11/05/2006

Brúpkaupið, vinna og hjartsláttaróregla!
Helgin var alveg með eindæmum skemmtileg hjá hjúkkunni. Föstudagkvöldið fór í að skreyta salinn með verðandi brúðhjónum og svo lá leiðin heim í sófa til Faustino sem reyndist hjúkkunni góður félagsskapur. Faustino aðstoðaði hjúkkuna við að setja á sig gervineglur til að hún myndi nú sóma sér vel í brúðakaupinu daginn eftir og lagði drög að því að lakka á sér táneglurnar einnig. Hjúkkan svaf á sínu fagra eyra frameftir morgni á laugadeginum og dreif sig svo í nokkrar útréttingar fyrir brúðkaupið. Því næst voru það sturtan og snurfuss enda farið að styttast í brúðkaup ársins. Þar sem hjúkkan sat í sófanum sínum, lakkaði á sér táneglurnar og horfði á endursýningu á enska boltanum fór hún að hugsa hvort hún þekkti aðrar konur sem almennt væru í þessum aðstæðum. Hún bar þetta undir slysófélagana í brúðkaupinu um það hvort þeir vissum af fleiri konum sem lakka á sér táneglurnar yfir endursýningu á enska boltanum. Svörin sem hún fékk frá þessum elskum voru þau að hjúkkan væri nú einstök!!!
Brúðkaupið var jafn fallegt og skemmtilegt og þau eiga vera og var heilmikið djútt á hópnum frameftir morgni. Slysóhópurinn endaði í partýi hjá slökkvurunum sem áttu sér einskis ills von, en svo birtust 3 læknar, 2 hjúkrunarfræðingar og einn lögfræðingur sem fannst þau sjálf einstaklega skemmtileg.
Sunnudagurinn var með rólegra móti enda gamla pumpan hundfúl út í hjúkkuna eftir þetta útstáelsi á laugardeginu. Pumpan er meira að segja enn í fýlu og hjúkkan er nú orðin þreytt á ástandinu. Það er ekki að hún haldi að hún sé að fara að geispa golunni, heldur er þetta bara nett óþæginlegt. Vonandi fer nú pumpan að hætta þessu rugli!

Engin ummæli: