Næturdrottningin og eldspúandi drekinn!
Þá eru þessar 3 næturvaktin búnar og voru þær misjafnar eins og þær voru margar. Ein þeirra fer í bækurnar sem þessi leiðinlega og síðasta fer í bækurnar sem sú langa þar sem tíminn ætlaði aldrei að líða. En þreytt og sæl skreið hjúkkan heim í morgun á frídegi verkalýðsins, í sól og blíðu og hugsaði sér gott til glóðarinnar - eftir svefninn yrði nú golfsettið tekið fram og farið að slá. Hjúkkan reis úr rekkjum um kl. 15 eftir að tímamismunur milli Hafnafjarðar og Reykjavíkur var staðfestur 1 og hálfur tími og leit út um gluggann. Enn var sól og blíða og golfsettið kallaði til hjúkkunnar. Hún var pínu þreytt þar sem illa gekk að sofna í morgun vegna eldspúandi flugu á stærð við meðal dreka var að berjast hinum megin við gardínuna. Hjúkkan ákvað að láta drekann kljást við eigin örlög og þorði einfaldlega ekki að horfast í augu við þessa ógnvekjandi skeppnu. Í ljós kom eftir svefinn að um var að ræða ósköp venjulega húsflugu sem greinilega fór mikinn!
Nema hvað eftir sígildan hjúkkumorgunmat ætlaði hjúkkan að drífa sig í gallann og út á golfvöll - og viti menn í því fór sólin og snögglega dimmdi yfir með þungu haglél og rigningu í kjölfarið. Þetta tók hjúkkan sem nett diss af hálfu almættisins og hefur ákveðið að bíða aðeins með ferðina á golfvöllinn!
01/05/2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli