22/02/2006

Lent á fótunum!
Eftir fáránlegar uppákomur s.l. helgi er hjúkkan lent á fótunum og hefur ákveðið að láta þessa helgi ekki hafa frekari áhrif á sig. Það rann berlega upp fyrir hjúkkunni að hún getur lítið haft áhrif á hegðan fólks og því borgar það sig ekki að velta sér upp úr því. Góðar vinkonur og vinir komu til hjálpar og eiga þau öll knús og kossa skilið - enda hjúkkan þekkt fyrir að vera sérstaklega kelin :)
Þessa dagana eiga allir afmæli og það rennur yfirleitt saman hver á afmæli hvaða dag og því vill hjúkkan óska þeim fjölmörgu sem eiga afmæli þessa vikuna innilega til hamingju með daginn. Saumaklúbburinn hittist í kvöld í tilefni af afmælinu hennar Þóru og það var bara yndislegt að hitta skvísurnar. Helmingurinn með bumbuna út í loftið, hinn helmingurinn ekki og ein að springa úr mjólk!!!
Á morgun eru tveir fundir, ferð í húsasmiðjuna (þarf að kaupa mér borvél, brauðrist og kaffivél) og kannski maður skelli sér í gymmið líka enda er hjúkkan orðin líkamsræktarmógúll mikill. Nú er nóg af innantómu og leiðinlegu bulli - farið að gera eitthvað annað en að hanga fyrir framan tölvuna :)

Engin ummæli: