15/05/2006

Hún getur þetta stelpan!
Hjúkkan tókn helgina frekar rólega enda búið að benda henni ítrekað á að þetta gengur ekki lengur með pumpuna svona. Hún eyddi föstudagskvöldinu í rólegheitum með Súperkvendinu og laugardagurinn fór í tiltektardag íbúðaeigenda í Dofranum. Eftir netta tiltekt í garðinu lyfti hjúkkan aðeins fingri við flutning hjá Bergi og Maríu enda stutt í að þau flytji eins langt frá Íslandi og mögulegt er. Laugardagskvöldið var með eindæmum rólegt og hjúkkan tók góðan sófa og fór snemma að sofa. Á sunnudaginn var planið að fara á völlinn og sjá sína menn spila á móti hverfisliðinu hér í Firðinum en plönin breyttust snögglega og hjúkkan fór í stað þess í leikhús með fótboltafélaganum Höskuldi. Sýningin hét Hungur og að mati hjúkkunnar mjög flott skrifuð. Auðvitað mátti ýmislegt betur fara á sýningunni en í heildina var þetta frábær og róleg skemmtun. Það var augljóst að liði hjúkkunnar gekk ekki sem skyldi á vellinum, þar sem nokkur skilaboð voru komin í símann eftir sýninguna. Já það voru kannski bara örlögin sem gripu fram fyrir hendurnar á hjúkkunni og komu henni hjá því að þurfa að horfa upp á leik sinna manna. Hjúkkan er undir þó nokkurri pressu að fara nú að halda með "réttu" liði en maður yfirgefur ekki klúbbinn sem maður hefur haldið með s.l. 20 ár svo auðveldlega - þó þeir séu spilandi pulsur!!
Pumpan lét illa og fór hjúkkan til vina sinna á Hringbrautinni aftur enda búin að fá nóg af þessu öllu saman. Nú eru fyrirhugaðar nokkrar rannsóknir til viðbótar og ekkert að gera nema að bíða eftir þeim og hlusta á skrokkinn sem er kominn í forgang hjá hjúkkunni.

Engin ummæli: