03/02/2006

Sjúbbillí sjúbb á morgun!
Hjúkkan er nú alveg við það að komast á skíði til Austurríkis en brottför er á morgun. Eftir langan viku og endalausa vinnu er loksins komin helgi og loksins komið að fríinu langþráða. Hjúkkan hefur beðið þess lengi að komast burt úr öllu þessu rugli hérna á klakanum og njóta lífisins í friði og ró í viku. Hjúkkan verður í för með annarri hjúkku og lækni enda er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig miðað við óheppni hjúkkunnar. Í kvöld er málið að pakka og fara í gott bað og gera sig svolítið sætan fyrir Reinhardt eða Hanz eða Klaus (vinnufélagarnir gátu ekki komist að samkomulagi um hvaða nafn færi austurríska skíðakennaranum best :) ). Ef þið komið til með að sakna hjúkkunnar er hægt að fara á www.flachau.at og velja þar livecamera úr einni brekkunni - aldrei að vita nema maður vinki.
Farið varlega á meðan og munið eftir Superbowl sem verður ekki að þessu sinni í Dofarnum. Áfram Steelers!!!

Engin ummæli: