17/02/2006

Komin heil heim og farin í vinnuna!
Hjúkkan kom heil heim fyrir rétt tæpri viku - án þess að vera í nokkrum umbúðum enda skíðadrottning með meiru. Hún tók einungis eina flotta byltu í fjallinu og það var fyrsta daginn þar sem fallegt útsýni úr brekkunni varð hjúkkunni að falli. Eftir það ákvað hún að njóta bara útsýnisins úr lyftunum og einbeita sér að skíðaiðkuninni þegar hún var á ferð um fjallið. Strax eftir heimkomu tók við vinna og ákvað hjúkkan að lifa eftir nýjum lífstíl. Þessi lífstíll snýr að því að láta aldrei meira en 8 klukkustundir líða milli vakta. Þessi lífstíll var virtur meiri hlutann af vikunni enda er hjúkkan orðin frekar grilluð eftir allar þessar vaktir. Nú er hins vegar komið helgarfrí með einungis einni aukavakt, tveimur barnaafmælum og einni tennisæfingu.
Þrátt fyrir mikla vinnu hefur hjúkkan haft tíma fyrir nokkra fundi, ferðir í gymmið og íhuganir um framkomu og eðli fólks almennt. Hún er mikið að velta því fyrir sér af hverju fólk segir eitt og gerir svo allt annað, og hvers vegna horfir maður sífellt í hina áttina þegar vissar aðstæður eru á borðinu?? Já maður fer í djúpar pælingar á næturvöktum það er ekki hægt að segja annað. Mottóið er staðfest að fólk er fífl og það er lítið sem maður getur gert í því öllu saman!

Engin ummæli: