19/01/2011

Heltekin af handbolta!
Þegar kemur að stórmótum í handbolta á hjúkkan það til að missa kúlið yfir sjónvarpinu heima í stofu. Eftir áralanga reynslu af eigin hegðun yfir leikjum íslenska landsliðsins í handbolta hefur hjúkkan lært að þessi hegðun er ekki eitthvað sem maður sýnir á opinberum vettvangi. Allt frá því að kalla hvetjandi orð ( já og stundum blótsyrði... ) til sjónvarpsins ( í þeirri staðföstu trú um að það skili sér til leikmanna ) til þess að naga hornið á púðanum eru dæmi um hegðunarmynstur sem birtist hjá hjúkkunni. Nú þegar HM2011 hátíðin stendur sem hæst er eintóm handbolta hamingja í gangi. Liðinu gengur vel, allir heilir og hjúkkan enn laus við hjartsláttartruflanir. Þar sem síga fer nú á meiri spennu í mótinu er alls ekki öruggt að þetta ástandi vari lengi. Það góða við þetta er að á endanum líkur mótinu og tilbaka kemur hin rólega og dagfarsprúða hjúkka. Annar fylgifiskur svona stórmóta er hjátrúin og sú trú að hegðun hjúkkunnar, aðstæður þar sem hún horfir á leiki og jafnvel klæðnaður geti haft eitthvað að segja um árangur liðsins. Þetta fer kannski að verða spurning um að hafa of mikið álit á eigin áhrifum :) Þangað til að eigináhrifin fara að dvína mun hjúkkan horfa á leiki heima í stofu, gargandi á sjónvarpið, fnussandi yfir þeim sem er að lýsa og á meðan sigra auðvitað íslensku strákarnir okkar. Áfram Ísland :)

16/01/2011

Nýtt ár ... spurning um að reyna eina ferðina enn að halda uppi einhverju skemmtilegu hér :)
Hjúkkan er aldeilis ánægð með nýja árið og allt nýja útivistadótið sem hún hefur sankað að sér á síðustu mánuðum. Nú hendir nú sér niður ísilagðar brekkur og bremsar sig af með exinni af miklum móð. Þrátt fyrir miklar æfingar nú um helgina virðist þó nokkuð vera í land að búið sé að mastera tæknina ef maður fer með höfuðið á undan. Það virðist sem svo að hjúkkan verði að horfast í augu við að vera næstum orðin lúðápúði sem er víst núheitið á Gingangúllí :) en án flíspeysunnar.
Nýja árið verður sem sagt "osom" með fjöllum, klifri, námsbókum og má svo nokkuð gleyma blessuðu vinnunni :) Þar hafa nú samt margar skemmtilegar hugmyndir komið upp ( höfum það í huga að við erum alveg 3 á skrifstofunni). Það hafa verið vangaveltur um að hafa "leynivinaviku" og svo er auðvitað klassískt að skipa í skemmtinefnd.... jebb lúðapúðinn er alveg að slá í gegn :) Ætla að finna aftur skrifgleðina og tjá mig meira á árinu.

12/06/2010

Hjúkkan komin aftur og nú í stuði!

Ofurhjúkkan er nú farin að nálgast gamla vinnustaðinn á slysadeildinni ferkar hratt. Nú er tími lyfjanna liðinn og við tók tími hjartastuðtækja. Í dag sveiflast stúlkan sem sagt um landið og hvetur menn og mannvirki til þess að fjárfesta í sjálfvirku hjartastuðtæki - sem næstum því eldar kvöldmat fyrir þig!!! Yfirmaður hjúkkunnar er eins og hún sjálf Man Utd og KRingur og því eru allir sammála á skrifstofunni og það hefur nú verið nokkur þörf fyrir félagastuðning á þessum síðustu og verstu tímum....
En nú ákvað hjúkkan er koma aftur í bloggheima sem eru nú mögulega dauðir úr öllum æðum... en sjáum hvað setur :)

12/12/2009

Kominn tími til :)
Já sannarlega kominn tími til að skella inn nokkrum línum á þessa vesælu síðu. Þetta haust er búið að vera rugl upptekið og hjúkkan var yfirleitt með annan fótinn erlendis og hinn í Leifsstöð. En törnin tók enda og þá tók við endalaus gerð áætlana og skemmtilegheit.
Nú er aðventan hafin með árlegri bökunar maníu hjúkkunnar. Ekki nóg með að hún baki vandræða fyrir sjálfa sig þá hendir hún í sortir fyrir nánustu aðstandendur líka.
Nú er planið að koma þessari síðu aftur af stað :)

03/10/2009

Enn á ferð og flugi!
Hjúkkan er enn sem fyrr á ferð og flugi um allan heiminn vegna vinnu sinnar. Síðast lá leiðin til Vínar með viðkomu á evrópuþingi sykursýkis. Á þessum ferðum sínum fær hjúkkan yfirleitt eitthvað gott að borða og sú var reyndin í þessari ferð sem öðrum ferðum. Leiðin lá á Harry´s time í Vín sem er frábær veitingastaður og Harrý sjálfur á staðnum og leit út eins og yngri bróðri Humprey Bogart :) Nú er dekurtími enda heilar 2 vikur þar sem stúlka er heima á Íslandi. Það sem var svo áberandi í þessari ferð er hvað það þarf lítið til þess að vekja gleði hjúkkunnar. Þegar komið var í vél Icelandair á Kastrup í gærkvöldi vakti það einlægna hamingju og gleði hjá hjúkkunni að sjá að það voru komnar nýjar myndir í entertainment systemið í vélinni. Hjúkkan sá sér gott til glóðarinn að þurfa ekki að horfa á 27 dresses eða Devil wears Prada í 15 skipti!!! Og til að bæta enn meiri gleði og hamingju í líf hjúkkunnar frétti hún að það er von á nýjum vörulista í Saga Boutique. Já þetta kann að hljómar ferkar einkennilega að svona hlutir geti kætt mann svo innilega en því miður er það staðan :) En góðu fréttirnar eru þær að þegar næsta ferð verður farin eftir 2 vikur þá verður ný mynd og nýr bæklingur í vélinni..... það liggur við að mann hlakki til að fara :)

23/08/2009

Menninganóttuð!
Hjúkkan brá undir sig betri fætinum í tilefni menningarnætur í gær. Leiðin lá til höfuðborgarinnar á útitónleika í boði Rásar 2 í Hljómaskálagarðinum. Þetta reyndist hin mesta skemmtun - enda nokkur ár síðan hjúkkan lagði leið sína í miðbæinn á þessu kvöldi. Tónleikarnir voru fínir og nett stemning í fólki á staðnum. Það var reyndar einn hópur fólks rétt við hjúkkuna sem var greinilega hópurinn sem hélt að hann væri enn í Húnaveri með tilheyrandi fyrirferð. Ekki bara mamman og pabbinn og vinirnir heldur líka afinn og amman - allir í dúndrandi landafjöri og heimaprjónuðum lopaleysum.
Það kom hjúkkunni eiginlega einna mest á óvart hversu fáa hún þekkti á svæðinu. Sú var tíðin að það var frekar tímafrekt að ganga í gegnum miðbæinn á þessu kvöldi en nú voru einungis nokkrar hræður sem hjúkkan þekkti. Kannski spurning um að aldurinn sé að færast yfir.....
Eftir flugeldasýninunga og samræmd "úh og ahhh" hjá öllum þeim sem voru að horfa og dást að þessum fallegu sprengjum var tekinn einn rölt hringur til viðbótar. Á þeirri stundu var það ljóst að það væri tvennt í stöðunni.... hrinja í það og vera eins og hinir unglingarnir og reyndar eldra fólk líka eða bara koma sér heim - sem varð fyrir valinu. En ljómandi fínt að hafa prófað þetta :)

02/06/2009

Dónalegt fólk alls staðar!
Sumarið virðist vera að fara misvel í Íslendinga sem hafa orðið á vegi hjúkkunnar undanfarna daga. Leiðin lá upp Esjuna s.l. laugardag og þar mætti hún fólki á niðurleið með lausan hund. Hundskvikindið var að dröslast út um allt og að abbast upp á alla sem á leið hans voru. Fólk sem mætti þeim skömmu áður en hjúkkuna bar að benti þeim á að hundurinn ætti að vera í ól þar sem hann væri að abbast upp á allt og alla. Það fauk þetta svakalega í manninn sem hreitti því tilbaka að viðkomandi ætti bara ekkert að skipta sér af því sem honum kæmi ekki við. Kjellingarbeyglan hans var ekkert betri og sagði að aðrir hundar ættu að vera í ól - ekki þeirra!!! Alveg merkilegt hvað fólk getur álitið sjálft sig merkilegt!
Í dag var svo hjúkkan í bíl sínum á leið heim úr vinnu. Það var einhver stelpukjáni á vespu á vinstri akrein á Reykjavíkurvegi, sem jú tafði töluvert umferð og var í raun og veru sjálf í mikilli hættu. Nema hvað á undan hjúkkunni var leigubíll sem skipti um akrein - hægði á sér þegar hann var við hlið stelpunnar, dró niður rúðuna og skellti hendinni út með fingurinn á lofti! Það besta var að þetta gerði gaurinn beint fyrir framan nefið á löggunni sem var við hraðamælingar! Já sumir kunna sig almennt ekki. Það versta var að hjúkkan sá ekki frá hvaða leigubílastöð þessi bíll var til að tilkynna þessa hegðun.
Já það er vonandi að fólk spili ekki almennt út í sumar - koma svo slaka aðeins á og njóta lífsins!!