. Í fyrstu sat hjúkkan á stól á svölunum nokkuð léttklædd og sá að það var ekki alveg að ganga upp vegna vinds. Hún brá á það ráð að sækja sér teppi og lagði það yfir þá líkamshluta sem voru í skugganum og vindinum. Þetta gekk ágætlega í stutta stund og ákvað hjúkkan meira að segja að verða fáklæddari að ofan en tilefni gaf til. Mjög fljótlega áttaði hjúkkan sig á því að það eina sem hún myndi græða á þessu væri kvef en ekki freknur og hvað þá heldur sólbrúnka! Því brá hjúkkan á það ráð að setja hægindastólinn við svaladyrnar og nýta þannig sólargeislana sem bárust inn um hurðaropið. Jú þetta gekk ágætlega til að byrja með en svo sá hjúkkan að hún yrði bara að sætta sig við það að vera föl og freknótt!!! Það er alla vega betra en að leggjast í lungnabólgu á miðju sumri! Það er líka flott að vera fölur og freknóttur :)

05/07/2006

Ótrúlegur leikur í gær!
Þetta heimsmeistaramót í knattspyrnu virðist ætla að koma hjúkkunni endalaust á óvart. Öll þau lið sem hún spáði áfram hafa dottið úr keppninni og ef heldur sem horfir verða Frakkar heimsmeistarar og það er eitthvað sem hjúkkan vill ekki hugsa til enda! Það eru ekki margir íþróttarmenn sem hjúkkan einfaldlega þolir ekki en einn af þeim er einmitt Henry. Það er bara eitthvað við þennan gaur sem fer svona líka illa í hjúkkuna að hún getur varla horft á manninn spila knattspyrnu. Hvort það hafi eitthvað að gera með það að maðurinn girðir sokkana sína upp á mið læri eða hvernig hann fagnar mörkum sínum veit hjúkkan ekki!!!
Í gær var hreint út sagt ótrúlegur endir á mögnuðum leik. Hjúkkunni er ekki illa við Ítalana en hélt nú samt með Þjóðverjunum, og viti menn á ótrúlegan hátt unnu Ítalarnir þegar 1 mínúta var í vítaspyrnukeppnina. Það er reyndar mun skemmtilegra að sjá leiki vinnast á mörkum en úr vítaspyrnukeppni og því er hjúkkan nokkuð sátt. Í kvöld er það svo Frakkland vs. Portugal hjá syninum og gerir hjúkkan ráð fyrir góðum leik.

04/07/2006

Rigningin, yfirvinnan og svefninn!
Það er alveg einstaklega skemmtilegt að fá að upplifa "blautasta júnímánuð" í 23 ár í Reykjavík. Jú fróðir menn segja að þessi síðastliðini mánuður sé sá blautasti síðan 1983!!! Það er reyndar pínu aldurskrísuvaldandi að vita að fyrir 23 árum síðan var maður ekkert bleyjubarn og besti vinur minn hann Maggi flutti í Garðabæinn, það þótti mér ótrúlega ósanngjarnt. Maggi var "eldri maður" alveg árinu eldri en hjúkkan og leit hún mjög upp til hans, þar fyrir utan að ætla sér að giftast honum!!! En svona er nú lífið, nú 23 árum seinna er Maggi ekki kominn tilbaka og það er enn rigning!
Helgin fór í massa vinnu og enn meiri yfirvinnu og hefur hjúkkan þar af leiðandi sofið mjög mikið frá því um helgina. Svaf meira og minna í allan gærdag og er nett úldin í dag, með kvef og beinverki. Hjúkkan hefur reyndar einn samstarfsmanna sinna grunaðan um að vera pestadreifari en það hafa nokkrir verið að hrinja í flensu í vinnunni undanfarna daga. Því er stefnan að halda sig við sófann í dag og losna við þennan fjanda svo pumpan pirrist ekki eins og síðast.

29/06/2006

Gleðilegt nýtt ár!
Já það er von að lesendur reku upp stór augu þegar þeir sjá þessa fyrirsögn en eftir nokkuð djúpar pælingar hefur hjúkkan komist að því að nú er að renna upp seinni hlutinn á árinu 2006. Í upphafi árs ákvað hjúkkan að þetta ár yrði nú svo aldeilis betra en hið síðasta. Árið byrjaði ekki vel og hélt áfram að berja á hjúkkunni. Svona leið vorið og byrjunin á sumrinu og loks ákvað hjúkkan að "nýtt" ár myndi byrja í kringum mánaðarmótin júní-júlí. Viti menn, strax er þetta nýja ár orðið mjög gott hjá hjúkkunni. Hún er búin að fara í smá frí og er að fara að gera þó nokkuð dramatískar breytingar á starfsumhverfi sínu með haustinu. Svo er bara að sjá hvort það banki ekki einhver upp á sem bíður hjúkkunni bjarta framtíð!
Hjúkkan er annars búin að hafa nóg að gera eftir að hún kom heim úr fríinu til Svíþjóðar. Hún byrjaði að vinna á mánudaginn og strax á þriðjudag varð vinnudagurinn mun lengri en hún átti nú von á þegar hún var vakin með símtali eldsnemma morguns. Rétt um hádegisbilið var hjúkkunni farið að dreyma um golfhringinn sem átti að taka með stæl að lokinni vaktinni og afslöpunnina sem framundan var. Nei svo breyttist allt snögglega og áður en hjúkkan vissi af var hún á leiðinni til Egilsstaða með flugvél til að flytja sjúklinga í bæinn eftir mengunarslysið. Já hlutirnir gerast hratt í vinnunni og maður veit aldrei. Vaktinni lauk um kl. 21 í stað 16 og aurþreytt hjúkkan lagðist upp í sófann þar sem hún rankaði við sér um kl. 4 að nóttu, enn í öllum fötunum, með kveikt á sjónvarpinu og verulega mygluð!!!
Golfið var tekið í gær í staðinn og stóð hjúkkan sig ágætlega miðað við aldur og fyrri störf. Í dag var svo aftur vinna og frí á morgun!!! Helgin fer í vinnu og aftur vinnu þannig að hjúkkan er lítið að fara að spóka sig á meðal fólks!

26/06/2006

Breyttir tímar, breyttar spurningar!
Hjúkkan var að velta því fyrir sér hvað tímarnir breytast eftir því sem maður verður eldri. Þetta kemur glögglega í ljós þegar verið er að tala um fólk sem maður kynnist á fullorðinsaldri. Ef maður varð "skotin í" einhverjum á menntaskólaárunum var yfirleitt fyrsta spurningin í hvaða skóla viðkomandi væri. Þegar árin liðu og háskólatíminn tók við breyttist fyrsta spurningin í það hvað viðkomandi gerði, er hann í skóla eða vinnur hann? Þegar háskólaárin eru liðin og farið að glitta í 30 árin breytist spurningin enn. Í þetta sinn "kynnist" maður einhverjum, verður ekki skotin í neinum strax eða hvað þá heldur ástfanginn. Spurningin sem fylgir þessum árum snýst um það hvort viðkomandi sé fráskilinnn, eigi einhvern börn og svo að lokum hvað viðkomandi einstaklingur vinnur við. Já svo kemur það í ljós með árunum hvernig þessi blessaða spurning breytist þegar aldurinn hækkar enn frekar!

25/06/2006

Komin heim í Dofrann!
Hjúkkan er komin nokkuð heil heim eftir yndislegt frí hjá prinsunum og prinsessunni á Herrhagsveg í Uppsala. Fríið var alveg dásamlegt og telst nokkuð árangursríkt. Hjúkkan verslaði eins og vindurinn (samt bara væg gola), drakk nokkra kalda, horfði á HM í fótbolta, lék við litlu prinsana, frétti af 3CPO og naut lífsins í botn. Hjúkkan tók smá hliðarspor á föstudaginn og skrapp yfir til Köben á einn fund. Eins og vön atvinnumanneskja droppaði hjúkkan við á Strikinu og náði að hitta Hennes og Mauritz vini sína. Það tók heilmikið við eftir heimkomu til Íslands. Fyrst lá leiðin í úrskriftar og skírnarveislu á Suðurgötuna og eftir það var trallað örlítið með dreifbýlingunum úr Hafnarfirði. Þetta varð hin besta skemmtun og hitti hjúkkan fullt af skemmtilegu fólki. Í dag var almenn afslöppun og nokkrar heimsóknir farnar til vina og vandamanna. Vinnan byrjar aftur á morgun með tilheyrandi fundarhöldum og félagsmálafíkn en svona er bara stelpan, getur lítið að því gert.

20/06/2006

Sólbrún, freknótt og útbitin á fótum!
Hér í Uppsala er lífið aldeilis búið að vera dásamlegt. Sólin hefur skinið skært enda hefur fjöldi frekna á hjúkkunni aukist töluvert og það er farið að glitta í smá brúnku undir öllum freknunum. Kannski eru þetta bara freknuklasar sem mynda þennan brúna lit en maður túlkar bara hlutina eins og maður vill.
Strax eftir komuna hingað var haldið í 17. júní grillveislu með Íslendingafélaginu sem haldin var í parki hér rétt í Uppsala. Að sænskum sið var auðvitað boðið upp á grillaðar pylsur og gos og allir léku sér í ýmsum leikjum í steikjandi hita. Moskítóflugurnar voru yfir sig ánægðar að fá nýtt blóð og héldu sig við fætur hjúkkunnar þar sem tugur bita var skilinn eftir. Hjúkkan ætlaði nú að gera lítið úr þessu - hana klæjaði ekki einu sinni í bitin! En hún hrósaði happi of snemma því daginn eftir voru þau flest orðin upphleypt, rauð og fæturnir ekki sérlega frínilegir áhorfs. Önnur nóttin hér fór í klórun og bölvun á þessum fjárans bitum og daginn eftir lá leiðin beint í apotek til að kaupa deyfi smyrsli sem virkar dásamlega. Viti menn kláðinn minnkaði og fæturnir eru að ná fyrri fegurð.
Annars hefur hjúkkan farið varlega hér og tekist nokkurn vegin að komast hjá sjálfskaða og óhöppum. Hún tók reyndar nett móment eftir sturtu um daginn þar sem hún fálmaði eftir gleraugunum sínum er lágu á vaskinum. Ekki vildi betur til en svo að í brussugangi sínum sló hún óvart gleraugun af vaskinum og lentu þau á gólfinu. Ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist hugsaði hjúkkan og teygði sig eftir þeim. Viti menn - auðvitað kom sprunga í annað glerið við þetta óhapp og nú blasir við fjárfesting í nýjum gleraugum eftir heimkomu á klakann!!! Af hverju eru sumir svona óheppnir????
Í dag er mikilvægur dagur í Svíþjóð og eru Svíarnir rétt við það að missa sig yfir leiknum í kvöld. Í öllum blöðum er vellt upp myndum af Zlatan og Olof Mellberg annars vegar og Svennis (eins og þeir kalla Ericson) hins vegar. Í gærdag var byrjað að telja niður fyrir leikinn og þá voru 27 klst. til leiks!!! Svo er verið að tala um að Íslendingar setji pressu á sitt landsliðsfólk! Það verður heilmikil grillstemning hér í Uppsala og drengirnir klæddir í sænska gallan sem þeir eiga. Hjúkkan var að spá í að kaupa sér treyju en eftir samtal við góðkunningja ákvað hún að sleppa því. Það er mjög góður punktur að kaupa sér ekki treyjuna bara til að vera í henni einn dag. En hjúkkan er enn áttavilt í því hvaða liði hún heldur með á HM. Hún hefur löngum verið fylgjandi Hollendingum og eftir síðasta leik Argentínumanna á hún erfitt með að trúa því að þeir geri ekki góða hluti! Jæja - best að drífa sig út í góða veðrið!!!

18/06/2006

Í sól og sumaryl!
Hjúkkan er alveg að meika lífi hér í Svíþjóð enda er 30°stiga hiti og blíða. Eftir að hafa hlaupið eins og hundur síðustu vikurnar heima á klakanum í rigningu og roki er ekkert nema yndislegt að komast í frí og afslöppun. Það gekk á ýmsu í lífi hjúkkunnar síðustu dagana fyrir brottför í fríi og reyndi hún að blogga um það en bloggerinn vildi aldrei pósta færslurnar - honum hefur örugglega leiðst þær svo mikið! En í stuttu máli þá hélt hjúkkan uppteknum hætti á að slasa sjálfa sig án hjálpar annarra, gekk á sjúkrabíl og á akutbekk í vinnunni og hlaut stóra marbletti, lét Þormóð skipta um peru í bílnum sínum og blótaði niðurfallinu undir vaskaskápnum á baðinu. Niðurfallið er í einhverjum ham og virðist misskilja það að vatn á að fara niður en ekki koma upp út því. Hjúkkan er búin að leita sér ráðgjafar um málið og reyna sjálf að gera þetta voðalega einfalda verk sem lausnin átti að felast í og ekkert gekk. Því hefur hún lýst andúð sinni á niðurfallinu og ætlar að fela öðrum að leysa þetta vandamál!
Hjúkkan sá hluta af landsleiknum í handbolta í gær og var nú alveg rétt svo að meika það enda stóð tæpt um tíma. En þegar þjóðsöngurinn var spilaður og maður sá stemninguna í höllinni var gæsahúðin alls ráðandi hjá hjúkkunni. Svíarnir gera lítið úr þessu í blöðunum í dag og vilja lítið tjá sig um málið enda algjör skandall að Svíar komist ekki áfram í úrslitakeppnina. Geri ráð fyrir mikilli stemningu þegar Svíþjóð - England leikurinn verður á þriðjudaginn og ætlar hjúkkan að bjóða upp á Fríðu-borgara fyrir heimilisfólkið! Áfram Svíþjóð!!!
Núna er tími á að halda áfram í sólbaðinu og gerir hjúkkan ráð fyrir nokkurri aukningu í freknur eftir þessa ferð. Ætli hún komi ekki bara heim ljóshærð, kaffibrún með þykkt og hrokkið hár!
Knúsin og kossarnir fara til Bryndísar og Jörgens sem létu pússa sig saman á þjóðhátíðardaginn en hjúkkan stakk þau af og vonar að dagurinn hafi verið yndislegur!

10/06/2006

Jamm og jæja!
Þessi helgi er nú ekki sú mest spennandi hjá hjúkkunni. Kvöldin hafa farið í vaktir á slysó og morgnarnir í svefn. Stefnan var nú í morgun að fara í Stangarholtið og horfa á England spila en þar sem hjúkkan var enn undir sæng þegar leikurinn byrjaði þá nennti hún ekki að hendast á fætur og bruna út, því drattaðist hún fram á sófann og lá þar fram að vaktinni. Leikir dagsins voru nú áhugaverðir, englendingar spiluðu eins og fimmti flokkur kvenna og ekki voru Svíarnir neitt að meika það feitt heldur. Þetta verður áhugaverður riðill og hjúkkan heldur að hún verið einmitt í Svíaveldi þegar leikur Svía og Englendinga er á dagskrá - sem verður bara stemning. Það er eitt sem hjúkkan er að velta fyrir sér varðandi HM og útspil Skjás eins með "stelpudeildina". Vita þeir á S1 ekki að leikirnir eru yfir daginn og því eru þeir sem horfa á leikina lausir á kvöldin til að eyða stund fyrir framan sjónvarpið eða að sinna sínum nánustu? Þessir tímar eru bara snilld fyrir hjúkkuna, fótbolti á daginn og kellingaþættir á kvöldin. Í augnarblikinu er hjúkkan einmitt að upplifa mikinn aumingjahroll yfir þættinum um Piparjónkuna. Gaurarnir eru allir svo illa á þörfinni og örvæntingafullir að það hálfa væri meira en nóg. En svona er nú lífið þegar maður ákveður að reyna að finna hinn eina sanna í sjónvarpsþætti. Daginn sem hjúkkan skráir sig til þátttöku í svona þætti þarf einhver að stíga inn í og ræða alvarlega við hjúkkuna!

07/06/2006

Fann dömuna í sjálfri sér!
Hjúkkan varð fyrir dömumómenti í dag í Kringlunni. Þar sem hjúkkan er nú kannski þekktari fyrir óslípaða framkomu og almennan klaufaskap varð hún mjög glöð þegar þetta dömumóment bar á góma. Eftir að hafa tekist að hella kaffi yfir sjálfa sig fyrir nokkru, þar sem hún var að demonstrera ákveðið tennismúv án þess að veita því athygli að enn var kaffi í bollanum, var hjúkkan nú farin að leita ansi djúpt eftir dömunni í sér. Eftir að hafa tekið þá ákvörðun að fá sér sýn fyrir sumarið og næsta vetur lá leið hjúkkunnar í mikilli rigningu upp í Kringlu í OgVodafone. Henni til mikillar gleði og undrunar er Friis & Company búin að opna verslun í Kinglunni og átti hjúkkan leið fram hjá þeirri verslun. Á vegi hjúkkunnar urður ofboðslega fallegir bronsaðir skór sem meira að segja eru ekki svo dýrir - en þar sem hjúkkan var nú búin að ákveða að fjárfesta í fótboltanum hætti hún við að kaupa skóna. Hún skellti sér í Vodafone og ætlaði að smella sér á einn afruglara. Þá kom í ljós að gaurinn sem hafði gefið henni upplýsingar í símann fór með rangt mál og það myndi kosta gelluna þó nokkuð á mánuði að fá sér sýn. Hjúkkan ákvað að hugsa málið aðeins betur og kvaddi. Á leiðinni í bílinn labbaði hún aftur framhjá fallegu skónum og fór að hugsa um alla þá fallegu skó sem hún gæti keypt sér ef hún sleppti því að fá sér sýn. Og viti menn - Daman í hjúkkunni tók yfirhöndina!!!!!! Hjúkkan tók þá ákvörðun að sleppa sýn og kaupa sér fullt af fallegum skóm í staðinn! Já viti menn það er smá dama til í hjúkkunni eftir allt saman!

04/06/2006

Sýn eða ekki sýn?
Hjúkkan er búin að vera að velta því fyrir sér hvort hún eigi nú að fjárfesta í sýn fyrir HM í fótbolta. Auðvitað myndi hún halda áfram með sýn í vetur enda gæti þá hjúkkan legið yfir meistaradeildinni og golfinu þegar stemningin er þannig. En svo fór hún nú að hugsa aðeins meira og velta þessu fyrir sér og ýmsar spurningar vöknuðu hjá henni. Svo vill til að Sonurinn er auðvitað með sýn og alltaf opið boð fyrir hjúkkuna að haugast þangað í áhorf á HM og sömu sögu er að segja um Höskmanninn. En auðvitað vill maður líka stundum geta bara skriðið fram í sófa og legið heima hjá sér í joggingallanum yfir leikjum. Þar að auki velti einn vinur hjúkkunnar upp því "vandamáli" sem gæti komið upp. Pælingin var sú að fari nú hjúkkan að slá sér upp með einhverjum fýr, gæti þeim manni fundist þetta svolítið ógnvekjandi að hjúkkan væri bæði með enska boltann og sýn! Í augnarblikinu er hjúkkan enn að hugsa málið og ætlar að sjá til hvað verður.
Að öðru leyti hefur hvítasunnuhelgin verið róleg og fín hjá gellunni. Ótakmarkaður tími hefur farið í afslöppun og góðan mat og í kvöld er svo hittingur með Hafnfirðingunum enda hjúkkan komin vel á veg með að verða ein af þeim aðfluttu sem aldrei fara úr Firðinum. Hvað er annað hægt að segja en það er gott að vera í Hafnarfirði!

02/06/2006

Tímamót og auglýsingar!
Fyrir 3 árum síðan urðu mikil tímamót í lífi hjúkkunnar og þegar þessi dagur kemur upp fer hún yfirleitt að hugsa um gang síðastliðinna ára. Það hefur nú gengið á ýmsu og úr miklu að moða enda ætlar hjúkkan nú að fara að taka svolítið til hjá sjálfri sér. Það er svo magnað hvað maður getur gefið öðrum ráð án þess að fara eftir þeim sjálfur, því jú það eru alltaf allir hinir sem eru að kljást við eitthvað en ekki maður sjálfur!! Nú er sem sagt kominn tími á hreingerningu og er hjúkkan ágætlega stemmd í það verk sem framundan er.
Það er þó eitt sem hjúkkan skilur ekki þessa dagana og það er þessi fáránlega auglýsing frá Orkuveitu Reykjavíkur. Hvað er málið með þetta lag, textann og þennan mann sem er syngjandi hamingjusamur yfir allir orkunni sem orkuveitan færir inn á heimili hans? Þessi auglýsing hefur nú örugglega kostað sitt og veltir maður því fyrir sér tilgangi auglýsingarinnar. Er orkuveitan í einhverri brjálaðri samkeppni eða er bara einhver markaðsmálafulltrúi að missa sig í hamingjunni yfir því að vera með vinnu hjá orkuveitunni??

01/06/2006

Sumar á Íslandi!
Það er sannarlega komið sumar á Íslandi. Dúnúlpan er enn í fullri notkun, trefillinn líka og teppin tvö á sófanum eru bestu vinir hjúkkunnar. Í gær stóð á hitamæli sem hjúkkan keyrði framhjá að úti væri 12° hiti - sem hjúkkan á erfitt með að trúa. Það var napurt, rakt, rok og kalt og engan vegin 12 stiga hiti. Ýmsar samsæriskenningar komu í huga hjúkkunnar og þar á meðal samsærikenning um að það sé fólk í leynivinnu við það að breyta hitamælum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta virkar sem sálfræðilegur hernaður á einstaklinga sem keyra framhjá mælinum og sjá þar stóra og flotta tölu - og hugsar með sér AH loksins komið sumar og bara hlýtt úti. Þessu sama fólki bregður í brún þegar það stígur út úr bílnum og mætir köldum og rökum vindinum. Já sumarið á Íslandi er einstakt!

30/05/2006

Valtað yfir hjúkkuna!
Svo virðist sem alþjóðlegi "völtum - yfir - hjúkkuna" dagur hafi verið haldinn hátíðlegur í gær. Hvert sem hjúkkan fór eða hvað sem hjúkkan gerðist, virtist alltaf einhver vera með í þessum hátíðarhöldum. Ef það hefði ekki verið fyrir nokkur stuðningssímtöl frá vini hefði dagurinn endanlega farið í súginn. Það er alveg magnað hvað sumir dagar geta verið ömurlegir og þá er bara eins gott að reyna að muna að það kemur nýr dagur eftir þennan dag - og litlar líkur á því að hann verði eins ömurlegur. Jú sú varð reyndin að hálfuleyti alla vega með daginn í dag. Aðeins betri en gærdagurinn en samt nokkrir hlutir sem komu hjúkkunni einstaklega á óvart. Ef maður mætir þreyttur og ekki uppstrílaður í vinnuna finnst fólkið það hafa ótakmarkað leyfi til þess að tjá sig við mann um ástandið. Hjúkkan mætti til vinnu kl. 10 og um klukkan 10.30 voru sennilega flestir á vaktinni búnir að spyrja hjúkkuna hvort hún væri lasin, því jú hún liti svo illa út!!! Af því að það líta alltaf allir vel út????? Já þetta finnst hjúkkunni stórmerkileg hegðun hjá fólki og illskiljanleg að mati hennar.

27/05/2006

Kosningatækni!
Hjúkkan fór í afmæli í gær hjá syninum og skemmti sér mjög vel. Eftir afmælið lá leiðin á Oliver og þar fékk hjúkkan einhverja þá einkennilegustu viðreynslu spurningu sem hún hefur á ævi sinni heyrt. Þessi spurning var svo óeðlileg að hjúkkan getur ekki einu sinni sett hana fram á þessari síðu. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um árangur þessa manns gagnvart hjúkkunni sem setti upp mjög ákveðinn svip! Hjúkkan ætlaði að labba heim enda var veður gott - þar til hún uppgötvaði að hún býr í Hafnarfirði og það væri nú nokkuð góður spölur að ganga á 7cm háum hælum. Því fann hún sér leigubíl og skilaði sér heil heim í sófa og mörgæsir.
Í dag dreif hjúkkan sig á kjörstað og gerði tilraun til að kjósa í fyrsta sinn í Hafnarfirði. Í síðustu tveimur kosningum hefur hjúkkan kosið utan kjörfundar og því bara fengið stimpil með flokks-bókstafnum og málið leyst. En í dag var henni réttur bleikur kjörseðill með fullt af kössum og nöfnum fólks á. En spurningin sem brann á vörum hjúkkunar var einfaldlega krísan milli þess hvort átti að setja x við listabókstafinn eða gera hring utan um hann!!! Já einfaldir hlutir geta flækst ótrúlega fyrir hjúkkunni. Hún stakk því nefi sínu út úr kjörklefanum, brosti ljóshært og spurði góða fólkið við kjörborðið hvernig hún ætti að bera sig að. Þau brostu góðlátlega á móti og sögðu hjúkkunni að gera x við listabókstafinn. Ætli þau hafi ekki líka hugsað sér hversu ótrúlega vitlaus þessa gella væri - kann ekki einu sinni að kjósa!!!! En atkvæðið er komið og nú er í gangi sumarhreingerning Dofrans. Í henni fellst að taka til í eldhúsinu, moppa gólfin og horfa svo aðeins meira á sjónvarpið.

24/05/2006

Það er nefnilega það!
Já þessa dagana er allt á fullu hjá hjúkkunni og hún eiginlega farin að vera ánægð með að þurfa ekki að hafa einhvern karlfausk á arminum til að sinna líka. Hún verður nú að viðurkenna það að það væri svo sem ágætt að hafa einhvern sem gæti eldað fyrir mann og tekið til í íbúðinni á meðan hjúkkan situr fundi hér og þar um alla borg vegna ástands í tengslum við kjaramál á LSH. Sá sami gæti einnig sinnt fótanuddi og nettu dekri þegar hjúkkan kemur þreytt og reið heim eftir þessa fundi og þarf að fá að slaka á í friði og ró. En svona er bara málið, hjúkkan nýkomin heim, búin að henda instant tikka masala kjúklinga réttmeti í örbann og bíður þess að dýrindis máltíð verði úr. Pumpan hefur verið til friðs síðan á sunnudag og því hægt að segja með sanni að þessi aukaslög hafi ekki verið álagstengd því síðustu dagar hafa verið ansi stífir. Helgin er framundan og ætlar hjúkkan að vera í fríi, leika við litla frænda og hafa það náðugt með stóru systur sem er að koma í heimsókn frá Malawi. Svo er það bara að muna að kjósa á laugardaginn en hjúkkan hefur enn ekki fengið staðfestingu á því hvar í ósköpunum hún á að kjósa. Er farið eftir þjóðskrá 1. des 2005 eða 1. maí 2006??? Hjúkkan bjó nefnilega enn í Reykjavík 1. des 2005!!!!

22/05/2006

Víruð hjúkka!
Hjúkkan er orðin víruð og verður þannig næsta sólarhringinn þar sem hún er tengd við hjartalínuritstæki í einn dag. Annars hefur ýmislegt drifið á daga gellunnar þessa síðustu daga og hefur hún upplifað ýmislegt í fyrsta sinn. Hún lenti meðal annars í því á föstudaginn að Ravkrúttið varð bensínlaus!!! Jú einmitt klukkan 17 í föstudagsumferðinni á miðri Háaleitisbraut ákvað jepplingskrúttið að fara í setuverkfall. Hjúkkan grátbað dúlluna um að skríða nokkra metra tilviðbótar svo hún kæmist inn á bensínstöðina sem var nú skammt frá. Allt kom fyrir ekki og bíllinn var hættur - nú voru góð ráð dýr og átti hjúkkan engan annan kost en að rölta á bensínstöðina og kaupa bensín á brúsa. Bíldælingur á bensínstöðinni fann sig knúinn til að tjá hjúkkunni það að það væri alltaf gott að eiga svona brúsa í skottinu svo maður lendi ekki í svona aðstæðum. Hjúkkan brosti góðlátlega til bíldælingsins en hugsaði nokkrar ljótar hugsanir og hvarf á brott enda kominn tími til að druslast í vinnuna.
Laugardagurinn var ágætur enda júróvision dagurinn runninn upp. Hjúkkan tók morgunvaktina á slysó og dreif sig svo í júróvision partý um kvöldið hjá Ingu og Friðbirni sem tókst í alla staði mjög vel. Hjúkkan var sú eina sem þorði að spá rétt fyrir úrslitunum vann hún því pottinn við mikinn fögnuð viðstaddra. Afgangurinn af helginni var nokkuð nettur, tennis á sunnudaginn og kvöldvakt í kjölfarið og svo bara nettur sófi.
Að örðu leyti fer nú að hitna í kolunum í vinnunni vegna einkennilegra ákvarðanna sem yfirstjórn spítalans hefur tekið í málinu með dönsku hjúkrunarfræðingana. Nú reynir á að hjúkrunarfræðingar standi saman og láti ekki valta yfir sig með þessari framkomu.

17/05/2006

Stóri ómunardagurinn!
Það má segja að stóri ómunar dagurinn sé hjá hjúkkunni á morgun. Hún byrjar daginn snemma í venjulegri pumpuómun fyrir hádegi. Eftir hádegi er svo segulómun af pumpunni á dagskrá og ætli hjúkkan finni sér svo ekki eina tegund af ómun enn svona til að fullkomna þrennuna þann daginn. Vonandi skýrist eitthvað af þessu pumpuvandamáli hennar með þessum rannsóknum, annars er hjúkkan farin að íhuga uppsögn á pumpunni.
Annars fór hjúkkan til vinnu í dag og var meira að segja mætt klukkan 07:30!! Þeir sem þekkja hjúkkuna vita að það er henni alls ekki auðvelt að mæta svona snemma til vinnu enda eru morgnar einungis nothæfir í meiri svefn og kúr en ekki hluti eins og vinnu eða þess þá heldur líkamsrækt. Í vinnunni í dag myndaðist ansi skemmtilegur umræðuhópur meðal samstarfsfólksins sem var á öllum aldri. Rætt var um allt milli himins og jarðar og varð hjúkkunni ljóst að hún hefur í grunninn almennt misskilið karlmenn og þeirra viðreynslu taktík! Já þetta kom hjúkkunni nú ekki mikið á óvart enda var hún nú farin að viðurkenna að hún skildi ekki þennan kynstofn né tilgang hans. En eftir góðar ábendingar frá góðu fólki lítur málið allt öðruvísi út en hjúkkan er samt engu nær um skiling á karlmönnum! Stundum þarf maður bara að horfast í augu við það að maður getur ekki skilið allt!
Hjúkkan rakst loks á þetta myndband sem sýnir hlutir sem hægt er að dunda sér við ef manni leiðist og vill vera nokkuð fyndinn við sófafélagann. Hjúkkan er nú þekkt fyrir þroskaðan húmor fyrir svona aftanvinds bröndurum og þessi veldur líka mikill kátínu hjá henni. Hafið í huga að þið framkvæmið þetta á eigin ábyrgð!

15/05/2006

Á einmannalegum kvöldstundum!
Á einmannalegum kvöldstundum má alltaf finna sér eitthvað sem gleður mann. Hjúkkan hefur sérstakt dálæti á þessu yndislega myndskeiði úr prúðuleikurunum. Stundum þarf einfaldlega ekki mikið til að gleðja mann!
Hún getur þetta stelpan!
Hjúkkan tókn helgina frekar rólega enda búið að benda henni ítrekað á að þetta gengur ekki lengur með pumpuna svona. Hún eyddi föstudagskvöldinu í rólegheitum með Súperkvendinu og laugardagurinn fór í tiltektardag íbúðaeigenda í Dofranum. Eftir netta tiltekt í garðinu lyfti hjúkkan aðeins fingri við flutning hjá Bergi og Maríu enda stutt í að þau flytji eins langt frá Íslandi og mögulegt er. Laugardagskvöldið var með eindæmum rólegt og hjúkkan tók góðan sófa og fór snemma að sofa. Á sunnudaginn var planið að fara á völlinn og sjá sína menn spila á móti hverfisliðinu hér í Firðinum en plönin breyttust snögglega og hjúkkan fór í stað þess í leikhús með fótboltafélaganum Höskuldi. Sýningin hét Hungur og að mati hjúkkunnar mjög flott skrifuð. Auðvitað mátti ýmislegt betur fara á sýningunni en í heildina var þetta frábær og róleg skemmtun. Það var augljóst að liði hjúkkunnar gekk ekki sem skyldi á vellinum, þar sem nokkur skilaboð voru komin í símann eftir sýninguna. Já það voru kannski bara örlögin sem gripu fram fyrir hendurnar á hjúkkunni og komu henni hjá því að þurfa að horfa upp á leik sinna manna. Hjúkkan er undir þó nokkurri pressu að fara nú að halda með "réttu" liði en maður yfirgefur ekki klúbbinn sem maður hefur haldið með s.l. 20 ár svo auðveldlega - þó þeir séu spilandi pulsur!!
Pumpan lét illa og fór hjúkkan til vina sinna á Hringbrautinni aftur enda búin að fá nóg af þessu öllu saman. Nú eru fyrirhugaðar nokkrar rannsóknir til viðbótar og ekkert að gera nema að bíða eftir þeim og hlusta á skrokkinn sem er kominn í forgang hjá hjúkkunni.

11/05/2006

Brúpkaupið, vinna og hjartsláttaróregla!
Helgin var alveg með eindæmum skemmtileg hjá hjúkkunni. Föstudagkvöldið fór í að skreyta salinn með verðandi brúðhjónum og svo lá leiðin heim í sófa til Faustino sem reyndist hjúkkunni góður félagsskapur. Faustino aðstoðaði hjúkkuna við að setja á sig gervineglur til að hún myndi nú sóma sér vel í brúðakaupinu daginn eftir og lagði drög að því að lakka á sér táneglurnar einnig. Hjúkkan svaf á sínu fagra eyra frameftir morgni á laugadeginum og dreif sig svo í nokkrar útréttingar fyrir brúðkaupið. Því næst voru það sturtan og snurfuss enda farið að styttast í brúðkaup ársins. Þar sem hjúkkan sat í sófanum sínum, lakkaði á sér táneglurnar og horfði á endursýningu á enska boltanum fór hún að hugsa hvort hún þekkti aðrar konur sem almennt væru í þessum aðstæðum. Hún bar þetta undir slysófélagana í brúðkaupinu um það hvort þeir vissum af fleiri konum sem lakka á sér táneglurnar yfir endursýningu á enska boltanum. Svörin sem hún fékk frá þessum elskum voru þau að hjúkkan væri nú einstök!!!
Brúðkaupið var jafn fallegt og skemmtilegt og þau eiga vera og var heilmikið djútt á hópnum frameftir morgni. Slysóhópurinn endaði í partýi hjá slökkvurunum sem áttu sér einskis ills von, en svo birtust 3 læknar, 2 hjúkrunarfræðingar og einn lögfræðingur sem fannst þau sjálf einstaklega skemmtileg.
Sunnudagurinn var með rólegra móti enda gamla pumpan hundfúl út í hjúkkuna eftir þetta útstáelsi á laugardeginu. Pumpan er meira að segja enn í fýlu og hjúkkan er nú orðin þreytt á ástandinu. Það er ekki að hún haldi að hún sé að fara að geispa golunni, heldur er þetta bara nett óþæginlegt. Vonandi fer nú pumpan að hætta þessu rugli!

03/05/2006

Ofurhjúkkan að meika það í eigin heimi!
Já ofurhjúkkan er svo aldeilis að meika það í eigin heimi að eigin mati. Það er alltaf kostur þegar maður sjálfur hefur alla vega nógu mikið álit á sjálfum sér að geta sagst vera að meika það í eigin heimi! Henni finnst svo ofboðslega gaman að vera til í augnarblikinu og stefnir á að meika það enn meira í sumar. Hluti af gleði hjúkkunnar þessa dagana veltur á nýjum kjól sem er bara flottur, gullskóm sem eru svo pretty og auðvitað klippingunni sem farið verður í á morgun. Jább svo er það bara að mála bæinn rauðan eftir brúðkaupið á laugardaginn og sjá hvað gerist á sunnudaginn.
Annað sem hjúkkan skemmti sér við að pæla í í dag eru skemmtilegar talnarunur (já hjúkkan er dóttir verkfræðings). Eins og kom fram í fréttum koma skemmtilegar talnarunur fram í nótt. Þegar klukkan er 01.02.03 þann 04.05.06 eins og fréttir sögðu frá. Hjúkkan hugsaði málið aðeins lengra sér til skemmtunar að komst að því að meira skemmtilegt er að kl. 04.05.06 kemur talnarunan fram tvisvar í röð. SVO klukkan 06.05.04 speglast talnarunan. Hjúkkan reyndi að vekja áhuga samstarfsfólks síns á málinu en fékk litlar undirtektir!!!
Hjúkkan skrapp til pumpulæknisins í dag sem var ekki alveg nógu ánægður með ritið að þessu sinni og ætlar að senda gelluna í enn eina hjartaómunina. Planið er að ef ekki kemur neitt úr þessari ómun þá fer hjúkkan í aðra tegund af hjartaómun sem hljómar ekki eins huggulega og hinar fyrri. Hjúkkan er hin rólegasta yfir þessu öllu saman og hefur ákveðið að vera ekkert að æsa sig yfir þessum rannsóknum enda er hún svo upptekin af því að meika það þessa dagana að lítið annað kemst að.
Nú er málið að finna sumarhvolpinn og njóta þess að nú er að koma sumar með tilheyrandi golfspilun, tennis og sólbaði í sundi.

01/05/2006

Næturdrottningin og eldspúandi drekinn!
Þá eru þessar 3 næturvaktin búnar og voru þær misjafnar eins og þær voru margar. Ein þeirra fer í bækurnar sem þessi leiðinlega og síðasta fer í bækurnar sem sú langa þar sem tíminn ætlaði aldrei að líða. En þreytt og sæl skreið hjúkkan heim í morgun á frídegi verkalýðsins, í sól og blíðu og hugsaði sér gott til glóðarinnar - eftir svefninn yrði nú golfsettið tekið fram og farið að slá. Hjúkkan reis úr rekkjum um kl. 15 eftir að tímamismunur milli Hafnafjarðar og Reykjavíkur var staðfestur 1 og hálfur tími og leit út um gluggann. Enn var sól og blíða og golfsettið kallaði til hjúkkunnar. Hún var pínu þreytt þar sem illa gekk að sofna í morgun vegna eldspúandi flugu á stærð við meðal dreka var að berjast hinum megin við gardínuna. Hjúkkan ákvað að láta drekann kljást við eigin örlög og þorði einfaldlega ekki að horfast í augu við þessa ógnvekjandi skeppnu. Í ljós kom eftir svefinn að um var að ræða ósköp venjulega húsflugu sem greinilega fór mikinn!
Nema hvað eftir sígildan hjúkkumorgunmat ætlaði hjúkkan að drífa sig í gallann og út á golfvöll - og viti menn í því fór sólin og snögglega dimmdi yfir með þungu haglél og rigningu í kjölfarið. Þetta tók hjúkkan sem nett diss af hálfu almættisins og hefur ákveðið að bíða aðeins með ferðina á golfvöllinn!

29/04/2006

Ein nótt búin og tvær eftir!
Já það ríkir gífurleg gleði í hjúkkulandi núna þar sem hún er á næturvaktar helgi þessa helgina. Ein nott er búin og þá eru bara tvær eftir og farið að sjá fyrir endan á þessu. Hjúkkan var reyndar að uppgötva sér til minni hamingju að þetta eru þrjú "djammkvöld" þessa helgina þar sem allir eru í fríi á mánudaginn. En eftir góðan svefn ákvað hjúkkan að örvænta ekki frekar yfir þessu öllu saman. Hjúkkan skreið á fætur um kaffileytið og náði alla leið fram í sófa þar sem hún blundaði yfir handboltaleikjum dagsins. Það fór reyndar illa fyrir hverfisliðinu sem er fallið úr úrvalsdeildinni en svona er bara lífið í íþróttunum.
Nokkrar nýjar tillögur hafa komin í keppninni um nafnið á bílinn þ.á.m. Ramón - sem að mati hjúkkunnar ætti frekar að vera nafn á viðhaldinu og einnig kom uppástungan Ravanelli - sem er auðvitað ítalskur silfurrefur sem spilaði knattspyrnu. Eftir að hafa lagt málið fyrir ráðgjafahóp er nú Ravanelli framan en Ramón en atkvæðagreiðslu er ekki lokið og því enn hægt að hafa áhrif á kosninguna.
Þá er það að henda sér í sófann og hvíla lúin bein fyrir nóttina, farið varlega á djamminu og í íþróttunum um helgina.

25/04/2006

Komin í réttan takt!
Hjúkkan er öll að skríða saman eftir hundleiðinleg veikindi og ætlar sér að hjúkra eins og vindurinn frá og með föstudeginum. Þar sem hjúkkan er nettur vinnualki hefur það reynst henni mjög erfitt að horfast í augu við það að vera ekki eins ómissandi og vinnualkinn almennt heldur um sjálfan sig. En það er vinnualkanum mjög hollt að horfast í augu við það að auðvitað gengur lífið sinn vana gang þó mann vanti.
Eitt af því sem hjúkkan er búin að vera að velta fyrir sér er af hverju í ósköpunum byrjaði ekki að snjóa fyrr en eftit "sumardaginn fyrsta" á höfuðborgarsvæðinu??? Maður er búinn að taka fram sumarjakka og tilbúin að fá nokkrar freknur í andlitið, en nei!!!! maður vaknar og það er snjór yfir öllu og eins gott að vera kominn á jeppling :) Enn er verið að vinna í því að finna nafn á krúttið og eru komnar nokkrar uppástungur þ.á.m. Rabbi eða Toja en ef þú lesandi góður hefur einhverja skoðun á málinu endilega skildu eftir komment.

21/04/2006

Send heim á sófann!
Hjúkkan er búin að vera með einhverja leiðindarpest undanfarnar vikur með hósta og hori eins og þeir sem hana hafa hitt þekkja. Hún var alltaf að bíða eftir að hún myndi hrista þetta af sér og hætta þessum aumingjaskap. Hóstinn er nú batnandi og allt var á réttri leið þangað til að hjúkkan fór í vinnuna í gær. Þá var eins og hjartað í henni hoppaði upp í háls í öðru hvoru slagi og var þetta nett óþæginlegt. Hún bað því aðra hjúkku um smella af sér einu línuriti sem endaði á því að hjúkkan var send á bráðamóttökuna við Hringbraut í frekari athuganir. Maður á sem sagt aldrei að láta skoða eitthvað sem er að trufla mann, því það endar alltaf á einhvern fáránlegan hátt. Hjartalæknanir á Hringbrautinni skoðuðu hjúkkuna hátt og lágt og ómuðu hjarta snúlluna sem leit bara vel út. Eitthvað hefur þessi pest samt náð að pirra hjartað og því er það í þessu óreglukasti sínu. Hjúkkan fékk að fara heim með því skilyrði að hún færi ekki í vinnuna og myndi nú hvíla sig, ekki stunda nein erfiði og ekki fara í vinnuna í dag. Hún er sem sagt heima og gerir lítið annað en að hvíla sig og fá sér blund, enda um leið og hún fer að rembast eitthvað fer hjartað í fílu. Helgin fer sem sagt í sófann og slökun og lítið annað að gera en að hlusta á ráðleggingarnar frá læknunum.

18/04/2006

Síðasta nóttin!
Nóttin í nótt verður síðasta nóttin sem Skóda snótin dvelur í Dofranum. Eftir nokkuð þéttan dag sem byrjaði á kennslu í skyndihjálp kl. 08:30 í morgun, lá leiðin í Heklu þar sem Skóda lúsin var metin til verðs og gengið frá samningum um Ravinn. Svo lá leiðin í á massíva vakt sem ætlaði engan endi að taka. Kvöldmaturinn á vaktinni bar augljós merki um gæði vaktarinnar, en hjúkkan gæddi sér á sveittum Júmbóborgara með grænmeti. Eftir vaktina verkjaði hjúkkuna í allan skrokkinn og dreif sig sem leið heim enda morgunvaktin í fyrramálið. Persónulegir munir voru fjarlægðir úr bílnum og honum boðin góða nótt. Á morgun sem svo nýr dagur með nýjum bíl, ekkert nema tómri hamingju og kannski smá kaffibolla.

15/04/2006

Fífl á fjöllum!
Hjúkkan fékk enn eina staðfestinguna um helgina að karlmenn geta ekki viðurkennt þegar þeir lenda í vandræðum og þurfa á hjálp að halda. Hjúkkan er að vísa til viðtalsins við þá tvo menn sem fóru upp á jökul á föstudag á BMW jeppanum sínum með snjósleðana sína en engin staðsetningartæki né annan búnað. Þeir voru nú nokkuð ánægðir með sjálfa sig í sjónvarpsviðtölunum eftir björgunina og fannst þetta nú ekki tiltökumál að 300 manns hafi leitað af þeim alla nóttina. Ekki vildu þeir heldur meina að þeir hefðu verið týndir!! En ef maður er uppi á jöklli, hættur við að keyra sleðann því annars gæti hann skemmst, byrjar að labba í áttina að bílnum og þarft að labba alla nóttina án þess að finna bílinn og enda svo í faðminum á björgunarsveitamönnum sem voru að leita að þér - ertu þá ekki nokkurn vegin týndur????? Í þessu tilfelli voru 2 þyrlur notaðar líka og auðvitað fjöldinn allur af bílnum og búnaði og hver borgar fyrir þetta allt saman?

12/04/2006

Nýjir tímar og nýr bíll!
Í gær var hjúkkan á heimleið eftir nettan pintingatíma hjá Stefáni sjúkraþjálfara þegar hún ákvað í skyndi að renna einn hring á planið hjá Toyota. Þar sá hún nokkra rennilega bíla sem henni leyst nú nokkuð vel á og varð fljótlega skotin í einni týpu s.s. Toyota Rav4. Það eina sem hjúkkan er þekkt fyrir að gera á stuttum tíma er að kaupa sér bíl sbr. þegar hún keypti Fabíó og var hún næstum því búin að fjárfesta í öðrum bíl í gær, en ákvað að fá álit nokkurra vel valinna fyrst. Hún renndi heim og fékk skemmtilega upphringingu og breyttust plön hjúkkunar nokkuð í kjölfarið. Kvöldið var mjög notarlegt með góðum mat og enn betri félagsskap. Í dag var hjúkkan en sem fyrr á ferðalagi um stórborgina er hún ákvað að kíkja í Heklu og þar hitti hún hann!!! Toyota Rav4 sem að öllum líkindum verður hennar n.k. þriðjudag þegar þeir verða búnir að söluskoða Fabíó. Fabíó var sendur í alþrif og lítur út sem nýr og á hjúkkan reyndar svolítið erfitt með að kveðja hann endanlega en við höfum nokkra daga til stefnu. Reyndar var draumurinn að fá Ravinn strax og jafnvel skella sér norður í land um helgina, en góðir hlutir gerast hægt og ferðin bíður betri tíma. Myndin hér að ofan er sem sagt af nýju ástinni í lífi hjúkkunnar, sjálfskiptur með hita í sætunum og hjúkkan hin ánægðasta. Hún er eiginlega svo ánægð að hana langar bara að faðma fólk og brosa mikið! Posted by Picasa

10/04/2006

Hljóp á snærið hjá hjúkkunni!
Hjúkkan er nú búin að lenda í ýmsu þessa síðustu daga og má segja að hún læri seint af mistökum sínum! Fyrst snýr málið að Fabío sem er auðvitað flottast Skodinn á bílaplaninu við slysadeildina. Hjúkkan leggur alltaf á malarplanið sem er við hliðina á sjúkrabílainnkeyrslunni og hefur bílnum almennt verið lagt þar. Það hefur komið fyrir að litli rjómaþeytarinn (TF-SIF) hefur komið inn og þá hvirflast upp skíturinn og moldin af malarbílaplaninu og hver verður fyrir barðinu á því nema Fabíó! Þetta gerðist sem sagt um helgina og ekki bara einu sinni eða tvisvar sinnum - heldur fjórum sinnum. Hjúkkan gat nú sjálfri sér um kennt þegar þeytarinn kom fyrst inn og hefði þar með átt að leggja bílnum sínum á annan stað næstu tvo daga, but NNNOOO hverjar eru líkurnar á því að þeytarinn komi 4 sinnum á slysadeildina á þremur dögum! En Fabíó er sem sagt drulluskítugur núna eftir rjóma þeytarann og hjúkkan lofaði honum að fara að leggja annars staðar. Að öðru leyti einkenndist helgin af vinnu, bakverkjum og óhugnanlegri konu sem staðfastlega var að reyna við einn vinnufélagann og það á ekki mjög penin hátt.
Dagurinn í dag byrjaði mjög vel þar sem hjúkkan var rifin út í kaffi fyrir allar aldir vegna seinkunnar á flugi. Því næst lá leið hennar í BYKO í heimabænum þar sem hún hugðist kaupa sér borvél og alls konar dót fyrir heimilisstörfin. Í BYKO varð smiðurinn á vegi hennar og gaf henni góð ráð um hvað hún ætti frekar að kaupa (held að karlmenn höndli ekki konur inni í byggivöruverslunum). En út gekk hjúkkan loks með þetta líka fína verkfærasett (110 stykki í tösku), örbylgjuofn og eina ryksugu! Hún ákvað að fara að ráðleggingum smiðsins og sleppa borvélinni þar sem hjúkkuni skilst að vélin höndlaði ekki að bora í stein (hvað svo sem það þýðir!). Einn nettur stjórnarfundur var tekin í félaginu og loks er það kóræfing í kvöld. En að öllu leyti hinn prýðilegasti dagur sem sagt!

04/04/2006

Kvöldvakt dauðans!
Í morgun vakti verkjaraklukkan hjúkkuna af mjög svo værum draumi, svo værum að hún reyndi að sofna aftur til að klára drauminn sem gekk ekki upp. Þetta hefði átt að gefa hjúkkunni smá mynd af deginum sem var að byrja. Hjúkkan er sem sagt loksins komin heim eftir svakaleg átök á kvöldvaktinni. Það var bara með ólíkindum ástandið sem myndaðist á tímabili á deildinni og ef einhver hefði spurt hjúkkuna um eigin kennitölu hefði hún ekki getað svarað rétt. Það sem er eiginlega ferlegast eftir svona vakt er að koma heim í tóma íbúð. Eftir svona vakt þarf maður að fá að tala við einhvern sem skilur mann og veit hvað maður hefur gengið í gegnum á vaktinni. Sumar vaktir eru svona og ekkert annað að gera en að taka því og knúsa sófann sinn þegar maður kemur heim. Hjúkkan er sem sagt að drepast í bakinu eftir átök sem stóðu yfir í tæpa klukkustund og ekki var tími til að huga að líkamsstöðu og líkamsbeitingu. Reyndar náði hjúkkan inn einni töffara nál og var bara nokkuð ánægð með það, en svo auðvitað beyglaðist leggurinn og var þar sem ónýtur - smá svekkelsi eftir töffaraskapinn. En á morgun er nýr dagur með kennslu í háls - höfði - baki og svo auðvitað endurlífgun þannig að það er eiginlega ekki um neitt annað að ræða en að koma sér í háttinn. Skemmtilegu símtölin héldu áfram í gær og það kemur nú hjúkkunni nokkuð áleiðis í þessu öllu saman :)
Þormóður var með yfirlýsingar í dag um yfirvofandi bloggfærslu hjá sér, en hann hefur sýnt það og sannað að hann er með verri bloggurum sem um getur. Afmælisknús vikunnar fá reyndar krílin hans tvö sem eiga afmæli sama dag, með 4 ára millibili. Til hamingju með 1 árs og 5 ára afmælin Guðmunda og Halli!!
Jæja þá er það hátturinn enda hjúkkan búin að vera vakandi of lengi og þéttur dagur framundan.

02/04/2006

Skin og skúrir helgarinnar!
Þá er enn ein helgin liðin og komin apríl, alveg magnað hvað tíminn líður hratt. Fyrir ári síðan var hjúkkan í gönguferð í Heiðmörkinni og velti því fyrir sér hvernig lífið yrði eftir ár - og það er eiginlega allt öðruvísi en það leit út fyrir að verða. Margt hefur breyst, hjúkkan hefur kynnst aragrúu af skemmtilegu fólki og gert hluti sem hún átti aldeilis aldrei von á því að gera nokkurn tímann.
Þar sem hjúkkan var komin í helgarfrí var föstudeginum eytt í afslöppun og kaup á nýjum heimasíma þar sem síminn hennar Ingu gaf upp öndina - held að hann hafi saknað ísskápsins svo mikið að hann ákvað að fara sömu leið. Erfiðar fréttir bárust rétt um ellefuleytið og lá leiðin niður á Landarkot til að kveðja einhverja þá merkustu konu sem hjúkkan hefur hlotist heiður að þekkja. Eftir langa nótt var sofið út á laugardaginn og stefnan tekin í Háholtið þar sem heiðursparið Júlli og Hrönn buðu til veislu. Þar var fámennt en góðmennt og átti svo aldeilis eftir ð rætast úr kvöldinu. Í dag var svo auðvitað tennistími sem varð helmingi lengri en vanalega enda ótrúlega gaman á æfingunni í dag. Eftir æfinguna var hjúkkan ekki búin að hreyfa sig nóg, heldur skellti sér í göngutúr með Siggu. Kvöldið fór svo í kjöt í karrý hjá gömlu í Brekkuselinu og loks heitt stefnumót við sófann. Helgi einkenndist þar að auki að óvæntum símtölum, sms sendingum án mórals og heilmikilli þreytu á sunnudagskvöldið.

30/03/2006

Hálfaumingjaleg!
Hjúkkan er eitthvað hálf aumingjaleg í dag, þar sem hún situr í móttökunni í vinnunni og þakkar öllum þeim sem ekki þurfa að leita sér astoðar á slysadeildina. Hún er þreytt eftir að hafa verið allt of lengi úti í gærkvöldi, og veit að hún getur engum öðrum en sjálfri sér um kennt. Henni er illt í bakinu - þar skrifast á sjúkraþjálfarann sem var að hjakkast á grindinni í gær við lítinn fögnuð viðstaddra. Eitthvað fóru dansæfingar helgarinnar og ísskápsburðurinn illa í grindina á hjúkkunni og hún þurfti því að fá smá aðstoð frá sjúkraþjálfaranum sem er hið besta skinn. Nema hvað það sem hjúkkan var búin að skammast sín fyrir að vera fífl og dansa eins og fífl og lyfta ísskáp eins og fífl og fá þ.a.l. í bakið eins og fífl þá spurði nú sjúkraþjálfarinn af hverju í ósköpunum hjúkkan væri að standa í þessu ein - hvað væri maðurinn hennar eiginlega að gera?? Hún gaf upp hjúskaparstöðu sína og benti sjúkraþjálfaranum á það að í ljósi stöðunnar væri bara enginn annar til að gera þessa hluti. Þá brá sjúkraþjálfarinn á það ráð að segja bara hjúkkunni að auglýsa eftir manni!!! Og viti menn hann var meira að segja fljótlega kominn með þessa fínu auglýsingu fyrir hjúkkuna, og lofaði að auglýsingin myndi bera árangur :) Já það eru greinilega margir farnir að hafa áhyggjur af hjúskaparstöðu hjúkkunnar sem er hin ánægðasta.

28/03/2006

Viðburðarík helgi!
Helgi sem leið var ansi viðburðarík hjá hjúkkunni. Hún sló persónulegt met í því að redda og ganga frá hlutum á föstudaginn áður en hún brunaði af stað í Munaðarnes þar sem æfingabúðir Kórs Langholtskirkju fóru fram. Þar var æft á föstudagkvöld og svo lá leiðin nokkuð beint í pottinn þar sem var legið, hlegið, drukkið og talaði langt fram eftir morgni. Önnur æfingatörn var á laugardaginn þar sem æfingar byrjuðu kl. 10 og stóðu til kl. 17 með nokkrum hléum. Þá var það kraftblundur og svo að gera sig sæta fyrir árshátíðina. Á árshátíðinni var hjúkkan grýtt fyrir 10 ára starfsafmæli í kórnum og vantar nú bara arinhylluna fyrir verðlaunagripinn. Árshátíðin var nokkuð góð og lá leið hjúkkunnar oftar en ekki á dansgólfið þar sem sveiflan sló í gegn. Bústaðarhópurinn fór svo aftur í pottinn og lá enn lengur, hló enn meira og drakk enn meira en nóttina áður. Sofið var fram á hádegi á sunnudeginum og brunað í bæinn eftir þrif og pylsu í Baulu. Á heimleiðinni var hjúkkan búin að sjá fyrir sér feitan sófa, með enska boltanum og mörgæsateppinu sínu en sú varð ekki reyndin. Þegar heim var komið tók á móti hjúkkunni blessaði fnykurinn af ísskápsdruslunni og hafði nú fnykurinn aukist yfir helgina. Sér til lítillar gleði sá hjúkkan að helvítið hafði lekið og þar með skrifað undir eigin aftökuskipan! Hjúkkan hringdi hið snarasta á flutningabíl og lét henda helvítinu beint á haugana. Við tóku þrif dauðans og Ajax marinering á íbúðinni sem stóð yfir í nokkra klukkutíma.
Í gær fór hjúkkan vígreif í búð og keypti sér svo nýja ísskáp sem er svo fallegur og hljólátur og það er engin lykt af honum!! Hjúkkan er hin kátasta af þeim sökum og strýkur fallega ísskápunum í hvert sinn sem hún gengur fram hjá honum.

23/03/2006

AAARRRRGGGHHHH! Upptök lyktarinnar fundin!!!!!!!!!
Hjúkkan þefaði eins og vindurinn í gærkvöldi með það að markmiði að finna orsök lyktarinnar skelfilegu. Eftir nokkra góða andardrætti var hjúkkan komin á slóðina og þar sem hún stóð fyrir framan ísskápinn rann upp fyrir henni hvaða lyktin kæmi. Í örvæntingu opnaði hjúkkan frystihólfið sem er undir kæliskápnum og viti menn - upp gaus hinn versti angan sem hjúkkan hefur fundið! Það varð ljóst að frystirinn hætti starfsemi sinni fyrir nokkrum dögum og nú voru fiskurinn, kjötið, kjúklingurinn og grænmetið allt farið að ræða saman. Við tóku mikil þrif og Ajax ilmurinn náði að stíga yfir súrlyktina!!! Hjúkkan er nokkuð súr eftir þetta allt saman og finnst bara ekkert sanngjarnt við þetta allt saman. Sniðugi Hafnfirðingurinn sýndi lítinn stuðning og hló bara að vandræðum hjúkkunnar, hann fékk ekki vinsældarstig fyrir það! Nú er að ráð að beita þeim húsráðum sem samstarfsfólk hjúkkunnar hefur góðfúslega veitt henni í dag og vonandi hverfur lyktin. Eitt er víst að örlög ísskápsins eru ráðin!!!

22/03/2006

Eitthvað að rotna?
Hjúkkan reis úr rekkju á mánudaginn og þaut eins og vindurinn á hvern fund á fætur öðrum. Hún var að heiman mest allan daginn og það sama var uppi á teningnum á þriðjudaginn. Hún skreið heim - örþreytt en sæl eftir vaktina á þriðjudaginn og á móti henni tók nett súr lykt úr íbúðinni. Þetta þótti hjúkkunni einkennilegt þar sem hún hafði eitt morgninum í það að þrífa íbúðina og hugsaði með sér að þetta hlyti að vera tilfallandi. Dagurinn í dag var svo sem svipaður síðustu dögum, hjúkkan var farin að heima fyrir klukkan 10 árdegis og kom heim rétt um klukkan ellefu að kveldi. Mætti henni þá aftur og í enn meira magni þessi súri djöfull sem hjúkkan fær engan botn í. Nema hvað að nú var súri djöfullinn enn meiri en kvöldið áður!!! Hún gengur því um íbúðina sína lyktandi eins og fífl og leitandi að hverju sem mögulega gæti verið að valda þessari lykt. Ferlega sniðugur Hafnfirðingur hélt ýmsu fram sem varð til þess að hjúkkan varð nokkuð smeik við það að kíkja undir sófana, en fann loks kjarkinn og fann ekkert þar. Nú er það bara spurning um að lykta aðeins meira og sjá hvað setur.

17/03/2006

Heima lasin!!
Það kom að því að hjúkkan lagðist í leiðindar pest og er hún því heima þessa dagana með þvílíka bassarödd og tilheyrandi hósta og uppgang. Hún hefur því sofið nokkuð mikið enda úthaldið lítið en á milli blunda hefur hún meðal annars dundað sér við það að lesa skýrslu um álit nefndar heilbrigðis- og tryggimálaráðherra um endurskilgreiningu verksviða innan heilbrigðisþjónustunnar. Þessi skýrsla er nú nokkuð áhugaverð en telst þó sennilega seint til almennrar skemmtunar alla vega í hópi vina hjúkkunnar. Það næsta sem hún gerði eftir að hafa fengið sendar myndir af árshátíðinni um daginn, var að hala niður Picasa2 myndvinnsluforriti í tölvuna sína. Þetta forrit er algjör snilld - meira að segja skemmtilegra en Itunes!!
Helgin sem átti sem sagt að fara í vinnu endar í sófanum, með hósta og nefrennsli dauðans. Það kemur kannski fæstum á óvart að hjúkkan væri nú reyndar meira en lítið til í að vera bara í vinnunni en heima í svona ástandi, en svona er nú lífið og það verður hafa sinn gang.
Hjúkkan vill að lokum óska nýju foreldrunum Þóru og Magga innilega til hamingju með litlu prinsessuna sem sá loksins ástæðu til þess að koma sér í heiminn.

12/03/2006

Fyrstu tennismeiðslin!
Eftir tæplega tveggja ára æfingar í tennis sem fram að þessu hafa verið nokkuð óhappalausar kom að því að hjúkkan varð fyrir smávægilegum meiðslum við tennisiðkun sína. Hún mætti auðvitað galvösk á æfingu í dag - þrátt fyrir að æfingin væri á sama tíma og Man Utd vs. Newcastle (talandi um að fórna sér fyrir íþróttirnar)!! Allt gekk svona líka prýðilega þar til í einni æfingunni sem gekk út á að verja netið - þ.e. spila uppi við netið og taka alla bolta niður sem koma. Viti menn allt í einu birtist þetta líka ofur skot frá tennispartnernum og lenti það af þvílíkum krafti í hægri brjósti hjúkkunnar!! Auðvitað gat hjúkkan ekki bara snúið sig á ökkla eða lenti í einhverjum nokkuð venjulegum meiðslum - nei hægra brjóstið fékk að kenna á því og prísaði hjúkkan sig sæla að vera ekki með fyllingar - því þær hefðu pottþétt sprungið við höggið. Meiðslin voru nú ekki það alvarleg að hún hélt áfram leik eftir stutt stopp og smá kælingu. Henni var nú samt hugsað til þess hversu glöð hún var að ekki þurfti að kalla til sjúkrabíl - því jú þetta voru nú þess lags meiðsl að þau voru ekki allra að hlúa að!!
Glamúr 2006!
Þema árshátíðarinnar var Glamúr 2006 og var það svo sannarlega vel til fundið. Allir skörtuðu sínu fallegasta og maturinn alveg hreint yndislegur. Mikið var tjúttjað, trallað, drukkið og dansað enda var hjúkkan sárfætt daginn eftir! Einn deildarlæknir liggur þó í valnum, gjörsamlega farinn í bakinu eftir þvílíkar danssveiflu með tilheyrandi dýfum á hjúkkunni. Hún hélt óstöðvandi áfram en greyið Jakob var alveg frá. Allt í einu var ballið búið og leiðin lá í eftirpartý hjá Bergi og Maríu í Nóatúninu. Þar var fjöldinn af fólki saman komið og djammið hélt áfram. Undir morgun sá hjúkkan sér til mikillar hamingju að hún var í næsta húsi við soninn og skrölti því yfir í Stangarholtið þar sem hennar beið óvæntur Hlölli, stuttermabolur, tannbursti og sæng. Það er svo magnað hvað maður getur verið fallegur eina kvöldstund og jafn ósjarmerandi þegar maður vaknar daginn eftir. Hjúkkan hafði nú munað eftir því að þrífa af sér stríðsmálninguna og taka spennurnar úr hárinu - en vá hvað það var lítið um fegurð morguninn eftir. Til að gera lúkkið en verra hjá manni þarf maður að fara aftur í sama kjólinn og háu hælana og koma sér heim. Hjúkkan þakkaði öllum þeim æðri máttarvöldum sem til eru að hafa ekki hitt neinn á leiðinni í bílinn sinn og svo á leið sinni yfir bílastæðið við húsið sitt. Hún komst nokkuð óséð heim í sturtu, afslöppunarfötin og feitt stefnumót við sófann. Kvöldið fór í að horfa á Russel Crowe bjarga Róm á meðan úti snjóaði og stemningin minnti einna helst á góðan göngutúr í Heiðmörkinni með kaldar hendur og kaldan og blautan nebba.
Nú er hjúkkan komin á skrið á ný, formúlan í sjónvarpinu og tennis á næsta leyti.