24/05/2006

Það er nefnilega það!
Já þessa dagana er allt á fullu hjá hjúkkunni og hún eiginlega farin að vera ánægð með að þurfa ekki að hafa einhvern karlfausk á arminum til að sinna líka. Hún verður nú að viðurkenna það að það væri svo sem ágætt að hafa einhvern sem gæti eldað fyrir mann og tekið til í íbúðinni á meðan hjúkkan situr fundi hér og þar um alla borg vegna ástands í tengslum við kjaramál á LSH. Sá sami gæti einnig sinnt fótanuddi og nettu dekri þegar hjúkkan kemur þreytt og reið heim eftir þessa fundi og þarf að fá að slaka á í friði og ró. En svona er bara málið, hjúkkan nýkomin heim, búin að henda instant tikka masala kjúklinga réttmeti í örbann og bíður þess að dýrindis máltíð verði úr. Pumpan hefur verið til friðs síðan á sunnudag og því hægt að segja með sanni að þessi aukaslög hafi ekki verið álagstengd því síðustu dagar hafa verið ansi stífir. Helgin er framundan og ætlar hjúkkan að vera í fríi, leika við litla frænda og hafa það náðugt með stóru systur sem er að koma í heimsókn frá Malawi. Svo er það bara að muna að kjósa á laugardaginn en hjúkkan hefur enn ekki fengið staðfestingu á því hvar í ósköpunum hún á að kjósa. Er farið eftir þjóðskrá 1. des 2005 eða 1. maí 2006??? Hjúkkan bjó nefnilega enn í Reykjavík 1. des 2005!!!!

Engin ummæli: