17/05/2006

Stóri ómunardagurinn!
Það má segja að stóri ómunar dagurinn sé hjá hjúkkunni á morgun. Hún byrjar daginn snemma í venjulegri pumpuómun fyrir hádegi. Eftir hádegi er svo segulómun af pumpunni á dagskrá og ætli hjúkkan finni sér svo ekki eina tegund af ómun enn svona til að fullkomna þrennuna þann daginn. Vonandi skýrist eitthvað af þessu pumpuvandamáli hennar með þessum rannsóknum, annars er hjúkkan farin að íhuga uppsögn á pumpunni.
Annars fór hjúkkan til vinnu í dag og var meira að segja mætt klukkan 07:30!! Þeir sem þekkja hjúkkuna vita að það er henni alls ekki auðvelt að mæta svona snemma til vinnu enda eru morgnar einungis nothæfir í meiri svefn og kúr en ekki hluti eins og vinnu eða þess þá heldur líkamsrækt. Í vinnunni í dag myndaðist ansi skemmtilegur umræðuhópur meðal samstarfsfólksins sem var á öllum aldri. Rætt var um allt milli himins og jarðar og varð hjúkkunni ljóst að hún hefur í grunninn almennt misskilið karlmenn og þeirra viðreynslu taktík! Já þetta kom hjúkkunni nú ekki mikið á óvart enda var hún nú farin að viðurkenna að hún skildi ekki þennan kynstofn né tilgang hans. En eftir góðar ábendingar frá góðu fólki lítur málið allt öðruvísi út en hjúkkan er samt engu nær um skiling á karlmönnum! Stundum þarf maður bara að horfast í augu við það að maður getur ekki skilið allt!
Hjúkkan rakst loks á þetta myndband sem sýnir hlutir sem hægt er að dunda sér við ef manni leiðist og vill vera nokkuð fyndinn við sófafélagann. Hjúkkan er nú þekkt fyrir þroskaðan húmor fyrir svona aftanvinds bröndurum og þessi veldur líka mikill kátínu hjá henni. Hafið í huga að þið framkvæmið þetta á eigin ábyrgð!

Engin ummæli: