30/12/2003

Strætó var ekki lausnin!
Snilldar lausn mín á vandamálum tengdum færð í gær var ekki Strætó! Ég skröllti vel útbúin á stoppistöð og hitti þar fyrir eldri konu. Við tókum tal og hún sagði mér að hún væri búin að bíða í klukkutíma. Eftir smá spjall sannfærði ég konuna um að labba með mér niður á Sunnutorg, því þarf gæti hún alla vega beðið inni. Við skröltum þangað og biðum í von og ótta eftir vagninum. Hann lét ekki sjá sig þannig að ég kvaddi konuna og hóf göngu mína áleiðis í vinnuna. Gekk ég yfir sjó og land og hitti þar einn gamlan mann. Sagði svo og spurði svo " er fimman nokkuð komin"? Hann kvað svo ekki vera þannig að ég hélt göngu minni áfram uns ég kom á Grensásveg. Þar glitti í vagn nr. 5 og tók ég nokkur létt stökk og komst í vagninn. Borgaði fáránlega mikið fyrir tveggja stoppistöðva keyrslu en þetta var allt peninganna virði. Allt gekk sinn vana gang í vinnunni og svo kom bjargvættur dagsins á jeppanum og skutlaði mér heim.

Bæjarstarfsmenn eru snillingar!
Jú þeir bæjarstarfsmenn sem sjá um að skafa göngustíga eru nú alveg hreint snillingar. Þeir skófu göngustíga hér í hverfinu og niður með tveim götum er liggja þvert á mína götu. Snillingarnir skófu bara af stígunum út á götuna mína og lokuðu henni í báða enda. Eins og ég sagði þá eiga þessir menn heiður skilið. Þeim tókst að láta svona 10 manns koma of seint í vinnuna í dag! Ég held að ég kjósi þá menn ársins hjá Rás 2!

29/12/2003

Nú er úti veður vont!
Það kom að því að fyrst óveður skilli á í Reykjavík. Jú það gerist einmitt þegar ég er enn á sumardekkjum og þarf að fara í vinnuna. Nú eru góð ráð dýr, því það sitja tveir jeppar fastir í götunni. Strætó er lausnin á mínum vandamálum í augnarblikinu. Fór út og sinnti stöfum húseigenda, sem fólst í gífurlegum sjónmokstri. Þetta er nú ákveðin stemning finnst mér. Það er svo gaman að hamast úti í snjónum, verða kaldur og blautur og koma svo inn í heitt kaffi og bað. En það er skammt á milli hamingju og helvítis því ég þarf enn að koma mér í vinnuna! Við sjáum svo bara til hvernig heimferðin gengur í kvöld, kannksi maður setjist bara að í vinnunni fram að páskum! En við verðum að láta það koma í ljós. Bestu snjókveðjur og munið að fara varlega í hálkunni.

27/12/2003

Matur út um eyrun!
Ég er búin að borða á mig byrgðar alheimsins um þessi jól. Það er alveg magnað hvað mér hefur tekist að troða miklu magni að bjór, kjöti og súkkulaði í þennan almennt pena kropp núna um jólin. Fyrst var það aðfangadagskvöld hjá mömmu og pabba, svo tók við aðfangadagskvöld hjá tengdó. Jóladagur var laus við átveislur og ég náði kannski að ganga af mér mest hlass aðfangadags á kvöldvaktinni. Fór heim og drakk mig blinda af jólabjórnum - vaknaði meira að segja með hausverk! Hlassaðist heim til að hitta Ingu og Svönu sem komu í rauðvín og spil. Vaknaði aftur með hausverk en þurfti ekki að fara í vinnuna sem var svakalegur kostur. Matarboð hjá mömmu og pabba reið á að kvöldi annars í jólum með tilheyrandi hamsleysi og áti. Þegar heim var komið tók við ölið og mágur minn og kona hans sem voru að koma frá útlöndum. Ef það hefði ekki verið fyrir augnagelið sem hún gaf mér í jólagjöf, hefði ég ekki litið sem best út í morgun þegar ég fór í vinnuna langt fyrir allar aldir. Jæja í kvöld var svo brúðkaup hjá einni frænkunni sem gerði sitt besta til þess að láta mig grípa brúðarvöndinn, en svo fór nú ekki... Kallinn er stikkfrír í bili! Nú er ég komin heim, byrjuð á bjórnum og þegar orðin feit, þetta kann ekki góðri lukku að stýra. Það er alvarlegt átak eftir áramótin! Lifði heil og hafði það sem allra best yfir hátíðirnar.

24/12/2003

Gleðileg Jól!
Ég óska vinum og vandamönnum gleðilegra jóla. Hafið það sem allra best um hátíðina og borðið á ykkur gat. Takk fyrir jólakortin sem við höfum fengið - vonandi fara okkar að skila sér.
Jólakveðjur Fríða!

23/12/2003

Jóla - Jóla!
Þessa síðustu daga fyrir jól hef ég séð hvaða áhrif jólin hafa á Íslendinga. Þeir verða stressaðir, leiðinlegir, dónalegir og fullir. Ég fór til dæmis í ELKO á mánudaginn (2 dögum fyrir jól), og það var gella að missa sig yfir röðinni á kassanum. Hún pirraði sig yfir fólki í röðinni og yfir því að maðurinn hennar hann Steingrímur var ekki að gera eins og hún bað um. 'Eg fór að velta því fyrir mér hvernig fólk nennir að haga sér svona almennt. Ef hún var að drepast úr pirringi yfir röðinni átti hún að vera búin að fara í búðina og sleppa þessum látum. Svo prófaði hún auðvitað allar raðirnar í búðinni til að komast sem fyrst út. Hún græddi ekkert á öllum þessum látum nema bara andúð annarra í búðinni.

Jólaumferðin!
Það er nú annar handleggur af jólunum, og enn verrri en konan í ELKO. Jú það eru allir fúlir og það þurfa allir að komast á sinn stað fyrst! Það kemur þeim ekki við hverjir verða á vegi þeirra né verða undir á leið þeirra. Þá er það helst jeppakarlarnir sem ég þoli alls ekki. Þeir taka tvö stæði því þessi asnar kunna ekki að leggja þessum ofvöxnu bílum sínum! Já er maður þá ekki bara betur settur á Hondunni sinni, litlu rauðu krúttlegu Hondunni?

17/12/2003

Helgarfléttan!
Helgin var nú frekar viðburðalítil í mínu lífi. Fór að djamma á föstudagskvöld með vinnunni og ætlaði einnig að kíkja í afmæli til Davíð í Next, eins og drengurinn er kallaður þessa stundina. En svo fór að ég var bara komin snemma heim úr vinnudjamminu og komst ekki til Davíðs. Það var nú ekki drykkjunni að kenna eins og maður hefði haldið, heldur gamaldags hausverk og vanlíðan. Var búin að vera með flensu daginn áður og hefði sennilega bara átt að halda mig heima um kvöldið en svona fór um sjóferð þá. Kjáninn sakaði mig um svik og pretti en ég er í alvöru að segja satt!!!

Vikufléttan!
Ekki mikið framundan í vikunni fyrir utan stjórnlausa vinnu, bökun og þrif á heimilinu. Kallinn stakk af til útlanda og kemur aftur á föstudaginn þannig að á meðan sit ég ein og sauma! Ætla að búa til konfekt á morgun með mömmu og systrunum, sem er ávísun á of mikla sykurinntöku á einu kvöldi. Maður þarf nefnilega að smakka blönduna aftur og aftur. Kannski má bæta aðeins meiri Baileys út í eða er þetta nóg?? Svo eru jólatónleikar hjá kórnum um helgina, þannig að djammið verður að bíða betri tíma. Hvet þó alla sem eru áhugamenn um mig að kíkja á þessa tónleika - þið verðið ekki svikin. Heitt kakó og piparkökur í hlé og kertaljósastemning. Þessi tónleikar eru reyndar ómissandi hluti af mínum jólaundirbúningi og ég kemst alltaf í jólaskap eftir þá!

Survivor - loksins búið!
Ég hef alveg mínar skoðanir á þessum síðustu þáttum í seríunni. Jú til dæmis ef skátamamman hefði til dæmis tekið annan aðila með sér í úrslitin þá hefði hún unnið allan peninginn. But No - hún þurfti að vera elskuleg eina ferðina enn. Held reynar og trúi ekki öðru en að hún sjái nú aðeins eftir vali sínu, alla vega yrði ég þokkalega pisst. Mín kona, D var talin of mikil ógn við hina keppendurna þannig að henni var sparkað áður en dramatíkin náði hámarki þannig að við áttum aldrei séns. En það sem mér fannst merkilegast var hversu fáránlega bitur Rupert er enn yfir því að hafa verið kosinn burt! Er maðurinn ekki fullorðinn??? Það skein biturleikinn úr augum hans á síðasta þinginu þegar hann vó að heiðri skátamömmunnar. En þrátt fyrir að vera enginn aðdáandi gellunar sem vann er ég nokkuð ánægð með endalokin. Nú getur maður farið að lifa eðlilegu lífi á ný. Ætli það verði nokkuð fleiri seríur? Það hafa fulltrúar allra hópa í USA unnið þennan leik þannig að þessu hlítur að fara að ljúka. Homminn er búinn að vinna, svarta konan, latino konan, pönkarinn, miðaldra húsmóðirin og ungi hvíti íþróttamaðurinn eru öll orðnir millar! Þurfum við þá nokkuð eina seríu til viðbótar? Hver ætti að vinna hana?

