03/05/2006

Ofurhjúkkan að meika það í eigin heimi!
Já ofurhjúkkan er svo aldeilis að meika það í eigin heimi að eigin mati. Það er alltaf kostur þegar maður sjálfur hefur alla vega nógu mikið álit á sjálfum sér að geta sagst vera að meika það í eigin heimi! Henni finnst svo ofboðslega gaman að vera til í augnarblikinu og stefnir á að meika það enn meira í sumar. Hluti af gleði hjúkkunnar þessa dagana veltur á nýjum kjól sem er bara flottur, gullskóm sem eru svo pretty og auðvitað klippingunni sem farið verður í á morgun. Jább svo er það bara að mála bæinn rauðan eftir brúðkaupið á laugardaginn og sjá hvað gerist á sunnudaginn.
Annað sem hjúkkan skemmti sér við að pæla í í dag eru skemmtilegar talnarunur (já hjúkkan er dóttir verkfræðings). Eins og kom fram í fréttum koma skemmtilegar talnarunur fram í nótt. Þegar klukkan er 01.02.03 þann 04.05.06 eins og fréttir sögðu frá. Hjúkkan hugsaði málið aðeins lengra sér til skemmtunar að komst að því að meira skemmtilegt er að kl. 04.05.06 kemur talnarunan fram tvisvar í röð. SVO klukkan 06.05.04 speglast talnarunan. Hjúkkan reyndi að vekja áhuga samstarfsfólks síns á málinu en fékk litlar undirtektir!!!
Hjúkkan skrapp til pumpulæknisins í dag sem var ekki alveg nógu ánægður með ritið að þessu sinni og ætlar að senda gelluna í enn eina hjartaómunina. Planið er að ef ekki kemur neitt úr þessari ómun þá fer hjúkkan í aðra tegund af hjartaómun sem hljómar ekki eins huggulega og hinar fyrri. Hjúkkan er hin rólegasta yfir þessu öllu saman og hefur ákveðið að vera ekkert að æsa sig yfir þessum rannsóknum enda er hún svo upptekin af því að meika það þessa dagana að lítið annað kemst að.
Nú er málið að finna sumarhvolpinn og njóta þess að nú er að koma sumar með tilheyrandi golfspilun, tennis og sólbaði í sundi.

Engin ummæli: