22/02/2006

Lent á fótunum!
Eftir fáránlegar uppákomur s.l. helgi er hjúkkan lent á fótunum og hefur ákveðið að láta þessa helgi ekki hafa frekari áhrif á sig. Það rann berlega upp fyrir hjúkkunni að hún getur lítið haft áhrif á hegðan fólks og því borgar það sig ekki að velta sér upp úr því. Góðar vinkonur og vinir komu til hjálpar og eiga þau öll knús og kossa skilið - enda hjúkkan þekkt fyrir að vera sérstaklega kelin :)
Þessa dagana eiga allir afmæli og það rennur yfirleitt saman hver á afmæli hvaða dag og því vill hjúkkan óska þeim fjölmörgu sem eiga afmæli þessa vikuna innilega til hamingju með daginn. Saumaklúbburinn hittist í kvöld í tilefni af afmælinu hennar Þóru og það var bara yndislegt að hitta skvísurnar. Helmingurinn með bumbuna út í loftið, hinn helmingurinn ekki og ein að springa úr mjólk!!!
Á morgun eru tveir fundir, ferð í húsasmiðjuna (þarf að kaupa mér borvél, brauðrist og kaffivél) og kannski maður skelli sér í gymmið líka enda er hjúkkan orðin líkamsræktarmógúll mikill. Nú er nóg af innantómu og leiðinlegu bulli - farið að gera eitthvað annað en að hanga fyrir framan tölvuna :)

17/02/2006

Komin heil heim og farin í vinnuna!
Hjúkkan kom heil heim fyrir rétt tæpri viku - án þess að vera í nokkrum umbúðum enda skíðadrottning með meiru. Hún tók einungis eina flotta byltu í fjallinu og það var fyrsta daginn þar sem fallegt útsýni úr brekkunni varð hjúkkunni að falli. Eftir það ákvað hún að njóta bara útsýnisins úr lyftunum og einbeita sér að skíðaiðkuninni þegar hún var á ferð um fjallið. Strax eftir heimkomu tók við vinna og ákvað hjúkkan að lifa eftir nýjum lífstíl. Þessi lífstíll snýr að því að láta aldrei meira en 8 klukkustundir líða milli vakta. Þessi lífstíll var virtur meiri hlutann af vikunni enda er hjúkkan orðin frekar grilluð eftir allar þessar vaktir. Nú er hins vegar komið helgarfrí með einungis einni aukavakt, tveimur barnaafmælum og einni tennisæfingu.
Þrátt fyrir mikla vinnu hefur hjúkkan haft tíma fyrir nokkra fundi, ferðir í gymmið og íhuganir um framkomu og eðli fólks almennt. Hún er mikið að velta því fyrir sér af hverju fólk segir eitt og gerir svo allt annað, og hvers vegna horfir maður sífellt í hina áttina þegar vissar aðstæður eru á borðinu?? Já maður fer í djúpar pælingar á næturvöktum það er ekki hægt að segja annað. Mottóið er staðfest að fólk er fífl og það er lítið sem maður getur gert í því öllu saman!

03/02/2006

Sjúbbillí sjúbb á morgun!
Hjúkkan er nú alveg við það að komast á skíði til Austurríkis en brottför er á morgun. Eftir langan viku og endalausa vinnu er loksins komin helgi og loksins komið að fríinu langþráða. Hjúkkan hefur beðið þess lengi að komast burt úr öllu þessu rugli hérna á klakanum og njóta lífisins í friði og ró í viku. Hjúkkan verður í för með annarri hjúkku og lækni enda er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig miðað við óheppni hjúkkunnar. Í kvöld er málið að pakka og fara í gott bað og gera sig svolítið sætan fyrir Reinhardt eða Hanz eða Klaus (vinnufélagarnir gátu ekki komist að samkomulagi um hvaða nafn færi austurríska skíðakennaranum best :) ). Ef þið komið til með að sakna hjúkkunnar er hægt að fara á www.flachau.at og velja þar livecamera úr einni brekkunni - aldrei að vita nema maður vinki.
Farið varlega á meðan og munið eftir Superbowl sem verður ekki að þessu sinni í Dofarnum. Áfram Steelers!!!