13/12/2003

Jólabakstur!
Er alveg að missa mig í þessum jólafíling. Er búin að baka þrjár sortir, ein hefur verið étin upp til agna og ég er á leiðinni í bakstur á fjórðu tegundinni. Ég átti bara ekki von á því að hafa svona gaman af þessu - en maður er laumu húsmóðir inn við beinið. Kannksi gott að eiga allar þessar sortir því það er jólasaumó á heimilinu annað kvöld. Gleði og hamingja, slúður og og óléttur verður held ég þema kvöldsins. Það er reyndar bara ein bumbugella í hópnum en við hinar fylgjumst spenntar með.

Jóladjamm!
Fór á jóladjamm vinnunnar í gærkvöldi, sem var svakalega gaman. Þetta byrjaði mjög pent og allir voða mikið að spá í hvað gerist í framtíðinni, miðað við spár síðustu daga. Jú jú einmitt umræðurnar sem þú vilt eiga á djammi! En svo léttist nú lundin og bættist töluvert í hópinn. Það var heilmikið drallað og tekið í nefið, enda sveif ljúf lyktin af President neftóbaki yfir salnum. Ég held að margir verði hissa þegar þeir sníta sér í morgunsárið!!! Jæja ég endaði djammið snemma sögum höfuðverks og dreif mig heim í rúm. Sögur herma að djammið hafi haldið áfram langt undir morgunsárið.

In memorian!
Keikó er látinn! Hann fékk kvef og lést af veikindum sínum skv. fréttavef RÚV .
Þar segir : "Háhyrningurinn Keikó er allur, 27 ára. Umsjónarmenn hans í Noregi segja dauðann hafa borið brátt að, Keikó hafi veikst skyndilega og drepist úr lungnabólgu. Hann var sex tonn að þyngd." Ég vona að enginn komi til með að minnast á þyngd mína að mér látinni!!! Nú eru umræður í Noregi hvort eigi að jarðsetja kvikindið eða varðveita beinagrind hans á safni! Ætli Hallur Hallsson sé þá orðinn atvinnulaus? Var hann ekki talsmaður Keikó???

10/12/2003

Moldvarpa!
Ég held að ég sé orðin að moldvörpu. Vöktum mínum í vinnunni var þannig háttað að ég sá ekki dagsljósið frá sunnudagi og fram til dagsins í dag. Vá hvað mér fannst óþarflega bjart úti þegar ég skreið úr vinnunni um kaffileytið. Moldvörpu lífið hefur haft þær afleiðingar að bíllinn minn var kominn í síðfreðið ástand. Ég skóf hann að utan sem innan og það yfirleitt svona tvisvar sinnum á dag. Ákvað að reyna að láta renna af bílnum og kom honum fyrir í neðstabílkjallara Kringlunnar. Og viti menn - það virkaði! Nú er bíllinn minn nokkuð eðlilegur á litinn og lætur vel af sér. Fór svo eftir Kringluröltið með þessari , sem var að klára prófin í dag, og lék mér við dóttur hennar. Alveg dásamlegur krakki, með ákveðnar skoðanir á því sem hún vill. Sló ekki í gegn hjá barninu þegar ég fann ekki Bóbó bangsa en svona er maður takmarkaður.

Survivor!
Þetta er allt að gerast í þessum blessaða þætti. Nú er loksins gellan með ofvöxnu kritlana farin og mín kona stendur sig eins og hetja. Ég held með D og trúi því að hún fari langt í þessum leik. Jon aumingi hélt áfram að sverja við gröf látinnar ömmu sinnar sem er alveg svakalega mikið ekki dáin! Það er þáttur á föstudaginn og svo tvöfaldur þáttur á mánudaginn, þannig að þessi árátta ætti ekki að trufla mikið jólahátíðina fyrir mér. Annars var lítill fugl að segja mér fréttir af uppáhalds piparsveininum honum Andrew - sem by the way er hættur með Jen. Ég er nú ekkert sérlega ánægð með gaurinn núna, held samt að honum sé svo sem sama um mitt álit.

07/12/2003

Jóla-Bakstur og Jóla-Ikea!
Í leit minni að jólabarninu í mér hóf ég bakstur í dag. Hafði undirbúið mig vel og vandlega, var búin að finna uppskriftir, kaupa hráefni og sníkja handþeytara frá foreldrum mínum. Þessi líka snilldar handþeytari sem ég keypti í Húsasmiðjunni á tilboði er sko ekkert slor. Það koma tvær tegundir af svona hrærurum og svo er hægt að stilla á 5 mismunandi hraða OG TURBO hraða til að auka stemninguna enn frekar. Fyrir ykkur sem hafði áhuga bíð ég upp á heimsóknartíma á þriðjudagsmorgun kl. 07:30 til hálfátta. Endilega kíkið við og skoðið gripinn... En með þessum töfragrip bakaði ég tvær tegundir af smákökum og kallin varð ekki lítið kátur með frúnna sína. Endaði svo jólabaksturinn á dýrindis kjúklingarétti sem hafður var í kvöldmat. Við hjúin skruppum einnig í hverfisbúðina og keyptum jólaskraut og nauðsynlega hluti sem maður finnur á leið sinni í gegnum þessa ágætu verslun. Þeir spreyja örugglega einhverri lofttegund um búðina sem veldur skynjanatruflunum hjá fólki og veldur auknu kaupæði - "því þetta kostar bara 390 kall". En fórum út mjög sátt og ekkert svo svakalega mikið fátækari en eigum nú ofboðslega hukkulegt jóladót!!

Brúðkaup og Bjór!
Skrapp í brúðkaup á laugardaginn og grét! Var að syngja með nokkrum félögum úr kórnum og þetta var svo sætt allt saman og lögin falleg að Ofurhjúkkan átti erfitt með að dilja tilfinningar sínar. Hafið ekki áhyggjur þetta mun ekki gerast aftur!!! Eftir athöfnina var svo veisla þar sem dýrindis hvítvín var drukkið og borðaður pinnamatur. Eftir veisluna sótti þessi mig og við fórum sem leið á ásamt frænku hennar á Kaffi Lizt og svolgruðum í okkur nokkrum bjórum. Sátum þar og slúðruðum og allt og enga en þó helst sjálfar okkur og skemmtum okkur vel.

03/12/2003

Fégræðgi - Siðblinda - Lágkúra!
Já ég er sem sagt búin að sjá síðasta þátt af Survivor. Mér blöskraði hegðan fólksins í þættinum. Einn beitti þar einu siðlausasta svindli sem ég hef á ævi minni orðið vitni að og kórónaði það svo í lokin með svaka einræðu um sameiningu ættflokksins og breytingu á hugarfari. Já það sem toppaði þetta hjá mér var þegar að svór við gröf ömmu sinnar að nú skildi hann ekki svíkja aftur. Jæja við vitum öll að þessi gaur fer beina leið til fjandans þegar þetta kemst upp meðal annarra þátttakenda. Svo var það reyndar Latino gellan sem var að missa sig gagnvart gaurnum og lét ýmis ljót orð falla. Mér líka síst við hana Söndru þessa dagana af konunum sem eftir eru. Vona að útfarastjórinn sem gæti verið Módel komist lengra, við höldum með henni.

Daglegt amstur!
Er annars á leið í vinnuna, þarf að skila af mér kvöldvaktinni. Það er svo magnað þegar maður er á fara að vinna eftir rúman klukkutíma, hvað manni finnst ekki tími til að byrja á neinu - því maður getur ekki lokið því. Var samt búin að ákveða að skrifa eitthvað svakalega sniðugt hér sem ég man ekki lengur hvað var. Læt ykkur vita ef það kemur aftur.

01/12/2003

Helgarfréttir!
Helgin fór nú að mestu leyti í vinnu þar sem ég var á næturvöktum tvær nætur. Skrapp reyndar á jólahlaðborð á Hótel Sögu sem var algjör snilld. Kalda borðið brilleraði alveg og þá sérstaklega Tequila síldin sem var svakalega góð. Þarna flaut allt í rauðvíni og annari eins vitleysu en með sterkum vilja kom ég í veg fyrir alvarlega þynnku daginn eftir. Fór svo aftur að vinna nóttina eftir og er ný komin á fætur.

Survivor spennan!
Þetta magnast og magnast spennan í kringum þáttinn og er ég mjög svekkt að sjá ekki þáttinn í kvöld, en higg á áhorf í endursýningu annað kvöld. Bíð spennt eftir "mesta rifrildi tveggja eyjaskeggja" sem á víst að vera eitthvað svakalegt - að sögn heimildarmanna. Það er reyndar ósköp brjóstumkennanlegt að vera fastur í svona sjónvarpsseríu en við erum jú öll mannleg og það er það sem þetta gengur út á. Aftur á móti er kalt og hvasst úti og maður verður þunglyndur ef maður hefur ekki líf annarra til þess að velta sér upp úr. Bestu Kveðjur!